Tíminn - 10.09.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.09.1942, Blaðsíða 3
100. blaS TÍMIVN, flmmtudagiim 10. scpt. 1943 395 Helen Keller Heyrnarlausa, mállausa og blinda stúlkan, sem líkt var við Napoleon. Mark Twain mælti einhverju sinni : — Tvær sérstæðustu persónur nítjándu aldar eru Napoleen og Helen Keller. Þegar Mark Twain mælti þetta, var Helen Keller aðeins fimmtán ára að aldri. í dag getur hún talizt einhver sérstæðasta persóna tuttugustu aldar. Helen Keller er alblind. Þó hefir hún lesið fleiri bækur en flestir þeir, sem sjónina hafa. Hún hefir ef til vill lesið hundrað sinn- um fleiri bækur en hver meðalmaður, og hún hefir ritað sjö bækur sjálf. Ævisaga hennar hefir verið kvikmynduð, og hún lék sjálf í henni. Hún er algerlega heyrnarlaus. Þó hefir hún meira yndi af tónlist en flestir þeir, sem fulla heyrn hafa. Um níu ára skeið var hún mállaus. Samt hefir hún haldið fyrirlestra um gervöll Bandaríkin og ferðazt um flest lönd Evrópu. Þegar Helen Keller fæddist, var hún fullkomlega heil heilsu. Um hálfs annars árs skeið gat hún séð og heyrt eins og önnur börn og var jafnvel byrjuð að tala. En þá dundi ógæfan yfir með óvæntum hætti. Hún veiktist alvarlegum sjúkdómi, sem svipti hana sjón, heyrn og máli nítján mánaða gamla. Hún tók að alast upp sem villt dýr í frumskógi. Hún braut og skemmdi hvern þann hlut, sem henni gazt ekki að. Hún tróð fætinum upp í munn sér með báðum höndum, og þegar einhver freistaði þess að leiðbeina henni, kastaði hún sér á gólfið, spark- aði og barðist um og reyndi að hljóða. Foreldrar hennar völdu þann kostinn í örvæntingu sinni að leita á náðir Perkin-stofnunarinnar fyrir blinda menn í Boston og biðja um kennara. Þá kom Anne Masfield Sullivan eins og engill ljóssins Helen Keller til hjálpar. Ungfrú Sullivan var að- eins tvítug að aldri, þegar hún yfirgaf Perkinstofnunina í Boston og tókst þann vanda á hendur að gerast kennari heyrnarlausrar, mállausrar og blindrar stúlku, sem enn var á æskuskeiði. Sjálf hafði hún löngum átt við sorg að búa og andstreymi. Tíu ára gömul hafði Anne Sullivan verið send ásamt litlum bróður sínum til dvalar í þurfalingaheimilinu í Tewsbury í Massachusette. Þrengsli voru svo mikil á þurfalingaheimilinu, að systkinin urðu að sofa í líkstofunni — stofunni, þar sem likin voru geymd, unz þau voru jarðsett. Litli bróðir hennar var mjög veikbyggður og lézt að misseri liðnu. Það lá svo nærri að Anne missti sjónina, er hún var fjórtán ára gömul, að hún var send til Perkinsstofnunarinnar til þess að læra að lesa með fingrum sínum. En þó fór svo, að hún varð eigi blind. Sjón hennar skerpt- ist þvert á móti. Það var eigi fyrr en að hálfri öld liðinni og skömmu fyrir dauða hennar, sem hið mikla myrkur umlukti hana. Það er ógerlegt að lýsa með fáum orðum kraftaverki því, er Anne Sullivan gerði á Helen Keller, hversu henni auðnaðist á mánaðartíma að laða að sér barn, sem lifði í algeru myrkri og órofaþögn. Saga sú hefir verið sögð með ógleymanlegum hætti í bók Helenar Kellers sjálfrar, Ævisaga mín. Enginn, er les bók þá, getur varizt því að geyma í minni frásögnina um hamingju litla heyrnarlausa og blinda barnsins daginn, sem það komst að raun um, að til var slíkt fyrirbæri sem málið. — Það væri efa- laust erfiðleikum háð, segir hún, — að tilnefna hamingjusamara barn en ég var, er ég lá í bóli mínu, þá þessi atburðarríki dagur var liðinn að kvöldi, naut þess fagnaðar, sem hann hafði mér fært, og þráði nýjan dag fyrsta sinni. Þegar Helen Keller var tvítug að aldri, var