Tíminn - 17.09.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.09.1942, Blaðsíða 1
Aukablað TÍMIM, fimmtudaginm 17. sept. 1942 Aukablað Áróðurs-heríerðin íyrir notkun aquacíde krufin til mergjar Meðan að aflahrotan stóð yfir í sumar, og skipin komu með en þó 'réði það meiru um þá á- fullfermi að bryggjum Síldarverksmiðjanna aðeins örfáum kvörðun vora, að panta ekki klukkustundum eftir að þau höfðu látið úr höfn, og mjög erf- iðlega gekk með móttöku hjá verksmiðjunum, sökum þess hve mikið barst að, var hafin herferð í flestum blöðum landsins gegn stjóm og framkvæmdarstjóra Síldarverksmiðja ríkisins fyrir að nota ekki Aquacide-vökva við vinnslu síldarinnar. — Þeir, sem fyrir þessum skrif- um stóðu, munu hafa talið, að nú væri góður jarðvegur til æs- ingaskrifa um þetta mál. í öllum þessum árásargreinum er stuðst við upplýsingar frá Fiskifélagi íslands, og er. það að vonum, því að umboðsmenn þessa vökva eru starfsmenn hjá félag- inu. Umboðslaun eru rifleg, 2 cent pr. lhs., eða um 20%. Almenningur, sem las skrif blaðanna, taldi að bér væri fundið hið eina náð til að halda uppi afköstum verksmiðja á feitri síld, og annarri síld, sem erfitt er að bræða. Þetta gekk jafnvel svo langt, að ráðherrar og alþingismenn virtust vera hneykslaðir yfir, að Síldarverk- smiðjur ríkisins skyldu ekki liafa birgðir af þessum vökva, að verðmæti hátt á annað bundrað þúsund krónur. Geta má þó þess, að þessi vökvi þolir ekki frost, og óvist að bægt sé að geyma hann óskemmdan frá ári til árs. Nú vill svo til, að sumar verk- smiðjur hér á landi hafa i sumar nolað Aquacide við síldar- vinnslu, sem sé Hjalteyrarverk- smiðj an, Dj úpavikurverksmiðj - an og Rauðka, og fer hér á eftir samanburður á meðalafköstum þessara verksmiðja við meðal- afköst Síldarverksmiðja ríkis- ins: Verksmiðjurnar Full afkðst í mólum á sól- arhring, sbr. t. tbl ,Ægis‘ Meðalaf- köst á sól- arhring í Procent af fullum af- 194-2 sumar köstum Síldarverksmiðjur rikisins, Sigluf. 11400 10045 88,11 Síldarverksm. ríkisins, Raufarhöfn 5000 4040 80,8 IJj al teyrarverksmið j an 7200 5500 76,39 Dj úpavíkurverksmiðjan 4800 4041 84,187 R a u ð k a 1000 775 77,5 Meðalafköst Rauðku eru eitt- smiðja hefðu verið ennþá lægri hvað lægri en hér greinir, þvi en raun varð á, hefðu þær eltki að vinnsla við að vinna það sem notað Aquacide. síðast var eftir í þró, er hér ekki reiknuð með. Verður ekki séð af framan- ritaðri skýrslu, að afköst Hjalt- eyrarverksmiðjunnar, Djúpa- víkurverksmiðjunnar og Rauðku, sem allar notuðu Aquacide að meira og minna leyti, hafi verið neitt betri en af- köst Síldarverksmiðja rildsins. Afköst allra þessara verk- smiðja hafa verið hlutfallslega lægri en afköst Síldarverksmiðja ríkisins, miðað við full afköst. Þó skal ekkert um það sagt hér, nema að afköst þessara verk- Að meðalafköst verksmiðj- unnar á Raufarhöfn eru aðeins 4040 mál, eða þau sömu og D j úpavikurverksmið j unnar, stafar af því að verksmiðjan hafði að miklu leyti alveg óvönu starfsfólki á að skipa, og sést þetta bezt á þvi, hvernig afköst verksmiðjunnar aukast, þegar á líður sumarið, þrátt fyrir að þá var síldin orðin feitari og erf- iðari til vinnslu. Meðal vikuafköst Raufar- hafnarverksmiðjunnar voru þessi: Vikan 13/7 20/7 27/7 3/8 til 19/7 meðalafköst 3280 mál 26/7’ 2/8 9/8 3850 4500 4770 Tel eg vafasamt að síarfsfólk Rauf arhaf narverksmið j unnar liefði lært störf sín nokkuð hraðar en raun varð á, þó notað liefði verið Aquacide við síldar- vinnsluna. Að afköst verksmiðj- anna á Siglufirði voru ekki nema 88,11% stafar að verulegu leyti af því, að í S. R. P.