Tíminn - 18.05.1945, Side 2

Tíminn - 18.05.1945, Side 2
2 TlmiMV. fftstudaginn 18. mai 194S 37. blað Föstudagur 18. maí Eiga spár Brynjólís r og Olafs að rætast? Það hefir jafnan verið talið vist, að verulegt verðfall yrði á' íslenzkum útflutningsvörum, þegar styrjöldinni í Evrópu lyki og Evrópuþjóðirnar tækju aftur upp fiskveiðar og aðrar atvinnu- greinar, sem lagzt hafa niður að mestu á stríðsárunum. Núver- andi forsætisráðherra hefir m. a. spáð því, að fiskverðið myndi þá fljótlega ekki verða nema y5 eða jafnvel x/io af því, sem það er nú. Þessi spá er að vísu ósennileg, eins og flest ann- að, sem úr þessari átt kemur, en hitt þarf þó engum að dyljast, að nauðsynlegt er að vera undir það búinn að mæta verulegu verðfalli áður en langur tími líður. Sá ótti er talsvert almennur, að okkur muni verða ofvaxið að mæta slíkum erfiðleikum. Því veldur hin mikla dýrtíð, sem hér hefir skapazt undanfarin ár. Þótt framleiðslutækin verði endurnýjuð, sem óhjákvæmilegt er, verður tæknin vart meiri hér en annars staðar. Ef okkur tekst því ekki að koma verðlags- og kaupgjaldsmálunum í svipað horf og annars staðar, stöndum við áreiðanlega mjög höllum fæti. Þetta veldur því, að margir tala nú um hrun eins og óhjá- kvæmileg endalok, spá gengis- falli, atvinnuleysi og öðrum sþkum ófögnuði. Af hálfu formanna tveggja helztu stjórnarflokkanna liggja fyrir 1 skýr ummæli um það, hvernig þeir hugsa sér að gang- ur þessara mála verði. í þing- ræðu, sem Ólafur Thors hélt 2. marz 1942, dró hann upp þessa framtíðarmynd, ef ekki tækist þá að stöðva dýrtíðina: „Hvað skeður þá? Það sem skeð- ur er þetta: Þegar tekjur ríkissjóðs bregðast, en jafnframt hlaðast á hann nýjar kvaðir og skyldur, þá lækkar Alþingi á einni kvöldstund með einni Iagabreytingu dýrtíðar- uppbætur embættis- og sýslunar- manna úr 400% í 300% — 200% eða 100%, eftir því, sem fjárhagur ríkisins krefst. í kjölfarið og fast á eftir sigla ríkisstofnanir, verzl- anir, sem viðskipti missa, fram- leiðendur, sem þola verða markaðs- missi óg verðfall o. s. frv. Verka- Iýður til lands og sjávar mótmælir. Verkföll og verkbönn neyta átaka og afls. Kannske lækkar tfmakaup- ið lítið, en tímunum fækkar, at- vinnan minnkar. Atvinnuleysið heldur innreið sina með sult og seyru sitt til hvorrar handar.“ • í grein, sem Brynjólfur Bjarnason skrifaði í Verklýðs- blaðið 1932, dró hann upp aðra mynd af því, hvernig fara myndi, ef mikil dýrtíð eða ann- að fjármálaöngþveiti stöðvaði atvinnuvegina. Hann sagði: „Auðvaldskreppan magnast og versnat. Fyrirtækin stöðvast eitt af öðru. Atvinnuleysi og neyð vex meðal alþýðunnar, ... Kommún- istar reyna að fylkja verkalýðnum til vægðarlausrar baráttu gegn at- vinnuleysi og kaupkúgun, reyna þannig að nota kreppuna til að ráða nlðurlögum auðvaldsins. Þeim tekst að fá vcrkalýðnum samfylkt til virkrar baráttu. Hvert verkfall- ið, kröfugangan, deilan, — jafnvel skærur við lögreglu og verkfalls- brjóta — her auðmanna — rekur aðra ... Stéttabaráttan kemst á sitt hæsta stig, úrslitabaráttuna um ríkisvaldið. Byltingarhugur verka- lýðsins magnast, unz hámarki bar- áttunnar er náð með áhlaupi verkalýðsins undir forustu Kom- múnistaflokksins á höfuðvígi auð- valdsins í Beykjavík og valdanámi hans ... Að slfk tímamót muni ekki falla saman við venjulegar kosningar, þingsetu eða þessháttar, nema fyrir tilviljun eina, mun flestum Ijóst, — svo það, sem úr- slltum ræður, verður meirihluti handanna — handaflið." Hér tala helztu forvígismenn tveggja aðal-stjórnarflokkanna skýru máli. Hér eru þeir óháðir því blekkingaskvaldri, sem þyrl- að er upp af núverandi ríkis- stjórn, og segja því hug sinn allan. Núverandi stjórnarsam- vinnan er raunar ekki annað en Á viðavangi Flugumaður fer enn á kreik. Höfundur Mbl.