Tíminn - 21.05.1943, Qupperneq 3
55. blað
M, iöstudaglnn 21. maí 1943
Nokkar minningarorð t
Séra Jón Jakobsson
í Bíldudal
Þegar ég frétti, að séra Jón
Jakobsson vœri dáinn, — hefði
drukknað á vélskipinu Þor-
móði, fór ég að rifja upp, hvað
farið hefði okkur á milli síðasta
sinnið, er við hittumst. Það var
sunnudagskvöldíð 15. nóv. síö-
astliðinn. — Þetta kvöld barst
tal okkar að ýmsum efnum,
bæði efnum, sem komu okkur
sjálfum við, og ýmsum almenn-
ari efnum. En ekki grunaði mig
— og varla hann heldur, — er
við kvöddumst, að nú kvedd-
umst við í siðasta sinn.
Ég hefi þekkt Jón, síðan við
vorum saman i skóla. Hann var
góður og glaðvær félagi, hollur
vinur, hafði gljúpa og viðkvæma
lund og var búinn næmum
skilningi á sjónarmiðum og
kjörum annarra. Hvers manns'
vandræði vildi hann leysa, og
hlýtt var öllum og gott í návist
hans. Hann leitaði aðeins hins
góðaThjá öðrum — og fann það.
Hið lakara sást honum jafnan
yfir. Þannig var Jón.
Þegar Jón sagði mér, að hann
ætlaði að verða prestur, fannst
mér, að hann heíði valið hyggi-
lega, því að ég þóttist vita, að
hann mundi ekki bregðast von-
um þess safnaðar, sem nyti
krafta hans, og 4 prestsstarfinu
mundi honum takast að varð-
veita mannkosti sina og þroska
manngildi sitt.
í hvert sinn, sem fundum
okkar séra Jóns bar saman, eft-
ir að hann varð prestur á Bíldu-
dal, varð ég æ vissari um, að
hann hafði valið rétt hlutskipti,
er hann varð prestur. Sann-
færðastur varð ég þó um það,
eftir að hann var dáinn og ég
fór að hugleiða, hvernig hann
var í æsku og hvernig hann var
kvöldið, sem við hittumst síð-
ast. Hann hafði engu glatað af
því, sem hann átti bezt í æsku,
en vaxið að skapfestu og
reynslu. Jón hlaut því þá gæfu
að þurfa ekki að enda ævina
„kalinn á hjarta“, en þar kelur
þó of marga í nepju lífsins.
Jón hafði oft orð á því á síð-
ustu prestsskaparárum sínum
— í fullri alvöru — að hætta
prestsskap. Ástæðan var ekki sú,
að hann hefði litlar mætur á
starfinu, heldur hin, að honum
fannst sjálfum, að hann fengi
ekki eins miklu áorkað í starfi
sínu og hann hafði gert sér
vonir um.
Við stúdentar frá 1926 kveðj-
um allir Jón Jakobsson með
söknuði. Við geymum öll hlýjar
endurminningar um hann, um
hann eins og hann var, þegar
við vorum saman í skóla, og var
enn, er hann dó, aðeins nokkru
eldri og reyndari.
Öldruðum foreldrum, eigin-
konu og börnum og öðrum
vandamönnum er þurlgur harm-
ur að þurfa að sjá af séra Jóni
svo sviplega á bezta aldurs-
skeiði. En mér er kunnugt úm,
að foreldrar hans, eiginkona og
systkin hafa borið harm sinn
með þeirri stillingu og skap-
festu, sem arfgeng menning ein
getur veitt. Þeim er og harma-
bót að vita, að minningin um
hinn látna vin þeirra verður
aldrei frá þeim tekin, minning,
sem bera mun birtu á ókominn
lífsferil þeirra. Mér finnst, að
þau gætu tekið sér í munn orð
Stephans G. Stephanssonar,
þau er hann mælir til sonar
síns látins í kvæði eftir hann:
„Af kærleik þínum engu verður
eytt,
hann er og varir mér i tímans
sjóði.“
Magnús Finnbogason.
