Tíminn - 21.01.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.01.1943, Blaðsíða 2
30 I 8. hlað ‘gíminn Fimmtudagur 21. jan. Lóðirnar í Rvík Borgarstjórinn í Reykjavík hefir flutt frumvarp á Alþingi um heimild handa Reykjavík- urbæ til að taka jörðina Graf- arholt eignarnámi. Jafnframt hefir hann látið áætla, að jörð- in sé 150 þús. kr. virði, þótt eig- andinn hafi um .langt skeið getað selt hana fyrir 600 þús. kr. Það er ekki nema lofsvert, að borgarstjórinn vinni að því, að bærinn eignist hentug lönd, þar sem bæjarbúar geta stund- að garðrækt og byggt sumar- bústaði. í þeim tilgangi er eðli- legt, að Reykjavíkurbær eignist Grafarholt. Það er líka vafalítið, að það mál væri klappað og klárt, ef borgarstjórinn hefði unnið að því af heilindum og einlægni. En þessi eignarnámsheimild borgarstjóra og mat hnas á Grafarholti rifjar upp annað stórmál. Það eru lóðirnar í Reykjavík. Flestar dýrustu lóð- irnar eru í einkaeign. Væri það úr vegi, að bærinn fengi að- stöðu til að eignast þær eins og Grafarholt? Hér í blaðinu hefir iðulega verið sýnt fram á, að lóðaokrið í Reykjavík væri ein orsök dýr- tíðarinnar þar — dýrtíðar, sem er miklu eldri en styrjöldin, er nú geisar. Lítið dæmi þessa ok- urs er það, að Háskólinn keypti fyrir fáeinum árum smálóð i miðbænum fyrir talsvert á þriðja hundrað þús. kr. Þótti hann samt hafa gert sæmileg kaup. Það liggur í augum uppi, að slíkt okur stórhækkar húsa- leiguna í bænum. Það stór- hækkar einnig vöruverðið, þar sem verzlanir verða að auka á- lagningu á vöruna, vegna hinn- ar háu húsaleigu. Það þrengir kjör atvinnuveganna og getur í ýmsum tilfellum orðið atvinnu- rekstri að falli. Tæpast er hægt að hugsa sér ver fengin gróða en þegar eignir stórhækka, jafnvel margfald- ast, í verði, án þess að eigand- inn hafi nokkuð þurft fyrir því að hafa. Þannig er það með lóð- irnar í Reykjavík. Það væri því engin rangindi unnin, þótt eign- arráðin yfir lóðunum kæmist í hendur bæjarins, án örðugra skilmála fyrir hann. Borgarstjórinn virðist láta í ljós, að ekki sé ósanngjarnt að taka Grafarholt af eiganda þess fyrir yA hluta þess verðs, sem hann getur fengið fyrir jörðina. Borgarstjórinn ályktar jþannig, að raunverulega sé jörðin ekki meira virði og sleppa eigi öllum afleiðingum verðhækkunarbrasks. Sé farið eftir þessum mælikvarða borg- arstjórans, væri ekkert óeðli- legt, þótt bærinn gæti fengið einkalóðirnar fyrir ya—V20 hluta af því verði, sem eigend- urnir geta nú fengið fyrir þær. Til þess að bærinn þyrfti ekki að binda á sig þunga bagga, vegna þessara lóðakaupa, mætti vel hugsa sér, að hann greiddi andvirði þeirra á löngum tíma. Gæti komið til mála, að bærinn þyrfti ekki að greiða meiri af- borganir árlega en svaraði af- gjaldinu af lóðunum. Með því að bærinn eignaðist lóðirnar, væri tvennt unnið í einu: Það væri hægt að lækka lóðaleiguna og hún minnkaði síðan dýrtíðina. Það væri hægt að tryggja bænum öruggan tekjustofn og lækka þannig á- lögur á bæjarbúa. Ýmsir kunna að setja upp meðaumkunarsvip og segja: Þetta væri mjög grár leikur við ýmsa lóðaeigendur. Gróða- möguleikar þeirra væru óskap- lega mikið skertir. Þetta væri hróplegt brot á eignarréttinum. Slíkt getur vel samrímst gömlum sérhagsmunakenning- um. En sú skoðun ryður sér meira og meira til rúms og er í samræmi við jafnréttishugsjón frjálshuga manna, að þjóðfé- lagið eigi ekki að veita fáum mönnum sérréttindi og hlunn- indi á kostnað