Tíminn - 05.01.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: <
JÓNAS JÓNSSON. í
ÚTGEFANDI: \
FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 1
LAK0S.öí»KA3AF
tJYa i.5436'i
ISLÆNXíS
26. ár.
RITSTJÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEI-.ITA
OG AUGLÝSING ASKRIFSTO FA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A.
Siml 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hJ.
Símar 39 og 3720.
Reykjavík, þrlðjudagiiin 5. Janúar 1943
1. blað
Ráðstaíanír ríkisstjórnarínn
ar til að vinna bug á
dýrtíðinni
Víðhori í utanríkismálum og
atvinnumálum um áramótin
Verðlækkun á l jöti, eggjum, smjörí, kolum
Nýja ríkisstjórnin sýnir, að hún ætlar ekki að láta
Nýársræða Vilhjálms Þór utanríkis- og atvinnu-
málaráðherra, flutt í útvarpið 3. pessa mánaðar
sitja við orðin tóm í dýrtíðarmálinu. Fyrsta verk hennar
í því máli var að koma í veg fyrir allar verð- og grunn-
kaupshækkanir til febrúarloka. Síðan hefir hún unnið
að ýmsum ráðstöfunum til þess að lækka vísitöluna og
eru nokkrar þeirra þegar komnar til framkvæmda.
Ríkisstjórnin kvaddi blaðamenn á fund sinn síðastl.
mánudag og birti þeim svohljóðandi greinargerð um
þessar ráðstafanir sínar:
„Ríkisstjórnin hefir talið
réttmætt, að almenningur ætti
þess kost, að fylgjast með að- I
gerðum stjórnarinnar. Stefnu- j
skrá hennar er þegar kunn af
ræðu forsætisráðherra, er hann
hélt, þegar stjórnin tók við fyr-
ir hálfum mánuði.
Meginverkefni stjórnarinnar
er að reyna að stöðva verðbólg-
una og vinna siðan bug á dýr-
tíðinni, svo að atvinnuvegir
landsmanna komist á slíkan
grundvöll að hægt sé að fram-
leiða vörur til útflutnings fyrlr
það verð, sem er fastmælum
bundið við erlendar þjóðir með
samningum milli rikja.
Alþjóð er kunnugt, hversu vel
og rösklega Alþingi brást við er
það samþykkti lög á einum degi,
er bönnuðu hækkun á vöru-
verði til febrúarloka.
Með þessi lög að bakhjarli
hófst ríkisstjórnin handa þegar
I stað um rannsókn á því, hvort
hægt væri að lækka dýrtiðina.
í því skyni er áformað að
verðlagseftirlitið verði látið taka
til allra vara. Skýrslum er safn-
að og verður safnað um hvað
eina í verzlunum, veitingastöð-
um o. s. frv., en málið er svo
víðtækt, að til þessa hefir ekki
verið unnið úr nema litlu einu,
og líður þvi nokkur timi unz
fullur árangur kemur i ljós í
breyttri visitölu. Ætlunin er að
setja allar vörur undir verðlags-
eftirlit, ýmist með hámarks-
verði eða hámarksálagningu,
hvort sem um er að ræða vísi-
töluvörur eða ekki, því að fleira
er vitanlega keypt en þær.
Árangurinn í lækkunarátt,
sem er kunnur, er þessi:
Egg úr ....... 25.00 kr. í 16.00
Smjör úr .... 21.50-------13.00
Saltkjöt úr . . 820.00 --690.00
Kindakjöt
(súpukjöt) . . 7.75-----6.50
Kol úr 200.00 kr. smál. I 184.00
Þá hefir verið ákveðin há-
marksálagning á tilbúnum fatn-
aði karla, kvenna, barna og
unglinga, svo sem auglýst hef-
ir verið, en til þessa hafa á-
kvæði um hámarksálagningu
ékki verið i glldi um þessa vöru.
Á næstunni verða ^ett slík á-
kvæði um æ fleiri vörur og verð-
ur einkum hraðað aðgerðum
varðandi þær vörur, er skipta
miklu máli fyrir almenning.
Þá er rétt að taka þetta fram
um lækkun verðs á einstökum
tegundum:
Kjötverðið er lækkað með
framlagi úr ríklssjóðl, er nem-
ur kr. 1.00 pr. kg. kindakjöt,
hverrar tegundar sem er. Auk
þess hefir félag kjötverzlana
riðið á vaðið og gefið eftir hluta
af söluþóknun sinni, og nemur
lækkun á hagnaði þeirra t. d.
25 aurum á hverju kg. súpu-
kjöts og enn meiru á dýrara
kjöti, t. d. hangikjöti.