Lcíksýning Norræna félagsins
Veízlan á Sölhaugum
NoiTæna félagið heiðraði þjóðminningadag Norð-
manna með því að láta frumsýningu á leikriti Ibsens,
Veizlunniy á Sólhaugum, bera upp á 17. maí. Með sín-
um alkunna dugnaði hefir ritari Norræna félagsins, Guð-
laugur Rósinkranz, unnið að því í vetur að koma þessari
leiksýningu á framfæri. Sýndi norska leikkonan, Gerd
Grieg, félaginu þá miklu vinsemd að takast á hendur
leikstjórnina, og veitti norska stjórnin í Lundúnum
henni góðfúslega fararleyfi til þess. Frú Soffía Guð-
laugsdóttir tók að sér aðalhlutverkið, en Páll ísólfsson,
setti sérstakan þjóðlegan, og jafnframt norrænan blæ
á sýningmia með því að semja ný lög við alla söngtexta
leiksins og forleik að hverjum þætti.
Á frumsýningunni var hvert sæti skipað í leikhúsinu
og leiknum forkunnar vel fagnað. Ágóði af sýningunni
rann tii Noregssöfnunarinnar.
Leikurinn fer fram á höfð- gervi Guðmundar Álfssonar,
ingjasetrinu Sólhaugum á 14. frænda Margrétar og æskuvin
öld. Bengt Gautason óðalsbóndi ar. Hann hafði farið úr landi
er auðugur að fé, en einfaldur fyrir sjö árum til að leita sér
og ekkert kvennatál. Margrét (fjár og frama með tignum
húsfreyja er af göfugum ætt- ! mönnum. Nú ber hann að garði,
um en óríkum. Hefir hún gifzt búinn sem hæverskur og glæsi-
Bengt Gautasyni til fjár. Það legur riddarl. Æskuást Margrét-
Frá ádaTfundi
Ferdafélagsins
Aðalfu-ndur Ferðafélags ís-
lands var haldinn fyrir nokkru.
Að upphafi fundar skýrði Geir
G. Zoega vegamálastjóri, for-
seti félagsins, frá störfum
þess og framkvæmdum liðið
ár og hag þess nú.
Um 600 menn bættust í félag-
ið síðastliðið ár, og eru með-
limir þess^nú orðnir 4247. Má af
því marka, að félagið er enn í
mjög örum vexti.
Tvær deildir félagsins starfa
utan Reykjavíkur, önnur á Ak-
ureyrl, hin á Húsavík. Auk þessa
eru „Fjallamenn" ein deild fé-
lagsins.
Fjárhagur félagsins er góður.
er efnt til veizlu á Sólhaugum
i tilefni þess, að þrjú ár eru
liðin „síðan ég varð maðurinn
hennar Margrétar," eins og
Bengt kemst að orði.
En forlögin sjálf koma óvænt
til veizlunnar á Sólhaugum í
Á það 15 þúsund krónur í sjóði
og fimm sæluhús, er kostuðu
40 þúsund, öll án skulda.
Skipulagning ferðalaga hefir
ávallt verið veigamikill þáttur í
starfi félagsins. Síðastliðið ár
efndi það til 22 hópferða, þar
af 6 langra sumarleyfisferða-
iaga. 625 menn tóku þátt í ferða
lögunum.. Kreppti þó hörgull á
bifreiðum nokkuð að þessum
þætti félagsstarfsins. Til þess að
ráða bót á slíkum vandræðum
hefir félagið mjög reynt til að
fá fluttar inn tvær stórar fólks-
bifreiðir. En ekki hefir tekizt
að knýja það mál fram, enn sem
komið er, vegna ýmissa örðug-
leika.
Nýtt sæluhús var reist við
Hagavatn í fyrrasumar og þrjár
gangbrýr gerðar yfir Farið og ál
í grennd við það. í ráði er bygg-
ing sæluhúsa á Þórsmörk, að
Laugum á Landmannaafrétti,
og undir Langjökli. Vegna ó-
hæfilegs vetðlags á byggingar-
efni, verður þó sennilega nokk-
ur töf á þeim framkvæmdum.
Árbók félagsins 1942 fjalíaði
um Kerlingarfjöll. (Innan sviga
má geta þess, að Ferðafélagið
hefir raunverulega opnað lands-
(Framh. á 4. sUSu)
ingu landbúnaðarins, þrátt fyr- lands, sem ræktað er
ir fækkun hinna vinnandi landi, er bændur nytja.
af
handa við landbúnaðarstörfin.
