Tíminn - 03.12.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.12.1942, Blaðsíða 4
572 TÍMEYN, fliiimtiulagiim 3. des. 1942 144. blafí t R BÆNUM Hátíðahöld stúdenta. Stúdentar efndu að vanda tll há- tíðahalda fullveldlsdagsins. Hófust þau með því að þeir söfnuðust saman við háskólann og gengu þaðan fylktu liði að Alþingishúsinu. Magnús Jónsson, stud. jur„ flutti ræðu af svölum þing- hússins. — Síðar um daginn voru skemmtisamkomur í hátíðasal háskól- ans og Tjamarbíó. — Hóf stúdenta að Hótel Borg hófst klukkan hálf átta og stóð til morguns. Ásberg Sigurðsson, formaður stúdentaráðs, stjórnaði hóf- inu, en ræður fluttu Gunnar Thor- oddsen, Gunnar Gunnarsson, Gísli Sveinsson og Guðmundur Finnboga- son. Sveinn Bjömsson ríkisstjóri flutti ávarp og las heillaskeyti til íslenzku þjóðarinnar frá Roosevelt Bandaríkja- forseta. — Ríkisútvarpið útvarpaði sérstaklega dagskrá í tilefnl dagsins. Muttu ræður Ólafur Jóhannesson lög- fræðingur, Sigurður Nordal prófessor, Bjöm Þórðarson lögmaður og Jóhann Hafstein lögfræðingur. Guðmundur Jónsson söng einsöng. Davíð Stefáns- son flutti kafla úr hátíðaljóði sínu ár- ið 1930 (talplata). Minningarathöfn um sjómennina, er fórust með tog- aranum Jóni Ólafssyni, fór fram I dómkirkjunni í gær. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Unnur Kolbeinsdóttir kennari og Sigurður Ólason lögfræðingur. Snorri Sturluson og goðafræðin, heitir ný bók eftir Vilhjálm Þ. Gísla- son skólastjóra. Hefir ísafoldarprent- smiðja annazt útgáfrma og vandað mjög til hennar. Er bókin prýdd fjölda mynda úr erlendum útgáfum úr Gylfa- ginning, sem fáir munu hafa séð hér á landi. Mun þetta vera aðaljólabók ísa- foldar að þessu sinni. Hjónaband. 1. des. vom gefin saman í hjónaband af sr. Jóni Thoroddsen ungfrú Ingunn Eiríksdóttir Kampholti og Þorsteinn Guðmundsson, Sigtúnum. Húsmæðraskóla Reykjavíkur hefir nýlega borizt mjög rausnar- leg gjöf. Frú Hólmfríður Gísladóttir forstöðukona, Þingholtsstræti 28, hefir arfleitt skólann að húseign sinni Þing- holtsstræti 28, ásamt. lóð hússins. — Er þetta mjög verðmæt eifn. Þá hefir frú Hólmfríður ennfremur gefið Hús- mæðraskólanum mjög verðmikinn, gamlan og vandaðan borðbúnað ásamt ýmsum öðrum munum. Annír fjármálaráðh. Bandaríkjanna Morgenthau fjármálaráð- herra Bandaríkjanna hefir erf- itt starf og óvinsælt. Hann verð- ur að útvega nægilegt fé til styrjaldarrekstursins. Hann verður að leggja á margfalt hærri skatta en nokkur fyrir- rennari hans hefir gert. Morgenthau er af þýzkum ættum. Faðir hans var fæddur í Þýzkalandi, flutti ungur vest- ur, gerðist þar velmetinn lög- fræðingur og síðar sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi. Morgenthau hafði upphaflega ætlað sér að verða bygginga- fræðingur, en breytti um stefnu og gekk á landbúnaðarskóla. Að því námi loknu keypti hann all- miklar jarðeignir, gerðist stór- bóndi á ameríska vísu og gaf út búnaðarblað. Mogenthau hefir lengi verið kunnugur Roosvelt. Þegar Roosevelt varð forseti, leitaði hann strax aðstoðar