Tíminn - 01.08.1944, Side 2

Tíminn - 01.08.1944, Side 2
294 74. blað Þriðjudaffur 1. áyúst Eíga Kroppínskeggi eða Kolur að ná vígi í Almannagjá? Þegar eftirmál Njálsbrennu komu til Alþingis, höfðu báðir aðilar liðsafnað mikinn og kom til orustu, er orðið hefði hin mannskæðasta, ef eigi hefði not- ið við forsjár góðra manna og þó fyrst og fremst Snorra goða. Hann fylkti liði sínu þannig, að Flosi og menn hans náðu eigi til vígis í Almannagjá og þegar hann hafði hindrað, að bardag- inn bærist þangað, gekk hann á milli, ásamt fleiri góðgjörnum höfðingjum, og stillti til friðar. Njáls saga getur þess sérstak- lega, að Flosi hafi kallað til Snorra, er hann stöðvaði för hans í Almannagjá: „Hvárt veld- ur þú því, er vér ‘megum eigi sækja til vígis í Almannagjá?“ Snorri svaraði: „Eigi veld ek því, en hitt er satt, at ek veit hverir valda, og mun ek segja þér, ef þú vill, að þeir valda því Þor- valdr kroppinskeggi og Kolur.“ Þeir höfðu báðir verið í liði Flosa og höfðu verið hinir verstu ill- ræðismenn. Þegar lesnar eru hinar þungu ásakanir i garð Framsóknar- flokksins, sem iðulega birtast í blöðum Sjálfstæðismanna og kommúnista, verður vart kom- izt hjá þeirri hugsun, að þeim sé eigi ósvipað innanbrjósts og Flosa, er hann kallaði til Snorra goða á Þingvöllum forðum. Sterk ustu öfl beggja þessara flokka vilja sækja til vígis í Almanna- gjá þjóöarhagsmunanna, en sú sókn þeirra hefir hingað til ver- ið stöðvuð af Framsóknarflokkn- um, sem gegnt hefir hlutverki Snorra goða í íslenzku stjórn- málalífi seinustu áratugina. Engínn getur sagt með vissu, hver áhrif það hefði haft fyrir afdrif íslenzku þjóðarinnar, ef komið hefði til blóðugustu átaka íslandssögunnar milli flestra að- alhöfðingja landsins út af eftir- málum Njálsbrennu. Það er sannarlega ekki ólíkleg tilgáta, að forsjá og milliganga Snorra goða og fylgismanna hans hafi þá bjargað hamingju íslands í næstu tvær aldir. Þá fyrst hófst óhamingja íslendinga og niður- læging, þegar þeim brást forsjá slíkra manna, er voru nógu öfl- ugir til að ganga á milli öfga- mannanna og jafna deilurnar með drengskap og réttsýni. Án slíkra manna og slíkrar forsjár fær ekkert þjóðfélag staðizt. Framsóknarflokkurinn hefir valið sér það hlutverk, að vera hinn frjálslyndi og framsækni miðflokkur þjóðfélagsins. Hann berst ekki fyrir st'irréttindum og yfirdrottnun neinnar einnar stéttar, því að hann ann þeim öllum sama réttar. Hann er líka sprottinn úr jarðvegi þeirrar einu voldugu þjóðfélagshreyf- ingar nútímans, samvinnuhreyf- ingarinnar, sem ekki er bundin við neina einstaka stétt, heldur stendur opin öllum stéttum. Það er hið glæsta sérkenni og aðalsmerki samvinnuhreyfing- arinnar. .Þótt svo hafi orðið í framkvæmd að Framsóknarflokk urinn hafi mest barist fyrir mál- um bænda og eigi mest fylgi meðal þeirra, er það ekki vegna þess, að hann sé sérstéttarflokk- ur þeirra, heldur vegna hins, að hlutur þeirra'hefir verið mest fyrir borð borinn og að íslenzkir bændur eru enn sama sinnis og hinn forni breiðfirzki bænda- höfðingi, Snorri goði, að betra sé að efla flokk, sem skapar jafnvægi, réttlæti og frið í þjóð- félaginu, en að efna til aukinna stéttaátaka. Sú