Tíminn - 02.10.1942, Page 3

Tíminn - 02.10.1942, Page 3
110. blað TÓllXiV. fösÉadagiim 3. okt. 1942 435 o« » »x *f digurgeir r rionksson bókavörður Líí ég heim í Laugardalinn hlýja, lit ég inn í Hafrafellið. nýja. Hví er frœnka, þögn í þínum bœ? Rödd mér svarar: Sigurgeir er liðinn. — Sólskins-stofan geymir helgan friðinn, dýpri skynjun, dýpri íslands sœ. Leiðir skildust. Þín til grafar gengin. Gróður tók í faðm sér mœta drenginn: valmennið, sem vandaði allt sitt ráð. — Ég er orðinn útilegumaður. Ófœrurnar verða hvildarstaður fyrst ég háttum heima get ei náð. Yfir þér þótt öðrum létir minna, einlœgni og hjálp var þar að finna, aldrei sem á liði sínu lá. Trúr í hugsun, trúr í störfum öllum, tryggðin sama og var hjá beztu körlum, þótt þú tryðir lands þíns œsku á. Hlýnar mér í huga við að muna hjartalagið, sálar þinnar funa, þegar eldar léku í línum máls — þegar andi bókar brauzt úr stöfum, blaðsíðan varð öll að sumargjöfum, stofu lýstu logar innra báls. Útþrá bar þig allt að Kyrrahafi. Ei þótt námið bindi forna stafi, menning ný, er mannsins yngi blóð. Heimþrá aftur heim þig bar í dalinn, heim í gamla og nýja bókasalinn til að svala fróðleiks þyrstri þjóð. Þar í skápum girnilegra gœða guða eplin spruttu margra frœðat Þar var annar aldingarður minn. Því er margs að minnast, gleðjast, sakna, meðan liðnir dagar endurvakna glóhærðir, sem gengu um salinn þinn. Minning þín er vafin voröld nýrri vökumanns og bjartri framtíð, hlýrri, sólaldar, er sigra myrkrin skal. Landsins helga yfir Iðavelli augu líta í bœn frá Hafrafelli sœluheimsins þráða draumadal. ' Þ. Þ. Þ. Þú trygga lyng, þú tœra fjallalind og tregablandna víðiheiðarró! Þið áttuð son, er vann mót sorg og synd, einn svan, er brott af heiðavatni fló. Hvar, sem hann fór, vék fals og glys og tál. Hans festan hreina var sem fjallið blátt, er barn hann mændi til, með trú í sál og tók sem fyrirmynd að líta hátt. Hann flaug — og sótti œttjörð göfgi og auð, sem engin jarðnesk bylting grandað fœr, því akur hans var mannsins minni og sál. Þeim gleymdu og smáu hann gaf sitt vín og brauð. Hans göfga hugsjón eins og kornið grær og svalar þyrstum, eins og ótœmd skál. Hulda. þau ekki. Snemma á ráðherra- ferli Jóns Magnússonar höfðu Múlasýslur gefið ríkinú eignir Eiðaskóla með því skilyrði, að þar yrði starfræktur almennur ungmennaskóli fyrir Austur- land. Þingmenn að austan knúðu fram ályktun um húsa- bætur á Eiðum. Stjórnin varð að láta flytja möl og sand heim að gamla skólahúsinu. En lengra komst Jón Magnússon ekki. Mölin og sandurinn lá árum saman heim við bæ, og fauk út í túnið til stórskaða. Að lok- um tókst Framsóknarmönnum og Jóni Baldvinssyni að knýja fram fjárveitingu í þessa húsa- bót á Eiðum í fullkominni óþökk Jóns Magnússonar og Jóns Þor- lákssonar, sem létu alla stuðn- ingsmenn sína í neðri deild greiða atkvæði móti málinu. En með þessari löngu sókn tveggja flokka tókst að fá reista aðalbygginguna á Eiðum, að óvilja íhaldstjórnarinnar og sérstaklega þó lífgjafa Alexand- ers Jóhannessonar, kennslu- málaráöherrans, Jóns Magnús- sonar. Framsóknarflokkurinn vann sína fyrstu kosningasigra sum- arið og haustið 1916. Fáum mánuðum síðar tók Sigurður Jónsson sæti