-greinarinnar „Hólastóll og hundaþúfa" hefir enn farið á stúfana og þykist ætla að bera hönd fyrir höfu^ sér í Mbl. 15. þ. m. Eins og fyrri daginn, fylgir hann hátta’lagi flugumanna í fornöld og þorir eigi að segja til nafns síns. Hæfir það líka vel því verki, sem hann er að reyna að vinna. í þessari síðari gréin þessa flugumanns, er alveg gefizt upp við að hnekkja þeim rökum, sem Tíminn og Dagur hafa fært fram til að afsanna þær höfuð- staðhæfingar i fyrri grein hans, að kaupfélögin hefðu lítið eða skkert stutt að eflingu land- búnaðarins og bændurnir væri sofandi stétt og áhugalaus. Flugumanninum hefir þannig orðið ljóst, að eigi'verður á móti bví mælt, að kaupfélögin hafa 4tt einn drýgsta þáttinn í fram- förum landbúnaðarins. Þegar bau komu til sögunnar, tók landbúnaðurirfh fyrst að rétta við eftir margra alda kyrrstöðu og hefir sótt fram stöðugt sið- an. Hin stóraukna ræktun í sveitunum, bætt húsakynni og flestar aðrar framfarir þar, eru að miklu leyti ávöxtur bættrar verzlunar, sem kaupfélögin hafa tryggt bændum. Flugumanninum hefir líka orðið það ljóst, að því verður okki haldið fram, að bændur séu sofandi stétt og áhugalaus fyrir framförum, eins og hann hélt fram í fyrri grein sinni. Þau umskipti, er orðið hafa á land- búnaðinum síðustu áratugina og gert hafa kleift að stórauka framleiðsluna, þótt fólkinu við hann hafi fækkað, sýna bezt, að bændurnir hafa sótt rösklega fram. Hinar miklu vélapant- anir þeirra, sem núv. stjórn get- ur hvergi nærri fullnægt, er sönnun þess, að framfarahugur bænda er sízt minni en áður. Þótt flugumanninum sé þann- ig ljóst, að aðal-rógsefnin í fyrri grein hans eru fallin um sjálft sig, vill hann samt ekki gefast upp, enda munu hús- bændurnir ekki leyfa honum það. Hann er aftur gerður út með nesti og nýja skó og nú á að vinna vígi bændanna með nýjum rógi. Segja má, að sá rógur hans sé einnig tví- þættur, og skal hvor þátturinn um sig tekinn til nokkurrar at- hugunar. Gamall rógur endurtekinn. Annað aðalrógsefnið í síðari grein flugumannsins er fólgið í því, að „búðarmennirnir“ séu orðnir eins konar drottnar í kaupfélögunum og noti fé bænda í hina og þessa ráðleysu, sem ekki komi að neinu gagni. Þykist flugumaðurinn hafa hinn mesta áhuga fyrir því að vernda bændur gegn þessum „yfirgangi búðarmanna sinna og skrif- stofuþjóna“. Hér er raunar ekki um neitt nýtt rógsefni að ræða. Kaup- mannablöðin hafa lengi hamp- að þessum rógi. Tilgangurinn er vitanlega sá að spilla sam- I búðinni í kaupfélögunum, auka þar úlfúð og tortryggni, sem orðið geti félagsskapnum til tjóns. Nú þegar starfsemi kaup- félaganna eflist og útlit er fyrir, að þau láti jafnvel fleiri nýja starfsþætti en hótelrekstur og kvikmyndasýningar til sín taka, er enn á ný gripið til þessa rógs. Braskararnir vilja ekkert láta ósparað til að hindra aukningu og útþenslu kaupfélagsskapar- ins, því að það er tap fyrir þá, þótt það sé gróði fyrir almenn- ing. Nýir flugumenn, eins og „Norðlendingur“, eru því gerðir samvinna um að koma fjár- hagsmálunum á það stig, að komið geti til framangreindra atburða. Hvorugur þessara að- ila þykist búinn undir lokabar- íttuna nú og stjórnarsamvinn- an er því einskonar þýzk-rúss- neskur