Tíminn - 19.02.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.02.1944, Blaðsíða 4
76 TÍMINN, langardagiim 19. febr. 1944 19. l»latf IJR BÆBÍUM Góð skemmtun. í fyrrakvöld héldu Framsóknarfélög- in í Reykjavík skemmtisamkomu í Sýningaskála myndlistarmanna. Var þar spiluð Framsóknarvist, ræður flutt- ar, sungið og dansað. Á fjórða hundrað manna var á samkomunni, og var það eins margt og húsrúm frekast leyfir. Fjölda mörgum varð að neita um inn- göngu og þar á meðal mörgu ágætu Framsóknarfólki, sem ekki hafði gætt þess, að tryggja sér aðgöngumiða. Sam- koman hafði hvergi verið auglýst, nema sagt var frá henni í bæjarfréttum Tím- ans. Þessar samkomur Framsóknar- félaganna þykja einhverjar þær beztu skemmtanir, sem völ er á í Reykjavík. Einkennast þær af léttu fjöri og heil- brigðri lífsgleði, meira en dýrum „pró- grömmum," sem menn una sér þó mis- jafnlega við á mörgum öðrum skemmt- unum. Trúlofanir. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Sigríður Sveinsdóttir, Langholti Meðallandi og Sigurjón Pálsson, bóndi Söndum, Meðallandi. Siðastliðinn laugardag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Selma Kaldalóns (Sigvalda Kaldalóns, læknis) og stud. med. Jón Gunnlaugsson frá Bakkafirði. Erlent yfirlit. * (Framh. af 1. síðu) miklu fleira sameiginlegt með Pólverjum en frændum sínum í Rússlandi. Rússar hafa nýlega gert Pól- verjum það tilboð, að vísu ekki formlega, að þeir muni geta sætt sig við svonefnda Cursons-línu, en það er landamerkjalína milli Rússlands og Póllands, sem brezk sérfræðinganefnd gerði tillögur um í sambandi við frið- arsamningana 1918. Þessi lína var mjög dregin af handahófi og samkvæmt henni myndu tvær stórborgir og náliggjandi héruð, sem að allra dómi eru viðurkennd hreinpólsk, lenda innah rússnesku landamær- anna. Er hér átt við Vilna og Lemberg (Lwow). Pólska stjórnin í London svar- aði þessu tilboði Rússa ekki með öðru en því, að hún óskaði eftir milligöngu Bandaríkjastjórnar í þessum málum. Bandaríkja- stjórn lýsti sig reiðubúna til að takast þetta á hendur. Rússar brugðust þá mjög illa við, sögðu pólsku stjórnina fasistiska og mundu þeir því ekki virða hana viðtals. Mál þessi hafa mjög verið rædd í blöðum Bandamanna, einkum Ameríku. Amerísku blöðin draga yfirleitt taum Pól- verja. Þan sýna fram á, að Pól- verjar eigi mjög um sárt að binda í viðskiptum sínum við Rússa. Rússar notuðu sér neyð Pólverja til að ráðast á þá, þótt þeir þyrftu til þess að rjúfa hlut- leysissamning, og tóku síðan helming lands þeirra. Þar næst fluttu þeir alla helztu forustu- menn Pólverja til Síberíu og er viðurkennt, að nokkur hundr- uð þúsund Pólverja hafi verið fluttir burtu á þann hátt. Þá nota Rússar það tilefni til að rjúfa stjórnmálasamband við pólsku stjórnina, er þeir tóku upp eftir að þýzk-rússneska stríðið byrjaði, að hún óskaði eftir hlutlausri rannsókn á sögusögn Þjóðverja um dráp Rússa á pólskum liðsforingjum. Pólverjar eru fyrsta þjóðin, sem greip til vopna gegn yfir- gangi nazista, og sú þjóð, sem reynt hefir mestar hörmungar í styrjöldinni. Meðal allra lýð- ræðisþjóða er það viðurkennt, að Pólverjar verðskuldi því að fá hlut sinn réttan eftir stríðið, og Pólverjar muni líka gera fulla kröfu til þess, hvort heldur þar eiga hlut að máli þýzkir eða rússneskir yfirgangsseggir og ójafnaðarmenn. Bókahálkur. (Framh. af 2. síðu) skemmu Halldórs Jónassonar við