trú mun líka reynast rétt, að meðan bændurn- ir fylla slíkan flokk, ásamt öðr- um réttsýnum og drenglyndum mönnum, fá öfgarnar aldrei sótt til vígis í Almannagjá og eyðilagt þjóðfélagið í illvígustu stéttadeilum. Fyrir þessa afstöðu sina fá Framsóknarmenn oft ill orð að heyra í blöðum og ræðum Sjálf- stæðismanna og kommúnista. Bak við gremjuorð og reiði- TÍMINIV, brigjndagin 1. ágiist 1944 Iþvóiiafvéiiiv Timans Héraðsmót ungmennasam- bandanna 1944 Mörg Ungmennasamböndin hafa þegar lokið’ héraðsmótum sín- um. Hafa þau að vanda verið fjölsótt og keppni í mörgum íþrótta- greinum farið þar fram. Hér verður sagt frá héraðsmóti Ung- mennasambands Vestfjarða, Ungmennasambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Ungmennasambands Kjalarnessþings og Héraðssambands Suður-Þingeyinga. Síðar verður sagt frá hér- aðsmótum annara ungmennasambanda og einstakra ungmenna- félaga. Héraðsmót Ungmenna- sambands Vestf jarða var haldið að Núpi í Dýrafirði 9. júlí. Formaður sambandsins, Björn Guðmundsson Núpi, setti mótið, sem hófst með guðsþjón- ustu. Sr. Jón Ólafsson prófastur í Holti prédikaði. Þá flutti ræðu sr. Eiríkur J. Eiríksson Núpi og Guðmundur Ingi skáld á Kirkju- bóli flutti kvæði. íþróttunum stjórn^ði hinn öt- uli íþróttakennari Bjarni Bach- mann frá Borgarnesi, sem kennt hefir á Vestfjörðum undanfarna tvo vetur á vegum U. M. F. í. Þessi félög tóku þátt í mótinu og hlutu eftirfarandi stig: Umf. Vorblóm, Ingjaldssandi (V) 37 stig. yrði má oft kenna raust Flosa forðum: „Hvárt veldur þú því, er vér megum eigi sækja til vígis í Almannagjá?“ Framsóknar- menn hafa þó vart annað svar betra en Snorri: Því valda þeir Kroppinskeggi og Kolur. Við viljum ekki hina einhliða stjórn Kroppinskeggs stórgróðavalds- ins, er myndi gera allan almenn- ing landsins ánauðugan við gull- kvarnir auðkónganna. Við ósk- um ekki eftir Kol kommúnism- ans til að skapa hér einræðis- stjórn öreigastéttarinnar og leggja hið andlega frelsi í rúst. Við viljum ekki alræði neinnar einnar yfirgangssamrar stéttar á íslandi. Við viljum skapa hér jafnrétti og frið, framfarir og frelsi og setja hagsmuni heild- arinnar yfir ójafnaðarsjónarmið Kols og Kroppinskeggs. Þess vegna gerum við okkar ítrasta til að hamla því, að Kolur eða ■Kropplnskeggi nái vigi í Al- mannagjá. Ef til vill stafar þjóðinni meiri íþróttafélagið Grettir, Flat- eyri (G) 23 stig. Umf. Bifröst, Önundarfirði (B) 11 stig. íþróttafél., Höfrungur, Þing- eyri (H) 6 stig. Úrslit í einstökum iþrótta- greinum urðu þessi: 50 m. bringusund kvenna: Ingibjörg Stefánsdóttir (G) 52 sek„ Erla M. Ásgeirsdóttir (G) 56 sek. 50 m. frjáls aðferð kvenna: Þær sömu á 52 sek. og 1,03 mín. 100 m. bringusund karla: Sig- urður Helgason (G) 1,34 mín., Finnur Guðmundsson (V) 1,40 mín. 100 m. frjáls aðferð karla: Finnur Guðmundsson (V) 1,31 háski af því nú en nokkru sinni fyrr, að Kolur eða Kroppinskeggi nái vígi í Almannagjá. Stórgróða valdið hefir eflst stórlega hin síðari ár. Það hefir aldrei ráðið hér yfir þvílíku fjármagni. Kommúnisminn hefir einnig eflst stórkostlega og hyggst að misnota stéttarsamtök verka- manna miskunnarlaust í sína þágu. Báðir þessir aðilar sækja nú