Tíminn - 28.11.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.11.1942, Blaðsíða 2
562 TÍMIM, laMgardaginn 28. mév. 1942 142. blað 'gíminn Lauyardafí 28. nóv. Tíllögur flokkanna um stjórnarmyndun Þrír stjórnmálaflokkarnir, Framsóknarflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og Sósíalistaflokkur- inn, hafa nú lagt fram tillögur um þau mál, sem þeir telja brýnustu viðfangsefni Alþingis og væntanlegrar ríkisstjórnar. Tillögur Framsóknarflokksins hafa áður verið birtar hér í blaðinu og gerð grein fyrir þeim. Flokkurinn lét ekki flokks- sjónarmið móta þær fyrst og fremst, heldur reyndi jöfnum höndum að taka tillit til ann- arra flokka. Þess vegna lagði hann líka öll stærri deilumál, sem einkum snerta framtíðina, til hliðar. Sjónarmið flokksins er það, að á þessum alvarlegu tímum beri þjóðinni allri að standa saman um lausn hinna brýnustu vandamála. Hin stóru ágreiningsmál, sem unnt sé að fresta, eigi að geymast til betri tíma, þegar deilur um þau eru ekki eins hættulegar og nú. Þetta hefir jafnan verið sjón- armið Framsóknarflokksins síð- an ófriðarblikuna dró á loft. Þess vegna beitti hann sér fyrir myndun þjóðstjórnar 1939. Þess vegna beitti hann sér gegn stjórnarskrárbröltinu i vor og sumar, þar sem ótímabært deilumál var notað til gundr- ungar og uþplausnar. Hitt er svo annað mál, að fá- ist ekki aðrir flokkar til að fall- ast á þetta stjónarmið Fram- sóknarflokksins, mun hann ekki leggja niður vopnin. Um tillögur Alþýðuflokksins er það að segja, að þær eru mjög keimlíkar ávarpi því, sem hann lagði fram fyrir kosning- arnar og þarf því enginn að undrast þær. Að sumu leyti er þeim þó meira í hóf stillt en kosningaávarpinu. Það sama verður ekki að öllu leyti sagt um tillögur Sósíal- istaflokksins. Þar eru sett fram ýms mál, sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku, er lítt eða ekkert voru rædd í kosninga- baráttunni og kjósendur gátu því eigi dæmt um. Hjá ýmsum kann þetta að vekja þær grun- semdir, að hin byltingarsinn- uðu öfl flokksins hafi smeygt þessum málum inn í samþykkt- irnar til þess að halda flokkn- um frá samstarfi við aðra um- bótaflokka og láta hann dansa áfram hinn ábyrgðarlausa hrunadans upplausnarinnar. Að óreyndu má þó eins vel álykta, að forráðamenn Sósíalista fari hér að líkt og harðir kaupdeilu- menn, sem telja sig hafa betri aðstöðu, ef þeir setja fram nógu háar kröfur í upphafi. Reynsl- an verður að leiða í ljós, hvor þessara skýringa er réttari. Sjálfstæðisflokkurinn hefir enn ekki sett fram neinar til- lögur, enda er það vani flokks- ins að vera jafnan tillagnalaus, en reyna að þvæla og þreyta málin, unz þau eru komin í ó- lestur og ótíma. Ef að vandá lætur, munu fulltrúar hans í þjóðstjórnarnefndinni taka lík- lega undir margar tillögur hinna flokkanna, segjast þó þurfa að fá frest til að bera þetta undir flokksbræður sína og tefja og teygja tímann á þennan hátt. Hinir flokkarnir mega ekki leyfa Sjálfstæðis- flokknum slík vinnubrögð að þessu sinni. Þeir verða að krefja hann um skýra stefnu og skýr svör. Það er þó ekki alveg rétt, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki ymprað á neinu skilyrði fyrir þjóðstjórnarmyndun. Blöð hans hafa talið það bera vott um lítinn samstarfsvilja Fram- sóknarflokksins, að hann skuli ekki hafa þagað um kosninga- hneykslin á Snæfellsnesi og sungið hinum víðfræga forseta- úrskurði Gísla Sveinssonar lof og dýrð. Þögnin um hneykslis- málin