Tíminn - 13.08.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.08.1943, Blaðsíða 2
318 Ttmrerc, föstndaginn 13. ágúst 1943 80. blað ^iminn Föstudagur 13. áyúst Garðyrkjuskólínn að Reykjum í 01iusi Garöyrkjuskólinn var stofn- aður voriö 1939, nokkrum mán- uðum áöur en ófriðurinrf hófst. Skólinn fékk til umráða jörð- ina Reyki í Ölíusi með búi því og gróðurhúsum, er þar voru. Hressingarhæli fyrir brjóstveilt fólk, sem hafði verið rekið þar um nokkur ár, var lagt niður, og húsakynni hælisins notuð fyrir skólahús. Til forstöðu skólans valdist Unnsteinn Ólafsson, sem hlotið hafði ágæta menntun í garö- yrkju í Danmörku og nýlega 'lokið fullnaðarprófi 1' þeirri grein. Eins og að líkum lætur, var mörgu áfátt á Reykjum til að stofna þar garðyrkjuskóla. Stað- urinn hafði ekki .verið byggður eðá rekinn í því augnamiði. Hinum unga skólastjóra var lagður sá vandi á herðar að umskapa staðinn í skólasetur því nær fyrirvaralaust og með sem minnstum tilkostnaði fyrir ríkið. Þetta verður að hafa í' huga, þegar metinn er árangur sá, er fengist hefir þann stutta tíma, sem skólinn hefir starfað. Skólastjórinn sneri sér fyrst að því að reisa fleiri gróðurhús og auka arðgæfa ræktun á skólabúinu. Þetta hefir tekizt svo, að nýbyggingar og aðrar framkvæmdir hafa verið gerð- ar þar fyrir full 200 þús. krón- ur með sáralitlum styrk úr rík- issjóði. T. d. fékk skólinn’að- eins um 10 þús. kr. í styrk frá ríkinu starfsárið 1940— 1941. Má það teljast vel á haldið með verðlagi því, er þá gilti hér. % * Skólinn hefir útskrifað tvo árganga neménda, alls 36 að tölu. Þeir munu nú því nær und- antekningarlaust starfa að garðyrkju víðs vegar um land. Þegar þess er lofsamlega minnst við mörg tækifæri, að garðyrkja og vermihúsarækt hafi stórum aukizt hin síðari ár, má ekki gleyma því, að þessi aúkning er að verulegu leyti að þakka garðyrkj uskólanum á Reykjum. Án hinna nýju starfs- krafta, sem skólinn hefir fært garðyrkjunni, mundi hún að miklu leyti hafa staðið í stað. Garðyrkja þykir nú álitleg at- vinnugrein með mikla framtíð- armöguleika. Skerfur sá, er hún leggur til framleiðslu þjóðar- búsins, er þegar orðinn álit- legur bæði að magni og krónu- tali. Og því ber heldur ekki að gleyma, að aukin grænmetis- framleiðsla stuðlar að bættu mataræði og heilbrigði þjóðar- innar yfirleitt. * * * Þótt undarlegt megi virðast hefir höfuðblað Sjálfstæðis- flokksins, Morgunblaðið, talið sér sæmandi að flytja tvær ó- hróðursgreinar um skólann nú nýverið eftir pilt einn, sem stundað hefir nám í skólanum við lítinn orðstír. Til þess að opinbera ennþá betur hug sinn til skólans, hefir blaðið neitað skólastjóranum um púm til and- svara. Morgunbl. lætur oft svo, sem það hafi áhúga á ræktun- armálum, en jafnframt virðist það með þeim ósköpum fætt, að setja sig aldrei úr færi til að hnjáta í það, sem gert- er til framdráttar ræktunarmálum og landbúnaði. Piltur sá, er fundið hefir náð fyrir augliti Morgunblaðsins til að ausa óhróðri á garðyrkju- skólann og skólastjórann, fær það orð, að hann sé ekki ó- greindur, en lítið vinnugefinn og þjáist af vanmáttarkennd, er hann reynir að breiða yfir með mikilmennskulátæði, eins og oft vill verðá. Skólafélagar hans gera gys að skrifum hans og mikilmennskuæði. Hefir Morgunblaðið jafnvel sýnt einni skólasystur hans þá