Tíminn - 05.10.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.10.1943, Blaðsíða 2
378 TÍMmN, þrigjiidagimi 5. okt. 1943 95. I»Iað Páll Þorstexnsson, alþm. Verðbætur á Kenníng sósíalísta um tvennskonar verð tíl bænda Styrjöldin, sem nú geisar, hef- ir haft mikil og að ýmsu leyti varanleg áhrif hér á landi, þótt hér hafi ekki orðiö bein átök milli hernaðaraðilanna. Þeirra áhrifa gætir mjög í verzlun okk- ar og viðskiptum. Fyrir stríðið voru beztu mark- aðir okkar fyrir mikinn hlut af framleiðsluvörum landbúnaðar- ins, s. s. ull og gærur, á megin- landi Evrópu. Þegar stríðið hófst, lokuðust samgöngur okk- ar við þessi lönd, svo að viðskipti okkar við þau féllu niður, og verulegt af framleiðslu landbún- aðarins varð fyrir þá sök lítt eða ekki seljanleg. Þessi breyting, sem stríðið olli, hlaut að hafa gagnger áhrif á afkomu landbúnaðarins, ef eng- ar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að mæta þessu nýja viðhorfi. Það var svo augljóst mál, að meira að áegja Bretar viður- kenndu það með því að greiða okkur nokkrar bætur árið 1940 fyrir markaðstöp. En á sama tíma hefir sjávar- útvegurinn gefið meiri arð en nokkur dæmi eru til áður, ein- mitt vegna hagkvæmrar sölu sjávarafurðanna í löndum Bandamanna. Enn fremur hefir setuliðið, sem hér dvelur, veitt allmikla atvinnu, sem hefir að vissu leyti bætt hag nokkurs hluta þjóðar- innar. Þegar íslenzka þjóðin tók að safna gróða, fyrst og fremst vegna viðskiptanna við Banda- menn, kipptu Bretar að sér hendinni um að greiða okkur sérstakar bætur á framleiðslu- vörur landbúnaðarins. Þar sem þjóðinni féll mikill gróði í skaut, bar ríkisvaldinu vitanlega að miðla þeim gróða svo milli stétta þjóðfélagsins, að landbúnaðurinn, annar höfuð- atvinnuvegur þjóðarinnar, yrði ekki fyrir fjárhagslegum skakkaföllum. Þess vegna var ó- hjákvæmilegt að fara þá leið, sem ákveðin var af Alþingi, og greiða nokkrar verðuppbætur úr ríkissjóði á framleiðsluvörur landbúnaðarins, ef halda átti nokkurn veginn jafnvægi milli | atvinnuveganna í landinu og koma í veg fyrir, að landbúnað- arframleiðslan drægist saman að miklum mun. j Þegar lagt var út á þessa braut af Alþingi og ríkisstjórn, ^ var dýrtíðin í landinu hálfu minni en síðar varð. Þá þurfti tiltölulega lítið fé til að jafna metin í þessu efni. En með hin- j um öra vexti dýrtíðarinnar á síðast liðnu ári kastaði tólfun- ' um. Með hækkun vísitölunnar og kaupgjaldsins hækkaði fram- leiðslukostnaðurinn í landinu, afurðir framleiðenda urðu að hækka í verði að sama skapi, ef hlutur þeirra átti ekki að vera fyrir borð borinn. Afleiðing þess varð aftur sú, að nú getum við ekki framleitt landbúnaðaraf- urðir fyrir erlendan markað, nema að verðbæta þær úr ríkis- sjóði. * Haustið 1941 var. smásöluverð á dilkakjöti í Reykjavík kr. 3,65 að koma upp verkfallslögreglu, afstýrði hann þeim tilræðum. Þegar verkamannfulltrúar hugð- ust að eyðileggja atvinnurekst- ur andstæðinganna með löggjöf, snérist hann gegn. þeim. Vegna atbeina hans hafa öfgafylking- arnar til hægri eða vinstri ekki náð að beita ólögum og að kúga andstæðingana til hlýðni við sig. Nú er sótt harðara.gegn þess- um flokki bændanna en nokkru sinni. Kommúnistar flytja á Al- þingi hverja tillöguna á fætur annarri um að kúga bændur. Þeir hugsa sér að espa bændur þannig til reiði, svo