Tíminn - 20.02.1943, Blaðsíða 2
82
TÍMIM, langardaglnn 20. febr. 1943
21. blað
^ímirat
Laugardagur 20. febr.
Skipulagaíng land-
búnaðariramleiðsl-
unnar
í ræðu Steingríms Steinþórs-
sonar búnaðarmálastjóra, sem
birtist i blaðinu í dag, er rætt
um stórfellt vandamál, sem
gefinn hefir verið oflítill gaum-
ur til þessa.
Steingrímur sýnir þar fram á,
að öll rök hnlgi í þá átt, að
breyta verði stórlega fram-
leiðslu landbúnaðarins á kom-
andi árum, ef vel eigi að fara.
Þaö muni þurfa að draga úr
kjötframleíðslunni, bæði með
fækkun sauðfjár og hrossa, en
auka framleiðslu á mjólk, græn-
meti og eggjum.
Reynsla virðist benda til þess,
að okkur muni ganga erfiðlega
að selja kjöt á erlendum mark-
aði fyrir það verð, sem bændur
þurfa að fá. Mörg undanfarin
ár hefir orðið að greiða verð-
uppbætur á útflutta kjötið. Sá
tími getur komið fyrr en varir,
að kjötframleiðsluna verði að
miða við innanlandsmarkaðinn
einan. Hins vegar er fram-
leiðsla á mjólk, grænmeti og
eggjum hvergi nærri nóg til að
fullnægja þörfum þjóðarinnar.
Þar blða landbúnaðarins verk-
efni, sem getur mætt takmörk-
un kjötframleiðslunnar, og vel
það.
Til þess að komá þessum mál-
um í framkvæmd á heppilegan
hátt, þarf víðtæka og markvissa
skipulagningu. Þau héruð, sem
eru bezt fallin til sauðfjárrækt-
ar, verða að einbeita sér að
þeirri framleiðslugrein. Héruð-
in, sem eru bezt fallin til naut-
griparæktar, verða * að leggja
alla stund á hana.
Slík skipulagning landbúnað-
arframleiðslunnar mun áreiðan-
lega reyna á skilning og víðsýni
bændastéttarinnar. Sakir allra
hluta væri bezt, — eins og bún-
aðarmálastjóri sýnir fram á i
ræðu sinni, — að bændur gætu
sjálfir leyst þetta mál með
frjálsum samtökum, en ekki
þyrfti að grípa til lögþvingun-
ar, en sú hefir orðið niðurstað-
an víða annars staðar, þegar
líkt hefir staðið á þar.
Samtök bændanna, búnaðar-
félögin og samvinnufélögln,
hafa reynzt þess megnug að
leysa mörg erfið vandamál.
Vonandi tekst þeim einnig að
leysa þetta mál giftusamlega.
Búnaðarmálastjóri minnist
ennfremur á verkefni, sem er
skylt þessari skipulagningu
landbúnaðarframleiðslunnar, en
það eru iðnaðarmál sveitanna.
í sveitunum getur þróast marg-
víslegur iðnaður, einkum í
byggðahverfum, sem margir láta
sig dreyma um.
Þótt þannig kunni að fara, að
takmarka verði kjötframleiðsl-
una, er fásinna að halda fram
því, að sveitabúskapinn beri að
takmarka í heild. Hans bíða
samt næg verkefni, eins og lýst
er í ræðu búnaðarmálastjóra.
Búnaðarmálastjóri leggur á
það áherzlu í ræðu sinni, að
bændum beri að haga fram-
leið!slu sinni með tilliti til þjóð-
arhags. En það veitir' þeim
jafníramt rétx tii að krefiast
þess, að vinna þeirra sé ekki
ver goldin en annarra stétta
þjóðfélagsins. Það skortir enn
talsvert á það, að slíkur réttur
þeirra sé viðurkenndur. Þess-
um rétti sínum mega bændur
enn síður gleyma, ef þeir hefj-
ast handa um breytingar á
framleiðslu sinni, sem fyrst og
fremst eru gerðar með þjóðar-
hag fyrir augum.
