Tíminn - 29.10.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.10.1942, Blaðsíða 3
129. blatS TÍMINN, fimmtudagiim 29. okt. 1942 511 Þau skuldbinda sig ennfremur til að taka fullt tillit hvert til ann- ars í þeim málum er fram kunna að koma, t. d. við kosningu í nefndir, trúnaðarstöður o. a. þ. h. Þau skuldbinda sig ennfremur til að vinna saman að öðrum málum, sem kunna að koma, ef þau koma ekki í bága við sérhagsmuni, stefnu eða starfsemi ein- hvers eða einhverra nefndra félaga. Verði svo, eru þau ekki skuld- bundin til að vinna saman um afgreiðslu þeirra mála samkv. þessu samkomulagi, enda skulu öll slík mál borin undir stjórn viðkom- andi félags, verði því við komið. 2. Ofangreind félög ákveða að leggja fram sameiginlegan fram- boðslista við Stúdentaráðskosningar þær er í hönd fara, er sé þannig skipaður sætum milli félaganna: Félag frjálslyndra stúdenta Félag róttækra stúdenta Félag róttækra stúdenta Félag frjálslyndra stúdenta Alþýðufl.félag háskólastúdenta Alþýðufl.félag háskólastúdenta Félag frjálslyndra stúdenta Félag róttækra stúdenta Alþýðufl.félag háskólastúdenta Félag frjálslyndra stúdenta Félag róttækra stúdenta Alþýðufl.félag háskólastúdenta Félag frjálslyndra stúdenta Félag róttækra stúdenta Alþýðufl.félag háskólastúdenta Félag frjálslyndra stúdenta Félag róttækra stúdenta Alþýðufl.félag háskólastúdenta 3. Samkomulag þetta skal gilda við Stúdentaráðskosningar þær er í hönd fara, starfsemi þessara félaga í Stúdentaráði, sem og starfsemi þessara félaga á almennum stúdentafundum, sem haldnir kunna að verða á ýfirstandandi kennsluári, skv. efni og anda þess. 4. Þrátt fyrir þenna málefnasamning halda félögin áfram að starfa að sínum sérstöku áhugamálum, hvert fyrir sig, eins og þau hafa hingað tii gert. Háskólanum, 17. október 1942 F.h. Fél. frjálslyndra stúdenta, Bergur Sigurbjörnsson, Þorvarður K. Þorsteinsson Einar Ágústsson. F.h. Félags róttækra stúdenta, Sigurhjörtur Pétursson Ólafur S. Björnsson Skúli Thoroddsen. F.h. Alþýðuflokksfélags háskólastúdenta, Gunnar Vagnsson, Helgi Þórarinsson, Kristinn Gunnarsson. Fímmtugur (Framh' af 2. síðu) árum — fjárpestarfaraldur sá, sem nú geysar víða um land. Ég heimsótti hann að vorlagi fyrir skömmu, og voru ær hans þá framgengnar unnvörpum að hrynja niður úr mæðiveiki. Ég hafði orð á því við Guðjón, að það væri þolraun fyrir bónd- ann, að hafa slíka sjón fyrir augunum á þeim tíma, er allt líf ætti að réttu lagi að vera að rísa úr dái. „Ekki er því að neita‘,‘ sagði Guðjón. „En um það tjáir ekki að tala. Það er ekki um annað að gera en „efna í annán bát, og ala upp nýja sauði“. Og þessu spakmæli hefir hann .trúlega fylgt, búið hefir stækkað og efnahagurinn blómgazt, þrátt fyrir alla örðug- leika og stóran barnahóp. Með- an slíkur þróttur og bjartsýni er ríkjandi með íslenzkri bændastétt, er ekki ástæða til að örvænta um framtíð hennar, þótt þungur sé straumurinn í fang hennar á hinum síðustu árum. 'Guðjón er mjög vinsæll með- al sveitunga og kunningja. Hann er drengur hinn bezti, gleðimaður mikill, ágætlega greindur og hagorður vel. Kona hans er Lilja Guðmundsdóttir, af húnvetnskum ættum, hin vænsta dugnaðarkona. Munu vinir hans og sveitung- ar senda honum heillakveðjur og heimsækja hann í dag. Megi sveitin hans njóta krafta hans sem lengst, óðalið verka hans til áframhaldandi umbóta og prýði og hinn stóri barnahópur for- sjár hans og umönnunar. B. Ásg. anna eftir ófriðinn? Það fer vitanlega mjög eftir úrlitunum. Enginn fær um það dæmt, eins og sakir standa, hvort þýzka stjórnarkerfið rnuni nú reynast eins seigt og það reyndist 1918, ef Þjóðverjar tapa stríðinu, eða hvort það muni leysast upp í öngþveiti og stjórnleysi. Það- er líka of snemmt