Tíminn - 03.09.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.09.1943, Blaðsíða 2
342 TÍMEVN, föstndaginn 3. sept. 1943 86. blað Föstudagur 3. sept. Fær SjálfstæðisiL heilbrígðari forustu? í júnímánuði í sumar hóaði formaður SjálfstæðisfJokksins saman svokölluðum landsfundi flokksins og ríkti þar mikil ein- drægni og ánægja, samkvæmt frásögn Morgunblaðsins. Var það heldur ekkert undarlegt, þegar þess er gætt, að formað- urinn smalaði aðeins saman trú- verðugasta liði sínu, en flokks- menn almennt tilnefndu ekkl fulltrúa þangað. Stórir lands- hlutar áttu þar enga fulltrúa. Hinum yfirlýsta sjálfstæðis- manni í ríkisstjórninni, Birni Ólafssyni fjármálaráðherra, var ekki boðið á fundinn. Fundur- lnn var þannig boðaður, að Mbl. hefir enn ekki treyst sér til að birta skrá yfir fulltrúana. Ef Sjálfstæðismenn hefðu al- mennt fengið að taka þátt í þessum fundi, er líka vist, að þar hefði annað verið meira ríkjandi en ánægja yfir flokks- forustunni. Brottför Árna frá Múla úr flokknum er aðeins lít- ið tákn um raunveruiegan hug fjölmargra Sjálfstæðísmanna til hennar. Skrif annars dagblaðs flokksins, Vísis, um þessar mundir er annað táknið. Hér i blaðinu hefir áður ver- ið minnzt þeirra ummæla Vísis, að enginn flokkurinn gcngi heill til skógar og í þeim öllum „væri ágreiningur um leiðsög- una“. Þótt Vísir hafi hér þá klóku aðferð, að nefna alla flokkana, er alveg auðsætt, að hann hefir Sjálfstæðisflokkinn fyrst og fremst í huga. Gagnrýnin á starfsháttum flokksforustunnar er ekki siður augljós í eftirgreiudum ummæl- um í forustugrein Visis 31. á- gúst siðastl.: „Ummæli Morgunblaðsins, sem að ofan eru greind, svo og önnur í sambandi við þau, skýr- ast ef til vill, sé tillit tekið til þess, að blaðið hefir að undan- förnu talið sér skylt að taka svari kommúnista og virðist ganga að þeirri þjónustu af svo miklu ofurkappi, „að ekki sér það sína menn, svo það ber þá líka“. Skiftir ekki máli þótt ekki gæti sársauka eftir högg- in, — viðleitnin er söm við sig“ Til frekari skýringar þessum ummælum Vísis, má geta þess, að formaður Sjálfstæðisflokks- lns og Bjarni Ben. hafa unnið að því í sumar að fá kommún- ista til að styðja eða veita hlut- ieysi Sjálfstæðisflokksstjórn, er kæmi fram sklinaðarmálinu. Er þar hugsað sama fyrirkomulag og hlutleysið við Sjálfstæðis- stjórnina, er kom fram kjör- dæmamálinu. Kommúnistar munu ekkl vera fjarri þvl að gleypa þetta agn, þar sem þeim er meinilla við núverandi ríkis- stjórn og hafa þá reynslu, að bezta upplausnarstjórn, sem þeir gætu fengið, væri hrein Sjáifstæðisflokksstjórn. Hug Vísis til Morgunblaðsins, sem er hið viðurkennda rnál- gagn flokksforustunnar í SJálf- stæðisflokknum, má bezt marka á þessum niðurlagsorðum áður- nefndrar Vísisgreinar: „Kemur mönnum saman um að ekki muni af veita að létta af blaðinu, (þ. e. Mbl.), þeirri byrði, að það teljist hið viður- kennda málgagn miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, enda mun það gert verða upp úr mánaða- mótunum og valda almennum, en máske ekki óskiptum fögn- uði. Morgunblaðið gat þess um daginn, að hermenn banda- manna hefði tekið eyðieyju f Kyrrahafi og verið fagnað prýðilega af íbúunum. Blaðið virðist hafa fullan hug á að sigla hraðbyri til slíkrar „Dúdú- eyjar", þar sem að vísu engir íbúar fagna því, heldur gleymsk- an og þögnin, sem kann að