Tíminn - 21.04.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.04.1943, Blaðsíða 2
186 TÍMINN, miðvikinlagiim 21. apríl 1943 47. bla tí ©ímimt Miðvikud. 21. upríl Stjórnarbót - siðabót Alþingi hefir verið frestað til haustsins. Það hefir verið rúma fimm mánuði að störfum. Þótt það sé rúmur starfstimi, tþkst því samt ekki að leysa brýnustu vandamálin, stjórnar- myndunina og dýrtíðarmálið. Allt bendir og til þess, að mál þessi hefðu verið jafn óleyst, þótt þingið hefði bætt öðrum fimm mánuðum við starfstíma sinn. Þeir eru nokkuð margir, sem kenna stjórnarskipun landsins um þessi úrslit stærstu mál- anna á Alþingi. Þessir menn segja, að með breyttri skipun þingsins og rikisstjórnarinnar yrði allur vandinn leystur. Sum- ir ákalla hið ameríska stjórn- skipulag, þar sem forseti ræður allmiklu og skipar stjórnina eftir eigin höfði. Við höfum að vissu leyti fengið slíka stjórn nú. Hún hefir ekki áorkaö miklu, þrátt fyrir góðan vilja. Svipuð hefði niðurstaðan vafa- laust orðið, þótt hér hefði rikt einhver enn önnur stjórnar- skipun. Svarið við þvi, hver sé leiðin úr ógöngunum, má finna í -blaðagrein, er Bjarni frá Vogi reit fyrir nokkrum áratugum. Stjórnbótamál voru þá hátt á dagskrá. í greininni segir Bjarni eitthvað á þessa leið: Við þurf- um að vísu stjórnarbót, en þó fyrst og fremst siðabót, því aö án siðabótar verða allar stjórn- arbætur einskisvirði. Hér er vissulega komið að kjarna málsins. Veilan liggur ekki fyrst og fremst í stjórnar- skipuninni. Veilan er hjá þjóð- inni sjálfri. Hún hefir um skeið næstum gleymt sjálfri sér, framtíð sinni, skyldu sinni. Á- byrgðarlitlar' klíkur, sem ein- göngu skara eld að sinni köku, vaða uppi og safna um sig miklu fylgi með fyrirheitum um augnabliksþægindi, sem öllum má vera ljóst, að ekki vara lengi. Fjölmargir menn lifa nú eins konar veizlufagnað á kostnað framtíðarinnar. Þjóðin lætur stundargengið blekkja sig. Meðan hún gengur í þeirri draumleiðslu, verður erfitt að koma nokkrum skynsamlegum háttum á málefni hennar. Þessi draumganga þjóðarinnar hefir m. a. gert hana andvara- lausa í þjóðernismálum. Fyrst eftir hernámið áttu þjóðernis- legar varnir gegn skaðlegum áhrifum þess talsvert fylgi. En þetta hefir stórum hrak- að í seinni síð. Nú er hætt að hvetja menn til að forðast óþarfa umgengni við setuliðið. Biskupsnefndin er löngu úr sögunni. í þess stað er talað um aukna kynningu á vegum hins opinbera, t. d. lög- fræðingar í hernum kynnist ís- lenzkum lögfræðingum, læknar læknum, verkamenn verka- mönnum o. s. frv. Slíkar kynn- ingarsamkomur yrðu vissulega góðar gróðrarstíur fyrir „á- standið". Þessi uppgjöf í þjóð- ernismálunum segir líka orðið til sín. Þjóðernisvitund þeirra, sem stöðugt eru í tengslum við útlendingana, smá dvínar. Hin erlendu áhrif marka andlegt svipmót þeirra ósjálfrátt. En þrátt fyrir þessa draum- göngu þjóðarinnar, skal samt enginn missa trú á framtíð hennar. Klíkurnar, sem nú ráða mestu um mál hennar, verða ekki eilífðar. Fyrr en varir er draumurinn búinn. Fyrr en varir verður stríðsgróðatímanum lokið. Þjóðin þarf aftur að beita allri þrautseigju sinni og dugn- aði. Veruleikinn mun vekja hana til lífsins. Siðabótin mun koma. En meðan draumtíminn varir, skiptir það mestu að marka línur og sjónarmið hinn- ar komandi siðabótar. Þar þurfa framfara- og