Tíminn - 18.05.1945, Page 1

Tíminn - 18.05.1945, Page 1
1 KITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPPANDI: PR AMSÓKN ARFLOKKURINN. Símar 2353 Og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. APGREIÐSLA, INNFEIMTA OG AUGLÝSIN GASKRIFSTOPA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Slmi 2323. 29. árg. Reykjavík, föstndaginn 18. maí 1945 37. lilað Ný tegund gróðurhúsa og holsteinamóia Viðtal við Sigurð Sveinbjörnsson, vélsmið. Tíðindamaður blaðsins fór nýlega í heimsókn á vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar í Reykjavík, til þess að kynnast þar ýmsum nýjungum, sem hann hefir með höndum. M. a. hefir hann hafið smíði á nýrri tegund gróðurhúsa og steypumótum fyrir húsasteina, sem líkleg eru til að ná mikilli útbreiðslu. Aiurðaverðið lækkaði um helmíng, væri svipað kaup hér og í Bretlandi Oíviðri veldur tjóni á Vestíjörðum Norðan hvassviðri hefir gengið yfir allt land frá því á sunnuflag. í gær var dregið úr veðrinu en norðanátt helzt þó að mestu enn. Verst varð veðrið á Vesturlandi og hlóð þar niður miklum snjó, en annars staðar á landinu snjó- aði lítið. Nákvæmar fregnir af tjóni af völdum veðursins er ekki enn fyrir hendi, en vitað er þó um allmikið tjón á Vestfjörðum. Eitthvað af fé hefir fennt þar, enda eru viða komnar eins mikl- ar fannir og í verstu hríðar- köstum á vetrum. Símalínur hafa víða slitnað og er algerlega símasambandslaust við ísafjörð. Margir fjallvegir tepptust, t. d. Holtavörðuheiði, Kerlingarskarð og Fróðárheiði, en búið er nú að ryðja suma þeirra. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið frá veður- stofunni var veðrið verst á Ströndum, ísafirði og í Norður- ísafjarðarsýslu. Veðurhæðin var mest á mánudag og þriðjudag, komst upp t. d. upp í 10 vindstig á Bolungarvík. Frost varð mest 3 stig á Horni. Nýr háskólarektor Prófessor Ólafur Lárusson var 14. þ. m. kjörinn rektor Háskóla íslands til næstu þriggja ára frá 15. september næstkomandi. Jafnframt og tíðindamaður- inn fékk að sjá það helzta, sem unnið er á verkstæðinu, átti hann viðtal það við Sigurð, sem fer hér á eftir: — Hverjar eru helztu nýsmíð- ar, sem verkstæðið fæst við? — Verkstæðið hefir smíðað nokkra rafmagnsgufukatla, en þeir hafa ekki áður verið smið- aðir hér á landi. Katlarnir, sem smíðaðir hafa- verið, eru af ýms- um stærðum og hafa allir verið notaðir í verksmiðjur. Verk- stæðið hefir fengizt við smíði síldarflökunarvéla, sem flaka nýja síld. Vélar þessar þykja gefast vel og spara mjög mikla vinnu og auka afköstin við flök- unina. Raunverulega ætti því ekki að flaka síld öðruvísi en með slíkum vélum. Þá hefir verkstæðið nýbyrjað á smíði á nýrri tegund gróðurhúsa og steypumóta. — Hvernig eru þessi nýju gróffurhús? — Grind húsanna er úr járni í stað timburs, sem áður hefir tíðkazt. Það eru eingöngu T- og L-járn, sem notuð eru í grind- ina. Járnin eru rafsoðin saman, en sérstakar klemmur eru not aðar til að festa með glerin. Það er álit fróðra manna, að þessi hús muni verða margfallt endingarbetri og traustari en hús af eldri gerðum. Einnig ætti birta þeirra að verða nokkru meiri, vegna þess að járngrindin er nokkru grennri en t. d. trégrind. — Er verkstæðiff fariff aff framleiða þessi hús í stórum stíl? — Nýlega var hafinn undir- búningur til þess að hægt verði (Framhald á 8. síðu) Vanræksla heilbr.ráðherra í bílamáli læknishéraðanna Læknislaasn héruðin mættn þó minna hann á þörf umbótanna. Nýlega hafa veriff auglýst laus til umsóknar sex læknis- héruff eða Bakkagerðishérað, Árneshéraff, Hesteyrarhéraff, Ögurhéraff, Flateyrarhéraff