Smjör verður flutt inn frá
Ameríku en ágóða af sölu þess
verður varið til þess að verð-
bæta íslenzka smjörið. Vinnst
þá þetta, að meira smjör verð-
ur á boðstólum og verðið lækk-
ar, en innlendir framleiðendur
tapa þó engu.
Almenningur kann að óttast,
að eggin hverfi af markaðnum,
er verðið lækkar. En ríkisstjórn-
in telur sig hafa fulla ástæðu
til að efetla að svo verði ekki, en
sjálf mun hún grípa til frekari
ráðstafana, ef þörf krefur.
Það má vel vera, að almenn-
ingur vantreysti því, að verð-
lagseftirlitið komi að íullum
notum, en rík áherzla verður
lögð á að svo megi verða, og
raunar getur fólk sjálft gengið
úr skugga um, að fylgt sé á-
kvæðum um hámarksverð, ef
það geymir allar auglýsingar og
aðgætir, að rétt verð sé tekið
fyrir vörurnar.“
Sú ráðstöfun ríkisstjórnar-
innar, að leggja fram fé úr
ríkissjóði til að lækka verð
vissra vörutegunda, byggist á
heimild í dýrtíðarlögum þeim,
sem Eysteinn Jónsson fékk
samþykkt á vetrarþinginu 1941.
Eysteinn Jónsson lagði strax
til í ríkisstjórninni, að þessi
heimild yrði notuð. Með því
móti hefði alltaf mátt koma í
veg fyrir frekari hækkun vísi-
tölunnar, jafnvel lækka hana.
Hún var þá ekki nema 155 stig.
En ráðherrar Sjálfstæðisflokks-
ins lögðust eindregið gegn slík-
um ráðstöfunum og varð heim-
ildin því ekki notuð. Dýrtíðin
hélt áfram að hækka og ýtti
undir kaupkröfur verkalýðsfé-
laganna. Hefði strax vorið 1941
verið hafizt handa um að halda
dýrtíðinni í skefjum, og jafnvel
lækka hana, á þennan hátt, er
mjög líklegt að verkalýðssam-
tökin hefðu aldrei farið af stað
með kröfur sínar.
Vísitalan er nú 272 stig. Mun
því öllum Ijóst, hversu gífur-
lega mikið meira fé og aðrar
ráðstafanir þarf nú til að koma
vísitölunni í viðunandi horf
fram yfir það, sem þurfti vorið
1941, þegar hún var ekki nema
155 stig.
Það óhappaverk, sem ráðherr-
ar Sjálfstæðisflokksins unnu
með þvi að hindra framkvæmd
dýrtíðarlaganna frá 1941, mun
því jafnan talið til mesta ófarn-
aðar þessara ára.
Framangreindar ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar munu senni-
lega lækka vísitöluna um 10 stig
eða um 1/10 hlutann af hækk-
un hennar í stjórnartíð Ólafs
Thors. Þótt þessar ráðstafanir
séu vissulega spor I rétta átt,
eigum við samt langt ófarlð
enn til að ná^settu marki.
Þess ber að vænta, að allir
þeir, sem skilja ófarnað dýrtíð-
arinnar, styðji ríkisstjórnina
eftir megni í hinni lofsverðu
viðleitni hennar til að vinna bug
á dýrtíðinni. Það mun ekki af
því veita, að allir þeir, sem eitt-
hvað geta lagt af mörkum, leggi
þar hönd á plóginn.
Góðir áheyrendur!
Á meðan ég fer með utanrík-
ismál mun verða lögð stund á
vinsamlega samvinnu við öll j
þau ríki, sem við náum til að
hafa viðsklpti við, og að sjálf-
sögðu lögð áherzla á fulla að-
gæzlu á lögmætum rétti íslands
gagnvart öðrum ríkjum.
Þegar vér á tímamótum sem
þessum látum hugann reika til
annarra þjóða, er oss tamast,
eftir margra alda kynningu og
venju að láta hann fyrst stað-
næmast hjá frændþjóðum vor-
um á Norðurlöndum. Um all-
langt skeið höfum vér átt þess
kost að hafa við þær viðskipti,
en hugur vor er engu að síður
hjá þeim, nú sem fyrr, hugur
fullur samúðar, vegna þeirra
kjara, sem þær eiga nú við að
búa. Vér dáumst að þolgæði og
viðnámsþrótti þeim, sem þær
sýna í örðugleikunum, sem að
þeim hafa steðjað — og vér
fögnum þeirri stundu, er vér
aftur getum tekið upp samstarf
og samvinnu við þær.