félags- hyggjumenn landsins að vera vel á verði næstu misserin. Kjarni hinnar nýju siðabótar þarf að vera aukin samvinna og samhjálp hins vinnandi fólks til sjávar og sveita. Framtak samvinnunnar leysti bænda- stéttina úr ánauð erlendrar verzlunar og efldi trúna á þjóð- Efirgrcrt Steinþ5rssonf læknirs Grafreitur í Kaliforníu A sumarferðalagi okkar hjón- anna, um Kanada og Banda- ríkin, ferðuðumst við um marga yndislega og ógleymanlega staði, en einna minnisstæðastur er Forest ' Lawn vegna óvenju mikillar fegurðar og smekkvísi og vegna hinna dýrmætu og dá- samlegu listaverka, sem þar eru. Forest Lawn er grafreitur Los Angeles, höfuðborgar hinn- ar sólríku Suður-Kaliforníu og er í hæðum Glendale, sem er ein af útborgunum. Garðurinn var stofnaður árið 1906, og fyrst framan af var hann ekkert frábrugðinn öðr- um kirkjugörðum. En 1917 tók maður að sér stjórnina, sem sá lengra fram í tímann en sam- tíðarmenn hans og lagði annan skilning í tilgang lífs og dauða. í stað þess að flestir kirkju- garðar eru dapurlegir og tóm- legir, þétt settir þungum og ó- listrænum legsteinum, ákvað hann að gera litla kirkjugarð- inn í Glendale að stað, sem jafnt ungir sem gamlir, jafnt syrgjendur sem glaðir elskend- ur gætu reikað um og notið fagurra endurminninga, fundið frið í sál sinni og auðgazt af þekkingu í samneyti við lista- verk hinna miklu meistara for- tíðar og nútíðar. Þetta h’efir tekizt svo vel, að þangað er stöðugur straumur fólks frá sólaruppkomu til sólarlags og talið að fleiri sjái Forest Lawn árlega en Metropolitan safnið, hið fræga listasafn New York borgar. Forest Lawn er á yndislegum stað í hæðunum í Glendale og sést víða að. Hliðið inn í garð- inn er lokað með geysimiklum járngrindum. Rétt við inngang- inn er lítil blómabúð, þar sem allt blómskrúð Kaliforníu virð- ist saman komið. Er inn í garð- inn kemur hljóma þýðir og há- Ræða flutt í Sambandskírkjunní í Wínní- peg á þakkargerðardagínn í október 1942 ina og framtíð hennar. Enn mun framtak samvinnunnar reynast bezt, þegar syrtir í ál- inn og sanna þarf heiminum til- verurétt íslendinga sem sjálf- stæðrar þjóðar. Handleiðsla stríðsgróðavaldsins eða fyrir- mælin frá Moskvu munu þá reynast fánýtt. Sigrar vinnandi fólksins verða að vera þess eig- in verk. Samhjálp og samvinna hinna, vinnandi stétta mun leiða þjóðina til fyrirheitna landsins, þótt ekki blási byr- lega um stund. Þ. Þ. tíðlegir orgeltónar í eyrum okk- ar; Orgelslátturinn kemur frá einni kirkjunni í garðinum, berst jafnsterkur frá dögun til aftureldingar um garðinn allan, frá óteljandi litlum viðtækjum, sem eru vandTega hulin sýn. | Orgelslátturinn kemur vegfar- anda í hátíðlegt skap og gerir hug hans móttækilegri fyrir , töfrun garðsins. Rétt fyrir innan hliðið er lít- il .tjörn en í henni miðri er gos- , brunnur myndaður af þremur storkum, sem þeyta vatninu hátt í loft upp. Tj arnarbakk- I inn er vafinn gróðri og litlar i myndastyttur af börnum og ! dýrum gægjast upp á milli blómanna. Grasið í Forest Lawn ! er sígrænt, nærri eins fallega grænt eins og túnin á íslandi, jurtir og tré eru þar í þús- undatali, safnað frá öllum lönd- um heims. Þau bera blóm og blöð árið um kring og fölna aldrei, því að í Forest Lawn má ekkert fölna eða visna. Mörg þeirra eiga sína sögu. Þar er 30 feta hátt sedrustré