Tíminn - 10.12.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.12.1942, Blaðsíða 2
582 TfME\l\, fimmtuilagiiui 10. dcs. 1942 147. blað ^íminn Fimmtudag 10. des. Stjórnarþófíð Ríkisstjóri hefir nú ákveðiö, að átta manna nefndin, sem átti að athuga möguleika fyrir myndun þjóðstjórnar, skuli hætta störfum. Jafnframt hef- ir hann lýst yfir þvi, að hann muni athuga aðra möguleika til stj órnarmyndunar. Sú ákvörðun rikisstjóra, að láta átta manna nefndina hætta störfum, mun ekki byggð á því, að fullreynt væri, aö myndun þjóðstjórnar væri úti- lokuð. Það hafði ekki verið gengið það ítarlega frá neinu máli í nefndinni, að segja megi, að samkomulag um það væri úr sögunni. En hitt hafði starf nefndarinnar leitt í ljós, að sjónarmið flokkanna voru það mismunandi, að samningar um málefnagrundvöll fyrir þjóð- stjórn myndu hafa tekið mjög langan tíma. Þess vegna ákvað ríkisstjóri að reyna aðrar leið- ir til stjórnarmyndunar, er kynnu að reynast fljótfarnari. Er gott eitt um þá ákvörðun ríkisstjóra að segja, þar sem skylda hans er að beitast fyrir myndun þinglegrar stjórnar, eins fljótt og auðið er. Sjálfstæðisflokkurinn átti meginsök á því, hversu mikið þóf var í átta manna nefndinni. Hann varaðíst að gefa ákveðin svör. Öll svör hans um skatta- málin voru teygjanleg og loðin. Sama var að segja um afstöðu hans í verzlunarmálunum. Só- síalistar komu einnig með ýms mál, sem ekki snertu stærstu viðfangsefni líðandi tíma. Það var þó afsakanlegra, því að semja verður um meira en dæg- urmálin, ef mynda á starfhæfa stjórn, sem á að lifa lengur en fram á útmánuði. En vitanlega hlaut slíkt að valda því, að samningatilraunirnar yrðu langdrægari en ella. Eins og málum var komið, — þ. e. að samningar um ágreinings- málin milli flokkanna yrðu langdrægir, hvort sem þeir störfuðu allir eða færri saman, — þá virtist sú hugmynd heil- brigð og eðlileg, að mynduð yrði með aðstoð ríkisstjóra ó- pólitísk bráðabirgðastjórn, er starfaði meðan samningaum- leitanir flokkanna færu fram og framkvæmdi strax þau mál, er þingið gæti komið sér saman um. Þingið myndi vel geta falið slíkri stjórn framkvæmd þess- ara mála, þótt það láti þau eigi í hendur þeirrar illræmdu flokksstjórnar, sem nú fer með völdin. Það er vitanlega regin fjar- stæða, að slík stjórn hefði brot- ið i bága við þingræðið. í fyrsta lagi hefði Jmn komizt á lagg- irnar fyrir beinan tilverknað þingræðisins, þ. e. flokkarnir hefðu beint óskum til ríkisstjóra um tilnefningu hennar. í öðru lagi hefði hún strax lagt nið- ur völd, ef meirihluti þings hefði óskað þess, og þannig átt líf sitt undir velvilja og stuðningi þingræðisins. Þessi stjórn hefði heldur ekki táknað neina uppgj'öf þingræð- isins. Það hefði aðeins óskað eftir henni sem heppilegri bráðabirgðaráðstöfun, er skap- aði vopnahlé milli flokkanna meðan þeir væru að semja um málin. Það er ekki vonlegt, að ^amn- ingar flokkanna gangi vel með- an einn flokkur hefir völdin og beitir þeim einhliða í flokks- þágu. Slíkt veldur því, að sá flokkur vill enga breytingu og torveldar allt samkomulag, en hinir flokkarnir þurfa að eiga í stöðugum illdeilum við hann um stjórnarframkvæmdir og bætir það ekki samkomulags- möguleikana. Samkomulags- möguleikarnir