tillátssemi að birta svargrein frá henni til andmæla óhróðri hans um skólann og skólastjórann. * * * Fleipur skillítilla og auðnu- EYSTEINN JÓNSSON: Fortíð og framtíð 'wm i. t Á síðustu áratugum hafa framfarir í verklegum og fé- lagslegum efnum verið meiri en áður á mörgum öldum. Þessar framfarir hafa að öðrum þræði orðið fyrir stór- hug og erfiði fjöldans og að hinu leytinu eiga þær rætur sínar í þeirri löggjöf, sem þjóðin hefir sett sér á þessu tímabili.. Það hefði með öllu reynst ó- kleift að hrinda þeim stór- virkjum i framkvæmd, sem unnin hafa verið, ef ekki hefði verið sett margháttuð löggjöf um samstarf þjóðarinnar allrar að þessum framförum. Stórkostlegt fjármagn á okkar mælikvarða hefir orðið að leggja fram af sameiginleg- um sjóði landsmanna.til þess að hrinda í framkvæmd stórvirkj um í atvinnu-, samgöngu- og félagsmálum, svo nokkrir mála- flokkar séu nefndir. Skyldi þó enginn ímynda sér, að nokkurs- staðar sé komið á leiðarenda. Þessar framfarir — einkum þó þær, sem rætur eiga í lög- gjafarstarfinu, en þær hafa verið undirstaða annara fram- fara í landinu, — hafa kostað mikla baráttu og má enginn halda, að menn hafi verið jafn sammála um að lofa þær fyrir- fram eins og eftir á, þegar þær voru komnar í framkvæmd. Til framfaranna hefir þurft fé og um það hefir staðið barátta hörð og löng og enginn skyldi ímynda sér, að þeirri bar- áttu sé lokið. Henni lýkur aldrei á meðan nokkrir þeir menn eru til, sem vilja auknar almennar framfarir og aðrir, sem mest hugsa um eigin stundarhag. Framsóknarflokkurinn hefir um meira en tvo áratugi átt frumkvæði og meginþátt að flestum þeim umbótum í löggjöf sem mestu hafa varðað og síð- asta hálfan annan áratuginn hafa Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn komið með samvinnu . fram nær öllu því, lausra smáþorpara mun ekki hafa nein áhrif á vinsældir Garðyrkjuskólans né álit. Skól- inn er þjóðnytjastofnun og ber að efla hann og hlúa að hon- um sem bezt. Tíminn óskar hon- um gengis og velfarnaðar og þorir hiklaust að hvetja unga menn og konur, sem vilja starfa og vilja efla ræktun landsins, að sækja hann. + sem veruieg framfaraspor heí'ir markað í löggjafarstarfinu. Oft hafa þessir flokkar unnið sam- an og alltaf stigið -stór skref á- fram í umbótaátt, þegar þeir hafa komið sér saman um að bera ábyrgð á þingvinnu og st j órnarf ramkvæmdum. Á móti hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins staðið nær undantekningarlaust. Þeir hafa fyrst og fremst barizt gegn fjáröflun til framfaramálanna hatrammri baráttu og þar, með gegn framíaramálunum sjálf- um, — barizt gegn samvinnu- félögunum, gegn bjargráðum í afurðasölumálum bændanna, gegn alþýðutryggingum og eru þá aðeins talin örfá dæmi af öllum þeim aragrúa, sem fyrir hendi liggja til vitnis um þá sögu. II. í Framsóknarflokkinn ■ hafa skipað sér umbótamenn, sem ekki trúa á þjóðnýtingu sem .meginúrræði í landsmálum, fyrst og fremst samvinnu- mennirnir í landinu og kjarni þess liðs frá öndverðu hafa ver- ið samvinnubændur landsins til sjávar og sveita. Bændafylgi Framsóknar- flokksin? hefir farið hraðvax- andi síðustu árin og er svo komið í mörgum héruðum, að bændafylgis annarra flokka gætir vart eða ekki. Þar sem þess gætir verulega enn að sveitafólk greiði frambjóðend- um Sjálfstæðismanna