virðist þannig skilyrði Sjálfstæðisflokksins fyrir þátt- töku í þjóðstjórn. Þjóðstjórnarnefndin mun nú vera farin að halda fundi dag- lega. Vonandi hraðar hún svo JÓNAS JÓNSSON; »Með sæmd var stríðið háð« Kosningabarátta Bjarna | Bjarnasonar á Snæfellsnesi í ! vor og haust mun lengi verða j í minnum höfð. Það er löng stund síðan nokkur kosning á íslandi hefir vakið jafnmikið umtal og athygli. Engin kosning til Alþingis, sem fram hefir farið síðasta mannsaldur hefir haft jafn djúptæk andleg vakn- ingaráhrif í tilteknu kjördæmi eins og barátta Bjarna Bjarna- sonar á Snæfellsnesi til að út- vega kjördæminu þann þing- mann, sem kjósendur vildu sjálfir hafa sér að trúnaðar- manni. Og af þeim tveim kosn- ingahríðum, sem Bjarni Bjarna- son háði á Snæfellsnesi á síð- astliðnum mánuðum, var hin síðari, þar sem kallað var að hann tapaði leiknum, enn þá merkilegri. n. Síðastliðið vor bar Alþýðu- flokkurinn fram frv. á Alþingi, sem miðaði að því að taka af Framsóknarflokknum sex kjör- dæmi í því skyni einu að lama áhrif bændanna til sveita og sjávar á stjórn landsins og lög- gjafarmálefni. í stað þess að skipta tvímenningskjördæmun- um í landinu, sem hægt var að gera með einföldum lögum, var ákveðið að taka upp nýjung, sem ekki er til í stjórnlögum nokkurrar menningarríkis. Frambjóðandi, sem hefir nær- felt tvö atkvæði móti einu, fell- ur fyrir þeim, sem hefir allt að því helmingi minna fylgi. Al- þýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn beittu sér sameigin- lega fyrir þessari breytingu, sumpart af hagsmunavon, sum- part af afbrýðissemi við Fram- sóknarflokkinn. En svo fara leikar, að Alþýðuflokkurinn minnkaði þingmannatölu sína, miðað við kosningarnar 1937, um fjórða hlut, en Sjálfstæðis- menn stóðu í stað. Sameigin- legur höfuðandstæðingur beggja störfum sínum, að úr því fáist skorið hið allra fyrsta, hvort hægt sé að mynda starfhæfa stjórn allra flokka. Reynist það ókleift, verður að athuga aðra möguleika. Það er stór ósigur þingræðisins og vatn á myllu fasismans, ef elzta þing heims- ins reynist ófært til að mynda trausta og starfhæfa stjórn á einum mestu örlagatímum þjóð- arinnar. Þ. Þ. þessara flokka, kommúnistar, fengu allan gróðann af erfiði keppinauta sinna. Nokkrir af þingmönnum Framsóknarmanna, sem fyrir- sjáanlega átti að brenna inni í kjördæmum sínum með for- dæmalausum undantekningar- lögum, afréðu að verða ekki sóttdauðir á pallstrám heima fyrir, heldur fara í víking og freista að vinna sér ný kjör- dæmi frá einhverjum af feðr- um hinna ranglátu laga. Einn af þeim var Bjarni Bjarnason. Hann hafði átt einn mestan þátt í að skipuleggja Framsókn- arflokkinn í Árnessýslu, eftir klofninginn 1933. Hann hafði ekki einungis skapað sér þar traust fýlgi, heldur verið ó- venjulega athafnasamur full- trúi Árnesinga á Alþingi. Þótti gott til hans að leita í vanda- málum, því að hjá honum fór saman góður vilji, mikil fram- sýni og lægni við að koma mál- inu í framkvæmd. Hann hafði sjálfur látið verkin tala. Hann var á unga aldri skólastjóri í Hafnarfirði. Það hefði verið nóg starf fyrir flesta menn. Hann stýrði hinum stóra skóla með rausn og skörungsskap, og var bæði elskaður og virtur af læri- sveinum sínum. En hann fann ekki í starfinu innan veggja nægilegt viðnám kröftum sín- um. Bjarni keypti eina stærstu sauðfjárjörð sunnan lands, nokkra leið frá Hafnarfirði, girti landið af með 20 km. langri girðingu, kom upp stóru sauð- fjárbúi, byggði