annarra. Slíkra hlunninda njóta ýmsir reyk- vískir lóðaeigendur nú. Þeir, sem sérréttindanna njóta, verða að fara að venja sig við þá TtMBVrV, fimmtudagmn 21. janúar 1943 Halldór Krístiánsson, Kírkíubóli: [ í • Þessi litla grein er skrifuð til þess að festa mönnum í minni og víðfrægja sumt af því, sem Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri, bar fram sem röksemdir fyrir sig og flokk sinn í kosningabar- áttunni í haust. Mér finnst, að af því megi margt læra, og það ekki sízt í ljósi þeirra atburða, sem síðan hafa gerzt. Verkalýðsfélögin á Vestfjörð- um voru látin samþykkjj, nýjar kaupkröfur á fulitrúafundi í september síðastl. Voru látin, segi ég, því að tillögurnar voru aðkomnar, fundarboðið kom „ofan að“ frá stjórn verkalýðs- samtakanna, og sum verkalýðs- félögin höfðu ákveðið að gera aðrar og miklu minni kröfur. Þegar framboðsfundir voru háð- ir, höfðu þessar tillögur „að of- an“ verið bornar fram og at- vinnurekendur synjað þeim. Hins vegar voru málin þá enn til athugunar og verkföll ekki hafin. Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun hófst t. d. á Þing- eyri 22. október. Þessar kaupdeilur bárust í tal á framboðsfundum. Höfðu sum- ir áhyggjur af deilunum og héldu að þær gætu e. t. v. leitt til vinnustöðvunar og hinna mestu vandræða, því að ef at- vinnulífið hryndi í rúst, mynd- um við ekki lengi verða ríkir. Ásgeir Ásgeirsson hélt því fram, að enginn þyrfti neinu að kvíða vegna þessara mála. Þetta væri allt eins og gengi. Fyrst væru settar fram kröfur og svo gagn- kröfur og svo væri samið og þetta leystist allt af sjálfu sér. Hann þekkti ekki verkamenn að því, að vilja drepa þau fyrir- tæki, sem þeir ynnu við. —: Það gæti verið, að Halldór þekkti það af þeim. — Þessi mál kæmu aldrei til þingsins kasta. Vænt- anlegur þingmaður þyrfti ekki að taka afstöðu til þeirra. Það væri ekki kosið um þau. Þess má geta hér, að um þetta leyti höfðu stjórnendur hrað- frystihúsanna hér í kring fund með sér og gerðu verkalýðsfé- lögunum sameiginlegt gagntil- boð. Blað Alþýðuflokksins á ísafirði, Skutull, kallaði þær til- lögur smánarboð og skírskotaði til þroska verkamanna og bað hugsun, að þjóðfélagið hætti að tryggja sérréttindi þeirra, þegar þau reynast öðrum mönn- um óréttur og torvelda þeim lífsbaráttuna. Þ. Þ. þá standa vel saman, og oftar voru þeir hvattir til þess þar í blaði, að fylgja þessum kröfum fast fram. Nú er skemmst frá að segja, að Flateyringar einir vildu vinna fyrir þetta „smánarkaup“ Al- þýðuflokksins, en það var í nóvember 36.00 krónur á dag í níu klst. vinnu hjá karlmönn- um. Grunnkaup karla 1.60. Annars staðar varð af vinnu- stöðvun og hafa frystihúsin ekki starfað síðan, nema á Flat- eyri. Síðan þetta gerðist hafa bát- ar frá Flateyri stundum sótt afla sinn vestur í Arnarfjörð, og það allt inn undir Bíldudal. Á Bíldudal er ekki tekið við fiski vegna vinnudeilu. Má vel vera, að útvegsbændum sumum út með firðinum hafi þótt illt á að horfa, er aðkomubátar drógu fiskinn fyrir bæjardyrum þeirra en þeim þýddi ekki að fara á sjó, því að fiskur var ekki verzl- unarvara í þeirra firði. Ég nefni hér bændur, því að ég hygg/ að þeir hefðu gjarnan viljað vinna og hafa tekjur þessa mánuði eins og endranær, hvað sem vera kann um hið nýríka fólk í ævintýraborg Gísla Jónssonar. Þingeyringar hafa undanfar- ið fengið nokkur góð fiskiskip og höfðu stórt frystihús i smíð- um. Þessi atvinnutæki þeirra hafa