Tíminn - 01.09.1942, Side 2

Tíminn - 01.09.1942, Side 2
TfMITVTV, Iiriðjnclagmii 1. scpt. 1942 96. blað Sjúkdómseinkenm niðurlægingfarinnar I síðasta blaði var gerð grein fyrir nokkrum andlegum sjúkdómseinkennum, sem bera vitni um niðurlægingu og vanheilindi í þjóðmálastarfsemi og stjórnarháttum. Sígilt og hróplegt dæmi um slíkt sjúkdómseinkennl ó- stjórnar og niðurlægingar, er sagan um rómverska keisar- ann Caligúla, sem gerði hestinn sinn að konsúl. Það ber vitni um svipaðan hroka og fyrirlitning á al- menningi, þegar Jón á Akri er látinn mæta sem málsvari íslenzku ríkisstjórnarinnar á því herrans ári 1942. Nýjung í æðar- v arp s v æ k t Þessi mynd er af Einari Oddi Krist- jánssyni í varp- landi hans á Skip- eyri viS fsafjörð. I. Eitt af sjúkdómseinkennum þeim, er áður getur, eru hin vísvitandi ósannindi og fyrir- litning á staðreyndum, sem beitt er í fullkomnu blygðunar- leysi. Að undanförnu hefir forsæt- isráðherra íslenzku stjórnar- innar tekið að gefa út hverja „yfirlýsinguna frá forsætisráð- herra“ eftir aðra. Og það er leitt að þurfa að segja það, að þær eru fæstar sannleikanum samboðnar að öllu leyti. Skömmu eftir að Ólafur Thors myndaði stjórn, var bor- ið fram vantraust í þinginu. Kommúnistar og jafnaðarmenn komu í veg fyrir fáll ríkisstjórn- arinnar með því að vísa tillög- unni frá. Blöð beggja þessara flokka lýstu yfir því, að þeir mundu afstýra vantrausti fyrst um sinn. Fyrir fáeinum dögum lýstu þessir sömu flokkar yfir því, að hlutleysi þeirra gagnvart stjórninni væri lokið. En íslenzki forsætisráðherr- ann lætur það ekki á sig fá, þótt stjórn hans sé ekki lengur þing- ræðisstjórn. Hann gefur um- svifalaust út tilkynningu frá forsætisráðherra í Ríkisútvarp- inu á þessa leið: „Eins og Alþingi veit, lýsti ég yfir því, er núverandi ríkisstjórn tók við völdum, að hún nyti ekki stuðnings neins þingflokks nema Sjálfstæðisflokksins enda hafði stjórnin hvorki falazt eftir slík- um stuðningi, né hann verið fram boðinn. Ríkisstjórnin hef- ir því aldrei stuðst við neina flokka, nema Sjálfstæðisflokk- inn. Yfirlýsing sú, er Sósialista- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn gáfu á Alþingi í gær, geta því hvorki komið ríkisstjórn- inni né öðrum á óvart........ Ég endurtek því það, er ég sagði í gær, að i þessum yfirlýs- ingum felst ekkert nýtt og bíð- ur því ríkisstjórnin átekta um, hvort Alþingi óskar eða treyst- ist til að setja aðra stjórn á laggirnar.“ Væri þetta rétt, hefði stjórn Ólafs Thors aldrei verið þing- ræðisstjórn! í sömu tilkynningu og sagt er frá því, að tveir flokkar, sem hafa varið stjórnina falli, geri það ekki lengur, tilkynnir for- sætisráðherrann ofur einfald- lega, að ekkert hafi breyzt! Hann segir að enginn flokkur, nema Sjálfstæðisflokkurinn hafi Aokkurn tíma stutt ríkis- stjórnina. II. Landsmenn mættu gjarnan hugleiða þetta alvarlega sjúk- dómseinkenni niðurlægingar- innar í þjóðmálum, er tilkynn- ing af þessu tagi birtist úr ráð- herrastóli. Nokkrir hneykslast að vlsu — en fleiri hlæja. Undanfarið hefir því verið daglega haldið