Tíminn - 16.06.1943, Blaðsíða 3
62. blafS
TÍMINN, miðvikHtlaghm 16. .jání 1943
247
Sjötíu og fiimm ára:
Valgeir .Ióbíssoii
Norduriirði
Valgeir Jónsson bóndi í Norð-
urfirði á Ströndum varð 75 ára
hinn 18. marz í ár.
Ég finn hvöt hjá mér til að
minnast þessa aldraða og merka
manns með nokkrum línum út af
því tilefni. Valgeir er fæddur í
Norðurfirði og hefir dvalið þar
allan sinn búskap. Kvæntist
árið 1896 Sesselju Gísladóttir, er
hann missti haustið 1941. Eign-
uðust þau hjón 18 börn. Má
nærri geta að oft hefir verið
nokkuð erfitt hjá þeim hjónum
meðan ómegðin var sem mest,
því að jarðnæði var þá lítið og
húsakynni þröng. En Valgeir
stundaði þá jöfnum höndum sjó-
inn og. sótti hann fast. Var hann
löngum á snærum Guðmundar
heitins á Finnbogastöðum, sem
látinn er ekki alls fyrir löngu,
og va’r einn síðasti eiginlegi há-
karlaformaðurinn í Víkursveit
þ. e. a. s. sem fór í legu á ára-
skipi. Taldi hann Valgeir ein-
hvern sinn bezta háseta, enda
var hann með honum flestaí
hans vertíðir, en þær munu hafa
verið milli 30—40. Hákarlaleg-
urnar, baráttan við „hinn gráa“
á þeim árum, var ekki hent
neinum liðleskjum eða væskil-
mennum, eftir því, sem frá er
sagt. Og er það engin furða þótt
kaldsamt þætti og svalt blési
um rekkjur, þar sem út var lagt
jafnan upp úr nýári.
Sjóferðir um Húnaflóa þykja
enn í dag ekkert sældarbrauð á
þorranum, þótt nú séu önnur
skip og stærri en áður var. Enda
segir Jakob Thorarensen í sínu
þekkta kvæði um hákarlaleg-
urnar: „Kaldari hefi ég hvergi
frétt kafalds heldimmar vetrar-
nætur.“ Slíkar nætur þekkti
Valgeir Jónsson margar af eigin
raun. En þess í milli sótti hann
sjóinn á sínum eigin bát, því að
aldrei mátti létta sókn, ef harð-
réttið átti ekki að gerast of
nærgöngult við hlið barnmargra
heimili. Og með elju sinni og
dugnaði einum saman kom Val-
geir sínum stóra barnahóp upp
og til manns.
Á kvöldin er heim var komið,'
frá sjó eða öðrum útiverkum,
tók Valgeir börnin á kné sér og
kenndi þeim að lesa, reikna og
skrifa. Finnst mér það einna
aðdáanlegast, hversu Valgeir
kom börnum sínum vel áleiðis
einmitt á því sviði. Að vísu má
geta þess, að börn hans voru
snemma efnileg og þurfti víst
lítið að berja þau til bókar, ef
svo mætti segja í þessu sam-
bandi. Þetta uppeldisstarf Val-
geirs er enn merkilegra, þegar
þess er gætt, að í æsku naut
hann engrar fræðslu utan að
lesa og læra kverið. Varð hann
því að afla sér allrar fræðslu á
eigin spýtur eftir að hann var
orðinn fullorðinn. T. d. fór hann
fyrst að læra að skrifa og reikna,
er hann var um tvítugt.
Börn Valgeirs eru nú 13 á lífi,
flest gift og búsett í sinni fæð-
ingarsveit. Á Valgeir samanlagt
yfir 40 börn og barnabörn. Fjórir
synir hans eru búsettir í Árnes-
hreppi, Guðmundur búfræðing-
ur og Albert, bændur í Bæ, Jón
bóndi í Ingólfsfirði og Guðjón
bóndi á Seljanesi. Þrjár dætur
hans eru þar giftar konur og
búandi, Valgerður á Njálsstöð-
um, Gíslína á Steinstúni og Sig-
urlína í Norðurfirði. Tvær dætur
hans eru giftar konur í næstu
sveit, Laufey í Asparvík og
Soffía á Drangsnesi. Heima hjá
föður sínum eru þeir Benedikt
og Valgeir yngsti sonur hans,
búfræðingur frá Hvanneyri og
Eyjólfur kaupfélagsstjóri í Norð-
urfirði. Húsmaður hjá föður sín-
um er Sveinbjörn, kvæntur.