sprottið upp af fræi frá garðinum í Gethse- mane í Jerúsalem. Amerískur prestur, sem þangað fór 1925 fékk fræið að gjöf og sáði því í lítinn jurtapott. í 5 ár ferðað- , ist hann meðal safnaða í | Bandaríkjunum og flutti með | sér litla sedrustréð, sem dafnaði vel, svo að hann þurfti að færa iþað í stærri og stærri pott. Að : lokum varð það of stórt til að i flytja með sér, svo að hann bað um leyfi til að gróðursetja það í Forest Lawn. Forest Lawn er 300 ekrur að stærð sunnan og austan í brattri hæð. Bugðóttir vegir skipta honum í marga grasreiti prýdda skógarlundum og fallegum blómum. Á víð og dreif standa hinar mörgu byggingar og myndastyttur garðsins. Leg- steinar eru engir nema örfáir í allra elzta hlutanum. í stað þess eru litlar málmplötur í grasinu með nafni þeirra sem sofa þar undir en í stað leg- steína er hægt að setja í garð- inn listaverk til minningar um horfinn vin. Af mörgum byggingum er að- eins hægt að nefna fáar og þær merkilegustu. Á hæðinni beint á móti innganginum gnæfir „Turn minninganna". Hann er gerður af norskum myndhöggv- ara og á hann höggvin heims- mynd norrænna goðsagna. Þar er mynd af Þór og ask Yggdras- ils, en hann var allra trjáa mestur því limar hans dreifast um heim allan en ræturnar standa ein með ásum, önnur jmeð hrímþursum og sú þriðja yfir Niflheimi. Undir aski Ygg- drasils áttu goðin dóma sína . hvern dag. Þessi turn er vatnsgeymir garðsins og sýnir vel þá hug- mynd að hafa ekkert í garðin- um, sem ekki er fullkomið lista- verk eða hefir á sér helgi löngu liðinna tíma. Efst á turninum er logagylltur kross.sem að næt- j urlagi er lýstur sterkum kast- ljósum og má því sjá víða að. Á hverjum páskadagsmorgni , er þarna haldin guðsþjónusta j undir beru lofti. Söngkórinn, j sem telur 500 manns, situr í hækkandi sæt-um, klæddur hvít- um og dökkum skikkjum þann- , ig, að hvítklædda söngfólkið j myndar hvítan kross á svörtum grunni. Frægur upplesari les upp helgisögu dagsins, og um leið og sólin stafar fyrstu geisl- unum yfir Forest Lawn byrjar söngflokkurinn að syngja. Af turnhæðinni er mest út- sýni í garðinum. Rétt hjá blasa við borgirnar Hollywood, Los Angeles og Glendale. Til norð- urs er San Fernando dalurinn umluktur háum fjöllum. í vestri eru Santa Monica fjöllin sem ganga brött í sjó fram og í austur Sierra Madre fjöllin. í Forest Lawn eru þrjár litlar kirkjur. Þær eru allar nákvæm- ar eftirlíkingar af gömlum enskum eða skozkum sveita- kirkjum. Yngsta kirkjan, sem nýlega er fullgerð, er „Kiplings- kirkja", „The Church of the Recessional“. Fyrirmyndin er í Rottingdean í Sussex, og er frá dögum Saxa, en var endurbætt af Norðmönnum á 11. öld. Kirkj- an var brennd af sjóræningjum á 14. öld *en reist aftur og stendur óbreytt síðan. í þessari kirkju, sem aðeins er stutt frá bústað Kiplings í Englandi, á hann að hafa ort hið fræga Recessional. í kirkjunni í Glen- Sigrld Uiulset: Vordagar í Noregí 1940 (SÍÐARI GREIN). Þessi frásögn bregður ljósi yfir daglegt líf friðsamra, saklausra manna, sem allt í einu verða fyrir miskunnarlausum árásum er- lendrar stríðsþjóðar. — Vorið kemur eins og venjulega — en þó er ekkert eins og áður var. — Verst af öllu var það, sögðu bændurnir, að þeir gætu ekkert sinnt vorönnunum, sem nú ættu að standa sem hæst. Flesta hestana hafði herinn tekið, og