Klapparstíg. Munu þó tals- verð brögð hafa verið að van- skilum á einstökum heftum þess, eins og nú gerist um póst- sendingar yfir Atlantshafið. Kvenregnfrakkar Karlmannaregnfrakkar Unglingaregnfrakkar Tvöfaldar kápur. II. TOFT Skólavörðustig 5. Sími 1035. Þróun íslenzkra félagsinála. (Framh. af 2. síðu) ar . í fámenni tóku að skýrast. Þessi félög urðu svo fámenn, að þau urðu lítt starfhæf, ef hver maður fór aðeins í eitt eða tvö félög, sem höfðu hans heitustu áhugamál á dagskrá. Á þessum fámennu stöðum urðu allir að vera alls staðar, ef nokkuð átti að ganga, og þá varð enginn allur nokkurs staðar. Dreifing áhugans varð jafnvel enn meiri en áður, og öll félagsstarfsemi fram úr hófi tímafrek og þreyt- andi. Deyfð og áhugaleysi hefir lagzt yfir félagslíf unga fólks- ins víða um land. í hverjum bæ og sveit á landinu er aragrúi fé- laga, en flest aðeins nafnið tómt, og flestir venjulegir menn reyna ekki að hafa tölu á öll- um þeim félögum, sem þar eru meðlimir í. Það er kraftaverk, ef það tekst að koma á fundi, og sum félögin láta ekki á sér bæra árum saman. Þannig hefir þessu farið fram um hríð. En ég er viss um, að sú stund nálgast, að mörgum verð- ur ljóst, að þessi þróun er ekki alls kostar heppileg fámenni lands okkar. Við þurfum ekki annað en skyggnast inn á svið atvinnulífsins til þess að finna nærtæka skýringu. í fjölmenni verður víðtæk starfsskipting möguleg, en í fámenninu verður hún það ekki til neinnar hlítar. Þar sem fólkið er fátt, en verk- efnin mörg og margvísleg, verð- ur hver og einn að vera liðtæk- ur á fleira en eitt. Hinu sama gegnir um félagsmálin. Við höf- um stigið of langt og sniðið okk- ur stakk, sem er ekki við hæfi. Við verðum að hverfa aftur til meiri sameiningar í félagsmál- um, a. m. k. á hinum fámenn- ari stöðum. Unga fólkið á hverj- um þessara staða verður að sameinast í einu aðalfélagi og vinna saman að hinum marg- vislegu málefnum og hætta að láta óheppilegar fyrirmyndir frá höfuðstaðnum leiða sig á glapstigu. Ef einhverjir vilja vinna sér- staklega að ákveðnum málum, eiga þeir að stofna áhugahóp innan þess félags (skautahóp, skíðahóp, sönghóp, ferðahóp o. s. frv). Með þessari skipan mætti e. t. v. halda einhverju af kostum greiningarinnar, en öðlast um leið aukið afl sam- takanna til framdráttar þeim fjölmörgu nytjamálum, sem allir eiga sameiginleg. Það er aúðsætt, að ung- mennafélögin og saga þeirra gefa bezta leiðsögu í þessum efnum. Þar er'að finna klæði og snið hins nýja stakks. Þau verða að ná vexti og viðgan'gi á ný, að- eins með þeim breytingum, sem breyttar aðstæður krefjast. Á- hugi er þegar vaknaður um þessi mál víða um land og hann hef- ir greinilega komið í Ijós í verki í auknu starfsfjöri ungmenna- félaganna. Þess er að vænta, að framhald verði á því, og brátt aukist félagslífi unga fólksins festa og öryggi, og þar geti þeir, sem nú ugga um framtíð ís- lenzku þjóðarinnar, lesið heill í lófa. Maðurmii o$> moldin. (Framh. af 3. síðu) skáldanna okkar, ef þau hefðu ekki fyrst og fremst verið börn moldar og gróandi náttúru. Við barm hinnar tignu íslenzku sveitanáttúru hefir þessi þjóð grátið og hlegið í þúsund ár eins og Áslaug í hörpu Heimis. Ég held að flóttinn frá mold- inni hljóti að vera stundarfyrir- brigði. Ég held að mannkynið sé fætt til að lifa fyrst og fremst af henni, og þó að andóf síðustu ára gegn flóttanum úr sveitun- um virðist lítinn árangur