Tíminn - 18.05.1945, Page 4

Tíminn - 18.05.1945, Page 4
4 IÍM1M, föstiidaginn 18. maí 1945 37. bla» Hvers eiga Fínnar að Eitir Gunnlaug Pétursson i. Ekki veit ég, hvort þorri ís- lenzkra alþýðumanna hefir tek- ið eftir því, sem gerðist hér í Reykjavík 1. þessa mánaðar. Víst ætti þó svo að vera, því að þann dag tókst verkalýðsleið- togunum að ginna verkalýðinn til að verða sér til verulegrar minnkunar með háttleysi í framkomu. Ættu íslenzkir al- þýðumenn vel að muna það at- vik. 1. maí er hátíðisdagur verka- lýðsins. Þann dag efna verka- mannasamtök hvarvetna til há- tíðahalda, með hópgöngum og ýmiskonar mannfagnaði. Verkalýðsbaráttan er frelsis- barátta í eðli sínu og hefir lengst af verið barátta lítilmagnans gegn ofureflinu, þó komið hafi fyrir, að hún hafi fengið á sig misþarfan hrokasvip. Verkalýðs- baráttan á alla sína samúð að þakka frelsisbaráttunni og allt misjafnt, sem henni er fyrir- gefið, fyrirgefst henni einvörð- ungu vegna þess tilgangs, að rétta hlut þess, sem hallað er á. Af þessu hlýtur framkoma verkalýðsleiðtoganna að eiga að markast. 1. maí s. 1. stóð alveg sérstak- lega á. Þá voru úrslit Evrópu- striðsíns fyrirsjáanleg, og mikl- ar líkur voru til að telja mætti á fingrum sér dagana unz henni lyki með fullum sigri Banda- manna. Þetta hlaut að hafa sín áhrif á hátíðahöld verkamanna þenna dag, ekki sízt hér á fs- landi, þar sem hinn sameiginlegi málstaður Bandamanna á hug íslendinga allan. Verkalýðsleið- togarnir töldu sig skilja þetta, en þeir skildu það ekki rétt. Þeir ákváðu að láta fögnuð sinn yfir fyrirsjáanlegum endalokum Ev- rópustríðsins í Ijós með því að ganga fylktu liði fyrir sendi- herra Rússlands, Bandaríkjanna og Bretlands. Margar þjóðir Bandamanna eiga fulltrúa hér í Reykjavík. Hví var þá ekki farið heim til beirra allra? Jú, það er auðskil- ið. Þá hefði dagurinn allur farið í það ferðalag og enginn tími unnist til flokkslegs áróðurs. Þess vegna varð að takmarka tölu þeirra þjóða, sem heiðraðar voru. Margur kann að spyrja hví verkalýðsleiðtogarnir kusu ekki fremur að ganga heim til full- trúa frændþjóðanna, hinna kúg- uðu smáþjóða, Dana, Norð- manna og Finna. Er eðlilegt að svo sé spurt, og það í fullri alvöru. íslendingar hafa ávallt talið sig Norðurlandaþjóð og þeir eru smáþjóð. Þeir hafa fengið að reyna kúgun og þrengingar og ættu að skilja hvað það er, að þola slíkt. Virtist því liggja næst að samfagna Norðmönnum og Dönum, sem senn myndu end- urheimta frelsi sitt, og sýna Finnum samúð, en þeir hafa greinilega orðið harðast úti af Norðurlandaþjóðunum, svo að ekki sé lengra jafnað. Þeir urðu fyrstir Norðurlandaþjóðanna fyrir árás, vörðust vel en voru ofurliði bornir og urðu að lúta nauðungarfriði. Ólán þeirra var svo mikið, að þeir voru fljótlega aftur knúðir út í stríð, færðu bungar fórnir, voru, enn ofur- liði bornir og urðu að sæta afar- kostum. Það var því full ástæða til að reykvískir verkalýðsleiðtogar heiðruðu frændur sína, Norður- landamenn, hina kúguðu smæl- ingja, enda má fullyrða að það hefði verið í samræmi við hug- arþel meginþorra verkamanna. En svo var ekki gert og sjálf- sagt liggja til þess margar ástæður. Ég vil aðeins nefna | tvær. Það er vafalaust stærsta ástæðan, að íslenzkir kommún- istar vildu fá tækifæri til að ganga á fund sendiherra Rúss- lands, hins útsenda biskups frá páfagarði þeirra trúarbragða. Önnur ástæða er ofmetnaður hinna íslenzku verkalýðsleið- toga, síðan þeim tókst að breyta íslenzkri verkalýðsbaráttu I valdabaráttu. Síðan hafa þeir sterkari samúð með máttugum sigurvegurum en kúguðum smælíngjum. Var þá Norðurlandaþjóðunum alveg gleymt? Nei, ónei. Dönum og Norðmönnum voru sendar laglega orðaðar