Morgen- thau og setti hann yfir stofn- un þá, er sá um lánveitingar til bænda. Þar reyndist hann svo, að Roosevelt tilnefndi hann fjármálaráðherra 1934 og þeirri stöðu hefir hann gegnt síðan. Morgenthau er lítið gefinn fyrir ræðuhöld og blaðaviðtöl. Honum þykir bezt að vinna í kyrþey. Frá Barna- verndarneind Vegna alvarlegra ástæðna vill barnaverndarnefnd Reykjavík- ur vekja athygli almennings á því, að hún hafi samþykkt eft- irfarandi: „Með tilvísun til 8. gr. bráða- birgðalaga um eftirlit með ung- mennum o. fl. frá 9. des 1941, leyfir barnaverndarnefnd Reykjavíkur sér að leggja til við ríkisstjórnina, að notuð verði heimild í nefndri laga- grein til að banna alla verk- smiðjuvinnu barna á skóla- skyldualdri, og alla næturvinnu unglinga 16 ára og yngri frá kl. 10 síðdegis til kl, 7 árdegis. Ennfremur leggur nefndin til, Skípun míllípinga- nefndar í sjávarút- vegsmálum (Framh. af 1. síðu) vátryggingarfélög fyrir vélbáta og Samábyrgð íslands á fiski- skipum. Útgerðarmenn munu hafa ýmsar tillögur um endur- bætur á þeirri löggjöf, og líka óarf að athuga möguleika til innlendrar tryggingar allra fiskiskipa, stærri og smærri. Á undanförnum árum hafa verið til meðferðar á þingi til- lögur um jöfnunarsjóð afla- hluta, í þeim tilgangi að tryggja fiskimönnum viðunandi hlut, óegar illa árar. Það mál var fyr- ir nokkru falið ríkisstjórninni til undirbúnings, en sá undir- búningur hefir enn eigi fram farið, og athugun þess máls ætti dví að vera eitt af verkefnum nefndarinnar. Endurnýjun fiskiflotans er eitt af stærstu viðfangsefnum næstu ára, og þarf að athuga, á hvern hátt ríkið á að styðja það. Smíði báta og smærri skipa, svo og skipaviðgerðir, hafa farið mjög í vöxt hér á landi í seinni tíð. En stefna þarf að því, að.a. m. k. smíði allra fiskiskipa og allar skipaviðgerð- ir geti farið fram hér á landi. Er þá mikilsvert, að útbúnaður allur, aðstaða og tæki sé sem. fullkomnast og eigi lakara en gerist í öðrum löndum, svo að íslendingar geti orðið sam- keppnisfærir við aðra á þessu sviði. Þarf að taka til athugun- ar, hvernig bezt megi stuðla að því af hálfu hins opinbera, að svo megi verða. í þessu sam- bandi verður að minna á það, sem er mörgum útvegsmönnum áhyggjuefni, að innflutningur véla til fiskiskipa er nú eftirlits- laus, og vélategundirnar, sem inn eru fluttar, fleiri og mis- jafnari að gæðum en heppilegt er. Fyrir nokkrum árum komu fram á Alþingi tillögur um rík- iseinkasölu á mótorvélum, í því skyni að bæta úr nefndum á- göllum, og einnig er nokkur á- hugi fyrir því að hefja smíði mótorvéla hér á landi. Er til þess ætlazt, að nefndin taki þessi mál til athugunar. Eins og kupnugt er, leitar talsverður hluti vélbátaflotans á sumum tímum árs frá heima- höfnum sínum til annarra ver- stöðva, og mun þetta fremur fara vaxandi. Til þess að slíkar ferðir beri æskilegan árangur, þarf að vinna að því að bæta aðstöðu bátanna í þeim ver- stöðvum, sem hér koma helzt til greina. Þarf að athuga, hvern þátt ríkið á að eiga í nauðsyn- legum framkvæmdum