að leiða getum að því, hvort herskarar Stalins muni vinna úrslitaorrustuna eða hvort brezkur og amerísk- ur her kemur þar til skjalanna. En hvað sem öðru líður, er sennilegt að Stalin muni ekki láta sér nægja minni sigurlaun en að rétta við landamæri Rússlands frá 1941. Hann mun geta hugsað sér lítið pólsk ríki, og frjálsa Tékkóslóvakíu hand- an landamæra sinna og Balk- anríki, sem væru háð Rússlandi um utanríkismál, þótt þau hefðu ekki sovétstjórn. Vélahernaður nútímans legg- ur hræðilegt vald í hendur þeim ríkjum, sem ráða yfir miklum námum og stóriðnaði. Akur- yrkju- og kvikfjárlönd Suðaust- ur-Evrópu hljóta að meira eða minna leyti að verða háð Rúss- landi eða Þýzkalandi. Skyldi svo fara, að bæði Þýzkaland og Rússland örmögnuðust í styrj- öldinni, sem ekki er líklegt, gætu smáþjóðirnar gert sér vonir um að endurheimta það frlsi, sem þær fengu eftir síðustu styrj- öld. En allar líkur benda til, að önnur hinna risavöxnu vígvéla, sem nú berjast í Rússlandi, muni ganga með sigur af hólmi. Það gæti farið svo, að Stalin reyndist ekki eins gírugur í landvinninga eða óðfús til að beita ofbeldi til að koma á so- vétstjórn utan Rússlands, og margir kynnu að ætla, sem ótt- ast öldu kommúnismans eftir stríðið. Að vísu gæti hann orðið til neyddur að hefjast handa, ef bylting brytist út í einhverju af löndum þeim, sem Hitler hef- ir undirokað. Hugsast gætu líka óeirðir og örvæntingarólga, sem Stalin væri um megn að ráða við engu síður en Roosevelt og Churchill. Hver hefði trúað því 1917, að Lenin, Hitler og Musso- lini mundu eiga eftirleikinn í stjórnmálum Evrópu að loknu stríðinu? En eins og sakir standa virðist ósennilegt, að Stalin muni leggja kapp á að stofna bolshevíka-heimsveldi. Það er ekkert heldur í fari Stalins, sem bendir til þess, að hann mundi eiga sérlega vel heima í víðtæku þjóðabanda- lagi til þess að halda uppi friði og reglu í heiminum. Og eiri- ræði það í atvinnumálum og fjármálum, sem lengi hefir ver- ið landlægt í Rússlandi, virðist ekki til þess fallið að greiða fyrir frjálsari verzlun eða jafn greiðum aðgangi að hráefnum fyrir alla. Eftir ófriðinn hafa Bretland og Bandaríkin fulla ástæðu til að leitast við að koma á „þolan- legri sambúð“ við Sovétríkin. En svo mikið djúp er staðfest milli hugmyndakerfis og stjórnarhátta Rússlands og Vestur-veldanna, að allar líkur benda til að friðnum verði á næstunni betur borgið með ein- hvers konar landamæraskipun, heldur en með allsherjar ríkja- sambandi, er næði um heim all- an. Jolm A. intter Þetta er saga mannsins, sem var rændur biljón dollurum. Svo bar við í Kaliforníu hinn 24. dag janúarmánaðar 1848, að trésmiður nokkur, John W. Marshall að nafni, vann að því að reisa kornmylnu sunnan megin Ameríkufljóts. Af hendingu tók hann upp gulan stein, sem kominn var frá skógarhæðunum, þar sem nú er borgin Sacramento. Var þetta gull? Hann gat ekkert um það fullyrt. Hann fékk stein þennan konu nokkurri í hend- ur, sem var að sjóða súpu. Hún lét steininn í súpupottinn. Eftir daglanga suðu glitraði málmhluti þess sem auga í tígris- dýri. í dögun morguninn eftir sté John W. Marshall á bak hesti sínum og hraðaði sér fjörutíu mílna leið eftir gilinu til býlis vinnuveitanda síns, Johns A. Sutters. Marshall snaraðist inn í húsið, læsti dyrunum og tók gula málminn upp úr vasa sínum. Sutter starði á þetta stórum augum undrandi mjög. Þetta var gull. Um það varð eigi efazt. Hreinn málmur glitr- andi gulls. Hann langþráði draumur hans hafði rætzt. Hann myndi verða voldugasti og auðugasti maður heimsins. Sutter freistaði þess að halda uppgötvun þessari leyndri. En hann hefði eins getað reynt að dylja skin stjarnanna. Tíðindi þessi hlutu að vekja athygli um heim allan. Áður