af miklu kappi til vígis í Al- mannagjá. Framtíð þjóðarinnar byggist á því, að afkomendur Snorra goða verði þeim sterkari og hindri þá*í vígistökunni. Það er um merki hins forna breið- firzka bændahöfðingja, sem bændur og allt frjálslynt fólk þarf að sameinast. Hinir frjáls- lyndu flokkar landsins, ásamt frjálslyndu fólki í öðrum flokk- um, verða að leggja niður krit og taka höndum saman. Þá mun gifta þjóðarinnar sigra og hin miklu deilumál nú leysast með drengskap og friði, líkt og Njáls- brennumálin forðum. Þ. Þ. mín., Sigurður Helgason (G) 1,36 mín. Langstökk: Hagalín Kristjáns- son (B) 5,29 m., Sigurvin Guð- mundsson (V) 5,26 m., Kristján Guðmundsson (V) 5,21 m. Hástökk: Sigurvin Guðmunds- son (V) 1,53 m., Hagalín Krist- jánsson (B) 1,44 m., Guðni Á- gústsson (V) 1,34 m. Þrístökk: Sigurvin Guðmunds- son (V) 11,40 m., Hagalín Krist- jánsson (B) 11,15 m., Kristján Guðmundsson (V) 11,03 m. Kúluvarp: Sigurvin Guð- mundsson (V) 11,70 m., Hagalín Kristjánsson (B) 9,86 m., Krist- ján Guðmundsson (V) 9, 44 m. Kringlukast: Sigurvin Guð- mundsson (V) 28,90 m., Kristján Guðmundsson (V) 19,40 m., Ragnar Guðmundsson (V) 19,30. Spjótkast: Sigurvin Guð- mundsson (V) 39,35 m„ Gunn- laugur Kristjánsson (G) 35,44 m„ Sigurður Helgason (G) 34,24 metra. 80 m. hlaup kvenna: Jensína Guðmundsdóttir (V) 10,8 sek„ Þorbjörg Jónasdóttir (G) 11 sek„ Guðrún Guðmundsdóttir (V) 11,4 sek. 100 m. hlaup karla: Sveinn Ólafsson (H) 12,4 sek„ Hagalín Kristjánsson (B) 12,4 sek„ Kristján Guðmundsson (V) 13 sek. f 800 m. hlaupi urðu þessir vaskastir: Sveinn Ólafsson (H), Kristján Guðmundsson (V), Guðni Ágústsson (V). Glíma: Sigurvin Guðmunds- son (V) varð sigurvegari. Kepp- endur fjórir. Stigafjöldi einstaklinga: Sigurv. Guðm.son (V) 17 st. Hagalin Kristjánsson (B) 11 — Krjstján Guðm.son (V) 8 — Á mótinu sýndu úrvalsflokkar frá Glimufélaginu Ármanni í Rvík leikfimi, er var vel fagnað. Veður var ágætt og fór mótið hið bezta fram. Héraðsmót Ungmeima- sambands Snæfells- ness- og Hnappa- dalssýslu var haldið að Skildi í Helgafells- sveit hinn 9. júlí. Mótið hófst með guðsþjónustu undir beru lofti. Messuna flutti sr. Þorsteinn L. Jónsson, sóknar- prestur í Söðulsholti. Gunnar Guðbjartsson Hjarð- arfelli, formaður U. M. F. S. og H. setti mótið með ræðu. Síðar um daginn flutti ræðu Gunnar Thoroddsen alþingis- maður. Keppt var í eftirgreindum í- þróttum, og urðu úrslit þau er hér greinir: 100 m. hlaup: Jón Kárason, Stykkish., 12 sek„ Bjarni Lárus- son, Stykkish. 12,3 sek„ Bjarni Andrésson, Stykkish. 12,4 sek. 800 m. hlaup: Stefán Ásgríms- son Borg 2 mín. 22,3 sek., Sveinbjörn Bjarnason, Neðra- Hóli 22,7 sek„ Bjarni Andrés- son Stykkishólmi 23,1 sek. 80 m. hlaup stúlkna: Lea Rakel Lárusdóttir Stykkishólmi 11,9 sek„ Inga Lára Lárentsíus- dóttir Stykkishólmi 12,1 sek„ Inga K. Bjartmars Stykkis- hólmi 12,2 sek. Kúluvarp: Kristján Sigurðs- son Hrísdal 11,37 m„ Hjörleif- ur Sigurðsson Hrísdal 10,68 m„ Stefán Ásgrímsson Borg 10,37 Jtn. Kringlukast: Hjörleifur Sig- urðsson Hrísdal 32,37 m„ Krist- ján Sigurðsson Hrísdal 30,28 m„ Ágúst Bjartmars Stykkishólmi 29,67 m. Spjótkast: Gísli Jónss. Stykk- ishólmi 40,07 m„ Bjarni Andrés- son