fengið hvíld um skeið vegna kaupdeilunnar. Þetta er nú það, sem Ásgeir Ásgeirsson sagði á framboðs- fundunum, að enginn þyrfti að hafa áhyggjur af. Sumum er e. t. v. hugarhægð í því, að hafa slíkt fyrirheit frá þvílíkum manni. Ekki hefir hann víst mælt af léttúð. En ég verð að játa það, að ég hefi ekki sál og samvizku til þess að taka mér lífið svona létt og áhyggjulaust. Og þannig eru fleiri. Þegar ráðuneyti Björns Þórð- arsonar tók við ^tjórnarstörfum, flutti forsætisráðherrann ávarp. Hann lýsti því þar yfir, að rík- isstjórnin hefði það að höfuð- viðfangsefni, að leysa þann vanda, sem atvinnuvegir lands- manna væru nú í, svo að þeir gætu haldið áfram með eðli- legum hætti. Þarna var ekki hið létta og áhyggjulausa bros Ás- geirs Ásgeirssonar. Þarna var alvarlegur maður, sem hafði á- hyggjur af kaupdeilum og vinnustöðvun og taldi það verk þings og stjórnar að greiða þar úr og koma sáttum á. Stefna Ásgeirs er áð láta það leysast sjálfkrafa, reka stjórnlaust og áhyggjulaust á reiðanum að því, sem verða vill. Þeir, sem hafa stundað fiskiveiðar með línu, vita það vel, að sumar flækjur leysast aldrei sjálfkrafa, þó að þær séu tiltölulega auðveldar, ef rétt er tekið til þeirra. .Hver vill nú skipta á áhyggjuleysi Ásgeirs og þungri alvöru hjá forustumönnum þjóðarinnar • í þessu máli? Verði hér ekki við bjargað 'með áhyggjusamri al- vöru og viðleitni mestu áhrifa- manna, þá verður það ekki gert með áhyggjuleysi og léttúðugu gaspri. Nú um hríð hefir verið á ísa- firði skipstjóraverkfall, sjó- mannaverkfall og bílstjóraverk- fall. Þessi verkföll hófust öll eftir kosningar. Ég hefi verið að leita í Skutli eftir hvatningar- orðum til sjómanna og bílstjóra um að berjast nú vel og sækja rétt sinn. Mér fannst það í sam- ræmi' við fyrri undirtektir blaðs- ins i kaupdeilum og kosninga- ónot þess í minn garð, um skilningsleysi og óvild í garð sjómanna, „Kirkjubólsvíðsýni" 0. þ. h. Ég hefi ekki fundið þess- ar hvatningar. Hins vegar finn ég hjartnæma bæn til sjó- manna, um að athuga nú allar leiðir til sátta og samkomulags og frómár óskir um að friður komist á sem fyrst, svo að at- vinnulíf bæjarins haldi áfram með réttu eðli. Það er nærri því, að ég freistist til að halda, að Skutull hafi öðlazt ögn af „Kirkjubólsvíðsýni“ eftír kosn- ingarnar og skilji nú, að frekar og óbilgjarnar kröfur og háir taxtar er ekki einhlítt. Ekki lasta ég það, þó að mennirnir séu sanngjarnir og hófsamir milli kosninga, en þeir mættu vera það oftar. Ég lét þá skoðun í ljós á framboðsfundi, að gegndarlaus aukning verðbólgu og dýrtíðar gæti orðið hættuleg sjálfstæði landsins. Fyrr eða síðar kæmi að því að útflutningsverðið stæði ekki undir þörfum landsmanna, svo að útgerð, fiskiveiðar og fleira hlyti að dragast saman eða stöðvast. Þá gæti svo farið, að þau stórveldi, sem hafa allf okkar ráð i hendi sér að því er kemur til erlendra nauðsynja og hafa reynzt okkur* vel, en þurfa að fá fisk af íslandsmið- um, þættust þurfa að hafa hér nokkru meiri íhlutun um inn- lend atvinnumál en okkur þætti æskilegt. Þetta þótti Ásgeir hin mesta firra. Öllu væri óhætt gagnvart útlendingunum, hvað sem Hall- dór segði. „Ég tala við útlend- ingana miklu meira en hann.