Tíminn - 01.09.1942, Síða 1

Tíminn - 01.09.1942, Síða 1
RXTSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. j FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: í JÓNAS JÓNSSON. \ < ÚTGEFANDI: } FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNJHR1MTA OG AUGLÝSENGASKRIFSTOFA: EDDTJHÚSI, Lindargötu 9A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. Símar 3948 og 3720. 26. ár, Rcykjavík, þriðjudag'iim 1. sept. 1942 96. blað Stefina Framsóknarfilokksins sigrar Þýzb loftárás á bæ Jónas Jónsson; Þarf að hræðast ljósið og hítann? Snemma á þessu þingi báru allmargir Framsóknarmenn fram í sameinuðu þingi tillögu um stærsta málið, sem liggur fyrir þessu þingi: Rafleiðslu inn á hvert heimili. En Gísli Sveins- son, forseti sameinaðs Alþingis, hefir ekki enn fundið tíma til að láta fara fram umræðu, og enn síður atkvæðagreiðslu um þetta mál. Það er eins og Gísli Sveinsson sé hræddur við þá til- hugsun, að hiti og ljós komist inn á hvert heimili á landinu. Alþíngi hefír samþykkt tillögu Framsókn- arílokksíns. — Stjórnarliðið á mótí. Þar sem augljóst var þegar í þingbyrjun, að kosn- ingar mundu lenda á mjög óheppilegum tíma fyrir liinar dreifðu byggðir, báru Framsóknarmenn fram til- lögu um, að kjördagar skyldu verða tveir í haust í sveitakjördeildum. Það voru fulltrúar Framsóknar- flokksins í stjórnarskrárnefnd N. d., þeir Eysteinn Jóns- son, Gísli Guðmundsson, Jörundur Brynjólfsson og Sveinbjörn Högnason, sem tóku þetta nýmæli upp og báru fram í deildinni. Fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni, þeir Ásgeir Ásgeirsson, Áki Jakobsson, Garð- ar Þorsteinsson, Gísli Sveinsson og Sigurður Kristjáns- son lögðust allir á móti. Við þriðju umræðu í N. d. marðist það í gegn með eins atkvæðis meiri hluta að bæta aftan við kosninga- Ég hygg, að þetta sé óhyggi- legt af Gísla Sveinssyni og þeim flokksbræðrum hans, sem standa að þessu tiltæki hans. Það er hægt að láta þetta þing líða án þess að ræða málið. En það verður ekki til lengdar hægt að halda málinu fyrir ut- an dagskrá þingsins. Á undanförnum árum hafa flest kauptún og kaupstaðir fengið nokkurt rafmagn til heimilisnota. Hver einasta af þessum rafveitum er byggð með ábyrgð allra landsmanna. Dreif- býlið hefir ekki fengið neina raforku, ef frá eru taldar stöðv- ar þær, sem Bjarni á Hólmi og aðrir skaftfellskir hugvitsmenn hafa reist. Það má nærri geta, að hér hallast mikið á með bæj- um og sveitum. Er sízt að furða, þó að fólksstraumur liggi til þeirra staða á landinu, þar sem þjóðfélagið býður bezt lífskjör, á kostnað hinna, sem eru án raforkuhlunnindanna. Að líkindum hafa menn ekki áttað sig á því, að ekki er unnt að leiða raforku um allar byggð- ir landsins nema frá stórum stöðvum. Ef tekið er Norður- land, þá eru ónóg skilyrði til raforkuframleiðslu fyrir Húna- þing, Skagafjörð, Eyjafjörð og Norður-Þingeyjarsýslu. Aftur á móti er yfirfljótanleg orka handa öllum heimilum á Norð- urlandi, og þótt víðar þyrfti að vera, í fallvötnum i Suður- Þingeyjarsýslu, Laxá og Skjálf- andafljóti. Ég hygg að raunin verði hin sama um landið sunn- an- og vestanvert, að þar muni þurfa að treysta á Sogið, og ef með þarf önnur vötn í Árnes- og Rangárþingi, ef leiða á nægilega raforku til allra heim- ila. Til