Stykkishólmi 37,15 m„ Á- gúst Bj artmars Stykkishólmi 36,94 m. Langstökk: Benedikt Lárus- son Stykkishólmi 6,08 m„ Jón Kárason Stykkishólmi 5,93 m„ Stefán Ásgrímsson Borg 5,75 m. Þrístökk: Jón Kárason Stykk- ishólmi 12,80 m„ Stefán Ás- grímsson Borg 12,19 m„ Ágúst Ásgrímsson Borg 11,99 m. Hástökk: Stefán Ásgrímsson Borg 1,60 m„ Kristján Sigurðs- son Hrísdal 1,60 m„ Ágúst Ás- grímsson Borg 1,55 m. Boðhlaup 4X100 m. þrjár sveitir. A-sveit U. M. F. Snæ- fell Stykkishólmi vann á 51.9 sek. Sveit íþróttafélags Mikla- holtshrepps var önnur og B- sveit U. M. F. Snæfell þriðja. íslenzk glíma. — Fjórir þátt- takendur. Flesta vinninga hlaut Ágúst Ásgrímsson Borg. Fjögur félög á sambandssvæð- inu tóku þátt í íþróttakeppn- inni. U. M. F. Snæfell og íþróttafé- lag Miklaholtshrepps urðu jöfn að stigatölu; fengu 32 stig hvort, en í reglugerð fyrir mótið er ákveðið, að það félag, sem flesta á þátttakendur, er vinninga hljóta, skuli fá 3 stig fyrir það og það sem á næstflesta með Allsherjarmót L S. I. Á allsherjarmóti í. S. í. koma árlega fram skörpustu keppend- urnir úr Reykjavík. Er fróðlegt fyrir íþróttamenn víðsvegar um landið að fylgjast með ár- angri þeirra og sjá hver mun- urinn er í einstökum íþrótta- greinum. Allsherjarmótið í ár hófst 10. júlí og stóð 4 næstu daga. Þátt- takendur voru frá Ármanni, íþróttafélagi Reykjavíkur, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur og Fimleikafélagi Hafnarfjarð- ar. Úrslit urðu þessi: 100 m. hlaup: Oliver Steinn (FH) 1,7 sek„ Finnbjörn Þor- valdsson (ÍR) 11,8 sek. 400 m. hlaup: Kjartan Jó- hannsson (ÍR) 52,3 sek„ Brynj- ólfur Ingólfsson (KR) 54,0 sek. 800 m. hlaup: Kjartan Jó- hannsson (ÍR) 2:02,2 mín, Hörð- ur Hafliðason (Á) 2:03,0 mín. 1500 m. lilaup: Hörður Haf- liðason (Á) 4:16,6 mín„ Sigur- geir Ársælsson (Á) 4:16,8 mín. Hástökk: Skúli Guðmunds- son (KR) 1,92 m„ Oliver Steinn (FH) 1,75 m. Stangarstökk: Þorkell Jóli. (FH) 3,25 m„ Sigurður Steins- son (ÍR) 3,00 m. Langstökk: Oliver Steinn (F- H) 6,86 m„ Skúli Guðmundsson (KR) 6,70 m. Þrístökk: Skúli Guðmundsson (KR) 13,64 m„ Oddur Helgason (Á) 13,31 m. Spjótkast: Jóel Kr. Sigurðsson (ÍR) 54,29 m„ Jón Hjai'tar (K- R) 51,61 m. Kringlukast: Gunnar Huseby (KR) 41,74, m„ Ólafur Guð- mundsson (ÍR) 38,40 m. Kúluvarp: Gunnar Huseby(K- R) 15,50 m„ Jóel Kr. Sigurðsson (ÍR) 13,65 m. Auk framangreindra íþrótta- greina, sem algengastar eru út um landsbyggðina, var keppt í 200 m. hlaupi, 10 km. hlaupi, fimmtarþraut, sleggjukasti, 110 m. grindahlaupi, 10 km. göngu og 4X100 m. hlaupi. Flest stig fengu: Skúli Guð- mundsson 26, Oliver Steinn 25 og Finnbjörn Þorvaldsson 24. K. R. vann mótið. Næst varð í. R. viningum skuli fá 2 stig. U. M. F. Snæfell í Stykkis- hólmi vann þvi mótið. (Framh. á 3. síðu) Gnbbrancliir Majgnússon: Nýtt stjórnmálafímarít Lokamarkinu í frelsisbaráttu íslendinga, lýðveldisstofnuninni, er náð á hinum stórsögulegustu tímum veraldarsögunnar, þegar veröldin öll á í hinum mikilfeng- legustu átökum um það, hver skuli vera meginatriði í sambúð- arháttum einstaklinga og þjóða. Þetta er atriði, sem menn verða að gera sér ljóst, og síðan leiða af rökréttar ályktanir. Fram til 1918 v.ar