Tíminn - 30.10.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.10.1943, Blaðsíða 2
422 TtMirciV, laiigardagiim 30. okt. 1943 406. blað ^tmmn Luuuurdayur 30. oht. „Þar stóð hann Þorgeír á þingí“ Reynt að bæta úr aiglopum með ranglæti Blað kommúnista heldur á- fram hernaði sínum gegn bænd- um. Það hamrar jafnt og þétt á því, að bændur eigi að búa við lakari kjör en aðrar stéttir. Það skammast 'stööugt yfir þvi, að bændum skuli hafa verið greidd- ar uppbætur á útflutningsafurð- ir seinasta árs til þess, að hlut- ur þeirra yrði sambærilegur og annarra hliðstæðra stétta. Það heldur stöðugt uppi áróðrinum gegn því, að staðið verði við samkomulag landbúnaðarvísi- tölunnar og bændum tryggt það verð fyrir útflutningsvörurnar, sem nefndin taldi nauðsynlegt að þeir fengju til þess, að tekjur þeirra yrðu sambærilegar við tekjur hliðstæðra stéttá. Seinasta vopn kommúnista- blaðsins í þessari baráttu gegn 'bændum er það, að fyrir þessar uppbætur hefði mátt rækta þetta mikiið af landi, byggja þetta mörg nýbýli, og reisa þetta mörg íbúðarhús í sveitum. Það, sem kommúnistablaðinu sést yfir í þessu sambandi, er í fyrsta lagi það, að bændur munu verja verulegum hluta þessa fjár til nýrra framkvæmda. Þetta mun verða bændum kleift vegna þess, að þeir fara sparíegar með fé sitt en aðrar stéttir, gera minni kröfur um ýms þægindi og reyna að nota hvern afgangs- eyri til að rækta og bæta land- ið, þegar aðrar stéttir nota slíkt fé til aukinna persónulegra þæg- inda. Hitt aðalatriðið, sem komm- únistablaðinu sézt yfir, er það, að það má reikna út dýrtíðar- uppbótina til verkamanna og annarra launþega á nákvæm- lega sama hátt. Það er næsta réttmætt að segja: Ef ekki er rétt að greiða bændum útflutn- ingsuppbætur, þá er ekki frek- ar rétt að greiða verkamönn- um og öðrum launþegum dýr- tíðaruppbætur. Hversu mikið fé mætti ekki spara og leggja fyrir til komandi ára, bæði hjá rík- inu og einstökum atvinnufyr- irtækjum, ef dýrtíðaruppbótin væri felld niður að meira eða minna leyti? Hversu mörg ný skip mætti ekki smíða fyrir þetta fé? Hversu margar verk- smiðjur mætti ekki reisa fyrir það? Hversu marga verka- mannábústaði? Þannig mætti lengi telja. Þetta mætti kommúnista- blaðið vissulega hugleiða. Þó ætti það ekki síður að hugleiða, að hefði ráðum bænda verið fylgt haustið 1941 og verðlag og kaupgjald fest, þyrfti nú ekki að greiða neinar útflutnings- uppbætur til bænda og meira en helmingi minni dýrtíðar- og launauppbætur til launþega en nú. Þá hefði ríkið á þessu ári og næsta ári ekki aðeins getað sparað þæ^ 15—20 milj. kr., er munu fara í útflutningsuppbæt- ur, heldur hefðu ríkið og at- vinnuvegirnir einnig sparað þá mörgu tugi milj. kr., sem nú fara í dýrtíðar- og launauppbætur. Þá ættu ríkið og atvinnúvegirn- ir nú hundruðum milj. kr. meira til að byggja fyrir ný at- vinnufyrirtæki, ný heimili, nýja skóla og spítala og til ann- arra verklegra framkvæmda eft- ir styrjöldina. . “Það voru komúnistar, sem eyðilögðu það, að þessi leið væri farin með því að ginna Sjálf- stæðisflokkinn út í upplausnar- ardans kjördæmabreytingarinn- ar. Þess mun þjóðin vissulega minnast, þegar hana fer að skorta fé til verklegra fram- kvæmda eftir styrjöldina, og þá munu þeir seku ekki komast undan sínum dómi, þótt þeir reyni nú að þvo hendur sínar með því að níðast á bændum og reyna að ná frá þeim því fé, sem þeim ber samkvæmt rétt- um lögum og heilbrigðum jöfn- unarreglum. Dómurinn um þá mun vissulega ekki