fram í blöðum andstæðinga Framsóknar- flokksins, að sá flokkur tefji þingstörfin. Hver einasti þing- maður, og allir kunnugir vita, að þetta er uppspuni einn. Þrátt fyrir þetta er niðurlæg- ingin svo mikil, að eftir að föls- unin hefir verið hrakin með skýrslum frá Alþingi, svo að bæjarblöðin þora ekki að æmta meira um málið, þá prentar Sjálfstæðisflokkurinn allan sama óþverrann í ísafold og sendir i sveitirnar. Hvað er sjúkdómseinkermi niðurlæg- ingar, ef ekki það að bjóða hundruðum manna í Reykjavík, þar á meðal þingmönnum, blá- köld ósannindi, sem þeir vita al- veg upp á hár, að eru rakalaus. En flestir eru svo smitaðir af niðurlægingunni, að þeir láta sem ekkert sé, leggja blaðið frá sér í rólegheitum og hugsa um það eitt, hvort þessi óhróður muni vera til þess fallinn að ganga í einfalt og auðtrúa fólk. Þjóðin verðnr að fara að gefa þessum sjúkdómseinkennum gaum, ef ekki á illa að fara. Hér er á ferð bráðsmitandi andleg mæðiveiki, sem er jafnvel ennþá hættulegri vágestur en sú, er nú þjakar sauðfjárstofninn. Vonandi er nægilega mikið af hinum íslenzka þjóðarstofni ó- næmt fyrir veiki þessari — sem vel má nefna gula siðferðið. Fyrir þremur árum hóf Einar Oddur Kristjánsson gullsmiður á ísafirði tilraun til að koma á fót æðarvarpi á Skipeyri í Skutulsfirði. Skipeyri er nokk- uru innar en ísafjarðarkaup- staður, hinum megin fjarðarins við innsiglinguna í höfnina. Landið þarna virðist álitlegt til æðarvarps, stórar tjarnir með smáhólmum og valllendis- grundir með smámöl. Einar lagfærði landið, bjó til hreiður, setti upp hræður til að stugga frá ránfugli og girti það að mestu. En girðingin um hið fyrirhugaða varpland hefir lítt komið að notum, því þjóðvegur liggur ennþá um Skipeyrina. Varpið hyggst Einar að auka þarna með tilstyrk útungunar- véla. Fékk hann s. 1. vor æðar- egg hjá Bjarna bónda í Vigur, og klakti þeim út í útungunar- vél við rafmagnshita. Tilraun þessi tókst svo vel, að úr 42 unguðum eggjum komu 34 æð- arungar lifandi. — Útungunar- vélina hafði Einar heima hjá sér, en flutti ungana síðan að Skipeyri, og annaðist þá, þar til er þeir reyndust færir um að bjarga sér. Fuglamerki fékk hann hjá náttúrufræðadeild háskólans, og setti þau á alla ungana, sem hann sleppti. Það er viðurkennd staðreynd, að laxinn t. d. leitar jafnan á gotstaði sína til að auka kyn sitt, og sterkar líkur eru taldar fyrir því, að ýmsir fuglar lúti sama lögmáli. Ýmsir varpbænd- ur segjast líka þekkja sömu æðarkollurnar á sömu hreiðr- unum árum saman. Mun þetta vera fyrsta tilraun hér á landi til að klekja út æðarungum, sem jafnframt á að veita vitneskju um, hvort æðarfugl leitar á uppeldis- stöðvar sínar. Mætti vel svo fara, að þetta yrði vísir að æð- arfuglarækt í stórum stíl, og máske í áður óþekktum varp- löndum, ef reynslan sýnir ótví- rætt, að hinir merktu fuglar leita aftur á uppvaxtarstöðv- arnar. Það, sem einkum háir því, að æðarrækt, svo nokkru nemi, megi takast á Skipeyri, er um- ferðin, þar sem þjóðvegurinn, sem raunar er þó enginn vegur, heldur lítilfjörlega rudd gata, liggur