það sjálf .frelsisbaráttan, sem réði í ís- lenzkum stjórnmálum. Aðeins einn einasta aldarfjórðung hafa innanlandsmálin verið ráðandi í ísl. stjórnmálalífi. Er reynzla okkar því að vonum lítil um lausnir hinna innlendu vanda- mála. Þessi litla reynzla er fengin þegar mikil stefna — hin frjálsa samkeppni í skiptum manna, er að líða undir lok, en tvær miklar félagsmálauppgötvanir, verklýðssamtökin og samvinnu- stefnan, eru að hefjast til æ meiri áhrifa. Loks koma á þessu tímabili enn til sögu kommún- isminn og fasisminn, sem mjög hafa flýtt fyrir því, að yfir stendur styrjöld, sem óhjá- kvæmilega leiðir af sér mikil- vægar nýjungar í sambúðar- háttum einstaklinganna innan þjóðfélaga, og þjóðfélaganna í heiminum. Því hefir verið haldið fram, að við íslendingar værum pólit- ískari en aðrar þjóðir. Er það meir en yafasamt. En hitt gæti skipt máli í því sambandi, að við hljótum þann vanda að öðlast frelsi til sjálfstjórnar, ein hin minnsta þjóð, sem reynt hefir að star’frækja frjálst og óháð þjóðríki, á slíkum umrótstímum, sem lýst hefir verið. Af þessu leiðir, að mjög er nú vandstýrt. Og er einn vandinn sá, að kunna að gera grein á pólitískum áróðri og rökstuddum umræðum um stjórnmál. Mikill munur er á því, að láta sefjast af síendurteknum slag- orðum og óhlutvöndum mál- flutningi, sem lætt er inn á menn í skjóli fréttaflutnings og ýmiskonar skemmtilesturs, eða hinu, að skapa sér skoðanir að eigin yfirvegun og með hliðsjón á lestri rökstudds vandaðs mál- flutnings ábyrgra höfunda. Þess vegna eru það góð tíðindi, þegar stjórnmálaflokkar hefja útgáfu tímarita, sem áfrýja til vitsmuna manna og drengskap- ar í stað hins, sem aðrir leggja áherzlu á, að höfða til lágra hvata undir fölsku flaggi. Ungir Framsóknarmenn hafa hafizt handa um útgáfu stjórn- málatímarits, er nefnist Dag- skrá. Það fer vel af stað. Ritið ber með sér, að þeir, sem að því standa, skilja mikilvægi yfir- standandi tíma, og þörf íslenzku þjóðarinnar á því að fylgjast sem bezt með því, sem viturleg- ast er lagt til mála meðal önd- vegisþjóða lýðræðis og mann- réttinda, jafnframt því, sem þeir ræða málin af raunsæi og rökvísi, treystandi því, að íslenzk alþýða sé þess um komin, að láta vitsmuni og hófsemi ráða af- stöðu til mála, en eigi gylliboð og blekkingar ábyrgðarlausra yfirboðsmanna, sem eigi miða við þjóðarhag, heldur sérhags- muni, eða haldnir eru trúar- ofstæki á forustu fjarskyldrar þjóðar. Fyrsta hefti Dagskrár er þegar komið út. Forustugreinin er upprifjun á fyrstu íslenzku tímaritsgreininni, sem rituð var um stjórnmál, grein Baldvins Einarssonar í Ármanni á Al- þingi, þar sem hann sýnir fram á þrískiptingu viðhorfanna í stjórnmálunum, og hversu þetta hefir einnig orðið þannig í framkvæmd hér á landi. Þá er í þessari grein hlutdrægnis- og öfgalaust gerð grein fyrir meg- inviðhorfum þessara þriggja stjórnmálastefna, íhaldsstefn- unnar, ríkisrekstrarstefnunnar og miðflokksstefnunnar, sem þræðir milli öfganna, vill halda því sem vel hefir reynst, en breyta því, sem miður fer. Láta framfarirnar byggjast á þróun, en ekki byltingu, beita frjálsri samvinnu og starfa á grundvelll þingræðis og lýðræðis. Þá er í