Þjóðverjar skutu á allt, sem þeir sáu kvikt úti við. Bændur höfðu reynt að hleypa fénu út og margt af því var skotið. Kýrnar stóðu enn á básunum grindhoraðar, en geiturnar, sem voru nýbornar, héldu sig í húsa- garðinum eða uppi á kofunum og snöpruðu sinustrá og nýja sprota af runnunum. Bóndinn á fyrsta kotinu, sem við komum til, var gamall veiði- maður. Hann átti prýðilegan kíki, og kom hann með hann til móts við okkur á hverjum morgni til að lofa okkur að horfa á þá dásamlegustu sjón, sem hann hafði lengi séð. Það var þýzk flugvél, sem hafði hrapað í fönnina undir Blákollum. Þar lá hún eins og „lús með saum“. Við héldum til hjá konu, Marit Horgen að nafni, sem presturinn hafði beðið fyrir okkur. Á morgni hverjum tók hún á móti okkur ungleg í fasi, glöð og vingjarnleg. Hún átti fjóra drengi, sem voru á sí- felldum hlaupum út og inn um bæinn og gripahúsin. Þessir fjórir glókollar voru eins erfið- ir að halda í skefjum, þegar sprengjuflugvélarnar komu, og Eva og Eysteinn. Þegar eld- sprengja kom eitt sinn niður á túnið á næsta bæ, þutu öll börn- in af stað til að sjá hana og við á eftir. Ég náði í rassinn á bux- um yngsta stráksins, Árna, en hann reigði sig aftur á bak og beit mig í hendina. Þegar Þjóð- verjar vörpuðu „litlu svörtu knöllunum“/, sem börnin köll- uðu, niður við járnbrautarstöð- ina, þyrptust þau að gluggan- um og horfðu niður í dalinn. Fyrst gaus upp hár svartur mökkur af mold og grjóti, hús- in nötruðu langt uppi í hlíðinni svo að glamraði í rúðunum, og góðri stund . síðar komu drunr urnar. „En sá hvellur, drengur!“ í hléum milli sprengjuárás- anna fórum við út til að viðra okkur og horfa yfir dalinn. Helgidagsró hvíldi yfir hérað- inu. Árniðurinn heyrðist alla leið upp eftir til okkar, og þeg- ar sól hækkaði á lofti urðu all- ir lækir bakkafullir af vatni, kátir og upp með sér. Til fjalla sindraði mjöllin svo, að birtan skar í augun. Hversu indælt, hversu ástfólgið var þetta fagra land, landið okkar. Ekkert land í heimi er indælla! Hvílíkt strit hefir það útheimt, kynslóð eftir kynslóð, að erja það, byggja hús og afla daglegs brauðs úr fjöllunum og hafinu. Því meir sem við horfðum því sárara varð hatrið í hjörtum okkar gegn aðskotadýrunum, sem voru komin til að taka það með valdi, sem við höfðum eignazt með erfiði. Þau höfðu nagað sér leið gegnum þjóðfé- lag okkar eins og glóandi kol étur sig genum viðina í gömlu húsi. Þó að við ættum að lifa í heila öld, fannst okkur sem aldrei framar gæti nokkur ástríða gripið okkur slíkum tökum sem ást okkar á Noregi og hatur okkar á Þýzkalandi og öllu, sem þýzkt er. Nei, ekki einu sinni ást á eiginmanni eða eiginkonu, eða kærleiki til barnanna okkar. Loksins, loksins. Þarna kem- ur ungfrú Henriksen! Hún bar stóran bakpoka og körfu. Mat- ur handa okkur, en hún vildi enga borgun þiggja. Mjólkur- búið var enn óstarfandi, og því þá ekki að gefa löndum sínum mjólkina og rjómann, „og bráð- um verðum við öll jafn snauð — að minnsta kosti allt heiðar- legt fólk,“ bætti Marit við hlægjandi. Allt í einu bar tvo hermenn dale er stórt Kipling-safn með öllum verkum hans. Steinspjöld með áhöggnum sumum kvæð- um hans og höggmynd af skáld- inu er utan við kirkjudyrnar. Sjálf er kirkjan lítil með lítilli kapellu til vinstri út úr aðal- byggingunni, „Kapella engl- anna." Aðal