Tíminn - 06.01.1944, Síða 2

Tíminn - 06.01.1944, Síða 2
2 Reykjavík, fimintiiclagmii 6. jan. 1944 1. blatS Ágásl Þorvaldsson, Brunastöðum: Bændnr vilja ekki nvian flokk Þeír eiga ekki samstöða með stóratvinnurekendum ^tminn Fhnmtudafiur 6. jjan. Síglíngamálm Það er lærdómsríkt, að ein ástæðan til þess, að íslending- ar gengu undir erlent konungs- vald, var óttinn við siglingaleysi til landsins. í Gamla sáttmála er það eitt aðalákvæðið, að kon- ungur ábyrgist landsmönnum, vissa skipakomu til landsins. Þegar íslendingar hófust handa um að endurheimta sjálfstæði sitt á ný, var það eitt markmið þeirra að taka sigling- arnar til landsins í sínar hend- ur. Sjaldan eða aldrei hefir nokkur framkvæmd notið al- mennara fylgis og stuðnings en stofnun Eimskipafélags íslands á sínum tíma. Starf Eimskipafélags íslands hefir verulegan árangur borið, þótt langt sé frá því, að það hafi náð því marki, að allir flutning- ar til og frá landinu séu í hönd- um þess. Skip þess flytja aðeins Íítinn hluta af þeim vörum, sem til landsins koma, og enn minna af útflutningnum. Erlend skip annast t. d. útflutning á öllum afurðum vélbátaútvegsins. Auk þess, sem þannig vant- ar mikið á, að íslendingar full- nægi sjálfir flutningaþörf sinni, er nú þannig komið, að flest kaupskip þeirra eru orðin gömul og úrelt. Það þyrfti því að reyna að selja þau áður en langt liði. Ef fremur á að vera framför en afturför hjá íslend- ingum í þessum efnum, þarf því að fylgjast að jöfnum hönd- um endurnýjun núverandi skipastóls og aukning hans. Hér bíður því mikið verkefni, sem vissulega verður að vera í fremstu röð, þegar hafizt verð- ur handa um viðreisn atvinnu- veganna eftir styrjöldina. Það er stórt sjálfstæðismál, því að annars getur þjóðin orðið að búa við siglingaleysi eða okur- kjör erlendra auðhringa. Það er stórt atvinnumál, því að margt manna gæti fengið atvinnu á hinum nýju skipum eða í sam- bandi við rekstur þeirra. Þessu máli má ekki sýna meira tómlæti en orðið er. Það þarf að gera sér ljóst hið fyrsta, hvernig verður bezt fram úr því ráðið. Hvaða skipastærðir henta okkur bezt? Hvernig verð- ur skipastóllinn skipulegast og hagkvæmast efldur? Hvernig verður millilandasiglingum bezt háttað með tilliti til strandferð- anna og vörudreifingarinnar? Hvernig verður bezt bætt úr flutningaþörf bátaútvegsins? Hvaða þátt geta flugvélar átt í þessum málum? Þessi atriði og mörg fleiri þarf að’rannsaka. Það er lika ljóst, að eigi Eim- skipafélag íslands að hafa for- ustuna í þessum efnum, þarfn- ast skipulag þess stórfelldra endurbóta. Það er löngu hætt að vera félag þjóðarinnar. Það er orðinn hringur örfárra fésýslu- manna, mótað sjónarmiðum og hagsmunum þeirra, eins og fyr- irætlunin um Danmerkurskipið sýndi bezt. Fyrir þjóðina er það of áhættusamt að veita fyrir- tæki, sem þannig er uppbyggt, forréttindi og hlunnindi sem væri það opinbert fyrirtæki. Eimskipafélagið og Skipaútgerð ríkisins ætti sennilega að sam- eina í eina stofnun, sem tryggt sé að stjórnað verði með al- mannahag fyrir augum og lúti hæfilegu íhlutunarvaldi þess opinbera. Vissa þætti þessara mála mætti vitanlega leysa, án þess að til beinnar opinberrar íhlut- unar komi. Þannig er það með hið fyrirhugaða skip kaupfélag- anna. Það gæti og vel hugsast, að ríkið styddi samvinnufélög