Tíminn - 04.07.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.07.1944, Blaðsíða 2
66. blað 262 \ . TÍMIM, þrigjndagiim 4. jiilí 1944 ^fíminri Þriðjjudatiur 4. jjúlí Hveroig skapaðist einingio í Bretiandi? Enskur blaðamaður lagði ný- lega þá spurningu fyrir kunn- an brezkan stjórnmálamann, hvernig tekizt hefði að skapa hina sterku brezku þjóðarein- ingu, sem einkennt hafi Breta á stríðsárunum. Svar hans kom fljótt og ákveðið: Brezka bylt- ingin. ^laðamaðurinn lét sér eigi skiljast þetta svar í fyrstu og spurði hvort sameiginleg erlend hætta ætti ekki mestan þátt í þjóðareiningunni. Slíkt hefði ekki sameinað okkur fremur en Frakka, svaraði stjórnmálamað- urinn. Þar var stéttahatrið svo mikið, að bæði sérréttindastétt- in og alþýðustéttin vanræktu að gæta sameiginlegra hagsmuna. Hér tókst okkur að fjarlægja stéttaandstæðurnar með brezku byltingunni. Hún skapaði þjóð- areininguna. Fleirum en blaðamanninum myndi vafalaust hafa þótt þetta svar kynlegt í fyrstu. Margir geta vart hugsað sér byltingu, án uppreisnar og blöðsúthellinga. Menn gæta þess ekki að hinar blóðugu stjórnarbyltingar, eins og þær sem tíðkast í Ameríku, eru oft og tíðum engar raun- verulegar byltingar, því að þær breyta fáu öðru en að valdhaf- arnir heita öðrum nöfnum en áður. Stjórnarfarið er óbreytt og sérréttindastéttin hin sama. Raunveruleg bylting er það, þegar farið er að stjórna eftir alveg nýjum stefnumiðum. Slík- ar byltingar gerast oft friðsam- lega og er því veitt minni at- hyggli en ella. Brezka byltingin er ein þeirra. Kunnur enskur rithöfundur, Hamilton Fyfe, hefir nýlega lýst brezku byltingunni á þá leið, að völdin hafi færst frá fésýslu- mönnum, iðjuhöldum og stór- kaupmönnum í hendur almenn- ings. Churchill hefir lýst henni með þeim orðum, að stéttamun- urinn væri að hverfa og þjóð- leg eining kæmi í stað hennar. Þetta hefir gerzt með þeim hætti, að brezka sérréttinda- stéttin hefir orðið að afsala sér mestu af forréttindum sín- um til auðsöfnunar og tak- markalítils athafnafrelsis, en hlutur almennings hefir eflst að sama skapi. í stað þess að ríkisvaldinu var áður beitt í þjónustu forréttindastéttarinn- ar fyrst og fremst, er því nú miklu meira beitt í þágu alþýðu- stéttarinnar og þjóðarheildar- innar. Stórgróðasöfnun hefir ekki verið leyfð, en kjör alþýðu- manna bætt svo, að þeir hafa aldrei safnað jafnmiklu sparifé og á stríðsárunum. Fésýslumenn og iðjuhöldar hafa ekki getað látið stjórnast af gróðavonum sínum, eins og áður, heldur hafa orðið að beygja sig fyrir þörfum heildarinnar. Alþýðustéttin hef- ir íundið það, sem hún fann ekki í Frakklandi, að styrjöldin er háð í þágu hennar og sigurinn geti orðið henni til enn meiri hagsbóta. Forréttindastéttin hefir fundið, að hún varð að fórna verulegu eða eiga það á hættu að missa allt. Þannig hef- ir brezka byltingin orðið til og skapað eina merkilegustu þjóð- areiningu sögunnar. Hér á landi er nú margt og mikið rætt um nauðsyn þjóðar- einingar,enda mun flestum ljóst, að framtíð hins endurreista þjóðveldis er meira en ótrygg, ef slík sundrung heldur áfram, sem nú á sér stað. Sundrung þessi er þó ekki neitt óskiljan- leg, þegar fordæmi Breta er haft í huga. Hér hefir þróunin stefnt í aðra átt en þar. Hér hefir stéttamunurinn verið að aukast, þegar stéttamunurinn þar hefir verið að