kveðjur frá hóp- fundi á Lækjartorgi. En Finnar gleymdust. n: Þau ánægjulegu tíðindi hafa gerzt,að ríkisstjórn íslands hefir tekið að sér forustu um fjár- söfnun til líknar bágstöddum Dönum og Norðmönnum. Skal söfnun þessi standa hálfan mánuð. Mætti ef til vill líta svo á, að samherjarnir í ríkisstjórn- Oít á vorín svatínar sungn . . .. Á hverju vori jlytja hundruð íslendinga í tjöld og skúra víðs vegar um sveitir og heiðar landsins. Þetta eru vegavinnumennirnir — mennirnir, er á undanförnum áratugum hafa lagt og rutt akbrautirnar um svo til þvert og endilangt landið, alls 5—6 þús. kílómetrar, aðallega á tuttugu árum. Oft er líf vegavinnumannanna erfitt og volksamt, ekki sízt í rigninga- og kuldatíð, en margar skemmtilegar minníngar munu þó flestir þeir, er í vegavinnu hafa verið, eiga frá þeim stundum. Og mikið á þjóðfélagið þess- vm sannnefndu brautryðjendum að þakka. Nú er einmitt sá tími kominn, er vegavinnumennirnir taka að reisa tjöld sín og hefja sumarstarfið. Enn er hakinn og stunguskóflan og kvíslin aðalverkfœrin, sem vegavinnumönnum eru fengin í hendur, en samt hafa ný og stórvirkari vinnutœki komið til sögunnar á síðustu árum og veröa œ fleiri tekin til notkunar. Þá œtti að koma nýr fjörkippur í vegagerðina, svo að á tiltölulega fáum árum verði hœgt að leysa brýnustu verkefnin á sviði vegamálanna. Þessi mynd er af tjaldstaö á Holtavörðuheiði. Tjöldin hafa verið reist á berum melnum, því að á betra hejir ekki verið völ. Við getum hugsað okkur, að ráðskonan, rjóð og þrifleg búi í tjaldinu, sem prýtt er með hrlsl- unni. inni væru hér að bæta fyrir háttleysi verkalýðsleiðtoganna frá fyrsta maí. * * * Menn eru að vonum farnir að þreytast á hversdagslegum sníkjum ýmissa félagssamtaka hér í bæ, og raunar víðar. Væri illa farið ef þeir smámunir yrðu til þess að draga úr framlagi manna til hjálparstarfsins, og slíkt má ekki verða. Og hér er ekki um venjuleg samskot að ræða. Hér er enginn beðinn að gefa. Hér er ekki einu sinni verið að biðja menn að lána. Hér er blátt áfram verið að gefa mönn- um tækifæri til að greiða eina afborgun af skuldinni, sem safn- azt hefir undanfarin fimm ár. Sú skuld er stór og verður seint greidd að fullu. Mönnum kann að virðast það lítið, sem við megum missa, sam- anborið við þörf hinna soltnu og klæðlausu. En mannúðina munar um viðurkenninguna eina. Og við þurfum ekki að láta okkur detta í hug, að við látum af hendi eins mikið og við meg- um missa. Því marki náum við aldrei. Skyndisöfnunin á að standa hálfan mánuð. Það minnsta, sem hver einstaklingur getur boðið, er sú fjárhæð, sem hann eyðir í munað þann hálfa mánuð, sem söfnunin stendur yfir'. Áfengis- kaup íslendinga námu að með- altali nálægt 1,25 miljónum króna hvern hálfan mánuð í fyrra. Það er tæplega meira en áttundi hver maður, sem áfengi kaupir svo nokkru nemi. Þetta máttu þeir missa fyrir áfengi í fyrra. Hvað er þá um allan ann- an munað? Við skulum áætla í flýti og margfalda 1,25 milj. með átta. Útkoman verður 10 miljónir króna. Það virðist því vera sú minnsta fjárhæð, sem við get- um boðið. Hí ifc Hí Ríkisstjórninni hefir ekki tek- izt að leggja skyndisöfnunina fyrir á þann hátt, að um hana gæti skapast einhugur. Henni tókst ekki að bæta fyrir brot verkalýðsleiðtoganna frá fyrsta maí. Enn gleymdust Finnar. Danir og Norðmenn eru í hópi sigurvegaranna. Finnar eru sigr- aðir. Finnar hafa sennilega orð- ið fyrir svipuðu eignatjóni og hinar Norðurlandaþjóðirnar og liklega mun meira manntjóni. Þar á ofan hafa Rússar gert sér ríflegan hlut af eigum Finna í sigurlaun, og frelsi Finna^ er verulega og varanlega skert. Samt man íslenzka ríkisstjórn- in ekki eftir Finnum, þegar