vera vægari vegna þess, að þeir hyggjast nú að reyna að bæta úr afglöpum sínum með ranglæti. Þ. Þ. I. í engu kvæði hafa íslending- ar verið minntir betur á forna frægð en í „ísland, farsælda- frón“ eftir Jónas Hallgrímsson. Skáldið dregur þar upp snjöll- ustu fornaldarmyndina, er gerð hefir verið til þessa dags. Hann lætur landnámsmennina sækja austan um hafið, blómlegar byggðir rísa upp í skauti dal- anna, glæsilegar hetjur ríða um héruð og skrautbúin skip,skipuð fríðu liði og hlaðin dýrum varn- ingi, fljóta fyrir landi. Að lok- um bregður hann upp fegurstu sýninni, hinum tilkomumikla stað,þar sem „alþingið feðranna stóð“. Til þess að meitla þá sýn óafmáanlega í hugi landsmanna, gerir hann þá áhorfendur að glæsilegasta atburðinum á Al- þingi hinu forna, þegar vitur- leg sætt lægði hinn mesta ofsa og kristnin komst á með frið- samlegri og fegurra hætti en dæmi eru til í sögu annarra þjóða. Þar stóð hann Þorgeir á þingi, er við trúnni var tekið af lýði. í þessum ljóðlínum nær hin glæsilega fornaldarlýsing Jón- asar Hallgrímssonar hámarki sínu. Um Jónas hefir vitur mað- ur sagt, að hann væri öðrum fremur skáld fegurðaúnnar. Sá dómur um Jónas sannast ekki sízt á því, að þegar hann vill láta „feðranna frægð“ vera samtíðarmönnum sínum hvatn- ingu til dáða og drengilegrar breytni, lætur hann kristnitök- una og Þorgeir Ljósvetninga- goða vera megin-atriði fornald- armyndar sinnar. Hinn mikil- vægi úrskuröur Þorgeirs á Al- þingi árið 1000, mun jafnan tal- inn fegursti atburður íslandssög unnar og með honum vann Þor- geir sér orðstír sem einn giftu- 'ríkasti stjórnmálamaðurinn, er íslendingar hafa átt. Með þess- um úrskurði var hinu unga þjóðveldi forðað frá hruni, þjóð- inni var bjargað um langa hríð undan afskiptum Noregskon- unga og lagður var grundvöll- urinn að mesta friðar- og menn- ingartíiiiabili þjóðarinnar. Þótt ástæða væri til að minna íslendinga á þennan fagra at- burð á dögum Jónasar Hall- grímssonar til þess að styrkja trú þeirra á það, að þeir ættu og gætu stjórnað sér sjálfir, er þó vissulega margfalt meiri ástæða til þess nú, þegar deilur og sundrung hafa leitt hið endur- reista þjóðveldi á barm glötun- arinnar og fátt annað getur frekar veitt því heppilega leið- lands. Kl. er 5 að morgni. Það er drepið á dyrnar hjá mér. Fox liðsforingi reynir að blístra vökulagið, sem er mjög svipað hjá ameríska og franska hern- um. En hann var heldur seint á ferli í gærkveldi og honum gengur illa að ná laginu. Hann segir, að ég verði að vera tilbú- inn eftir hálftíma. Þetta er í ágústmánuði, en mér er samt hvergi nærri of hlýtt í krílnum, sem ekur mér í morgunkælunni til flugvallarins. Ég kem þangað í sama mund og yfirforingi bækistöðvarinnar, hávaxinn kornungur, laglegur maður, hrafnsvartur á brún og brá. Foringjaliðið sprettur á á fætur. Yfirforinginn segir eitthvað við þá, sem ég heyri ekki, og allir setjast aftur. Leiðsagnarforingi stígur fyrst- ur á ræðupallinn. Látbragð hans og orðalag vekur athygli mína. Hann talar ekki sem yfirmaður, er segir undirmönnum fyrir verkum, heldur sem sérfræðing- ur, sem er að brýna fyrir sam- borgurum sínum, hve þýðingar- sögu en fordædii Ljósvetninga- goðans á Alþingi árið 1000. II. Seinustu áratugi 10. aldarinn- ar hafði kristnin verið stöðugt að eflast hér á landi. Allmargt höfðingja og enn fleira alþýöu- manna hafði sagt skilið við heiðnina. Hjá almúganum munu yfirleitt hafa legið til þessa trú- arlegar ástæður, en hjá höfð- ingjum