Tíminn - 09.03.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.03.1943, Blaðsíða 2
110 T JyU VN, þrtðjadagiim 9. marz 1943 28. blað Dr. Halldór Pálsson, saiiðrjárræktarráSim.: Kiljan og kynbótafræði hans Skáldið Halldór Kiljan Lax- ness hefir ritað alllanga grein um landbúnaðarmál í október- hefti Tímarits Máls og menn- ingar. Ritsmíð þessi er með af- brigðum ófyrirleitnisleg árás á íslenzka bændastétt og upp- spunninn rógur um helztu framleiðsluvörur íslenzks land- búnaðar. Menntunarskortur og framhleypni höfundarins, van- þekking hans á atvinnuháttum íslendinga og annarra þjóða, er hann vitnar til, fullyrðingar, gifuryrði, blekkingar og alger vanmáttur á að greina skáld- skap frá staðreyndum ein- kenna grein skáldsins. Til þess að auglýsa betur vanþekkingu sína, geðofsa og hneigð til rógburðar, ritar skáldið ennfremur tvær rudda- legar greinar i Þjóðviljann 13. des. og 16. jan. s. 1. um þessi mál. Ég heí'i leitt hjá mér pólit- ískar deilur. Myndi ég því ekki svara þessari tímaritsgrein, ef hún væri aðeins venjulegur kommúnistiskur áróður. En stöðu minnar vegna tel ég mér skylt að svara nokkrum orðum þeim þáttum i grein skáldsins, þar sem veitzt er að sauðfjár- rækt og dilkakjötsframleiðslu íslenzkra bænda. I. v Skáldið Laxness segir í grein sinni: „íslenzkt kindakjöt er, jafnvel þótt sleppt sé allskon- ar óverkun þess, yfirleitt heldur slæm vara. Tiltölulega lítill hluti þess er markaðshæft er- lendis á venjulegum tímum a. m. k. tíl átu. Orsökin er sú, að íslenzkt fé er yfirleitt ekki alið til holda, heldur látið horast nokkurn hluta ársins og safna fitu á öðrum tímum. Fitulögin, sem af þessu myndast í kjötinu telja útlendingar óþverra“. í þessum setningum kemur í ljós takmarkalaus þekkingar- skortur eða vísvitandi ákvörð- un höfundarins að fara með ósannindi og blekkingar. íslenzkt kindakjöt er yfir- leitt mjög góð vara og verkun þess nú orðin fullkomlega eins góð og kjötverkun í öllum helztu sauðfjárræktarlöndum heims- ins. Af því kindakjöti, sem ár- lega kemur á markað hér á landi, er 80—90% dilkakjöt, af 3i/2—41/2 mánaða gömlum dilk- um. 10—20% af kjötinu er af fullorðnu fé. Mikill hluti af því er af sauðum, ungum algeldum ám og veturgömlu fé og nokk- uð af gamalám. Því nær allt gamalærkjötið er notað í pylsur og kæfu, eins og venjulegt er með slíkt kjöt. Megnið af geldfjárkjötinu er reykt og selt innanlands og er það og verður hinn eftirsótt- asti hátíða- og „luxus“-réttur íslendinga, hvað sem skáldið Kiljan segir. Það kindakjöt, sem er á boð- stólum árið um kring, er því dilkakjöt. Um margra ára skeið áður en yfirstandandi styrjöld skall á, . var helmingur af íslenzkri dilkakjötsframleiðslu seld á er- lendum markaði. Síðan fyrir 1930 var mikill meirihlutinn af útíluttu ís- lenzku dilkakjöti selt á stærsta kjötmarkaði heimsins, Smith- field markaðinum i London, þar sem gerðar eru meiri kröfur til vörugæða og fullkomnustu verkunar á kjöti en á nokkrum öðrum kjötmarkaði í heimi. Þar er líka selt allt úrvals dilkakjöt helztu sauðfjárrækt- arlanda heimsins. íslenzka dilkakjötið þolir að vísu ekki samanburð við allra bezta dilkakjötið, sem selt er á heimsmarkaðinum, þ. e. hið heimsfræga Nýja-Sjálands dilkakjöt, sem þekkt er undir náfninu „Canterbury Lamb“ og úrvalið úr dilkakjöti frá Ar- gentínu og Ástralíu. Hins vegar þolir það sam- anburþ við ógrynni af dilka- kjöti, sem selt er á heimsmark- aðinum, t. d. mikið