smáútgerðarmanna og sjó- manna til að eignast skip, sem önnuðust fiskútflutning. Það virtist næsta eðlilegt, að Alþingi það, sem kemur sam- an í næstu viku, taki þetta mál til athugunar. Það er ekki nóg, að það vinni að því að endur- heimta sjálfstæði í orði, heldur þarf einnig að gera það á borði. Það mætti vera því minnistætt, að ein tildrög Gamla sáttmála voru þau, að íslendingar áttu ekki kaupskip til að sjá sér far- borða. Þ. Þ. Þegar Framsóknarflokkurinn var stofnaður fyrir tæpum ald- arfjórðungi, voru það bændur, er aðallega stóðu að myndun hans, eins og kunnugt er. Aðdragandinn að stofnun flokksins hefir oft og víða verið rakinn, og er óþarft að eyða hér um það mörgum orðum. Ýmsum víðsýnum og framsýn- um mönnum duldist það ekki, að hófsöm umbótastefna á þjóðmálasviðinu var nauðsyn- leg, er ný verkaskipting í at- vinnulífi landsmanna var að hefjast, með nýrri tækniþróun. Þjóðin var þá að byrja að skipt- ast í nýjar atvinnustéttir, bæði launþega og eigendur nýrra at- vinnutækja. Fyrirsjáanlegt var — eins og líka síðar kom brátt í Ijós — að þessir aðilar myndu sækjast og vegast í baráttu um kaup og vinnutíma, auk þess, sem hin pólitísku yfirráð myndu verða bitbein á milli þeirra. Þá mun mönnum yfirleitt ekki hafa dottið í hug, að fyrir þessum stéttum við sjávarsíð- una lægi það að sameinast í sókn á hendur hinni friðsömu bændastétt landsins, sem hvorki fyrr né síðar hefir lagt stein í götu verkamanna né sjómanna, er þeir hafa með heiöarlegu móti viljað bæta kjör sín, þótt sú hafi því miður orðið raunin á síðustu árin. Má að vísu mest kenna þá sóknariðju forustu- mönnum þessara stétta, sem hafa með bægslagangi sínum í garð bænda verið að fela fyrir kjósendum sínum úrræðaleysi sitt og fálm í þeim málum, er mestu skipta fyrir þeirra stéttir. Annað mun það einnig vera sem knúið hefir bændur til þess að stofna stjórnmálaflokk, er gæti ráðið nokkru á Alþingi, en það voru árásir þær, er ýmsir kaupsýslumenn höfðu haft í frammi gegn samvinnufélögum bænda. Samvinnufélögin eru í raun- inni fyrsta og stærsta átakið, er bændur hafa gert til þess að rétta sig úr kútnum og hefja stétt sína og atvinnuyeg í átt- ina til þeirrar þróunar, er tutt- ugasta öldin hefir heimtað af kynslóð sinni. Samvinnufé- lagsskapurinn er sú friðsam- asta leið, sem enn er þekkt til þess að hjálpa fólki til sjálfs- bjargar. Þau hafa það, sem af er hér á landi, fært bændastétt- inni stórkostlegan ávinning, bæði efnalega og menningar- lega, og um leið átt gifturíkan þátt í viðreisn allrar þjóðarinn- ar. Það .undarlega skeði þó í okkar fátæka landi, að þau hafa alla tíð orðið að búa við um- sátursástand voldugra einstakl- inga og flokka. Er skemmst á að minnast' í því sambandi árás- irnar á S. í. S. út af nokkrum tunnum af kjöti, er eyðilögðust af óviðráðanlegum ástæöum. Framsóknarflokkurinn mun hafa verið stofnaður með þetta tvennt fyrir augum: í fyrsta lagi: að vera mundang á vog- inni þegar öfgarnar til hægri og vinstri vægjust á. Og í öðru lagi: að vera skjöldur og sverð sam- vinnufélaganna í baráttu þeirra fyrir tilveru sinni. Þessi hlutverk hefir flokkur- inn leyst af hendi á þann hátt, að ekki er með neinni sanngirni hægt að vanþakka það starf. En auk þess hefir flokkurinn oftast haft forustu í hinum þýðingar- mestu framfaramálum, og átt