Tíminn - 05.01.1943, Page 1
Aukablað
TÍMIM, þriðjndagiim 5. 380681» 1943
Aukablað
Hallgrímskirkja í Reykjavík
Undanfarnar vikur hafa
heyrzt nokkrar raddir í blöðum
og tímaritum í þá átt, að rétt
væri að fresta um óákveðinn
tíma byggingu Hallgrímskirkju
á Skólavörðuhæð, en stofna í
þess stað til nýrrar verðlauna-
samkeppni, helzt bæði utan
lands og innan, um teikningar
að kirkjunni, og verja til þess
ærnu fé. Jafnframt hefir bólað
á þeim skoðunum, að bygging
kirkjunnar mundi verða óhæfi-
lega dýr, og það talið „ævin-
týralegt fyrirtæki" að. verja
miljónum í þessu skyni.
Það er dálítið einkenilegt að
heyra þessar raddir fyrst nú,
þegar að því er komið að haf-
izt verði handa um það að reisa
aðra álmu kirkjunnar og loks
hefir tekizt að losa kirkjulóð-
ina úr höndum setuliðsins. Þvi
kemur þessi áhugi og þessi um-
hyggja fyrir Hallgrímskirkju
fyrst í ljós nú, og þá sem tilraun
til þess að tefja byggingarmál-
ið? í sumar, þegar líkan Hall-
grímskirkju gert eftir hinni
glæsilegu teikníngu húsameist-
ara ríkisins, próf. Guðjóns Sam-
úelssonar, var almenningi til
sýnis, varð ekki annað fundið,
en almenn ánægja og hrifning
ríkti meðal bæjarbúa, og þeir
væru yfirleitt mjög ánægðir
með kirkjulíkanið.
Kirkjurnar í Reykjavík munu
nú ekki gera betur en rúma
4—5% allra bæjarbúa. Slíkt
volæðisástand mun hvergi
þekkjast annars staðar 1 nokk-
urri sókn á íslandi, og þó víðar
væri leitað. Þjóðkirkjuprest-
arnir tveir í Hallgrímssókn, fjöl-
mennustu sókn landsins, hafa
ekkert kirkjuhús til umráða, og
verða að notast við eina litla
stofu í Austurbæjarbarnaskól-
anum fyrir guðsþjónustur sín-
ar. Svona er ástandið í sjálfum
höfuðstað landsins, þar sem þó
bæði vegna fjölmennis og góðs
efnahags eru beztu skilyrðin á
landinu til þess að reisa mynd-
arlegt og veglegt guðshús.
Það þýðir ekki að draga fjöð-
ur yfir þá staðreynd, að kirkju-
leysið í Reykjavík er þegar fyr-
ir löngu orðið bæjarbúum til
tjóns og vansæmdar, og heldur
áfram að verða það þangað til
myndarlega er úr bætt. Þess
vegna á ekki og má ekki tefja
þetta mál eða draga það úr
hömlu nema mjög brýnar og
veigamiklar ástæður liggi til.
Fyrir mér, og sennilega öll-
um þorra bæjarbúa, horfir þetta
mál þannig við nú: Höfuðstað-
inn vantar tilfinnanlega mynd-
arlega, stóra og veglega kirkju.
Lóð er fengin á prýðilegasta
stað í bænum. Fyrir liggur
teikning að kirkjunni gerð af
þeim manni, sem um langt
skeið hefir teiknað flestar feg-
urstu og tilkomumestu stór-
byggingar, sem reistar hafa
verið í landinu, — teikning, sem
yfirleitt er talin bera af í glæsi-
leik, og sem enginn hefir enn,
mér vitanlega, treyst sér til að
finna verulega að með fram-
bærilegum rökum. Fégjafir
streyma æ örar til kirkjunnar
og sýna vaxandi áhuga og
skilning fólksins á málinu.
Prestarnir í Hallgrímssókn hafa
ekki aðstöðu til fullkomins
starfs, af því að kirkjuna vant-
ar. Hvað er þá sjálfsagðara en
að hefjast handa úr því að það
er nú orðið hægt, og byggja nú
þegar aðra álmu kirkjunnar, er
rúma mundi 400—500 manns,
og bæta þannig að verulegu
leyti úr aðkallandi þörf?
Og hvað er nú öllu seinheppi-
legra, en að draga málið á
langinn, lama með seinlætinu
þann áhuga almennings, scm
þegar er vakinn, draga úr þelm
fjármunalegu fórnum, sem
margir mundu nú bæði fúslega
vilja og geta fært, ef fram-
kvæmd væri þegar hafin, •—
draga málið aðeins vegna þeirr-
ar fallvöltu og veiku vonar, að
einhverjum kynni einhvern
tíma að detta eitthvað í hug,
sem að einhverju leyti, aö ein-
hverra áliti orðið einhver bót
frá þeirri prýðilegu teikningu,
sem fyrir liggur að kirkjunnl.