hæfa því bezt og breiða yfir svörtu blettina á tungunnl." Samþykktir þíngsíns um hagsmunamál ijórðungsins Dagana 14., 15. og 16. ágúst 1943 var fyrsta Fjórðungsþing Aust- firðinga háð á Seyðisfirði. Sátu það 10 fulltrúar kosnir af sýslu- nefndum Múlasýslna og bæjarstjórnum Seyðisfjarðar og Nes- kaupstaða. Til þessa þings var boðað að tilhlutun sýslumanna og bæjarstjórafundar Austurlands, sem haldinn var á s. 1. vetr. Það kemur engum á óvart, þótt óánægjan fari vaxandi innan Sjálfstæðisflokksins með Þingið setti reglur um Fjórð- ungsþing Austfirðinga. Sam- kvæmt þeim verður Fjórðungs- þing Austfirðinga háð ár hvert og eiga þar sæti: 4 fulltrúar frá sýslunefnd Norður-Múlasýslu, 4 fulltrúar frá sýslunefnd Suður- Múlasýslu, 3 fulltrúar frá bæj- arstjórn Neskaupstaðar, 3 full- trúar frá bæjarstjórn Seyðis- fjarðar og 3 fulltrúar frá sýslu- nefnd Austur-Skaftafellssýslu.ef hún kýs að taka þátt í þessu samstarfi. Fulltrúárnir eru kosnir til fjögra ára af hverri nýkosinni sýslunefnd og bæjar- stjórn. Afl atkvæða ræður úr- slitum mála á fundum þingsins, þó gengur mál ekki fram ef allir fulltrúar tveggja samstarfsað- ilanna greiða atkvæði gegn því. Þingið kýs sér stjórn, og forseta úr hópi stjórnarmanna, en að öðru leyti skiftir stjórnin með sér verkum. Verkefni Fjórðungsþings Austurlands er að vinna að auknu samstarfi um sameigin- leg hagsmuna- og menningar- mál fjórðungsins og stuðla að framgangi slíkra mála. í bráðabirgðastjórn, er starfi þar til næsta fjórðungsþing kemur saman, voru kosnir þeir: Gunnlaugur Jónasson, banka- gjaldkeri á Seyðisfirði og er hann forseti þingsins, Hjálmar Vilhjálmsson, sýslumaður, Seyðisfirði, Jónas Thoroddsen bæjarfógeti að Nesi og Sigur- björn Snjólfsson, bóndi í Gilsár- teigi. Samþykktir fyrsta fjórðungs- þings fara hér á eftir: Austfjarðabáturinn. „Fjórðungsþing Austfirðinga beinir þeirri áskorun til Skipa- útgerðar ríkisins, að haga ferð- um Esju til Austurlands þann- ig, að hún fari aðra hvora ferð frá Reykjavík til Akureyrar en hina frá Reykjavík til Vopna- fjarðar. Mætti í hinni síðar- flokksforustuna. í Sjálfstæðis- flokknum er margt af fólki, sem tilheyrir ráðsettasta og traust- asta hluta þjóðarinnar, bænd- ur, smáútvegsmenn, minni sparifjáreigendur, iðnrekendur o. s. frv. Þessu fólki fellur illa æfintýramennskan og á- byrgðarleysið, sem einkennir störf flokksforustunnar. Það hefir fylgt Sjálfstæðisfl. í trausti þess, að hann væri flokkurinn, sem skapaði jafnvægi gegn of- hröðum breytingum og upp- lausn. í stað þess að reyna slíkt, hefir flokksforustan tekið höndum saman við komm- únista í hrunadansi dýrtíð- arinnar og háft stjórnarforustu á hendi, þegar dýrtíðin ókst skjótast og mest. Þetta fólk vill heiðarleik og drengskap i stjórnmálum, en flokksformað- urinn hefir reynzt slíkur drengskaparleysingi, að sá flokkurinn, sem %um mörg mál gæti helzt átt samleið með Sjálfstæðisflokknum, getur ekki treýst neinu heiti hans, og því ekki samið við hann, nema hann láti aðra ábyrgari og helð- arlegri menn koma fram fyrir sína hönd. Meða-n forusta stærsta stjórn- málaflokksins er slík,er ekki von á góðu í íslenzkum stjórnmál- um. Endurreisnar er tæpast að vænta fyrr en hin heilbrigðari öfl flokksins hafa náð flokks- forustunni eða gengið til liðs við aðra flokka. Hér í blaðinu hefir marg oft, verið sýnt fram á, að