en dagur var að kvöldi liðinn höfðu allir verkamenn, sem voru í þjónustu Sutters, horfið frá störfum sínum. í villtu æði grófu þeir í jörðu og leituðu gulls. Áður en vika var liðin hafði gullæðið gripið gervalla þjóðina. Býli lögðust í eyði. Allt var á ringulreið. Kýrnar stóðu málþola. Kálfarnir bauluðu árangurslaust eftir mæðrum sínum. Úlfar grönduðu sauðfénu. Menn með haka og skóflur í höndum öfluðu brátt þúsund til fimm þúsund dollara frá afturelding til sólarlags. Aðeins ein skóflustunga olli því, að málmhluti, sem var þúsund dollara virði, lá við fætur þeirra. Þannig öfluðu þeir auðs á svipstundu. Fregnir þessar bárust í skyndi um gervallt landið, og þjóðin var gripin furðulegu æði. Iðnaðarmenn yfirgáfu verkstæði sín, hermenn struku úr hernum, bændur hlupu frá jörðum sínum og kaupmenn lokuðu verzlunum sínum. Gullnemarnir hröðuðu sér á vettvang. Allir lögðu leið sína til gulllandsins handan sólar- lagsins. Vorið 1849 var margt um manninn í Independence í Kansas, sem var yzti útvörður menningarinnar. Æskumenn á vökrum reiðskjótum komu að leita hamingju gullsins. Frá Missourifljóti til snæbreiða Sierra Nevadas gat að líta órofna röð af vögnum, sem hestum og hægfara uxum var beitt fyrir. Grassléttan grænk- aði óðum, enda var vorið setzt að völdum, og glaðværir söngvar bárust frá vagni til vagns. Þúsundir m,anna komu einnig sjóleiðis. Þeir sigldu hvalveiða- skipum sínum og flutningabátum háan byr fyrir Cape Horn. Enda þótt þeir hrepptu fárviðri á Magellansundi, sýktust af hita- sótt, skyrbjúg og kóleru svifu för gullnemanna seglum þöndum. Árið 1849 vörpuðu meira en sjö þúsund skip akkerum á San Franciscoflóa. Ahafnir þeirra yfirgáfu þau þegar í stað og lögðu leið sína til hæðanna. Þetta var lýður, sem þekkti engin önnur lög en lög kutans og byssunnar. Hann hlýddi eigi heldur neinum fyrirmælum öðrum en þeim, sem framfylgt var af vopnavaldi. Auðvitað gerði skríll þessi aðsúg að býli Sutters. Hann tróð frækorn hans undir fótum og stal hveiti hans til þess að geta bakaö sér brauð. Hann reif peningshús hans til þess að geta reist bjálkakofa og slátraði búpeningi hans til þess að geta fram- reitt steik. Hitt var þó öllu furðulegra, að gullnemar þessir leyfðu sér meira að segja að byggja borg á landareign Johns A. Sutters. Hann varð að horfa upp á það aðgerðarlaus að sjá lýð þennan kauna og selja að nýju land hans, eins og hann hefði aldrei haft eign- arrétt á því. Árið 1850 var Kalifornía tekin í ríkjasambandið. Afleiðing þess var sú, að sömu lög giltu nú þar eins og í öðrum ríkjum landsins. Þá hóf Sutter stórfelldustu málaferli, sem sagan kann frá að greina. Hann hélt þvi fram, að borgirnar San Francisco og Sacra- mento væru báðar byggðar á landareign hans og krafðist þess, að íbúar þeirra hefðu sig á braut þaðan með allt sitt hafurtask. Hann krafðist þess, að Kaliforínuríki greiddi sér tuttugu og fimm miljónir dollara fyrir vegi þá, brýr og skurði, sem hann hafðí látið gera, og teknir höfðu verið til afnota almennings. Hann krafðist þess, að ríkisstjórn Bandaríkjanna greiddi ser fimmtíu miljónir dollara í bætur fyrir tjón það, sem hann hafði orðiö fyrir. Hann krafðist þess einnig, að honum yrðu greiddar bætur fyrir gullrán það, er framið hafði verið á landareign hans. Um fjögurra ára skeið sótti hann mál þetta fyrir hverjum réttinum af öðrum. Árið 1855 vann hann loksins sigur. Hæsti- réttur Kaliforníuríkis lýsti því yfir, að borgirnar San Francisco og Sacramento og fjölmargar aðrar borgir og þorp væru byggðar á Jandsvæði hans. Tíöindi þessi settu San Fraricisco og Sacramento á annan end- ann. íbúar þeirra sáu þegar, að það átti að svipta þá heimkynn- um þeirra með tilstilli laganna. Jæja, þeir skyldu sýna