-verk- smiðjunni var mikill skortur á æfðu starfsfólki. Eg undirritaður átti frum- kvæðið að þvi, árið 1939, í sam- vinnu við Dr. Þórð Þorbjarnar- son, að tilraun var gerð til að nota Formaldehyde við síldar- vinnslu, en það er aðalefnið i Aquacide. Tilraun þessi bar ekki árangur. Verksmiðjurnar keyptu, árið 1940, tvo smákúta af Aquacide frá Ameríku fyrir milligöngu hr. Inga Bjarnason- ar, og var gerð tilraun með þetta efni hér um sumarið 1940, og tókst sú tilraun vel. Var ætlun verksmiðjanna að kaupa til frelcari tilrauna eitt- hvað af þessum vökva frá Eng- landi, fyrri hluta ársins 1941, en hann reyndist ófáanlegur það- an, enda var engin þörf á þessu efni við síldarvinnslu árið 1941, eins og mönnum er kunnugt. Nokkrar verksmiðjur notuðu þó lítilsháttar Aquacide árið 1941, og þar á meðal verksmiðj- an á Dagverðareyri. Verk- smiðjustjórinn, hr. J. Indbjör, sem mun vera sá maður, sem mesta reynslu hefr í síldariðn- aði hér á landi, gaf mér eftirfar- andi upplýsingar um reynslu sína í notkun Aquacide árið 1941, og sem staðfest var til min í sumar í eftirfarandi sím- skeyti: „Að gefnu tilefni vil eg hér með láta þig vita um reynslu mína í ár og síðastliðið ár á nolkun Aquacide vökva slop notkun vökvans bar engan sýnilegan árangur eða aukin afköst stop þegar vökvinn var notaður í Californiu pressu þéttust götin á pressu- síunni með efni líku gipsi sem að mínu áliti stafaði af notkun vökvans.“ Meðal annars vegna þessar- ar reynslu verksmiðjustjórans á Dagverðareyri, pöntuðum vér ekki aquacide fyrir árið 1942. aquacide fyrir árið 1942, að vér höfum kynnst, árið 1941, fullkomnari tælcni á sviði síld- arvinnslu, hedlu ren áður hefir þekkst hér á landi, og þar á meðal síldarpressun, sem pressa betur íslenzka síld en áður hefir þekkst. Töldum vér því, að hér væri fundin mikið liagkvæmari lausn til þess að hadla uppi af- köstum í síldarverksmiðjum, en með því að nota hinn rándýra vökva, Aquacide, til að halda uppi afköstunum. í miklum veiðihrotum, eins og í sumar, er hægt með ýmsu móti að halda uppi afköstum síldarverksmiðja. Það er hægt að stuðla að þvi með veiðibönn- um, eins og gert var hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins i sumar, að verksmiðjurnar hafi alltaf nýja eða nýlega sild til vinnslu. Yeiðibönnin eru framkvæmd þannig, að skipunum er ekki leyft, á hverjum tíma, að afla meira en þáð, að afli þeirra sé i sem nánustu sailiræmi við af- kastagetu verksmiðjanna. Með því móti bíða skipin aldrei lengi fullhlaðin eftir losun við bryggj- ur verksmiðjanna. Verksmiðj- urnar hafa með þessari aðferð ætíð gott hráefni til vinnslu, og framleiða þar af leiðandi góða vöru úr óskemmdri síld. Síldar- verksmiðjur ríkisins áttu frum- kvæðið að því árið 1940, að sett voru veiðibönn hjá samnings- bundnum skipum verksmiðj- anna. Þessi ráðstöfun var óvin- sæl í fyrstu, en er nú af öllum aðiljum, sjómönnum, útgerðar- mönnum og þeim, sem í landi starfa, talin sjálfsögð ráðstöfun. Enginn sér lengur neitt vit í þvi, eins og það geltk fram til ársins 1940, að skip voru stöðugt látin bíða allt upp í 6 sólarhringa við bryggjur verksmiðjanna, og þegar kom að losunarröð þeirra, að losa þá úr þeim hálfónýta síld, sem lækkaði afköst verk smiðjanna, og gaf lélega fram- leiðsluv. Er slæmt að það skuli vera nauðsynlegt að banna skip- um að veiða sild, oft á beztu góðviðrisdögum sumarsins, en annars er ekki kostur í miklum veiðiárum, á meðan afköst verksmiðjanna eru ekki meiri en