Tíminn - 25.05.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.05.1943, Blaðsíða 3
56. Mað NN. |iriðjudaginn 25. mal 1943 223 Sigiirðnr Baldvinsson: Á íslenzkri sjdnarhæð Kvæði þetta var flutt Hjálmarl Björii'Ssyni, verzlunarfulltrúa, f kveðju- samsæti, er vinir hans héldu honum 18. maí 1943. / vesturátt forðum hann sigldi um sjá, sá sœgarpur djarfi frá ísalands-ströndum, sem leitaði Vínlands með vonglaða brá, er vindurinn hertí á seglunum þöndum. Þá fylgdu honum herskarar hamingjudisa um hafið, þœr tryggðu honum leiðina vísa. Þœr vildu, að blessaðist víkingsins keppni, að veraldarfrœgð hlyti Leifur hinn heppni. Og Leifur kom aftur dil œttjarðarstranda um Atlantshafssundin með töfrandi frétt, með vissu um fund þeirra Ijómandi landa, sem lágu í vestri, svo frjósöm og slétt, — með glóaldin fögur og vínber og viði, sem vuxu þar ósáin, þroskuð i friði. í framsýnni vöku hann fann það og dreymdi, að forsjónin lönd þessi óbornum geymdi. Hann átti áó rœtast sá islenzki draumur, að amerisk grund hlytí menningarfrœgð. Hann átti ekki að bregðast sá örlagastraumur, sem óbornum miljónum skapaði gnœgð. Hinn íslenzki kappi og íslenzka móðir, sem áttu þar fyrst sínar vestrænu slóðir, — þau voru sem forboðar framtíðarskapa, þess frelsts, sem þjóðirnar mega ekki tapa. Og tlmarnir komu og tímarnir líðu, og takmurkið náðist, sem forsjónin bjó, því mannkynsins framsœkni-bjargvœttir biðu, og bandarísk jörð hún varð gjafmlld og frjó. ■ Og þangað var frelsisins leitað úr löndum og leyst. var úr þrœldómi og sœrandi böndum. Og mannsandinn frjáls komst þar hœrra og hærra til heilla, sem enn gáfu meira og stœrra. Og murgur lá islendings vegurinn vestur til volduga landsíns að ryðja sér leið, þvi þar var hann alla tíð aufúsugestur, — en íslenzku fóstrunni missirinn sveið. En oft dró það naprasta sviðann úr sárum og saknaðar fœkkaði beizkustu tárum, og enn er það metið til minninga beztra, að manndáðin íslenzka lifði þó vestra. Og nú er því sögurik feðrarina foldin af forlaga dulmœtti snúið svo við, að vikingsins forna er vesturleit goldin með vestrœnni heímsókn að tryggja þér frið. Þó glóaJdin ósáin glitri ekki á meíðum, og gustkalt sé stimdum á norðurhafsleiðum, — þeir munu þó finna það, Fjallkonan bjarta, að frelsisins eldur þér brennur í hjarta. Það forðum var Jcveðið um kappana stóru, og kennimark Frónbúans þekkjast mun enn, að „aldrei heir rufu þá eiða, er þeir sóru, óg ágœtir þóttu því konungamenn". Þeim kostum á lofti tíl heilla slcal lialdið, þeir heyri og skilji, sem fara með valdið: Að friður og blessun, að hamíngja cg heiður, er horfið og glatað, sé forsmáður eiður! Og landið i vestri, þér heill sé og heiður, og hamingjudlsirnar leiði þlg enn og vemdi og styrki, svo efnist þinn eíður, að algilda frelsið í heimAnum sénn og frjálsborna hœtti í athöfn og orðum, að útrýma hatri og fjötrum og skorðum, — svo mannkynsins framtíð hún fái að bœtast og frelsins hugsjón að blessast og rœtast! Svipuð er útkoman á útengja- heyhestinn. Þar er meðaltalið 5.46 klst. en meðaltal hjá beztu búunum 2.82 klst. Ef við gætum komið því til leiðar með aukinni tækni, að ná yfir alla heyöflunina út- komu til jafns við það, sem bændur ná bezt, myndi fækkun vinnustunda við að afla heyj- anna nema 6.8 miljónum vlnnu- stunda, þar af kæmu 3.6 milj. á töðuna og 3.2 milj. á útheyið, en það sparaði landbúnaðinum fjárhæð er nemur árskaupi 2266 manna. Þessu takmarki er hægt að ná með að afla heyjanna á vél- yrktu landi. Þetta myndi leiða af sér nokkurn aukinn stofn- kostnað um ræktun og kaup á heyvinnuvélum, en þau fjár- framlög ynnust upp í bættri árlegri rekstrarafkomu á stutt- um tíma. Til þess að framleiða meðal ársarð af einni kú, fara að með- altali 407.42 Vinnustundir og til framleiðslu