hún gengst fyrir fjársöfnun handa bágstöddum Norðurlandabúum. Enn er hægt að bæta úr ágöll- unum. Enn er hægt að skapa fulla eiftjngu um skyndisöfnun- ina. Ég skora því á ríkisstjórn- ina að tilkynna þegar í stað, að söfnunin sé framlengd um eina viku, upp í þrjár vikur, og inn- komnu fé verði varið jafnt til hjáipar bágstöddum Dönum, Norðmönnum og F i n n u m. Reykjavk, 15. maí 1945. Bróðnrhngnr í Morapnblaðinu frá 27. apríl er grein eftir S. B. — ekki samt frá Vigur —, þar sem rætt er um nauðsyn þess, að góð samvinna og velvilji sé ríkjandi milli sveitafólks og kaupstaðarbúa. Um leið og höfundur réttilega undirstrikar nauðsyn þessa, leyfir hann sér að halda því fram, að Framsóknarflokkurinn hafi fyrr og síðar spillt því, að þessi samvinna gæti verið góð, og að hann hafi alið á rógi milli sveitafólksins og Reykvíkinga. Hér er farið með þá fjarstæðu, að ekki er rétt að láta hana vera ómótmælta. Staðreyndum er snúið við. Það eru blöð Reykvík- inganna — bæjarblöðin — svo og margir af ráðamönnum bæj- armannanna, sem fyrr og slðar hafa hagað sér, eins og þeir vildu mynda sem mest dj úp milli sveitafólksins annars vegar og Reykvíkinga hins vegar, og skulu nokkur dæmi nefnd og þó fá. Einu sinni komu fulltrúar samvinnufélaganna á aðalfund sinn eins og þeir gera árlega. Þá sagði eitt blaðið frá því, og að hann væri vel sóttur, en bætti svo við, að því verr gæfust heimskra manna ráð, sem fleiri væru saman. Vinsamleg kveðja það, og vel fallin til að efla bróðurhugann. Þegar nokkuð á þriðja hundr- að manna var komið á aðalfund Framsóknarflokksins, langflest- ir sveitamenn, þá birti eitt blað- ið hina svokölluðu mosagrein, þar sem sveitafólkinu var borið á brýn, að það væri skítugt og lúsugt og svo framvegis, og því stillt upp sem andstæðum Reyk- víkinga. Þá komu þó nokkuð yfir 70% af börnum í reykvíska barnaskóla með lús. Vinsamleg kveðja það, eða er ekkí svo, S. B.? Einu sinni var stungið upp á því að gera Reykjavík að ríki i jríkinu, með sinn eigin sjóð, og I átti þetta að vera af því gert, að 1 Reykvíkingar stæðu svo til ein- jir undir landsþörfunum. Landið utan Reykjavíkur væri ómagi á . baki Reykvíkinga, sem þeir ættu að losa sig við. Viturlegar tillög- ur það, , og til þess gerðar að bæta samlyndi. Eða er ekki svo? j Af heilbrigðisyfirvöldunum var fyrirskipað að eyðileggja kjöt, sem skemmzt hafði við geymslu og i flutningum milli hafna, og var það gert. Hvað sögðu blöðin þá, og hvað sögðu þingmenn bæjarmannanna? Það var nú margt skrítið. Þau báru bænd- um á brýn, að þeir hefðu gert kjötið ónýtt viljandi, til þess að kaupstaðarbúar gætu ekki borð- að það. Þeir fullyrtu, að skemmdirnar væru bændunum að kenna, og að ríkissjóður hefði greitt þeim kjötið fullu verði. Finnst ykkur þetta ekki vinsamlegar bróðurkveðjur? En hvað er sagt, þegar fiskur skemmist? Hvað var sagt .við útgerðarmanninn, sem henti fiskinum sínum óskemmdum í sjóinn á ísafirði, af því að hann fékk ekki að láta skip sitt sigla ofhlaðið með hann til Englands, fékk ekki að brjóta landslög? Það mun eitt blað hafa minnzt á þetta. Hin þegja öll. Hvað var sagt við ríkisstjórnina, sem tók Lagarfoss af Eimskip til fisk- flutninga, þrátt fyrir brýna þörf á því að hafa hann í aðdrætti til landsins, og þrátt fyrir það, þótt kunnugir réðu frá því og teldu, að fiskur í honum mundi skemmast, eins og nú hefir komið á daginn? Þessi eina ferð, sem hann hefir farið, gekk þannig, að mikill hluti farmsins varð ónýtur og varð að fleygja honum. En hvað sagði þá Morg- unblaðið? Það þagði, og þvi datt ekki einu sinni í hug að víta það, þótt nýjum, óskemmdum fiski væri hent á ísafirffi. Sjá menn muninn? Öðrum er út húðað fyrir sjálfsagða