fram á það, hvaða aðili væri sterkastur í máli þessu. Miljón manns viti sínu fjær tók sér byssur, axir og blys í hönd og lagði leið sína út á strætin. Æpandi fór múgur þessi rænandi og ruplandi um borgir þessar og bar eld að þeim. Hann kveikti í dómhöllinni, og hún brann til kaldra kola. Hann náði sér í reipi og freistaði þess að hengja dómarann, sem felldi dóm í málinu. Þeir, sem ákafastir voru, stigu á bak hestum-sín- um og héldu til býlis Sutters. Þeir sprengdu íbúðarhús hans og peningshús í loft upp. Þeir brenndu húsgögn hans til ösku. Þeir hjuggu ávaxtatré hans niður. Þeir skutu búpening hans. Þeir jöfnuðu býli hans við jörðu og grönduðu gervöllum eignum hans. Þeir réðu einum syni Sutters bana. Annar sonur hans framdi sjálfsmorð, og hinn þriðji drukknaði, er hann reyndi að komást til Evrópu. John A. Sutter lét bugast undan ofurþunga áfalls þessa og missti vitið. Um tuttugu ára skeið reyndi hann að ná rétti sínum og fá þingið í Washington til þess að veita sér uppreisn. Tötrum klædd- ur, fátækur, aldurhniginn og vitfirrtur maður gekk hann fyrir hvern þingmanninn af öðrum og bað hann ásjár, og börnin á strætunum hlógu að honum og hrópuðu ákvæðisorð á eftir hon- um, er hann gekk framhjá. Vorið 1880 lézt hann einmana maður og yfirgefinn í Washing- ton, fyrirlitinn af þeim, er höfðu auðgazt um miljónir af fjár- munum, sem honum báru. Hann átti ekki dollara í eigu sinni, er andlát hans bar að höndum, þótt hann væri lögmætur eig- andi að mestu auðæfum heimsins. Fimm árum síðar lézt John W. Marshall, trésmiðurinn, sem uppgötvaði fyrstur gullið á landareign Sutters. Hann dó einnig snauður maður og einmana. Aðrir höfðu auðgazt um þúsund miljónir dollara á uppgötvun hans, en sjálfur átti hann ekki fyrir útför sinni, er andlát hans bar að höndum. Samband ísl. samvinnufélatfa. íslenzk réttritun, 7 bréf, kr. 50,00 Bréfin hefir samið magister Sveinbjörn Sigur- jónsson. Þar er fjöldi verkefna fyrir nemendur og stafsetningarreglur allar skýrðar sem bezt má verða. Það er hneisa að rita ekki móðurmálið rétt. BRÉFASKÓLI S. f. S. Sambandshúsinu, Reykjavík. Per§neik gólfteppi í stóru úrvali, fyrirliggjandi. A. EINARSSON & FUNK, Tryggvagötu 28. Kenni að dausa í einkatímum. Simi 4278 og eftir kl. 8, 5982. Slgurður Guðmundsson. Ávallt fyrirliggjandi: Samkvæmís- Síðdegís- Kvöld- Mikið úrval. — Fjölbreytt efni. Dýrleíf Ármann, Saumastofa, Tjarnargötu 10. U eS -o 5" Tll forúðargjafa Kaffi-, Te- og Matarstell o. fl. KrysÉalvörur — Keramikvörur K. EINARSSON & BJ0RNSSON. Bankastræti 11. Útivíst barna. Hér með er athygli vakin á 19. gr. lögreglusamþykktar Reykja- víkur, sem hljóðar svo: „Unglingum innan 16 ára er óheimill aðgangur að almennum knattborðsstofum, dansstöðum og öl- drykkjustofum. Þeim er óheimill aðgangur að almenn- um kaffistofum eftir kl. 20, nema í fylgd með fullorðn- um, sem bera ábyrgð á þeim. Eigendum og umsjónar- mönnum þessara stofnana ber að sjá um, að ungling- ar fái þar ekki aðgang né hafist þar við. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tímabilinu frá 1. október til 1. mai og ekki seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum. Börn frá 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum. Foreldrar og húsbændur barnanna skulu, að viðlögð- um sektum, sjá um að ákvæðum þessum sé framfylgt." Mun lögreglan hafa ríkt eftirlit með, að ákvæði þessi séu haldin og tafarlaust láta þá sæta ábyrgð, sem brjóta gegn þeim. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 27. okt. 1942. Agnar Kofocd-Hansen. Innheimtumenn Tímans uin land allt! Viimið eftir fremsta inegni að iimlicimtu Tim- ans. — Gjalddaginn var 1. júlí. INMDEDITA TÍMAAS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.