eru að vísu minniháttar fossar á þessu svæði, en þeir nægja ekki heilum héröðum. En af þessu leiðir það, að smáveitur eru óhugsandi, ef taka á málið eftir hinni ein- földu, en djúptæku tillögu Jóns Árnasonar. Rafhitun byggð- anna er óframkvæmanleg nema sem rfkisfyrirtæki. Þjóðin öll megnar að rafhita og raflýsa öll heimili, og að selja hverjum neytanda raforkuna með sama verði og þéttbýlið býr nú við. Með þessu móti einu er hægt að jafna metin í þjóðfélaginu milli dreifbýlis og þéttbýlis. Með þessu eina móti er hægt að skapa skilyrði til iðnaðar í dreifbýlinu.'Til eru byggðir eins og Mývatnssveit, þar sem æsk- an á heimilunum unir heima, og vill mynda sér þar atvinnuskil- yrði og framtíðarheimili. Ef rafleiðsla liggur frá Laxárvirkj- un allt f kring um allt Mývatn, myndu rísa mörg iðnhverfi víðs- vegar í hinni fögru og heilnæmu byggð. Sama myndi reynslan verða 1 hverri byggð, þar sem lögin svofelldu ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA í kosningum þeim, sem fram fara næst eftir gildistöku þessarra laga, skulu vera tveir kjördagar, þó ekki í þeim kjördeildum, sem eru innan takmarka kaupstaðar eða kauptúns. Þegar kosningu er lokið hinn fyrri kjördag, skal í öllu svo að farið sem fyrir er mælt í 104. gr., að því viðbættu, að kjörskráin og þau eftirrit hennar, sem kjörstjórn hefir haft til afnota, skulu lögð með öðr- um kjörgögnum í poka þann, sem innsiglaður er. Eftir að kjör- fundur er settur hinn síðari kjördag, opnar kjörstjórn hinn inn- siglaða poka og umslög, sem í honum eru, í viðurvist frambjóð- cnda eða umboðsmanna þeirra. Sé frambjóðandi eigi mættur eða umboðsmaður hans, kveður hún til valinkunnan mann að vera umboðsmaður frambjóðanda. Sé eigi unnt að fullnægja þessu á- kvæði, má þó rjúfa innsigli, opna umslögin og hefja kosningu, þegar klukkustund er liðin frá setningu kjörfundar. Um hinn síðari kjördag gilda ákvæði XII. kafla laganna eftir því, sem við á. Ef öll kjörstjórnin er sammála og allir frambjóðendur eða um- boðsmenn þeirra, sem mættir eru, samþykkja, má kjörstjórn, þeg- ar kosningu er lokið hinn fyrri kjördag, ákveða, að eigi skuli vera fleiri kjördagar í kjördeildinni, enda sé kjörbókin undirrituð af frambjóðendum og umboðsmönnum, sem samþykkt hafa. Hafi 80% eða fleiri af kjósendum í kjördeildinni kosið eða fengið vottorð samkv. 85. gr., nægir einróma samþykki kjörstjórnar til slíkrar ákvörðunar. Hinn fyrri kjördag skal setja kjörfund kl. 10 árdegis og hinn síðari kjördag kl. 12 á hádegi. Fyrir kosningar þær, er fyrstar fara fram eftir lögum þessum, skal sinna kröfum um stofnun nýrra kjördeilda samkv. 6. gr., þótt þær komi ekki fram fyrr en 3 vikum á undan kosningum, enda skal þá nota staðfest eftirrit af kjörskrá hreppa eða hrepps- hluta, sem skipt hefir verið. Við umræður um þetta mál kom fram einkennilega hörð mót- staða frá stjórnarliðinu. Báðir ráðherrarnir, sem sæti eiga í deildinni, þeir Ólafur Thors og Jakob Möller, voru á móti. Garðar Þorsteinsson sagði m. a., að auðséð væri, að það væri ekki kvíði fyrir vondu veðri, sem lægi til grundvallar tillögunni, „heldur ætti að keppa að því, að hægt væri að smala öllum á kjörstað.“ Þetta fannst uppbótarþingmanni þessum hin mesta goðgá, og rætist þar, það sem einn flokksbróðir Garðars hefir lengi sagt: „Aumt má það þing vera, sem Garðar getur bætt upp.