Valgeir gat því á sínu 75 ára
afmæli horft yfir velunnið og
merkilegt dagsverk. Enda veit ég
það að hjarta hans er þakklátt
gjafara allra góðra hluta fyrir
útkomuna og hversu vel hefir
úr öllu rætzt. Megi Guð og gæf-
an fylgja honum enn það sem
eftir er og gefa honum bjart og
gott ævikvöld.
Þorst. Björnsson, Árnesi.
í bréfi til Tímans frá sveit-
unga Valgeirs segir m. a.:
„Þegar Valgeir tók við búi í
Norðurfirði, var þar allt í nið-
urníðslu. Tún lítið og ógirt. Gaf
það af sér 25 sátur (bagga)
fyrsta árið, sem hann bjó þar.
Jörð sína hefir hann bætt að
stórum mun. Byrjaði hann strax
á því, að hlaða griphelda girð-
ingu um túnið úr torfi og grjóti.
Mun það hafa verið með fyrstu
túnum, sem girt voru hér í sveit.
T. d. um framtakssemi hans má
geta þess, að hann hefir fyrstur
manna hér, gert tún úr mýri.
Hefir svo vel verið vandað til
þess verks, að sú framræsla
heldur sér enn, þó hún sé orðin
um eða yfir 30 ára gömul. Á vet-
urna dró hann grjót í garðinn
og ræsin. Var það mikið verk,
þegar þess er gætt að hann hafði
ekki öðru að beita fyrir sleðann
en sjálfum sér og krökkunum,
eftir að þau komust á legg, því
hestanotkun var þá lítt eða ekki
þekkt, hér um slóðir. Jarðyrkju-
íFramh. á 4. siðu)
framkvæmd einu sinni eða
tvisvar á sumri, mun betra er
að hreykja tvisvar.
Hreykiplóg er ekið milli kar-
töflugrasa raðanna, í fyrra sinn
þegar grösin eru orðin 10 cm. há,
en í síðara sinn seint í júlí, eða
um það bil er grösin hylja mold-
ina í garðinum. Hreyking eykur
ekki uppskeruna að mun, en
hefir þó allmikla þýðingu, því
að illgresi og jafnvel mygla
kemst ekki eins að kartöflunum
t. d. með jigningarvatni.
Upplýsingar þær, sem hér
fylgja, má ekki taka sem óyggj-
andi. Um áburðarleiðarvísinn
er það að segja, að hann er ekki
nema að nokkru leyti byggður á
innlendri reynslu, því lítið hefir
verið um beinar áburðartilraun-
ir í garðyrkju hér á landi. Það
er þó óhætt að segja, að þessar
tölur, sem gefnar eru, munu
vera það áburðarmagn, sem
garðjurtir þurfa að fá, ef sæmi-
legur árangur á að nást. Þó
verður að bera meira á, ef um
lélegt land eða mýrlendi er að
tefla.
í þessu sambandi er skylt að
geta þess, að notagildi húsdýra-
áburðar í garða og flög er allt
að því tvöfalt, móts við það að
nota húsdýraáburðinn á tún, er
því sjálfsagt að nota hann sem
aðaláburð í g#rða, það er að
segja, þar sem hvort tveggja
tegundirnar eru til (húsdýra- og
tilbúinn áburður).
í þetta sinni skal ekki fjölyrt
meir um garðyrkju. Enda ég
þessar línur með þeirri ósk, að
allar fjölskyldur þjóðfélags okk-
ar fái tækifæri til þess að yrkja
urtagarð. Það myndi verða
mörgum ánægju- og notaauki.
Ýmsar upplýsingar um
garðýrkju.
Kál. Sáðtími síðast í marz eða
fyrst í apríl, nokkuð af blóm-
káli síðar í maí. Sáð í kassa eða
vermireit. Dreifplantað eftir að
hjartablöð hafa náð góðum
þroska. Fræmagn 12 gr. á hvern
m2. 55 cm. milli raða og 35—55
cm. milli plantna, eftir stærð
viðkomandi kálafbrigðis. — Fyr-
ir kál, sem á að vaxa fljótt,
sendinn jarðvegur. Leirríkur
jarðvegur á vel við kál, þótt það
vaxi þá seinna.
