Tíminn - 25.06.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.06.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITST JÓ R ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 25. júní 1942 69. blað Kjósendaverzlun íhaldsíns við jafnaðarmenn Pálmi Einatsson og illmæli MorgunbL í gær flytur Morgunblaðið forustugrein, þar sem jþað veit- ist að Pálma Einarssyni með ó- sæmilegum fúkyrðum. Ber geð- æsing blaðsins með sér, að það er dauðhrætt um sinn „Dalakút“ fyrir Pálma. Mogginn velur Pálma skraut- nefni, svo sem.: trúskiptingur, liðblaupi, ódrengskaparmaður, bann verðskuldi fyrirbtning allra o. s. frv. AUur þessi geðofsi virðist ris- inn af þeim misskilningi, að í- haldið, Sjálfstæðisflokkurinn, bafi eignazt bvern einstakUng í Bændaflokknum og flokkinn í heUd með því að gera við bann kosningabandalag fyrir fjórum árum. Þessi hugsunarháttur er ákaf- lega einkennandi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, sem þykist vera „bandaríki allra flokka“. Slík „bandaríki“ munar ekki mikið um að gleypa einn Frelsisher og einn Bændaflokk með húð og hári. En einhver skíma hefir náð inn í kolamyrkur íhaldsins og gefið þeim, er þar sitja, hugboð um, að þeir hefðu misreiknað sig með Bændaflokkinn. Málefnaágreiningur Bænda- og Framsóknarflokksins hefir ekki verið ýkja mikill. í mörg- um tilfellum hefir fremur ver- ið um gamlar væringar að ræða, sem mjög er farið að fyrnast yfir. • Þegar Sjálfstæðisflokkurinn gengur svo í bandalag við jafn- aðarmenn og kommúnista til að ráðast á sveitakjördæmin, þá hlýtur það að vera slíkt stór- mál í augum Bændaflokks- manna, að það yfirskyggj lang- samlega þann ágreining, sem haldið hefir verið uppi við Framsóknarflokkinn. 1 Og hver hélt þessum ágrein- ingi uppi á síðasta þingi? Eng- I inn annar en Stefán Stefáns- son, sem nú hefir gengið Sjálf- stæðisflokknum á hönd að fullu og öllu! Það getur verið þægilegt fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, að kalla einn af sínum væntanlegu frambjóðendum „Bændaflokk“ til þess að deila á Framsóknar- menn. En svona blekking getur varla villt kjósendum sýn. Og svo er nú þetta: Sé það ódrengskapur m. m. af Pálma ÍEinarssyni að ganga í Fram- sóknarflokkinn, hvernig er þá með drengskap aumingja Ste- fáns, sem nýlega teygði lopann á Alþingi, sem sá eini sanni Bændaf lokksmaður ? Þorir Morgunblaðið að fara í mannjöfnuð um þá Pálma og Stefán fyrir dómstóli bænda í landinu? Hvor þeirra hefir unnið bændastétt landsins meira gagn, að öllum stjórnmálum sleppt- um? Morgunblaðið talar um mik- inn drengskap, er flokkur þess sýndi með því að kippa Þor- steini sýslumanni úr héráðinu og bjóða hann fram í kjördæmi, þar sem víst var, að hann félli. Á hverju byggðist sá dveng- skapur? Á þeirri von, að íhald- ið gæti notað þetta herbragð sjálfu sér til framdráttar. Þess vegna var sýslumanni sýndur sá „drengskapur“, sem Mbl. talar um, að hrekja hann úr hérað- inu. Pálmi Einarsson var Fram- sóknarmaður. Hann fyllir nú þann flokk að nýju, eins og eðli- legt er, og eins og svo fjölmarg- ir þeirra manna, sem um stutt (Framh. á 