menntun hennar komin á það stig, að hún hóf nám við Radcliffeháskóla, og kenn- ari hennar fylgdist með henni. Um þær mundir gat hún eigi aðeins lesið og skrifað eins og aðrir nemendur skólans heldur hafði hún fengið málið aftur. Fyrsta setningin, sem henni var kennt að segja, var: — Ég er ekki mállaus. Hún sagði hana hvað eftir annað og réði sér vart fyrir kæti yfir undrum þessum. — Ég er ekki mállaus. Nú orðið talar hún líkt og maður með óljósum erlendum hreimi. Hún ritar bækur sínar og tímaritsgreinar á ritvél þeirrar tegundar, sem gerð er fyrir blint fólk. Vilji hún færa einhverj- ar leiðréttingar út á spássíurnar, setur hún smágöt á pappírinn með hárnál. Helen Keller býr á Skógarhæðum, sem er sérstakur borgar- hluti í New York. Ég er nágranni hennar, og þegar ég fer í skemmtigöngur með Bostonbolabítinn minn, sé ég hana oft úti í garðinum með hundana sína. Ég hefi gefið því gætur, að þegar hún gengur um, talar hún oft við sjálfa sig. En hún bærir ekki varirnar eins og þú og ég — hún hreyfir fingurna og talar við sjálfa sig á fingramáli. Einka- ritari Helenar hefir tjáð mér, að því fari fjarri, að hún sé ratvís. Hún villist oft um húsið sitt, og ef húsgögnin eru færð um set, er henni illmögulegt að átta sig á því. Margir halda því fram, að hún muni vera gædd sjötta skilningarviti sökum þess að hún sé blind. Vísindalegar athuganir hafa þó leitt í ljós, að tilfinn- ing hennar, ilman og smekkur er í engu frábrugðið sömu skiln- ingarvitum ánnarra manna. Eigi að síður er tilfinning hennar svo næm, að hún getur skilið hvað vinir hennar segja með því að bera fingur sína að vörum þeirra. Hún nýtur tónlistar með því að styðja hendi við slag- hörpu eða fiðlu. Hún hlustar jafnvel á útvarp með því að fihna loftsveiflurnar. Hún nýtur söngs með því að bera hönd að hálsi söngvarans, en yáifri er henni ógerlega að syngja. Ef Helen Keller tæki í hönd þér í dag og svo aftur að fimm árum liðnum, myndi hún þekkja þig aftur af handtakinu, hvort heldur þú værir glaður eða hryggur. Hún rær báti og syndir, og það er unun hennar að hleypa hesti gegnum skóga. Hún teflir einnig, en taflið er sérstaklega fyrir hana. Hún spilar og á spil sérstakrar tegundar. Þegar regnviðri er á, unir. hún sér oft við að prjóna og hekla. Flestir munu vera þeirrar skoðunar, að það sé hin mesta mæða, er geti, að verða blindúr. Þó kveðst Helen Keller muni heldur velja sér það hlutskipti að vera blind en heyrnarlaus. í hinu algera myrkri og órofaþögn, sem aðskilur hana frá umheim- inum, saknar hún einskis meira en málsins. Einkum er það henni þungbær raun að fá eigi notið vináttuorða annarra. * Samband ísl. samvinnufélaga. Afgreiðsla Samvinnunnar er í Sambandshúsinu, þriðju hæð. A N N Á L L Afinæll. Ólafur Magnússon, sundkenn- ari á Akureyri, varð fimmt- ugur 4. þ. m. Ólafur sundkenn- ari, eins og hann er kallaður á meðal Akureyringa, er orðinn landskunnur vegna sund- Sundlaugin á Akureyri. kennslu sinnar og starfrækslu og byggingar sundlaugar Akur- eyrar. Ólafur er dagfarsgóður og hvers manns hugljúfi. Það má segja um hann, eins og sagt var um góða menn og gjörvu- lega til forna: „Hann var í- þróttamaður eða réttara sagt hann hefir fært eðli íþrótt- anna inn í sín daglegu störf. Léttur í spori og í lund, bros- hýr og karlmannlegur, þannig er við mótið. Snemma tamdi Ólafur sér íþróttir og hafði sundkennslu með höndum á ýmsum stöðum áður en hann settist alveg að á Akureyri sem sundkennari. Lárus Rist og Ólafur Magnús- son eru þeir menn, sem mest láta sig skipta sundmál Norð- urlands. Þeir