virðast bézt tryggðir með því, áð ríkjandi sé vopnahlé ópólitískrar eða lítt pólitískrar stjórnar meðan ver- ið er enn að semja. Frá flokkslegu sjónarmiði er það vel skiljanlegt, að Sjálf- stæðisflokkurinn kýs heldur að láta stjórn Ólafs Thors hanga áfram en að styðja ópólitíska bráðabirgðastjórn. En hitt er ekki skiljanlegt, að Alþýðu- NOKKUR ÞINGMÁL: Dýpkunarskip ríkísíns - Skógræktarstöð í Dalasýslu Tíminn hefir áður getið nokkurra þingmála, sem flutt eru af Framsóknarmönnum. Má þar nefna tillögu um skipun milliþinganefndar í sjávarútvegsmálum, um inn- ílutning fóðurbætis og rannsókn á úthlutun síldar- mjöls í haust, og frumvarp það, sem Sigurður Þórðar- son flytur, ásamt Finni Jónssyni, um endurreisn bif- reiðaeinkasölunnar. Vegna missagnar í seinasta blaði, skal þess getið, að Sigurður Þórðarson er fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins. — Hér getur enn nokkurra þingmála, er Framsóknarmenn flytja: Sveinbjörn Högnason og Helgi Jónasson flytja- í sameinuðu þingi svohljóðandi þingsálykt- unartillögu um flutningastyrk til hafnleysishéraða landsins: „Sameinað Alþingi ályktar, að greiða skuli á þessu ári 200 þús. kr. í styrk úr ríkissjóði á land- flutninga til hafnleysishéraða landsins. . Styrk þennan skal greiða á vöru- og afurðaflutninga á vegalengdum, sem eru yfir 80 km. frá innflutnings- og út- flutningshöfn, sölu- eða vinnu- stað.og fer upphæðin eftir vega- lengd og vörumagni í hverju einstöku tilfelli. Nánari ákvæði um úthlutun styrks þessa skulu sett með reglugei’ð, er samin sé af full- trúum kaupfélaga og verzlana í viðkomandi héruðum, og skal hún staðfest af ráðuneytinu.“ í greinargerðinni segir:_ „Þingsályktunartillaga þessi var einnig flutt á sumarþing- inu, en fékk þá ekki afgreiðslu. Fylgdi henni þá svohljóðandi greinargerð: „Flutningskostnaður með bif- reiðum, þar sem um langár vegalengdir er að ræða, er að veröa einn tilfinnanlegasti út- gjaldaliður bænda. Allur til- kostnaður við rekstur bifreiða hefir hækkað svo gífurlega, að annað kemst þar vart í nokkurn flokkurinn skuli með því að koma í*veg fyrir slíka stjórnar- myndun raunverulega gerast stuðningsflokkur ríkisstjórn- ar Ólafs Thors. Ríkisstjóri mun nú vafalaust fara þá leið að fela stærsta flokknum að mynda stjórn. Það er sú eina þingræðislega rétta leið. Geti sá flokkur það ekki, mun ríkisstjóri að sjálfsögðu reyna aðrar leiðir. Þ. Þ. 'samjöfnuð. Leiðir það af sjálfu sér, að þau héröð, sem þessi kostnaður kemur þyngst niður á, sem sé hafnleysishéröðin, verða vart samkeppnisfær við aðra landshluta um framleiðslu og lífskjör. Hins vegar ber á það að líta, að hið opinbera leggur árlega fram stórar upphæðir til að létta undir með öðrum hér- öðum um flutninga þeirra og aðdrætti, svo sem í margvís- legum hafnar- og lendingarbót- um, styrkjum til strandferða og flóabáta, sem stöðugt er verið að hækka, og með öðrum fram- kvæmdum, sem styrkja flutn- inga á sjó beint og óbeint. Þau héröð, sem þessa verða aðnjót- andi, hafa ekki hingað til gert minni kröfur um fjárframlög til vega- og samgöngubóta á landi hjá sér en hin, sem við hafnleysið búa, og verður því ekki annað séð, en að hér sé um jafnréttiskröfu