4. slOu) og kommúnista Stríðsgróðamennirnir og verkamannabrodd- arnir í Reykjavík mynda leynibandalag til að verzla með atkvæði kjósenda úti um land, svo að stjórnarskrá upplausnarinnar verði ekki stöðvuð. Það er nú orðið opinbert leyndarmál, að víðtækt kosn- ingabrask hefir verið gert milli foringja Sjálfstæðismanna annars vegar og jafnaðarmanna- og kommúnistaforsprakk- anna hins vegar. Svo hræddir eru þessir brodd- ar kaupstaðaflokkanna við vax- andi fylgi Framsóknarflokks- ins, að gripið er til þess ráðs, að reyna að fá verkamenn til að kjósa frambjóðendur íhalds- ins, ef með því væri meiri von til að fella frambjóðendur Framsóknarflokksins. Svo langt gengur nú fjandskapur krata og kommúnistaforingjanna gegn sveitunum, að þeir hefja víð- tækan og lélega falinn áróður meðal fylgismanna sinna um það, að kjósa íhaldsmenn á þing. íhaldsmenn lofa svo á móti að reyna að fá kjósendur sína í V.-ísafjarðarsýslu til að kjósa Ásgeir Ásgeirsson. Fram- boðum þessara flokka mun og hafa verið ráðið tii lykta með tilliti til þessa bandalags. Reykjavíkurunglingurinn, sem íhaldsmenn bjóða Snæfelling- um á að njóta þess hjá verka- mönnum í þorpunum, að vera i sifjatengslum við æðsta prest jafnaðarmanna úr Útvegsbank- anum. í Barðastrandasýslu leikur Gísli Jónsson hinn frelsandi vin verkamanna, sem lofar þeim flestum þessa heims lysti- semdum, ef þeir ljái sér braut- argengi, en gefur í skyn ógnir og framtíðarhörmungar, ef Steingrímur búnaðarmálastjóri nái kosningu. í Vestur-ísafjarðarsýslu er sú eina von Ásgeirs, að íhaldsmenn hlaupi ötullega undir bagga með gömlum „heiðursfélaga úr Sjálfstæðisflokknum“, eins og Árni frá Múla nefndi hann einu sinni. Þá hefir frétzt, að í Vestur- Húnavatnssýslu sé róið að því öllum árum, að mynda breið- fylkingu hinna þriggja flokka móti Skúla Guðmundssyni. Verkamenn á Hvammstanga eru óspart brýndir til þess að kjósa Guðbr. ísberg með íhaldinu, því að það sé eina leiðin til að fella Skúla. í austursýslunni er vit- að, að Jón á Akri er alveg von- laus um kosningu, nema at- kvæði jafnaðarmanna og kom- múnista gætu fleytt honum inn. Á Akureyri berjast forkólfar verkamanna fyrir því, að fá lið sitt til þess að kjósa Sig. Hliðar. Með þvi einu móti telja þeir hugsanlegt, að hindra kosningu Vilhjálms Þór. Þeir Jónas Guðmundsson og Árni frá Múla eru gamlir bræð- ur í Bakkusi og hafa nú látið sér blæða saman að fornum fóstbræðrasið í Suður-Múla- sýslu. Munu þeir hafa fyrir aug- liti guðsins fest þau heit, að fá fylgismenn sína til að kjósa sig saman í sýslunni. Af öllu þessu hefir meðframbjóðanda Jónas- ar ofboðið svo, að hann hætti að mæta á fundum með hinum nýju bandamönnum, en tók áð- ur skýra afstöðu gegn makki þeirra kumpána og þeim opin- skáu fullyrðingum Jónasar, að markmið þessara möndulflokka væri sá, að gera landið allt að einu kjördæmi. í Austur-Skaftafellssýslu þyk- ir broddum verkamanna ófýsi- legt að biðja flokksmenn sina i Höfn um atkvæði til handa frambjóðanda íhaldsmanna, Helga Hermanni, manninum, sem lýsti yfir því, að heldur vildi hann sjá Reykjavík í rúst- um