þar um. — Það er þegar ákveðið, að vegurinn skuli liggja út hlíðina ofan við Skipeyrina. Var vegarstæðið mælt þarna fyrir tveimur árum, en til fram- kvæmda hefir ekki komið enn- þá. Þar sem hér er einungis um ca. 1400 metra vegarspotta að ræða, verður þess fastlega að vænta, að vegamálastjórnin láti sem fyrst framkvæma þessa smávægilegu vegarbót, til þess meðal annars, að hinn áhuga- sami brautryðjandi fái úr því skorið, hvort unnt muni að koma á fót æðarvarpi á Skip- eyrinni, með þeim aðferðum, sem hér hefir verið drepið á. Einar hefir fengið lítilsháttar styrk frá Búnaðarfélagi íslands, er nemur einungis litlum hluta af andvirði girðingarefnis. Hef- ir hann varið eigi litlu fé til girðinga, og ýmislegs annars. Vinnustundir hans á Skipeyr- inni eru orðnar margar. Væri það álitleg fjárhæð, ef á reikn- ing yrði sett. Er þessi varptil- raunastarfsemi öll í fyllsta máta eftirtektarverð og lofs- verð. Eigandi Skipeyrar er ísafjarð- arkaupstaður, og lét bæjar- stjórn landið af hend til varp- tilraunanna. Kr. J. Skúli Skúlason, ritstjórl: Eigum við að rækta landíð? Grein þessi er kafli úr „Sumarþætti“, sem höfundur flutti í útvarpið 6. júlí í sumar. 378 ‘gímirm Þriðjudag 1. sept. »Fróðárhírðín« Þingræðisstjórn Ólafs Thors tók við völdum 16. maí í vor. Hún fékk hægt og rólegt and- lát á fimmtudaginn var, er líf- varðarflokkar hennar, Sósíal- ista- og Alþýðuflokkurinn lýstu yfir því, að nú gengju þeir aí verðinum og myndu ekki fram- ar skjóta skildi fyrir þessa stjórn. En Ólaíur Thors er ekki alveg á því, að þetta breyti nokkrum sköpuðum hlut. Hann segist aldrei hafa haft stuðn- lng nokkurs flokks nema Sjálf- stæðisflokksins, og því sé ekki miklu fyrir að fara um þing- fylgið. En sú var tíðin, að Ólafur var öllu drýgindalegri yfir þing- fylginu og styrkleika stjórnar- innar. Við skulum gefa honum orð- ið svolitla stund, lofa honum að endurtaka kafla úr útvarps- ræðu sinni 19. maí í vor, þegar rædd var vantraustartillaga Framsóknarflokksins. Þá sagði Ólafur: „Og loks vil ég gleðja hann með þvi að segja, að ég er aiis ekki svo viss um, að stjórnin sé svo veik og hann óttast. Aðalhlutverk hennar eru þrjú: í fyrsta lagi ætlar hún að koma kjördæmamálinu í höfn. í þeirri baráttu hefir hún að baki sér talsverðan meirihluta Alþingis og áreiðanlega vilja nær þriggja fjórðu hluta þjóð- arinnar. í öðru lagi ætlar stjórnin að reyna að verja þjóðina áföllum á þessum örlagaríku hættunn- ar tímum.--------- Og loks ætlar stjórnin að láta undirbúa síðasta skrefið í sjálf- stæðismálinu, en að því stendur þjóðin óskipt. Siík stjórn er kannske sterk- ari en ókunnugir halda við fyrstu sýn, enda þótt ég fyrir mit leyti kjósi heldur þjóð- stjórn. Leturbreytingarnar hefir Tíminn leyft sér að gera, en orðin eru Ólafs Thors. Og hann sagði ennfremur: „Skattalögin eru samþykkt. Gerðardómslögin verða sam- þykkt. Bæði lögin verða fram- kvæmd.“ Magnús Jónsson sagði við sama tækifæri, að þingstyrkur stjórnarinnar byggðist á því „mikla réttlætismáli, sem % hlutar landsmanna heimta, og hann er nógur. Allir flokkar standa saman um þetta mikla mái.