griðasáttmáli um að freta lokaátökunum í bili. Báðir fcrúa á hrunið og atvinnuleysið sem beztan grundvöll fyrir loka- baráttuna. Brynjólfur trúir því, að þá verði auðvelt að æsa verkalýð- inn til byltingar. Ólafur trúir bví, að þá muni fást stuðningur ríkisvaldsins í þágu auðmanna. En þótt forkólfa stjórnar- flokkanna dreymi um þetta og stefni að þessu, óskar þjóðin á- reiðanlega ekki éftir því. Þjóðin vill ekki hrun, sem ann- iðhvort leiðir til afturhalds- stjórnar eða kommúnisma. Það barf ekki heldur að koma neitt hrun, gengisfall eða atvinnu- leysi. Það þarf aðeins breytta fjármálastefnu, færa afurða- verð og kaupgjald niður í réttum hlutföllum og tryggja þannig sama kaupmátt fyrir launin og afurðaverðið, þótt krónutalan lækki. Það þarf að draga úr hvers konar verzlunarálagningu og hefja stórfelldar byggingar á ódýrum og hentugum íbúðum og gera aðrar ráðstafanir til að draga úr dýrtíðinni. Verði þessi stefna tekin, mun ekki verða hér neitt hrun, ekkert gengis- fall, ekkert atvinnuleysi, held- ur vaxandi velmegun, næg at- vinna og hinar erlendu inn- stæður hagnýtast til að koma atvinnuvegunum í nýtízku horf. Þetta er stefna Framsóknar- flokksins. Þetta er stefnan, sem allir, er vilja afstýra hruni, gengisfalli, atvinnuleysi, aJtur- urhaldsstjórn og kommúnisma, þurfa að sameinast um. Framsóknarmenn og sjávarútvegurínn Skýrsla Fiskimálanefndar, sem getið var um í seinasta blaði, er hæfilegt svar við þeim áróðri, að ekkert hafi verið gert fyrir sjávarútveginn á stjórnar- árum Framsóknarflokksins. Þessi skýrsla dregur m. a. fram þá staðreynd, að fyrir at- beina Fiskimálanefndar á ár- unum 1935—39 hafi verið komið fótum undir rekstur hraðfrysti- húsanna, bæði með því að afla þeim markaða fyrir afurðirnar og veita þeim margvíslega aðra aðstoð. Árangurinn er sá, að nú eru starfandi tugir hraðfrysti- húsa í landinu í stað tveggja, þegar Fiskimálanefnd tók til starfa. Það mun láta nærri, að hraðfrystihúsin geti nú fryst um helming alls þorskaflans, ef þörf krefur, og hann verður svipaður og á undanförnum ár- um. Annað, engu ómerkara stór- virki í þágu sjávarútvegsins, var unnið á stjórnarárum Fram- ing síldarverksmiðja ríkisins og ing síldarverksmiðju ríkisins og bætt skipulag síldarverzlunar- innar (m. a. lögin' um síldar- útvegsnefnd). Þetta hvort- tveggja skapaði möguleika fyrir stórauknar síldveiðar. Árið 1923—27 var meðalsíldaraflinn 322 þús. hl„ en árin 1937—41 1730 þús. hl. Með öðrum orðum: Síldaraflinn fimmfaldaðist fyrir atbeina þessara ráðstafana. Með þessum tveimur ráðstöf- unum, bættri aðstöðu til síld- veiða og hraðfrystingu fisksins, útveginum það stórfelda áfall, sem leiddi af töpum saltfisks- markaðanna, heldur hefir með þeim verið lagður grundvöllur inn að nýsköpun og eflingu sjávarútvegsins í framtíðinni. Þegar núverandi stjórnar flokkar geta bent á, að þeir hafi unnið stórfeldari nýsköpunar verk í þágu sjávarútvegsins en hér hafa verið nefnd, geta þeir kannske hallmælt Framsóknar- flokknum en fyrr ekki. En til þess þurfa þeir að sýna annan árangur en þann, sem hingað til hefir orðið af starfi ríkis stjórnarinnar á sviði sjávarút vegsmálanna. vSá árangur er varðaður með hækkun olíu- verðsins, eyðileggingu þunnild- anna, stórauknum viðgerðar- kostnaði og auknum erfiðleikum við að fá menn á skipin, vegna hækkaðs kaupgjalds í landi. Þetta hefir svo verið kórónað með því að koma því skipulagi á fiskflutningana, er reynst hefir miklu verr en að láta þá vera alveg í höndum