Tíminn - 18.05.1945, Síða 3

Tíminn - 18.05.1945, Síða 3
37. blað anv, föstudaginn 18. mai 1945 Hjálmar Vilhj álmsson; Ríkísstjórnín eínír loforð sín Ennþá er það yfirleitt ekki tímabært að bera saman orð og efndir núverandi ríklsstjórnar. Hún hefir aðeins setið að völd- nm sjö mánaða skeið og loforð hennar voru svo víðfeðm og mikil, að með sanngirni verður varla til þess ætlazt, að hún hafi á svona stuttum tíma gert þeim í öllum atriðum full skil. Eitt atriði í stefnuskrá stjóm- arinnar er þó nú þegar komið fram. Stjórnin hefir ekki aðeins gefið loforð í skatta- og tolla- málum, heldur hefir hún nú einnig lagt fyrir Alþingi nokkur lög um þessi efni og fengið þau samþykkt. Má því nú þegar gera sér grein fyrir þvi, hversu efnd- irnar eru, og af þeirri niður- stöðu má nokkuð ætlast á um það, hversu fer um efndir á öðr- um loforðum ríkisstjórnarinnar. í stefnuskrá stjórnarinnar, sem tvívegis var tekin á hljóm- plötu og tvívegis var leikin í ríkisútvarpinu, standa þessi orð meðal annars: „— mun stjórnin tilneydd að leggja á allháa nýja skatta, þar eð hún telur sér skylt að gera það, sem unnt er, til að afgreiða hallalaus fjárlög. Verður leitast við að leggja skattana á þá, er helzt fá undir þeim risið og þá fyrst og fremst á striðsgróðann. SKATTAR Á LÁGTEKJUMENN VERJ>A EKKI HÆKKAÐIR. —“ Flestum þeim lögum, sem stjórnin fékk samþykkt á síð- asta þingi um skatta og tolla- mál, var það sameiginlegt, að stjórnin fór þar troðnar slóðir. Undantekning í þessu efni eru þó lögin um veltuskatt. Almennt mun gert ráð fyrir því að tekju- öflun ríkissjóðs á þessu ári sam- kvæmt þessum lögum nemi allt að 10 miljónum króna, og er það verulegur hluti þess tekju- auka, sem stjórnin taldi sig þurfa til þess á sinn hátt' að afgreiða hallalaus fjárlög. Ein- mitt vegna þess, að hér er um algert nýmæli i skattheimtu að ræða, má gera ráð fyrir, að stefna stjórnarinnar í skatta- málum komi gleggst í ljós með því að gera sér sem bezta grein fyrir þessari tekjuöflun. Komi það í ljós, að þessi skattur hvíli þyngst á stríðsgróðamönnum og íþyngi á engan hátt lágtekju- mönnum, hefir stjórnin efnt gefin loforð um þetta, en verði hins vegar ljóst, að skattur þessi mæði þyngst á hinum efna- mlnni, verður ekki sagt að stjórnin standi við orð sín. Samkvæmt lögunum um veltuskatt, ber áð greiða iy2% af söluverði allra vara, seldra í heildsölu og 1% af söluverði allra vara, seldra í smásölu. Lögin banna hins vegar heildsöl- um og smásölum að taka tillit til þessara kostnaðarliða, þ. e. veltuskattsins, við verðlagningu. í fljótu bragði mætti því svo sýnast, að skattur þessi hvíli aðeins og algerlega á heildsöl- um og smásöluverzlunum, en komi ekki við neytendur. Við nánari athugun kemur þó í ljós, að þessu er ekki þann veg hátt- að í öllum atriðum. Frá þessu eru tvær mikilsverðar undan- tekningar. 