í landsstjórninni. Alla þá stund, sem liðin er síð- an, hefir Framsóknarflokkur- inn ráðið mestu um megin- stefnu íslenzkra þjóðmála. Flokkurinn studdist , þegar frá byrjun við reynslu, áhrif og á- huga alls þorrans af samvinnu- mönnum og ungmennafélögum landsins. Sá stórhugur og sú dirfska, sem þessar tvær þjóð- málahreyfingar fluttu inn í þjóðfélagið, gerði kleift fyrir Framsóknarflokkinn að hefja margþætta og glæsilega bygg- ingarstarfsemi í landinu. Nú hófst það, sem með réttu má kalla hina miklu byggingaröld íslendinga. IV. Á Alþingi 1923 hófust hin fyrstu átök í opinberum bygg- ingarmálum milli kyrrstöðu- manna undir forustu Jóns Magnússonar og Framsóknar- manna. Þá Var fyrst borin fram að tilhlutun Framsóknarmanna tillaga um byggingu sundhallar í Reykjavík. Jón Magnússon eyddi málinu í það sinn, en 14 árum síðar var sundhöllin full- ger. Á sama þingi fengu Fram- sóknarmenn knúð fram fyrstu fjárveitingu til byggingar hér- aðsskóla á heitum stað. Suður- Þingeyingar fengu þá 35 þús. kr. styrk, til að reisa fyrsta vísi að Laugaskóla. Á þessu sama þingi voru samþykkt lögin um skemmtanaskatt og þjóðleik- hús, eftir leynilegu samkomu- lagi milli Indriða Einarssonar og manna í Framsóknarflokkn- um. Ári síðar komst Jón Magn- ússon að því, hverjir stóðu að þessari framkvæmd og ætlaði að hrifsa féð til annarra þarfa en mistókst tilræðið. Árið 1924 var nokkuð af aðalbyggingu Laugaskóla reist. Á því þingi var ráðið fram úr byggingar- máli Landsspítalans. Guðm. Hannesson og læknar honum nákomnir höfðu gert frum- drætti að sjúkrahússbyggingu, sem átti að kosta 3 miljónir (Framh. á 4. siOu) Mary Pickford Einu sinni var hún fátæk. Nú er hún frægust kona i heimi. Hver er frægasta kona heimsins? Því tel ég vandsvarað. Ég myndi helzt tilnefna lágvaxna stúlku af kanadiskum og írskum ættum, sem vegur aðeins hundrað og þrjú pund og hlaut í skírn- inni heitið Gladys Marie Smith. Ungfrú Gladys Smith gerðist næsta snemma leikkona. Til allr- ar hamingju komst hún undir umsjá hins mæta manns Davids Belascos. Hann lét Gladys Smith breyta um heiti og taka upp nafnið Mary Pickford. Mary Pickford hafði getið sér mikinn orðstír sem leikkona, meðan Greta Garbo vann enn að því að sápa menn í rakarastofu nokkurri í Svíþjóð. Nafn hennar var á allra vörum löngu áður en Mae West kom til sögunnar. Mary Pickford' á sér lengri frægðarsögu en nokkur önnur kvikmyndaleikkona heimsins. Hún var þeimsfræg orðin löngu áður en Douglas Fairbanks kom fyrsta sinni fram á sjónar- sviðið. Hún var tekjuhæsti leikari í víðri veröld mun áður en Charlie Chaplin leit Hollywood augum og Tom Mix var að nokkru getið sem kvikmyndaleikara. Mary Pickford var tekin að sjá sér farborða svo ung að aldri, að það var eigi lögum samkvæmt. Félagsskapir eins og Garyfé- lagið í New York reyndu að koma í veg fyrir það, að hún gerði leiklistina að atvinnu sinni í æsku. Henni var í þess stað skipað að ganga í skóla. En Mary Pickfod, virti slík boð að vettugi. Hún átti frænku, sem var ári eldri en hún. Hún hagnýtti sér fæðingarvottorð þessarar frænku sinnar og fór þannig kringum lögin. Þess vegna er hún jafnan talin ári eldri en hún raunveru- lega er. Afi Mary Pickfords