einnig pólitískar ástæð- ur. Margir þeirra voru ekki goð- ar og höfðu því ekki stjórnar- farslegt vald. Kristnin veitti þeim aðstöðu til mannaforráða. Þeir gerðust leiðtogar hinna kristnu manna og söfnuðu* þannig um sig miklu fylgi. Eftir því, sem kristnin efldist, versnaði stöðugt sambúð heið- inna og kristinna manna. Þeir þingmenn heiðnu goðanna, er tóku kristna trú, sögðu yfirleitt skilið við þá, og gerðust þing- menn kristinna goða eða leituðu trausts kristinna höföingja, er bjuggu nálægt þeim, þótt þeir væru goðorðslausir. Hinir heiðnu goðar óttuðust þessa þróun og þrengdu því æ meira að rétti kristinna manna. Þeir hættu að geta náð rétti sínum og kristnir goðar gátu eigi gegnt lögmæt- um embættisstörfum á þingum. Þetta ýtti undir „samtök krist- inna manna. Þeir byrjuðu að halda ráðstefnur eða einskonar þing og ráða þar ýmsum málum til lykta, er heyrðu undir stofn- anir þjóðveldisins. Þróunin stefndi óðfluga í þá átt, að ís- lenzka þjóðveldið klofnaöi, vegna hins trúarlega flokka- dráttar. Jafnhliða þessu ukust stööugt afskipti Noregskonungs af trú- ardeilum íslendinga. Líklegt mátti telja, að þau afskipti stöf- uðu ekki af trúaráhuga einum, heldur vildi konungur nota trú- boðið til að komast hér til valda með aðstoð kristna flokksins. Á Alþingi árið 1000 náði á- greiningur kristinna manna og heiðinna þeim áfanga, er lengi hafði verið'fyrirsjáanlegur. Báð- ir aðilar höfðu fjölmennt til þingsins og ætlun öfgamanna í liði beggja var að láta-vopnin skera úr. Engri sætt var í fyrstu komið á. Kristnir menn sögðu sig úr lögum við heiðna menn, settu sína eigin ráðstefnu og kusu sér lögsögumann, er segja skyldi upp lög fyrir þá. íslenzka þjóðveldið var klofnað. Um stund voru tvö ríki í landinu. Það var á þessari örlaga- stundu, er Þorgeiri Ljósvetrt- ingagoða var faliö það vanda- mikið hlutverk þeir hafi með höndum. Mennirnir, sem á hlýða,_ eru að því komnir að tefla lífi síiiu í hættu. Sumir eiga ekki afturkvæmt. Það verður að gera þeim ljóst, að eyðilegging einnar magnesíum-verksmiðju sé svo mikils virði, að hún svari til á- hættunnar. Leiðbeiningar hans eru glöggar, svo að furðu gegnir. Ljósin eru slökkt og landabréf í ýmsum stærðum og ljósmyndir teknar frá mismunandi hliðum eru sýndar á tjaldinu. Skýring- arnar eru svo ljósar og mynd- irnar svo glöggar, að ég þykist viss um, að ég þekki ákvörðun- arstaðinn eins ég hefði séð hann áður, er ég kem þangað. Næst kemur loftskeytastjór- inn til skjalanna. Hann gerir grein fyrir öldulengdum þeim, er leiðangurinn eigi að nota og dulmálslyklinum. Þá kemur veðurfræðingurinn. Skálinn er myrkvaður á nýjan leik og okk- ur er sagt í stuttu máli frá veð- urskilyrðum á svæðinu frá ís- landi til Rússlands. Á veðurkort eru markað lönd og höf, sem sama verkefni að koma á sætt- um og segja upp lög fyrir báða aðila. Það var engin tilviljun, að einmitt Þorgeiri var falið þetta verk. Hann hafði mikið traust þingheims. Hann var bú- inn að gegna lögsögumanns- starfinu í 15 ár. Það starf var jafnan falið hinum vitrustu og sannsýnustu mönnum, enda skipti höfuðmáli, að lögin væru sögð upp rétt og óhlutdrægt. Sést bezt á því, hve lengi Þor- geir gegndi þessu starfi, að hann naut mikils trausts samtíðar- manna. Mest traust sýndu þeir honum þó, er honum var falið hið örlagaríka úrskurðarvald.