meðalársarðs af einni á fara 17.63 vinnustundir að meðaltali. Með hagkvæmri stærð búanna hagnýtist vinnu- aflið betur við hinar einstöku búgreinar og af búreikningum bændanna sézt, að vinnumagn- ið á framleiðslueiningu er hjá þeim, er beét hagnýta vinnuafl sitt, ekki nema % af því, sem meðaltalið sýnir. Vinnumagnið á 1 tn. af kartöflum er 29.08 vinnustundir. Þetta kemst við beztu skilyrði niður i 10—15 vinnustundir. Á þessu sviði er mikið hægt að gera til aukins ávinnings af búrekstrinum, en það sem þannig vinnst, á fyrst og fremst að koma fram sem kauphækkun fyrir bændur, en ekki til lækk- unar á búsafurðum þeirra, því bað er langt frá að kjör land- búnaðarins nái kjörum þeim, er aðrar stéttir búa við. Land- búnaðarafurðirnar eru þeirra kaupgjald — þeirra lífsfram- færi. Lífskjör þessa fólks hafa verið byggð á því, að uppfylla lágmarksþarfir. Lejt okkar að bættri vígstöðu verður því að beinast að því með sama vinnu- magni, að fá stóraukin fram leiðsluafköst fyrir atbeina auk- innar verktækni og umbóta á jörðum okkar, svo þeirri tækni verði viðkomið. Hagfræðilegur árangur bú- rekstrar er tvíþættur: a) Hinn hagfræðilegi árang ur, er fellur í hlut einstakling- anna er hann stunda. b) Hinn hagfræðilegi árang- ur þjóðfélagsins af heildar starfsemi landbúnaðarins. Þessi tvö atriði þurfa ekki að fylgjast að, þótt telja megi það eðlilegasta þróun, að velmegun einstaklinganna, er atvinnuveg- inn stunda, ætti að skapa mest- an þjóðarhagnað af atvinnu rekstrinum. En reynslan er sú, að stund- um fer þjóðfélagið að eins og sá bóndi er rányrkir jörð sína, bað gætir ekki þess að þróunar- skilyrði a^vinnuvegarins séu í réttum hlutföllum hvert við annað. Þjóðfélagið hefir gert allt til að draga frá landbúnað- inum í 40 ár hina lifandi orku, Meðal lítNknfadra Nafn séra Damien de Veusters mun seint falla í fyrnsku. Hann mun ávallt verða nefndur, þegar hinna dáðrökkustu manna er getið. Hér birtist sagan um afrek hans. Holdsveiki! Fá orð hafa ógnþrungnari merkingu, jafnvel í vitund þeirra, er ekki þekkja til hlítar viðbjóð þessa sjúkdóms. Fáir munu geta hugsað sér þungbærari böl en verða honum að bráð — rotna lifandi sundur, öllum til andstyggðar. En sérstak- lega var þó slíkt hlutskipti ægilegt á þeim tímum, er holdsveikir menn voru miskunnarlaust hraktir frá dyrum mannfélagsins, ofurseldir eymd sinni og dæmdir til að þjást og deyja hjálpar- vana í algerri útskúfun. Sú saga, er hér verður sögð, greinir frá manni, er sjálfviljugur og að þaulhugsuðu máli valdi sér það hlutskipti, að lifa meðal útskúfaðra, holdsveikra vesalinga, líkna þeim og llðsinna, þótt hann yrði til þess að ganga í berhögg við þessa voðaveiki — meira að segja ganga henni á vald. Hún gerist á Sandvíkureyjum á síðari hiuta 19. aldar, rétt um einni öld eftir að hvítir menn fundu eyjarnar. Flest það válegasta og djöfullegasta, er fylgir siðmenningu hvítra manna, barst til Sandvíkureyja jafnskjótt og hvítir menn tóku að venja þangað komur sínar, og það dafnaði þar því betur sem áhrif þeirra urðu meiri og völd þeirra traustari. Meðal þeirra vágesta, er þannig bárust í kjölfar hinna óboðnu komumanna, var holdsveikin. Henni var fyrst veitt athygli í eyjunum um 1850. En 1863 var hún orðin svo mögnuð, að læknir einn taldi skyldu sína að vekja athygli .stjórnarvaldanna á geigvænlegri útbreiðslu hennar. Næstu misseri var gerð að því gangskör að rannsaka málið og eftir tveggja ára þóf var ákveðið fyrir áhrif hvítra manna þar, er voru lostnir hinni mestu skelfingu vegna sjúk- dómsins, að fjarlægja alla sjúklinga byggðir annarra manna. Hrjóstrugt nes á norðurströnd Mólókaieyjar, 25 ferkílómetrar að flatarmáli, var kjörið þeim til dvalarstaðar. Þar þóttu þeir vel geymdir, því að á þrjá vegu var sjórinn, en til landsins ókleifir hamrar þvert yfir nesið og allt í sjá fram. Yfirvöldin voru mjog ánægð með val sitt og framtakssemi. Staðurinn var nefndur Kalavaó. Allir holdsveikir eyjabúar, er til náðist, voru nú umsvifalaust fluttir i nýja heimkynnið, þar sem þeim var huguð vist meðan hið auma líf entist. Þar áttu þeir sjálfir að sjá sér farborða eftir getu, „rækta jörðinatig lifa af sínu.