þau eru nú. önnur leið, til að halda uppi afköstum verksmiðjanna miklum veiðiárum, er að nota ekki veiðibönn, lieldur lofa síld- inni að verða leginni i skipun um, áður en hún er losuð, og nota síðan Aquacide eða svipuð efni við vinnslu á síldinni. Þó takast megi með ontkun Aqua- cide að halda uppi mildum af- köstum, þá verða afurðirnar minni og lakari að gæðum, heldur en ef unnið er úr nýlegu hráefni. Þriðja leiðin, til að halda uppi afköstum síldarverksmiðja miklum veiðihrotum, er að hafa varavélar i verksmiðjunum, og á eg þar við varapressur, sem teknar eru i notkun, þegar af- köst verksmiðjanna byrja að lækka. Allar vélar í síldarverlc- smiðjum, að pressunum undan teknum, geta haldið næstum sömu afköstum, hvort sem síld- in er slæm eða góð til vinnslu. Virðist það því vera eðlileg og sjálfsögð ráðstöfun að hafa varapressur í öllum verksmiðj- um, svo að pressurnar þurfi elcki að takmarka vinnslu allra véla verksmiðjanna, þó hráefnið sé slæmt. Það geta oft komið sumur eins og í sumar, þegar erfitt er að halda uppi afköstum verk- smiðja vegna þess að síldin er óvenju feit, og er þá nauðsynlegt að liafa varapressur, sem hægt er að grípa til, þegar afköstin byrja að lækka, og það er þetta, sem hefir verið unnið að hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, eft- ir þvi sem ástæður hafa leyft. T. d. voru s. 1. ár pantaðar sér- stakar pressur í allar verk- smiðjurnar til að pressa mauk- ið, sem kemur frá slamsiunum, en af því að skipið, sem átti að flytja þær til landsins, varð að snúa aftur til Ameríku, þegar það var komið á leið hingað og umhlaða varð vörunum úr þvi, annað skip, komu pressurnar ekki til Siglufjarðar fyrr en um miðjan ágúst, og komu þvi ekki að notum í ár. En með því að nota þessar pressur, losna aðal- pressur verksmiðjanna við slamsíumaukið, og afköst þeirra aukast. Árið 1940 komust Síldarverk- smiðjur ríkisins að mjög hag- kvæmum kaupum á lítið notuð- um pressum vestur á Kyrrahafs- strönd, en vegna gjaldeyris- vandræða vaf ekki hægt að kaupa þá nema eina varapressu í verksmiðjurnar. Pressan var i ár tekin i notkun í S. N. R. verk- smiðjunni, með þeim árangri, að verksmiðjum hélt næstum fullum afköstum, þó sildin væri óvenju feit. Ennfremur var meðal fitumagn ekki yfir 10% í mjölframleiðslu verksmiðj- unnar. Eilíki liefir verið hægt að kaupa varapressur i aðrar verk- smiðjur Sildarverksmiðja rikis- ins vegna gjaldeyrisvandræða, fyrr en í ár, og mun ekki standa á Sildarverksmiðjum ríkisins að afla sér þessara véla, ef eng- ar óviðráðanlegar hindranir trufla að svo megi verða. Það er á þennan vélræna hátt, sem eg álít rétt að halda uppi af- köstum síldarverksmiðja, en ekki þvi að úða Aquacide eða öður efnum i síldina, og vil eg fær fyrir því nokkur rök. Það er talið, að x/2,%o af Aqua- cide sé nauðsynlegt til að halda fullum afköstum á slæmri silc eða mjög feitri sild, og um leið sé hægt að lialda fitu mjölsins niðri a. m. k. undir 10%. Fyrir verksmiðju, sem vinnur úr 6000 málum sildar á sólarhring, þýð- ir þetta notkun á 405 kg. af Aquacide á sólarliring. Aqua- cide mun kosta kr. 3.00 pr. lcg. og kostar þessi notkun þess þessu tilfelli kr. 1.215.00 á sól- arhring. Vinni verksmiðjan í 50 sólarhringa, • kostar notkun Aquacide kr. 60.750.00 yfir vinnslutímabilið. Eg fullyrði, að ein nýtízku varapressa í sömu verksmiðju héldi afköstunum uppi, engu síður en Aquacide, og mjölinu jafn fitulitlu. Gerum ráð fyrir, að pressan kostaði, á- samt uppsetningu og húsrúmi, kr. 120.000.00. Það væri þvi hægt á fyrsta ári að greiða hálf- an kostnað pressunnar með því fé, sem kostaði að nota Aqua- cide í eitt ár, og á tveim árum væri hægt að greiða stofnkostn- að varapressunnar að fullu. Er því ekki hægt að sjá, að notkun Aquacide til sildarvinnslu eigi nokkurn rétt á sér samanborið við aukningu á hinni vélrænu tækni verksmiðjunnar. Þær pressur, sem hingað til hafa reynst bezt til að pressa ís- lenzka síld, hvort sem hún er feit eða mögur, eru pressur frá California Press Manufacturing Company. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa nú tvær slíkar pressur í notkun, en mjöl úr leim fer saman við mjöl úr öðr- um pressum, svo að ekki er til fullkomið yfirht yfir gæði mjölsins frá þessum pressum, en þær hafa haldið mjög mikið niðri meðalfitu i mjöh, bæði í S. R. N. og S. R. P. verksmiðj- unum, þar sem þær eru notaðar. Verksmiðjan á Dagverðareyri hefir aftur á móti aðeins eina af jessum pressum i notkun, og aðrar pressur eru ekki i verk- smiðjunni. Telur verksmiðju- stjórinn á Dagverðareyri, hr. J. Indbjör, afköst hennar vera 2200—2300 mál á sólarhring, miðað við sæmhegt hráefni. I sumar voru meðalafköst ' Jagverðar eyr ar verksmið j unnar 1700 mál síldar á sólarhring. N'ann verksmiðjan lengi úr nokkuð gamalh shd, og var sumt af síldinni aht að mánað- argamalt. En þó að verksmiðj- an notaði ekki Aquacide við vinnslu síldarinnar, var meðaí- fita i ahri mjöhramleiðslu verk- smiðjunnar aðeins 6.6%. Ef gert er ráð fyrir, að Dag- verðareyrarverksmiðjan hefði notað y2%0 af Aquacide við síld- ar vinnsluna i sumar, og þar með getað haldið uppi 2300 mála sólarlirings afköstum, sem ekki skal þó fullyrt neitt um að hefði verið hægt, þó hefði verk- smiðjan þurfti til þess um 155 kg. af Aquacide á sólarhring á kr. 3.00 pr. kg., og ef gert er náð fyrir, að verksmiðjan hefði unnið i 50 sólarhringa, þá hefði notkun Aquacide kostað kr. 23,250 yfir vinnslutímabhið. Pressa með ca. 700 mála afköst- um, hefði hún verið af sömu gerð og pressan, sem nú er á Dagverðareyri, hefði átt að geta unnið úr ca. 500 málum á sól- arhring, ef gert er ráð fyrir, að afköst hennar hefðu lækkað í sama hlutfalli og afköst press- unnar sem þar er nú. Hefði því verksmiðja með slíkri vara- pressu getað haldið uppi fullum afköstum i allt sumar, eða 2300 málum síldar á sólarhring, og fengið alla mjölframleiðsluna með 6.6% fitumagni. Eg tel ó- líklegt, að 700 mála pressa mundi með núverandi verðlagi kosta uppkomin meira en ca. 50 þúsund krónur. Myndi því kostnaður við notlcun Aquacide í tvö ár vera svipað og allur stofnlcostnaður við þessa 700 mála varapressu. Það er þvi engum vafa bund- ið, liverja leiðina eigi að velja, til þess að halda uppi afköstum í slídarverksmiðjum. Framtíð- arþróunin liggur í því að lialda uppi afköstum verksmiðjanna með nýtízku vélum, að fram- leiða mjöl, sem hefir ca. 6% fituinnihald og proteininnhiald frá 73 til 75% ,og þá mun reyn- ast auðvellt fyrir íslenzka síldarmjölsframleiðendur að keppa á erlendum markaði að striðinu lolcnu við fiskimjöls- framleiðslu annara landa. Að þetta sé hægt með góðum vinnsluvélum sést bezt á því, að i fyrra sumar þegar Dagverðar- eyrarverksmiðjan hafði oftast óskemmt hráefni til vinnslu, þá var yieðalefnagreining á allri mjölframleiðslu verksmiðjunn- ar 5.7% fita og 74% protein, og mun það vera bezta síldarmölið, sem nokkurntíma hefir verið framleitt hér á landi. Sem dæmi um það, hvaða þýðingu þessi auknu vörgæði hafa á sölumöguleika og verð á íslenzku síldarmjöli á erlend- um markaði er, að s. 1. ár fékk