á slíkum stöðum og hverjar verstöðvar eru hentugastar með þetta fyrir augum. Komið gæti til mála, að hið opinbera þyrfti að tryggja sér lönd á þessum stöðum, til að koma í veg fyrir óþarfa verð- hækkun þeirra. Sjálfsagt virðist, að nefndin njóti við störf sín aðstoðar Fiskifélags íslands. Til þess/er ætlazt, að nefndin hraði störf- um svo sem unnt er, og er þess vænzt, að hún geti skilað áliti, a. m. k. um einstaka þætti þess- ara mála, svo tímanlega, að næsta Alþingi geti tekið það til meðferðar. l íviirp frá U. S. A. (Framh. af 1, síSu) og ég' ímynda mér að þetta sé gert sem svar við hinni þýzku grimmd, sem lét vopnum eyði- leggingarinnar rigna jafnt yfir konur, börn og hermenn. Mér er gleðiefni að aðrir háskólar hafa komið á eftir og heitið námsstyrkjum. Ef til vill verð ég svo heppin að kynnast nokkr- um stúdentanna, sem sækja amerísku háskólana og ég hlakka til þess, ef við verðum í Washington, þegar þeir koma þangað. Af því að svo margir af amerísku hermönnunum okkar búa nú á íslandi, finnst mér að sambandið milli okkar hljóti að verða nánara. Og ég óska ís- lenzku þjóðinni, að hún megi lengi lifa hinu frjálsa lífi sínu og njóta frelsis og sjálfstjórnar að eilífu.“ að öll vinna á veitingastöðum fyrir börn og unglinga 16 ára og yngri verði bönnuð með öllu.“ Tilkynning Dómnefnd í verðlagsmálum hefir ákveðið hámarksverð á eftirtöldum vörum: Haframjöl .... kr. 105.70 pr. 100 kg. kr. 1.37 pr. Hveiti — 73.80 — — kg. — 0.96 — Rúgmjöl — 66.00 — — 0.86 — Molasykur — 150.00 — — 1.95 — Strásykur — 131.00 — — 1.70 — GAMLA BÍÓ- Æska Edisons (Young Tom Edison). Aðalhlutv. leikur: MICKEY ROONEY. Sýnd kl. 7 og 9. Kl. 3V2—6V2: i„FÁLKINN“ Á VEIÐUM. með George Sonders. Börn fá ekki aðgang. -------NÝJA BÍÓ---—--- Ævintýri á fjöllum (Sun Valley Serenade). Aðalhlutverk: SONJA HENIN, JOHN PAYNE, GLENN MILLER og hljómsveit hans. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Álagning á vörur þessar 'má þó aldrei vera hærri en 8.5% í heildsölu og 30% í smásölu. Reykjavík, 2. des. 1942. Dómneind í verðlagsmálum Satin-undiriöt NÁTTFÖT, SHIPAUTCERÐ i n i‘^r:n S AMFESTIN G AR, UNDIRSETT * Eldborg Vörumóttaka til Sauð- árkróks og Hofsós fyr- Ir hádegi I dag, meðan rám leyfir. Á vfðavangi. (Framh. af 1, síðu) ANDLEGT FRELSI — ANDLEGT HEILBRIGÐI! Allmargir listamenn hafa gengið kröfugöngur til Reykja- víkur að undanförnu til að heimta andlegt frelsi sér til handa. Almenningi er ekki fyllilega ljóst, í hverju hin and- lega frelsisskerðing er fólgin, énda getur hún átt rót sína að rekja til innri sem ytri orsaka. Einn hinna listrænu kröfu- göngumanna er Gunnar Bene- diktsson, fyrrum klerkur í Saur- bæ. Úr ræðustóli í hátíðasal Háskóla íslands lét hann orð liggja að því, að prestar þessa lands væru mannhundar og asnar. Nú hlýtur sú spurning að vakna, hvort listamaður, sem þannig talar í virðulegustu menntastofnun landsins, skorti ekki fremur andlegt heilbrigði en andlegt frelsi. Rithöfundar og aðrir lista- menn á landi hér hafa ótak- markað frelsi til