Kartöflur. Sáð um miðjan maí
eða strax eftir að jörð er þíð
og farið er að hlýna. Settar upp
til spírunar 1.—20. apríl eftir
því um hvaða afbrigði er að
ræða. 200—300 gr. kartöflur í
m2. Þyngd útsæðis 30—50 gr.
kartaflan. 50—60 cm. milli raða,
20—30 cm. milli plantna í röð.
Sendinn jarðvegur þykir beztur.
Mjög leirborinn jarðvegur á illa
við kartöflur.
Gulrófur. Mest uppskera hef-
ir fengizt með því að sá snemma
í maí. Má þó sá út maí, en minni
árangur fæst. 5—7 gr. fræs á m2.
50—60 cm. milli raða, 20 cm.
milli plantnana í röð. Vex í alls
konar jarðvegi, sem er í sæmi-
legri rækt.
Næpur. Sáð um sama leyti og
kartöflum beint í garðinn. 5—6
gr. fræs í m2. Grisjist svo að 5—
7 cm. verði milli plantna. Jarð-
vegur sami og fyrir gulrófur.
Gulrætur. Sáð eins fljótt og
fFrmmh. á 4. síSu)
Feðnr og’ s,vnir
Svisslendingar eru nú sú þjóð, er lengi hefir þótt mest til
fyrirmyndar um stjórnarhætti og sambúð alla, bæði út á
við og inn á við. Þeir hafa einnig löngum verið frelsiselsk-
andi þjóð, enda þótt þeir eigi ekki sameiginlega tungu, og
þeim hefir tekizt að varðveita sjálfstæði sitt og frelsi með
meiri giftu en flestar smáþjóðir aðrar. Sumir þættirnir í
sögu þeirra eru meðal hinna ágætustu dáða, er getur í
sögu mannkynsins. Ein þeirra fer hér á eftir.
Fiskidrengurinn hristi netið og renndi augunum út yfir blátt
Lemanvatnið.
„Hann andar við suður og hleypur sjálfsagt bráðum í einhvers
ofsann.“
Félagi hans kinkaði kolli, og þeir hönkuðu saman netin i
makindum. Síðan drógu þeir bátinn lengra upp á sandinn og
festu hann rækilega. Ókunnugur maður hefði þó ekki séð annað
en himinninn væri jafn heiður og áður, vatnið jafn spegilslétt og
lognið jafn tryggt.
Umhverfis vatnið voru há og snævi drifin fjöll. í hlíðum
þeirra voru grænir grashvammar og skógarspildur, en milli
þeirra risu hér og þar dökkar og svipþungar klettaborgir. Sums
staðar voru háir drangar fram við vatnið, en hvergi breiðir
sandar nema í víkinni, þar sem piltarnir voru að ganga frá
bátnum.
„Rúódí gamli sleppur hingað áður en hann skellur á,“ sagði
eldri pilturinn, og báðir námu staðar um stund og horfðu á
lítinn bát, sem stefndi á víkina.
Þegar Rúódí hafði dregið bát sinn á þurrt, var himinninn
orðinn eirrauður og vatnið blýgrátt. Kalda nepju lagði yfir vík-
ina, og gamli maðurinn flýtti sér heim að litlum kofa, er var
þar í hlé við klettahleinar. í þessum kofa höfðu drengirnir búið
síðan faðir þeirra dó.
Enn var lygnt, og það var eins og sjálfur himinninn væri að
sækja í sig veðrið. Hvergi bærðist laufblað né grein, fremur en
allt væri steinrunnið. Hljómar kúabjallnanna, er bárust ofan úr
hlíðunum, voru dimmir og annarlegir, þótt þeir hefðu verið
skærir og bjartir fyrir stundu síðan. Einhvers staðar langt ofan
úr fjallinu barst jóðl smaladrengs, en i því var undarlegur við-
vörunartónn. Og allt í einu buldi vindstroka á vatninu, sem
hófst ólgandi og vellandi. Háar öldur skullu á klettariðunum
með löðri miklu og sogi.
Rúódí ferjukarl settist á tal við piltana, og talið snerist um
það, er hvarvetna var umræðuefni í Sviss árið 1307, þar sem
tveir eða þrír menn voru saman komnir. Svissland var á þeim
tíma mörg fylki, kantónur, er mörg lutu stjórn Austurríkismanna.