tvö öfl væru mest til óþurftar í íslenzk- um stjórnmálum, Kveldúlfs- klíkan í Sjálfstæðisflokknum og Moskvuklíkan í Sósíalista- flokknum. Þessum torfærum verður að ryðja úr vegi. Fram- tíðin mun færa íslendingum slik vandamál, að eigi mun af veita, ef þeir eiga að halda sjálfstæði sínu, að öll önnur öfl, hvort heldur þau eru nú að finna í Framsóknarflokknum, Alþýðu- flokknum, Sjálfstæðisflokknum og Sósíalistaflokknum gamein- ist til skipulegra átaka. Því fyrr, sem hinum heilbrigð- ari öflum Sjálfstæðisflokksins tekst að koma núverandi för- ustu flokksins í vist á Dúdú- eyju gleymsku og þagnar, þvi fyrr verður hægt að hefja endurreisnarstarfið og efla sam- hug allra þjóðhollra afla. Þ. Þ. greindu ferð sleppa viðkomu á þeim höfnum, sem örðugasta eiga afgreiðslu og minni þörf hafa fyrir flutninga. Krefst þingið þess, að þeim tíma, er með þessu fyrirkomulagi spar- 1 ast á ferðum Esju, verði varið til aukinna ferða skipsins til Aust- urlands. I Jafnframt lætur þingið í ljós það ákveðna álit sitt, að nauð- synlegt sé, að bátur sá, er síð- asta Alþingi fól ríkisstjórninni að láta byggja, verði byggður svo fljótt sem kostur er, en meðan því er ekki lokið, verði tekið á leigu skip til að annast ferðir Austfjarðabátsins til bráðabirgða. Skal hlutverk hans sérstaklega vera það, að bæta svo úr flutningaþörf smærri hafnanna, að þær missi einskis í þó að Esja sleppi viðkomu á þeim í annarri hvorri ferð sinni. Þingið leggur ríka áherzlu á, að fjórðungsbáturinn verði ein- göngu notaður til að bæta sam- göngur innan fjórðungsins og telur það mikils virði að skips- höfn bátsins verði að sem allra mestu, leyti skipuð mönnum bú- 'settum innan fjórðungsins." i „Fjórðungsþing Austfirðinga krefst þess, að Austfjarðabátur sá, er síðasta Alþingi fól ríkis- stjórninni að láta byggja, verði byggður svo fljótt sem kostur er. Krefst þingið þess ennfremur, að nú þegar verði lagt til hliðar nægilegt fé úr ríkissjóði til smíða á fjarðabát, sem tiltæki- legt sé, þegar bygging hans verður framkvæmanleg og felur þingmönnum Austfirðinga að fylgja þessu máli til sigurs." „Fjórðungsþing Austfirðinga felur stjórn sinni að leitast fyrir um byggingu Austfjarðabátsins hjá innlendum eða erlendum skipasmíðastöðvum og fylgjast að öðru leyti með gangi máls- ins og ýta á eftir framkvæmd- um.“ Samgöngur á landi. „Fjórðungsþing Austfirðinga vill vekja athygli Skipulags- nefndar fólksflutninga á því, að veruleg óánægja er á Austur- landi um skipulag og fram- kvæmdir sérleyfisferða blfreiða um fjórðunginn og belnir þeirri áskorun til nefndarinnar að ráðstafa þessum málum fram- vegis í samráði við stjórn Fj órðungsþingsins." Brú á Jökulsá á Fjöllum hjá Grímsstöðum. „Fjórðungsþing Austfirðinga beinir þeirri áskorun til þing- manna af Austurlandi, að þeir beiti sér fyrir þvi að veruleg upphæð verði tekin á fjárlög næsta árs til byggingar brúar á Jökulsá á Fjöllum, sem ákveð- in er hjá Grímsstöðum, án þess þó að slíkt sé látið skerða fram- lög til brúa á Austurlandi." Tekjuöflun sveitarfélaga. „Fundurinn skorar á næsta Alþingi að hlutast til um að endurskoðuð verði útsvarslög- gjöfin og í sambandi við það sett víðtækari löggjöf um tekju- öflun bæja- og sveitafélaga. Sérstaklega beinir fundurinn því til Alþingis að breyta út- svarslöggjöfinni á þann hátt, að sveitafélögum úti á landi verði bætt upp það tjón, er þau hafa orðið fyrir um tekjuöflun með því að nú fer nálega öll innflutnings- og útflutnings- verzlun landsins í gegn um Reykjavík og á þann hátt hefir mikill hluti af útsvarsskyldum tekjum sveitarfélaga tapast þeim.