minnka. Hér hafa risið upp voldugir stórgróðamenn, þegar stórgróðamönnum þar hefir fækkað og forréttindi þeirra hafa verið takmörkuð. Hér hefir verið að skapast jarð- vegur fyrir samskonar stétta- átök og sundurlyndi, sem varð Frakklandi að falli og veitir kommúnisma og öðrum öfga- Björgvin Guðmundsson, tónskáld: A íslenzk tónlíst engu hlutverki að gegna? Björgvin Guðmundsson, tónskáld á Akureyri, ræðir í þessari grein um það vanmat á hinni ungu, íslenzku tón- list, sem stundum gætir hér á landi. Bendir hann á, að öll ísienzk tónlist sé að vísu í vissum skilningi æskuverk, og þess sé í bezta lagi að vænta, að næsta kynslóð komist af æskuskeiði í þessu efni. En frumskilyrði þess, að svo verði, sé það, að íslenzkri tónmennt og tónverkum sé sómi sýnd- ur, í stað þess að láta þau grotna niður. „Hver þjóð verður stærst í því, sem hún-dýrkar mest,“ segir hann. Sennilega eru þeir færri en skyldi, sem í f-ullri alvöru og af réttum skilningi láta sér veru- lega annt um islenzka tónmenn- ingu, og fer það mjög að sköp- uðu, svo lítil rækt sem lögð hef- ir verið við að glæða áhuga og metnað þjóðarinnar í þessum efnum af þar tilheyrandi at- hafnavaldi og öðrum virkum að- iljum, svo sem skólum, útvarpi, og síðast en ekki sízt tónlistar- fólkinu sjálfu. En þrátt fyrir það hefi ég samt í hvivetna veitt því eftirtekt, að allur þorri íslenzkra útvarpshlustenda er miklu hrif- næmari fyrir íslenzkum tón- verkum en erlendum, ósjálfrátt og án þess að þar komi til greina nokkur verulegur þjóðármetn- aður eða skilningur á því, að ís- lenzk list er okkar meginstyrk- ur sem þjóðar, og að snilligáfan er það eina, sem megnar að gera smáþjóð að stórveldi í þess orðs beztu merkingu. Samt munu þeir ekki allfáir, sem komið hafa auga á þessi mikilsverðu sann- indi og sýnt trú sína í verkinu á ýmsan hátt. Um það vitnar fyrst og fremst hin lofsverða viðleitni löggjafarvaldsins til að hlynna að listiðju þjóðarinn- ar með fjárframlögum til lista- manna, og enda öðrum þeim hlunnindum, sem það hefir yf- ir að ráða. Auk þess hygg ég, að ekki sé með ljósi lýst að öllum þeim fjármunum, sem einstakir athafna- og atorkumenn hafa lagt fram í sama skyni, og mín reynsla er sú, að í hópi umsvifa- eða fésýslumanna eigi íslenzk listiðja flestum vinum að-fagna. En þeim mun furðulegra er tómlæti og athafnaleysi þeirra, sem bæði er það skylt og ætti þó að vera enn ljúfara að bera uppi tónmenningu vora. Það er hvorttveggja í senn spaugilegt og grátlegt, að þegar þjóðin sem slík finnur sig knúða til að taka sína frumskapandi listamenn dálítið hátíðlega, þá skuli túlkandi starfskraftar og aðrir athafnamiðlar viðkomandi listgreinar haga sér svo sem raun ber vitni. Ég hefi marg- sinnis deilt á forustu og starfs- stefnum hin ákjósanlegustu starfsskilyrði. Reynsla okkar sjálfra og reynsla Breta seinustu árin ætti að geta vísað okkur hina réttu leið, ef við viljum skapa sanna þjóðareiningu. Hún er sú að láta stéttamuninn hverfa sem mest og stjórna með almenna vel- megun fyrir augum. Slíkt verður ekki gert meðan leyfð er mikil auðsöfnun einstaklinga, því að hún verður alltaf til þess, að ein- hverjir aðrir bera minna úr být- um en þeim ber. Slíkt verður ekki heldur gert, nema ríkið hafi forustu um að fjármagnið og vinnuaflið sé skipulagt eins og heildinni kemur það bezt. Héí er stærsta