“ En nú, þegar þetta mikla þingfylgi hefir séð þann kost vænstan að yfirgefa hið sökkv- andi skip, — þá segir Ólafur líkt og Molbúinn: „Þar sem ekkert er, þar getur ekkert far- izt.“ Þess vegna hefi ég ekkert þingfylgi misst og stjórnin er alveg eins sterk og hún var frá upphafi vega. Og hann gerir meira: Hann ögrar Alþingi til að gera mun á þingræðisstjórn og sinni stjórn, ef þingið treystist til. Það hlýtur að vera vorkunn- armál, þótt ýmsum detti I hug Fróðárhirðin í sambandi við þessa sálugu þingræðisstjórn, sem veit ekki að hún er fram- liðin, en sltur án þess að hagga sér. „Hann lafði meðan lafandi var svo lengi sem biti fannst ætur.“ Stjórnin, sem veit og játar sjálf í kapp við stuðningsblöð sín, að allt sé á hverfanda hveli í landinu í atvinnumálum, verð- lagsmálum og fjármálum, játar að hún hafi yfirleitt misst taumhaldið þar, sem mest reið á að verjast áföllum, þessi stjórn ögrar Alþingi til að láta sig fara áfram með völd, sem ábyrga þinðræðisstjórn, jafnt fyrir því, þótt hún hafi aðeins rúman þriðjung þingsins að bakhjalli. Slík Fróðárhirð hefir fengið sína grafskrift i eitt skipti fyrir öll í þessum orðum skáldsins: „Vafið í dauðadoðans serk var dauðýflið fmynd og sýn- ingarverk af langþoli íslenzkrar lundar." + Fyrir nokkrum dögum fór ég með þremur útlendingum aust- ur í sveitir. Þetta voru Norð- menn, sem langaði til að sjá Odda og Hlíðarenda, heimkynni Sæmundar fróða, Jóns Lofts- sonar og æskuheimili Snorra Sturlusonar annars vegar, en Gunnars og Hallgerðar hins vegar, og renna augunum nið- ur að Bergþórshvoli, í Rauðu- skriður og upp að heimkynnum Marðanna tveggja, gígju og Val- garðssonar. Það hafði verið draumur þeirra frá því á barns- aldri, því að börnin í Noregi vita líklega meira um Njálssögu og Gunnars en íslenzk börn, og hver sá, sem kominn er til vits og ára i Noregi, kann betur að meta Snorra Sturluson en við íslendingar gerum upp og ofan. En þetta orðlengi ég ekki, því ,að það er vist fylgja allra manna, að hafa gaman af að sjá þá staði, sem frægir eru í þeirra augum, vegna sögu, mannvirkja eða náttúrufegurð- ar. Hitt verð ég að minnast á, hversu mjög þessum norsku gestum fannst til um náttúru- fegurðina, um Heklu, Tinda- fjöllin og Eyjafjallajökul, og þó einkum um frjósemina. Allt grasið í Ölfusinu, Flóanum og Holtunum, allar þessar flötu sléttur, þessa djúpu mold, sem svo óvíða sést í þeirra eigin landi, Noregi. Útlendingar, sem ýmist koma frá þrautræktuðum þéttbýlis- löndum eða frá skógarlöndum, þar sem erfitt er um grasrækt, eiga erfitt með að skilja það, sem þeim ber fyrir augu, þegar þeir fara um grösug undirlendi íslands, hvort heldur er í Borg- arfirði, Skagafirði, Eyjafirði, á Fljótsdalshéraði eða á Suður- landi. Þeir eiga bágt með að skilja það, vegna þess, að í landafræðinni sinni lærðu þeir, að „isiand væri fjallaland, hrjóstrugt, eldbrunnið, með eyðisöndum, hraunum — og jöklum. Hinu var síður á loft haldið, að hér væri svo mikið ræktanlegt land, að tífalt fleira fólk — og meira þó — gæti lifað á