af Argen- tínukjötinu og kjöti frá ýmsum öðrum ríkjum Suður-Ameríku, Suður-Afríku, megnið af Ástra- liukjötinu og því lakara af nýsjálenzka kjötinu og stendur framar að gæðum en megnið af dilkakjöti í flestum löndum á meginlandi Evrópu og Ameríku, sem framleiða ekki dilkakjöt til útflutnings. En í hverju er fólginn mis- munurinn á íslenzka dilka- kjötinu og bezta dilkakjötinu, sem frámleitt er, eins og „Cant- erbury Lamb“? Er orsökin sú, eins og Kiljan segir, að íslenzkt fé sé yfirleitt ekki alið til líolda, heldur látið horast nokkurn hluta ársins og safna fitu á öðrum tímum? Það væri skrít- in staðreynd, þar sem íslenzk- um dilkum er slátrað 3 y2—4>/2 mánaða gömlum, og allan þann tíma hafa þeir verið að vaxa Frásögn Jóns á Slarmýri: m rV, DularSull aðsókn ■*r r'-’-'—’ Frásögn þessa hefir fært í letur Guðmundur ^J. Hoffell, bóndi aff Hoffelli í Nesjum. Kemst Guffmundur svo aff orði um þetta í bréfi til kunningja síns í Reykjavík 8. febr. s.l.: „Ég ætla að senda þér nokkuff, sem ég hefi skrifað upp nýlega. Þaff er dul- rænt efni og óvanalegt fyrirbrigffi. Jón Björnsson á Starmýri, móðurbróffir minn, ferffaffist hingaff nýlega. Hann hefir dvaliff hjá mér nokkra daga, og meffal annars barst þá í tal um sýnir og dulræn efni. Sagffi ihann mér þá frá þessu, sem fyrir sig hefffi borið og einnig, aff þaff væri komið um allt, líka til Reykjavíkur. --------Hann sagði sér þætti verst, hvaff þetta væri rangfært í frásögnum manna á milli og sagðist helzt vilja birta þaff opin- berlega, annaff hvort í blöðum effa útvarpi.-------Ég hefi skrifaff þetta aff mestu meff hans eigin orðum og læt hann segja söguna.“ ©ímirm Þriðýudag 9. marz t Islenzk utanríkismál Það er sjaldan rætt um ís- lenzka utanríkbsmálastefnu. Einangrun þjóðarinnar fram til seinustu ára hefir valdið því, að hún hefir lítið þurft að sinna slíkum málum. Hún hefir búið utan við átakasvæði stórveld- anna. Nú er aístaðan orðin breytt 1 þessum efnum. ísland er orðin þýðingarmikill staður á bar- áttusvæði stórveldanna. Nú líta þau orðið hýrum augum til ís- lands líkt og Ólafur helgi forð- um. Gagnvart íslendingum eru þau, a. m. k. í fyrstu, fróm og lítillát í óskum sínum og láta sér alveg lynda að fá Grímsey. En bak við blíðuna býr alvara, sem getur fljótlega tekið á sig annan hjúp. Stórveldin nota ýms meðul til að gera smáríkin sér háð. Sum beita kúgunum likt og Rússar í baltisku löndunum. Önnur beita fjármagni. Þegar Banda- ríkin drógust inn i styrjöldina, sögðu öll smáríkin í Mið-Am- eríku Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur. Ef íslendingar vilja halda fullu frelsi á komandi tímum, verða þeir að gæta þess vel að dragast ekki undir pilsfald eins eða annars stórveldis. Þá verð- ur sjálfstæði þeirra aldrei meira en nafnið eitt. ísland verður þá eins og smáríkin í Mið-Ameríku. Hér á landi verður nú vart bæði Rússlandsdýrkunar og Ameríkudýrkúnar. Rússadýrk- endurnir telja allt undir því komið, að ísland bindist föstum vináttuböndum við Rússa. Am- erkíudýrenkurnir halda, að allt sé undir því komið að hnýta böndin vestur um haf. Norski utanríkismálaráðherr- ann 1 London sagði nýlega, að hvert riki myndi verða að ger- ast þátttakandi i alþjóðlegum samtökum eftir styrjöldina. En innan slíkra samtaka myndu skapast ýms bandalög, er byggðust á menningarlegum, viðskiptalegum og landfræðileg- um grundvelli. Norðurlönd ættu að vera eitt þessara bandalaga. Þessi