eftir sprengingar, en að sjá völd hennar í höndum andstæð- inga sinna í stjórnmálum. Það skal skýrt tekið fram, að þótt forsprakkar þeirra þriggja flokka, sem nú berjast í banda- lagi gegn Framsóknarflokknum, hafi á bak við tjöldin stofnað til svo ógeðslegrar verzlunar, sem hér hefir verið lýst að nokkru, er hitt ekki líklegt, að kjósendur þeirra verði þeim svo leiðitamir, sem ætlazt er til. Þeir láta ekki reka sig til að kjósa forna féndur, aðeins til að þóknast misvitrum og mis- heiðarlegum broddum flokk- anna, sem nú keppa allir að því marki, sumir ljóst en aðrir leynt, að svipta kjördæmin eig- inkosnum fulltrúum í næstu framtíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefir lengi beitt þeim ósannindum í áróðursskyni, að Framsóknar- flokkurinn væri „rauður flokk- ur“. Hvernig halda kjósendur að íhaldið verði á litinn, þegar það rís úr flatsænginni með kommúnistum ? Framsóknarmenn: Kosning utan kjörfunda fer fram hjá hreppstjórum, sýslumönnum og í Reykjavík í Miðbæjarbarnaskólanum. Framsóknarmenn, utan af landi, sem dveljið í Reykjavík, dragið ekki að kjósa. Leitið upplýsinga og aðstoðar á kosn- ingaskrifstofu flokksins, opin 9—12 og 1—10 alla virka daga. Ekkert atkvæði má fara forgörðum. Hefjið harða sókn gegn samfylkingu upplausnarinnar, sem stendur að núverandi ríkisstjórn. Skapið Framsóknar- flokknum stöðvunarvald 5. júlí Kosnlngaskrifstofa Framsóknarf 1 okks- ins, Edduhúsinu. Símar: 5099 og 2323. Konungshugsjón Norðmanna „Heidur láta ei£nir og óðul en beygja sig íyrir oibeidinu ‘ Viðtal við Jakob Worm-Múller prúfessor. Einn af kunnustu sagnfræðingum og stjórnmálamönn- um Noregs, prófessor Worm-Muller, dvelur nú hér á landi. Hann er fæddur í Oslo 25. des 1884. Hefir hann rit- að margt um sögu Noregs, m. a. Siglingasögu Norð- manna frá elztu timum, geysimikið verk og merkilegt. Worm-Múller varð ungur dosent í sagnfræði viö Háskoi- ann í Osló og síðan prófessor. Hann hefir mjög látið til sín taka í stjórnmálum og fylgt vinstri mönnum að málum. Er hann annálaður mæiskumaður og bráðsnjall rithöfundur. Prófessor Worm-Múller mim dvelja hér um hríð, og hyggst að flytja nokkur erindi fyrir almenning um frels- ísoarattu Norömanna, sem nú er háð bæði heima fyrir og erlendis. Blaðamenn áttu viðtal við Worm-Miiller 1 samkomu- iiúsi Norðmanna í Reykjavík á þriðjudaginn var. „Fyrst af öllu ætla ég að biðja ykkur að koma á fram- færi vinarkveðju, sem norska stjórnin bað mig að flytja ís- lendmgum,“ segir Worm-Múll- er. Annars er ég hingað kominn í tvennum erindagerðum: Til að kynnast Islandi og til þess að ílytja hér nokkur erindi á veg- um Háskóla ykkar um frelsis- baráttu Norðmanna, sem nú er háð bæði heima fyrir og er- lendis. Eg var vitni að rás viðburð- anna frá því er ógæfan dundi yfir 9. april 1940 þangað til ég fór úr landi. Eg afréð að halda kyrru fyrir í Oslo og efna til mótspyrnu i kyrrþey ásamt nokkrum vinum mínum. Striðið hefir verið Norðmönn- um harður skóli En þeir hafa lært mikið og gagnlegt, — ef baráttan verður ekki of lang- vinn og hungur og drepsóttir leggjast ekki á