Tíminn - 15.05.1945, Síða 6

Tíminn - 15.05.1945, Síða 6
6 Guðmundur Magnússon vélvirki frá Ólafsvík. „Þeir deyja ungir, sem guð- irnir elska.“ Þessi orð komu ó- sjálfrátt fram í hug minn, þeg- ar mér barst fréttin um það, að Guðmundur Magnússon vélvirki frá Ólafsvík væri dáinn. Dánar- fregnin kom til min á þeim stað, þar sem ég átti hinar mörgu og góðu endurminningar um hinn ágæta unga mann. Ég settist hljóður í sæti mitt og lét hug- ann reika um liðnar stundir. Ein af annari komu myndir minninganna fram. Þær voru mildar og ljúfar eins og andvari vorsins. Þannig voru æskuár Guð- mundar sáluga. Yfir_þeim sveif unaðsleiki og ljúfur vorblær, sem svo gott er minnast*Vor- blær, sem boðaði komu sólar og Guðmundur Magnússon sumars, og þeirrar hamingju, sem þeim einum má auðnast að ná í lífinu, sem hlotið hefir náð- argjafir í vöggugjöf. Þannig birtist strax í æsku hins unga manns óvenjuleg fyrirheit um mikla mannkosti og göfugt hug- arfar til allra og alls.Og eftir því, sem árin liðu og þroskinn óx, sköpuðu þessir eiginleikar heil- steyptan atgervismann, er varð sönn fyrirmynd í öllu dagfari sínu. Guðmundur sálugi var fæddur í Ólafsvík 15. des. 1922, sonur sr. Magnúsar Guðmundssonar og konu hans Rósu Th. Einarsdótt- ur. Eftir barnaskólanám fór Guðmundur í Reykholtsskóla og stundaði þar nám í tvo vetur. Nokkru síðar fór hann að stunda vélvirkjanám, fyrst í Ólafsvík og síðar í Reykjavík. Hafði hann nýlokið námi i þeirri iðn, þegar hann dó þ. 17. apr. síðastl., af afleiðíngum bifreiðaslyss, að- eins 22 ára gamall. Hin stutta lífssaga Guðmund- ar Magnússonar er venjuleg saga ungs manns, sem býr sig undir lífið. Æskuár mannsins eru venjulega ekki saga um af- rek og sigra, heldur fyrirheit og vonir. En við Guðmund sáluga urðu snemma tengd stærri fyr- irheit og meiri vonir, en ai- menn gerist um unga menn. í honum birtist sá efniviður, sem mikils mátti af vænta, ef líf og heilsa yrði leyfð. Eg minnist þess vart, að hafa kynnzt jafn heilsteyptum ágætismanni, sem þó enn stóð á æskuskeiði. Hann var hugljúfinn, sem öllum vildi gera gott. Drengskaparmaður- inn, sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann hafði þegar helgað krafta sína störfum á vettvangi þeirra málefna, sem miða að því að bæta og göfga mannlífið. Mér dylst ekki, að þá væri bjart yfir framtíð íslands, ef allt æskufólk ætti yfir að ráða þeim góðleik, heilindum og mann- kostum, sem Guðmundur Magn- ússon var svo ríkur af. Sannar- lega þörfnumst vér slíkra æsku- manna. Vér þörfnumst þess, að þeir fái að lifa og starfa og verða fullþroska menn. En hönd drottins er voldug og sterk. Hans alskyggna auga sér það, sem vér sjáum ekki. Og því verður oss oft svo erfitt að skilja tilgang þess, að þeim er svo snögglega burtu kippt, sem mestar vonir eru bundnar við, og sem oss finnst svo mikil þörf á, að fái að lifa og starfa 1 þágu lands og þjóðar. Þá er það, að auðn og tómleiki fyllir sálir okkar yfir hverfleika lífsins, því að við hrundar borgir og rústir fagurra vona, er sárt að dvelja. En þetta er lífið, og hví skyldi TÍMKVN, þrlðjndasínn 15. mai 1945 36. blall BORG 1895 10. maí 1945 Sendum okkar mörgu og góðu víðskíptavinum é * / hugheílar kveðjur, og þökkum þeim viðskiptin á liðnum 50 árum Terzlnnin Edinborg Knýta þarf hin rofnandi tengslin Félagsmálaáhugi og félags- þátttaka er eitthvert ljósasta vitnið um menningarþroska al- mennings. Því almennari og virkari sem félagshyggjan er, því betur er allur almenningur á vegi staddur. Sú félagsmálahreyfing, sem vakið hefir flesta íslenzka al- þýðumenn og hrifið þá til starfa, er samvinnuhreyfingin. Gætti styrks hennar mest í verzlunar- átökunum, þegar íslenzkt bændafólk velti erfðabjargi höndlunarinnar af herðum sér. Sérhvert félagslegt átak, sem menn sjá og muna af því að það olli breytingum á aðstöðu og háttum mannanna, er ekki alltaf markverðast fyrir það, hverju það fékk áorkað, heldur engu síður vegna þess, að það nokkru sinni skyldi öðlast á- orkunarmáttinn. Því að í flest- um tilfellum eru menn seinni til að uppgötva getu sína og skilja skyldur sínar en neyta getunn- ar og uppfylla skyldurnar, þeg- ar þeim er orðið hvort tveggja ljóst. í öllu félagslifi er þvi starfs- undirbúningurinn