“ Jón Pálmason komst i hinn mesta vanda. í útvarpsræðu kvöld- ið áður hafði þessi dæmalausi fulltrúi dreifbýlisins haldið því fram, að veturnæturnar væru ákjósanlegur kosningatími fyrir sveitirnar. Veður gæti þá að vísu reynzt ófært eins og dæmi væri til frá 1926, en það væri ekki annað en það, sem fyrir gæti komið. Nú sá Jón ekki annað ráð fyrir hendi en að slá sjálfan sig á munninn og játa, að hann hefði sagt ósatt kvöldið áður: Vetur- nætur væru ekki ákjósanlegur kosningatími í sveitunum, og þá þorði hann ekki annað en að vera með tillögu Framsóknar- manna um að leyfa tvo kjördaga I dreifbýlinu. Þingmaður N.-ísfirðinga sat hjá og þorði ekki að láta andúð sína á málinu koma í ljós við atkvæðagreiðsluna. Veit hann sem er að kjósendur hans eiga viða örðuga kjörsókn og má lítið út af bera með veður til þess að hindra þá alveg, sem afskekktir eru. Allir jafnaðarmenn voru móti tillögunni. Allir sósíalistarnir voru móti henni. Allir Sjálfstæðismenn voru móti að undanteknum Jóni Pálma- syni, sem fyrr getur og Ingólfi á Hellu, en Sigurður Bjarnason sat hjá. Uppbótarþingmaðurinn af Snæfellsnesi lét ekki sjá sig. Þessi mótstaða bæjarflokkanna gegn því að leyfa tvo kjör- daga í sveitunum, er því undarlegri, þegar þess er gætt, að við síðustu kosningar og oft endra nær hafa i raun og veru verið hafðir tveir kjördagar í Reykjavík. Kosningar hafa sem sé verið látnar standa yfir langt fram yfir miðnætti til þess að bíða eftir síðustu eftirleitum kosningasmalanna. Nú segir Garðar Þorsteinsson, að það sé ófært, að búa svo um, að hægt sé að „smala öllum“ kjósendum úr sveitunum á kjörstað. En í Reykjavík er sjálfsagt að „smala öllum“, jafnvel fólki, sem metur kosningaréttinn svo mikils, að það etur sína eigin at- kvæðaseðla! raforkan kemur á hvert heimili. Gísli Sveinsson ætti að hræð- ast meira að hlynna ekki að stærsta máli Alþingis, heldur en að taka það til skipulegrar meðferðar. Tlð Raufarhöfn Tílviljun eín, að ekki varð manntjón í gær barst Tímanum svohljóðandi tilkynning frá amerísku herstjórninni: „Að morgni hins 31. ág. (í gærmorgun) flaug þýzk flug- vél yfir Norðausturland og kastaði niður tveimur sprengj- um. Sprengjurnar lentu í kartöflugarði við bæ nokkurn norðaustur af Raufarhöfn. Loftþrýstingin, sem varð við sprengingarnar, varpaði tveimur íslendingum til jarðar.“ Tíðindamaður blaðsins sneri sér til Gunnlaugs Stefánssonar, kaupfélagsstjóra á Raufarhöfn, i gær og innti hann nánari tíð- inda af atburði þessum. Hann skýrði svo frá: — Um kl. 9,40 í morgun var Árni Árnason að Höskuldarnesi að vinna í matjurtagarði, sem er um 200 metra frá bænum. Varð hann þá var flugvélar, sem flaug mjög hátt yfir bæinn, og jafn- framt veitti hann því athygli, að tveir hlutir, sem hann áleit vera sprengjur, féllu niður frá flugvélinni. Stökk hann samstundis út úr garðinum og kastaði sér flötum á grúfu upp við garðinn, sem umlykur matjurtagarðinn. í sömu andrá kváðu tvær ógur- legar sprengingar, sem þeyttu mold og grjóti úr garðinum í allar áttir. Einn moldarkökkurihn kom í höfuð Árna og féll hann í öngvit við það. Hann raknaði þó við eftir nokkra stund og beið ekki frekara tjón við árásina. Báðar sprengjurnar