“ Kauptún á Fljótsdalshéraði. „Fjórðungsþing Austfirðinga haldið á Seyðisfirði 14,—16. á- gúst 1943 skorar á félagsmála- ráðherra að hlutast nú þegar til um það við skipulagsnefnd bæja- og kauptúna, að hún á- samt Búnaðarfélagi íslands geri svo fljótt sem unnt er tillögu um stað fyrir væntanlegt kaup- tún og sveitahverfi á miðju Fljótsdalshéraði. Ennfremur skorar þingið á ráðherrann og þingmenn Austfirðinga að beita sér fyrir því, að ríkið kaupi nægilegt iand handa hinu væntanlega kauptúni og býla- hverfi og skipuleggi þar bæ og byggð svo sem haganlegast þyk- ir og þörf krefur.“ Eiöaskóli. „Fjórðungsþing Austfirðinga haldið 14.—16. ágúst 1943 skor- ar á þingmenn Austfirðinga að beita sér fyrir því á Alþingi, að Eiðaskólinn verði nú þegar gerður að gagnfræðaskóla fyrir fjórðunginn og verði nemend- um með prófi þaðan gefinn réttur til þess að ganga próf- laust inn í tilsvarandi bekki við Menntaskólann á Akureyri og í Reykjavík. Ennfremur að sett verði á stofn við skólann eins árs búfræðideild með bóklegu og verklegu námi. Til þess að þess- ar breytingar á skólahaldi geti orðíð öllu Austurlandi að gagni, er nauðsynlegt að auka húsa- kost skólans allverulega frá því sem nú er, og skorar fjórðungs- þíngið á Austfjarðaþingmenn að beita sér á Alþingi fyrir fjár- veitingu í því skyni. Þá skorar Páll Zóphóniassonr Hverníg verdur ásetn- ingurínn í haust? Sumarið er liðið, og veturinn færist nær. Höfuðdagurinn er í dag, og eftir tæpan hálfan mán- uð verða fyrstu fjársöfnin rek- in til rétta, og þaðan, eftir sundurdrátt, í heimahagana. Náttúran er byrjuð að taka á sig búning haustsins. Að haustinu þarf sérhver bóndi að taka ákvörðun um það, hve margar skepnur hann eigi að setja á fóðurforðann, sem hann hefir aflað að sumr- inu. Þetta er ein af þeim mörgu ákvörðunum, sem bóndinn þarf árlega að taka 1 búskapnum og ein af þeim þýðingarmestu. Sé hún rangt gerð, getur hún stofnað fjárhag og sálarfrið bóndans i voðá, leitt vandræði yfir sveitarfélaglð og vanheið- ur yfir bændastéttina. Það velt- ur því á miklu, að þessi ákvörð- un sé rétt gerð. Þótt hún fyrst og fremst verði, — og eigi — að takast af bóndanum sjálfum, og verði að miðast við þá jörð, sem hann býr á, vil ég samt leggja orð í belg, og biðja bændur að hugleiða orð mín, þegar þeir taka ákvarðanir sínar um það, hvað þeir setji á í vetur. Fóðurforði sá, sem bændurnir eiga eftir þetta sumar, verður mjög misjafn, og hvergi mikill. í fyrra vetur gáfust svo til öll gömlu heyin upp. í sumar var yfirleitt sett í tómar hlöður. Sumarið var stutt og kalt. Spretta kom seint, og sláttur byrjaði yfirleitt 10 til 18 dögum seinna en venja er til. Heyskap- arfólk var með færri móti, en unglingar og börn tiltölulega fleiri en fyrr. Taðan úr fyrra slætti varð i meðallagi að vöxt- um, en nýting mjög misjöfn og sums staðar er hún ekki komin öll inn enn (Austurland). Sunnan lands og vestan er hirðing góð, en norðan lands var hún sums staðar hirt djarft og hitnaði í henni um of. Háin verður lítil, og engin víða. Flæði- engjar spruttu vel, og vallendi er nú að verða nokkuð sprottið