verkefni þeirra, sem vilja skapa sanna þjóðar- einingu. Hinir nýríku stórgróða- menn hérlendis þurfa að sýna sama þroska og hin rótgróna brezka forréttindastétt. Meðan þeir vilja engu fórna getur eng- in sönn þjóðareining átt sér stað, því að sá tími er liðinn, að bændur og verkamenn færi fórnirnar einir, en hins vegar munu þeir ekki láta sinn hlut eftir liggja, ef stórgróðamenn- irnir ætla að leggja sinn skerf til þjóðareiningarinnar. Það eru því stórgróðamennirnir, sem nú veltur einna mest á, hvort hægt sé að skapa þjóðareiningu. Þ. Þ. háttu tónlistarmálanna, og kannske ekki með öllu að árang- urslausu, a. m. k. hvað útvarpið snertir, en aldrei hefi ég þó verið virtur svars af viðkomandi aðiljum. Þeir kalla það, trúi ég, „að blása a andstæðinginn“, að þegja allar aðfinnslur fram af sér, og má það kannske til sanns vegar færa. Það sama gera að sögn fleiri í þrotvörn, þegar engrar undankomu er auðið. Og svo getur farið hér fyrr en varir, þvi að það eru líka takmörk fyr- ir jafnvel íslenzkri óþjóðrækni og minnimáttarkennd. Þeir eru góðu heilli fleiri en ýmsa grun- ar, sem hnjóta um endemi eins og t. d. það, þegar kórar og aðrir framberendur listarinnar aug- lýsa það sem eins konar agn að hljómleikum sínum, að það verði ekkert íslenzkt lag haft um hönd. Slíkur gikksháttur yfir- stígur svo langsamlega óspillt- an og heilbrigðan hugsunarhátt, að hann hlýtur að vekja á sér meiri og minni andúð og fyrir- litningu. Því að það fer oftast svo, að hroki og kotborgarahátt- ur er kominn á það stig að hætta alveg aö sjást fyrir, að sú lítilsvirðing, sem öðrum var ætl- uð, leitar heim til föðurhúsanna. Enda þótt framangreind aug- lýsing og hliðstætt athæfi virð- ist fyrst og fremst vera fram komið til að láta skína i litils- virðingu hlutaðeiganda i garð ís- lenzkra tónskálda, felst raunar í henni skýlaus sjálfs-van- traustsyfirlýsing þess eðlis, að kórinn, 'söngvarinn, spilarinn eða hver helzt, sem hlut á að málum, telji sig ekki hafa neitt nýtilegt að segja, engan boðskap að flytja sem fulltrúi nokkurs nýtilegs málefnis, að hann, hún, þeir eða þau hafi ekkert fram að bera annað en innantómt og einskisvert granabrak og fimb- ulfamb. Það skipti þess vegna engu máli, hvaða þvætting það leggi sér til munns, ef það ein- ungis geti komið honum nokk- urn veginn áheyrilega út úr sér. Að hér er ekki farið með stað- leysu má m. a. marka af þvi, hversu gjarnt túlkandi listafólki okkar, einkum þó söngvurum, er til að jagast aftur og aftur á sömu viðfangsefnunum, sem hver virðist apa eftir öðrum, þar til allir eru orðnir bæði þreyttir og leiðir á, jafnvel lögum, sem fögur eru, hvað þá hinum, og það enda þótt tiltölulega fáum hafi enn lærzt að gera greinar- mun á raddmanni og söngvara, sem er þó öldungis sitt hvað. En út í það skal ekki farið að þessu sinni. Þótt við sláum því föstu, að við séum að sjálfsögðu ríkari af raddfólki en söngvurum, þá skaðar dálítið sjálfsálit í þeim sökum ekki neitt, síður en svo. En það er sjálfsvirðing og hugs- unarháttur þeirra, sem fást við sjálfstæða listtúlkun, sem verður að taka gagngerðum breyting- um, hvort heldur sem um er að ræða söngvara, hljóðfæraleik- ara, söng- eða hljómsveitar- stjóra o. s. frv. Hlutverk þessa fólks er alveg hið sama gagn- vart tónlistinni og hlutverk bók- menntamannanna gagnvart