landbúnaði á íslandi en nú er. En þegar glöggt gestsauga horfir yfir þann gróður, sem náttúran sjálf hefir alið og haldið við i þúsund ár, þrátt fyrir það, að þegn landsins hef- ir aðeins tekið en ekki gefið neitt í staðinn, þá hlýtur spurn- ing þessi að koma fram: Hvers vegna er þetta ekki notað, nema til skepnubeitar á sumrum — hvers vegna er þetta ekki ræktað? Það er eðlilegt, að útlending- ar spyrji svo. Þeir vita ekki, að hér á landi hefir jafnan búið fámenn þjóð í víðáttumiklu landi. Þjóð, sem á fyrstu öldum æfi sinnar taldi það réttmætt og gott, að drepa óvini sína, hvort heldur þeir voru illþýði eða úrvalsmenn, brenna inni konur og börn — ræna og drepa, þangað til eftir sat örmagna þjóð í kúguðu landi. Svo ör- magna, að næstu aldirnar hafði hún ekki rænu á að bjarga sér. Þjóð, sem ekki hafði hugmynd um hvað verklegar framfarir voru, og var svo veik fyrir, þegar eldgos eða harðindi bar að garði, að hún átti ekki í önn- ur hús að venda, en að fara að dæmi Jobs og „leggjast fyrir og fara að deyja“. Mótstöðuaflið var svo hverfandi lítið, að harð- indi, sem eigi voru meiri en svo, að þau væru gleymd innan nokku'rra ára, ef þau kæmu nú, gátu komið þúsundum manna á vonarvöl. Drepsóttirnar felldu tugi þúsunda. Ég efast um, að Svartidauðinn hafi verið mikið verri plága í raun og veru, en inflúensan var, árið 1918. Og hvað óáran í búfénaðinum snerti þá efast ég um, hvort nokkurn tíma hafi komið jafn skæð pest í búfé eins og mæði- veikin og aðrar fjárplágur þessarar aldar eru. En hvernig hefði farið, ef þessar plágur hefði komið fyrir 200 árum. Skyldi íslenzka þjóðarbúið þá ekki hafa orðið sauðlaust bú. Og „sveltur sauðlaust bú“ segir máltækið. Ætli það hefði ekki orðið sultur í búi og mannfellir í stórum stíl, sem siglt hefði í kjölfar þeirrar mæðiveiki. Jú. — Þjóðin hefir barizt í bökkum í sjö hundruð ár, og enda lengur, vegna þess, að hún hafði ekki dáð í sér til að rækta landið. Hún var eins og blakt- andi skar, vanmáttug til þess að standast duttlunga náttúru- aflanna. Þess vegna kenndi hún þeim um allt. Hún var farin að trúa því, að þetta með horfelli, harðrétti og hungurmorð væri örlög, sem ekki yrði undan kom- izt. Og svo sætti hún sig við það. Fyrir hundrað árum rúmum koma þeir loksins fram menn- irnir, sem þorðu að hugsa sér annað, en að ísland ætti um aldur og æfi að vera hið þjak- aða land. Og þeir þorðu meira: Þeir þorðu að segja það, sem þeir hugsuðu. En rödd þeirra var lengi rödd hrópandans í eyðimörkinni. Fólk vildi ekki trúa þeim. Samtíð þeirra fékkst ekki til þess, en síðasta kynslóð fór smámsaman að fallast á, að kannske væri það ekki svo vitlaust þetta, sem Baldvin hafði verið að prédika í Ármanni sínum á Alþingi, eða þeir fjór- menningarnir í Fjölni. Meðal annarra orða: Mikil smán er það, að ekki skuli vera til á prenti úrval af greinum úr þessum ritum, svo að kynslóð 20. aldar fái að vita, hvernig þeir hugsuðu þessir vakningar- menn íslenzku þjóðarinnar. Af- sakið þið útúrdúrinn. Það er nefnilega kynslóð nú- tímans, sem fyrst að marki er Bílstjórí og