frumkvæði að flestum meiri- háttar framkvæmdum ríkisins um langt skeið. Flokkurinn hefir oft orðið að verjast hinum ólíklegustu bar- dagaaðferðum andstæðinganna, en hefir þó oftast borið hærra hlut í þeim viðskiptum. Vopn hans hafa bitið svo vel, og lið hans verið það vel þjálíað í þeirri baráttu, að andstæðing- arnir hafa sjaldnast rönd við reist. Hefir þeim oft þótt væn- legast til fylgis að telja fólki trú um það eftir á, að þau mál, er þeir hafa einna mest reynt að að tefja eða drepa fyrir Fram- sóknarflokknum, hefðu náð fram að ganga fyrir þeirra frumkvæði eða stuðning. Það þekkja allir, hvernig ótti og hatur hinna þriggja and- stöðuflokka Framsóknarflokks- ins hefir komið þeim til þess að skríða saman, er þeim hefir þótt henta, í þeim tilgangi að koma í framkvæmd því sameig- inlega takmarki þeirra allra að hnekkja áhrifavaldi Framsókn- arflokksins á Alþingi. Sú ábyrgðarlausa herferð, sem hafin var og framkvæmd á örlagaríkustu og hættulegustu tímum, er yfir landið hafa kom- ið í margar aldir, sýnir átak- anlega, hversu mjög þessir flokkar setja eigin pólitísku | hagsmuni ofar hagsmunum al- þjóðar. Er hér átt við kjör- dæmabreytinguna. Síðan þeir fengu því „réttlætismáli“ fram- gengt, hafa þeir sýnt hug sinn til kjósenda Framsóknarflokks- ins — það er bændanna og þeirra fólks — með því að láta rigna niður á Alþingi alls konar frumvörpum og tillögum um rannsóknir á stofnanir bænda og afnám umráðaréttar þeirra yfir framleiðsluvörum sínum. Hina sömu iðju stunda og blöð þeirra með slíkri frekju að flestum sæmilegum mönnum hlýtur að ofbjóða. Er auðséð á öllu þessu, að það á að svínbeygja okkur bænd- urna til undirgefni og hlýðni við foringja þess fólks, sem í bæjunum býr. Á móti þessu ofsóknaræöi höfum við bændur haft Fram- sókparflokkinn í fremstu víg- línu, okkur til varnar. Fáeinir menn úr Sjálfstæðisflokknum hafa einnig veitt nokkurt lið vegna umbjóðenda sinna. Af þessum ástæðum öllum og ýmsum fleirum hefir Fram- sóknarflokkurinn vitanlega ekki getað átt samstarf við þessa flokka um stjórn landsins, og ætti það hverjum manni aö vera skiljanlegt. Ýmsir menn fordæma þingið sem heild fyrir það öngþveiti, er þar hefir ríkt síðan kjördæma- málið var upp tekið. Er það ekki sanngjarnt, því að Framsóknar- flokkurinn á þar ekki sök á. Ég hygg, að þetta ástand vari ekki mjög lengi úr þessu. Þjóðin sér það væntanlega, og er ef til vill þegar búin að sjá það, að ein stærsta og þrautseigasta stétt landsins, bændastéttin, verður ekki kveðin í kútinn með því- líkum aðförum. Þroski hennar er það mikill, eins og bezt sést á því, hvernig flokkur hennar hefir á Alþingi verið samtaka um að hrinda hverju áhlaupi, og ekki vikið um hársbreidd. Andstæðingarnir eru öðru hverju að láta skína í það í ræð- um og ritum, að Framsóknar- flokkurinn muni vera klofinn. Öðru megin segja þeir menn, er vilji samvinnu við kommúnista, en hinum megin þeir, sem vilja þakka Sjálfstæðisflokknum fyr- ir síðast og stofna til samvinnu við hann að nýju. Allt þetta skraf er náttúrlegt eðli þeirra, | sem hafa það starf öðrum þræði hægt að safna, t. d. með því að fara í símavinnu, kaupa nokkr- ar kindur fyrir kaupið og koma sér þannig upp fjárstofni, — en seint mundi það ganga. — En þá varð sú breyting á högum fjölskyldunnar, að foreldrar Ingvars