eru að vísu ekki brautryðjendur, því að fyrir þeirra dag fengust ýmsir menn við sundkennslu á ýmsum stöð- um, allt frá því að Kærnested hóf sína sundkennslu að Steins- staðalaug í Skagafirði um 1820. Sundkennslustörf allra þess- ara manna ná yfir fá ár, og sundnám er ekki samhangandi nema e. t. v. hjá Páli sál. Jóns- syni að Gili í Fljótum frá 1892 —1932. Þeir Lárus Rist og Ólafur Magnússon leggja bæði grund- völl að sundmennt Akureyr- inga og byggja svo ofan á samhangandi áframhald, þann- ig, að á Akureyri verður til á tiltölulega fáum árum sund- mennt og sundstaður. Það er mál þeirra, sem bezt þekkja til sundlauga, að súndlaug Ak- ureyrar sé viðfelldnasta sund- laug landsins. Ólafur sundkennari er hinn hægi maður, sem setur sér takmark og nær takmarkinu í ákveðnupi áföngum. Upp úr torflauginni köldu er komin steypt sundþró með heitu vatni. í kringum sundþróna eru vistlegar grasbrekkur með grashjöllum. Við enda sund- laugarinnar er ein af fyrstu rafhituðu baðstofum lands- ins, og jafnframt sú stærsta og fullkomnasta, sem lands- menn eiga. Allt var þetta tekið í áföng- um, borað eftir heita vatninu, leiðsla gerð fyrir það nokkurra km. veg, sundþróin og gras- brekkurnar með hjöllunum byggð, umbætur á ræstiböðun og klefum og síðast rafhitaða gufubaðstofan. Það er áreiðan- legt, að Ólafi sundkennara er engin launung á því, að næsti áfanginn er: nýir, hentugir búnings- og ræstibaðklefar, byggðir eftir nútíma kröfu og lítil yfirbyggð kennslusundlaug. Hið háleita takmark Ólafs sundkennara hefir alltaf verið það, að vinna að byggingu hins fullnasta baðstaðar á Ak- ureyri og að hver Akureyring- ur verði syndur, sér til ánægju, hreysti og öryggis. Margir munu hafa orðið til þess að óska hinum vinsæla sundkenn- ara til hamingju á þessum tímamótum og þakka honum fyrir hina ágætu áfanga, sem hann hefir náð í hinu mark- l vissa starfi sínu. Vinur. Lesendur! Vekið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. StoSnun lýðveldis á Islandi (Framh. af 2. síðu) (Framh. á 3. síðu) 1. Hún er fljótlegust. Það get- ur vel staðið svo á í því ölduróti, sem nú er í heim- inum, að Alþingi verði að stofna lýðveldi á íslandi, án þess að viðhafa þau form, sem krafizt er við venjulega stjórnarskrár- breytingu. Ekki voru þau form viðhöfð 10. apríl 1940, þegar lýðveldisfyrirkomu- lag var upp tekið hér á landi raunverulega, enda enginn tími til slíks. 2. Hún er virðulegust. Ef hægt verður að koma því við, virðist sjálfsagt, að Alþingi það, sem lýsir yfir stofnun lýðveldis, verði haldið á Þingvöllum og að þjóðhátíð verði haldin þar um leið. Á þingi á Þingvöllum yrði erfitt að koma við deilda- skiptingu og að viðhafa 6 umræður, eins og þarf að vera um lagafrumvörp. Miklu einfaldara væri og um leið virðulegra, að gera þar aðeins eina samþykkt í sameinuðu þingi, n. 1. þá, að lýsa yfir stofnun lýð- veldisins og kjósa síðan ríkisforseta. 3. Hætt er við, ef lýðveldiö verður stofnað með stjórn- arskrárbreytingu, að sú stjórnarskrá verði ekki nægilega undirbúin og flaustrað af. Þjóðin er sammála um, að lýðveldi eigi að stofna, en um stjórn- skipun þess hefir lítið ver- ið rætt og virðist þar allt á reiki, t. d. um vald forset- ans, hvort hann eigi að vera kosinn af Alþingi eða þjóð- inni, o. fl. Cvuggara virðist því, að gefa sér góðan tíma til að athuga þessi mál sem bezt, áður en gengið er frá þeim til fullnaðar og gæti sú athugun jafnvel tek- ið mörg ár. Hins vegar virðist það alveg hættulaust að fela lýðveldisforseta til bráðabirgða að fara með það vald, sem nú- gildandi stjórnarskrá veitir konungi. Þegar ég var að skrifa þessi síðustu orð, barst mér í hend- ur frumvarp til nýrra stjórn- skipunarlaga, sem ríkisstjórnin leggur fyrir Alþingi nú í dag. Er efni þess aðeins það, að „þegar Alþingi samþykkir þá breytingu á stjórnskipulagi ís- lands, sem greinir í ályktunum þess frá 17. maí 1941, hefir sú samþykkt eins þings gildi sem stjórnskipunarlög, er meiri hluti allra kosningabærra manna í landinu hefir með leynilegri atkvæðagreiðslu sam- þykkt hana.