spásögn norska ráð- herrans hefir flest skilyrði til að rætast. Eftir styrjöldina verða íslendingar því að velja sér samstöðu með einhverjum slíkum ríkjaflokki. Menningar- leg, viðskiptaleg og landfræði- leg rök mæla öll með því. að þar komi Norðurlönd i fyrstu röð, en síðan Bretaveldi. Þótt nú um stund hafi skap- azt mikil menningarleg og verzlunarleg skipti við Banda- ríkin má öllum vera ljóst, að þar er meira um styrjaldarfyr- irbrigði að ræða en varanleg samskipti. Þegar styrjöldinni slotar og málin komast í venju- legt horf, munu leiðir íslend- inga aftur liggja til Evrópu. Þangað mun íslenzk verzlun leita, því að þar finnur hún beztan markað. Þangað munu íslenzkir námsmenn leita, því að þar finna þeir bezta mennt- un og félagslega menningu. Þangað draga okkur lika hin sögulegu tengsli. Vissulega munum við reyna að varðveita áfram vinsamlega safíibúð við Bandaríkin, en við megum ekki láta þá draumóra villa okk- ur sýn, að okkur sé bezt og eðli- legast að gerast Vesturálfuríki. ísland heyrir til Evrópu sögu- lega, menningarlega, viðskipta- lega og landfræðilega. Fyrst og fremst heyrir þó ís- land til Norðurlöndum. íslend- ingar verða jafnan aö gæta þess vel, að rjúfa ekki nein tengsli, er binda það við þau. íslendingar eiga það verkefni fyrir höndum, að móta 1 fyrsta sinn islenzka utanríkisstefnu. Hingað til hefir það eigi verið nauðsynlegt, vegna einangrun- arinnar. Nú er hún rofin. ís- lendingar verða að gera sér ljóst, hvar þeir eiga bezt heima í átökum heimsmálanna. Áróð- ur fjarlægra og fjarskyldra stórvelda má eigi ginna þá úr þeirrí fylkingu, þar sem þeir hafa átt og eiga heima. Þ. Þ. Ég, sem ætla að segja hér frá nokkru einkennilegu, sem fyrir mig hefir borið, heiti Jón Björnsson, til heimilis á Star- mýri í Álftafirði í Suður-Múla- sýslu. Ég er fæddur 27. desem- ber 1860, og er nú að byrja áttugasta og þriðja árið. Á síðastliðnu hausti fór ég austur á Berufjarðarströnd, að finna góðkunningja mina þar. Gisti ég þar á einum bæ 2 næt- ur, aðfaranætur 18. og 19. sept- ember. Mér var vísað til rúms í stofu á neðri hæð hússins. Fór ég að hátta klukkan 11, sofn- aði fljótt og' leið ágætlega. Þetta var fyrri nóttina.* Seinna kvöldið yfirgaf heimilisfólkið mig kl. 11, eins og fyrra kvöld- ið, og fór ég þá að hátta og slökkti ljósið á lampa, sem hjá mér var. Strax, er ég hafði slökkt ljósið heyrði ég, að geng- ið var frá stofudyrunum léttum skrefum í áttina til mín. Heyrði ég skóhljóðið greiniíega eins og sá, sem þarna var á ferð, væri að læðast en gengi á hörðum skóm. Hér datt strax í hug, að það væri einhver af heimilis- fólkinu að ná i eitthvað, sem væri inni í stofunni, en vildi forðast að gera mér ónæði. Datt mér því í hug að láta þann, sem inn kom, vita, að ég væri ekki sofnaður, kallaði því upp og sagði: „Hver er þar,“ en enginn svaraði, enda hvarf þá skó- hljóðið í sömu svipan, en var þá alveg komið að rúminu til mín. Legst ég þá fyrir og breiði ofan á mig sængina, ligg á bakið og hugsa um, hvað þetta og fitna með ótrúlegum hraða á móðurmjólkinni og hinum kjarnmikla og bætiefnarika fjalla- og heiðargróðri. Heldur skáldið, að dilkarnir hríðhor- ist öðru hverju í júlí- og ágúst- mánuði og hlaupi í spik á milli? Nei, munurinn orsakast fyrst og fremst af eðli fjárkynsins og vaxtarlagi. íslenzku dilkaskrokkarnir eru margir útlimalengri og nokkru vöðvarýrari á lærum og spjald- hrygg en jafnþungir