landslýðinn. Út úr þessum eldi kemur endur- fædd og gerbreytt þjóð, stælt og samhuga. Enginn maður í Noregi vissi lengi vel, hvað var að gerast, skildi ekki undirrót ófriöarins. Viðkvæðið var þannig hjá mörgum: Þetta er stórvelda- styrjöld milli Þýzkalands og Bretlands, sem bezt er að leiða hjá sér. Jafnvel eftir hernámið var afar; erfitt að átta sig á rás við- burðánna. Fréttir bárust ekki nema eftir krókaleiðum. En, fæstum kom til hugar, að slík' ógnarstjórn væri í vændum, sem ; reynslan hefir leitt í ljós. Stór- j þingið skildi heldur ekki, hvað var á seiði. Hefðu Þjóðverjar verið hyggnir, er ekki gott að segja, hvað þeim hefði orðið ágengt. En Þjóðverjar e’ru ekki hyggnir — og það bjargaði okk- ur. — Þegar menn sáu, að þeir lögðu alla stund á að ráða Há- kon konung og ætt hans af dögum, skyldu þeir, að það átti að ráða niðurlögum norsku þjóðarinnar. Norðmenn voru ekki konungsdýrkendur og því síður konungsþrælar. En allt í einu varð konungurinn eins og til forna merkisberi þjóðarinn- ar, tákn sjálfstæðis henn- ar. Andi Snorra kom til lið- veizlu við Norðmenn á nýjan leik. Þjóðin varð sem gripin af „konungshugsjón“ sögunnar. Ólafur helgi mun verða kon- ungur Noregs um alla framtíð. Það, sem bjargaði Noregi. Þjóðverjar reyndu að beita brögðum. Þeir vildu semja við forsetaráð Stórþingsins um að setja ríkisstjórnina og konung- inn frá völdum og mynda nýja stjórn, löglega norska stjórn, sögðu þeir. Þeir notuðu tæki- færið, þegar Frakkland gafst upp og hertu á kröfum sínum. Allt benti til að Þýzkaland væri aö sigra. Forsetaráðið beygði sig, og það var • ráðgert að kalla Stórþingið saman í júlí. En Stórþingið var aldrei kvatt saman sem betur fór. Og það varð aldreí neitt úr hinni „lög- legu“ norsku stjórn, hún varð aldrei mynduð, enda var fyrir- ætlunin sú frá upphafi vega að troða Qvisling inn í hana. Þetta einkennilega tímabil eftir fall Frakklands, þegar Hit- ler hafðist ekki að, bjargaði Noregi, bjargaði heiminum. Þá var það, sem Hitler „varð af strætisvagninum“, sem frægt er orðið. Svo kom sept. 1940, þegar Þjóðverjar hófu stórárásir á Lundúnaborg. Þá voru Stór- þingsmenn kvaddir til flokks- funda í Osló og reynt að semja við þá um nýja stjórnarmynd- un. En þá var það of seint. — Allir neituðu. Þá hafði þjóðin áttað sig svo á hlutunum, að hún stóð sem múrveggur um sjálfstæði Nor egs. Einn þingmanna komst svo (Framh. á 4. síSu) Erlendar Sréttir Eftir fall Tobruk, hafa engar stórfréttir borizt frá vígstöðv- unum. Sebastopol verst enn, þótt Rússar játi, að horfurnar þar séu ískyggilegar. Á Karkow svæðinu hafa Þjóðverjar gert allsnörp áhlaup, en ekki náð neinum teljandi árangri, segir í fréttum Rússa. ' Laval hefir í ræðu til frönsku þjóðarinnar lýst yfir þeirri ein dregnu ósk sinni, að Þjóðverjar sigruðu í stríðinu. Hann hefir og reynt að fá franska verka- menn til þess að fara til Þýzka lands og vinna þar fyrir nazista. Segir hann, að Hitler lofi — af göfugleik hjarta síns — að láta lausa jafnmarga franska fanga (Framh. á 4. slðu) Á víðavangi GÆSASMALINN. Á fundi á Norðurlandi ekki alls fyrir löngu, þar