“ Þeir áttu sem sagt að mynda óháð mannfélag, er engin, eða að minnsta kosti mjög takmörkuð, skipti hefði við umheiminn. Þetta var ráðagerð stjórnarvald- anna. En þegar tímar liðu fram, vitnaðist það, að holdsveika fólkið var duglítið til framkvæmda í ríki sínu. Stjórnarvöldin urðu ákaflega gröm. Að sönnu var viðurkennt, að slíkur örkumlalýður, kaunum sleginn og flakandi í sárum, væri ekki sem allra bezt fallinn til landbúskapar og jarðyrkju, enda hermdu sögur, að fingur og tær væru rotnaðar af mörgum, en aðrir hefðu sjálfir höggvið af sér úldna og dauða útlimi. En samt sem áður héldu hinir ráðamestu menn fast við það, að einskær þvermóðska og leti ylli því, er þessi fordæmdi lýður gæti ekki afíað sér nægi legs viðurværis. En hvernig sem þvi var varið, þá voru akrar og nytjalönd fyrri íbúa í Kalavaó komnir í mestu órækt eftir skamm- an tíma, og þróunin í nýja ríkinu varð sú, að þeir, sem hraustari voru og sterkari, stálu öllu nýtilegu frá þeim, er ekki fengu varið eigur sínar eða tekið hlut sinn með valdi. En þótt lítið yrði úr jarðrækt, komust sjúklingarnir fljótt upp á lag með að brugg£ áfengt öl af rótum villijurtar, er óx á nesinu. Það var óminnis drykkur þessa vesala, vonlausa fólks. Umsjónarmenn voru sendir á vettvang öðru hverju til þess að forvitnast um líf og líðan útlaganna. Það var óhugnanleg sjón, er mætti augum þeirra. í óhrjálegum, óhreinum hreysum lágu menn, sem þó væri réttara að nefna lifandi lík, i hálmi á gólfinu undir slitnum og skitnum druslum. Þeir litu seinlega upp, þegar komumenn gægðust inn um gættina. Á andliti þeirra varð vart séð mannlegt sköpulag. Hörundið var dökkt og þrútið og gljáandi framan í sumum voru heljarstórir, ólögulegir hnútar, en á öðrum voru daunill, rotin sár. Andlitsvöðvarnir voru iðulega eyddir munnurinn skældur og varirnar afmyndaðar eða jafnvel horfnar svo að skein í beran tanngarðinn. Augun voru einnig illa leikin og hvarmarnir eins og slitið varp á skó. Þannig var ásjóna þeirra, sem inni í kofunum hirðust. Hinir sem úti við voru, voru ef til vill litlu skár haldnir: bæklaðir skáldaðir, limlestir og afmyndaðir á ótal vegu. Þessir sendimenn þorðu þó aðeins fátt eitt að segja af hörm- nngum hinna sjúku manna, er lifðu þannig og dóu, firrtir allri sjúkrahjálp og læknisráðum. Þeir djörfustu leyfðu sér í hæsta lagi að láta þess getið, að kofarnir veittu lítið hlé í regni og stormi, vatnsbólið væri langt frá hreysunum og aðeins fáir þeir hraustustu og aðfaramestu hefðu nægilegt viðurværi og föt til þess að skýla sér. Annars væri afkoman góð eftir hætti. — Stjórninni kom miklu betur að fá þolanlegar fregnir úr holds- veikranýlendu sinni En eigi að siður bárust tíðindi af örlögum sjúklinganna um allar eyjarnar. Þúsundir manna áttu þar vini og ættingja. Þús- undir manna áttu sjálfir holdsveiki og vítisvist á þessum stað yfir höfði sér. Þetta fólk lagði hlustirnar við öllum fréttum þaðan og sagði öðrum það, er það fregnaði. Sjúklingarnir steinhættu að gefa sig fram af fúsum vilja, og vinir þeirra földu þá, ef þeirra var leitað. (Framhald). Sa.mband ísl. satnvinnufélagu Samvinnumenn: Stofnsjóður yðar er góð líftrygging. Vara- sjóður er yður trygging fyrir góðum framtíðar- viðskiptum. T ilkynning til innfiytjenda. Vegna hækkunar flutningsgjalda á vörum, sem flutt- ar eru frá Ameriku, hefir Viðskiptaráðið ákveðið til bráðabirgða, að