dilka- skrokkar af beztu holdakynjum heimsins, og eru ennfremur oft magrari eh æskilegast þykir, einkum á yfirborði spajldhryggs og læra. Hins vegar er venjulega nægileg fita á bririgukolli og síðum ísl. dilkanna og stund- um meiri en þörf er á, en þetta er ekkert sérstakt um íslenzkt dilkakjöt. Síður og bringukoll- ar dilka af hvaða fjárkyni sem er, eru ávallt feitari en æski- legt þykir, þegar dilkarnir eru orðnir nægilega feitir á baki og lærum. Þótt Bretar flísi stundum nokkuð af fitunni af ísl. dilkasíðum, gera þeir það ekki síður af síðum nýsjálenzkra dilka eins og „Canterbury Lamb“, sem yfirleitt eru enn feitari á síðum en ísl. dilkarnir. Verðmunurinn á íslenzka dilka- kjötinu í London og dýrasta frosna dilkakjötinu, sem þar er á markaði, orsakast því ekki af því að ísl. kjötið sé of feitt, eins og Kiljan vill vera láta, heldur fremur af hinu gagnstæða, að sumt af því er of magurt. Hins vegar er íslenzkt dilka- kjöt mjög rómað fyrir, hve ljúf- fengt það er, bæði bragðgott og svo fíngert, að það næstum rennur sundur í rpunni neyt- andans. Stenzt það að þessu leyti samanburð við kjöt af skozkum Svarthöfðadilkum, en það er heimsfrægt fyrir, hve fíngert og ljúffengt það er, og er verðhæst af öllu dilkakjöti, sem framleitt er í Stóra-Bret- landi. Kjöt af dilkum af fjallafjár- kynjum, sem alast eingöngu upp á móðurmjólk og kjarn- miklum, bætiefnaríkum, villtum gróðri, er viðurkennt að vera bragðbetra og bætiefnaauðugra en kjöt af fé, sem alið er á fá- breyttu oft bætiefnasnauðu „kjarnfóðri“.Fellur þá um sjálfa sig sú fullyrðing skáldsins, að íslenzkt kindakjöt sé bragð- hafi getað verið, sem ég heyrði. Ég var ekkert hræddur, en þá allt í einu fann ég glöggt eitt- hvað hreyfast yfir sængina til fóta, með litlum þunga. Sezt ég þá upp og fer að þreifa eftir þessu, en fann ekkért. Fór ég þá að leita að eldspýtum, sem mig minnti vera á borðinu hjá lampanum, en fann þær ekki. Legst ég þá fyrir aftur. Er ég hafði litla stund legið, finn ég að sænginni er lyft upp og dreg- in til. Tók ég þá í móti og sett- ist upp um leið, og hörfaði þetta þá frá. Lagðist ég svo fyrir aft- ur og dró sængina uppundir höku og studdi hökunni ofan á hana til þess að fullvissa mig um, hvort hún væri dregin til, ef tekið yrði í hana aftur. Það stóð ekki á því. Samstundis var tekið í hana aftur og hún dreg’. in niður fyrir brjóst. Mér var nú ekki farið að standa á sama og fór því fram úr til að leita aftur að eldspýt- unum, sem ég taldi víst að væru í jakkavasa mínum, fyrst þær voru ekki á borðinu, en ég fann þær þar ekki. Fer ég þá fram í ganginn, þar sem stiginn er upp á loftið og kalla upp til fólksins, sem svaf þar uppi á loftinu. Var mér strax svarað, og bað ég um að lána mér eld- spýtur. Komu þá tvær stúlkur niður með ljós og spurðu strax, hvort ég væri veikur. Nei, ég sagðist ekki hafa getað sofnað og hefði ætlað að kveikja en ekki fundið eldspýtur; það væri ekkert að mér. En stúlkurnar trúðu mér< ekki, sögðu, að autt laust, næringarrýrt og bæti- efnasnautt. Útlitsgallar íslenzka dilka- kjötsins spilltu fyrir því á Smithfieldmarkaðinum, einkum í fyrstu á meðan það var óþekkt vara, en er neytendur komust að raun um ágæti þess, fóru vin- sældir þess mjög vaxandi. ís- lenzkir bændur og leiðbeinend- ur þeirra settu líka markið hátt, er þeir sáu, að þeir þurftu að keppa á Lundúnamarkaðinum við bezta dilkakjötið í heimi. íslenzka kjötið var borið