“ Það er nú samt staðreynd, að Ásgeir hefir ekki ennþá talað svo hraustlega við herstjórn út- lendinganna hér, að þeir beygi sig undir kaupkröfur Alþýðu- sambandsins og taxta Dags- brúnar. En um fiskinn er það að segja, að sumt bendir til þess, að Bretar hafi nógan kost liðs og skipa til að sækja hann sjálfir á miðin okkar, og hafi því ráð á að láta hrun sjávar- útvegs á íslandi afskiptalaust. Svo mikið er að minnsta kosti víst, að undanfarið hafa Bret- ar mjög aukið þann togaraflota, sem þeir gera út til fiskiveiða á Vestfjasðamiðum. Ásgeir Ággeirsson ræddi margt um að skipta stríðsgróða. í því sambandi var minnzt á verzlun- arjöfnuðinn. Ásgeir hélt því þá fram, að verzlunai’jöfnuðurinn hefði ekki neitt að segja um af- komu þjóðarinnar. Við ættum að gleðjast yfir því að hann væri óhagstæður, því að það sýndi, að við hefðum getað flutt inn og birgðir hefðu komið til landsins. Jafnframt var hann svo með ádeilur út af því, að stríðsgróðinn hefði ekki verið bundinn erlendis. Hér eru því stefnumálin tvö: 1. Að binda stríðsgróðann erlendis. 2. Að flytja inn vörur fyrir allan stríðsgróðann. — Ályktun verð- ur þá þessi: Það var rangt, að binda ekki stríðsgróðann ytra, en við eigum að gleðjast yfir því, að hann hefir verið fluttur inn í landið. Um birgðirnar sagði Ásgeir, að búið væri að fylla landið af allskonar efnivörum. Sumum er það ráðgáta, hvers konar birgð- ir þetta eru. Treglega hefir tek- izt að fá byggingarefni, svo að hér, i kjördæmi Ásgeirs Ásgeirs- sonar, gétur það jafnvel verið örðugleikum. háð að fá spýtur til þess að halda við verkfærum sínum og áhöldum á sjó og landi. Ekki eru birgðirnar báta- hreyflar, því að þess eru dæmi, að skrokkar bátanna bíði full- smíðaðir svo að skiptir mánuð- um og misserum .eftir því, að vélar fáist í þá. Ekki eru þetta matvörubirgðir. Sumir halda, að þessar birgðir séu undarlega lítils virði, þegar þær mæta al- vöru lifsins og- baráttu þess, þó að þær séu geysidýrar að krónu- tali. Mundi þar ekki sjást klæðnaður, sem er ekki sérstak- lega gerður fyrir íslenzkt fólk við framleiðslustörf í landi sínu og kringum það? Eru ekki þess- ar birgðir í samræmi við þá Dkir 09 eyðsla Ég held það hafi verið „Moggi“ eða Ól. Th. í dálkum hans, sem var að afsaka inn- flutninginn og dýrtíðina nú fyrir nokkru síðan. Þar á voru svo sem ekki miklar misfellur. Enda hafa þeir aðilar unnið dyggilega að aukningu dýrtíð- arinnar og óþarfa innflutnings — í verki. Að gamni mínu fór ég að at- huga þetta dálítið og tel aðeins upp fáein dæmi hér, sem bera vott um dýrtíðina og eyðsluna: Leikföng, og af þeim var ó- sköp mikið í búðunum fyrir jól- in, kostuðu þetta 5-8-falt meira hér en í Englandi. Föt hjá klæð- skerum kosta vanalega 6—650 kr. Efnið í þau (með tilleggi), þegar það er komið hér á land og búið að borga af þvi toll, kostar um kr. 150—170 kr. Fæði á matsöluhúsum hefir kostað hér 400 kr. á mánuði, meðan sízt lakara fæði í mötuneyti samvinnumanna hefir raun- verulega ekki kostað nema nokkuð á þriðja hundrað krón- ur. Kaffi með lítilfjörlegum þrem kökum á einu helzta veit- ingahúsinu, hefir kostað kr. 4.50, og 5.50, ef beðið hefir verið um kaffi í bollann aftur. Sítrón- flaskan í sama húsi hefir kost- að. 3 krónur. Þetta utan „drykkjupeninga“ og eftir að neytendur eru búnir að borga húsrúm og hljóðfæraslátt háu verði. Aðgöngueyrir að sumum veit- ingahúsunum um hátíðarnar mun hafa komizt upp í 50—60 kr. fyrir kvöldið! Stólar, svipað- ir og kosta úti í Englandi 100— 200 kr. kosta hér 1000—1200 kr. Bækur, sem kosta 10—15 kr. að prenta, hafa verið seldar í búðum á þetta 30—50 krónur. Svipuð dæmi þessu má lengi halda áfram að telja. En