Það má telja vafalaust, að
búnaðarþing fallist á þá tillögu
búnaðarmálastjóra, að skipa
#milliþinganefnd, er undirbúi
frekari tillögur í þessum mál-
um í samráði við stjórn Bún-
aðfélags íslands. Þetta er mál,
sem fyrst og fremst varðar
bændur, og því í alla staði æski-
legast, að það þurfi ekki að
komast í hendur annarra aðila.
Þ. Þ.
(Framh. f 1. siSu)
Stærsti voðinn, sem hin sí-
vaxandi hrossaeign skapar, er
sá, að þau hljóta að valda stór-
felldum fóðurskorti og jafnvel
hordauða, þegar næst kemur
verulega harður vetur. Því að
vitað er, að í aðal hrossahéröð-
um landsins er hrossum ætlað
svo lítið fóður, að það engan
veginn getur nægt, ef nokkuð
herðir að með tíðarfar.
• Kartöflu- og grænmetisfram-
leiðsla hefir mjög vaxið hin
síðustu ár. Höfuð við, þegar
bezt hefir látið, ræktað nægi-
legt til eigin þarfa af kartöfl-
um. Nokkuð mun þó mega auka
kartöflu- og grænmetisrækt
enn, því að neyzla þjóðarinnar
áf þessu ágætu matvælum er
mikið minni ennþá en ætti að
vera. Mætti mjög spara korn-
vöru- og sykurkaup með vax-
andi framleiðslu á þessu sviði.
Margir hafa horn í síðu loð-
dýraræktarinnar og telja, vegna
þeirra miklu erfiðleika, sem nú
eru á því að láta þá atvinnu-
grein bera sig, að bezt sé að út-
rýma henni með öllu. Ég er hér
á allt annarri skoðun, Ég er
sannfærður um, að skilyrði til
loðdýraræktar eru svo góð hér
á landi, að sjálfsagt er að hag-
nýta sér þau. Loðskinn verða
ávallt notuð, meðan mannkyn-
ið klæði sig í einhverjár flíkur.
Loðskinn eiga að geta orðið ein
af þeim fáu vörum snertandi
landbúnað, sem við eigum að
geta orðið samkeppnisfærir með
á erlendum markaði.
Geysi hagstætt er að nota ó-
dýrt og lélegt kjöt til loðdýra-
eldis, s. s. af gamalkúm, göml-
um ám og hrossum. Á undan-
förnum árum hefir mjög mik-
ið af slíku kjöti verið selt fyrir
allgott verð til loðdýraeldis,
kjöt, sem annars hefði reynzt
lítt mögulegt að gera að verzl-
unarvöru, eða að minnsta kosti
orðið.að seljast fyrir mun lægra
verð, en fengizt hefir 'fyrir það
til loðdýraeldis. Á þann hátt
hefir loðdýraræktin orðið
bændum að miklu liði, þótt
ýmsir hafi tapað á sjálfu loð-
dýi-aeldinu. Þetta getur og orð-
ið eftirleiðis, ef rétt er að farið
og verður að athugast, þegar
dæmt.er um, hvort hverfa skuli
með öllu frá loðdýraeldi.
Hænsna- og önnur. alifugla-
rækt er mikið minni en ætti og
þyrfti að vera. Það má auka
eggjaframleiðsluna mjög mik-
ið, aðeins til þess að fullnægja
neyzluþörf þjóðarinnar.
Svínaeldi hefir allmjög auk-
izt síðustu árin. Hafa ýmsir
haft góðan hag af því, einkum
S t e f á n Jónsson:
NIÐURLAG.
Miðstöðin milli sanda.
Kirkjubæjarklaustur á Siðu
er alþekktur staður. Þar er
fagurt bæjarstæði. Þaðan er
fögur fjallasýn, og fossinn
fagri á bak við bæinn er mik-
ill aflgjafi. — Þar búa nú þrir
synir Lárusar heitins í Klaustri,
og hafa þeir, auk reisulegra
bæjarhúsa, byggt þar allstórt
sumargistihús, raflýst og hitað
með rafmagni.