Dagverðarevrarverksmiðjan 10 sh. hærra verð á tonnið fyrir það mjöl, sem hún flutti út ti Englands, heldur en nokkur önnur verksmiðja fékk liér á landi. Nú í ár er sildarmjölið selt, í fyrsta skipti, með breyti- legu verði eftir efnagreiningu. Samkvæmt þeirri sölu þýðir 4% aukning á proteini, frá 70 upp í 74% að öðru jöfnu, verðhækkun á mjölinu sem nemur krónum 27.99 pr. tonn. Myndi þessi verðhækkun nema á allri síldarmjölsframleiðslu í ár ca. kr. 650.000.00. Fyrir utan þetta, er hagnaðurinn við að ná lýsinu úr mjölinu niður i ca. 6%, og geta selt sem lýsi en ekki mjöl rúrnan þriðjung þess lýsis, sem fram að þessu hefir vana- lega verið bundinn i siidarmjöl- inu, sem feiti. í miklum veiðiárum, þegar berst á land e. t. v. helmingi meiri afli en i ár, geta þessi auknu vörugæði þýtt gróða fyrir landið um mhljónir króna. Hér hefir verið sýnt fram á, að verksmiðjurnar á Siglufirði héldu uppi 88.1% afköstum, þó að þær notuðu ekki Aquacide, svo að meðalafköst þeh’ra voru hlutfahslega hærri en hjá nokkrum öðrum verksmiðjum. Ennfremur hefir verið sýnt fram á, að það er hægt með ný- tízku pressum að fá meðalfitu i sildarmjöli, ekki yfir 6.6%, þó að Aquacide sé ekki notað, og orædd sé jafn óvenju feit sild og var s. 1. sumar. Þar að auki hefir verið sýnt fram á, að það borgar sig betur að koma upp í verksmiðjum varapressum, heldur en að nota Aquacide til þess að halda uppi afköstunum. Ef notað hefði verið V2%o af Aquacide við vinnslu á allri síld, sem unnin var hér á landi i sumar, þá myndi til þess hafa þurft ca. 70 tonn af Aquacide, sem hefði kostað rúmar kr. 200.000.00. Ef síldveiðin hefði lialdið áfram eftir 8. ágúst t. d. lil 8. september, og notað hefði verið Aquacide við bræðslu á öllum aflanum, hefði andvirði þess numið yfir kr. 400.000.00. Eg hefi i þessari grein reynt •að gefa yfirlit yfir þetta mál, til að forðast, að síldariðnað- urinn þurfi að eiga það á hættu að fara inn á skakkar brautir vegna einhliða meðmæla þeirra, sem hafa vökvann til sölu og. vilja koma út sem mestu af hon- um, eða vegna æsingaskrifa manna, sem auðsjáanlega skort- ir þekkingu á, hvað hér er um að ræða. Gott dæmi um þessi æsingaskrif er grein eftir rit- stjóra „Ægis“ í júlíhefti blaðs- ins, þar sem hann spyr i fyrir- sögn í forsíðugrein blaðsins: „Hverjum er um að kenna“, að Aquacide hefir eklci verið notað í sumar hjá Sildarverksmiðjum ríkisins til stórtjóns fyrir sjó- menn og útgerðarmenn. „Hverjum er um að kenna“ að slíkum aðdróttunum er beint að Síldarverksmiðjum ríkisins af ritstjóra „Ægis“, þrátt fyrir það, að afköst Síldarverksmiðja ríkisins voru hlutfallslega liærri, miðað við full afköst, en hjá nokkurum öðrum síldarverk- smiðjum á landinu? „Hverjum er um að kenna“, að ekki var hægt að ná ennþá betri árangri hvað afköst verksmiðjanna snertir, vegna þess, að gjaldeyr- isástand landsins hefir verið þannig, að það hefir, að dómi gjaldeyrisnefndar, sem úr- skurðarvald hefir haft í þessu máli, ekki verið hægt, fyrr en e. t. v. í ár, að útvega varaapress- ur i allar verksmiðjurnar? „Hverjum er um að kenna“, að skipið, sem átti að flytja press- ur þær, sem vér pöntuðum s. 1. vetur frá Ameriku, þurfti að snúa við aftur til Ameríku, þeg- það var lcomið á leið hingað? „Hverjum er um að kenna“, að vér gátum ekki s. 1. vor, á með- an gerðardómslögin voru í gildi, sem bönnuðu hækkun á grunnkaupi, fengið æft starfs- fólk í S. R. P. verksmiðjuna eða verksmiðjuna á Raufarhöfn? Grein ritstjóra „Ægis“ er sér-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.