engu þýðing- arminni þáttur en athafnirnar j sjálfrar; sá undirbúningur, að j gera hina félagsbundnu menn • nógu hugreifa og starfreifa, svo j þeim svelli móður í brjósti. Stundum eru verkefnin sjálf I svo örvandi að þau kveikja í hverjum manni. — Slikt átti-sér stað í verzilunarbaráttu sam- vinnumanna, en stundum ná þau ekki að vekja hina væru og þá þarf rödd hrópandans að gjalla. Þótt ég hafi minnst á breyt- ingu verzlunarháttanna sem vitni um átakamátt almennings, fer því þó fjarri, að það sé eina dæmið um félagsþrótt hans. Á síðari árum hefir þátttaka kaupstaðarbúa í. samvinnufé- lögunum einnig aukizt mjög, og er það gleðilegt. Af eðlilegum ástæðum hefir starfsmönnum kaupfélaganna fjölgað mikið. Flestir eiga þeir heima í bæjum og kauptúnum. Þar eiga einnig heima nú, flestir af leiðandi mönnum þeir geti skipað sitt rúm með heilbrigði og réttiæti. Sanngildi þessarar boðunar stendur og mun standa óhagg- að. Því fremur ber samvinnu- mönnum sjálfum að fylgja henni á sínum vettvangi. Þess vegna er það, sem starfandi framleiðendur til landsins mega ekki aðskiljast foringjaliði sam- vinnumálanna. Leiðimar eru fleiri, þær eru margar til þess að draga úr hættu hinna rofnandi tengsla milli samvinnufólksins innbyrð- is í byggð og bæ. Sambandið hefir nú stofnsett sérstaka félagsmáladeild og má vænta mikils styrks frá henni. Það væri mikils um vert, að Sambandið sendi fulltrúa út um byggöirnar, ekki aðeins til þess , . að skýra og kynna starfsemi ?Íl:mv/nnnh,!'eyfinFa!i"! þess og stefnu, heldur engu sið- iimar Afieiðingin af þessu hef-j ur m þess að kynnast og hlusta ir orðiö su, að nokkuð hafa á hjartslátt þess fólks sem ís_ rofnað tengslin mi li almenn- lenzkar sveitir b ^r mgs til sveita, er fylgja þjóðfé- j Með auknum skilnlngi sam. lags hugsjónum samvinnunnar i vinnumanna á hugsUnum og og hinna, sem í bæjum búa, en telji þó ríki samvinnunnar það, sem koma skal. Hér í liggur mikil hætta fyrir öll samvinnusamtökin í landinu, hætta, sem minnka verður, eigi ekki illt af að hljótast. Ein af megin boðunum sam- vinnumanna hefir verið sú, að þegnar þjóðfélagsins þyrftu all- ir að vera sem tengdastir af- komu framleiðslunnar, svo að högum hvers annars, hvar svo sem þeir eru búsettir, munu knýtast hin rofnandi tengslin og minnka sú hætta, sem nú ógnar framtið samvinnunnar. Fulltrúar frá félagsmáladeild Sambandsins geta greitt götu þeim skilningi, og geri þeir það, þá verður starf þeirra ómetan- lega þýðingarmikið. Jónas Baldursson. möglað, þótt syrti um stund og saknaðartár bliki í auga? Ást- vinirnir eiga líka mikinn fögnuð og huggun hið innra með sér. Það eru minningarnar, sem ekki verða frá þeim teknar. Þær lýsa og verma á raunastundunum. Þær hugga og gleðja. Þær þerra tárin og græða sárin. — Og í ljóma þeirra minninga svífur nú sál hins framliðna æskumanns inn í landið fyrirheitna til æðri starfa. Vertu sæll, ungi vinur, og hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. J. Þ. Vegna vöntunar á áburði minnum við á að reynsla hefir sýnt að fiskimjöl er góður áburður í garða og tún. Fiskimjöl hefir aðeins tvöfaldazt í verði siðan 1939 og mun því vera ódýrasta' innlendra vara. Við flytjum mjölið ókeypis heim í hlað allt að 50 kílómetra leið, ef um heilan bílfarm er að ræða. — Talið við Magnús Þórarinsson, sími 4088 og 5402. HfJÖL & BEIIV H. F. Raítækjavinnustofan Seliossí framkvæmir allskonar rafvirk j a's törf. ORÐSEIVDEVG TIL KAIJPENDA TÍMANS. Ef kaupendur verða fyrir vanskiluxh á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. ' TtMINN er víðlesnacita auglýslngablaðifS! Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN ATHUGIÐ: Með því að verzla í kaupfélagi, fáið þér eins mikið fyrir hverja krónu og unnt er. Segðq mér hvað þú lest, þá skal ég segja þér hver þú ert. Fólk út um land finnur sinn eigin hag í að skipta við Bókabúðina í Kirkjustr. 10 Ef þú maður mikið lest við Mímisbrunninn hefir sezt. . Hjá mér eru fræðin flest, færðu bókavalið mest. Stefán Rafn. Múrhnðnnarnet (í plötum) Asbestplötnr (sléttar, 1^” Jiykkar) Þakasbest §lípað gler 10 m/m. 220X180 cm. Veggjagler Ve^flísar Almenna byggingariélagíð h.L

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.