Þar var fyrir nokkrum árum
byggt prestssetur fyrir Prests-
bakkabrauð, og á síðustu ár-
um hefir kaupfélagið í Vík haft
þar myndarlegt útibú, en á
liðnu hausti tók þar til starfa
sláturhús og frystihús, er Slát-
urfélag Suðurlands lét reisa
þar Allar þessar byggingar fá
hita og ljós frá sama fossinum,
hinum mikla aflgjafa. Vatns-
hjólið frá gömlu stöðinni
rekur frystivélína, en fyrir
hinar byggingarnar er önnur
aflstöð með nýju vatnshjóli,
sem getur framleitt um 70 hest-
öfl. Af þeim eru nú aðeins not-
uð um 35 hestöfl. Þarná er því
virkjað mikið afl, sem enn er
ekki að fullu notað. Þetta nýja
vatnshjól smíðaði Sigurjón
Björnsson frá Vík, en hann
hefir áður fyr unnið hjá Bjarna
heitnum á Hólmi. Er hann hinn
þeir, sem aðstöðu hafa haft til
þess að fá ódýrt fóður, s. s. úr-
gang frá setuliðinu og annað
þess háttar. Markaðurinn fyrir
svínakjöt hefir aðalega verið
hjá herliðinu. Ég hefi orðið þess
var, að margir eru þeirrar skoð-
unar að hér sé um upprenn-
andi og álitlega atvinnugrein að
ræða. Munu margir hafa keypt
gyltur geysiháu verði og lagt í
mikinn kostnað til þess að koma
á fót svínaeldi. Ef margir ráð-
ast í slíkt óttast ég mjög, að
strax verði um offramleiðslu að
ræða og þeir, sem í þetta réð-
ust síðastir verði fyrir tapi og
vonbrigðum. Við neytum lítils
af fleski, og engar líkur eru til
þess, að mínum dómi, að við
getum orðið samkeppnisfærir á
erlendum markaði með útflutn-
ing á fleski. Hin öra þróun
svínaræktar þessi allra síðustu
ár, er því eitt af þeim fyrir-
brigðum í framleiðslumálum
landbúnaðarins, sem full þörf
er að taka til athugunar, áður
en varið er stórfé til þess að
koma á fót atvinnuvegum, sem
ef til vill hafa litla eða enga
þroskamöguleika.
Niðurstaðan af þessum hug-
leiðingum verður því sú, að all-
mikið megi auka framleiðslu
mjólkur og mjólkurvara, nokk-
uð kartöflur og grænmeti, svo
og egg. Nýjar framleiðslugrein-
ar eins og kornrækt eru enn á
tilraunastigi, en þó er það þeg-
ar sannað, að kornrækt má
stunda hér við góðan árangur.
Það er því hægt að auka fram-
leiðslu landbúnaðarins i all-
mörgum greinum, þótt eingöngu
sé við það miðað, að framleiða
tíl innanlandsneyzlu einnar.
Hins vegar er kjötframleiðsla
okkar svo mikil (kindakjöt,
hrossakjöt og nautakjöt) að við
verðum með jafn mikilli fram-
leiðslu og nú er, að flytja all-
verulegan hluta þess á erlend-
an markað og einnig ull og gær-
ur. Hvernig horfir með sölu á
þessum afurðum? Það er al-
þekkt, að markaðsverð erlend-
is var svo lélegt á þessum vör-
um fyrir stríð, að ekki nægði
fyrir framleiðslukostnaði. Reynt
var að ráða bót á þessu með því
að selja kjöt innan lands hærra
verði en fékkst fyrir það á er-
lendum markaði og nota verð-
mismuninn til þess að bæta upp
það kjöt, sem flutt var úr landi.