og Búffardalshéraff. Er þetta nýtt augljóst merki þess, hve illa gengur aff fá lækna í hin af- skekktari héruff. Að nokkru leyti er þetta ekki undarlegt, þegar þess er gætt, að heilbrigðisstjórnin virðist næsta tómlát í því að hlynna að þessum mönnum. Má t. d. vel marka þetta tómlæti núv. heii- brigðisráðherra i bélamáli lækn- ishéraðanna. Seinasta Alþingi samþykkti á- lyktun þess efnis, að hvert læknishérað skyldi fá fyrir kostnaðarverð einn jeeppbíl eða sjúkrabíl af bílum þeim, sem ríkið kaupir af herstjórninni. Mörg læknishéruð hafa þegar sótt um slíka bíla, en hafa enn ekki fengið þá fyrir það verð, sem þingið hefir lofað. Ber út- hlutunarnefndin því við, að henni hafi engin fyrirmæli borizt um þetta frá rikisstjórn- inni, en vitanlega er það skylda heilbrigðismálaráðherrans, sem er Finnur Jónsson, að sjá um, að þessari ályktun þingsins verði fullnægt. Það liggur í augum uppi, að læknishéfuðin hafa fyllstu þörf fyrir þessa bíla, þar sem þeir geta farið ýmsar vegleysur, sem aðrir bílar komast ekki, en læknar þurfa oft að fara um slíkar slóðir. Þeim mun ó hugnanlegra er þetta tómlæti ráðherrans, þar sem það getur varðað heilsu og líf fólks víða um land. Er þetta eitt dæmi af mörgum um það, hve algerlega sinnulaus núv. stjórn er, þegar fólkið í dreifbýlinu á einhvern hlut að máli. Þess verður að krefjast, að ráðherrann dragi ekki lengur framkvæmdir í þessu máli heldur fyrirskipi nefndinni að láta læknishéruðin fá bílana fyrir lofað verð, og jafnframt verði þeim tryggður forgangs- réttur að beztu bílunum. Lækn arnir éru bezt að þeim komnir og mannslíf geta lika oltið á því, að bílarnir séu sem vandaðastir. Vegna Hvítasunnu helginnar kemur næsta blað Tímans ekki út fyrr en i seinni hluta næstu viku. LANDSSTJÓRINN í ÁSTRALÍLF Hertoginn af Glowcester, sem er giftur systur Georgs Bretakonungs, tók fyrir nokkru við landstjóraembœttinu i Ástralíu. Hertoginn sést hér á myndinni ásamt konu sinni og ungum syni þeirra. Stórkostlegar fiskskemmdír Sölur margra sklpa, sem flytja fisk héðan til Bretlands, hafa verið mjög óhagstæðar að undanförnu og ber þó einkum á því hjá færeyskum skipum. Eitthvað kann þetta að stafa af því, að meiri fiskur hefir bor- izt á land i Bretlandi en áður og verðið því lækkað, en aðal- óstæðan mun þó vera sú, að fiskurinn hefir verið meira og minna skemmdur. Enn hefir ekki tekizt að afla fulls yfirlits um þetta, en $ftir öllum líkum að dæma, mun tjónið af þessum fiskskemmd- um nema hundruðum þúsunda og jafnvel milj. kr. Hér er vissulega um mál að ræða, sem þarfnast tafarlausrar athugunar. ÍÉ»að verður að at- liugast vel, hvort sum færeysku skipin eru ekki alveg óhæf til flutninganna og hvort eftirlitið með hleðslu skipanna er ekki ófullnægjandi og lélegt. Það má ekki ske, að ráðleysi og eftirlits- leysi stjórnarvaldanna verði þess valdandi, að sjómenn og útvegsmenn tapi stórkostlegum fjárhæðiun. En það væri i samræmi við annað hjá atvinnamálaráðherr- anum, að leigja óhæf skip til flutninganna, en hafna svo leigu á ágætu skipi eins og Korab, í þeirri von að geta klekkt á andstæðingl sínum. Stuðningur við raf- orkulagaírumvarpið Á sýslufundi Norður-Múla- sýslu, sem haldinn var í sein- asta mánuði, var samþykkt svohljóðandi tillaga um raf- orkumálið: „Sýslunefndin lýsir yfir því, aff hún aðhyllist grundvöll þann um vinnslu og dreifingu raf- orku, sem lagffur er í frumvarpi því til raforkulaga, sem flutt var af milliþinganefnd í raforku- málum á síffasta Alþingi. Fund- urinn skorar því á þing og stjórn aff vanda sem bezt allan undirbúning málsins, og hraffa framkvæmdum eftir föngum.