á jörðinni fögur og varanleg húsakynni og hafði nýlokið þessu, þegar hann var beðinn að taka við forstöðu stærsta heimavistarskóla á ís- landi. Hann flutti að Laugar- vatni og tók þar við skólastjórn vorið 1929. Ári síðar stýrði hann lögregluliðinu á Þing- vallahátíðinni með mikilli rögg- semi. Pólitískur andstæðingur hans, Magnús Jónsson guð- fræðiprófessor, hafði, að vel yfir lögðu ráði, borið fram þá tillögu, að Bjarni á Laugar- vatni væri beðinn að halda góðu skipulagi á stærstu samkomu, sem nokkurntíma hefir verið háð á íslandi. Verk Bjarna Bjarnasonar á Alþingishátíð- inni lánaðist vel, eins og allar framkvæmdir á þeirri merki- legu þjóðhátíð. III. Bjarni Bjarnason tók við Laugarvatnsskóla undir erfið- um kringumstæðum. Skólahús- ið var byggt, en hvergi nærri fullgert. Miklar deilur stóðu um skólabygginguna milli stærstu þingflokkanna. Það féll í hlut Bjarna að fullgera byggingar þær, sem byrjaö var á, taka stórlán til þess, og til að eign- ast innanstokksmuni og skóla- áhöld. Síðan var það þrautin þyngst að standa straum af þessum lánum, bséði vaxta- greiðslum og afborgunum, og auk þess að koma upp stóru og myndarlegu skólabúi og stærsta sumargistihúsi á íslandi. Liðu svo nokkur ár. Laugarvatn óx og varð meiri og fegurri staður með ári hverju. Bjarni var hinn prýðilegi og áhrifamikli skóla- stjóri, kom upp stærstu skóla- búi, sem til er á íslandi, og ekki starfrækt af ríkinu, og skipu- lagði hina margbreyttu og fjöl- þættu sumarstarfsemi. Auk þess var hann þingmað- ur, hafði með höndum fjöl- þætta framfarabaráttu fyrir héraðið og um margra ára skeið formaður fjárveitinganefndar og góðviljaður ráðunautur um framkvæmdir í öllum héröðum landsins. Þetta var mikið starf, og fáum fært að bera svo mikla byrði. Það var erfitt verk að tryggja starfsfólk við hinn margbreytta rekstur. Skipta stöðugt um fólk í skólahúsinu, vetrarnemendur, námskeiðs- fólk, sumargesti og stóra mann- fundi með fjölmörgum inn- lendum og útlendum gestum. Hvarvetna varð að berjast við fátækt og fjármunalega erfið- leika. Það þarf. stórfé til að hafa nægilegan útbúnað til að taka á móti 150—200 gestum á beimili í sveit. En að þessu leyti var Bjarni líkt settur og land- námsmaður. Honum var fengið í hendur stórt, en ekki fullgert hús, í miklum skuldum, engir húsmunir og enginn bústofn. Bjarni þokaði Laugarvatni á- fram hægum skrefum, með þeim aðferðum, sem eljusamir bændur beita við búskap á ís- landi. Bjarni hefir komið á stórfelldri túnrækt á Laugar- vatni við erfið skilyrði. Naut- gripir á skólabúinu munu nú vera um 40. Hestaeign að sama skapi, en sauðfé færra en vera myndi, ef pestin hefði ekki legið þar í landi á undanförnum ár- um. Kartöfluuppskeran á Laug- arvatni hefir orðið 3—400 tunn- ur síðan Bjarni skólastjóri tók þar við stjórn mála af gróðrar- stöð, sem áður var starfrækt þar undir eftirliti ríkisvaldsins. Bjarni kemur á hverjum degi í peningshúsin og lítur eftir öllu, sem þar fer fram. Það munu vera fáir staðir á íslandi, þar sem er meira hreinlæti beitt við mjólkurframleiðslu heldur en hjá Bjarna Bjarnasyni. Þegar skipti verða á skóla- stjórn á Laugarvatni, verður að skipta verki Bjarna Bjarnason- ar milli margra manna. Enginn annar íslendingur getur fetað í fótspor hans um hið marg- þætta 'starf. Einn maður tekur við stjórn skólans, annar við rekstri gistihússins, þriðji verð- ur bústjóri. Og að líkindum vill enginn þeirra manna bæta á sig