samlaga útvegsmanna. út og látnir taka á sig gerfi bændavináttunnar meðan þeir eru að vinna flugumennskuverk sitt. Hingað til hefir óvinum kaup- félaganna ekki heppnazt þetta rógstarf sitt. Bændur og aðrir kaupfélagsmenn hafa fundið hvaðan vindurinn hefir bláið. Þeir vita líka, að sögurnar um yfirgang búðarmanna og skrif- stofuþjóna“ eru hreinn upp- spuni, því að stjórn félaganna er fullkomlega í höndum félags- manna sjálfra og það er þeirra eigin vilji, að samvinnustarf- semin verði gerð fjölþættari og láti stöðugt ný verkefni til sín taka. Af há’ifu bænda og ann- arra kaupfélagsmanna mun þessum nýja flugumanni líka verða mætt eins og fyrirrenn- urum hans. Hann mun fara sömu fýluförina og því væri honum sjálfum bezt að hætta þessari flugúmennsku sinni strax. Eru kommúnistar og MbMiðið vinir bænda? Annað rógsefnið í síðari grein flugumannsins snýr að Tíman- um og er einnig gamalkunnugt. Flugumaðurinn segir, að Tíminn hafi árum saman unnið að því að æsa sveitafólkið gegn bæjar- mönnum, með því að halda því fram, að . ýmsir kaupstaða- búar og þó einkum kom- múnistar og Morgunblaðsmenn séu andvígir landbúnaðinum. Þetta telur flugumaðurinn hinn versta róg, því að einmitt þetta fólk, kommúnistar og Morgun- blaðsliðið, beri hinn hlýjasta hug til sveitanna. í þessum efnum eins og endranær, er bezt að láta verkin tala. Var það af vináttu til sveitanna, að Morgunblaðið barðist gegn byggingar- og land- námssjóði, héraðsskólunum og afurðasölulögunum, svo aðeins örfá dæmi séu nefnd? Var það af vináttu til bænda, að áburð- arverksmiðjufrv. og jarðrækt- arlagafrv. voru felld á seinasta þingi? Var það af vináttu til bænda, að bændur voru sviptir óskoruðum ráðstöfunarrétti á búnaðarmálasjóðnum? Var það af vináttu til bænda, sem „mosagreinin" fræga var rituð á sinni tíð? Var það af vináttu til bænda, sem gerður var hinn mikli úlfaþytur út af smávægi- legum kjötskemmdum haustið 1943, en þagað um margfallt meiri fiskskemmdir í vor? Var það af vináttu til bænda, sem kommúnistar fluttu frv. um að (Framhald á 7. síSu) ERLENT YFIRLIT Lífið í Þýzkalandi Seint í aprílmánuði birti enska blaðið Daily Mail grein eftir fréttaritara sinn í Þýzkalandi, Alexander Clifford, er þá var staddur í Hannover. Grein þessi virðist gefa allgóða hugmynd um kjör Þjóðverja, eins og þau eru nú. Grein þessi fer hér á eftir í styttri þýðingu: — Hér er auðvelt að sjá, hvernig endalok þriðja ríkisins ber að höndum. í Hanover glíma nokkrir fulltrúar brezku stjórnarinnar við hræ dauðrar stórborgar. Hver sá, sem ferðast um þessa borg, mun eiga erfitt með að trúa því, að þýzka þjóðin geti reist sig aftur. Loftárásir á Hanover hafa þó ekki verið meiri en í meðallagi, þegar miðað er við árásir á þýzkar borgir, en það þýðir líka, að þær hafa verið langtum meiri en á nokkra borg í Bret- landi. Eftir að borgin hefir ver- ið hernumin og laus við loftá- rásirnar í heila viku, hvílir þessi hönd dauðans þungt á henni. í úthverfum borgarinnar er útlitið furðanlegt. Garðarnir kringum húsin eru yfirleitt í fullum blóma. En útlitið breyt- ist og versnar stöðugt, er nær dregur miðborginni. Húsin verða óreglulegar rústir og gangstétt- irnar eru huldar braki. Stórir borgarhlutar eru óþekkjanlegir þeim, sem voru kunnugir þeim áður. Hér býr enginn. Þó þrífst hér viss tegund af lífi. Nokkur mannaferð er á götunum, og hvarvetna getur að líta hand- vagna, hjólbörur, barnavagna og önnur slík farartæki. Fólkið gengur um og rænir, eins og bezt það getur. Menn