Aukning á framleiðslu jarð-
argróðurs hefir orðið á árabil-
inu 1900—1941 þessi:
Taða, 845 þúsund hb. 157%
Úthey, 83 þúsund hb. 7.%
Jarðepli 107.5 þúsund tn. 614%
Rófur, 25.0 þúsund tn. 31.5%
Töðumagnið vex hin síðustu
ár jafnt, án þess þar verði veru-
lega vart árferðismunar. Það
sýnir greinilega hina auknu
tryggingu fyrir búreksturinn,
sem ræktunin skapar. Útheys-
aflinn helzt mjög svipaður að
magni frá ári til árs hin síðustu
ár. Um kartöfluræktina er öðru
máli að gegna. Þar eru hinar
árlegu sveiflur stórar, sem staf-
ar af tvennu. Hin síðustu ár
hefir verið allverulega að því
unnið að halda uppi áróðri fyrir
aukinni ræktun þeirra, sem
leiddi til stórfelldrar fram-
leiðsluaukningar 1939, en 1940
varð misæri í uppskeru, endur-
nýjað átak gert 1941, en 1942
er sett I minna flatarmál, og
getur hafa valdið nokkru þar
um sölutregða árið áður og erf-
iðleikar með áburðinn, svo að
segja má, að hin fasta þróun er
ekki eins örugg og fengizt hefir
í túnræktina.
Hvað er það, sem hefir gert
þessa framleiðsluaukningu
framkvæmanlega, þrátt fyrir
minnkandi fólkstölu, er land-
búnaðarstörfin vinnur?
Því svara staðreyndirnar fyrst
og fremst með eftirgreindum
átriðum:
1. Það er aukið flatarmál þess
2. Aukin eftirtekja af rækt-
aða landinu, sem að einum
þræði byggist á notkun tilbú-
ins áburðar.
3. Aukin verktækni, notk-
un verkfæra og vinnuvéla við
landbúnaðarstörfin.
Þessi þrjú atriði skulu athug-
uð nokkru nánar.
Síðustu 20 ár hefir stærð
túna aukizt um 14 þúsund hekt-
ara úr 22 þúsund ha. í 36 þús-
und ha. Jafnframt er hætt að
nytja lökustu engin, því að á
sama tímabili hafa verið gerð-
ar engjaveitur á svæði, er nem-
ur 21 þúsund ha. og njóta þeirra
300 jarðir á landinu. Það fær-
ist þvi með ári hverju nær því
marki, að allra heyja geti orðið
aflað á véltæku landi. Næsta
átak er því að geta áorkað
fullnaðarsléttun túnanna, sem
samkvæmt bráðabirgðaákvæð-
um jarðræktarlaga á að veita
aukastyrk til, svo því verði lok-
ið á næstu 10 árum. ,
Eftirtekjan af flatareiningu
hins ræktaða lands hefi raukizt:
1921—1925 meðaleftirtekja af
hektara 29 hestburðir.
1931—1935 er meðaleftirtekja
af hektara 34 hestburðir.
1936—1941 er meðaleftirtekja
af hektara 38 hestburðir.
Það er þvi alger blekking, að
halda því fram, eins og gert
hefir verið, að meirihluti ný-
ræktar sé svo illa gerður, að
verra sé en það hafi ekki gert
verið. Hitt er annað mál, að það
er langt bil enn milli lokatak-
marksins í framkvæmd rækt-
því unar, að landsmeðaltalið nái 60
—75 hestburða eftirtekju af ha.,
eins og nú fæst árlega á bezt
ræktuðu túnunum í landinu.
Þarna er takmark að ná til, og
verður I öðru erindi gengið inn
á 'nokkur grundvallaratriði
ræktunarmálanna, er skýra
hvernig má ná því marki.
Þriðja atriðið, sem telja má
að sé afleiðing hinna tveggja,
hin aukna verktækni við hey-
öflunina, hefir aukið afköst ein-
staklinganna, er við landbún-
aðarstörfin fást. Verktæknin
hefir komið í stað þess fólks,
sem tapazt hefir landbúnaðin-
um. Það var talið meðalverk-
magn eftir fullgildan kaupa-
mann og kaupakonu, að fá 200
hestburði heimflutta 1 garð.