að vera auk þess áhrifa- mikiil þjóðmálaleiðtogi og þingmaður. IV. Bjarni Bjarnason flutti inn í þingiö nýtt viðhorf um dreng- skap í skiptum landsmálaflokk- anna. Hann hafði á yngri árum verið mikill íþróttakappi, en þó fyrst og fremst rómaður fyr- ir drenglund sína í allri keppni og baráttu. Voru Þeir Guðm. Kr. Guðmundsson þar mjög samferða, bæði um íþróttaafrek og þann sanna íþróttahug. Fyr- ir slíkum mönnum er ekki aðal- atriðið að sigra í keppninni, heldur að keppa og fylgja til hins ítrasta leikreglum þeim, sem mótazt hafa við forsjón þroskaðra baráttumanna. Á fyrsta þinginu, sem Bjarni sat, var mikill hiti og baráttuhugur í þingmönnum. Áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum höfðu knúið fram einhverja tilgangs- minnstu og lúalegustu réttar- farssókn út af meintum slysa- dauða æðarkollu í Örfirisey. Skipulagningin á sölu landbún- aðarvaranng var harkalegt á- takamál í þinginu. Fram að þeim tíma hafði þótt sjálfsagt, að sá, sem væri minnimáttar um þingfylgi, skyldi fá að kenna á því. Höfðu aðstandendur Tímans fengið að kenna á því oft og einatt, og ekki sízt und- ir hinni þróttlausu og vanburða stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar. Þessi vinnubrögð áttu illa við Bjarna Bjarnason. Hann vildi flytja vinnubrögð hinna drengi- legu átaka inn í Alþingi. Hann átti mikinn þátt í að fjárveit- inganefnd varð sönn fyrir- mynd í þessum efnum. Um margra ára skeið gekk Bjarni Bjarnasolr sem formaður eða framsögumaður fjárveitingar- nefndar milli þingmanna úr öllum kjördæmum til að freista að fjármunum ríkissjóðs væri miðlað réttlátlega milli fram- kvæmda í öllum landshlutum. í stað þess að fjárveitinganefnd hafði að jafnaði áður verið not- uð sem kúgunartæki á minna- hluta þingsins, varð hún ein hin áhrifamesta uppspretta góðrar sambúðar milli þing- manna. Það má marka viðhorf Bjarna Bjarnasonar til and- stæðinga sinna á því, að hann var eitt sinn sem oftar á ferða- lagi til pólitískra fundahalda. Var þá siður, að flokkarnir sendu sínum blöðum í höfuð- staðnum fréttir af frækilegri framgöngu samherjanna og ó- förum andstæðinganna. Bjarni vissi, að ein slík frétt hafði ver- ið borin af fundi, þar sem hann hafði deilt við kunnan Sjálf- stæðismann. Hann þóttist hafa ástæðu til að ætla, að í þessari frásögn kynni að vera hallað máli honum í vil, og gerði sím- leiðis ráðstöfun.til Reykjavíkur, að fréttin yrði ekki birt. V. Þegar auðséð var á Alþingi í vor, að sæti hans sem þing- manns Árnesinga yrði með ranglátri löggjöf afhent tap- frambjóðanda úr öðrum flokki, lýsti hann yfir þeirri ætlun sinni að fara vestur á Snæfells- nes og berjast þar fyrir málstað Framsóknarmanna. Vinum hans þótti þetta sanna þrek hans og manndóm, en álitu jafn ómögu- legt, að sigra Sjálfstæðismenn í kjördæminu eins og að veita Þjórsá frá Þykkvabænum og upp til jökla. Sjálfstæðisflokk- urinn hafði um langt skeið haft mjög sterkan meirahluta í kjör- dæminu. Bjarni fór vestur áður en grös fóru að gróa, fékk sér hestfylgd eftir því sem til vannst og heimsótti á hálfum mánuði nálega öll býli í sveit í kjördæminu, og í kauptúnum eftir því sem tími vannst til. Hann kom jafnt til rammra Sjálfstæðismanna eins og sinna eigin flokksmanna. Hann bað sér ekki liðs, en sagði ýmsum andstæðingum, að hann bygg- ist við að ná kosningu og verða þeirra fulltrúi um mörg vanda- mál. Bjarna var alls staðar vel tekið. Mönnum féll maðurinn vel. Hann var hinn