“ Áður hafði sýslufundur Vest- ur-ísafjarðarsýslu samþykkt svipaða ályktun. Á mörgum að- alfundum þúnaðarsambanda og kaupfélaga hafa og slíkar álykt- anir verið gerðar. Má á því gleggst marka hinn mikla áhuga fyrir raforkulagafrv., sem flutt var á seinasta þingi. Verðið, sem fengísl fyrir útflutt kjöt, yrði pá stórum hærra en landbún- adarvísitöluverdid f Ef kaupgjald væri hér svipað og í Bretlandi, myndi landbún- affarvísitalan lækka um nær helming og afurðaverffið sam- kvæmt því. Þá myndi fást nokkuff á affra krónu fyrir hvert út- flutt kjötkg. umfram þaff verð, sem bændur þyrftu aff fá sam- kvæmt vísitölunni. Þá gætu allar uppbætur á útfluttar landbún- aðarafurðir fallið niður, allar niffurgreiðslur á innlendum mark- affi og dýrtíffarvísitalan samt lækkað stórlega, vegna afurffaverðs- ins eins, en auk þess myndi liún einnig lækka af völdum verð- lækkunar á öðrum innlendum neyzluvörum. Má gleggst á þessu marka, aff hiff háa kaupgjald hér er meginorsök dýrtíffarinnar. I Ráðningfarstofa landbúnaðaríns Tíðindamaður blaðsins átti i gær viðtal við Metúsalem Stef- ánsson forstöðumann ráðninga- skrifstofu landbúnaðarins, sem fyrir nokkru er tekin til starfa. Mikil eftirspurn er eftir verka- fólki í sveitirnar og er ekki út- lit fyrir að hægt verði að full- nægja þörfinni, þó enn verði ekki með fullri vissu um það sagt. Nú þegar hafa skrifstofunni borizt beiðnir um verkafólk frá 128 bændum, en auk þess hafa um 110 beiðnir borizt um fær- eyska kaupamenn. Ráðningaskrifstofan á alls von á 80 færeyskum verkamönn- um, en óvíst er hvort þeir geta (Framhald á 8. síðu) Stjórnin fjölgar nefndum Atvinnumálaráðherra hefir nýlega skipað nýja nefnd, sem á að vera stjórn ríkisverksmiðj- anna til aðstoðar við fyrirhug- aða aukningu verksmiðjanna. Nefnd þessa skipa fjórir menn: Trausti Ólafsson, Magnús Vig- fússon, Þórður Runólfsson og Snorri Stefánsson. Hingað til hefir verið komizt af án slíkrar aðstoðarnefndar, enda mun stjórn verksmiðjanna ekkert hafa óskað eftir henni. Atvinnumálaráðherrann virðist hafa rokið í þessa nefndarskip- un til að láta á sér bera og til þess að fullnægja á sína vísu því loforði stjórnarinnar, að fækka nefndunum. Embættisskipanir Dr. Einar Ól. Sveinsson hefir nýlega verið skipaður prófessor i bókmenntasögu við Háskóla’nn. Þá hefir dr. Jón Jóhannesson verið skipaður dócent í sögu ís- lands við Háskólann, og dr. Steingrímur J. Þorsteinsson skip aður dócent í íslenzkri bók- menntasögu við Háskólann. Attiyglisverður samaninirður. í enskum blöðum hafa nýlega verið birtar skýrslur um meðal- vikukaup verkámanna í Bret- landi í fyrstu viku júlímánaðar síðastl. sumar. Reyndist það vera 6 sterl.pd., 4 sh. og 4 d. eða 163 kr. islenzkar. Örlitlar breyt- ingar höfðu þá orðið á meðal- vikukaupinu undanfarna mán- uði og höfðu þær yfirleitt orðið til hækkunar. í þessu meðal- kaupi, er meðtalin öll auka- og eftirvinna, og kvenmenn og unglingar,sem eru stórum kaup- lægri en fullorðnir verkamenn, eru ekki talin með. Sé reiknað með því, að 'með- alvikukaupið hjá verkamönnum í Bretlandi hafi verið kr. 163 á tímábilinu sept. 1943—ágúst 1944, — en það er kauptímabil bóndans, sem reiknað er með í núgildandi landbúnaðarvísitölu — verður árskaup þeirra kr. 8.476,00 á þessum tíma. Raun- verulega hefir þetta árskaup þó verið hejdur lægra, þar sem méffal-vikukaupið hefir verið heldur lægra mestan tíma árs- ins en meðalvikukaupJlð, sem reiknað er með (fyrsta vikan í júlí 