að þeir hætti að gæta jafnvægisstöðu sinnar og gangi í breiðfylkinguna til hægri. Ýmsir fulltrúar stríðs- gróðamanna hafa og aldrei þózt meiri vinir bænda en nú. Aldrei hefir þess þó frekar þurft en nú, að bændur gættu jafnvægisstöðunar og efldu flokk sinn til að fullnægja því hlutverki. Kommúnistar hafa aldrei verið liðfleiri en nú, stór- eignavaldið aldrei fjársterkara. Fram undan er stórfelld at- vinnukreppa. Blóðugri baráttu þessara breiðfylkinga, er endar annað hvort með kommúnist- iskrn einræði eða ofríki auð- drottnanna, verður þvi aðeins afstýrt, að Framsóknarflokk- urinn verði nógu sterkur til að leiða þjóðina áfram á braut réttar og umbóta. Aldrei hefir því skipt meira máli, að bænd- ur ræktu vel hlutverk Þorgeirs Ljósvetningagoða en einmitt nú. Þ. Þ. kg. Fyrir dilkakjötið, sem selt hefir verið til Bretlands á þessu ! ári, hefir fengizt kr. 5,40 kg. Ef dýrtíðin hefði ekki aukizt síðan haustið 1941, mundi vera svipað verð á dilkakjöti innanlands nú og þá. Þá hefði ríkissjóður nú ekki þurft að greiða neinar uppbætur á útflutningskjötið. Þvert á móti verður að ætla, að það hefði selzt á erlendum markaði á svipað verð og nú og af því' fengizt verulegur hagn- aður. Því er mjög á loft haldið, að uppbætur þær, sem ríkissjóður greiðir nú á framleiðsluvörur landbúnaðarins, sé beinn styrk- ur til bænda. En þetta fé er ein- ungis greitt vegna dýrtíðarinn- I ar og þess, hvernig fjárhagsmál- um okkar er komið. Bændur landsins hafa ávallt, öðrum stéttum fremur, mætt þeirri viðleitni að halda dýrtíðinni í skefjum með velvild og fullum ' skilningi. Bændastéttin á ekki 1 sök á hinum öra vexti dýrtíðar- ' innar á síðasta ári, — nema að því leyti að nokkur hluti stétt- ' arinnar skyldi við kosningar á fyrra ári styðja stjórnarstefnu, sem var í einu röng og hættu- jleg, eins og þegar er komið á daginn, en síðar mun þó betur sannast. II. í sambandi við greiðslu verð- uppbóta úr ríkissjóði á fram- leiðsluvörur landbúnaðarins, hefir flokkur sósíalista flutt þá kenningu í blaði flokksins og við umræður á Alþingi, að rétt sé og sjálfsagt að miða slíkar greiðslur við meðalbú. En með- albústofn er talinn tæplega 90 kindur, rúmlega 6 nautgripir og rösklega 6 hross. Samkvæmt áliti sósíalista ættu þá allir bændur að fá fúllt verð fyrir afurðir af þessum gripastól, en þeir, sem meira framleiða, aðeins nokkurn hlut af sanngjörnu verði fyrir það vörumagn, sem fram yfir er. Það er ekki að ófyrirsynju, að bændur landsins gefi þessari kenningu nokkurn gaum. Bændur hafa sjálfir stutt að því að vörur þeirra væru metn- ar eftir gæðum og mismunandi verð greitt eftir gæðum vörunn- ar. Það er að þeirra dómi rétt og skylt. Hér er ekki um það að ræða. Nú vilja sósíalistar greiða bændum tvenns konar eða margs konar verð fyrir fram- leiðsluvörur þeirra, ekki eftir gæðum vörunnar, heldur eftir stærð búanna og því vörumagni, sem hver bóndi framleiðir. Nú er fjarri því, að allir bændur í landinu búi við sömu aðstöðu til að framleiða land- búnaðarafurðir. Aðstaða þeirra og heimilishagur er nálega jafn breytileg og býlin eru mörg. Yf- irleitt er þó framleiðslukostnað- ur búanna því meiri, því stærri sem þau eru. Á því með ráðstöfunum ríkis- valdsins að skerða hlut þess bónda, sem hefir lagt hart að sér á undanförnum árum til að bæta jörð sína og færa