1. Þær heildsölu- og smásölu- verzlanir, sem ekki hafa fylgt hámarksálagningu í verðlagn- ingu, hafa frjálsar hendur til þess, að hækka álagningu sína vegna veltuskattsins, meðan þær ekki leggja meira á en verðlagsákvæði heimila og að sjálfsögðu munu allar verzlanir gera þetta. Kunnugir telja, að yfirleitt sé það regla hjá heild- sölum og smásölum í Reykja- vík, að þeir leggi á vöruna, svo sem frekast er leyfilegt sam- kvæmt ákvæðum laga og reglu- gerða um verðlag. Hins vegar hefir þessari reglu alls ekki almennt verið fylgt hjá verzl- unum utan Reykjavíkur. Fjöldi vörutegunda hefir til þessa ver- ið seldar méð vægari álagningu en verðlagsákvæði heimila. 2. Hin undantekningin er kaupfélögin og Sambandið. En þau starfa að því leyti á öðrum grundvelli en aðrar verzlanir, að þau selja og útvega félögs- mönnum sínum vörurnar að- eins á kostnaðarverði. Vitanlega er veltuskatturinn óhjákvæmi- legur kostnaður í sambandi við útvegun vörunnar, sem veldur því, að varan verður veltuskatt- inum hærri en ella, þegar neyt- andi greiðir endanlegt kostnað- arverð hennar. Hér við er þess að gæta, að langsamlega flestir, utan Reykjavikur, verzla við kaupfélögin og S. í. S. Samkvæmt þessu er alveg ljóst, að veltuskatturinn hvílir í raun og veru algerlega á öllum þegnum þjóðfélagsins, sem bú- settir eru utan Reykjavíkur OG ENNFREMUR Á ÞEIM ÞJÓD- FÉLAGSÞEGNUM, BÚSETTUM í REYKJAVÍK, SEM VERZLA VIÐ KRON. HJÁLMAR VILHJÁLMSSON Má nú ljóst vera, að umrædd- ur veltuskattur verkar algerlega eins og venjulegur verðtollur gagnvart öllum landslýð, nema þeim Reykvíkingum, sem verzla við þá kaupmenn í Reykjavík, sem mesta hafa álagningu. Og má nú með nokkrum sanni segja, að þeir menn séu verð- launaðir, sem verzla við þessa tegund kaupmanna í Reykjavík. Rétt þykir nú að gera sér laus- lega grein fyrir því, hversu hár sá verðtollur er, sem svarar til núverandi veltuskatts. Verða hér tekin tvö dæmi þessu til skýringar, annað af sykri, en hitt af vefnaðarvöru. Til hægð- arauka er í dæmum þessum reiknað með hámarksálagningu, sem ekki verður þó alveg rétt, en skiptir þó í þessu efni engu verulegu máli. Ef tollverð vör- unnar er kallað 100 verða dæmin þannig: VefnaSar- Sykur: vara: Tollverð vörunnax 100 100 Kostn. heilds. og tollar 30 45 Álagning heildsala 13 24.65 Útsöluverð heildsala 143 169.65 Veltuskattur 2.14 2.54 Vefnaðar- Sykur: vara: Innkaupsverð smásala 143 169.65 Kostn. hans ca. 5% 7 8 Álagning smásala 45 62.17 Útsöluverð smósala 195 239.82 Veltuskattur 1.95 2.39 Af þessu yfirliti sést, að veltu- skatturinn svarar til verðtolls sem hér segir: SYKUR 2.14+ 1.95 = 4.09%. VEFNAÐARVARA 2.54+2.39 = 4.93%. Niðurstaðan verður hin sama, hvaða vöru- tegundir, sem athugaðar eru. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að veltuskattslög stjórnarinnar eru nýr verðtollur, sem nemur 4—5% af öllum vörum, sem seldar eru í landinu, nauðsyn- legum jafnt sem ónauðsynleg- um, að undanteknum þeim vör- um, sem seldar eru í nokkrum verzlunum í Reykjavík. Þar eð veltuskatturinn verkar í flestum tilvikum sem venju- legur verðtollur, er ljóst, að hann kemur þyngst á þá, sem mest kaupa, verður þyngstur þeim, sem flesta munna hafa að seðja. En er þá trygging fyrir því, að einmitt þetta fólk, sé hið eiginlega stríðsgróðafólk, sem ríkisstjórnin fyrst og fremst lofaði að skatta? Nei, vitanlega er engin