taka það, sem þeir geta haft með sér. Um borgun er ekki að ræða og litlar líkur til þess, að nokkurntíma verði krafizt endurgjalds. Þetta fólk hefir sína afsökun. Flest er það að leita eftir hlut- um, sem það þarfnast. Einn vantar efni og áhöld til að end- urbæta bráðabirgðaskýli sitt, annan vantar sængurföt, þann þriða búsáhöld, þann fjórða matvæli o. s. frv. Endrum og eins finnast nokkrar vörubirgð- irf og þá þjóta allir þangað og reyna að fá hlutdeild í þýfinu. Hér er fólk, sem hefir misst all- ar eða sem næst allar eigur sín- ar, og verður að byrja á nýjan leik með þessum hætti. Það eru ekki aðeins Þjóðverj- ar, sem stunda þessi rán. Það eru ekki síður útlendir verka- menn, sem hafa verið í vinnu- stöðvunum utan við borgina, en hafa nú verið leystir úr haldi. Það, sem þeir ræna, verða líka einu launin, sem þeir hafa með sér frá Þýzkalandi. Enginn hefir atvinnu. Stóru verksmiðjurnar eru í rústum og eru ekki starfræktar. Engar búðir eru opnar. Enginn sækir skóla. Enginn fær að ferðast. Það er eins og menningin hafi þurrkazt 'út. Þannig er Hanover, sem var áður stór og glæsileg borg. Þessa borg eigum við að vekja aftur til lífsins. Það gildir ekki aðeins fyrir Hanover eina. Það gildir fyrir allt Þýzkaland., Við nánari eftirgrenzlan verð- ur maður þess vís, sér til mikill- ar undrunar, að nokkrum þýzk- um verkfræðingum hefir tekizt að koma rafveitu borgarinnax—í það lag, að nóg rafmágn fæst til ljósa. Á nokkrum stöðum er vatnsleiðslan í lagi. í nokkrum þorgarhverfum er hægt að fá gas fáeinar klst. á sólarhring. Á einstaka stað eru nokkrar mat- vörubirgðir. En hversu lengi get- ur þetta haldizt? Eftir 14 daga verða kolabirgðirnar þrotnar og hvernig verður þá hægt að framleiða gas og rafmagn. Þjóðverjum hefir verið gert að skyldu að sjá sér og útlend- um verkamönnum fyrir mat- vælum. Vitanlega gerum við kröfu tii, að erlendum verka- mönnum, samherjum okkar, sé tryggður forgangsréttur. Þýzk skömmtunarskrifstofa í Hanover deilir út skömmtunarseðlum. En ósennilegt er. að Þjóðverjar geti fullnægt þeim til \langframa, bar sem allt framkvæmdakerfi þeirra er í rústum. í sveitunum hafa bændurnir mikið af mjólk og smjöri, sem beir vita ekki hvað þeir eiga að gera við. Það ganga engar járn- brautir eða flugvélar. í sveitum er hægt að lifa, því að moldin deyr aldrei. En í þýzku iðnaðar- borgunum ríkir nú dauði. Lítill atburður, sem ég var sjónarvottur að, finnst mér táknrænt dæmi um lífið í Hano- ver: Nokkrir smádrengir réðust á gamlan mann, sem bjó í kjall- ara, er þeir komust á snoðir um, að hann ætti kex og sykursultu. Gamli maðurinn grét beizklega, meðan drengirnir fóru ráns- höndum um eigur hans. Maður var hér sjónarvottur að hreinni villimennsku. Nú er vor og helzta lífvon borgarbúa er að fara út í sveit- irnar og draga þar fram lífið með einum eða öðrum hætti. Útlendu verkamennirnir verða • (Framhald á 7. siðu) í hinu ágæta erindi Peter Hallberg sendikennara „Hlutleysið — Norður- .önd — Svíþjóð", sem nýlega hefir birzt í Lesbók Morgunblaðsins, eru rakin tildrög þess, að Finnar leituðu samvinnu Þjóðverja eftir að fyrra ^ , finnsk-rússneska stríðinu var lokið. hefir eigi aðeins tekizt að bæta' .Hanberg segir. „Eftir friðarsamningana leitaði Finnland nánari tengsla við hin Norðurlöndin. í samráði við Noreg og Svíþjóð voru athugaðir mögu- leikar á stofnun norræns varnar- bandalags. Grennslast var eftir því á Þýzkalandi og Rússlandi, hvernig slíkri fastari samþjöppun Norðurlandanna yrði tekið með Rússum og Þjóðverjum. En nið- urstaðan reyndist neikvæð, sér- staklega þó af Rússa hálfu. Hinn 20. birti Tassfréttastofan rúss- neska þann stjórnarboðskap, „að bandalagi af þessu tagi mundi beinlínis vera stefnt gegn Sovét- sambandinu — eins og ljóst ey af hinum ákaflega sovétfjandsam- lpgu ræðu Hambros stórþingsfor- seta, er hann flutti í stórþinginu 14. marz — og mundi brjóta ger- samlega í bág við friðarsamning Sovét og Finnlands frá 12. marz 1940.