út kví- arnar i samræmi við það, ef hann ræður sér fólk fyrir hátt kaupgjald til að framleiða svo mikið, að hann fullnytji jörð sína? Einn bóndi með litla fjöl- skyldu og góðár heimilisástæð- ur getur átt meðalbústofn og búið við góðan kost. Öðrum, sem er að ala upp stóran barnahóp, nægir ekki meðal-bústofn til framfærslu fjölskyldunnar. Hann fær engan ómagastyrk, eins og launamenn ríkisins hafa nú fengið, en hann vill ekki leita á náðir annarra. Hann leggur því harðara að sér og stritast við að framleiða meira en meðalbú gefur af sér til að fullnægja þörfum fjölskyldunn- ar án aðstoðar annarra. Á þá ríkisvaldið að hlutast til um, að hann fái lægra verð fyrir nokk- , urn hluta af afurðum sínum, j þótt það sé fyrsta flokks vara , að gæðum, heldur en nágrann- inn, sem hefir fáa fram að færa, en á þó meðal bústofn? Á þennan veg virðist Sósíal- istaflokkurinn vilja fullnægja réttlætinu. Allir bændur landsins hafa blandaða framleiðslu, en mis- jafnt eftir aðstöðunni á hverj- um stað. Tekjur sama bónda eru bæði af sauðfjárrækt, naut- griparækt og garðrækt. Margir reka og fleiri arðgæfar búgrein- ar og njóta ýmissa hlunninda. Það er augljóst, að regla sú, sem sósíalistar vilja setja um greiðslur til bænda fyrir afurðir þeirra, yrði harla vandasöm í framkvæmd. Ef miða ætti verð á hverri vöru einungis við innlegg bóndans af þeirri vörutegund, svo að sá bóndi, sem t. d. ætti 90 ær og seldi 60 dilka, fengi fullt verð fyrir helminginn, en lægra fyrir hinn hlutann, án tillits til tekna þeirra af öðrum búgrein- um og í heild, þá yrði úr þvi full- komin ringulreið og handahófs- skipti. Ef þannig væri farið að, mundi t. d. embættismaður, sem ræki lítið bú og seldi lítið magn af afurðum, fá hæsta verð fyrir vörur sinar, þótt hann fengi auk þess há laun úr ríkissjóði og byggi þar af leiðandi við betri lífskjör en flestir eða allir bændur. Ef hugsanlegt væri að framkvæma tillögur sósíalista um mismunandi verðlag til bænda á framleiðsluvörum þeirra svo, að nokkurt réttlæti fylgdi því, væri eina leiðin sú, að miða við heildartekjur aðila. Nú gæti enginn vitað fyrirfram, þegar vara er seld, hverjar tekj- ur aðila yrðu á því ári. Það mundi þá sennilega verða hendi næst, að sníða greiðslur til bænda eftir skattaframtölum þeirra næsta ár á undan. Ef fylgja ætti fram þessari nýstárlegu kenningu sósíalista um verðlag á afurðum bænda eftir stærð búanna og gera á þann hátt upp á milli einstakra aðila innan bændastéttarinnar, hlýtur röðin jafnskjótt að koma að öðrum stéttum þjóðfélagsins um sams konar aðgerðir. Sumar stéttir launþega búa við misjöfn launakjör, þótt unnin séu sams- konar störf í þágu þjóðfélagsins. Svo er um kennarastéttina. Og jafnvel þótt föst laun tveggja aðila séu jöfn, segir það ekki til um heildartekjur þeirra eða hagsæld. Sumir hafa tekjur af eignum, aukavinnu eða hlunn- : indum, en aðrir ekki. Meira að , segja verkamenn, sem vinna ' sömu vinnu og fá sama tíma- | kaup, hafa mismunandi háar heildartekjur yfir árið. Á þá að kljúfa t. d. kennara- stéttina í stórkennara og smá- kennara eftir heildartekjum og aðstöðumun og greiða þeim lægri laun fyrir vinnu sína, sem fá tekjur af eignum eða leggja á sig aukavinnu, heldur en öðr- um í stéttinni, sem# vinna ein- ungis fyrir laununum og lifa af þeim? Á að flokka verkamenn í