Öll viðskiptasambönd við
meginland Evrópu rofnuðu
vegna styrjaldarinnar. Hafði
það alvarlegar afleiðingar í för
með sér fyrir sölu á ull og gær-
um. Urðu vörur þessar óselj-
anlegar, eða seldust fyrir svo
mesti hagleiksmaður eins og
smíðin sýnir. Frystivél frysti-
hússins er í beinu sambandi
við vatnshjólið, aðeins ein
reim, sem tengir. Snúnings-
hraði hjólsins snýr þannig
frystivélinni í beinu sambandi,
og hefi ég ekki heyrt þess getið
fyrr. Sparar þetta mikil véla-
kaup.
Vestur-Skaftfellingar,
— fólkið.
Það er ekki ætlun mín að lýsa
í þessum þáttum fólkinu, sem
ég hitti á ferð minni, en það er
trú mín, eftir þessari litlu
kynningu, að væru Skaftfell-
ingar bornir saman við aðra
landsmenn, með hlutlausum
samanburði, þá myndi sá sam-
anburður verða þeim hagstæð-
ur. Þeir eru menn traustir og
æðrulausir, gáfaðir og gestrisn-
ir. Vegna hagstæðrar aðstöðu og
hugvits hefir þeim víða tekizt
að beizla bæjarlækina og hina
freyðandi smáfossa i fjallahlíð-
unum og látið þá veita birtu og
yl inn á heimili sín.
1 Skammdegið gleymist, þegar
ljós er í hverjum glugga og úti-
ljósin skína bjart yfir hverjum
dyrum. Eru mér minnisstæð
mörg yndisleg heimíli frá ferð
minni, hlý og björt, þótt þau
verði ekki hér talin, en trú mín
lágt verð, að ekki var við hlít-
andi. Á þessu var reynt að ráða
bót með því að verðbæta út-
flutningsvörur landbúnaðarins.
Árið 1940 var það gert af fé
því, sem Bretar létu í té, sem
bætur fyrir markaðstöp vegna
styrjaldarinnar. Féllu það ár í
>hlut landbúnaðarins milli 4 og
5 miljónir króna á þennan hátt.
Árið 1941 voru þessar vörur
verðbættar úr ríkissjóði með
svipaðri upphæð. Afurðir árs-
ins 1942 ber og að verðbæta ur
ríkissjóði samkvæmt þingsá-
lyktun frá sumarþinginu síð-
asta. Er talið, að þær verðupp-
bætur vegna sauðfjárafuröa
(útflutt kjöt, ull og gærur) muni
nema fullum 20 miljónum
króna,' eða allmikið hærri upp-
hæð en öll útgjöld hins íslenzka
ríkis námu fyrir styrjöldina.
Slíkar ráðstafanir er nauð-
synlegt að gera, þegar jafn
stórkostleg truflun kemst í allt
framleiðslu- og viðskiptalif og
nú hefir átt sér stað af völdum
styrjaldarinnar.
En hitt getur ekki komið til
mála, að svo fari fram til lengd-
ar. Þótt styrjöldin réttlæti slík-
ar aðgerðir og geri þær nauð-
synlegar í svip, er ekki hægt að
halda áfram að greiða háar
verðuppbætur á vörur, sem
fluttar eru úr landi. Enda mun
öllum vera ljóst, að þessu verð-
uv ekki haldið áfram að styrj-
öídinni lokinni.
Það er þess vegna hin mesta
nauðsyn að fulltrúar landbún-
aðarins taki mál þetta til ítar-
legrar meðferðar nú þegar. Þótt
eitthvað skáni með markað
fyrir sauðfjárafurðir erlendis
að ófriðnum loknum, þegar
markaðir opnast að nýju á meg-
inlandi Evrópu, þá eru þó mjög
litlar líkur til þess, að svo hátt
verð fáist fyrir sauðfjárafurðir,
‘að nægi fyrir framleiðslukostn-
aði þeirra hér á landi. Öll merki
bentu til þess síðustu árin fyrir
styrjöldina, að miklum erfið-
leikum væri háð að framleiða
þessar vörur fyrir erlendan
markað. En nú hefir allur fram-
leiðslukostnaður margfaldaz.t
hér — og þótt takist að lækka
vísitöluna' og þá um leið fram-
leiðslukostnaðinn nokkuð, þá
er svo gífurlegt djúp milli fram-
leiðslukostnaðarins og þess
verðs, sem að líkindum mun
fást á erlendum mörkuðum
fyrir landbúnaðarafurðir vorar
að styrjöldinni lokinni, ,að lítil
von er til að það verðl brúað.