hafa borið, hefir það þá ef til vill verið markverðasti þátturinn í menningarbaráttu okkar hin síðari ár. Þéttbýlið getur átt sína menn- ingu og sínar björtu hliðar, en hin íslenzka sveit er þó sú taug, sem tengir okkur fastast við fortíð okkar og sögu, og sú taug má aldrei bresta. Þungamiðja þjóðlífs vors hefir í meir en þús- und ár verið í sveitunum. Það verður aldrei aftur, en heilbrigt jafnvægi á milli strjálbýlis sveit- anna og þéttbýlis kaupstaðanna er þessari þjóð lífsnauðsyn, ef til vill fremur öllum öðrum þjóð- Á bolludagínn eiga . 1. W. BOLLIJR úr fiskí að vera á livers manns diski Fást í næstu búð liðnrsuðnverksiiiiðja 8. 1. F. Myndasafn barna og ung'linga og flciri iii*kli|i)>iir iir blöðum. Þeir bóksalar út á landi, scm vildu fá bók GAMLA <>—<.. | Frú Mínívcr « Með flóðínn (Mrs. Miniver). (Moontide). í Stórmynd tekin af Metro JEAN GABIN, Goldwyn Mayer. IDA LUPINI og Aðalhlutverkin leika: CLAUDE RAINS. GREER GARSON. Sýnd kl. 5, 7 og 9. WALTER PIDGEON. TERESA WRIGHT. Sýning kl. 5: Sýnd kl. 614 og 9. ÆFINTÝRIÐ f BARÁTTAN UM OLÍUNA RAUÐARÁRDALNUM (Wildcat). . (Red River Vally). j RICHARD ARLEN, „Cowboy" söngvamynd I ARLINE JUDGE. með j Sýnd kl. 4. > • ROY ROGERS. Leikfélag Reykjavíkur ,91i smaladrengiir* Sýuing á morgun kl. 4,30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1.30 í dag. „Vopnfguðanna** Sýuing aiinað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag. Jörðin Víðímýrí í Skagaiírðí cr laus til ábúðar í næstu fardögum. Scmja ber við D AIVÍEL ðLAFSSON. Sími 5134. Loftvarnaæfing Loftvarnanefnd hefir ákveðið að loftvarnaæfing verði haldin sunnudaginn 20. febr. n. k. Er hér með brýnt fyrir mönnum að fara eftir gefnum fyrirmæl- um, og verða þeir sem brjóta settar reglur látnir sæta ábyrgð. Sérstaklega er alvarlega brýnt fyrir meðlimum hjálparsveitanna að mæta tafariaust við stöðvar sínar. Loftvarnanefiid. Iþcssa, tali við Þórð Þorsteinsson | Sími 3333. um. Þegar jafnvægið á milli hins þjóðlega og alþjóðlega raskast þannig, að allt hið þjóðlega hverfur í skuggann, er hætta á ferðum, og ef til vill meiri hætta en þótt hafís og Heklugos bættu enn einum kapítula við sögu okkar. „Fögur er Hlíðin, svo að mér hefir hún aldrei jafn fögur sýnzt, bleikir akrar, en slegin tún, og mun ég hvergi fara“. Sumir vilja halda því fram, að þessi orð Gunnars á Hlíðarenda hafi meir verið mælt af því, að hann vildi ekki hopa fyrir óvin- um sínum en af átthagaást. Ekki skal ég leggja dóm á þá söguskýringu, en nær er mér þó að halda, að hér háfi það enn verið tengslin við moldina, hina gróandi móður jörð, sem úrslit- unum réði. Þetta dularfulla ör- yggi, sem náttúrubarnið finnur í skjóli heimahaganna. Þetta afl, sem dregur Væringja allra landa heim til föðurtúnanna. Þau bönd virðast nú hafa slakn- að um stund, en á bak við þá grímu alheimsborgarans, sem flestum þykir nú fínt að bera, mun þó inn í vitund flestra ís- lendinga vaka eitthvað svipaðar kenndir og Stephan G. Step- hansson lýsir í einu af sínum fegurstu kvæðum: • Ég skil hví vort heimaland hjartfólgnast er: öll höppin og ólánið með, sem ættkvísl þín beið, rifjar upp fyrir þér hver árhvammur, fjallsströnd og vað, og það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt, þ'ar hreystiraun einhver var drýgð, og svo er sem mold sú sé man-ni þó skyld, sem mæðrum og feðrum er vígð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.