orðsins list, það er til þess kjör- ið að matbúa, ef svo mætti að orði kveða, og bera á borð fyrir þjóðina það af listiðju hennar, sem einhver fengur er í. En til þess að inna slíkt hlutverk af hendi þarf viðkomandi að leggja annað og meira í sölurnar en að herma eftir útlendum hljóm- plötum eða einhverju starfs- systkina sinna, þegar hann eða hún tekur á því lítillæti að hafa íslenzkt lag um hönd. í fyrsta lagi verður hann að viða að sér öllu, sem hann getur, jafnskjótt og til þess næst, og síðan að hug- festa fordómalaust og tileinka sér eftir föngum sérhvert við- fangsefni, áðun en hann eða hún ber það á borð fyrir tilheyr endur sína. Túlkandi listafólk vérður að hugsa og starfa sjálf stætt og hlutdrægnislaust og með fullveðja ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart sjálfu sér, list- inni og þjóðinni, því að túlkun- argáfan er hvort tveggja í senn stórbrotinn og áhrifavænn menningarþáttur í þjóðfélaginu. Á þetta hefir Hallgrímur Helga- son tónskáld réttilega bent í pijög þakkar- og athyglis- verðri grein um samsöng karla- kórsins „Fóstbræður“, sem birt- ist í Alþýðublaðinu 15. apríl síðasta árs. Væri vel að sem flestir tækju í sama streng eða létu a. m. k. uppi skoðanir sín- ar og hugarfar í þessum efnum, hverjar sem þær annars kynnu að vera. Það mundi gefa frekara tilefni til viðræðna, og þær eru næring og líftaug hvers mál- efnis en þögnin hins vegar svelta og dauði. Þar sem ég hefi nú deilt á hugarfar og athafnir listtúlk- andi stéttarinnar, eins og það kemur mér fyrir sjónir, og jafn- framt bent á, hvernig það ætti að vera, og með því ennfremur að ég get búizt við því, að ýmsir leggi mér það út sem sjálfbirg- ingslega gremju í garð marg- nefndra aðilja, þá finnst mér bæði sanngjarnt og raunar líka nauðsynlegt að gera einnig grein fyrir því viðhorfi, sem snýr að listiðjú hinna frumskapandi listamanna, með því líka, að það varpar víðfeðmari hugsýn yfir málefnin í heild. Leyfi ég mér í því sambandi að birta hér kafla úr bréfi, sem ég skrifaði góð- vini mínum og starfsbróður, mikilsmetnum hæfileikamanni á tónmálasviðinu, haustið 1938, eftir að við höfðum talazt við. Geri ég það meðfram vegna þess, að bréfkaflar þessir varpa nokkru ljósi yfir hugarfar mitt, eins og það var þá fyrir fimm árum, og eins og það er enn. Að öðru leyti þurfa þeir engrar skýringar við, nema hvað kant- ata sú, sem þar er minnzt á, er helgikantata mín „Til komi þitt ríki“. Var mikill hluti hennar sunginn í útvarp fyrsta vetr- ardag þá um haustið af út- varpskórnum undir stjórn Páls ísólfssonar. Bréfkaflarnir eru á þessa leið: .... „Þá vil ég bróðurlegast leitast við að gera þér grein fyr- ir sannfæringu minni í því máli, sem við ræddum um, sem sé tón- listarstarfi útvarpsins, og hvers vegna ég hefi deilt á það. Hvöt mín til afskipta af þessum mál- um stafar óefað að einhverju leyti af eigin-áhuga, en þó enn meira, að því er ég bezt fæ skil- ið, af þjóðerniskennd minni, sem mun vera í sterkara lagi. Og skoðanir mínar á þessum mál- um, og raunar öllum öðrum, er þjóðina snerta, byggjast alger- lega á þeirri líffræðilegu stað- reynd, að hver þjóð verði stærst í því, sem hún dýrkar mest. Sú þjóð, sem dýrkar hermanninn, verður hernaðarþjóð, sú, sem dýrkar athafnamanninn, verður hagsýn og auðug athafnaþjóð, sú, sem dýrkar vísindamanninn, verður