íslenzkir bændur verða því að
vera viðbúnir að mæta þeim
vanda nú á næstu árum, að
ekki verði hægt að framleiða
á framtíð íslenzkrar alþýðu
hefir aukizt við þá kynningu.
En hvernig unir fólkið hag
sínum í þessum afskekktu
sveitum? mun einhver spyrja.
Er fólkinu ekki allt af að
fækka? Ég get ekki svarað þess-
um spurningum, eftir þessa
stuttu kynningu, en ef dæma
ætti eftir Meðallandinu, þá eru
ekki mikil brögð að því. í skól-
anum voru 29 böyi 10—13 ára,
en 30 heimili eru í hreppnum,
og því má bæta við, að einn
bóndinn í Meðallandinu gifti sig
fyrstu dagana í janúar um leið
og 20. barn brúðhjónanna var
skírt, og 2 drengi af þessum
20 börnum sá ég í skólanum og
er það álit mitt að þar vaxi upp
góðir stofnar. Þessi 20 systkini
munu mjög vel gefin að gáfum
og líkamlegu atgjörvi. Gerl aðr-
ir betur.
Yfir Skeiðarársand.
Við Hannes á Núpsstað leggj-
um upp austur yfir Skeiðarár-
sand snemma morguns í blæ-
kyrru veðri hinn 18. janúar. í
fyrra fór ég yfir Skeiðarársand
í vondu veðri og vatnavöxtum,
og skal því ekki leynt, að lítt
hlakkaði ég til þeirrar ferðar,
en bótin var sú, að ég treysti
hinum þaulreynda ferðamanni
og vatnagarpi Hanneki á Núps-
stað. Nú var veður fagurt og
Núpsvötnin eins og bæjarlækur
og Skeiðará náði ekki hné.
Hannes á Núpsstað er lands-
kunnur maður fyrir fylgdir yfir
Skeiöarársand, en lítt heldur
hann á lofti sínum ferðaminn-
ingum. Saga, sem hér fer á eftir,
sauðfjárafurðir til útflutnings
nema mjög takmarkað. Það er
að mínum dómi skammsýni og
fyrirhyggjuleysi að búast ekki
við slíku, þótt vonandi sé að
betur kunni úr að rætast. Af
þessum ástæðum er sérstök þörf
á því einmitt nú, að taka fram-
leiðslumál landbúnaðarins til
rækilegrar ihugunar. — Það
er skylda þeirra, er trúnaðar-
störfum gegna fyrir bændur að
rannsaka þessi mál og vera við-
búnir, eftir því sem hægt er,
að taka erfiðleikunum.
Aðalþáttur landbúnaðarins í
þjóðarbúskap okkar á að vera
sá, að sjá þjóðinni fyrir nægi-
lega miklum matvælum og hrá-
efnum til iðnaðar, af þeim vör-
um, sem skilyrði eru til að fram-
leiða hér á landi. í annari röð
kemur svo að framleiða vörur
til útflutnings. Bændur verða
að haga framleiðslu sinni með
tilliti til þessa. Þeim ber fyrst
og fremst að framleiða það sem
þjóðin þarfnast. Framleiðsla á
landbúnaðarvörum til útflutn-
ings verður alltaf miklum erf-
iðleikum háð hér, sumpart
vegna erfiðra náttúruskilyrða,
og sumpart vegna þess hve erf-
itt er fyrir landbúnaðinn að
keppa um vinnuafl við aðra at-
vinnuvegi hérlendis — og þá
einkum sjávarútveginn. Land-
búnaðinum ber því skylda til
þess að fullnægja þörf þjóðar-
innar fyrir landbúnaðarvörur.
Eins og áður er drepið á, vant-
ar mikið til að svo sé um
mjólk, grænmeti og egg. Þessa
framleiðslu ber, því að auka.