atkvæði, er víðast hvar til að dreifa í verulegum mæli persónufylgi einstakra manna, sem starfað hafa lengi og menn hika við að . hverfa frá, enda þótt mörgum ’hverjum hafi vart dulizt, að málefnalega eiga þeir ekki sam- leið með þeim, sem ráða í Sjálf- stæðisflokknum. | Sú þróun, sem verið hefir í ! þessum málum undanfarin ár, ! verður ekki stöðvuð. Það sést 'glöggt á því, hvaða breytingar á kjörfylgi flokkanna korriá fram víðast þar sem persónu- tengsl hinna eldri þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafa rofn- að. Það þarf varla að taka það fram, að forkólfar íhaldsmanna hafa frá öndverðu’með öllu móti reynt að koma í veg fyrir, að samtök bændanna um við- skiptamál og samtök þeirra um stjórnmál, yrðu almenn og sterk. Þeir hafa unnið gegn samvinnufélögunum í sundr t'W4 ungarskyni. Þeir hafa um ára- tugi hvorki sparað fé né fyrir- höfn til þess að reyná að gera Framsóknarflokkinn og ein- staka Framsólcnarmenn tor- tryggilega í augum bændanna. í þessum tilgangi fluttu þeir lengi róg sinn um eyðslusemi Framsóknarflokksins og skað- leg afskipti hans af kaupgjalds- málum, vegna samstarfs við Al- þýðuflokkinn. Sjálfir þóttust þeir vera sparnaðar- og ráð- deildarmenn um meðferð ríkis- fjár og kaupgjaldsmála. Allt þetta bar nokkurn ár- angur. En smátt og smátt hafa forkólíar íhaldsmanna áfhjúp- að sig með verkum sinum og Framsóknarmenn fengið ný og ný tækifæri til þess að afsanna rógburðinn með framkvæmd- um sínum. Gleggstu og nýjustu dæmin um það hversu nú er háttað biturleik þessara höfuð- vopna íhaldsforkólfanna, eru afskipti þeirra af kaupgjalds- málum í landinú síðustu árin og fjármálastjórn þeirra, sem hvorutveggja er landfrægt að endemum. Allt hefir að því hnigið, að klofningsstarfsemi. Sjálfstæð- isforkólfanna i sveitunum hefir oröið áhrifaminni með hverju ári. Fæstir þeirra, sem enn kjósa með Sjálfstæðisflokknum í sveitum, eru sammála forkólf- um flokksins eða andstæðir málefnalega þeim bændum, sem fylla Framsóknarflokkinn. Aldrei hefir bændum verið meiri þörf á því en einmitt nú að standa fast saman að mál- efnum sínum. Þess er engin von, að unnt verði að koma í veg fyrir, að hlutur bænda verði ’ fyrir borð borinn nema þeir fylki sér enn fastar saman um i þann flokk sem fylgt hefir fram málefnum þeirra frá því að jhann var stofnaður. III. Vinnándi framleiðendur við sjávarsíðuna hafa ekki notfært sér úrræði samvinnunnar í svipuðum mæli og stéttarbræð- ur þeirra í sveitum og ekki fylgt sér um Framsóknarflokk- inn á sama hátt, þótt flokkurinn eigi, einkum á allra síðustu ár- um, vaxandi fylgi þeirra að fagra. Ýmsar ástæður munu hafa valdið þessu. Því hefir mjög ver- ið haldið að framleiðendum við sjóinn, að þeim bæri að treysta hinni frjálsu samkeppni og ó- skipulagða einstaklingsfram- taki, en forðast að vinna að málefnum sínum eftir megin- reglum samvinnumanna. Meg- inástæðan til þess, að ekki hef- ir tekizt fullkomnara samstarf með sjávarútvegsmönnum og samvinnubændum, er þó' að mínum dómi sú, að undanfarna áratugi hafa allir andstæðingar Framsóknarflokksins í stjórn- málum og þó sérstaklega Sjálf- stæðismenn, eytt gífurlegri orku og fjármagni til þess að skapa og viðhalda þeirri skoðun við sjávarsíðuna, að sjávarútvegs- menn gætu ekki átt samleið með Framsóknarflokknum, af því að