þeir, sem einhverja tilhneigingu hefðu til þess að trúa Mbl. og Ól. Th. ættu að rölta spölkorn um götur höfuðstaðarins og líta í búðargluggana. Þar er að sjá nóg af fylgiskjölum, sem vitna um ráðleysislegan innflutning og eyðslusemi — og okur selj- andanna er víða takmarkalítið. Kári. þ.róun, að bústofn íslendinga gengur saman og minnkar en postulínshundum, glerkúm og slíkum fénaði fjölgar ört? En hverjir vilja nú gleðjast með Ásgeiri bankastjóra yfir inn- flutningi stríðsgróðans og birgðasöfnun í slíkri mynd? Þessari frásögn er þá lokið að sinni. Mér finnst þessi mál- (Framh. á 4. siBu) ÁrfoækurJReykjavíkur í 150 ár ' Dr. theol. Jón Helgason: Árbækur Reykjavíkur 1786—1936. Útgefandi h. f. Leiftur, Reykjavík. 2. útgáfa 1942. 224 bls. Verð í skinnbandi kr. 100.00. Bók þessi kom út seint á ár- inu 1941 og seldist upp á skömm- um tíma. Var þá hafizt handa um undirbúning nýrrar útgáfu og vann höfundurinn að endur- skoðun verksins, en entist ekki aldur til að ljúka við það. Tók þá dr. Jón Jóhannesson við end- urskoðun bókarinnar og samdi við hana nafnaskrá. Bókin er samin í annálsformi, eins og nafnið bendir til. Hún hefst með árinu 1786, er Reykja- vík voru veitt kaupstaðárétt- indi með konunglegri tilskipun 18. dag ágústmánaðar. Því er talið, að saga Reykjavíkur hefj- ist með því ári. Svo telst til, að innan tak- marka hinnar fyrirhuguðu kaupstaðarlóðar væru þá alls 167 sálir heimilisfastar, en 1 Reykjavíkursókn allri 302 (og öllu landinu rúm 38 þúsund). „Allur þorri kaupstaðarbúa var verkafólk, að einhverju leyti T þjónustu innréttinganna, og al- þýðufólk, sem lifði á handafla sínum.“ Það ár tók lærði skólinn til starfa í nýju húsi á Hólavelli, en sá staður var utan kaup- staðarlóðarinnar. Rektor skól- ans bjó suður í Skildinganesi, en kenrektor vestur í ^Hlíðar- húsum. Skólasveinar voru 29 og var þeim ætlað mötuneyti hjá dönskum skóara í Melshúsum. En þetta fór út um þúfur á miðjum vetri og urðu skóla- sveinar þá að leita á náðir bú- andi manna í kotunum um- hverfis kaupstaðinn. Þannig eru raktir frá ári til árs helztu atburðir, sem gerð- ust í Reykjavík eða snertu bæ- inn og bæjarbúa í heild. Þetta er hvorki saga bæjarins né sam- felld frásögn, heldur minnir það meira á kvikmynd, sem rifjar upp atbufðina í réttri tímaröð og varpar ljósi yfir menn og málefni, sem settu svip á bæ- inn og sögu landsins og þjóð- arinnar um leið. Ef okkur langar til gð rifja upp atburði, sem gerðust fyrir 100 árum, atburði, sem „elztu menn muna ekki,“ flettum við upp árinu 1843. Það ár var býsna vjðburðaríkt, og skulu hér til- greind nokkur atriði, því að það gefur betri hugmynd um bók- ina en unnt er að gera í langri umsögn: 1843. Vetur var frá nýári í harðara lagi fram til marzloka og vorið þurrt og kalt allt til Jónsmessu. Grasvöxtur varð í meðallagí hér syðra, en vegna sífelldra votviðra frá sláttar- byrjun til haustjafndægra varð nýting í lakara lagi um allt Suðurland---------. Hinn 8. marz kom út konung- legur úrskurður um endurreisn Alþingis, sem fyrirheit hafði verið gefið um 20. maí 1840. Höfðu stéttaþingin dönsku haft það mál til meðferðar og talið réttmætt, að íslendingar yrðu sömu réttinda aðnjótandi og Danir. Voru einkum skiptar skoðanir um það á stéttaþing- inu 1) hvort tilskipunin skyldi gefin út sem bráðabirgðalög 2) hvort aðra tungu en íslenzku mætti nota á þinginu og 3) hvort umræður ættu að fara fram í heyranda hljóði. Niður- staðan