fegurð kapellunn- ar er stórt olíumálverk af sof- andi móður og barni, en þrír englar standa við hné móður- innar og spila á fiðlur. Málverk- ið er eftir franskan málara, og sagt er að hann hafi lengi leitað að fyrirmynd í engilmyndirnar þar til að lokum að hann fann hana og notaði sömu fyrir- myndina við að mála^alla engl- ana. Sjálfur giftist hann síðar fyrirmyndinni, og er það konan með barn þeirra í fanginu. Myndin er töfrandi fögur og lit- brigðin dásamleg. Utan við kirkjuna eru tvö steinsæti, sem snúa hvert að öðru. Á milli þeirra er mikill steinhringur, og er saga hans á þessa leið. Fyrir mörgum öldum síðan voru ungir elskendur í Englandi að nafni Aldyth og Kerry. Þau voru af saxneskum höfðingjaættum, en fengu ekki að njótast vegna óvináttu milli ættanna. Er Vilhjálmur sigur- sæli réðist inn í England 1066 fór Kerry í stríðið til að verja land sitt. Áður en hann fór meitlaði hann steinhring í klett niður við sjóinn og kvaddi þar ástmey sína. Aldyth fór daglega niður að steinhringnum til að biðja fyrir elskhuga sínum. Saxar biðu ósigur í orustunni við Hastings fyrir hinum brynjuklæddu og þungvopnuðu Norðmönnum, en Kerry lifði af orrustuna, og er heim kom, gift- ist hann Aldyth, því sagan seg- ir að óvinátta og deilur foreldra þeirra gætu ekki sigrað töfra- mátt hringsins. Því eiga elsk- endur ungir og gamlir að taka höndum saman gegnum stem- hringinn og hafa yfir þessi orð: Thy hand in mine This ring doth bind My heart to thine. Hinar kirkjurnar í garðinum eru The Wee Kirk of the Hea- ther og The Little Church of the Flowers. The Wee Kirk of the Heather stendur í ávalri grasi gróinni hæð og er ná- kvæm eftirmynd gamallar kirkju í Glencairn í Skotlandi, sem nú er í rústum, en var sóknarkirkja Annie Laurie, en allir þekkja hina rómantísku sögu hennar. Utan við kirkju- dyrnar er steinsæti mátulegt fyrir tvo og byggt úr steinum úr gömlu kirkjurústunum úr Glen- cairn. í það eiga brúðhjón að setjast að aflokinni hjónavígslu og hafa yfir þetta vers, sem Halldór Pálsson: Stutt svar í 35. tbl. Tímans, þann 25. marz s. 1., beinir hr. Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, til mín nokkrum spurningum varðandi xjrjarrrækt og upp- blástur lands í tilefni af því, að ég vék nokkrum orðum að kjarrrækt og viðhbrfi þeirra manna, sem telja það æðstu hugsjón og flestra meina bót að klæða landið kjarrskógum, en goðgá, ef sauðkind fær að kroppa víðikló eða birkilauf, í grein í 28. tbl. Tímans þ. á. und- ir fyrirsögninni: Kiljan og kyn- bótafræði hans. Ég hefi ekki ætlað mér að ganga til spurninga hjá Há- koni Bjarnasyni, skógræktar- stjóra, og mun því ekki svara þessum spurningum, enda væri eðlilegra, að spurningum varð- andi kjarrrækt væri beint til hans, heldur en að hann leggi þær fyrir ýmsa borgara. Hins vegar mun ég með ánægju rök- ræða þessi mál við skógræktar- stjórann, ef hann reynir að færa gild rök fyrir því, að eitt- hvað af því sé rangt, sem ég hefi sagt um kjarrrækt og upp- blástur lands í nefndri grein minni. Samvizka skógræktarstjóra virðist gefa honum ástæðu til þess að álíta, að sumt af um- mælum mínum í áðurnefndri Tímagrein, sé meðal annars beint til sín. Ég minntist ekki á skógrækt- arstjórann né störf hans, en finnist honum hann eiga eitt- hvað af hinum almennu um- mælum mínum, þá er honum