að tala, skrifa og mála alveg eins og þeim gott þýkir. Þetta er svo augljóst og við- urkennt, að um slíkt er fánýtt að eyða orðum. Hitt er öllu ó- ljósara, hvort fyrsta skilyrðið fyrir andlegu frelsi sé ekki ein- mitt andlegt heilbrigði. Enginn, sem þjáist af hatursfullu of- stæki, ofsóknarhræðslu og sjálfsdýrkun getur verið and- lega frjáls. Hann er sjálfs sín bandingi. FREYMÓÐUR SÝNIR MÁLVERK — OG SELUR. í vikunni sem leið sýndi Frey- móður Jóhannsson málverk sín í búðarglugga Haraldar Árna- sonar. Freymóður mun ekki hafa átt kost á að hengja neitt af málverkum sínum upp á sýningu listamannaþingsins í Oddfellow. Af 26 málverkum, sem Freymóður lét í gluggann, seldust 22. Það er einkenni Frey- móðs, að hann leitast við að mála landslag í sterkustu og fegurstu sólskinslitum. En hon- um hættir við að setja á mynd- ir sínar ýmislegt, sem hann veit um, en varla sér í fjarska, nema í kíki. Hann virðist og lítt kunna sér hóf með sólskinslit- ina. Hann þarf að aga sjálfan sig meira en- hann gerir, og mætti að vísu segja slíkt um fleiri málara okkar. Freymóður má ekki ofmetnast af því, eða láta það villa sér sýn, þótt hann seldi 22 málverk á sama tíma OG STAKIR KJÓLAR. V e r z 1 u n H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035 ÍSLANDSKORTIÐ. J>eir menn, bóksalar og aðrir, víðs vegar um land, sem pant- að hafa íslandskortið, en ekki fengið það, eru beðnir að hafa biðlund enn um hríð. Það, sem kom í haust, seldist upp á fáum dögum, en meira kemur jafn- skjótt og unnt verður að prenta og þarinig verður það framveg- is. Því, sem kemur, verður reynt að skipta sem sanngjarnlegast, og að lokum fær vonandi hver og einn það, er hann hefir beðið um. Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar SPIL ÁRNI JÓNSSON Hafnarstræti 5. Sími 5805. og 3 málverk seldust á sýriingu listamannaþingsins. Sennilega telur hið góðkunna tímarit, Helgafell, að Haraldur Árnason hafi verið „að'sletta sér fram í menninguna“ með því að lána Freymóði sýningarglugga, eins og það komst að orði um KEA, vegna málverkasýningar- innar í Gefjunarglugganum í fyrra vor. Satnband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Afgreiðsla SAMVINNUNNAR er í Sambandshúsinu, 3ju hæð. Hreinlætisvörnr frá SJðM rnæla með sér sjálfar — Þær munu spara yð- ur mikið ómak vlð hreingerningamar O P A L RÆSTIDUFT ystalsápn Allt frá Njofn „ .. • A nMm Hafið það hugfast, að und- ivenniu uurnunum irstaða góðs heilbrlgðls eru sterkar, fallegar tennur. að bursta vel tenn- Þess vegna er nauðsymegt, að börnin byrji sneinma að r hirða tennur sínar, en til ur sinar þess þurfa þau að hreinsa þær vel og vandlega á hverj- um degi, án þess þó að skemma eða rispa glerung- inn. Þetta gera þau bezt með því aö nota SJAFNAR TANN- KREM, sem hefir alla þá kosti, sem tannkrem þarf að hafa. Það hindrar skaðlega sýru- myndun, rispar ekki, en hreinsar og hefir hressandi gott bragð. — Notið SJAFIVAR tannbrem Sápuverksmíðjan S j 8 í n Akureyrí.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.