sam- an við það bezta, sem til var og unnið hefir verið sleitulaust að kynbótum fjárins með tilliti til hins enska markaðs, og hefir þegar náðst mikill árangur. Þeir, sem höfðu á höndum sölu kjöts- ins, kostuðu líka kapps um að vanda alla meöferð þess og flokkun, sem eðlilega var nokk- uð ábótavant í fyrstu, með þeim árangri, að síðuStu árin fyrir yfirstandandi styrjöld stóð ís- lenzka dilkakjötið í fremstu röð á Smithfield markaði, hvað snerti verkun alla og meðferð. Nokkuð hefir verið selt af ís- lenzku freðkjöti til Danmerkur og Svíþjóðar og hefir það reynzt þar mjög vinsæl vara. íslendingum er það of kunn- ugt, til þess að um það þurfi að ræða, að íslenzkt saltkjöt hefir ávallt bótt höfðingjaréttur í Noregi og var þar allaf mjög eftirsótt vara, og var aðeins mögulegt að minnka sölu á því þar með feikna tollmúrum og innflutningshömlum af Norð- manna hálfu. Af framanskráðu sést, að all- ur þvættingur skáldsins um að íslenzkt kindakjöt sé ekki mark- aðshæft erlendis a. m. k. til átu, og að útlendingar telji það ó- þverra, í því séu viðbjóðsleg fitulög, og það sé yfirleitt gert að óæti fyrir illa verkun, er ekk- ert annað en marklaust fleipur manns, sem enga þekkingu hef- ir á þvi, sem hann ritar um, en hins vegar næga illgirni og sið- leysi, til þess að leyfa sér að rita dónalegan róg um eina af aðal framleiðsluvörum þjóðar sinnar. II. Nokkur orð ritar skáldið Lax- ness um íslenzku sauðkindina, líklega til þess að sýna lands- mönnum „þekkingu“ sína á .því sviði. Fáa kosti sér skáldið á ís- lenzku sauðkindinni, en þó tekst honum ekki að snúa þar öllum sannleika við. Hann viðurkenn- ir réttilega, að íslenzka sauð- kindin sé harðger og lifseig og þoli vel þung kjör, en rétt áður segir hann: „íslenzka sauðkindin stenzt ekki sam- keppni við erlent kyngæða fé á neinu einstöku sviði.“ Þetta eru fullyrðingar og fjar- rúm væri uppi á loftinu og sögð- ust fara með rúmfötin þangað og búa upp um mig þar, og hafði ég ekkert á móti því. Þetta var stórt herbergi, og í því var uppgangur upp á loft- ið. Þar voru þrjú rúm inni og sváfu þar tveir menn, einn í hvoru, þriðja rúmið var autt, sem stúlkurnar voru nú að búa upp handa mér. Það var lengst frá uppgöngunni. Stúlkurnar skildu lampann eftir hjá iriér og buðu mér góða nótt í annað sinn, en ég fór að hátta í þetta nýja rúm og slökkti sVo ljósið. En strax, þegar ég er búinn að slökkva ljósið, sé ég gufustrók hreyfast frá uppgöngunni í átt- ina til mín. Hann var, að mér virtist, álíka hár og stór og full- oröinn maður, en nokkuð gild- ari. Hann virtist grennast þeg- ar hann kom nær, og taka meira á sig mannslögun. Er hann var kominn að rúminu til mín, sá ég móta fyrir höfði á þessari veru, en þá eyðist þetta og hverfur. En jafnframt er farið að fitla við rúmfötin, hvað eftir annað, ýmist lyft upp eða lyft á þau hér og þar, en hætti jafnskjótt og ég reis upp, sem ég gerði nokkrum sinnum. Þetta gekk svo nokkuð * lengi, þar til að þetta færist allt í einu til fóta, og finn ég þá, að tekið er stuðningsfast um hnén á mér báðum megin, undir sænginni. Þá reis ég upp og kallaði til stúlknanna, sem voru þar í næsta herbergi og bað þær um eldspýtur. Kveikti ég svo á lampanum, og þá var klukkan stæður eins og flest annað í grein skáldsins. íslenzka sauðkindin skarar fram úr öllum brezkum fjár- kynjum í því, hve gömul hún getur orðið, án þess að missa tennur, rýrna eða glata þrifum. Ennfremur. mjólkar