heftinu gagnmerk grein eftir Bernharð Stefánsson alþingismann, um sjálfstæðis- málið. Þriðja greinin er þýdd. Hún er kafli úr bókinni „Skilyrði friðarins“ eftir E. H. Carr, ensk- an prófessor, sem skrifar rit- stjórnargreinar um hagfræðileg efni í enska stórblaðið „The Times“. Þessi bók var í Englandi talin „bók ársins“, þegar hún kom út árið 1942. Kaflinn, sem birtist í Dagskrá í hinni eirikar vönduðu og snjöllu þýðingu Harðar Þórhallssonar, fjallar um atvinnulífsbyltingu. 20. ald- arinnar. Höfundurinn sýnir þar fram á hinar miklu skipulags- breytingar seinustu áratuga og hvernig þær hafi kollvarpað hinum fyrri grundvallarkenn- ingum hagfræðinnar um ágæti frjálsu samkeppninnar, óháðan einkarekstur og mikla auðsöfn- un. Stefna nútímans sé alltaf að beinast meira og meira inn á þá braut, að komið verði á hagkerfi, er byggist á samræm- ingu neyzlu og framleiðslu og tryggi almenna velmegun. Nú- verandi styrjöld muni stórlega flýta fyrir þeirri þróun og þess vegna megi tala um hana sem byltingu, er muni gerbreyta nú- verandi þjóðskipulagi, þótt sú bylting sé ólík þeirri byltingu, sem kommúnistar stefna að, bæði í starfsaðferðum og til- gangi. Á styrjaldarárum hafi at- vinnulífið raunverulega verið sett í fastmótað hagkerfi til að tryggja ákveðna hergagna- framleiðslu og alveg eins þurfi. að setja því hagkerfi á friðar- tímum, sem stefni að því marki að skapa öllum velmegun. „Við verðum að leysa vandamál frið- arins með jafn gagngerðum og skipulegum hætti og við tökum á vandamálum stríðsins," segir próf. Carr. Er þessi þáttur, sem Dagskrá birtir úr bók Carr, hinn merkilegasti, og bendir til þess, að útgefendur Dagskrár ætli að sækja á hin dýpstu mið til að- drátta á efni í tímarit sitt. Fjórða greinin er yfirlitsgrein um störf Alþingis 1942, eftir Jó- hannes Elíasson, og verður það fastur liður, að slíkar greinar um störf þingsins birtist í tíma- ritinu. Fimmta greinin er um íþrótta- lögin og árangur þeirra eftir Daníel Ágústínusson. Sjötta greinin er frásögn um Matvælaráðstefnuna i Hot Springs. Loks er upphaf að ferðasögu Harðar Þórhallssonar frá Ítalíu. Þeir menn eru til, sem ekki eru bjartsýnir á útgáfu stjórn- málatímarits sem þessa og teldu hyggilegra að láta skemmtiefni sitja í fyrirrúmi, sem meginefni. En hvað yrði um fullveldi hins unga lýðveldis, ef að jafnaði væri farið eftir slíku? Mundi þjóðinni síður þörf á Fjölni nú en í upphafi frelsis- baráttunnar — nú þegar prent- tækni og áróðurstækni er kom- in á það stig, að reynt er að æra almenning, og láta hann þannig elta vafurloga hinna háskasamlegustu villukenninga? Er hægt um vik, að bera sam- an þetta nýja tímarit og hið ást- sæla og stórmerka endurreisn- arrit, Fjölni, sem nú er að koma út endurprentað. Og þótt Dag- skrá og Fjölni skuli eigi jafnað saman, fer ekki hjá því, að menn finni sama hlýleikann, sama góðviljann, um að einstakling- arnir taki sér ábyrga stöðu og skapi sér sjálfstæðar, rökstudd- ar skoðanir á þjóðmálunum, svo að þjóðin verði ekki eins og rót- laust þangið, sem rekst fyrir straumum áróðurs. Þess vegna skyldi almenningur gefa Dagskrá góðan gaum. |

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.