Vér óskum, að sú stund megi
sem fyrst renna upp, að frænd-
þjóðir vorar allar á Norður-
löndum verði aftur frjálsar og
fái að nýj u aðstöðu til að knýta
sín á milli keðju frændsemi,
vináttu og samstarfs. — ísland
mun kappkosta að fá að vera
með, þegar sú keðja verður end-
urknýtt.
Er vér nú lítum yfir liðið ár,
virðist mér vart komizt hjá að
minnast þess, að I landi voru
hefir dvalið mjög fjölmennur
erlendur her. Það verður aldrei
komizt hjá að af slíku sambýli
verði nokkrir örðugleikar og ó-
þægindi. Vér höfum eigi heldur
farið algerlega varhluta þessa;
meðal annars hafa komið fyrlr
slys, raunaleg slys. — En þegar
alls er gætt, ætla ég að oss sé
rétt og skylt að viðurkenna,
virða og meta, hversu herstjórn-
in hefir lagt sig fram um að
afstýra árekstrum, óhöppum og
óþægindum, og hversu þetta
hefir yfirleitt tekizt. — Af feng-
inni reynslu um þetta tel ég oss
óhætt að horfa vonbjartir til
framtíðarinnar hvað sambýlið
snertir.
Eins og nú er aðstöðu, eru
megin viðskipti vor við tvö lönd:
Stóra-Bretland og hin voldugu
Bandaríki Norður-Ameríku.
Vöruskipti vor við Stóra-Bret-
land hafa verið þann veg fyrir-
farandi, að oss er skylt að meta
fyllilega þá fyrirgreiðslu og
greiðvikni, sem oss hefir verið
sýnd með afgreiðslu ýmsra
nauðsynja og annarra vara,
meira að magni og lengur, en
heimilt var að gera ráð fyrir
fyrirfram. — Vér skiljum og
fullvel þær ástæður, sem valda
því að vörukaup þaðan verði fá-
brotin nú um stund.
Megin viðskipti vor eru nú
við Bandarikin, og flestallar
nauðsynjar, er vér þörfnumst
utan frá, koma nú eingöngu
þaðan, að undanskildum kolum,
salti og sementi, sem enn fæst
frá Bretlandi.
Bandaríkin hafa lofað, meðal
annars með samningum, sem
samninganefnd íslands gerði i
Washington haustið 1941, að
selja oss nauðsynjar eftir beztu
getu, og sjá oss fyrlr flutning-
um þeirra um fram það, sem
islenzk skip gætu annað.
Óánægj uraddir heyrast um,1
að seint gangi með uppfyllingu (
ýmissa óska vorra um vörur, og i
að flutningar gangi mikið seinna
en æskilegt þætti. Hvort tveggja
þetta má með nokkrum rökum
segja. Sérstaklega hefir þó
gengið seint með flutningana.
En myndi oss eigi skylt að
hafa i huga, að Bandaríkin eiga
í stríði, örðugu stríði, sem veld-
ur þvl, að þjóðin verður að
leggja harðara að sér með
hverjum mánuði sem líður,
herða mittisólina fastara og
fastara með viku hverri.
Sjálfir erum vér íslendingar
ekki beinir þátttakendur í hin-
um mikla hildarleik, en fyrir
rás viðburðanna verðum vér
að sumu leyti að búa við
svipuð kjör, og hinir beinu
stríðsaðilar. Þessu hættir oss oft
við að gleyma. Einmitt vegna
þessa verður oss að vera ljóst,
að skylt er að stilla kröfum
vorum í hóf og krefjast ekki af
stríðsaðiljum mikið meiri fríð-
inda en þeir veita sínum eigin
þegnum. Þegar svo er komið, að
Bandaríkjaþjóðin neitar sér um
venjuleg þægindi, þá er oss vart
hollt að kref jast þeirra af þeim
oss til handa. Ef t. d. skammta
þarf gúmmískófatnað og bíla-
gúm í Bandaríkjunum, megum
vér búast við að þurfa að gera
slíkt hið sama hér. Þegar þeir
verða að neita sér um aðfluttar
vörur vegna skipaskorts, er ráð-
legt að gera ráð fyrir, að allar
óskir vorar um skip verði ekki
uppfylltar. En ríkisstjórnin
mun að sjálfsögðu leitast við
að fá leyst á beztan hátt úr
nauðsynlegum þörfum vorum 1
utanríkisverzluninni, innan
þeirra takmarka, ,sem lýst hef-
ir verið hér á undan.