að ræða, sem ekki snertir minna lífsafkomu einstaklinganna en mörg önn- ur svokölluð „réttlætismál“, sem hæst er talað um nú á tím- um. Upphæð sú, sem hér er farið fram á að veitt verði á þessu ári, mun sízt of há, miðað við þá aðstoð, sem öðrum er veitt í þessu efni, þótt ekki hafi unn- izt tími til að reikna það ná- kvæmlega, en áður en fjárlög eru samin fyrir næsta ár, ætti að mega gera sér þess nokkurn veginn nákvæma grein, hvað hæfilegt er, svo að jafnréttis- aðstaða náist.“ Gísli Guðmundsson og Skúli Guðmundsson flytja í neðri deild svohljóðandi tillögu til þingsályktunar um dýpkunar- skip ríkisins: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að at- huga möguleika á því, að ríkið eignist dýpkunarskip og önnur dýpkunartæki, er flytja megi ( milli hafna, þar sem dýpkunar 1 er þörf. Athugun sé lokið svo snemma, að niðurstaða verði lögð fyrir Alþingi á þessum vetri.“ í greinargerðinni segir: ! „Til þess að hafnargerðir og hafnarbætur komi að notkun, i hagar víða svo til, að hafnar- : dýpkun er nauðsynleg, og sums ! staðar má búast við, að dýpkun þurfi að endurtaka öðru hverju, svo höfn haldizt nothæf. Má því I álíta, að verkefni sé ærið fyrir dýpkunarskip í eigu ríkisins, ! enda nauðsynlegt, að séð verði fyrir svo fullkomnum útbúnaði i til þessara framkvæmda sem tök eru á.“ Jónas Jónsson flytur í efri deild svohljóðandi tillögu til þingsályktunar um skógrækt- I arstöð i Hvammi í Dölum: | „Efri deild Alþingis skorar á ríkisstjórnina að gera, í sam- ráði við biskup landsins og skógræktarstjóra, ráðstafanir til þess, þegar næst verða I prestaskipti í Hvammi í Dölum, að þá verði jörðin lögð undir skógrækt ríkisins, í því skyni, að þar verði friðað allt land fyr- ir ágangi búfjár og látið verða vaxið skógi. Jafnframt verði í Hvammi plöntuuppeldi fyrir Dalasýslu.“ í greinargerðinni segir: „Hvammur í Dölum er í senn sögufrægur staður og kunnur fyrir náttúrufegurð og veður- mildi. Mun vera þar ein hin beztu skilyrði til skógræktar vestan lands. Þegar sr. Kjartan Helgason var þar prestur, gerði hann tilraunir með að græða björk og barrviði,'og sér þess enn merki. Má fullyrða, að ef hin skeifumyndaða landeign Hvamms væri fullfriðuð, mundi hún á einum mannsaldri veröa fullvaxin fögrum skógi. Mundu þar verða ágæt skilyrði fyrir gróðrarstöð handa Dalamönn- um. Tæplega er hugsanlegt, að skógrækt eflist í byggðum lands- ins, ef ekki er uppeldisstöð í hverri sýslu. Auk þess er nokkur nauðsyn að hlynna að þeim sögustað, þar sem Snorri Sturlu- son er í heiminn borinn. Þegar Hvammsland væri orðið sam- Bækur og bókagerð Hér er getið nokkurra bóka og tímarita, sem nýlega hafa borizt Tímanum. Fáeinir smákveðlingar eftir Bóluhjálmar. Verð kr. 10.00. Kver þetta er nýjung í bóka- gerð hér á landi að því leyti, að það er gert nákvæmlega eftir handriti höfundarins. Handrit þetta hefir geymzt norður í Æyjafirði, en mun nýlega vera ’ orðin eign Landsbókasafnsins. ! Það er talið skrifað skömmu ! fyrir andlát Hjálmars. Er skrift- i in þó víða snilldarleg, og lítil ! ellimörk á henni. Þar eru ýms alkunn kvæði Hjálmars, en ! einnig nokkur, sem ekki hafa verið prentuð í ljóðasöfnum hans. Þar er kvæði hans um Eyjafjörð, og