trygging fyrir þessu. Þvert á móti miklar líkur til, að það sé einmitt alls ekki striðs- gróðafólk. Að minnsta kosti 75% af veltuskattinum eða sem næst 7.5 miljónir, er lagt á lág- tekjumenn. Þetta þurfa menn að athuga. Stjórnin lofaði: Skattar verða ekki hækkaðir á lágtekjumönnum. Stjórnin efnir þetta loforð sitt þannig: Nýtt skattakerfi er lögtekið, sem skattar LÁG- TEKJUMENN UM 7—8 MILJ- ÓN KRÓNUR Á ÁRI. Svona efnir núverandi ríkisstjórn lof- orð sín. Þessa verður minnst á verðugan hátt á sínum tíma. Engir hafa gasprað hærra um óréttmæti hvers konar tolla en kommúnistar. Allir vita, að nú- verandi stjórn er mjög háð á- hrifum kommúnista. Almennt er litið svo á, að þeir ráði öllu I ríkisstjórninni og að ekkert verði þar gert nema með þeirra samþykki, og ef til vill aðeins það eitt framkvæmt, sem þeir eiga uppástungu að. Sterkur grunur er þess vegna á- því, að stjórnin hafi beinlínis neyðst til að ákveða þessa skattheimtu eftir beinni kröfu kommúnista. Menn þessu einmitt vegna þess, að slíkur tollur sem þessi heflr aldrei þekkzt hér á landi fyrr, enda hafa kommúnistar aldrei fyrr átt sæti í ríkisstjórn. Fé- lagar í KRON ættu að gera sér ljós sannindin um veltuskatt- inn. Ef þeir gera það, sjá þeir vonandi umhyggju þá, sem rík- isstjórn kommúnista ber fyrir samvinnu- og kaupfélögum. Merkar bækur í prentun Nú sem undanfarin ár er mik- ill hugur i ýmsum bókaútgefend- um, enda mun á döfinni útgáfa mjög margra merkilegra bóka, gamalla og nýrra. Þykir hlýða að geta hér nokkra hinna helztu, sem Tim- inn hefir haft spurnir af og líklegt er, að almenningí sé hvað mest í mun að frétta um. Meðal þeirra bóka, sem senni- lega mun vekja hvað mesta at- hygli, er Ferðabók Sveins Páls- sonar. Er það geysimikið og merkilegt rit, upphaflega skrif- að á dönsku og hefir legið að mestu 1 handriti í hálfa aðra öld. Hafa þeir Jón Eyþórsson, Pálmi Hannesson og Steindór Steindórsson þýtt bókína, og mun það verk allt með miklum ágætum. Útgefandinn ef Snæ- landsútgáfan. Verður vandað mjög til útgáfunnar, eins og hæfir þessari bók og höfundi hennar, er var einn hinn merk asti og fjölhæfasti afreksmaður. Bókin kemur væntanlega út síð- .sumars eða í haust. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guð jónssonar ræðst í útgáfu Bisk- upasagnanna, bæði gömlu sagn anna, sem Bókmenntafélaglð gaf út á sínum tíma, og þeirra, er hinn mikli fræðimaður, Jón nrófastur Halldórsson í Hítar dal skráði. Segir i þeim síðar nefndu frá íslenzkum biskupum 1 lútherskum sið frá siðáskiptum fram á daga höfundarins. Þessi nýja útgáfa verður um 100 arkir í stóru broti, og mun Vilhjálm ur Þ. Gíslason sjá um hana. Einnig er ráðgert, að Bóka útgáfa Guðjóns Ó. Guðjónsson- ar sendi frá sér í haust þr|ú lokabindin af ritsafni Jóns telja miklar líkur fyrir , Trausta. Verður I þeim ýmislegt, sem ekki hefir áður verið prent- að eða aðeins í blöðum og tíma ritum. Ný og vönduð útgáfa af Sturlungu mun væntanleg áður en langt líður. Stendur að henni nýtt útgáfufyrirtæki, en um út- gáfuna annast Magnús Finn- bogason, Jón Jóhannesson og Kristján Eldjárn. Útgáfa þessi