1944.). Þrátt fyrir það verð- ur þetta áætlað meðal-árskaup enskra verkamanna næstum helmingi lægra en meðalárs- kaup verkamanna hér 1943, en það reyndist vera samkvæmt útreikningum Hagstofunnar kr. 16.812 kr. Hér í Reykjavík varð meðalkaup verkamanna 1943 kr. 20.132,00. Ef sama kaupgjald gilti hér og i Bretlandi, myndu umrædd árs- laun, kr. 8.476,00, verða tekin inn í landbúnaðarvísitöluna sem kaup bþndans, þegar búið væri að drafea frá 6.45% lækk- un, sem er talin vera ýms hlunn- indi bænda, er verkamenn njóta ekki, Raunverulega yrði kaup bóndans í landbún- aðarvísitölunni áætlað samkv. þessu kr. 7.930,00 í stað kr. 16.031 í núgildandi vísitölu.' Á bessum eina lið vísitölunnar yrði þánnig kr. 8.100,00 útgjalda- lækkun. Á öðrum hæsta útgjaldalið landbúnaðarvísitölunnar, kaupi verkafólks, má alltaf áætla hliðstæða útgjaldalækkun, ef miðað væri við kaupgjald i Bret- landi, og þó reyndar meiri, þar sem kaup landbúnaðarfólks er bar hlutfallslega mun lægra en hér, miðað við kaup bæjar- verkamanna. En þótt þessum aukamismun sé sleppt og aðeins miðað við hliðstæða lækkun og 1 almennu kaupi, myndi kaup verkafólks í landbúnaðarvísitöl- unni lækka úr kr. 13.615 í kr. 6.750. Á þessum lið landbúnað- arvísitölunnar myndi því lækk- unin alltaf verða um kr. 6.850,00. Á þessum tveimur liðum land- búnaðarvísitölunnar, kaupi bóndans og kaupi verkafólks, myndu þannig sparast kr. 15,- 000,00 eða heildarútgjöldin á vísitölureikningnum lækka úr kr. 33.396 í kr. 18.396,00. Mun láta nærri, að þessi lækkun nemi 45%. Þetta myndi þýða, að verðið, sem bændur eiga að fá fyrir mjólkurlítrann, myndi lækka úr 134,5 aurum (hér er sleppt eftirgjöf Búnaðarþings) í 75 aura, og verðið, sem bændur eiga að fá fyrir kjötkg., myndi lækka úr kr. 7.76 (eftirgjöf bún- aðarþings sleppt) í kr. 4.27. Þess ber að gæta, að öll þessi áætlun er íslenzku kaupgjaldi í hag. Meðal-árskaup enskr? verkamanna er áætlað heldur hærra en það hefir raunveru- lega orðið. Ekkert tillit er tekið til þess, að kaupgjald í sveitum er hlutfallslega mun lægra í Bretlandi en hér, þegar miðað er við annað kaupgjald. Loks er ekkert tillit tekið til lækk- unar á öðrum útgjaldaliðum vísitölunnar, sem leiða af lægra kaupgjaldi, eins og t. d..viðgerð- arkostnaði, flutningum o. fl. Þegar þessa alls væri ná- kvæmlega gætt, eru miklar lík- ur til, að landbúnaðarvísitalan gæti lækkað um helming og af- urðaverðið þá að sama skapi, ef hér væri sama kaupgjald og í Bretlandi. Afleiðingar háa kaupgjaldsins. Útreikningar þeir, sem sýndir eru hér á undan, gefa það gleggst til kynna, að það er kaupgjaldið, sem á mesta sök á því hve hátt afurðaverðið er orðið. Væri hér svipað kaupgj ald og í Bretlandi, yrði stór ágóði á kjötútflutningi, þar sem bænd- ur myndu þá ekki þurfa nema rúmar fjórar krónur fyrir kg., samkvæmt landbúnaðarvísitöl- unni, en fyrir útflutt kjöt fæst (Framhald á 8. síðu) Nýtt heSti af Dagskrá Nýtt hefti af Dagskrá, tíma- riti ungra Framsóknarmanna, er nýlega komið út. Efni þess er þetta: Hermann Jónasson skrifar grein, sem hann nefnir Mold, Jens Hólmgeirsson skrifar um bæi og kauptún, Gunnlaugur Pétursson birtir þýðingu á hinni „hvítu bók“ ensku stjórnarinn- ar, þar sem lýst er stefnu henn- ar í fjárhags- og atvinnumál- um eftir stríðið, Þórarinn Þór- arinsson skrifar um „nýsköpun“ fyrir 15 árum, Stefán Júlíusson birtir ‘þýðingu á grein um Char- les Sumner og Hörður Þórhalls- son segir ferðasögu frá Ítalíu. Nánar varður sagt frá þessu i Dagskrárhefti innan skamms.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.