höfðu fallið í garðinn og myndað þar 5—6 metra djúpan og allvíðan gíg. Höskuldarnes er um 6 kilómetra frá þorpinu Raufarhöfn. Var loftþrýstingin af sprengingunum svo mikil að húsin þar nötruðu, og lausir munir féllu þar ofan af borðum. Rúður brotnuðu þó ekki og má það undarlegt teljast. Að Höskuldarnesi er stein- steypt íbúðarhús, sem stendur um 200 metra frá matjurtagarð- inum, þar sem sprengjurnar sprungu. Ekkert tjón varð á húsinu eða íbúum þess við sprenginguna. — Setuliðsmaður iremur aíð- ingsverk á íslenzkri konu Á sunnudagsnóttina var um kl. 2% réðist amerískur maður inn í sumarbústaðinn Smáravelli í Fífuhvamms- landi og framdi níðingsverk á konu, sem var að gæta fjög- urra barna. Veitti hann konunni 5 stóra áverka með öxi á höfuðið. Samkvæmt upplýsingum, sem Jóhann Gunnar Ólafsson, sett- ur bæjarfógeti í Hafnarfirði, gaf blaðinu, eru nánari atvik þessa atburðar þannig: Á þriðja tímanum á sunnu- dagsnóttina réðist stór maður í bláum fötum inn i sumarbú- staðinn Smáravelli í Fífu- hvammslandi. Maðurinn var með hvítan klút fyrir andlitinu og öxi í hendi. Réðist hann þegar að konu, sem var þarna og gætti 4 barna, en foreldrar barnanna voru í veizlu hér í bænum. Lagði maðurinn öx- inni í höfuð konunni og hlaut hún af því mikinn áverka á nefi. Konan varðist eftir föng- um. Gat hún brotizt út úr hús- inu, en mannfýlan mun hafa náð til hennar aftur, því að alls hlaut hún 5 stór sár á höfuðið. Tvær telpur, 10 og 11 ára, vöknuðu við hávaðann af rysk- ingunum og neyðaróp konunn- ar. Komust þær út um glugga á svefnherberginu. Þegar út kom, urðu þær mannsins varar. Stóð hann þar með öxina hinn ill- mannlegasti. Földu telpurnar sig fyrir honum, en hann hvarf á brott von bráðar. Telpurnar fóru þá strax að næsta sumar- bústað, en þar býr Trausti Ól- afsson efnafræðingur og kona hans. Trausti brá þegar við, er telpurnar komu og fór með þeim yfir að Smáravöllum. Var þar heldur ömurlegt um að litast. Á gólfinu I herberginu, þar sem aðalviðureignin fór fram, var stór blóðpollur og holdtætlur og blóðýrur upp um alla veggi. í þessum svifum kom konan, sem árásin var gerð á, aftur inn. Var hún mjög illa leikin og með snert af óráði. Hafði hún fengið heilahristing af hinum fólskulegu höfuðhöggum, sem maðurinn veitti henni með öx- inni. íslenzk og amerisk lögregla kom skömmu síðar á staðinn og rannsakaði öll vegsummerki. Fannst öxin, sem maðurinn hafði að vopni, úti á túni, og hárflygsur, sem sennilegt þykir að séu af konunni, fundust á girðingu þarna hjá. Konan var flutt í Landsspít- alann, þegar eftir árásina, en mun nú vera úr allri hættu, eft- ir því sem blaðið hefir frétt. Árásarmaðurinn mun vera fundinn. Situr hann í fangelsi og bíður dóms og væntanlegr- ar hegningar. Stórkostlegt bifreið- arslys á Suðurlands braut í fyrrakvöld varð stórkostlegt bifreiðarslys á Suðurlandsbraut. Um kl. 20.30 rákust brezk hern- aðarbifreið og fólksbifreiðin K 31 frá Sauðárkrók á, skammt innan við Árbæ. í slysi þessu biðu tveir menn bana og nokkr- ir særðust. Slysið vildi til með þeim hætti, að bifreiðin K 31, sem ekið var af Ingólfi Andréssyni, var á leið í bæinn. Veitti hann allt í einu athygli Bandarikjamanni, sem stóð á vegarbrúninni. Allt í einu stekkur hermaðurinn í veg fyrir bílinn, áleiðis