fluttust til Bolungar- víkur, og þar byrjaði hann að róa til fiskjar. Skemmtilegt verk var það ekki og hvimleið var sjóveikin, en þegar heppnin var með, var ef til vill hægt að vinna fyrir 1—2 kindaverðum á’dag og þá opnuðust líka möguleikar fyrir því að komast á skóla og eignast bækur, margar bækur. — Teningunum var nú raun- verulega kastað og leiðin fund- in, — þó krókótt væri, — til þess að eignast stóra jörð með fyrirmyndaráhöfn. Ingvar gerðist sjómaður. — að blekkja fólk og koma af stað tortryggni. Þinglið flokksins hefir sýnt það með starfi sínu í haust og vetur, að þar er ekki um neinn málefnaágreining að ræða. Hvað kjósendur flokksins snert- ir, mun mega fullyrða, að þeir hafa aldrei fremur verið ein- huga í fylgi sínu við flokkinn en nú. Þeir munu vísa á bug öllu tali um klofning innan flokksins og eru ákveðnir, þar sem ég þekki til, að efla hann sem mest, enda mun nú hér eft- ir verða auðveldara en verið hefir að fylkja bændum um stefnu hans. Bændur hafa nefnilega komið auga á það bet- ur en áður, að flestar umþætur á kjörum þeirra hafa unnizt fyr- ir forgöngu Framsóknarflokks- ins. Margir bændur, er fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum að málum eða af einhverjum ástæðum hafa gefið honum atkvæði sitt, munu ekki gera það framvegis, þrátt fyrir það þó nokkrir menn í þingliði hans hafi yeitt Fram- sóknarmönnum lið til þess að hefta ofstopann í „fulltrúum" neytenda. Þeir finna það, að Framsóknarflokkurinn hefir haft forustuna í þeirri baráttu, og þeir munu kunna að þakka það á viðeigandi hátt. Bændur munu ekki heldur hafa hug á því að stofna nýjan flokk. Þeir þykjast ekki þurfa þess og minnast þá einnig hvernig slíkt fyrirtæki heppnað- ist nokkrum stéttarbræðrum þeirra fyrir fáum árum. Er minnst á þetta hér vegna þess, að nýlega skaut sú hugmynd upp höfðinu að stofna þyrfti nýjan flokk í stað Framsókn- arflokksins, þar sem helzt allir umráðendur atvinnutækja í landinu stæðu saman. Egill Thorarensen í Sigtúnum var höfundur þessarar hug- myndar eins og kunnugt er. Þeir, sem þekkja þann mæta mann, skilja það vel, að honum sárni öngþveitið á Alþingi. Bráðhuga dugnaðarmenn eins og Egill una vitaskuld illa slíku ástandi. En að athuguðu máli, hygg ég, að bæði hann og aðrir sanngjarnir menn geti sannfærzt um það, að þetta ástand á Alþingi er ekki fulltrúum Framsóknar- flokksins að kenna. Þeir hafa reynt til þrautar, þrátt fyrir allt, sem á undan var gengið, þolrifin í fulltrúum hinna flokkanna um samstarf og ábyrg vinnubrögð og fengið við þær tilraunir neikvæðan árangur. Framsóknarflokknum munu verða þær samningaumræður, er hann átti við kommúnista í fyrra, sögulegur ávinningur síð- ar meir, og auk þess pólitískur ávinningur nú þegar. (Fravih. á 3. síðu) Hann tók stýrimannspróf 1911 og var um hríð skipstjóri á fiski- og síldveiðiskipum. Fast þótti hann sækja sjóinn og vera einn hinn aflasælasti skipstjóri. Þó féll honum sjómennskan ekki vel og var aldrei laus við sjóveiki. En hann sneri sér líka brátt að öðru: Keypti sjálfur skip, gerðist útgerðarmaður og hóf síldarsöltun. Síldarútgerð var á þeim tím- um talinn hinn allra áhættu- samasti atvinnuvegur. Annað augnablikið — svo að segja — gátu menn grætt stórfé, hitt augnablikið tapað öllu, sem þeir áttu til og meira til. Einhver mesta