verður prýdd mörgum myndum Carl Glick: Saga úr Kínverja- hveriínu í New York » í Reykjavík hafa nýlega orðið þær mestu óspektir, sem dæmi eru um í sögu bæjarins. Næst brezka sjóliðinu áttu hópar illa siðaðra unglinga hér í bæ mestan þátt í þess- um leiðinlegu atburðum. Hér er birt stutt grein eftir ame- rískan mann, þar sem sögð er gagnstæð saga um uppeldi og hegðun barna og unglinga af kynþætti, sem við, af- komendur norrænna víkinga og konunga, þykjumst sjálf- sagt hafa ráð á að líta fremur niður á. Eddie Wu var tólf ára gamall. Hann hafði ekki komið í skól- ann í eina viku. Loks fann lög- reglan í New York hann í garð við hafnarvirkin. Þar sat hann á bekk og horfði á skipin láta úr höfn. Þegar fyrir ungmenna- dómstólinn kom, sagðl dómar- inn: „Þú ert fyrsti kínverski dreng- urinn, sem ég hefi séð á þessum stað í tuttugu og þrjú ár“. (Hér má skjóta því inn í, að siðan þetta gerðist hefir ekkert kín- verskt barn lent í slíku.) „Hvers vegna straukstu úr skólanum?" Eddie Wu svaraði: „Kennarinn sagði, að við vær- um allir svo óþekkir. Hún sagði: „Þú kemur af stað sí- felldum vandræðum. Þú ert vondur drengur.“ Og þá hætti ég að koma 1 skólann til þess að valda henni ekki meiri óþæg- indum og leiðindum." Faðir drengsins hafði verið kvaddur fyrir réttinn til þess að vera viðstaddur yfirheyrsluna. Þegar hér var komið, sneri hann sér að dómaranum og mælti: „Göfugi herra,“ sagði hann. „Ég á sök á misgerðum drengs- ins. Það er ég, sem ekki hefi reynzt vandanum vaxinn, og allar ávítanir eiga að bitna á mér. Ég hefi ekki innrætt hon- um nóg^rækilega þær dyggðir, sem ég átti að kenna honum. Dæmið mig þess vegna til fang- elsisvistar. Ég hefi hvort eð er glatað sjálfsvirðingu minni.“ Dómarinn varð alveg forviða. Það var venjan, að foreldrarnir köstuðu allri sökinni á kennar- • ana, lögregluna eða félaga barnanna — alla aðra fremur en sjálfa sig. Dómaranum hefir sjálfsagt fundizt, að ekki þyrfti að gera meira veður en þetta út af til- tæki drengsins og lét hann , lausan við svo búið. En faðir hans var á öðru máli. Hann talaði ekki aukatekið orð við son sinn í tvo mánuði, tók af honum öll leikföng og leyfði honum ekki að stíga fæti út fyrir hússins dyr eftir að hann kom heim úr skólanum á dag- inn. Hvergi í allri New York eru af- brot unglinga svo fátíð sem í kínverska borgarhlutanum. Þau þekkjast varla. Og sama er að segja um kínversku borgar- hverfin í Boston, New Orleans, Chicago, San Francisco og Los Angeles. Hvers vegna? Vegna þess, að sé barn í kínverska borgarhlut- anum baldið á einhvem hátt, er það ætlð talin sök föðurins. Það er fyrsta og æðsta skylda sér- hvers föður við land sitt, sam- félagið og sjálfan sig, að ala börn sín upp á réttan hátt og vera þeim til fyrirmyndar um lýtalausa hegðun, eftir því sem hann framast má. Ef kínverskt barn temur sér ljótar venjur, hefir faðirinn glatað trausti og áliti meðal fólks síns, vina og allra, sem hann umgengst. Og þar eð sérhverjum Kínverja er frá frumbernsku kennt að elska og virða foreldra sína framar öllu öðru, gæta börnin vendl- lega að gera þeim ekki slíka