söngvarí Ef þú, lesandi góður, kynnist Skagfirðingum heima í hinu fagra héraði þeirra, munt þú fljótt komast að raun um það, að þeir syngja mikið og hafa góða rödd. — Sigurður frá Brautarholti og Stefán Guð- mundsson sungu í uppvexti sínum fyrir Skagfirðinga, og var þeim ekki frekari gaumur gef- inn en öðrum heima fyrir. En seinna sungu þeir fyrir alla þjóðina og nú fyrir erlendar þjóðir með miklu lofi og við- urkenningu vegna listar sinn- ar. Skagfirðingum er söngur í blóð borinn, góð rödd og söng- hneigð. Enda syngja þeir mik- ið. í nokkra áratugi hefir karla- kór starfað í Skagafrði, fyrir utan söngfélög kauptúnanna. Fyrst Bændakórinn, sem fræg- ur er fyrir góðar raddir og góð- an söng og nú karlakórinn Heimir undir stjórn Jóns Björnssonar, bónda á Hafsteins- stöðum. í Heimi eru menn úr 5 hreppum sýslunnar. Langt er að sækja til æfinga og sam- Jón Gunnlaugsson söngs, en mun þó ekki eftir talið af félögunum, enda hafa þeir náð miklum árangri, og eru yfirleitt ágætir raddmenn í þeim kór. Karlakörar og önn- ur söngfélög eru góð og mikill menningarauki að þeim, en það bezta er, að Skagfirðingar syngja líka þar að auki, hvar sem þeir hittast og hvenær, sem þeir sjá sólskinsblett í heiði, — og sólfar er mikið í breiðum byggðum Skagafjarðar. Vð skulum hugsa okkur, að ferðamaður dvelji nokkra daga í Skagafirði — til þess að sleikja sólskinið — og þá gæti borið að höndum, að hann tæki sér far með blámáluðum mjólkurflutn- ingabíl, til eða frá Sauðár- króki. Bílstjórinn heitir Jón Gunnlaugsson, fríður og hraust- ur maður, fæddur 15. nóvem- ber 1915. Hann á heima á Viði- (Framh. á 4. síSu) að safna uppskeruni af starfi þessarra manna. Og nú kem ég loks aftur að frjósemi íslands. Nú fyrst hefir þjóðinni skilizt, að engin nátt- úra er svo auðug, að hún þoli að gefa í sífellu án þess að fá nokkuð í staðinn. Og mönnum er líka farið að skiljast, að það borgar sig bezt að gefa móður jörð eitthvað í staðinn fyrir það sem hún gefur — svo framar- lega sem hin sama móðir jörð á ekki að deyja — verða að sand- auðn. Nú skilst þeim, sem reynt hafa, að það borgar sig bezt, að taka allan sinn heyskap á rækt- uðu landi eða flæðiengi, og það borgar sig bezt, að nota beit handa hrossum og sauðfé ekki nema í hófi. Menn hafa alltaf skilið, að það borgaði sig ekki að horfella, en þetta var orðið svo ríkur vani, að menn kipptu sér lítið upp við það og þótti ekki skömm að því. Það hefir verið ræktað mikið hér á landi í siðustu tuttugu ár. En þó sér ekki högg á vatni — það er tæplega hægt að sjá, að ræktanlega landið hafi minnk- að. Er ekki þarna verkefni fyrir alla nema þá, sem vilja „ganga móður sína ofan f jörðina“ — en svo komst Jón Sigurðsson að orði um þá, sem ekki skildu, að kyrrstaða er sama sem afturför. Við höfum kvartað undan fá- tækt og kennt henni um, að við höfum látið svo margt ógert af þvi, sem við töldum þarft og rétt að gera. Nú er aðeins talað um fátækt vinnuafls, en allur þorri þjóðarinnar hefir nóg af öllu því, sem hægt er að veita

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.