mannvæn- legasti í sjón og framkomu, kunni skil á öllum atvinnuhátt- um og viðfangsefnum þjóðar- innar. Honum var óvenjulega létt um að fá yfirsýn um fram- tíðarskilyrði héraðsins. Snæ- fellsnes er einhver hin feg- ursta byggð landsins. En hún var lengur en flest önnur hér- öð útsogin fjárhagslega af danskri einokun og dansk-ís- lenzkum eftirlegukindum ein- okunarinnar. Mátti kalla, að þar væri engin framsókn haf- in að því er snerti umbætur á kjörum fólksins, fyr -en kaup- félögin breyttu verzlunarhátt- um eftir 1920, og Framsóknar- flokkurinn hóf stórfelldar sam- göngubætur í sýslunni. Það er skemmst af því að (Framh. á 4. síOu) Jón Eypórsson; A fömniii vejii •Heima og erlendis er óvenjulega viðburðaríkt um þessar mund- ir. Er stríðsgæfan loks að snúast fyrir alvöru? Eru síðustu við- burðir í Afríku og Rússlandi upphafið að endalokum ófriðarins? Hvað gerist í þinginu? Tekst að mynda starfhæfa ríkisstjórn? Eða glötum við því frelsi, sem við höfum, í stað þess að öðlast fullt sjálfstæði? Þannig spyrja menn á förn- um vegi, skrafa og skeggræða. Flestir munu nú trúa fuilkom- lega á sigur Bandamanna í þessu stríði, hitt er vafið reyk, hvenær sú stund renni upp. Og ennþá meiri óvissa ríkir um það, hvernig takast meg: að koma á sæmilegum friði milli þjóða og innbyrðis i þjóðfélög- unum, þótt vopnaskipti hætti milli Bandamanna og möndul- veldanna. Enginn þarf að ætla, að þjóðir þær, sem árum saman hafa verið kúgaðar og sveltar undir erlendri harðstjórn, geti komið sínu þjóðlifi í réttar skorður á svipstundu, þótt þær verði leystar undan okinu. í öllum þessum löndum eru stærri eða minni nópar manna, sem hafa gengið hinmn erlendu kúgurum á hönd og gerzt böðl- ar þeirra gegn löndum sinum. Þar, sem þessir menn eru til- tölulega fáir, verður þeim að- eins refsað. En þar, sem þeir eru mjög fjölmennir, svo sem í Frgkklandi, er hætt við blóðug- um átökum innan lands. ] Sú hætta er yfirleitt geysilega ■ mikil og vex með degi hverjum, • að margar smáþjóðir Evrópu ■ verði lamaðar um langan tíma ! eftir harðrétti það og hörm- ! ungar, sem þær hafa mátt þola. j Nýlega fiuttu blöðin þá fregn ! eftir góðum heimildum, að Sví- j ar lifðu við matarskammt, sem aðeins nægði til þess að halda fullu þreki, en Norðmenn yrðu að búa við helmingi minni mat- arskammt. Þegar svo er komið, hljóta menn að bíða milli vonar og ótta um, að sú hjálp, sem er í vændum, komi of seint. Næstu dagar og næstu vikur hljóta að verða örlagaríkir tím- ar. Bandamenn eru nú í sókn á öllum víglínum í fyrsta skipti í þessum ófriði. í Afríku sækja þeir að möndulherjunum vest- an frá Algier og austan frá Lý- bíu. í Rússlandi hopa Þjóðverj- ar fyrir þunga rauða hersins. Við Salomonseyjar og á Nýju- Guineu þjarma Bandaríkja- menn að Jöpunum. Næstu dagar munu leiða í ljós, hvort þessi sókn heldur á- fram eða Þjóðverjar fá rönd við reist og baráttan snýst upp í kyrrstöðu- og umsáturshernað. Hingað til hafa möndulveldin ekki þurft að berjast nema á eina hönd. Nú verða þeir að verja Suður-Frakkland og ít- alíu, auk þess sem innrás vofir yfir í norðlægari löndum. Þetta hlýtur að reyna meira á krafta þeirra en gert hefir hingað til. Þrátt fyrir hin sögulegu stór- tíðindi, sem nú eru að gerast í heiminum, mun óhætt að full- yrða, að ekkert mál sé rætt af meiri áhuga og kappi vor á með- al en væntanleg ríkisstjórn ís- lands. Átta manna nefnd hafði sezt á rökstóla, að tilmælum ríkisstjóra, nokkrum dögum áð- ur