“ Tilgangurinn með þessu frv. mun vera sá, að eitt þing geti sett lýðveldisstjórnarskrá, án þess þing sé rofið á eftir og á þetta því að vera til þess, að flýta fyrir stofnun lýðveldis, þegar þar að kemur. En eins og rök hafa verið færð að hér að framan, þarf alls ekki að setja neina slíka heimild í stjórnar- skrána til þess að hægt sé að stofna lýðveldi og sú aðferð, sem stungið er upp á í frv. (t. d. þjóðaratkvæðið) getur orðið hættulega seinfær, ef snögg- lega þyrfti til að taka, t. d. í lok stríðsins. Þetta frv. er því gagnslaust og færir okkur ekki hænufeti nær fullu sjálfstæði og auk þess er það að ýmsu leyti varhugavert. Hér skal þó ekki frekar um það rætt. Alþingi, 7. sept. 1942. Bernh. Stefánsson. Tílkyoníng frá Bað- húsí Reykjavíkur. Verð á böðum verður fyrst um sinn eins og hér segir: Kerlaugar kr. 1,75 Steypiböð — 0,90 Leiga á handklæði — 0,20 tltbreiðið Tímann! rækifœrisgjafir, í góðu úrvali. Trúlofunarhringar, Sent gegn póstkröfú. Guðm. Andrésson gullsmiður. Laugavegi 50. — Sími 3769. Vitmið ötuUega fyrir T ímann. Stúlkur óskast til flskflökunar í vetur. — Hátt kaup og fritt húsnæði. Einar Sigurðsson, Vestmannaeyjum. fr------------------------::-:------------------------------ Hafið það hugfast, að und- irstaða góðs heilbrigðis eru sterkar, fallegar tennur. Þess vegna er nauðsynlegt, að börnin byrji snemma að hirða tennur sínar, en til þess þurfa þau að hreinsa þær vel og vandlega á hverj- um degi, án þess þó að skemma eða rispa glerung- inn. Þetta gera þau bezt með því að nota SJAFNAR TANN- KREM, sem hefir alla þá kosti, sem tannkrem þarf að hafa. Það hindrar skaðlega sýru- myndun, rispar ekki, en hreinsar og hefir hressandi gott bragð. — Notið SJAFNAR tannkrem Sápuverksmiðjan S j ö i n Akureyrí. Nýkomtð: Matskeiðar, Gafflar, Teskeiðar, Vatusglös, þykk, Mjólkurkönnur. K. EINARSSON & BJ0RNSSON. Bankastræti 11. Ódýrar bækur, sem, eru að hverfa Laugaveg 12 í dag og næstu daga verða seldar ódýrar bækur, sem annars eru horfnar úr bókaverzlunum. Þar á meðal eru margar ágætar bækur, svo sem eftir E. H. Kvaran (Ofurefli, Vestan hafs og aúst- an, Gæfumaður, Hallsteinn og Dóra, Jósafat o. fl.). Frá San Michele til Parísar, eftir Munthe, Gott land, eftir Pearl S. Buck. Bækur Kristmanns Guðmundssonar. Bækur eftir Þorstein Erl- ingsson, Gunnar Gunnarsson, Guðmund Daníelsson, Harald Níels- son, Alexander Jóhannesson, Guðmund Friðjónsson, sr. Friðrik Hallgrímsson, Huldu, Fontenay, Þorst. Jósepsson, Sigurð Helga- son, Sjóferðasögur Sveinbj. Egilson, Sjómannasögur eftir ýmsa höfunda, Saga Eiríks Magnússonar, Neró keisari eftir Weigall, Draumar Hermanns Jónassonar, Rit um jarðelda á íslandi og FJÖLDI ANNARRA GÓÐRA BÓKA. Vegna þess að bókaverð er nú ört hækkandi, má benda á, að flestar þessar bækur eru seldar undir hálfvirði. Skrá yfir bækurnar fæst í búðinni. Laugaveg 12. Gleymíð ekki að borga T í m a n n. Bóndi - Kaupir þú húnaðarblaðið FREY? Kennið bðrnunum að bursta vel tenn- ur sínar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.