raunsæ og athugul vís- indaþjóð, og sú, sem dýrkar listamanninn, verður hrifnæm og dulúðug listaþjóð o. s. frv. Eðli lífsins er að sækja upp og fram, en eðli einstaklingsins er að sækja þangað, sem kallað er „upp á við“ á þessum og þess- um tíma og hjá þessari og þess- ari þjóð, þ. e. a. s. að sækjast eftir því, sem aflar honum trausts og virðingar. Þess vegna er það helgasta gæfa hverrar þjóðar, að hún dýrki lífræn og (Framh. á 3. s'.lu) Bókabálkur Tíminn hefir að undanförnu gert sér far um að gcta þeirra íslenzku bóka, sem út koma og blaðinu hafa verið sendar til umsagnar. Mun svo verða framvegis. Meðan bókaútgáfa er jafn gífurleg sem nú, en rúm blaðsins mjög takmarkað, geta menn þó ekki búizt við löngum og ýtar- legum greinum um hverja einstaka né viðamiklum, riik- studdum bókadómum. Bókanna verður aðeins getið í til- tölulega stuttu máli, svo að fólk geti gert sér grein fyrir efni þeirra og ágæti og haft það til hliðsjónar við bóka- val og bókakaup. ÚR BYGGÐUM BORG- ARFJARÐAR. Síðustu þrjár vikurnar hefir komið út mikið af bókum, sumar hinar eigulegustu. Meðal þeirra bóka er „Úr byggöum Borgarfjarðar“ eftir fræðaþulinn Kristleif Þorsteins- son á Stóra-Kroppi, er getið var fyrir nokkru hér í blaðinu, að koma myndi út innan skamms á vegum ísafoldarprentsmiðj u. í þessari bók er allt það, sem áður hefir verið prentað eftir Kristleif, nema þættir hans í Héraðssögu Borgarfjarðar, og auk þess ýmislegt, sem ekki hefir áður birzt almenningi. Þetta er stór bók, 21 önk i vænu broti, búin mörgum mynd- um af merkisfólki úr byggðum Borgarfjarðar og ýmsum fögrum og merkum stöðum í héraðinu: Annaðist Þorsteinn Jósepsson myndavalið. Eru flestar mynd- anna teknar af honum sjálfum. Að öðru leyti er bókin búin und- ir prentun af Þórði Kristleifs- syni kennara á Laugarvatni, syni höfundar, er hefir mjög vandað verk sitt. Prófarkalest- ur er til dæmis sérstaklega góð- ur, eftir því sem gerist um ís- lenzkar bækur. Hér verður ekki rakið efni bókarinnar, enda hvort tveggja, að ritstörf Kristleifs eru þjóð- kunn og væntanlega meira um þetta efni ritað hér í blaðið síðar. LÆKNAR Á ÍSLANDI. „Læknar á íslandi" heitir stórt rit, sem skrifstofa land- læknis hefir látið semja, en Sögufélagið gefið út. Höfundar þess eru Lárus H. Blöndal bóka- vörður og Vilmundur Jónsson landlæknir. f formála þess er gerð grein fyrir því á þenna hátt: „Rit þetta er í þrem höfuð- köflum og hefst á inngangi, sem er yfirlit um lækna, lækna- fræðslu og læknaskipun á ís- landi frá upphafi til vorra daga. Annar kafli og meginefni rits- ins, er sjálft læknatalið. En í þriðja kaflanum eru ýmsar skrár til fyllri skýringar og viðauka. í inngangi hefir verið leitazt við að nefna nöfn sem flestra hinna kunnustu manna, sem hér á landi hafa borið læknisheiti eða verið kenndir við læknis- störf, án þess þó að eiga heima í sjálfu læknatalinu, eins og því er stakkur skorinn.... Annar kaflinn, sjálft lækna- talið, nær yfir tímabilið frá því að lærðir læknar koma fyrst til sögu hér á landi og til ársloka 1943.....Með lærðum læknum er hér átt við háskólalærða menn í læknisfræði og sérlærða til læknisstarfa...Hinn fyrsti lærði læknir samkvæmt þessu er talinn séra Þorkell Arngrímsson í Görðum á Álftanesi (1629— 1677). Mundi læknatalið því hefjast á honum, ef raðað væri eftir