Þrjú héldu þó mjög einarðlega við sjálfstæði sitt, og í einu þeirra
áttu þessir menn heima. Þetta voru skógarríkin eða Wald-
státten, eins og þau eru kölluð. Árið 1209 höfðu fylkin að sönnu
viðurkennt Ottó IV. af Habsborg æðsta mann landsins, enda hét
hann þeim þar á móti vernd sinni og viðhaldi allra fornra rétt-
inda. En þegar Svisslendingum þótti Ottó greifi lítt skeyta um
efndir á heiti sínu, skutu þeir málum sínum undir úrskurð róm-
verska keisarans. Með skírskotun til þeirrar þjónustu, er sviss-
neskir hermenn hefðu innt af höndum í þágu Rómaveldis, var
landsmönnum veitt fullt frjálsræði, og skyldi þetta sjálfstæði
taka til Sviss. Úrí og Unterwalden. Skyldu þessi fylki engum
lúta nema keisaranum, sem hét að sinna jafnan málum þeirra
og lofaði þeim ævarandi friði og vináttu.
En veldi Rómverja hnignaði og síðar leituðu skógarríkin á ný
verndar Habsborgara, sem enn viðurkenndu sjálfstæði þeirra og
frelsi. En árið 1291 hafði einn Habsborgarinn, Albért hertogi
Austurríkis, fyrir mörgum ættmennum að sjá. Hann leit í því
efni girndarauga til hertogadæmis í Sviss, og þar með vildi
hann telja skógarríkin öll. Með þetta í huga gerði hann sér-
staka kröfu til Luzern og fleiri borga og þorpa. Þegar þessi tíðindi
bárust, var uppi fótur og fit í skógarrikjunum, og var það fast-
mælum bundið að verja og halda með fullri dirfsku á málunum
við hvern sem var að etja.
Svissland var á þessúm tímum mjög sundurskipt. Margar
borgir, héröð og góss lutu raunverulega stjórn Alberts, er fór með
völd í umboði Jóhanns hertoga frænda síns, sonar keisarans.
Nokkrum ábótadæmum var stjórnað beint frá Þýzkalandi. Fá-
einar borgir töldust fríríki, og héldu þær fast við réttindi sín
eins og skógarríkin, og loks skógarríkin, er voru frjáls eins og áo-
ur er sagt, en þó undir vernd Austurríkiskeisara.
Albert hertogi var staðráðinn í. að koma ætlunum sínum fram,
og sneri fyrst geiri sínum gegn Bern, sem var fríríki. Eftir harða
bardaga og mikið mannfall urðu hersveitir hans frá að hverfa, og
voru þær þó mun betur búnar að vopnum og betur æfðar til víga
heldur en borgarmenn. Varð nú um stund hlé á vopnaviðskipt-
um. En eftir nokkura hvíld afréð Albert að þreifa fyrir sér um
varnir Zúrich-borgar, sem einnig var fríríki. En þar reyndist ör-
uggt og vel vopnað lið til varnár, og allt undirbúið til þess að
mæta umsát. Þó hraus borgarbúum hugur við að heyja stríð gegn
svo voldugum óvini, og þegar Albert hertogi bauð þeim sömu rétt-
indi og frelsi og skógarríkin nutu, ef þeir vildu viðurkenna yfir-
ráð hans, gengu þeir að því boði og sömdu frið. Til þess að bæta
sér að nokkru þau fjárútlát og annað tjón, sem þessi herför hafði
haft í för með sér, ákvað hertoginn að snúa liði sínu gegn skógar-
ríkjunum og hugðist að beygja þau að minnsta kosti til fullkom-
innar hlýðni og þjónustu við sig. En hann þurfti þó fyrst að skapa
tilefni árásar, því að ella óttaðist hann, að þeim yrði vel til lið-
veizlu, auk þess sem ekki veitti af að fylla skörðin, sem komin
voru í fylkingar hans. Þess vegna afréð hann að koma af stað ó-
eirðum í ríkjunum, og með það í huga gerði hann þeim ýms gylli-
boð um að ganga að öllu leyti í samband við Austurríki. Forustu-
menn skógarríkj anna svöruðu því til, að þeir væru ánægðir með
kjör sín eins og þau væru og óskuðu þess eins, að keisarinn vildi
staðfesta stjórnarlög þeirra.