hættan, sem yfir síldar- útgerðinni vofði þá, var, að of- mikið veiddist. Þá mátti eiga víst verðhrun á síldarmarkað- inum. Af þeim mönnum, sem að staðaldri fengust við síldarút- gerð á árunum áður en síldar- salan var skipulögð og síldar- verksmiðjur ríkisins reistar, var Ingvar einn þeirra fáu er stóðst áföllin og aldrei gafst upp. En oft „gaf á bátinn“ hjá honum eins og öðrum, og lítill tími mun þá hafa verið til draumsjóna, því að fast þurfti að halda um stjórnvölinn og neyta allra krafta og athygli, ef komast skyldi hjá kollsiglingu. En tak- markið gleymdist þó aldrei, og strax þegar tóm gafst og ró- legri tímar komu, var stórbýlið keypt. Ingvar Guðjónsson hafði nú í allmörg ár verið eigandi jarðarinnar Kaupangs við Eyja- Allt svart Laxness virðist hafa orðið vel ágengt í að láta aðdáendur sína sjá aðeins dekkstu hliðina á sveitafólkinu og kjörum þess. Þegar einhver úr hópi „komma“ tekur sér penna í hönd til þess að minnast á sveitalífið, þá er eins og ekkert sjáist nema verri hliðin. Nú undanfarið hefir Þjóðvilj- inn verið að birta verðlaunarit- gerðir, sem lýsa „degi á vinnu- stað“. Síðasta af þessum rit- gerðum, sem ég hefi séð, er eftir eina geðþekka Reykjavíkur- konu, sem hefir verið í kaupa- vinnu á sveitabæ. En allt er þar með því allra versta, sem gerist: Veðrið sífelld kalsarign- ing, en þó rakað langan vinnu- dag; maturinn lélegur, kaffið aðeins volgt, engjarnar blóð- snöggar og blautar, svo að hest- ur snúningadrengsins liggur fastur í þeim. Étið úti, án skjóls; vinnukonan, (sem alltaf hefir verið í sveitinni) tekur í nefið; kaupið sáralágt, kaupakonurnar látnar sofa saman í einu rúmi. Og svo er kjötinu af fénu, sem er verið að reita saman fóð- ur handa, hent, þegar búið er að gjalda með því úr ríkissjóði o. s. frv. o. s. frv. Það er eins og í ýmsum sög- um Laxness, allt tínt saman er finnst af því versta, sem til er. Og svo eiga ókunnugir að fá mynd í huga sinn af sveitalíf- inu eins og það er. Það er ekki verið að minnast á rennislétt tún, sem breiða á sér tvisvar á sumri, sláttuvél- ar, rakstrarvélar, björt og rúm húsakynni. En þetta er víða orðið algengt í sveitum. Og því síður er minnst á glatt og félags- legt fólk, sem gengur að hey- skapnum á sólbjörtum sumar- dögum með sívaxandi vinnu- gleði eftir því sem hækkar í hlöðunum af grænu, ilmandi heyi. Sá, sem þetta skrifar, er ekki meðal þeirra, sem fordæma menn fyrir að þeir eru „kommar". En ég held ,að þeir séu að gera illt verk þjóð sinni og landi, að vera stöðugt að níða niður sveitafólkið, störf þess og stríð við að byggja landið. Margt sveitafólk leysir mjög myndarlegt lífsstarf af höndum. Þótt erfiðleikar séu oft mikl- ir í sveitinni, þá „fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði.“ Og það mega „komrnar" vita, þótt hlutskipti ýmsra sé að búa í bæjunum, taka þeir undir af alhuga með skáldinu: „Þá er það bóndabærinn, sem ber af öllu þó“. Kári. fjörð. Árni bróðir hans hefir að vísu haft bú og jörð á leigu, en mestu mun Ingvar sjáifur hafa ráðið þar um hina stórfelldu ræktun og búskaparfram- kvæmdir. Hefir hann og átt þar heimili og verið þar langdvöl- um, einkum hin síðustu ár, og jafnvel gengið að heimilisverk- um eftir því sem heilsan hefir leyft. „Þetta veitir mér mesta ánægju“, sagði hann eitt sinn í fyrrasumar, er