varð' sú, að tilskipunin yrði ekki gefin út sem bráða- birgðalög, heldur sem endanleg ákvörðun, að íslenzka væri að sjálfsögðu sú tunga, sem aðal- lega .yrði notuð á þinginu, en skyldi konungsfulltrúi ekki vera nógu vel að sér i íslenzkri tungu til þess að taka þátt í umræð- unum, þá mætti honum vera heimilt að bregða fyrir sig dönskunni. Að öðru leyti mætti konungsfulltrúi velja sér að- aðstoðarmann, er sæti með hon- um þingfundi og hjálpaði hon- um til að skilja hina íslenzku ræðumenn. Loks var ákveðið, að umræður skyldu ekki fara fram í heyranda hljóði.... Eftir margháttaðar bolla- leggingar og skrif fram og aft- ur varðandi flutning latínu- skólans frá Bessastöðum, var loks 21. apr. gefinn út konungl. fullnaðarúrskurður um það mál, og heimilaði sá úrskurður m. a. útborgun 12000 ríkisdala í því skyni af „hinum íslenzka kol- lektusjóði“, sem runnið hafði inn í ríkissjóðinn danska. Þá var og á þessu ári fast- mælum bundinn flutningur Viðeyjarprentverks til Reykja- víkur. Hafði Ólafur M. Step- hensen sekretéri farið fram á framlengingu á samningum sín- um varðandi prentverkið, helzt til 10 ára, en jafnframt sett það skilyrðir' að leigumálinn yrði færður niður í 75 rdl. á ári í stað 100 rdl. En stiftsyfirvöldin sáu sér ekki fært, úr því sem komið var, að taka þau tilmæli til greina.-------- Með bréfi stjórnar háskólans og hinna lærðu skóla, dags. 23. sept., var stiftsyfirvöldunum falið að tilkynna Árna stifts- prófasti Helgasyni, að honum sé eftirleiðis óheimilt að „útskrifa“ stúdenta til háskólans........ Hinn 17. nóv. var Sveinbjörn Egilsson, kennari á Bessastöð- um, kjörinn heiðursdoktor í guðfræði við Breslauarháskóla. — Á þessu ári lagðist niður hið gamla „Klubbfélag Reykjavík- ur“, af því að það fékk hvergi húsnæði. Hafði svo óvingazt með félaginu og eiganda klubbsins, Th. M. Thomsen, að hann byggði félaginu út úr hús- um sínum.---------- Hér hefir ýerið stiklað á því helzta, sem gerðist í Reykjavík fyrir réttum 100 árum. Á þessu og næstu árum er lagður grund- völlur að mörgu, sem nú skiptir meginmáli fyrir Reykjavík og þjóðina í heild. En jafnframt og engu síður er fróðlegt að kynnast því, sem nú er horfið. M. a. bera flestallir kaupmenn og embætismenn erlend nöfn um þessar mundir, enda var Reykjavík þá hálfdanskt þorp í raun og veru. Skulu nú nefnd nokkur sundurlaus atriði frá næstu árunum eftir 1843. 1844. Upp úr nýári harðnaði veðrátta tilfinnanlega, svo að gerði vetur frostharðan og stormasaman, en snjókoma varð með langminnsta móti á þess- um tíma árs.------- Vegna ýmislegra ófyrirsjáan- legra tálmana var úrskurðað að fresta fyrstu alþingissam- komu til næsta árs, (1. júlí 1845), en kosningar til alþingis skyldu fara fram á næsta hausti. Fór þessi fyrsta kosning til Alþingis fram hér í bænum 17. sept. Kosningin fór svo, að Sveinbjörn Egilsson, adjunkt á Bessastöðum, var kosinn með 15 atkv., en næstur varð Árni stiftprófastur með 11 atkv. — Um vorið kom til Reykjavíkur efniviður til latínuskólans, til- höggvinn frá Kristjánssandi í Noregi. Áður var kominn út hingað norskur múrari til að sjá um bygginguna.----------Var síðan unnið að smíði hússins allt sumarið, og gekk það svo greiðlega, að húsið var komið undir þak um veturnætur. Var lögð mesta áherzla á, að smíð- inni væri hraðað til þess að Al- þingi gæti haldið samkomur sínar í skólahúsinu næsta sum-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.