innflytj endur skuli haga verðlagningu vara, sem ákvæði um hámarksálagningu gilda um, þannig, að í kostnaðarverði þeirra vara, sem fluttar eru frá Ameríku og komið hafa til landsins eftir 8. maí 1943, annarra en kornvöru, kaffis, sykurs, fóðurbætis og smjörlíkisolíu, megi ekki reikna nema % greidds flutn- ingsgjalds, en síðan sé heimilt að bæta y3 flutnings- gjaldsins við verð vörunnar, eftir að heimilaðri álagn- ingu hefir verið bætt við kostnaðarverðið. Ofangreind bráðabirgðaákvæði falla úr gildi, að því er snertir einstaka vöruflokka, jafnóðum og út verða gefin ný ákvæði um hámarksálagningu á þá, en þó ekki síðar en 20. júní n. k. Með tilkynningu Viðskiptaráðsins frá 11. marz s. 1. var vakin athygli á þvi, að bannað væri að selja nokkra vöru, sem ákvæði um hámarksálagningu gilda ekki um, hærra verði en hún var seld við gildistöku laga úm verðlag nr. 3 13. febrúar 1943. Nú hefir Viðskiptaráð ákveðið, að hækka megi verð á vörum, sem svo er ástatt um og komið hafa til lands- ins frá Ameriku eftir 8. maí 1943, fyrir þeim kostnaði, sem leiðir af hækkuðum flutningsgjöldum. Álagning má þó ekki vera hærri en hún var áður á sömu eða hlið- stæðum vörum og skal hún miðuð við kostnaðarverð að frádregnum y3 greidds flutningsgjalds. Ráðstafanir þessar eru gerðar til þess að koma í veg fyrir að álagning á hækkun farmgjaldsins valdi ónauð- synlegri verðhækkun á þeim vörum, sem um er að ræða, og er ekki ætlað að gilda nema þar til tími hefir unnizt til þess að gera þá breytingu á álagningu, sem nauðsyn- leg er vegna hækkunar farmgjaldanna. Reykjavík, 21. maí 1943. V ©rðlagsst jóriim. er sveitirnar hafa fætt og alið upp. Það hefir látið þéttbýlið vaxa upp, án þess að nokkur hönd væri á því höfð, að beztu héruðin til búrekstrar stæðu að baki þeim til gagnkvæmra við- skipta. Þjóðfélagið hefir ekkert talið bað athugavert, þótt saman sparað fé við búskap í sveit væri fært frá mold til malar til að ávaxtast þar. Það hefir ekki lagt vegakerf- in með sérstöku tilliti til brýn- ustu þarfa landbúnaðarins, heldur til þess að erill þéttbýl- isins verði sem örastur lands- hornanna milli. Hinn framleið- andi atvinnuvegur, landbúnað- urinn, má nota veginn, ef hann af hendingu slysast við að liggja nærri sveitabæ. Öll þessi atriði eru byggð á stórkostlegum misskilningi eða algerðu skilningsleysi á þörfum atvinnuvegar, er y4 hluti þjóð- arinnar lifir af. Landbúnaðinum hafa verið réttir styrkir, sumir góðra gjalda verðir, aðrir fánýtir og jafnvel heimskulegir, en þjóðfé- lagið hefir forðazt að gera nokkra tilraun til að færa í gegn hagnýt framkvæmdakerfi eins og stofnun byggðahverfa á ræktuðu landi. Ég hefi lagt fram nokkur drög, er sýna árangur búrekstrarins fyrir meðalbóndann. Hver er þá (Framh. á 4. siBu) Tilkynning Srá land- búnaðarráðuneytinu Landbúnaðarráðuneytið hefir ákveðið að hámarksverð á mjólk og mjólkurafurðum skuli vera sem hér segir: Mjólk í lausu máli og á flöskum i smásölu. kr. Rjómi í lausu máli og á flöskum í smásölu .... Skyr í smásölu .................... smjör í heildsölu ................. Smjör í smásölu ................... Ostur 45% í heildsölu ............. — 30% í heildsölu .............. — 20% í heildsölu .............. — 10% i heildsölu .............. Mysuostur í heildsölu ............. Smásöluverð á ostum má vera 10% hærra í heilum og hálf- um ostum og 30% hærra í bitum. Verð á mjólk og mjólkurafurðum má þó hvergi hækka frá þvi sem það var á hverjum stað 18. desember 1942. Laiadbiittaðarráðimeytið, 22. inaí 1943. Gleymið ekkí að borga Tímann. r f M IIV IV er víðlesnasta anglýsixtgablaðið! kr. 1.40 lítri — 9.20 — — 2.48 kg. — 11.70 — — 13.00 — — 8.45 — — 6.30 — — 4.56 — — 4.10 —' — 2.86 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.