þar er Bæn og nauðsyn hins vesæla og upp- gefna forsmáð 1869. Hefst hún á þessu erindi, sem allfrægt er orðið: Eftir fimmtíu ára dvöl í Akrahreppi, ég má nú deyja úr hungri, nakleika, kröm og kvöl. Kvein mitt ei heyrist, skal svo þegja. Félagsbræður ei finnast þar, af frjálsum manngæðum lítið eiga. Eru því flestir aumingjar,. en illgjarnir þeri, sem betur mega. Kverið er gert í Lithoprenti í Reykjavík, og mun það vera fyrsta bókin, sem gerð er með þessum hætti hér á landi. En svipuð aðferð er notuð við út- gáfu Munksgaards á íslenzkum fornritum. Gildi þessa kvers er aðallega fólgið í því, að það sýnir rit- hönd Hjálmars, sem var ó- venjulega skýr og falleg. Einar Þorgrímsson og Finnur Sig- mundsson bókavörður gefa kverið út. Úrval úr ljóðum Bólu-Hjálm- ars mun væntanlegt innan skamms á vegum Menningar- sjóðs. Annast Jónas Jónsson um útgáfuna og ritar formála. I P. G. Wodehouse: Snabbi. Það er „Spegillinn“, sem gef- ur þessa bók út, en Páll Skúla- son ritstjóri hefir sjálfur þýtt. Enski höfundurinn Wode- house er geysilega vinsæll og mjög lesinn meðal enskumæl- andi þjóða og víðar. Hann hefir ritað um 40 bækur og er þó ekki nema 60 ára að aldri. Bækur Wodehouse rista ekki djúpt. Þær eru skemmtilestur. Höfundurinn lætur móðan mása í frásögninni, og þýðandinn hefir gert sér far um að láta málblæinn halda sér. Hitt er vafamál, hve langt skal ganga í því í íslenzkum þýðingum að nota tæpitungumál í því skyni, rita t. d. sosum í stað svo sem o. s. frv. Stundum hættir þýðand- anum til að gleyma góðum ís- lenzkum orðum úr daglegu máli og búa til nýyrði, svo sem þorstasæll f. þorstlátur, með út- standandi augu f. bereygður, og á í þessu efni sammerkt við marga af „ágætustu“ yngri rit- höfunda okkar. Söguhetjan í þessari bók Wodehouse er með því marki brenndur, að hann er alltaf til- vonandi milljónari, og fullur af fjáraflaplönum. En gæfan er hverful, og milljónirnar sleppa honum jafnan úr greipum. En þá slær hann náungann um tí- kall og lofar að borga, þegar næsta gróðabragð hafi heppn- azt og hann hefir fengið millj- óninni ,,býttað“. Snabbi á mörg andleg skyld- menni, einnig hér á landi. Suma dreymir um peninga, aðra um skáldfrægð eða önnur metorð, t. d. kross 1. des. Bókin er góður skemmtilest- ur á hvaða tíma árs, sem er. Annað erindi á hún ekki. Frá- gangur er líka þokkalegur. Ragnar Ásgeirsson: Strákar. Bókaútgáfan Lampinn, Akur- eyri, gefur út. Nýjar bókaútgáfur spretta nú upp með hverju tungli að heita má. En hverjir sem að þessari Lampaútgáfu standa, má gefa þeim góðan vitnisburð fyrir frá- gang og prentun á þessari bók. Ragnar Ásgeirsson segir hér ýmsar endurminningar sín- ar heiman og erlendis frá. Er einkum fyrsti kafli bókarinnar: Vestur á Mýrum um aldamótin, býsna skemmtilegur og fróðleg- ur. Ragnari lætur allvel að segja frá, hann er mannfróður í bezta lagi og greinagóður um stað- hætti. Bókin er því að öllu saman- lögðu hin læsilegasta. J. Ey. fellt skóglendi, mundi það vera heppilegur staður fyrir ein- hverja þjóðlega starfsemi til eflingar andlegu lífi í landinu.