Albert svaraði þeim með því að skipa tvö grimmlyndustu og
harðdrægustu handbendi sín fógeta sína í landinu. Þeim fyrir-
skipaði hann að gera allt, er verða mætti til þess að æsa lands-
menn til mótþróa og uppreisnar. Þegar svo væri komið, hafði
hann hugsað sér að láta til skarar skríða og brjóta mótspyrn alla
á bak aftur með harðri hendi og svipta landið öllu sjálfsforræði.
Gessler og Landenberg hétu þeir, þessir fógetar Alberts. Þeir
bjuggu þegar ramlega um sig í köstölum, gerðu virki um þá og
höfðu til fulltingis sér austurrískar hersveitir. Beittu þeir lands-
menn skjótt miklu ofbeldi, og einkum sátu þeir um hvert tæki-
færi til þess að egna ríka bændur og kynstóra menn til reiði og
virkrar andstöðu gegn valdi sínu. Frh.
Samband ísL samtAnnufélagu
Samvinnumenn:
Hafið eftirfarandi í huga:
Tekjuafgangi kaupfélags er úthlutað til fé-
lagsmanna i hlutfalli við viðskipti þeirra.
Blautsápa
frá sápuvcrksmiðjmmi Sjöfn er almennt við-
\
urkennd fyrir gæði. Flestar húsmæður nota
Sjaínar-blautsápu
Flugferðirnar
r * -
Sumartaxtinn byrjar 15. júní. Samkvæmt honum lækka
fargjöld með flugvélum vorum all verulega.
Frá sama tíma, og til 1. september næstk. verður gefinn
15% afsláttur þeim, sem fljúga frá Reykjavík til Akur-
eyrar, og til baka innan 30 daga, en þó því aðeins að far-
gjald sé greitt fyrirfram fyrir báðar ferðirnar.
Nánari upplýsingar í skrifstofum vorum í Reykjavík og
á Akureyri..
Flugfélag tslands h.f.
Jörðin Seljamýrí
í Loðmundarfirði er til sölu. Laus til ábúðar nú þegar.
Búnaðarbanki tslands.
Tilkynning
Viðskiptaráðið hefir ákveðið, að við hámarksverð á nýjum laxi,
sbr. auglýsingu þess dags. 19. f. m., megi bæta kr. 0.50 á hvert kg.
vegna flutningskostnaðar.
Hámarksverðið að viðbættum flutningskostnaði verður því:
í heildsölu .................................. kr. 5.50
í smásölu:
a) í heilum löxum ........................ — 6.50
b) í sneiðum ............................. — 8.00
Reykjavík, 11. júní 1943.
Verðlagsstjórinn.
Lesendur!
Hreðavatnsskáli.
Vekið athygli kunningja yð-
ar á, að hverjum þeim manni,
sem vill fylgjast vel með al-
mennum málum, er nauðsyn-
legt að lesa Tímann.
Skrifið eða símið til Tímans
og tilkynnið honum nýja áskrif-
endur. Sími 2323.
Dvöl
DragiB ekki lengur aS
gerast áskrifendur að
Dvöl, þessu Bérstseöa
tímariti i tslenzkum bókmenntum. —
Ykkur mun þykja vœnt um Dvöl, og
því vsenna um hana sem þlð kynnizt
hennl betur.
Meðan sumardvalarfólkið er
| flest, er ekki varlegt að treysta á
j fast fæði í Hreðavatnsskála.
! Vepjulega fæst þó a. m. k. kaffi,
kökur, smurt brauð, skyr, mjólk,
öl o. s. frv. Hópar, sem óska eftir
einstökum máltíðum, panti þær
með góðum fyrirvara. Verð
venjulegra máltíða, með kaffi,
er kr. 5—6,25. — Fáein herbergi
fást ennþá.
Ferðamenn, sem hafa auga
fyrir náttúrufegurð, kjósa helzt
að stanza á fegurstu stöðum
landsins.
Fgill SÍKnrKeÍrsmB
híc*i«xéU.» 'ílafiutningzmaður
Austurstræti 3 — Reykjavfk
Anglýsið í Tímaitum!
Áskriftargjald
Tímans
utan Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar er kr. 30.00 árgangur-
inn.