fæddist hinn 8. apríl, og faðir hennar fæddist einnig á sama mánaðardegi. Árið 1894 — sem var fæð- ingarár Marys — hafði það í ljós komið, að það var vilji örlag- anna, að hinn 8. apríl gæfi Pickfordfjölskyldan heiminum niðja sína. Móðir Marys lék því hugur á því að fara að dæmi tengda- móður sinnar. Hún þráði að gefa bónda sínum barn í afmælis- gjöf hinn 8. apríl. En því miður varð Mary litla á eftir áætlun. Mary kom ekki í heiminn fyrr en klukkan þrjú eftir hádegi hinn 9. april. En dagatalið og klukkan voru að vettugi virt og því lýst yfir, að hinn 8. apríl væri fæðingardagur hennar. í meira en þriðjung aldar — eða meðan móðir hennar var á lífi — var hinn 8. apríl jafnan haldinn hátíðlegur sem afmælis- dagur hennar. En eftir að móðir hennar féll frá heldur Mary af- mæli sitt ávallt hátíðlegt hinn 9. apríl. Mary Pickford má muna tvenna tímana. Sú var öldin, að hún annaðist þvotta sína sjálf, hengdi vasa- klúta sína til þerris á gluggarúðurnar og varði aðeins tveimur centum fyrir fæði á degi hverjum. Nokkrum árum síðar fékk hún þúsund dollara í laun á klukkustund eða fimmtán dollara á sekúndu. í gamla daga, þegar Mary var atvinnulaus og átti hvergi höfði sínu að að halla, var það siður móður hennar að reyta saman nokkur penny og framreiða börnunum málsverð úr söxuðu kjöti og grænmeti. Þetta er enn uppáhaldsréttur Mary Pick- fords. Eg hefi heyrt hana komast þannig að orði, að hún kjósi heldur að neyta réttar þessa en sitja við krásað veizluborð meðal tignarfólks. Hvernig býr frægasta kona heimsins? Hvað gerir hún sér til skemmtunar? Ekki er hægt að halda því fram, að hún hafi mikla rausn í mataræði. Ég kom einhverju sinni á fund hennar klukkan sex síðdegis. Hún skýrði mér þá frá því, að allt það, sem hún hefði borðað daginn þann, væri sneið ai steiktu brauði ásamt tei. Ég spurði hana, hvort hún væri ekki svöng. En hún hélt nú síður. Fyrir mörgum árum las hún bók eftir Upton Sinclair, er hann nefndi The Jungle (Frumskógurinn). Mary Pickford hefir verið lítið fyrir kjöt frá því að hún lauk lestri hennar. Beri slátrara- búð fyrir augu henni, verður henni ónotalega við og felur jafn- an andlitið í höndum sér. í æsku sinni lék hún sér að heimaln- ingi. í hvert sinn, sem hún sér lambasteik á borðum, minnist hún æsku sinnar, og þá hverfur matarlystin löngum. Hún snæðir aldrei flesk, og henni er ómögulegt að borða fisk, sem hún hefir sjálf veitt, en annarra veiði borðar hún hins vegar. Mary Pickford kveðst hafa mestu vanþóknun á metorðagirnd, því að hún verði flestum til ófarnaðar. Hún hefir yndi af skemmtigöngum og útreiðum, en getur sjaldan látið slíkt eftir sér. EÍún vinnur í'tólf til sextán stundir á degi hverjum. Hún hefir tvo einkaritara, því að hún segist ekki geta til þess ætlazt, að nokkur einkaritari uni því að hafa sama vinnudag og hún. Henni gezt ekki að því að eyða tímanum til ónýtis. Hún hefir franskan ferðafélaga og getur því æfzt í frönsku, þótt hún sé á ferðalagi í bifreið sinni. Hún fær fleiri bréf en nokkur maður annar í heimi. Það myndi taka hana tíu stundir daglega að lesa bréfin, sem henni berast. Pósthúsið sendir henni þau í stórum bögglum. Hún fær ósköpin öll af betlibréfum. Hún er beðin