Fjöldi bænda fá nú eftir sömu
fólkstölu 400—500 hestburði,
þar sem vélar og hestakostur er
notaður við störfin.
Nú eru yfir 2000 sláttuvélar í
landinu. Þær mátti telja á
fingrum sér um aldamót.
Rakstrarvélar eru á annað þús-
und. Snúningsvélar eru á þriðja
hundrað. Hlöður hafa komið í
stað tófta. Votheysverkun hef-
ir aukizt og tryggir betri hey-
verkun.
Af þessu yfirliti er ljóst, að
við höfum verið hröðum skref-
um að færast frá hinum frum-
stæðu framkvæmdaaðferðum
yfir á svið tæknibúskapar. Það
hefir að sumu leyti frekar skeð
sem bylting en þróun, og þvi er
eðlilegt, að þar mætti margt
betur fara en verið hefir.
Frumstæði búskapurinn krefst
(Framh. á 4. siBu)
ar vaknar. Hún sér, að hún hef-
ir fargað sjálfri sér „fyrir fá-
nýtt dót“ — auðinn á Sólhaug-
um. Hún reynir að ná ástum
Guðmunflar að nýju og gerir
jafnvel tilraun til að byrla
bónda sínum eitur. Það ferst
fyrir, en hann er veginn í veizl-
unni af Knúti Gæsling kon-
ungsfógeta. — En það er of
seint að ætla sér að tengja
þann örlagaþráð, sem hafði
slitnað fyrir þremur árum. Guð-
mundur Álfsson finnur æsku-
ást sína, sem hann hefir dreymt
um í útlegðinni, í gervi Signýj
ar, yngri systur Margrétar.
Harmi lostin gengur hún beygðu
höfði út af leiksviðinu til að
ganga í klaustur.
Ibsen hefir valið leikriti sínu
nafn eftir veizlunni, sem sýnd
er í öðrum þætti. Þar eru dans
aðir þjóðdansar og er sú sýning
hin glæsilegasta. Að öðru leyti
ræður veizlan litlu um úrslit
leiksins. Nafnið gæti því bent
til að Ibsen hefði aðallega sam
ið leik sinn til að fá þjóðlega
skrautsýningu á leiksviðið, sem
fólkinu geðjaðist vel að, enda
var hann leikhússtjóri, er hann
samdi það. Sorgarefnið í leikn-
um er tekið beint úr þjóðvíS'
unum: Húsfrúin, sem hefir
gifzt aldurhnignum manni til
fjár, en ann sínum æskuvini og
riddara, og riddarinn, sem syrg-
ir sína mey, er sér hana öðrum
gefna.
Hinnar djúpu og stundum
torskildu lífsspeki, sem ein-
kennir mörg af leikritum Ib
sens, gætir lítið í veizlunni á
Sólhaugum. Leikurinn er gerð-
ur meir til skrauts og skemmt
unar, og allir. hljóta að hafa á
nægju af að sjá hann, og auk
þess eru hinir norsku þjóð-
dansar nýstárlegir á leiksviði
hér.
Við sjálfa leiksýninguna leyn-
ir hin haga og kunnandi hönd
leikstjórans sér ekki. Allir, sem
séð hafa leikinn, munu á einu
máli um það, að þeir hafi varla
séð frú Soffíu Guðlaugsdóttur
glæsilegri á leiksviði né heldur
ná fágaðri framsögn og lát
bragði en í hlutverki Margrétar,
Gestur Pálsson sómdi sér prýði-
lega í hlutverki Guðmundar
Álfssonar. Edda Kvaran leikur
Signýju og tekst vel á köflum,
en sums staðar miður. Valde
mar Helgason leikur Bengt
stórbónda bezt í síðasta þætti
þegar hann er orðinn þéttfull-
ur. Hjörleifur Hjörleifsson leik-
ur Knút Gæsling, fógeta og
biðil Signýjar. Mundi t. d. Har
aldur Björnsson hafa átt betur
heima í því hlutverki.