aldri og ekki hefði verið gerö undantekning um einn mann miklu eldri, Hrafn Svein- bjarnarson á Eyri (um 1170— 1213), sem fenginn er heiðurs- sess í alþj óðalæknatölum og ekki þótti hlýða, að niður félli úr íslenzku læknatali.... Þriðji og síðasti kafli ritsins hefir að geyma námsskrár lækna þeirra, er getur í læknatalinu, en síðan yfirlitsskrár um lækna- skipun og þjónustu embætta landlæknis og héraðslækna á íslandi frá fyrstu tíð. Ennfrem- ur skrár um lækningaleyfi og sérfræðingaleyfi og ýmsar skrár aðrar til íyllri skýringar og við- auka. ... .“ Um hvern lækni er, auk nafns, fæðingar- og dánardags og árs, getið ættar, náms og prófa, lækningaleyfa, starfs- og embættisferils, ' aukastarfa, heiðursmerkja, ritstarfa og hjú- skapar. Myndir fylgja af öllum þeim læknum, sem myndir fengust af. — Alls er bókin nær 32 arkir. SUMAR Á FJÖLLUM. ísafoldarprentsmiðja hefir ný- lega gefið út aðra útgáfu af „Sumri á fjöllum" eftir Hjört heitinn Björnsson frá Skála- brekku. Hjörtur heitinn var ötull og glöggur ferðamaður, gæddur ríkri ást á náttúrunni og mjög fróður um sögu, jarðfræði og fleira það, sem gefur landinu nýtt líf og inntak í augum ferðamannsins. En honum varð ekki langra lífdaga auðið. Hann lézt, maður á bezta aldri, nú fyrir fáum árum. En þótt hann yrði ekki gam- all maður, entist honum aldur til þess að skrifa bók, „Sumar á fjöllum“, sem er komin út í ann- arri útgáfu. Eins og nafnið bendir til eru þetta f-rásagnir um ferðalög og dvöl höfundar á fjöllum uppi, og er ofið inn í þær margs konar sögum og sögnum á skemmtilegan hátt. Er stíll Hjartar mjög lipur og léttur og þó þróttmikill og hressilegur. Mun margur fróðari en áður eftir að hafa lésið þessa bók. Meðal annars er þar lýst ferðalögum og dvöl á Kaldadal, Arnarvatnsheiði, Kili, Langa- vatnsdal, Landmannaafrétti, af- rétti Hreppamanna, í Þjórsárdal og Öskju. Það var skaði mikill, að Hirti skyldi ekki Verða lífs auðið, jafn fjölhæfum manni. JULES VERNE OG COOPER. Bókfellsútgáfan lætur allmik- ið að sér kveða, af nýju fyrir- tæki að vera. Nú síðustu daga^ hefir hún sent frá sér tvær bæk-" ur, báðar þýddar. Heitir önnur r,Leyndardómar Snæfellsjökuls" eftir Jules Verne, en hin „Njósn- arinn“ eftir J. F. Cooper. Jules Verne er heimsfrfegur franskur rithöfundur og var uppi á 19. öldinni. Hér á landi er hann kunnastur fyrir bók sína „Umhverfis jörðina á átta- tíu dögum.“ Allar bækur hans segja frá miklum ævintýrum og mannraunum og hafa þær því löngum verið eftirsóttar til skemmtilesturs. „Leyndardómar Snæfellsjökuls,“ eða „För í iður jarðar,“ eins og hún heitir í er- lendum útgáfum, er af þessu tagi. Hún lýsir för þess, sem sög- una segir, og förunauta hans niður um gíg Snæfellsjökuls og ofan í undirdjúpin og öllu því, sem fyrir þá ber í þeim leiðangri, sem hvorki er fátt né smátt. Fylgdarmaðurinn er íslending- ur, ódeigur karl, sem ekki lætur að sér hæða. Fleiri íslendingar koma við sögu. En eins og að líkum lætur er margt missagt og rangfært í lýsingum á landi og þjóð, þar sem í hlut átti mað- ur af framandi þjóð, sem ekk- ert- þekkti hér til af eigin raun. — Bókin er þýdd af Bjarna Guð- mundssyni. Hin bókin, „Njósnarinn“, er eftir James F. Cooper, amerísk- an rithöfund, sem meðal annars hefir ritað „Síðasta Móhikan- (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.