sumstaðar, en víða er það rýrt, og hálfdeigu mýrar eru alls- staðar ónýtar og vart sláandi. Það fer því ekki hjá því, að víða verði minni, og sumstaðar mik- ið minni hey, sem menn hafa i haust en undan farin ár. Auk héyjanna er sett á fóður- bætir. Hafa oft verið notuð um 6000 smál. af sildarmjöli, en nú eru þegar pöntuð 9000 smál. eða þriðjungi meira en undanfarin ár, og þó munu margir eiga eft- ir að senda pantanir sínar enn. Það er talið víst, að hægt verði í haust að fullnægja öllum beiðnum um síldarmjöl. Víð skulum vona, að svo verði, en þá má líka ganga út fra þvi að ekki verði til síldarmjöl í vet- ur, þótt einhver þá vilji fá sér viðbót við áður gerða pöntun. Þessu mega . bændur ekki gleyma, er þeir setja á í haust. Nú sem stendur er ekkert maísmjöl til. Þó þyrfti nú viða að vera farið að gefa það há- mjólkakúm, með haustbeítinni. Væntanlega kemur nú eitthvað af maísmjöli til landsins, en það er hæpið að setja á þá von, að það komi, og að bændur almennt nái í það, og er því vissara að setja aðeins á það fóður, sem til er heima. Hvað þarf búfé bænda mikið vetrarfóður: Þegar teknar voru lýsingar af jörðunum við síðasta fasteignamat, var hver bóndi látinn segja til um það, hvað hann teldi.að hver skepna þyrfti í fóður á jörð sinni. Þessar tölur hefi ég athugað, og reiknað út eftir þeim, hvað talið er meðal kýrfóður og meðal kindafóður í hverjum hreppi. Kýrin er talin þurfa minnst 25 hesta og mest 45 hesta. Að meðaltali í hrepp er kýrfóðrið talið minnst tæpir 30 hesta og mest 40 hestar og að meðaltali fyrir allt landið 35,8 hestar. Þessi mismunur stafar líklega að einhverju leyti af því, að heybandið sé misstórt, en líka af því að kúnum er gefið misjafnlega lengi inni, eða frá 30 upp í 42 vikur. Ég vil segja við þá, sem einhvern tíma hafa getað beitt kúnum 22 vikur af árinu, og gefa upp þann beitar- tíma og 25 heyhesta eyðslu á kú: Treystið ekki þeim tölum. Hafi þær nokkurn tíma verið réttlætanlegar, þá eru það und- antekningar, og þær ættu aldrei að vera til í reyndinni. Talin er hæfileg gjöf handa kú 14 kg. af töðu á dag, og minni töðu- gjöf ætti kýrin ekki að hafa, þegar hún mjólkar. Meðal- gjafatími i nautgriparæktarfé- lögunum er 252 dagar, og yrði þá öll heygjöfin sem næst 3500 kg., en það svarar til 35 hesta af 120 kg. sumarbandi, og ber því saman við það, sem meðal- kýrin ér sögð að þurfa eftir j arðarlýsingunum, En auk þessa heys, þarf líka að ætla kúnni fóðurbæt.i Hver kýr, sem mjólkar meira en 13—14 kg. á dag, þarf, auk heygjafarinnar, að fá fóður- bæti, eigi hún að gera það gagn, sem henni er eðlilegt, og bónd- inn að fá þann arð eftir hana, sem getur mestan fengið, að frá- dregnum kostnaði. Til viðbótar við heyfóðrið þarf þá kýrin 1 kg. af fóðurbæti fyrir hver 2,5 kg., sem hún mjólkar fram yfir 13—14 kg. á dag. Hafi bóndinn haldið fóður- og mjólk- urskýrslur, getur hann strax að haustinu reiknað nokkurnveginn út hve mikinn fóðurbæti hann þarf handa kúm sínum yfir vet- urinn. En þegar hann gerir þá áætlun, þarf hann þó að gæta þess, að tómt síldarmjöl gefur hann ekki kúnum, heldur bland- ar það minnst með helmingi af maísmjöli. Fái bóndinn ekki maísmjöl að haustinu, getur Samfök rafveitna nýstofnuð Stofnaður hefir verið félags- skapur rafveitna hér á landi, er nefnist „Samband íslenzkra raf- veitna“. Aðalmeðlimir þess geta orðið