hneysu, er ekki yrði úr bætt. Þegar kínversk börn eru að leikjum á götum úti eða i görð- um, er ávallt einhver roskinn maður, karl eða kona, á vakki nálægt þeim. Þessi maður gætir þess í kyrrþey, að börn geri ekki neitt það, sem þeim er óleyfi- legt, valdi hávaða eða þys, stofni til áíloga eða komi ruddalega fram. Hinum kínverska mann- félagi fyndist það óbærileg raun, ef börnin eða unglingarnir gerðu sig sek um uppivöðslu eða einhverja ósiðsemi á almanna- færi. Hvergi í heiminum finnast heimilisfeður, sem eru jaín hreyknir af fjölskyldu sinr.i og Kínverjar. f kínverskum borg- um og borgarhlutum sjást fleiri feður á ferli úti við með börn sín heldur en á nokkru öðru byggðu bóli. En svo strang- ur sem agi þeirra er, þá eru þess vart nokkur dæmi i stór- borgum Vesturheims, þar sem miljónir Kínverja búa, að kín- verskir foreldrar hafi verið kall- aðir til ábyrgðar. fyrir illa meo- ferð eða óviðurkvæmilega hörku við börn sin. Ef til vill er ein ástæðan til þess, hversu afbrot kínverskra barna í amerískum borgum eru sára-fágæt, sú, að þau hafa yf- irleitt fáar tómstundir til þess að temja sér óknytti. Þau eru mestan hluta dagsins í skóla — fyrst í hinum almennu skólum til klukkan þrjú á daginn, síð- an í kínverskum sérskólum frá klukkan fjögur til sjö. í þeim skólum er þeim kennd kín- verska og kínversk saga og sið- fræði Konfúsíusar og fleiri austurlenzkra spekinga og spá- manna. Lýtalaus hegðun, virð- ing fyrir foreldrunum og lög- hlýðni eru þær dyggðir, sem mest áherzla er á lögð í þessum skólum. Og allt þetta hefir kín- versku börnunum verið innrætt frá blautu bamsbeini. * Það vakti bókstaflega hið mesta írafár, undrun og blygð- un, þegar lögreglan i New York tók fastan lítinn kínverskan dreng árið 1936. Wu, faðir Edd- ies, sagði mér af því. „Það var hreinasta óham- íngja,“ sagði hann. „Snáðinn var ekki nema sex ára. Faðir hans hafði ekki lagt næga alúð við uppeldið. Hann var að leika sér uppi á húsþaki og fleygði þak- hellu fram af brúninni. Hún braut glugga á rakarastofu." Eigandinn varð æfur, og til þess að tryggja það, að hann fengi skaða sinn bættan, kvaddi hann lögregluna til og seldi drenginn henni í hendur. Faðir barnsins borgaði auðvitað tjón- ið, sem hlauzt af óhappi hans. Og þar með var málið úr sög- unni frá sjónarmiði lögreglunn- ar og rakarans. En þó fór því fjarri, að svo væri. Faðir drengsins varð eitt- hvað að gera til þess að bjarga virðingu sinni og áliti. Og það má með sanni segja, að rakarinn varð meira en lítið undrandi, þegar Kínverjar víðs vegar úr borginni tóku að flykkj- ast í rakarastofu hans og biðja hann að klippa — og það hvort sem þeir þurftu þess eða ekki. Þetta voru þá ættingjar föður- ins. Sjálfur borgaði hann brús- ann. Þetta var það ráð, sem hon- um hafði dottið 1 hug til þess að bæta fyrir brot sitt, að' svo miklu leyti sem fyrir það varð bætt. Þanníg hugsa Kínverjar, og svo alvarlegum augum líta þeir á framkomu sína og sinna. Meðal slíkra manna er varla unnt að hugsa sér tíð afbrot og óknytti unglinga. af sögustöðvunum og vel úr garði gerð á allan hátt. Bókaútgáfan Lelftur