talið barst að ræktun hans í Kaupangi. „Ég hefi eiginlega aldrei verið veru- lega hneigður fyrir önnur störf, né haft ánægju af þeim“. Þeir, sem kynntust Ingvari nokkuð, munu hafa orðið þess varir, að hann hafði mikinn á- huga fyrir öllum mannúðar- og menningarmálum. Stórgjöfull var hann og manna hjálpsam- astur við sjúka og fátæka, og vitnaðist þó fæst af því, því að það fór hann dult með. Orð var á því gert að Ingvar hefði óvenjulega sterka ættar- kend og það rómað, hve ástrík- ur sonur hann hefði verið, góð- ur bróðir og umhyggjusamur faðir. En þessi sterka ættrækni hans.náði reyndar langt út yf- ir þessa orðs venjulegu merk- ingu. Sonarkærleikur hans náði ekki aðeins til föður hans og móður, heldur til alls íslenks sveitalífs, til íslenzkrar gróður- moldar, til „langholts og lyng- mós“. Bróðurræktarsemin var ekki aðeins bundin við systkini hans. Hún náði til allar íslenzk- ar sveitaalþýðu. Sjálfur vildi (iiiftrím Björnsdóttlr frá Kornsá; Ingvar Guðjónsson F. 17. júlí 1888. — D. 8. desember 1943. Ingvar Guðjónsson hefir um langt skeið gnæft svo hátt á sviði útgerðarinnar og þó sérstaklega síldarmálanna, að hann er löngu landskunnur, og hugur margra mun nú við burtför hans hvarfla til ýmsra atburða úr hans athafnasama æviferli. Menn vita, að hann hefir nú um hálfan þriðja tug ára rekið umfangsmikla út- gerð og verið allmörg síðustu árin stærsti síldarsaltandi landsins. Að hann hefir verið brautryðjandi í nýjum síldar- verkunaraðferðum og fremstur í flokki að afla nýrra markaða og sölusambanda fyrir síldaraf- urðir. En þó er það svo, að þeir sem þekktu Ingvar Guðjónsson ekki að öðru en því, er við kom þeim málum, þekktu hann í raun og veru alls ekki, því að hann átti sér aðra drauma og önnur kærari hugðarmál, sem oft vannst reyndar lítill tími til að sinna, en voru þó vandlegast geymd í hugarfylgsnum hans og af mestri alúð varðveitt. Ingvar Guðjónsson var af gáfaðri og duglegri vestur-hún- vetnskri bændaætt. Foreldrar hans byrjuðu búskap með svo að segja tvær hendur tómar, en ómegð hlóðst ört á þau. Ingvar var annað í röðinni af 8 börnum þeirra. Það má nærri geta, að börnin urðu fljótt að læra að bjarga sér sjálf og vinna fyrir sér. 12 ára gamall var Ingvar 1 ráðinn smali og léttadrengur að Breiðabólstað í Vatnsdal. Um haustið fór hann í Vatns- dalsrétt og var láttnn hjálpa til við fjárrekstur. Sjálfsagt hefir hann háttað dauðuppgefinn um kvöldið, en samt dreymdi hann um jarðirnar í Vatnsdal, um stóra, samfellda engjabreiðu, sem blasti við þegar kom fram hjá Hnjúki, vel ræktuð tún og reisulega bæi viðast hvar. Þess- ir draumar endurtóku sig oft síðar, bæði í vöku og svefni. Athafnalífið bættist við og sjálfur varð hann þátttakandi í störfunum á stóru drauma- býlunum sínum og smám sam- an stjórnandínn. Rösklega var þá gengið að jarðabótunum, tún stækkuð og girt, sáð í garða, bæir og peningshús byggð. En alls staðar ríkti vinnukapp og vinnugleði. Þar unnu starfs- menn glaðir og prúðir, eins og stóð í kvæði H. Hafstein, sem hann lærði um þær mundir. - En brátt komu áhyggjurnar út af því, hvernig hægt væri að láta draumana rætast. Hvernig gat fátækur drengur eignast stóra jörð, margar kýr, hesta og kindur og allt annað, sem til búskapar þurfti? Nokkru var

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.