umbótastarfsemi flokks- ins í þágu landbúnaðarins væri fjandsamleg sjávarútveginum. Jafnframt var sú „Grýla“ notuð, til þess að koma í veg fyrir að bændur og sjávarút- vegsmenn sameinuðust í Fram- sóknarflokknum, að Framsókn- arflokkurinn væri „rauður“ þjóðnýtingarflokkur, af því að hann vann með Alþ.fl. að fram- kvæmd umbótamála. Þetta hef- ir verið notað jafnt fyrir því, þótt forkólfar Sjálfstæðis- flokksins notuðu hvert tækifæri, sem þeir gátu, til þess að ná saman við Alþýðuflokkinn og síðar kommúnista. Er skemmst að minnast samstarfs þeirra við kommúnista gegn stjórn Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins á árunum fyrir stríð- ið og samstarfs þeirra við þessa flokka að upplausninni á síð- astliðnu ári. Forkólfum Sjálfstæðisflokks- ins hefir verið það ljóst, að póli- tísk áhrif miíliliðastéttarinnar og stórútgerðarmanna i land- inu varð að styrkja með því að kljúfa hina vinnandi fram- leiðendur í andstæða hópa. Það varð að koma í veg fyrir, að j þeir sameinuðust innan Fram- | sóknarflokksins og tækju sam- j eiginlega að notfæra sér úrræði j samvinnunnar. | Með þessum starfsaðferðum heíir forráðamönnum milli- liðastéttarinnar og gróðamann- anna í landinu tekizt, að' mjög vérulegu leyti, að reka fleyg á mllli þeirra, sem vinna að fram- leiðslunni við sjóinn og hinna, sem jörðina yrkja sér tií lífs- framfæris. Fram að þessu hafa vinnu- brögð þessi borið talsverðan ár- angur, en nú er breyting í að- sigi. Framleiðendur við sjóinn finna nú betur og betur, að úr- ræði samvinnunnar eiga engu síður við hjá þeim, en land- bændunum. • Þeir finna einnig, að það er ekki hættuiegt þeirra áhugamálum, að landbúnaður- inn sé efldur, og alltaf fjölgar þeim, sem viðurkenna, að Fram- (Fra: á 4. siðu) Er íslenzkrí sveíta- menníngu þanníg komið? Fyrir nokkrum dögum barst mér 7. tbl. „Nýja tímans“. í smágreinaflokki í blaði þessu, undir yfirskriftinni „Raddir úr ! sveitinni“, er klausa með sömu 1 yfirskrift og greinarkorn þetta. Þar segir greinarhöfundur, er hann lýsir sveitungum sínum: 1 „Svo mögnuð er sérhyggjan, að þótt tveir bændur búi á sömu j örð, geta þeir ekki komið sér saman um félagsnotkun á neinni vél eða verkfæri......“. Síðar í klausunni er svo dreg- ið í efa, að úr þessu rætist, a. m. k. í náinni framtíð. Það er ekki furða, þótt menn tapi trú á íslenzku sveitalífi, ef þetta er rétt lýsing á því. En í fullri alvöru spurt: Hver er sá, er ritar svona lýsingu á sveitungum sínum? Og hvaða sveitarfélag er það, sem svona hörmulega er statt andlega? Ég á hálfbágt með að trúa því, að þetta sé sannleikanum sam- kvæmt. Mér finnst líklegra, að þetta sé ritað af einhverjum þeirra kaupstaðarbúa, sem nú á síðustu tímum hafa tekið sér fyrir hendur að níða íslenzka bændur og islenzkt sveitalíf. Því hörmulegra manndóms- og menningarleysi er níð þetta, þar sem kaupstaðarbúar hafa nú hin síðustu sumur lagt mjög fast að bændum og konum þeirra að taka börn til sumar- dvalar og sveitafólkið yfirleitt brugðist vel við, þrátt fyrir hraðvaxandi erfiðleika, er stafa ' af þverrandi vinnukrafti í sveit- 1 unum. Ég skal játa, að mér er alveg um megn að skilja hugs- unarhátt þeirra, er níða misk- unnar- og skilningslaust bænd- ur og búalið, en leitast jafn- framt við að koma börnum sin- um til sumardvalar, einmitt hjá þessu