Nei. Það þarf miklu veiga-
meiri ástæður en þessar til þess
að leggja beri á hilluna jafn
aðkallandi og þýöingarmikið
mál, en það eru fjárhagslegu
ástæðurnar. Hafa Reykvíkingar
efni á því, að reisa svo veglegt
musteri, sem Hallgrímskirkja er
ætlað að verða, samkvæmt
teikningu húsameiscara? Sú
kirkja mun á sínum tíma hafa
verið áætluð að kosta um 1 rnilj.
króna. Eins og tímar eru nú, er
varla varlegt að áætla bygg-
ingarkostnaðinn undir 3 milj-
ónum. Er þetta ekki of „ævin-
týralegt fyrirtæki" til þess að
kleift sé að gera það að veru-
leika?
í Reykjavík munu nú vera
búsettar rúmlega 40 þúsundir
manna. Kostnaðurinn við að
byggja 3ja miljóna kirkju
mundi því nema 70—75 krón-
um á mann. Sennilega þó aðeins
60—65 krónur, ef frá er reikn-
aður væntanlegur bæjar- og
ríkisstyrkur til byggingarinnar.
Eru nú þetta ákaflega „ævin-
týralegar“ og voðalegar upp-
hæðir, þegar tekið er tillit til
batnandi efnahags og lækkandi
gildis peninganna Ef allir
Reykvíkingar leggðu nú fram
sem svaraði eins dags tekjum
sínum, mundi 'það fé, sem enn
vantar til þess að reisa Hall-
grimskirkjuna, að mestu feng-
ið. Átakið, sem þarf, er nú ekki
stórfenglegra en þetta, ef allir
leggja saman, — eitt dagsverk
á mann.
í þessu sambandi er vert að
geta þess, að bláfátækur 1000
manna söfnuður austur á landi
reisti fyrir 20 árum kirkju, sem
mun hafa kostað um 80 þús-
undir. Með núverandi peninga-
gildi mundi það svara til rúm-
lega 200 kr. framlags -á mann.
Þetta er ekkert einsdæmi.
Framlög ýmsra safnaða til
kirkjubygginga í sóknum sín-
um eru svo mikil, að svara
mundu til 400—500 króna á
hvert mannsbarn í söfnuðinum
með núverandi peningagildi.
Steinninn í götu þessa máls
er ekki fátækt eða fjárskortur.
Steinninn í götunni er áhuga-
leysið og hinn gamli og nýi ó-
heiliaförunautur okkar —
sundrungin. En — gætum við
ekki orðið sammála um það, að
bygging Hallgrímskirkju i
Reykjavík er of gott mál til þess
að steyta á þeim gamla óg*efu-
hnöllungi? Ef svo er, þá sýnum
það strax, — sýnum það í verki.
SV.
Santband ísl, satnvinnufélaqa.
Kaupfélög!
Athugið um brunatryggingar yðar eftir að
vörutalningu er lokið um áramót.
Innheimtumenn Tímans
um land allt!
Vinnið eftir frcmsta megni að innheimtn Tim-
ans. - Gjalddaginn var 1. júlf.
INNHEIMTA TÍSIMS.
-■
GLEÐILEGT IVÝÁR!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Smjjörlíkisgerðin Asgarður h.f.
GLEÐILEGT AVÁH!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Ullarverksmiðjan Gefjjun.
um það, hvernig þér eigið að verja tómstundum yðar á sem hag-
kvæmastan hátt.
Þér getið velt því fyrlr yður fram og aftur, en bezta lausnin
verður sú, að lestur góðra bóka sé giptudrýgstur.
Nú er smekkur manna á bókmenntum — sem öðru — afar
misjafn, þess vegna höfum við kappkostað að hafa sem fjöl-
breyttast úrval af bókum, blöðum og tímaritum, íslenzkum og
erlendum, á boðstólum, m. a. skáldsögum, listabókmenntum,
auk fagbóka og blaða.
Þess vegna mun leið yðar liggja — næst þegar þér ætlið að
kaupa bækur — I
GLEÐILEGT AÁTT AR!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Þorsteinn Finnbjamarson
gullsmiður.
NIGLIIdAR
milli Bretlands og íslands halda áfram,
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Cullíford’s Associated Líncs, Ltd.
26.LONDON STREET,
FLEETWOOD.
>ÚTBREIDIÐ TÍMANN ♦
GLEÐILEGT AÝTT ÁR!
✓
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Heildverzlun Arna Jónssonar.
■t
GLEÐILEGT IVÝTT ÁR!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Rgdenskaffi
(Ngjja kaffibrennslan).
.>»o»o»n — CMnMn»n—n»ii»n..[iMn — n» o—o — n — n — n^n».n..u — n — n — n — .. ,
HEILLARlKT KOMMDI ÁR!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
H.F. Ölgerðin Egill Skallagrímsson.
T f HIIIV IV er viðlesnasta anglýsingablaðið!