*) Tildrög þess, að Þorgeiri var falið að fella þennan úrskurð, hafa vafalaust verið þau, að gætnir menn í liði beggja hafa viljað koma í veg fyrir sundr- ungu þjóðveldisins og borgara- styrjöld, er af því hlaut að leiða. í fornum heimildum segir, að ýmsir menn hafi „viljað skirra vandræðum, þótt eigi væru kristnir". Vitrasti maðurinn í liði heiðingjanna, Snorri góði, hefir bersýnilega verið í þessum flokki, eins og marka má á því tilsvari hans, er sögur skýra frá. Það er bersýnilega sagt til þess að draga úr ofsa heiðingjanna. Sennilega hefir Þorgeir líka til- heyrt þessum flokki. Telja má og víst, að til þess flokks hafi talizt áhrifamesti höfðingi krist inna manna, Síðu-Hallur, er jafnan var manna góðgjarnast- ur, enda átti hann mestan þátt í, að Þorgbiri var einum falin lögsagan. Flokkaskipun þingsins hefir því verið orðin þrískipt, er hér var komið málum. Yzt til hægri eru þeir heiðingjar, er aðeins vilja láta vopnin tala. Foringi þeirra er Runólfur í Dal. Lengst til vinstri eru þeir kristnir menn, sem einnig vilja úrskurð vopn- anna, undir forustu Hjalta Skeggjasonar. í þriðja lagi eru svo þeir, sem vilja firra vandræðum og finna meðalveg til sátta. í þeim hóp eru vitrustu og framsýnustu höföingjarnir (* Það virðist hafa einkennt beztu þingeysku höfðingjana á dögum Þor- geirs, að vilja leysa mál með sætt- um og friði. Frægt er dæmi Áskels goða. Er sonur Þorgeirs leitar liðs Ófeigs í Skörðum, gegn föður sínum, segir Ófeigur: „Vildi ég, að þú sætt- ist á málin með jöfnuði." Enn segir Ófeigur i sömu deilu: „Leitum heldur að sáttum.“ Og i annarri deilu segir Ófeigur: „Svo er sem þú veizt, Einar bóndi, að hér horfir til stórra vand- ræða með mönnum, og eiga þeir menn hlut í máli, er vitmenn eru báðir og þó kappsfullir. En vér erum beggja vin- ir og skyldir til að ganga vel í milli.." flugvélarnar eiga að fljúga yf- ir, og á þau eru dregnar línur, er sýna hitafar og loftþrýsting. Þá eru sýnd önnur kort, þar sem á eru mörkuð alls konar ský, er við megum vænta að fljúga yfir, undir eða gegnum. Þau heita ýmsum nöfnum: þokuský, bólstrar, þrumuský, gráblikur o. s. frv. Að þessu sinni, er skýjafar þannig, að samfelld skýjáhula er í 3000 m hæð, alla leiðina, sem -við eigum að fljúga, þangað til að 10 km. eru ófarnar að árás- arstaðnum. Að lokum tekur leiðangurs- foringinn til máls. Hann rifjar upp í fám orðum það, sem eink- um verði að hafa hugfast og lýsir þýðingu þessarar árásar, sem nú sé að hefjast. Hann veit, að óhætt er að treysta okkur. Hann lýsir röð þeirri, er við eig- um ítð fljúga, og nefnir nöfn flugvélaforingjanna. Svo óskar hann okkur góðrar ferðar með alvöruþunga. Jafnskjótt og hann hefir sleppt síðasta orðinu, verður ys og þys líkt og gengur og gerist í skólum. Flugmenn- irnir slá hvorn annan á axlirn- ar og þykjast vera að hræða hvorn annan með tröllasögum um árásarstaðinn, allt á sér- stöku flugmanna-hrognamáli, sem ég ræð í, en skil ekki nema að litlu leyti. Við hröðum okkur til flug- skýlanna í krílum, sem alls staö- ar eru sem maurar á sveimi. Við höfum fataskipti í snatri í flug- skýlunum og förum í hlý föt. Síðan snarast hver áhöfn að sinni flugvél. Allar flugvélarnar hafa sérstök nöfn. Sumar heita eins og Síðu-Hallur, Snorri goði og Þorgeir. Það hefir verið næsta ó- glæsileg sýn, er blasti við Þor- geiri, er hann hugleiddi þessi mál. Hið unga þjóðveldi var raunverulega klofið. Borgara- styrjöld var á næsta leyti með öllu mannfalli sínu og hörmung- um. Líklegasti lokaþátturinn' var, að Noregskonungur kæmi með her til landsins undir því yfirskyni að hjálpa trúarbræðr- um sínum, en raunverulega