smá- verkamenn og stórverkamenn eftir efnahag og greiða stór- verkamönnum lægra tímakaup en öðrum með skírskotun til þess, að skattframtal þeirra sýni, að þeir geti lifað án þess að fá fullt kaup? Af því mundi að vísu verða nokkur sparnaður fyrir einstak- ar stofnanir og ríkið, og -það mundi jafnvel geta lækkað framleiðslukostnað á sumum sviðum. Fáir munu þó telja slíkar ráð- stafanir réttar — nema ef til vill sósíalistar. En eins og sjálf- sagt er að greiða sama kaup fyr- ir sömu vinnu, hvernig sem efnahagur launþegans er, svo er og rétt og skylt að greiða sama verð fyrir sömu vöru, án tillits til þess, hvort bústofn bóndans er stór eða smár. Það er regla í þessu þjóðfé;- lagi að greiða starfsmönnum (Framh. á 4. síðu) Harry Hopkiiis: Stríðinu lýkur ekki iyrr en árið 1945! Harry Hopkins er einn af nánustu samstarfsmönnum og vinum Roosevelts forseta. Er hann því einn hinna fáu manna, sem hafa fullkomna vitneskju um ástand og horf- ur í ófriðnum. ^tminn Þriðjudagur 5. oht. Hlutverk Þorgeírs Sú óáran, sem nú ríkir i stjórnmálum þjóðarinnar, hefir orðið til þess að fleiri en áður hafa tekið þátt í því trúboði kommúnista, að landsmenn ættu að skipta sér í tvær fjandsam- legar fylkingar, er létu stólfæt- ur og gilda hnefa ráða úrslit- um mála. í annarri fylkingunni ættu að vera verkamenn, er söfnuðu öðrum launastéttum undir merki sitt, en í hinni stór- útgerðarmenn og stóriðnrekend- ur, er létust vera forsvarsmenn framleiðslunnar og.næðu þann- ig bændum og smáút'gerðar- mönnum til fylgis við sig. Ef landsmenn skiptust ein- göngu í tvær slíkar breiðfylk- ingar, myndi brátt hefjast óska- öld kommúnista á íslandi. Blóð- ugir bardagar yrðu háðir um yfirráðin í landinu og endalok- in yrðu þau, að sigurvegarinn kúgaði þann, sem undir yrði í átökunum. íslenzka réttarríkið liði undir lok og ofbeldi og kúg- un kæmi í staðinn. Þessir draumar um tvær fjandsamlegar breiðfylkingar eru raunar engin nýjung hér á landi. Kommúnistar og for- svarsmenn stóreignavaldsins hafa lengi boðað þetta. En á- rangurinn hefir ekki orðið að sama skapi. Til þess liggur sú ástæða, að bændur hafa ekki hlýtt forskrift kommúnista og stórgróðamanna, heldur far- ið sínar eigin götur. Þeir hafa stofnað sinn eigin flokk eða þriðju fylkinguna og sáfnað til liðs við sig frjálslyndustu verka- mönnum og miðstéttarmönnum kauptúna og kaupstaða. Það er þessi þriðja fylking, — Fram- sóknarfl., — sem hér hefir hindrað þá þróun, er orðið hef- ir víða annars staðar, þar sem miðstéttirnar hafa sogast inn í aðra hvora breiðfylkinguna til hægri eða vinstri og þannig hjálpað til að skapa einræði og ofbeldisstjórn. Bændur hafa markað sér þessa stöðu í þjóðfélaginu, þótt oft hafi mörgu misjöfnu verið að þeim vikið. Margir aðrir myndu oft hafa talið ástæðu til þess, ef þeir hefðu verið í spor- um bænda, að leggja hnefann á borðið, líkt og Ófeigur í Skörð- um forðum, og láta hann ráða lögum og rétti i landinu. Bænd- ur hafa verið nefndir ölmusu- lýður, vegna ýmisra framlaga ríkisins til ræktunar i sveitum, samvinnufélagsskapur þeirra hefir verið rógborinn á marga lund, sagt hefir verið að þeir framleiddu skemmdar vörur, hafið hefir verið gegn þeim mjólkurverkfall o. s. frv.En ekk- ert af þessu hefir komið bænd- um til að aðhyllast lögmál hnefaréttarlns. Þeir hafa gert sér ljóst, að