um tíu sinnum stærri fjárupp- hæð árlega en tekjur hennar nema. Mary Pickford er sönn kona — enda hljóta allir að dást að henni og unna henni. Hún er hæversk og hreinskilin og ger- sneydd allri mikilmennskukennd. Hún hefir skýrt mér frá því, að henni lægi það í léttu rúmi, þótt enginn legsteinn sýndi hinzta hvílustað hennar. Það er alkunna, að hún hefir oft haft barnahlutverk með höndum. Orsök þess er sú, að hún þráði að njóta í heimi listar smnar þess yndis æskunnar, sem henni var varnað að hljóta. Ég spurði Mary Pickford þess, hvort það væru ekki til þúsundir stúlkna í Ameríku, sem væru eins fagrar, heillandi og leikhæfni gæddar og kvikmyndaleikkonurnar í Hollywood. — Jú, auðvitað, var svar hennar. — Það er hins vegar mjög tilviljun háð, hverjar fá tækifæri til þess að sýna, hvað í þeim býr. Tilviljun er aðeins annað nafn á því, sem við köllum frægðarsigur. En leikkonurnar í Hollywood kunna að' vera gæddar þeim eiginleikum, sem til þess þarf til að vinna hann. Faðir Marys var starfsmaður á gufuskipi, er var í förum á vötnunum miklu milli Toronto í Kanada og Buffalo í New York- ríki. Hann lézt af slysförum, þegar Mary var fjögurra ára gömul. Hann hét John Smith. Efalaust myndi John Smith gerast undr- andi, ef hann mætti rísa upp úr gröf sinni og komast að raun um það, að hún Gladys hans væri frægasta kona í heimi! Innheimtumenn Tímans um land allt! ViimiSS cftir fremsta mcgui að innhcimtu Tím- ans. — Gjalddaginn var 1. júlí. EVIVIIEIMT V TÍMANS. Stintbantl ísl. samvinnufélatia. BRÉFASKÓLI S. í. S. Islenzk réttritun Bókfærsla I Bókfærsla II Enska Búreikningar Fundarstjórn og fundarreglur Skipulag og starfshættir sam- vinnufélaga. Kj ötsalan í Herðubreið Eins «fí undanfarin Iiaust seljum við nú í sláturtíð úrvals dilkakjöt úr Dölum, af Ströndum og víðar. Auk þcss M»r, Lifnr, Hjörtn, Sviö (aðeíns ósviðín) SPAÐSÖLTIM FYRIR ÞÁ, ER 1>ESS ÓSKA, cf komið cr ineð ílát. ATH.: Slátrun verður lokið eftir 10—13 daga. Frystihúsíð Herðubreíð Fríkirkjuvcgi 7. Sími 3678. Brcgnir vinningar í happdrætti Húsmæðra- skóla Borgarf jarðarhcraðs: 1. Útvarpstæki ................... nr. 24Q7 2. Saumavél ........................ — 309 3. Reiðhjól ........................ — 3961 4. Armbandsúr .......................— 1347 5. Málverk ........................ — 3962 6. Skíði ........................... — 8142 7. Skíðaskór ....................... — 467 . 8. Kaffistell ..................... — 8212 9. Ferðateppi ...................... — 114 10. Farmiði með Laxfoss ..............— 119 10 X 10 kr. vinningar: 7692, 9170, 8443, 3866, 8673, 9194, 9418, 1998, 3369, 1900. Saltkj öt Innan skamrns fáum vér spaðkjöt í mörgum tumiustærðum. Tökum á móti pöntunum í síma 1080 alla virka daga og gcrum ráð fyrir að gcta hafið afgrciðslu kjötsins eftir miðjan okt^ber. Samband ísl. samvinnufélaga. Folksbifreiðin R. 1567 er til sölu I því ástandi, sem hún cr á hif- reiðaverkstæði Páls Stcfánssonar, Hverf- isgötu 103. — Tilhoð í bifreiðina óskast scnd í skrifstofu mína fyrir 6. okt. næstk. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði scm cr, eða hafna þcim ölliim. LÖGREGLSTJÓREVIV I REYKJAVÍK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.