hún af- burða- vel, svo að óvíða eða hvergi ná dilkar að vaxa jafn ört og íslenzkir dilkar í betri fjárræktarhéröðum landsins. Að vísu eru til betri holdakyn og betri ullarkyn, en ekki má gleyma því, að íslenzka ullin hefir ýmsa þá ágætu kosti, að óvíst er að nokkur ull í viðri veröld taki henni fram í klæðn- að, einkum nærföt, handa fólki, sem býr við rakt og kalt lofts- lag. íslenzka sauðkindin samein- ar svo marga ágæta kosti, að mjög ólíklegt er. að nokkurt annað fjárkyn geti hæft betur íslenzkum náttúruskilyrðum og þörfum þjóðarinnar, þótt vitan- lega sé hægt að kynbæta ís- lenzka féð enn til muna, bæði með því að hreinrækta stofn- inn og jafnvel með nokkurri kynblöndun við erlent fé. Laxness veitist að þeirri hug- mynd ýmsra fjárræktarfræð- inga ,að þeir hafi viljað flytja til landsins erlent kyngæðafé til kynbóta og bendir á íslenzk fjárkyn, sem hafi ýfirburði fram yfir annað fé í landinu, eins og Kleifafé og Möðrudals- fé. Hér skín enn ljós þekkingar- innar hjá skáldinu. Hann veit ekki, að Kleifaféð er til orðið við blöndun við erlent fé, að öllum líkindum Cheviotfé, sem flutt var til landsins fyrir rúmri öld og einnig telja fróðir menn af Austurlandi, að Möðrudalsféð hafi blandazt innfluttu fé, lík- lega Svarthöfðafé, á síðustu öld. Kleifaféð sýnir einmitt, að hægt væri að kynbæta íslenzkt fé, einkum með tilliti til er- lends markaðs, með innflutn- ingi ræktaðs holdafjár, en margt mælir á móti slíku, vegna þess að íslenzka féð hefir ýmsa kosti í ríkari mæli en erlend holda- kyn og verður því sú leið að líkindum heppilegust að halda áfram ræktun og kynbótum á íslenzka stofninum, sem minnst blönduöum erlendu blóði. Kiljan kemst að því, að ís- lenzka sauðkindin muni vera íslenzkt menningarfyrirbrigði. Þetta er rétt, og er það meira lof um blessaða sauðkindina en hægt er að segja um skáldið. íslenzka sáuðkindin stendur framar að vænleika og flestum öðrum kostum öllum afbrigðum af sama kyni (,,race“) í heim- inum. Fé af sama kyni er i eyj- unum við Skotland, Færeyjum, (Framh. á 3. siðu) þrjú. Hafði þá þessi árás staðið í 4 klukkutíma. Ég lét svo loga á lampanum, sofnaði fljótt og svaf vel, það sem eftir var næt- ur, og varð ekki fyrir meira ó- næði í það skipti. Um morguninn sagði ég heim- ilisfólkinu frá, hvað fyrir mig hefði borið um nóttina, og sagði fólkið, að ekkert slíkt hefði komið þar fyrir áður. Á heimleiðinni gisti ég einu sinni og varð, einskis var. Eft- ir að ég kom heim, svaf ég einn í herbergi í 3 vikur á neðri hæð hússins, og svaf enginn annar á sömu hæð. Ég varð ekki var við neitt á þessum þrem vikum. Flutti ég þá upp á loftið, en svaf þar einnig einn í her- bergi. Fjórðu nóttina, sem ég sef þar uppi, þegar ég er búinn að slökkva ljósið og lagstur fyrir, sé ég við herbergisdyrnar myndast eða koma upp þrjá gufustróka, og þeytast með miklum hraða þvert yfir her- bergið að veggnum hinum megin og hverfa þar. Jafnframt fór ég að finna hreyfingu í rúminu, sængina lyftast, og komið við mig hér og þar, ýmist undir sænginni eða þrýst að henni utan frá. Svo hverfur þetta snöggt, en kemur svo aftur meö miklu meiri krafti, svo að mér finnst sængin lyftast og jafnvel túmið. Og um leið finn ég sterk- an straum fara um mig allan, sem ég get ekki lýst, nema ef vera skyldi eitthvað í líkingu við rafmagnsstraum, sem hvarf svo jafn snöggt og hann kom.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.