er að vinna að stórri bók um lýðveld- isstofnunina. Er hún skráð af GLsla Sveinssyni og mönnum þeim, sem skipuðu lýðveldishá- tíðarnefndina. í henni verða 400—500 myndir frá þessum sögulegu tímamótum i lifi þjóð- arinnar. Helgafellsútgáfan hefir mörg stórvirki á döfinni. Er þar fyrst að geta skrautútgáfu á ljóðum Jónasar Hallgrimssonar, í til- efni af 100 ára dánarafmæli hans, Tómas Guðmundsson sér um þá útgáfu. Verður svo mjög til vandað, að ékki hafa önnur skáldverk komið út I glæsilegri búningi hér á landi. Þá kemur innan skamms skrautútgáfa af Njálu, prýdd fjölda teikninga eftir Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason og Snorra Arinbjarnar. Hafa ýmsar þeirra mynda verið til sýnls hér i Reykjavík. Halldór Klljah Lax- ness annast útgáfuna. Jafnframt er elnnig á döfinni forkunnar vöndúð útgáfa á Landnámu, prýdd myndum og litprentuðum uppdráttum. Ein- ar Arnórsson sér úm útgáfuna. Enn er að geta bókar um manninn, hins merkilegasta fræðirits. Þetta er gríðar- stór bók, búin um 500 skýring- armyndum. Ritstjóri er Gunn- laugur Claessen, en með honum hafa fjölmargir læknar unnið að þýðingu bókarinnar og samn- ingu. Þá er Helgafellsútgáfan að hleypa af stokkunum heildar- útgáfu af ljóðum Stefáns frá Hvítadal. Um hana annast Tóm- as Guðmundsson. Loks er ritsafn Þorgils gjall- anda, er áður hefir verið frá sagt í Tímanum, væntanlegt í haust. Verður í því margt, er eigi hefir áður birzt. Arnór Sig- urjónsson annast útgáfuna. ísafoldarprentsmiðja hefir einnig mjög margt á prjónun- um. Þar er fyrst að geta bókar eftir Pál Eggert Ólason um Jón Sigurðsson. Þá er í prentun heildarútgáfa á ljóðmælum og þýðingum Matthíasar Jochums- sonar, ritum Kristínar Sigfús- dóttur og ljóðum Jóns Magnús- sonar. Verður í þessu síðasttalda heildarsafni mikið af ljóðum, sem ekki hafa áður birzt. Allar þessar útgáfur munu vel og virðulega úr garði gerðar. Skáldsögur og ljóðabækur eft- ir sum helztu núlifandi skáld okkar eru einnig í prentun, og verður ef til vill síðar sagt nokk- uð frá því. Að þessu sinni skál aðeins getið stórrar skáldsögu eftir Guðmund Gíslason .Haga- lín, er heitir Móðir íslands, gef- in út af Bókfellsútgáfunni. Þessi saga gerist í einu úthverfi Reykjavíkur á hernámsárunum. * Mörg fleiri merkisrit eru auð- vitað á döfinni, bæði frá bóka- útgefendum hér í Reykjavík og einnig á Akureyri og víðar, enda verður þetta ár sennilega eitt mesta bókaútgáfuár á landi hér — „bókaflóðið", sem sumir kalla og amast heldur við, jafnvel enn meira en árið 1943 og 1944. Bókhneigt fólk þarf þvi ekki að kvíða því, að það fái ekki nóg nýtt að lesa og hafi ekki úr talsverðu að velja, þegar líður á árið og árangur af elju rithöf- unda, útgefenda og prentara kemur til fulls í dagsljósið. Á hinn bóginn má búast við, að þessar bækur verði nokkuð dýr- ar, þótt bókaverðið sé ákveðið af verðlagsyfirvöldum, enda mála sannast, að tilkostnaðurinn er ótrúlega mikill. En bót er í máli, að þeim peningmn, sem varið er til bókakaupa, er ekki á glæ kastað — ef vel er vandað bóka- valið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.