Ég hefi átt því láni að fagna
að dvelja langdvölum með þess-
ari voldugu þjóð og hafa þar
með höndum störf, sem gáfu
mér kost á að kynnast og hafa
samstarf við marga af æðstu
embættismönnum hennar. Af
þessari reynsiu er mér kunnur
vinarhugur og sanngirni þess-
ara manna í vorn garð. Þetta til
viðbótar því, sem alþjóð er
kunnugt um vinsamleg skipti
og loforð Bandaríkjastjórnar,
gefur mér vissu um áframhald-
andi örugg og holl skipti við
Bandaríki Norður-Ameríku.
Vér íslendingar höfum alltaf
óskað og óskum enn að fá að
lifa í friði og sátt við allar þjóð-
ir. Vér höfum aldrei áreitt
neina, og vér viljum ekkert
gera, sem í bága kemur víð rétt
annarra þjóða. Ég óska, að þetta
nýbyrjaða ár færi heiminum
frið milli þjóða eða að minnsta
kosti færi heiminn nær því að
eignast slíkan öruggan frið. —
Frið réttlætis — og jafnréttis —
frið samstarfs og samvinnu.
Til þess að heilbrigt atvinnu-
líf geti þrifizt, þurfa tekjur að
minnsta kosti að vera jaín háar
tilkostnaði.
Hér á landi hefir allur til-
kostnaður farið stöðugt hækk-
andi fyrirfarandi marga mán-
uði vegna stöðugt aukinnar dýr-
tíðar, síhækkandi vlsitölu, og að
nokkru leyti vegna hækkandi
grunnkaups. Um stund var
þessu ekki gefinn sá gaumur
sem skyldi. Hér var nóg setu-
liðsvinna, nóg að gera, og tekj-
urnar í pappirskrónmn hækk-
uðu með vísitölunni.
En vér vonum að fá að lifa í
þessu landi lengur en setuliðið
dvelur hér. Vonandi endar
heimsstyrjöldin áður en mjög
langt líður, og máske verður öll
setuliðsvinna hætt hér löngu
áður en styrjöldin endar. Þá
verðum vér að nýju að treysta
eingöngu á sjálfa oss. Þá verð-
ur þjóðin aftur að lifa á því
einu, sem vér öflum með at-
vinnuvegum landsins, og þá höf-
um vér engar aðrar tekjur frá
erlendum þjóðum, en þær, sem
vér fáum fyrir útfluttar afurð-
ir landsins. Þá verðum vér til
neyddir til að haga atvinnuveg-
um landsins þannig, að þeir geti
borið sig með því verði,sem tíðk-
ast á hverjum tíma á sams kon-
ar vöru með viðskiptaþjóðum
vorum.
Eins og komið var dýrtið og
reksturskostnaði, virtist ekki
hægt að framleiða nema fátt
eitt af vörum hér, sem fylla
þessi skilyrði.
Af þessum ástæðum meðal
annars, vegna atvinnuvega
landsins, hlaut það að verða
fyrsta verk þeirrar ríkisstjórn-
ar, er nú situr, að freista þess
að stöðva dýrtíðina. Til þess
gátu verið tvær leiðir. Önnur
með valdboði einu, hin með
samkomulagi og með valdboði
að einhverju leyti. Hin síðari
leiðin var valin.
Leitað var til Alþýðusam-
bandsins um að það beitti sér
gegn grunnkaupshækkunum, og
fékk ríkisstjórnin frá Alþýðu-
sambandsstjórninni skýrslu um
þetta atriði, og telur ríkisstjórn-
in öruggt, að eigi þurfi að koma
til grunnkaupshækkana til loka
febrúar n. k.
Samkomulags var leitað við
kjötverðlagsnefnd, mjólkur-
verðlagsnefnd og verðlags-
nefnd Grænmetisverzlunarinn-
ar, um að þær hækkuðu ekki
verðlag á þeim vörum, sem þær
ráða yfir, til loka febrúar næst-
komandi.
Enda þótt bæði þeir, sem ráða
yfir kjötverðlagi og mjólkur-
verðlagi teldu þörf á verðhækk-
un, vegna geymslukostnaðar og
vegna dýrtíðarhækkunar frá
síðustu verðlagningu, sýndu all-
ar þessar nefndir þann skiln-
ing og þegnskap að skuldbinda
sig til að hækka ekki verð á
vörum þessum hinn tiltekna
tíma, nema að fengnu samþykki
landbúnaðarráðherra. Ég hefi
lýst yfir, eins og ég hér með lýsi
yfir því, að ég mun ekki sam-
þykkja neina hækkun þessara
nefndu vara tiltekinn tíma
verði grunnkaup ekki hækkað
sama tíma.