sama fólki. Ég hygg, að sambúð sveita- og kaupstaða- fólks sé yfirleitt góð, þrátt fyrir tilraunir hins kommúnistiska blaðakosts til að spilla henni. Mætti um það rita langt mál, en það mun ekki gert hér. Mynd sú, er brugðið er upp af sveitalífinu, í grein þeirri, er ég hefi gert hér að umtalsefni, virðist harla ósamstæð því sem yfirleitt á sér stað í sveitunum. Er nærtækast að nefna sem dæmi um það kaupfélögin. Þau eru sýnilegur vottur um sam- starfsmátt og samstarfsvilja bænda. Þau eru ávöxtur ís- lenzkrar bændamenningar. Jafnframt eru þau öflugur skóli, er flest sveitafólk lærir í að (Framh. á 3. síðu) Montgomery hershöfðiiigi segir frá: Síguriör áttunda hersíns Áður en innrásin á Sikiley hói'st, var Montgomery hers- höfðingi nokkra daga heima í Bretlandi. Flutti hann þá eftirfarandi frásögn fyrir nemendur í herskóla einum um herferðina í Norður-Afríku. Eg ætla að segja ykkur frá stríðinu, einkum baráttunni, sem nýlega er til lykta leidd í Norður-Afríku. Sumt af því er ekki á margra vitorði. í herferðinni frá Alamein til þess, er Marethvirkin voru unn- in, hefir jafnan verið gætt þriggja meginatriða í herstjórn- inni. Fyrst og fremst leitast, ég jafnan við að láta óvinina dansa eftir minni pípu. Það þýðir, að við verðum að eiga frumkvæði i bardögunum, ef við eigum að sigra þýzku her- foringjana, — en þeir eru flest- ir mjög dugandi menn. Áður en orrustan hefst verðum við að gera okkur ljóst, hvernig gang- ur hennar eigi að verða. Svo beitum við herstyrk okkar sam- kvæmt því. í öðru lagi verðum við að vera þannig settir, þegar á hólminn er komið, að við get- um framfylgt fyrirætlun okkar miskunnarlaust án þess að láta truflast af nokkru því, sem ó- vinurinn kann að taka til bragðs. í þriðja lagi er mjög áríðandi að vera jafnan í sóknarstöðu. Við Alamein áttrum við fyrir höndum að finna ráð til að brjótast í gegnum herlínu Þjóð- verja, sem náði frá ströndinni 40 mílur suður í Quattaralægð- ina. Okkur reið á að ráða gangi orrustunnar með því að hefja harða árás á óvinina og fylgja eftir með minni árásum hvíld- arlaust, svo að við værum í lát- lausri sókn frá upphafi til enda. Við Alamein hófum við harða árás og rufum skarð í varnar- línu andstæðinganna. Síðan fylgdi hver árásin af annarri, er neyddi þá til að grípa til varaliðs síns til að reyna að fylla í skörðin, sem sífellt voru rofin í herlínu þeirra. Eltingaleikurinn hafinn: Meginárásin var gerð á norð- anverða víglínuna samhliða því, sem ráðist var á syðri arminn til að binda hersveitir Möndul- veldanna á þeim slóðum. Dagana frá 23. október til 3. nóvember var barizt heiptar- lega. Fótgöngulið okkar leitað- ist við að rjúfa skarð í víglín- una, er vélahersveitirnar gætu brotist gegnum. Þetta tókst að lokum, og 4. nóv. ruddust vélahersveitir yfir síðustu varnarmörkin og ráku flótta óvinanna. Svo hófst hin mikla eftirför. Þjóðverjar reyndu hvað eftir annað að veita viðnám, svo sem við Mersa Matruh, Sidi Barrani, Sollum, Halfayaskarð og To- bruk. Meginaðferðin í eltingaleikn- um var sú, að keppa sem hrað- ast fram eftir veginum með- fram ströndinni, en láta vél- búnar hersveitir sækja fram yf- ir eyðimörkina og koma til lið- veizlu í hvert skipti, sem óvin- irnir snerust til varnar. Þannig rákum við flóttann, unz við komum til E1 Agheila. Þangað, en