sigur hnefans er skammgóður vermlr og farsælla er að beita hófsemi og réttsýni í opinberum málum. Stjórnmálaafskipti bænda á síðari árum hefir mjög mótast af fordæmi þingeyska bóndans, er skapað hefir fegursta þátt ís- landssöguhnar. Þingheimur á Þingvöllum hafði skipast í tvær breiðfylkingar, er voru þess al- fúsar að láta sverð og spjót ráða málalyktum. Þorgeiri Ljósvetn- ingagoða var þá falið málið til úrskurðar. Hann lét ekki augna- blikstilfinningu ráða afstöðu sinni,heldur íhugaði málið vand lega. Meðan rann móðurinn af víkingunum og sáttarorð Þor- geirs, er gaf báðum nokkuð, en ■hvorugan allt, náði tilætluðum árangri. Blóðugustu styrjöld, er orðið hefði á íslandi, var af- stýrt, og kristnitakan 'komst á með hóflegri og öfgalausara hætti en dæmi eru til annars- staðar. Slík eru vinnubrögð hins hugsandi, víðsýna bónda. Slík hafa verið vinnubrögð þess flokks, er bændur hafa eflt í landinu seinustu áratugina til að gæta jafnvægisins i þjóðfé- laginu. Hann hefir þrætt með- alveginn. Þegar auðkóngar vildu ekki hafa neinn fastan hvíldar- tíma á veiðiskipum og hugðust Hér á dögunum hitti ég mann, sem vildi veðja um það, að stríð- inu yrði lokið um næstu áramót, Kona nokkur skrifaði manni sínum, sem er í brezka hernum, að nú skyldi hann koma heim og hefja verzlun áður en hinir kæmu, því að möndulveldin væru að því komin að gefast upp. Bankastjóri ráðlagði einum vini mínum nýlega að leggja fé í ákveðið fyrirtæki núna, því að það mundi verða ábatasamt með vorinu, þegar friður yrði sam- inn. Um langan hríð hafa slíkar staðhæfingar gengið fjöllunum hærra. Fólk gerir sér vonir um skjótan sigur. Ef ég á að segja mitt álit, þá hygg ég að þetta sé byggt á mis- skilningi. Ég hygg, að við eigum fyrir höndum harða tveggja ára bar- áttu á vígstöðvunum ennþá og vaxandi álögur og fórnir heima fyrir bæði árin. Ekki skemur. Við verðum að afkasta meiru, neita okkur um fleira, horfast í augu við meira mannfall. Ég hefi átt tal við fjölda manns í landher og flota, en engan fyrir hitt, sem gerir sér vonir um skjótan sigur. Við verðum að berjast um hvert fótmál. Einu mennirnir, sem llta bjartari augum á þetta, eru stöku ráðamenn í flugliðinu. Þeir halda að við getum komið möndulveldunum á kné með loftárásum. En það er ekki einhlítt að beita flugliði, þótt voldugt sé. Ádásirnar munu verða samtímis og samstilltar á landi, legi og í lofti. Við verðum að beita miklum landher í Frakklandi til að geta hrakið Þjóðverja þaðan og ráðist inn í Þýzkaland. Ég læt mér ekki svo, sem ég sé herfræðingur. En það má öll- um vera ljóst, að Þjóðverjar hafa hreiðrað vel um sig á meg- inlandinu og eru gráir fyrir vopnum. Þeir munu berjast við okkur um hvert einasta fótmál. Það er talið, að Þjóðverjar hafi nýlega vígbúið 60 ný herfylki. Og minnumst þess, að mark- mið okkar er skilmálalaus upp- gjöf þýzka hersins. Við munum ekki ganga að neinni málamiðl- un við þýzku stórbokkana, þótt þeir sparki Hitler frá völdum. Það er kunnugt, að fjöldi manns gerir sér miklar tálvonir í þessum efnum. Algengustu staðhæfingar þeirra eru eitt- hvað á þessa leið: „Þýzkaland verður gereytt með loftárásum á skömmum tíma.“ Helztu iðngreinar og orkuver Þjóðverja hafa verið eyðilögð." „Þýzkaland lendir í uppnámi innbyrðis.“ „Þjóðin hatar Hitler, og milj- ónir kúgaðra manna i Evrópu eru í uppreisnarhug.