sem Magn- ús Jónsson var að flytja póli- tiska ræðu fyrir áheyrendur og tala um hinar „steiktu gæsir“, þ. e. væntanlega minnhluta- þingmenn Sjálfstæðisflokksins úr tvímenningskjördæmunum, kom gestur einn seint inn á íundinn, er ekki kenndi ræðu- mann. Er hann haíði hlustað iiua stund, laut hann að síðu- naut sinum og mælti fram visu. Hann komst aðeins ekki lengra en yfir þrjár fyrstu hendmgarnar, því að þá greip sá, er hann ávarpaði, fram i og botnaði. Og vísan er svona: Hver er að fleipra froðu í eyra, fleðumáll og laus í tali? Maðurinn heitir — má ég heyra? Magnús Jónsson, gæsasmali. FULLTRÚAR MJOLK URVERKFALLSINS. Mbi. er aíar sárt við Egil kaupfélagsstjóra í Sigtúnum fyrir það, að hafa á fundi á Stórólíshvoli lýst undrun sinni yfir því, að íhaldið skuli hafa brjóstheilindi til þess að bjóða kjósendum Rangárvallasýslu upp á fulltrúaefni frá flokki mjólkurverkfallsmanna í Rvik. Rangvellingar eru ekki enn búnir að gleyma mjólkurverk- falli fyrrverandi þingfulltrúa þeirra úr íhaldsflokknum og skoðanabræðra hans i höfuð- staðnum. Þeir muna enn, bænd- ur austan fjalls, ráðleggingar fina íhaldsfólksins í Reykjavik, um að betra væri að drekka grá- blöndu en að kaupa „samsull“ bændabýlanna af Suðurlands- undirléndinu, en samsull kall- aði það mjólk frá búum nær- sveitanna. LÉT BUGAST FYRIR KAUPSTAÐAVALDINU. Fulltrúa Reykjavíkurvaldsins, Ólafi Thors, hefir tekizt að beygja Ásgeir frá Fróðá til að afturkalla framboð sitt á Snæ- fellsnesi. Mun Ásgeir hafa átt allmarga trausta fylgismenn þar vestra, er hétu honum ör- uggri fylgd, en óskuðu ekki eft- ir ókunnum Reykjavikurung- ling sem þingfulltrúa. Efalaust hafa fylgismenn Ásgeirs búizt við meiri festu og skörungs- skap af honum, en raun varð á. En þótt hann léti bugast fyrir kostum Ólafs Thors, er hitt með meiri ólíkindum, að fylgismenn Ásgeirs láti beygjast fyrir skip- an höfuðstaðarvaldsins. ÞJÓÐVILJINN SKRÖKVAR FIMMFALT! Það eru vitanlega ekki mikil tíðindi eða ný, þótt Þjóðviljinn búi sér til söguefni líkt og Guð- brandur býr sér til þær nafn- bætur, er hann þráir. í gær segir blaðið m. a., að Jónas Jónsson hafi fengið tvær bifreiðar hjá einkasölu ríkisins á tveimur árum og þá vitanlega selt aðra með góðum hagnaði! Hið sanna í þessu er, að J. J. afhenti einkasölunni til ráð- stöfunar gamlan bíl, sem hann átti, og fékk í staðinn keyptan notaðan bíl hjá einkasölunni. Það má til sanns vegar færa, að J. J. hafi fengið tvo bíla — en ekki á tveimur, heldur tíu árum. Fáir ljúga meira en um helm- ing. En Þjóðviljinn gerir svo vel að ljúga fimmfalt! „HÁLFT UM HÁLFT“. Morgunblaðið var að hlakka yfir því á dögunum, að Ólafur Tryggvason Jensen Thors væri Hálfdani. Fögnuður þess mun þó aukast til muna, er það sannast af reynslunni, að Ólaf- ur er „hálft um hálft“ í fleiru. T. d. virðist margt benda til þess, að hann sé hálft um hálft að missa fylgi i kjördæmi sínu, að loforðum hans sé ekki nema hálft um hálft treystandi, að hann sé hálft um hálft forsæt- isráðherra kommúnista, og er þó fátt eitt talið. t.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.