yfir brautina. Beygði þá bifreiðar- stjórinn snögglega til hægri í þeim tilgangi að forða slysi, en um seinan, því að hermaður- inn lenti fyrir vinstri hluta bifreiðarinnar, kastaðist á veg- inn og beið bana. í sama mund kemur brezk herbifreið í opna skjöldu og lendir á bifreið Ing- ólfs af miklu afli. Við áreksturinn beið einn maður i bifreið Ingólfs bana, og tveir aðrir, sem voru í bif- reiðinni, auk bílstjórans, meidd- ust nokkuð. Um meiðsli á (Framh. á 4. tlSu) ? ? ? Á laugardaginn var birtist svohljóðandi auglýsing í Þjóð- viljanum frá stjórn Dagsbrún- ar: „Að gefnu tilefni vill stjórn Dagsbrúnar tilkynna, að samn- ingar standa yfir milli amerísku setuliðsstjórnarinnar og Dags- brúnar. í þessu sambandi vill stjórn Dagsbrúnar skora á þá meðlimi sína, er vinna hjá setu- liðinu, að skipta ekki um vinnu- staði meðan á þessum samn- ingaumleitunum stendur.“ Almenningi mun koma þessi auglýsing nokkuð spanskt fyrir sjónir. Um hvað og í hvers um- boði semur Dagsbrún við setu- liðið? Hefir ríkisstjórnin ekki átt frumkvæði og framkvæmd í samningum við hinar erlendu herstjórnir hingað til? Fer ekki bezt á því, að svo verði áfram? Eða hefir Magnús Jónsson atvinnumálaráðherra falið Sig- urði Guðnasyni að koma fram fyrir sína hönd? Á víðavangi ALLT VORT RÁÐ ER f HERRANS HENDI. Þegar fyrv. stuðningsflokkar stjórnarinnar sögðu Ólafi Thors upp allri hollustu á dögunum, varð hann næsta klökkur við, og munu fáir, sem hlýddu á orð hans í þinginu við það tækifæri, hafa kannazt við, að það væri sama ræðan, sem hann lét síð- an hafa eftir sér í blöðum og útvarpi. Á þingi svaraði hann vafn- ingum einum og komst m. a. svo að orði, að allt ráð sitt og stjórnarinnar væri i herrans hendi. „Við vitum ekkert um framtíðina“. Veit Ólafur þá ekki, að herr- ann hefir boðið að slá Filiste- ann? KARLÆG AFDALAKERLING. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa oft valið Framsóknar- mönnum miður virðuleg nöfn. Það er ekki nóg með það, að þeir hafi mosa í skegginu og fiður á treyjubörmunum, held- ur verður öll ræktun að hor- mosa, sem Framsóknarmenn koma eitthvað nálægt. Kjördæmi, þar sem Fram- sóknarmenn hafa meiri hluta, eru útkjálkakjördæmi. Og kjós- endurnir, — þá eru þeir ekki á marga fiska, flest karlægar af- dalakerlingar, enda ber flokk- urinn svip af því. Einn ræðumanna Sjálfstæðis- flokksins sagði á dögunum, að Framsóknarflokkurinn talaði eins og karlæg afdalakerling. Það reynir nú á, hvort rikis- stjórn Sjálfstæðisflokksins er nógu sterk til að glíma, — þótt ekki sé nema við karlæga af- dalakerlingu, án þes að hljóta byltu. Uih iila viroið Fregnir hafa borizt um ' það frá Noregi, að þýzkur herréttur hafi dæmt 5 Norðmenn til dauða. Alls hafa Þjóðverjar í Noregi líflátið 193 norska borg- ara síðan hinni vopnuðu mót- spyrnu var hætt þar. Hinir 5 dauðadæmdu Norðmenn eru: Reidar Kristofersen, Karl Jo- han Jacobsen, Bjarne Hansen, Thorleif Andressen liðsforingi og Karl Schei. Þá hafa 3 aðrir Norðmenn verið dæmdir í 2—5 ára fang- elsi fyrir að hafa vopn í fórum sínum. Voru þeir allir sakaðir um að hafa verið meðlimir í skemmdaverkaflokki, sem hafði gert sprengjuárás í september 1941 og unnið skemmdaverk 1 (Framh. á 4. siSu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.