allar rafveitur, er selja raforku til almenningsþarfa og hafa reglugerðir og gjaldskrár staðfestar af stjórnarráði. Auka- meðlimir geta rafmagnsverk- fræðingar og raffræðingar orð- ið. Tilgangur sambandsins er að ræða sameiginleg áhuga- og hagsmunaefni, bæöi tækni og fjárhagsleg, og gæta hagsmuna rafveitnanna og koma fram fyrir þeirra hönd í málum, sem æskilegt er, að þær standi að sem einn aðili. Stofnendur eru 15 rafveitur i neðantöldum bæjum og kaup- túnum: Reykjavík, Akranesi, Borgarnesl, Stykkishólmi, Blönduósi, Sauðárkróki, Siglu- firði, Akureyri, Húsavík, Búða- kauptúni, Seyðisfirði, Vik i Mýr- dal, Vestmannaeyjum, Keflavik og Hafnarfirði. Auk þessara rafveitna eru 3 rafmagnsverkfræðingar með- stofnendur. Stofnfundur sambandsins var haldinn í Reykjavk dagana 24. til 26. þessa mánaðar. Þar voru flutt erindi um: Al- menningsrafveitur, steinsteypu- staura og raforkuvirkjanir 1 Bandaríkj unum. Ennfremur voru fluttar skýrsl- ur um hérlenda reynslu með rafhitun húsa, með rafsuðu og um ístruflanir við vatnsafls- stöðvar. Aðrar skýrslur voru um ame- rískt raflagningaefni, rétting mælitækja, viðhald á bræðivör- um og útvarpstruflanir. Ýmsar ályktanir viðvíkjandi málum, er varða rafveitur, voru samþykktar. Meðal þeirra var ályktun um sameiginleg inn- kaup, þar sem stjórninni var falið að taka við pöntunum frá þeim meðlimum sambandsins, er þess kynnu að óska, á efni til reksturs og viðhalds á mann- virkjum þeirra. Stjórn sambandsins skipa nú : Steingrímur Jónsson, rafmagns- stjóri í Reykjavík, formaður, Jakob Guðjohnsen, rafmagnsr verkfræðingur, Valgarð Thor- oddsen, rafveitustjóri í Hafnar- firði, Knut Ottestedt, rafveitu- stjóri á Akureyri og Karl Guð- jónsson, rafstöðvarstjóri i Keflavík. þingið á sömu aðila að beita sér fyrir því við menntamálaráð- herra, að hann láti nú þegar skipuleggja framtíðarbygging- (Framh. á 4. síOu) hann keypt það síðar, ef það fæst, en fái hann ekki maís, er betra að gefa kúnni ekkert af fóðurbæti en gefa henni ein- göngu síldarmjöl. Með því fær hann að vísu ekki fullan arð af kúnni, en hann skemmir hana heldur ekki, en það á hann á hættu að gera, ef hann gefur einungis sildarmjöl með hey- gjöfinni. Það er því nokkuð ljóst hvað meðalkýrin þarf, og þær þurfa nokkuð jafnt um land allt. Öðru vísi horfir þetta við með féð. Það er til, að það fær ekkert hey og er ekkert hey ætlað, en það er líka til, að kindinni séu ætlaðir þrir hestar og jafnvel meira. Hreppameðaltölin segja að minnsta ærfóðrið sé 0,3 og mesta 3 hestar. Þarf þá kindin tíu sinnum meira í þeim hreppn um, sem hún þarf mest, en þar sem hún þarf minnst. Fyrir allt landið er vegið meðaltal 1,65 hestar. Hér mun aðallega vera átt við úthey, og hestinum ætl- að að vera um 100 kg. Meðal ánni er því gefið 130—140 kg. af heyi vetrarlangt. Hér er ,mun- urinn á fóðurþörfinni svo mik- ill, að það sem meðalærin þarf, gefur engan leiðarvísir um það hvað ærin þurfi á þessari eða hinni jörðinni. Féð er líka mls- stórt, og eftir því þarf ærin frá 0,9—1,1 kg. til viðhalds í inni- stöðum. En innistöðudagarnir hjá sauðkindinni eru mismargir eftir því hver jörðin er og hvern- ig veturinn er. Kunnugur bóndi á að áætla fóðurþörf ærinnar eftir reynslu undanfarandi ára. "En jafnframt þarf hánn að muna það, að nú eru töluvert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.