Leitað var til Alþingis um
aukið vald handa rlkisstjórn-
inni um aðgerðir í verðlagsmál-
um og eftirliti, og brást Alþingi
mjög vel við, eins og kunnugt
er. Frumvarp um þetta var af-
greitt á einum seinni parti dags,
1 báðum deildum þingsins og
staðfest sem lög sama kvöldið.
Fyrir samvinnu og skilning í
þessum málum fær rikisstjórn-
in ekki nógsamlega þakkað.
Fyrst var að stöðva. Síðan
kom að þeirri nauðsyn að snúa
við að byrja að ganga veginn
til baka, veginn til lækkaðrar
dýrtiðar.
Ríkisstjórnin tók því að at-
(Framh. á 4. tlðu)
Dánarfregn
Jón Halldórsson húsgagna-
smíðameistari, Skólavörðustíg
6 í Reykjavik, lézt í gærmorg-
un, 71 árs að aldri.
Hann var Vestfirðingur að
ætt. Ungur fór hann utan og
nam þar iðn sína og var hann
meðal þeirra fyrstu lærðu hús-
gagnasmiða hér á landi. Hann
sá meðal annars um innréttingu
Landsbankahússins og af-
greiðslusals Eimskipafélags ís-
lands.
Hann var góður maður og
gegn borgari.
S I y s f ö r
Séra Sigurður Z. Gíslason,
prestur á Þingeyri við Dýra-
fjörð, hvarf á nýársdag. Hafði
hann þá boðað til guðsþjónustu
að Hrauni í Keldudal. Fór hann
ríðandi að Sveinseyri og lagði
þaðan af stað. gangandi að
Hrauni. Er með sjó að fara, og
ófæra á einum stað. Verður að
sæta sjávarföllum til að kom-
ast leiðSr sinnar.
Hefir ekkert spurzt til séra
Sigurðar síðan hann fór frá
Sveinseyri og er álitið, að hann
muni hafa drukknað, er hann
fór fyrir ófæruna.
Á víðavangi
VERÐBÓLGAN GERIR MENN
ÖREIGA.
í ávarpi því, er Einar Arnórs-
son dómsmálaráðherra flutti á
gamlárskvöld, fórust honum m.
a. orð á þessa leið:
„Verðbólgan hefir, eins og
öllum ætti að vera ljóst, í för
með sér rýrnun á öllu sparifé
manna og öllum opinberum
sjóðum. Ef svo heldur áfram
sem nú hefir verið um skeið,
nálgast krónan okkar hröðum
skrefum núll, eins og þýzka
pappírsmarkið á árunum eftir
fyrri styrjöldina. Menn, sem
með súrum sveita og sparsemi
hafa lagt upp af verkakaupi
sínu fyrr og síðar .... eru
orðnir öreigar fyrr en þeir vita
af. Kaup einnar kaupakonu á
viku, fyrir nokkuð mörgum ár-
um, sem lagt hefði verið fyrlr,
nægir nú aðetns fyrir 4 mjólk-
urlítrum eða 1 kg. af kjöti ....“.
VERÐBÓLGAN VERKAR
Á SÁLARLÍF MANNA.
Einar sagði ennfremur um
verðbólguna:
„Hún veldur óáran í mann-
fólkinu. Hún , sviptir menn
trúnni á gjaldmiðilinn. En sú
vantrú veldur aftur éyðslusemi
og óhófi, sem spillir mönnum
andlega og líkamlega. Mönnum
finnst sjálfsagt að eyða því
strax, sem þeir afla, því að ann-
ars megi búast við, að það verði
einskis virði.Drykkfelldi maður-
inn horfir ekki í það að kaupa
smygluðu vínflöskuna fyrir 150
—200 kr. Auðmennirnir fara
miklu hærra, þegar þeim býður
svo við að horfa. Konur og
menn kaupa alls konar glingur
og óþarfa fyrir okurverð, gling-
ur, sem ráðamenn verzlunar og
innflutnings hafa verið svo gá-
lausir að leyfa innflutning á og
eyða af innstæðum vorum er-
lendis til að kaupa.“
Þetta eru „orð I tima töluð“,
þ. e. orð og sjónarmið, sem Tím-
inn hefir endurtekið þvl nær 1
hverju blaði síðustu misserin.
Framsóknarmenn hafa varað
við þeirri blekkingu, að verð-
bólgan væri kjarabætur fyrir
verkamenn og bændur.
Einar Arnórsson hefir fyrlr
sitt leyti „dæmt“ þá skoðun
rétta.
MORGUNBLAÐIÐ
VEÐUR REYK.
Morgunblaðið hefir haldlð þvl
(Framh. á 4. siDu)