Hins vegar verðum vér að
vera við því búnir að þurfa að
draga úr kjötframleiðslunni,
sumpart með því að fækka
hrossum alvarlega og sumpart
með því að fækka sauðfé.
En á sama hátt og bændum
ber að fullnægja þörf þjóðar-
innar fyrir landbúnaðarvörur,
eftir því sem framleiðsluskil-
yrðin leyfa, er hins vegar skylda
þjóðarinnar að sjá um að bænd-
ur fái fyllilega jafn mikil laun
fyrir erfiði sitt og aðrar vinn-
andi stéttir þjóðfélagsins. Þess
er ekki að vænta, að fólk fáist
til að sinna landbúnaðarstörf-
um, ef alla vinnu á þar að
greiða með lægri taxta en al-
genga daglaunavinnu. Megin-
þorri íslenzkra bænda eru ein-
yrkjar' og hafa því að þessu
leyti sömu aðstöðu og verka-
menn. Mjög hefir brostið á, að
bændur, og þeir aðrir, er land-
búnaðarstörf stunda, hljóti fyr-
ir vinnu sína sama kaup og við-
gengst fyrir önnur störf. Þetta
er hættuleg villustefna. Jafn-
rétti landbúnaðarins í kaup-
gjaldsmálum verður að viður-
kenna sem sjálfsagt réttlætis-
mál. Og það er því aðeins að
þessi réttur sé viðurkenndur, að
lýsir Hannesi vel. Skátar í
Reykjavík báðu Helga bónda í
Seglbúðum að semja fyrir sig
leiðarvísi um það, hvernig menn
skyldu haga sér, ef þeir lentu
á sund á hesti í straumvatni.
Helgi samdi greinina, en sendi
Hannesi á Núpsstað handritið
og bað hann að lesa yfir og lag-
færa. Hannes las yfir handrit-
ið og gaf margar góðar bend-
ingar, en í bréfi til Helga kemst
hann þannig að orði: „Það er að
fara í geitarhús að leita ullar,
að koma til mín með slíkt, þar
sem ég hefi alla mína ævi ver-
ið að varast það að lenda á
sund.“
Bæjarstaðaskógur.
Oddur bóndi á Skaftafelli
kom á móti okkur á miðjan
Sand og tók mig á sína hesta
en Hannes sneri aftur. Að
Skaftafelli var komið kl. 2 eftir
51/2 tíma ferð yfir auðnir
Skeiðarársands.
Enn er veðrið fagurt. Ég
nefni það við Odd bónda að
ég hafi hug á að fara í Bæjar-
staðaskóg og ekki sé að vita
hvernig veðrið verði á morgun.
Hann var fljótur til svars og
sagði að velkomið væri að hann
kæmi með mér strax og við
hefðum lokið við matinn.
Bæjarstaðaskógur liggur inni
í jökulkróknum, rétt austan við,
þar sem Skeiðará kemur undan
jöklinum. Áður hefir verið
þarna mikið land skógi vaxið
og víða um hlíðarnar inn frá
Skaftafelli er fallegur skógur.
Nú er fegursti hluti Bæjar-
staðaskógar vandlega girtur,
hægt er að gera þá kröfu til
bænda, að þeir skipuleggi fram-
leiðslu sína með tilliti' til inn-
anlandsþarfá.
Hingað til hefir ekkert verið
gert til þess hér á landi að
skipuleggja landbúnaðarfram-
leiðslu vora og laga hana á þann
hátt, sem mest eftir -þörfum
þjóðarinnar. Enda samrýmist
það bezt öllum atvinnuháttum
vorum og venjum, að minnst sé
gripið inn á athafnasvið fram-
leiðendanna með beinum fyr-
irmælum og lagaboðum. Væri á
allan hátt heppilegast, að hægt
væri að losna við að fara lög-
þvingunarleið i þessum efnum.