“ „Þegar Ítalía er fallin sækj- um við fram norður á bóginn og hertökum Berlín.“ Sérhver ný og sigri hrósandi herstjórnartilkynning eykur á bjartsýni okkar. Og hvað skal segja um Japan með hinar pappírsklæddu flug- vélar sínar, skriðdreka úr tini og hálfsoltnu milljónir, heilsu- bilaðra, pasturslítilla manna? Það. eru víst æði marglr, sem líta svo á, að hinir „miklu sigrar“ okkar á Kyrrahafinu hafi því nær riðið Japönum að fullu. Og svo, þegar Ítalía og Þýzkaland eru úr sögunni, halda þessir sömu menn, að það verði barnaleikur einn fyrir dálítinn hluta landhersins og sjóhersins að hreinsa til á Kyrrahafinu. Þetta lætur vel 1 eyrum. Ég vildi það væri satt! Við vinnum Afríku, vinnum Sikiley, ný eyja gefst upp í Kyrrahafinu. Það virðist ganga eins og í sögu. Menn, sem ganga í sigurvímu eru gjarnir á að sjá sigurmerki í öllu.En þess ber fyrst og fremst að gæta, að Þýzkaland og Japan eru engan veginn illa stæð efna- hagslega. Þrátt fyrir loftárásir okkar, hafnbann og skipatjón, er við höfum valdið þeim, er stríðsorka þeirra ekki lömuð ennþá. Þeir hafa nógan mat, nóg klæði og nóg hergögn. Herinn er vel búinn ennþá. Seint í sumar var hergagna- framleiðsla þeirra ekki farin að láta neitt verulegt á sjá. Heima fyrir hafði landslýðurinn ekki heldur látið bugazt. Milljónir manna úr herteknu löndunum unnu hjá þeim sem þrælar. Við höfum ekki gert meira en rjúfa skörð í yztu varnarlínu þeirra. Þrátt fyrir alla þá hirtingu, sem Þjóðverjar hafa fengið, er herinn ennþá vel haldinn að fæði, klæðum og vopnum. Her- búnaður þeirra er ennþá eins vandaður að efni og gæðum og hann var í upphafi stríðsins. Hitt er satt, að lífskjör al- mennings eru lakari nú en þau voru í fyrra um þetta leyti. En fólk fær þó í sig og á, jafnvel þótt sumt af því séu gervivörur. Sakir hins milda vetrar 1942 varð uppskeran ágæt í sumar. Við höfum engan sannanir fyrir því, að óeirðir hafi orðið í Þýzkalandi sakir matarskorts. Þjóðverjar hafa meira til hnífs og skeiðar en nokkur önnur þjóð í Norðurálfu, því að þeir hafa stolið öllu frá öllum öðrum. Enda þótt landslýðurinn heima fyrir hafi orðið fyrir þungum búsifjum á þessu ári og sé allmjög svekktur, eru nán- ustu fylgismenn Hitlers ákveðnir í því að berjast til þrautar, ekki til sigurs — heldur fyrir lífi sínu. Þeir óttast bræði almenn- ings í herteknu löndunum, hefndarhug Rússa og réttláta refsingu vesturveldanna. Og það er ekki ástæðulaus ótti. Þeir örvænta e. t. v. um sigur, en þeir vonast eftir að geta dregið stríð- ið á langinn, gert það að þrá- tefli og komist að samkomulagi. Hvað skal segja um loftárás- irnar, sem eiga að opna megin- land Evrópy á skömmum tíma? Þegar ég skrifa þetta, hefir dregið dálítið úr hergagnafram- leiðslu Þjóðverja, vegna hinna hörðu og tíðu árása. Miklar skemmdir hafa orðið og öng- þveiti. Þriðjungur af hinum miklu iðjuverum í Ruhr-hérað- inu eru sennilega í rústum. En Ruhr er ekki sama og öll Norðurálfan, — og þar eru ekki verksmiðjur þær, er Þjóðverjar hafa flutt til Austurhéraða Þýzkalands og Póllands, ekki heldur iðnhéruð Frakklands, Tékkóslóvakíu og Ítalíu eða verksmiðjur þær, sem að öllum líkindum hefir verið komið fyr- ir neðan jarðar. Iðnaðarframleiðslan á megin- landinu heldur áfram alveg eins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.