“ Þar með voru örlög bandalags- hugmyndarinnar ráðin um ó- ákveðinn tíma. Hún sýnir, að Finnland vildi fyrst og fremst leita stuðnings hjá sinum nor- rænu nágrönnum. — Þetta heppnaðíst ekki. Hvað var þá eftir? Hvar var hægt að fá hin nýju landamæri tryggð? Það var varla um annað en Þýzkaland að velja. Finnar höfðu reynt að sporna sem mest á eígin spýtur við rússnesku ásókninni. Þegar víðnámsþrótturinn bilaði, urðu þeir að leita gegn rússnesku ógn- uninni til örþrifa úrræðis hins smáa og vanmáttuga: samkeppn- innar milli hinna stóru og sterku. Finnland leitaði fulltingis Þýzka- lands, ekki vegna þess að finnska þjóðin felldi sig að nzismanum, heldur vegna þess, að aðrir mögu- leikar voru ekki sjáanlegir. Það varð að þiggja hjálpina þar, sem hægt var að fá hana.“ Hér er vissulega lýst rétt tildrögum þess, að Finnar leituðu samvinnunnar við Þjóðverja. Fyrst og fremst vildu Finnar' hafa vinsamlega sambúð við Rússa. Því var svarað með rússnesku árásinni haustið 1939. Síðan vildu Finnar vera í bandalagi með hinum Norðurlöndunum og halda sér þannig utan við. Það var hindrað af Rússum. Þannig voru Finnar'eins og reknir af Rússum í fang Þjóðverja. * * * Halldór Kiljan Laxness flutti nýlega ræðu á kommúnistafundi í Reykjavík ogvarhún birt í Þjóðviljanum 13. þ. m. í ræðunni er m. a. rætt um það, hvernig komast eigi að raun um, hvort menn séu fylgjandi nazisma, ef þeir afneiti honum í orði. Kiljan segir: „En hversu fagurt, sem þeir mæla, og þó þeir kenni sig við sósíalisma, alþýðu, bændur, þjóð- ■erni og framfarir, jafnvel mannúð og réttlæti, jafnvel tónlist, þá munu verkamenn og menntamenn heimsins geta þekkt þá á einu, á því, hvert þeir beina skeytum sín- um fyrst og fremst. Við þekkjum þá hér eftir sem hingað til á því, að stefna þeirra er svar við sósíal- ismanum. Þeir munu hér eftir sem hingað til fyrst og fremst beina skeytum sínum að þeim öfl- um sósíalismans, sem sterkust eru og virkust bæði í landi þeirra sjálfra og á alþjóðlegum vett- vangi. Innan lands munu þeir koma upp um sig á því, að bar- átta þeirra mun fyrst og fremst verða beint gegn verklýðsflokk- unum, kommúnistum og sósíalist- um, í utanríkismálum munu þeir koma upp um sig með hatri sínu gegn þvi ríki þar sem sósíalism- inn enn <*• sterkastur og virkast- ur, Ráðstjórnárlýðveldunum." Þarna hafa menn „linuna"! Sérhver sá, sem ekki fellur fram og tilbiður Stalin og landvinningastefnu hans, skal stimplaður óalandi og óferjandi fasisti, sem verður að útrýma vægðar- laust. Þannig á að hræða ménn með hótunum og ögrunum til að lofsyngja Stalin fyrir þau verk, sem Hitler var fordæmdur fyrir og eru raunar ekkert annað en áframhald af stefnu hans, þótt þau séu unnin af öðrum einræðis- herrra og séu látin hafa annað vöru- merki. Og þessi áróðursstarfsemi á að vera eitt aðalverkefni íslenzks stjórn- málaflokks! Þurfa menn öllu meiri sönnun fyrir landráðaeðli hans og al- gerum undirlægjuskap við erlenda ein- ræðisstjórn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.