“ Skriflð eða símið til Timans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. Jón Helgason: Leikstarísemi Ég brá mér til Hafnarfjarðar á miðvikudaginn í síðastliðinni viku og þáði boð af Leikflokki Hafnarfjarðar, er sýndi Þorlák þreytta í Gúttó þá um kvöldið. Þessi leiksýning vakti hjá mér löngun til að skrifa greinarstúf um leikstarfsemina í Hafnar- firði af þeim takmarkaða kunn- leika, er ég hefi á þessum mál- um. Þykist ég vita, að sitthvað muni vansagt, enda ekki hægt að rekja nema aðaldrættina í stuttri blaðagrein. Leikstarfsemi í Hafnarfirði hófst fyrst fyrir atbeina Góð- templarareglunnar. Góðtempl- arahúsið — Gúttó eins og það heitir í daglegu tali — var reist um 1880. Nokkru síðar var sett leiksvið í húsið, og hefi ég það fyrir satt, að eftir það hafi fyrst verið leikið á opinberu fséri í Hafnarfirði. Frumkvöðull þessa mun hafa verið Þorsteinn Eg- ilsson,sem var mefkilegur braut- ryðjandi á sínu sviði. Voru hinir fyrstu leikir, er sýndir voru, eftir hann sjálfan: „Prestkosningin“, „Öskudagur- inn“ og fleiri. Myndaðist eftir þetta smám saman hópur á- hugamanna um leiklist um Þorstein, og voru tveir um- fangsmiklir leikir, „Nýársnótt- in“ og „Skuggasveinn“, sýndir eftir aldamót. Lék þá Eyjólfur Illugason, listfengur maður, er meðal annars gerði frumdrætti í Hafnaríirði að íslenzka fánanum, Skugga- Svein og þótti vel takast. Sýndu Hafnfirðingar þá „Skugga- Svein“ einnig í Reykjavík í Iðn- aðarmannahúsinu og Fjalakett-. inum. Litlu síðar var efnt til sam- taka, er höfðu það að aðalmark- miði að mála leiktjöld og leigja þau. Upp úr því — 1909 mun það hafa verið — var „Ævin- týri á gönguför" leikið. Gunn- þórunn Halldórsdóttir stjórnaði þeirri sýningu. Eftir þetta var leikstarfsem- in í bænum, að því leyti sem um slíka starfsemi var að ræða, aðallega bundin við félög, er höfðu allt annað meginmið, til dæmis Kvenfélagið Hringinn, Góðtemplararegluna o. s. frv. Hélzt svo í mörg ár. 1930 var loks stofnað leikfé- lag, og sýndi það tvo leiki: „Tengdamönmmu" og „Saklausa svallarann". Síðan kom enn hvíldartímabil. 1937 var leikfé- lag stofnað nýju og.starfaði það árin- 1937, 1938 og 1939. Er þar var komið sögu tók brezka setu- liðið Gúttó í sína þágu. Húsið fékkst ekki laust úr höndum hersins fyrr en Bretar fóru úr bænum. Hófst þá handa ungur Hafnfirðingur, Sveinn Stefánsson, er gerzt hafði for- maður leikfélagsins, er það var endurreist árið 1937, og fékk hann því áorkað, að „Ævintýri á gönguför var leikið í fyrra- vetur og nokkrum sinnum í haust. Annaðist hann sjálfur leikstjórnina. Síðan var hafinn undirbún- ingur að því að sýna „Þorlák þreytta" á þessum vetri. Hefir sá leikur þegar verið leikinn nokkrum sinnum við góðar undirtektir. Njóta Hafnfirðing- ar þar liðveizlu tveggja gesta og ágætara leikara, Haraldar Á. Sigurðsson og Emilíu Jónas- dóttur, er fara með aðalhlut- verkin. Er Haraldur jafnframt leikstjóri. Mun hann hafa leikið Þorlák þreytta eigi sjaldnar en sjötíu sinnum, og er óþarfi að fjölyrða um leik hans. Emilía Jónasdóttir er einnig kunn á sviöi leiklistar, og fer þarna vel með hlutverk sitt. Flestir hafnfirzku leikend- urnir eru hins vegar lítt leik- sviðsvanir, og sumir alls óvanir og hafa auk þess lítillar tilsagn- ar notið margir hverjir. Mætti því, eins og gefur að skilja, finna leik þeirra margt til for- áttu, en