til þess að ná landinu undir vald sitt. Sennilegt er, að Þorgeiri hafi verið ljúfast að láta úrskurð sinn vera sem hliðhollastan hin- um gamla sið. En hann sá meira en hrun þjóðveldisins og afskipti Noregskonungs, er af slíku myndi leiða. Hann sá, að hinn nýi siður var sigrandi stefna. Hún fór sigrandi land úr landi. Hyggindi stjórnmálamannsins sögðu honum, að vonlaust væri að stöðva hjól þróunarinnar. Það gæti í hæsta lagi tekizt skamma stund, en þá myndi líka sigur kristninnar verða unnin á blóðugan og grimmúðlegan hátt, líkt og var í Noregi,þar sem ólm- ir hundar voru látnir rífa hina heiðnu höfðingja í sundur. Fyr- ir fylgjendur hins gamla siðar náðist beztur árangur með samningaleiðinni. Það má vel gera sér ljóst, hver málalok hefðu orðið, ef Runólf- ur í Dal hefði verið í sporum Þorgeirs. Hann hefði úrskurðað: Heiðinn siður skal gilda óbreytt- ur. Af slíkum úrskurði hefði leitt fullkomin klofning þjóðveldis- ins, borgarastyrjöld og hernað- arleg afskipti og yfirráö Noregs- konungs. Það er líka ljóst, hvernig farið hefði, ef Hjalti Skeggjason hefði ráðið. Hann hefði' úrskurðað: Kristinn siður skal innleiddur út í yztu æsar. Þá hefði þjóð- veldið líka sundrazt, borgara- styrjöld hafizt og Noregskon- konungur komið til sögunnar. En Þorgeir valdi sér ekki leið öfganna til hægri eða vinstri. Hann treysti bezt á meðalveg- inn. Ráð hans var, eins og hann sjálfur segir „að láta þá eigi ráða, er hér gangast með mesta kappi á móti, og miðla svo mál- um milli þeirra, að hvorir- tveggja hafi nokkuð til síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun og verða satt, ef vér slítum í sundur lögin, að vér munum og slíta friðinn“. Þetta var grundvöllurinn fyr- ir úrskurði hans. Fara bil beggja, láta báða fá nokkuð, en hvorug- eftir borgum, sumar eftir kon- um, hetjum eða gamanleikurum. Við erum viðbúnir. Merki er gefið og fyrsta flugvélin hefur sig til flugs. Með nákvæmlega 10 sek. millibili fara þær hver af annarri. Um stund hringsól- um við yfir brezkri grund til að fylkja liði méð öðrum flugdeild- um, sem koma frá öðrum bæki- stöðvum. Þegar allir hópar eru sameinaðir, tökum við stefnuna. Fyrstu vélarnar eru komnar langt út yfir haf, er þær síðustu koma að ströndinni. Þetta er réttnefndur stórfloti. Fram und- an, eftir og til beggja hliða er óvígur her af flugvélum, alsett- um blikandi vélbyssum. Ég man eftir ósköpunum, sem yfir okkur dundu 1941. Tími hefndarinnar er í nánd. Meðan við flugum gegnum skýjaþykknið, notaði ég tæki- færið til aö kynnast förunaut- um mínum. Flugmaðurinn var frá Virginíu, en af skozkum ætt- um. Hann var hreykinn af flug- vélinni sinni og spurði mig, hvernig mér litist á hana. „Hún er mjög stöðug. Þegar ég flaug á henni í gær í fyrsta skipti, var ég hissa á því, hve lítið fannst á henni, þótt einn hreyfill væri stöðvaður." Flugvélarstjórinn er ættaður frá Rhode Island, af Gyðinga- kyni, skrítinn náungi, gáfaður og fjörmikill. Hann athugar stefnu okkar á hverjum stund- arfjórðungi, sér til dægrastytt- ingar, því að nauðsynlegt er það ekki, þar sem við fljúgum beint á eftir næstu vél á undan okk- ur. En þetta er hvort sem er Cormglioii-Molinifer; 1 fljúgan<li virki á vígasléð Höfundurinn er franskur flugmaður. í grein þessari segir hann frá árásarför amerískra sprengjuflugvélar til Frakk- an allt. Kristnir menn -fengu trú sína viðurkennda, en náðu ekki þeim pólitísku völdum, sem mörgum þeirra lá. hugur á. Heiðnir menn fengu að rækja trú sína