en Alþingi var kvatt saman. Þetta hefir engan sýnilegan ár- angur borið, en til þess liggja eðlilegar orsakir. Alþýðusamb. íslands setti sitt ársþing jafn- snemma Alþingi, og að því loknu héldu Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn flokks- þing sín. Framsóknarflokkurinn hefir einnig rætt stjórnmálavið- horfið ítarlega um sama leyti. Á miðvikudaginn var birtu þess- ir þrír flokkar yfirlýsingar um meginstefnu þá, er þeir vildu leggja til grundvallar í aðal- málum þjóðarinnar á þessu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokk- urinn hefir enga slíka starfsr- eða stefnuskrá birt. Sósíalista- flokkurinn talar aðallega um sína stefnuskrá sem skilyrði fyrir þátttöku flokksins í ríkis- stjórn. Það fylgir ekki beint með, að þetta séu ófrávíkjanleg skilyrði, enda má öllum vera ljóst, að hver sá flokkur, sem gerir öll atriði í stefnuskrá sinni að ófrávíkjanlegum skil- yrðum fyrir samkomulagi vill í raun og veru ekki samkomulag. Hann kemur þá fram sem ein- ræðisflokkur, sem áskilur sér öllu að ráða, líkt og algerður sigurvegari, í hernaði. Er vit- anlega þýðingarlaust að tala um samninga, samkomulag og sam- starf, ef slík vinnubrögð eru við höfð. Það er sama sem að segja: Ég vil vera yðar -drottinn, ef þér viljið vera mínir þegnar. Engum flokki, sem er vanur að starfa eða vill starfa á lýðræðis- grundvelli, dettur í hug að sýna slíkan hnefa um leið og hann sezt við samningaborð. Eitt skilyrði sósíalista er á þá leið, að væntanleg ríkisstjórn skuldbindi sig til að rjúfa þing og stofna til nýrra kosninga, ef ágreiningur verði, sem leiði til samvinnuslita. Væri þessi regla tekin upp, er hætt við að kosningar gætu orð- ið nokkuð tíðar og á hvaða árs- tíma, sem verða vildi. Sumir flokkar munu álíta það ; vænlegra til kjörfylgis að standa utan við stjórnarsamvinnu og vera í andstöðu. En þess er að gæta, að menn eru kosnir á þing til að stjórna málefnum þjóðarinnar eftir beztu getu, en ekki til að stuðla að eða við- halda stjórnleysi. Þeir, sem skorast undan heiðarlegu sam- starfi og ábyrgð, sem því fylgir, verða ekki annað en lík í lest- inni, sem þjóðarskútan siglir illu heilli með. En það ber að leggja áherzlu á, að samstarfið sé heiðarlegt, ekki aðeins á pappírnum, held- ur og í verki. Flokkar eða menn, sem leika þann leik að þvælast fyrir nauðsynlegum fram- kvæmdum, leggjast á málefni, og tefja úrlausnir, svíkja jafn- vel gefin loforð, — þeir eru skaðlegasta meinsemdin í öllu samstarfi um þjóðmál. Hvað sem öðru líður, er það krafa borgaranna í landinu, að átta-manna-nefndin fari að komast að niðurstöðu um það, hvort möguleikar séu fyrir sam- stjórn allra þingflokka eða ekki, og verði þá jafnskjótt annarra úrræða leitað til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. í bæjarblöðunum hefir tals- vert verið rætt um listamanna- þingið þessa viku, en öllu minna á förnum vegi, enda ærin stór- tíðindi til að skyggja á það. Mál- verkasýningin í Oddfellowhús- inu er lítilfjörleg, enda komst ríkisstjóri réttilega að orði í á- varpi sínu, er hann sagði, að hún væri aðeins opnuð. Húsa- kynnin eru þarna allt of lítil. Þar vantar og málverk nokk- urra málara, sem sagt er að hafi skorizt úr leik. Kjarval á eina mynd á sýningunni, og virðist #hún sérstaklega máluð fyrir sýninguna. — Annars er verið að reisa stór- an skála fyrir málverkasýningu, og má vænta meiri og fjölþætt-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.