ekki lengra hafði brezki herinn komizt áður, og það hafði djúptæk áhrif á her- mennina að koma þangað á nýjan leik. Þar er gott til varn- ar, en við brutum mótstöðuna á bak aftur og héldum áfram. Upp frá því jókst hermönnun- um ásmegin, og það, sem áður hafði hent, tók að mást úr hug- um þeirra. Loks komum við til Tripolis, þar sem við áttum fyrir hönd- um að brjótast gegnum Mareth- virkin og Gabesíægðina, sem eru ramger vigi frá náttúrunnar hendi. Orrustan um Marethvirkin er sögulegasti þáttur Afríkuhern- aðarins. Ég var búinn að velta því fyrir mér í þrjá mánuði, áð- ur en ég kom þangað, hvernig ég ætti að haga árásinni. Ég býst við að ég verði síðar meir gagnrýndur fyrir ýmislegt af því, sem ég gerði, meðal ann- ars fyrir að ráðast framan að virkjunum. Þau voru að flestu leyti áþekk frönsku Maginot- virkjunum. Fyrst var gerð hörð hríð að ítölsku hersveitunum i hægra armi virkjanna. Tókst að reka djúpan fleyg í varnárkerfið og ná þar svo öruggri fótfestu, að Þjóðverjar tóku að sjá sitt ó- vænna, er viðureignin hafði staðið í tvo daga. Stríðsgæfan er hverful. Þjóðverjar sendu varalið norður á bóginn. Það var svo vel búið og harðsnúið, að ég varð að láta undan síga og láta af hendi það, sem áunnizt hafði. Churchill tilkynnti að áttundi herinn hefði orðið að hörfa. Ég varð að taka ákvörðun í skyndi, og ég hygg að sú ákvörð- un, sem ég tók, hafi ráðið úr- slitum í Afríkustyrjöldinni. Þjóðverjum var ljóst, að þeir mundu ekki fá rönd við reist, ef Mareth-virkin og Gabesdældin yrðu yfirstigin, svo að áttundi herinn ætti greiða sóknarleið norður á sléttlendið í Túnis. Ákvörðun mín var í stuttu máli sú, að hefja harða árás sunnan frá á virkjabeltið. Þjóð- verjar séndu í skyndi varalið á vettvang, en það kom 12 klst. of seint. Næst varð Gabesdældin á vegi oklrar, torsótt varnarvígi frá náttúrunnar hendi. Það var þverrandi tungl, en fram til þessa höfðu bardagar jafnan verið háðir um tunglfyllingu. Ég átti um það að velja að hefja árás þegar í stað í náttmyrkri eða bíða í hálfan mánuð. Ég ákvað að gera tvennt i senn, sem ég hafði aldrei gert fyrr: hefja árás í myrkri og beina henni á miðja varnarlínu óvin- anna. Þetta kom þeim svo á óvart, að áttundi herinn brauzt yfii; Gabesdældina' á einum sólar- hring. Síðar spurði ég ítalskan herforingja, sem tekinn var höndum, hvort hann hefði verið við árásinni búinn. Hann svar- aði: „Við bjuggumst við, að þú mundir bíða eftir tunglskininu. Við gerðum' ekki ráð fyrir árás fyrr en að hálfum mánuði liðn- um“. Þýzku hermennirnir. Þýzkir hermenn eru harð- snúnir í bardögum, og það er mikill misskilningur að álíta, að þeir séu að þrotum komnir, og stríðið sé senn á enda kljáð. Því fer fjarri. Þýzku foringjarnir eru þaul- æfðir hermenn og vel að sér. Einkum eru þeir í essinu sínu, ef þeir fá svigrúm til að haga sókninni eftir sínu höfði. Orrusta er í raun og yeru á- tök- milli viljaþreks tveggja að- ila. Fái Þjóðverjinn að ráða gangi orrustunnar, er hann of- an á. Sé honum hins vegar haslað- ur völlur af öðrum, hættir hon- um til að fatast. í orrustunni við Alamein og upp frá því, var á- reiðanlega fát á Rommel. Þýzku heiynennirnir hafá sér- einkum þrennt til ágætis: Þeir kunna ágætlega aö fara með vopn sín. Þeir kunna prýði-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.