Hitt mundi á allan hátt affar-
sælla og líklegra til góðs árang-
urs, að bændur með sín
frjálsu félagssamtök, búnaðar-
félög og samvinnufélög, gætu
komið því skipulagi á fram-
leiðslumál landbúnaðarlns, sem
þeim sjálfum og þjóðinni allri
hentar bezt. En þetta getur þó
því aðeins orðið, að bændur
sjálfir taki þessi mál til ræki-
legrar íhugunar og komi því
skipulagi á um framleiðslu
landbúnaðarvara með frjálsri
samvinnu, sem þessir tímar
kunna að heimta.
Ýmsar aðrar þjóðír hafa þó
orðið að grípa til þess að skipu-
leggja landbúnaðarframleiðslu
sína til þess að geta dregið úr
þeim framleiðslugreinum, sem
ókleift reyndist að fá sæmileg-
an markað fyrir, innan
lands né utan. Nægir í því efni
að benda á, hvernig Danir fóru
að árin fyrir heimsstyrjöld þá,
er nú geysar, þegar svínafram-
leiðslan hjá þeim varð svo mik-
il, að hvorki heimamarkaður-
inn né brezki markaðurinn gat
torgað fleskinu. Þá gáfu Danir
út svinakort, sem heimiluðu
hverjum framleiðanda rétt til
þess að framleiða til sölu ákveð-
inn fjölda svína. Á þennan hátt
höfðu Danir hemil á, hversu
mikið barst á markað á hverj-
um tíma af þessari vöru.
Ef grípa þarf til þess ráðs, að
draga úr kjötframleiðslu vorri,
og miða hana mestmegnis við
eigin þarfir, þá verða slik af-
skipti af búnaðarháttum bænda
ærið vandasöm og erfið til úr-
lausnar. Ýms héröð eru þannig
sett hérlendis, að sauðfjárrækt
er því nær hin eina framleiðslu-
grein, sem hægt er að starf-
rækja þar, minnsta kosti eins
og framleiðsluskilyrðum er enn
háttað. Þessi héröð, sem svo er
ástatt um, verða því að fá for-
gangsrétt til sauðfjárfram-
leiðslu. Verður þetta að bitna
á þeim héröðum, sem hafa bezt
skilyrði til mjólkurframleiðslu
og garðræktar. Getur vel svo
farið, að í þeim héröðum, þar
sem mjólkurframleiðsla er bezt
(Framh. á 3. siðu)
fyrir ötula forgöngu Hákonar
Bjarnasonar skógræktarstjóra
og velunnara skógræktarmála.
Trén í skóginum eru sérlega
beinvaxin og fögur, og svo er
skógurinn þroskamikill, að
hvergi mun eins gott til fræ-
tínslu og þar, og eru rríargir
hestburðir af fræi tíndir þar á
hverju hausti og dreift víðs
vegar um landið.
Erindi mitt í skóginn var þó
ekki aðallega það, að sjá þenn-
an friðsæla jöklareit, heldur að
athuga heita laug, sem er í
hlíðinni rétt fyrir vestan skóg-
inn. Eru þar tvær uppsprettur,
önnur með allmiklu vatnsmagni
um 20° heitu, en hin um 50—
60° heit en vatnslítil. Sýnist
þarna vera góð aðstaða til sund-
laugarbyggingar með því að
leiða báðar uppspretturnar
saman. Er það hugsjónamál Ör-
æfinga að koma þarna upp
myndarlegri sundlaug. Nem-
endahópar úr nágrannasveitum
gætu svo legið þarna við í tjöld-
um og stundað sundnám og
hlynnt að skóginum. Ekki þarf
að óttast illviðrin, því að í
Bæjarstaðarskógi er veðursæld
mikil, þótt við jökulrætur sé.
Jökulsá „á haldi.“
Jökulsá á Breiðamerkursandi
var áður illræmt vatnsfall,
vatnsmikið og straumþungt. Á
síðari árum hefir áin breytt
sér þannig, að ósinn stendur
uppi, sem kallað er, og áin er
óreið í tveimur kvíslum, en sjór
fellur í stórum flóðum alveg upp
að jökli. Hún er því ætíð nú
farin á ferju, og er sinn bát-
Ferðaþættir