á laun og höfðingjar þeirra héldu áfram pólitískum völdum sínum. Báðir aðilar fengu það mikið, að það nægði til þess, að hln mikla deila féll niður og þjóðfélagið komst aft- ur í fyrri skoröur. Þannig varð Þorgeir Ljósvetn- ingagoði björgunarmaður hins íslenzka þjóðveldis. Þannig af- stýrði hann hinni blóðugustu borgarastyrjöld. Þannig afstýrði hann því, að Noregskonungur fengi trúarlega átyllu til af- skipta af íslenzkum málum og gæti þannig eflt flokk í land- inu. Þannig lagöi hann grund- völlinn að mesta friðar- og meningartímabilinu í sögu ís- lendinga. Hin friðsama lausn kristnitökunnar hjálpaði gam- alli og nýrri menningu til að gróa saman og skapa þá stór- brotnustu athafna- og menn- ingarstarfsemi, er verið hefir hér á landi. Það er því ekkert undarlegt, þótt skáld fegurðarinnar, Jónas Hallgrímsson, vilji leiða hug þjóðarinnar að þessum atburði, og marka í hug hennar ógleym- anlega mynd af lögsögumannin- um, er með réttsýnum úrskurði afstýrði þeirri hættulegustu innanlandsdeilu, er hér hefir risið allt til þessa dags. III. En víkjum nú frá kristnitök- unni og athugum aðstöðu hins endurreista íslenzka þjóðveldis, eins og það er í dag. Það er nú liðið rúmlega ár síð- an þingkosningar fóru fram, en þó hefir Alþingi ekki enn reynzt þess megnugt að mynda nýja ríkisstjórn eða leysa eitthvað af þeim vandamálum, er úr- lausnar krefjast. Þó bíða stærri og torleystari mál en íslending- ar hafa þurft að glíma við síð- an frelsið var endurheimt. Það þarf að ráða niðurlögum hinn- ar stórkostlegustu dýrtíðar, ef atvinnuvegirnir eiga ekki að eýðileggjast. Það þarf að endur- nýja flest atvinnutæki sjávar- útvegsins, koma öllum heyskap á véltækt land á sem stytztum tíma og efla ýmis konar iðnað. Það þarf að semja þjóðinni ný stjórnarlög, þar sem endurbætt er skipun þingsins og markað valdssvið hins nýja þjóðhöfð- ingja. Það þarf að koma á meiri jöfnun lífskjaranna og veita öll- um rétt til atvinnu og sæmilegr- ar afkomu, þó gegn eðlilegum skyldum, er af slíkúm réttind- um verða að leiða. Hvernig getur Alþingi, eins og vinnubrögðum þess nú er hátt- að, leyst þessi óhemjustóru (Framh. á 3. síðu) mjög einfalt og fljótlegt verk. í klefahorninu hjá honum eru tveir litlir galdrakassar, og þarf ekki annað en að láta tvær ljós- rákir falla saman til að lesa stefnuna. Þegar hann verður leiður á að athuga stefnuna, fer hann að rjála við byssurnar. Loftið er slæmt í stýrisklefanum, svo að ég flý þaðan til sprengjumeist- arans. Hann er ættaður frá Texas, dálítið spjátrungslegur. Hann reynir að leyna því, aQ hann talar með amerískum hreim, í stað þess að flugstjór- inn lét sem mest bera á hon- um. Samtal okkar, meðan við flugum gegnum þokuhafið í mörg þúsund metra hæð, var eitthvað á þessa leið: „Kanntu póló?“ spurði hann. „Dálítið“. „En golf?“ „Ekki teljandi.“ „Ég er golfkóngur í Texas — — eða þv sem nær.“ „Það getur verið, en þú ert erkiklaufi að kasta teningum." Það er vélamaðurinn, sem kemur að í þessu og kveður upp þennan síðasta úrskurð. Hann kemur út úr skotturninum bak við stýrishúsið til að fá sér síg- arettu. Þegar árás stendur yfir, snýr hann skotturninum í sí- fellu með byssuna reiðubúna. Hann er ættaður frá Montana. Þannig kynnist ég hverjum af öðrum. Loftskeytamaðurinn er frá Illinois, en af tékkneskum ættum. Hann kvartar um, að hann hafi minnst olnbogarými af öllum á flugvélinni. Aðstoð- armaður hans er Gyðingur frá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.