velkomið að taka það til sín. Reykjavík, 3. apríl 1943. Halldór Pálsson. Islendingrasagfan nýja Borgfirðingur einn komst þannig að orði eftir að hafa lesið „Seytjándu öld“ dr. Páls Eggerts Ólasonar: Þjóðin gjaldi þökk og heiður þriggja maka að hverju taki fræðajöfri, er lýsti leiðir löngu farnar íslands barna. Seytjándu’ öld nú lýsta lét hann ljósi skírra öllu hrósi. Glæst sem fyr að gildum kostum glymur mál hjá Sögu-Páli. höggvið er í steininn við fætur þeirra: Busk’t i’braws in’a’oor lane, We’re doupit i’the wissin chair, (Framh. á 3. síðu) að garði. Mættu þeir koma inn : og hvíla sig? Þeir voru í öllum ; herklæðum. Kváðust þeir hafa : orðið viðskila við herdeild sína og verið á gangi alla nóttina. Þeir höfðu hvílzt um hríð í hlöðu um morguninn og lagt síðan leið sína eftir fjallabrúnunum. Þeim var fagnað hið bezta.. Við fylgdum þeim til stofu, sem vissi móti snarbrattri fjallshlíðinni á bak við bæinn. Þeir leystu með hægð af sér byrðarnar, reistu byssurnar upp í horninu og tylltu sér á sína stólbríkina hvor. Annar var þrekinn, ljóshærður og rjóður í andliti, hinn var hár og grannur, náfölur í andliti með kolsvart hár og margra vikna skeggbrodda á hökunni. Hvarm- ar hans voru þrútnir af þreytu. En spjallað gat hann samt. Hann sagðist vera vélsmiður, en sá Ijóshærði væri verzlunar- maður frá Osló. Hann hafði verið í Dröbak, þegar Bliicher var skotinn niður með norsku tundurskeyti, og hefði séð Þjóð- verjana velkjast í logandi olí- unni. „Já, Ijótt var það — en mér fannst það ekki hræðilegt. Ég vildi gefa mikið til að sjá það aftur. Finnst ykkur það ekki voðalegt? Einu sinni hérna um veturinn varð ég að skjóta gömlu kisu hennar mömmu, og ég ætlaði aldrei að hafa kjark í mér til þess. En nú get ég skotið Þjóðverja án þess að kippa mér vitund upp. Er þetta ekki ógurlegt?“ Hann sagðist hafa séð von Falkenhorst, þýzka yfirhers- höfðingjann. Hann var í háhæl- í | uðum skóm, — af því að hann ; er svo stuttur, þetta fífl. Síðan ! ég sá hann, hefi ég sannfærzt um kenningar Darwins, því að hann er fullkomin sönnun þess, að mennirnir séu komnir af öpum. Þið hafið aldrei séð slíkt andlit — “, sagði sá dökkhærði. {Ég hefi aldrei séð von Falken- horst og veit því eigi hvort lýs- ingin er rétt). Sá ljóshærði féll fram yfir sig — sofandi. Við komum honum upp í rúm stein- sofandi. Hvorugur hafði bragð- að mat í heilan sólarhring. Nesti höfðu þeir ekki haft með sér. Sá dökkhærði drakk mjólk- urglas, en hafði ekki matarlyst. „Ekki fyrr en ég hefi sofið mér dúr,“ sagði hann. Svo lagðist hann á legubekkinn, en við fór- um og lokuðum eftir okkur. Krakkarnir glottu kankvíslega. — Nú væri ekki hægt að reka þau inn í bakherbergið, þegar sprengjuvélarnar kæmu! Við borðuðum brauðið, sem ungfrú Henriksen færði okkur, með hálfslæmri samvizku. En við svæfðum hana með því að geyma beztu bitana handa pilt- unum og ætla þeim sinn skerf af því litla, sem við áttum af vindlingum. Þegar Marit kom svo nokkru síðar inn með hrok- aðan disk af nýbökuðum rjóma- vöfflum og kaffi og mjólk, vandaðist málið. Ættum við að lofa hermönnunum að sofa áfram eða ættum við heldur að vekja þá, svo að þeir gætu fengið vöfflurnar meðan þær væru heitar? Þeir risu upp við dogg og litu í kringum sig svefndrukknum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.