sé litið á frammistöðu þeirra í heild, verður ekki ann- að af sanngirni sagt heldur en hún sé mjög ánægjuleg og einlæg tilraun til þess að yfir- stíga mikla öi’ðugleika og ná torsóttu marki. Og sú tilraun heppnaðist vonum betur. Að mínum dómi var leikur Sveins Stefánssonar, sem lék Jósep Hríseying, fullkomnastur. Mun hann enda leikvanastur af heimafólkinu. Honum tókst á prýðilegan hátt að draga fram margar spaugilegar hliðar Hrís- eyingsins. * Eiríkur Jóhannesson, sem bæði kom fram í gervi Vigfúsar stórkaupmanns og Blomster- bergs veitingamanns leysti sitt hlutverk einnig vel af hendi. Með helztu kvenhlutverkin, auk Emilíu, er lék konu Þor- láks, fóru þrjár ungar stúlkur, Elín Guðjónsdóttir, Herdís Þor- valdsdóttir og Hulda Runólfs- dóttir. Þeim fórst öllum mjög sæmilega, og þykir mér vandi að skera úr um það, hverri þeirra hafi bezt heppnazt sitt hlutverk. Mættu þær kannske vera ívið djarfari í leik sínum, því að vogun vinnur — þótt vogun tapi líka stundum. Herdís mun hafa notið nokk- urrar tilsagnar um leik og fram- sögu, bæði hjá Haraldi Björns- syni og Lárusi Pálssyni. Ársæll Pálsson og Sigurður Kristinsson leika hlutverk tón- skáldsins og eilífðarstúdentsins. Ekki verður því neitað, að hinn síðartaldi er næsta daufur, enda mun hann aldrei hafa komið á leiksvið áður. En hann mun að öllum líkum sækja sig með æfingunni. Ég hygg, að Ár- sæll búi yfir talsverðum leik- hæfileikum, en hann þarf að leggja mikla og afdráttarlausa rækt við þá. Þrjú minnstu hlutverkin leika Elínborg Magnúsdóttir, Stefán R. Þórðarson og Þorvaldur Guð- mundsson . Lék Þorvaldur fræðslumálastjórann mjög sot- urlega. Leikstarfsemin í Hafnarfirði hefir vissulega átt við mikla örðugleika að etja. Reykjavík er skammt á undan, þar sem um miklu fullkomnari leiklist er að ræða, og þangað sækja bæjar- menn því fremur, er þeir fara í leikhús.. Og þótt Iðnó sé ekki sérstaklega konunglegt leikhús, þá er það konunglegt hjá Gúttó í Hafnarfirði. En ennþá meiri munur er þó á leiksviðsútbún- aði í þessum tveim húsum. En nú er um það bil að ræt- ast úr vandræðunum með húsa- kostinn. Hafnarfjarðarbær er að láta reisa kvikmyndahús með góðu leiksviði við aðalgötu bæj- arins. Þar mun leikstarfsemi Hafnfirðinga eiga öruggt at- hvarf. í húsi þessu verða rúm- góðir búningsklefar, leiktjalda- geymsla og fullkominn leik- sviðsútbúnaður. Er gert ráð fyrir,' að þetta húsnæði verði fullbúið næsta haust. Munu for- ustumenn leiklistarmála í Hafnarfirði hafa mikinn hug á því, að vígja húsið með góðum íslenzkum leik. Jafnframt því, sem Hafnfirð- ingar fá stórum bætta aðstöðu til þess að þroska leiklist og njóta hennar, þarf að endur- reisa leikfélag í bænum og sam- eina hina beztu starfskrafta, sem völ er á. Ætti slíkt félag að mega vænta nokkurs styrks frá ríki og bæ. íslendingum er í blóð borin ást á leiklist. Við hin erfiðustu skilyrði hefir löngum verið reynt að hlýða þessari rödd hjartans. Nú er ástarævintýri Hafnfirðinga og leiklistarinnar að þokast á það stig, sem líkja mætti við hjónaband, ef sam- líkingin er notuð út í æsar. Þessi stutta grein er jafnframt hamingjuósk mín við það tæki- færi. «

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.