Jakob Smári hefir íslenzkað
leikinn. Victor Urbantschitsch
stjórnaði hljómsveitinni, en
leiktjöld og búningar allir hafa
verið gerðir eftir teikningum
norska llstamannsins, Ferdin
ands Finne.
í leikslok var Soffía Guð
laugsdóttir og fleiri leikaranna
hylltir af áheyrendum. Sérstak
lega var frú Gerd Grieg hyllt,
er hún gekk fram á leiksviðið
undir norska fánanum. Var það
hvort tveggja 1 senn, þakklæti
til frúarinnar og virðing við
þjóðfána Norðmanna, frelsis
219
Samband ísh Mamvtnnutélagm
Samvinnumenn:
Munið, að sjóðir kaupfélaganna eru yður
trygging fyrir góðum framtíðarviðskiptum. Þér
eflið þá bezt með því að beina öllum viðskipt-
um yðar til kaupfélaganna.
Blautsápa
trá sápnverkMniljuud SJðfa er mimouut v»
wrkeauufl tyrir gm&L, ilcfltar láwrtf nutm
Sjaínar-blautsápu
Langvetningar!
Látið berast, að þriðja þing Nemendasambands Laugarvatns-
skólans hefst að Laugarvatni sunnudaginn 6. júní. —
Þeir, sem ætla að gista nóttina fyrir, tilkynni þátttöku.
Stjórniii.
Tilkynníng
frá leigugördum bæjarins.
Þeir, sem hafa pantað garðlönd hjá bænum, eru beðnir aö
gefa sig fram við skrifstofu Ræktunarráðunauts bæjarins í Ac-
vinnudeild Háskólans fyrir 20. þ. m. Opið frá kl. 10—12 og 1—
3. — Sími 5378.
Ræktunarráðunautur bæjarins.
Auglýsing
frá Fiskveiðasjóði íslands
um styrkveitingar til kaupa og
byggingar nýrra fiiskiskipa.
Þeir útgerðarmenn, sem ætla að sækja um styrk úr Fiskveiða-
sjóði til kaupa eða byggingar nýrra fiskisklpa, skulu senda sjóðn-
um umsóknir sínar fyrir 20. júni n. k.
Umsóknunum skulu fylgja þessi skjöl:
1. Efnahagsreikningur umsækjanda.
2. Vottorð bæjarstjóra eða oddvita um aðalatvinnu umsækj-
andans undanfarin tvö ár.
3. Vottorð skipasmíðastöðvar þeirrar, sem byggði skipið, um
hvenær byrjað var á smiði skipsins og hvenær henni var
lokið, ennfremur vottorð um heildarverð skipsins með ísett-
um vélum.
Hafi umsækjandi sjálfur ekki látið byggja skjpið, skal hann
senda staðfest afrit af afsali og sanna hvert var kaupverð
skipsins.
Sé skipið ekkl þegar smíðað, skal umsækjandi senda:
1. Efnahagsreikning sinn.
2. Atvinnuvottorð.
3., Samning við skipasmíðastöð um smíði skipsins.
4. Skilríki fyrir þvi, að ekki verði vöntun á neinu efni til skips-
ins eða vélum í það.
Styrkur verður einungis veittur skipum, sem fullsmíðuð
voru eftir árslok 1941 og má búast við, að þeir umsækjendur
einir komi til greina, sem senda umsóknir sinar fyrir 20. júní
næstkomandi.
Reykjavik, 18. maí 1943
FISKIVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS.
tákn þeirra 1 baráttunni gegn
ofríki og ofbeldi.
Formaður Norræna félagsins,
Stefán Jóhann, bað lelkhús-
gesti að árna Noregi heilla.
Tóku menn undir það með
húrrahrópum, en hljómsveitin
lék þjóðsöng Norðmanna.
Leiksýning þessi hefir góðu
heilli verið upp tekin, og er
Norræna félaginu til sóma.
Jón Eyþórsson.
Lesendur!
VeklO athygll kunnlngja ytJ-
ar á, aO hrerjum þeim manni,
sem vill fylgjaat vel meO al-
mennum málum, er nauSajm-
legt aO lesa Timann
SkrlflC eOa simlB ai Tlmam
og tilkynnlB honum nýja áakrtf-
endur Biml S133.