fram kvæmd, en við öðrum er ekki blakað fyrir svíVirðilegan verkn að,þ.e.að fleygja í sjóinn nýjum, óskemmdum fiski, gersamlega að þarflausu. í vetur voru um skeið stór- hríðar og hlóð niður snjó. Vegir urðu ófærir og ekki komst til bæjarins nema nokkur hluti af þeirri mjólk, sem átti að fara þangað. Haldið þið þá ekki, að blöðin hafi sagt lesendum sínum hreystisögur af bílstjórunum, sem stundum voru hátt á ann- an sólarhring að reyna að koma mjólkinni til bæjarins og oft lágu úti í bílunum? Nei, ónei. Þá létu forráðamenn Morgun- blaðsins nota einn morguninn, þegar uppstytta var, og taka mynd af fólki, sem beið við eina mjólkurbúðina, og sagði, að svona væri nú mjólkurskipulag- ið gott, enda væri ekki á góðu von, því að séra Sveinbjörn hefði sagt, að þaff gleddi sig, aff kerlingarnar fengju ekki mjólk. ÁÐUR EN LANGT LÍÐUR verður farið að hleypa út kúnum. Margur, sem í sveit er alinn, minnist þess, hver viðburður það þykir á hverjum bæ, þegar kýrnar koma undir bert loft í fyrsta sinn eftir meira en þrjátu vikna innistöðu. Jafnvel gamlar kýr ráða sér ekki fyrir fögnuði og bregða á leik, þegar þær finna ilm vorsins í vitum sér og hinn þröngl fjósbás er allt í einu orðinn að víðum velli og skuggalegt rjáfur að óendanlegum himingeimi. Hvað þá ungviðin, sem fædd eru í innistöðu vetrarins og al- drei fyrr hafa séð veröldina utan fjós- dyra? SÁ, SEM FER UM LANDIÐ á vorin, verður þess var, að kúnum er misjafn- lega snemma hleypt út. Fer þetta auð- vitað nokkuð eftir mismunandi hlý- indum og gróðurfari í byggðum lands- ins. En í sömu sveit getur líka verið sinn siður á hverjum bæ í þessu efni. Það fer eftir búskaparlagi hvers bónda og einnig eftir því, hvernig heyin eru ár hvert. Þó hygg ég, að það sé betri búmennska, að fara ekki að beita kúm fyrr en orðið er vel gróið, a. m. k. ef sæmilega gott fóður er til í hlöðunni. Þess eru víst ýms dæmi, að kýr geld- ist tilfinnanlega, þegar þær koma út á vorin, og séu þá lengi að ná sér, hvað þá að komast í fulla sumarnyt, og það er tilfinnanlegt, því að grasið í bithögunum er jafn dýrt, hvort sem þær mjólka vel eða illa. ÞAÐ ER HÖRMULEGT að eiga lág- mjólká kú, af hverju sem það kemur. Stundúm er orsökin sú, að kýrin fær of lítið eða óheppilegt fóður eða lé- lega aðhlynningu. Það er þó ekki víst, að hún liði beinan fóðurskort, þótt hún fái ekki það fóður, sem þarf, til að komast í þá nyt, sem henni er ásköpuð. Nythæð kúa fer líka mikið eftir ætterni, og hafa menn einkum veitt því athygli á síðari tímum. Sum kúakyn eru einkum til þess löguð að safna holdum, en önnur til að breyta 'óðrinu í mjólk. Nythæðin er ekki sinhlýtur mælikvarði á afurðamagn kúnna, því að mjólk er misjafnlega feit og að því skapi verðmætari sem hún er feitari. í SÍÐASTA Búnaðarriti hefir Fáll Zóphóníasson ráðunautur skrifað mjög merkilegar greinar um kynbætur aautgripa hér á landi. Fara á eftir "'msar upplýsingar úr þessum greinum. 4xin 1942 og 1943 hafa nautgripafélög- in að jafnaði verið nálega hundrað á á öllu landinu eða tæpur helmingur af hreppatölunni. En á skýrslum þess- ara félaga byggir ráðanauturinn rann- sóknir sínar og niðurstöður að miklu leyti. Svo er að sjá að á síðastliðnum sex árum hafi um þriðjungur bænda verið í þessum félögum og kúatala þeirra um 9—11 þús. ár hvert að jafn- aði. Meðal ársnyt í nautgriparæktar- félögunum hefir verið minnst 2458 kg. og mest 2816 kg. á þessum sex árum. En nythæsta kýr mjólkaði 5159 kg. á árinu 1942 og 5242 kg. á árinu 1943. Hæsta fituprósenta fyrra árið var 4,90, en síðara árið 4,52. Eftir þessu geta menn gert sér í hugarlund, hvernig lélegustu kýrnar reynast. EITT ELZTA nautgriparæktarfélag landsins er í Hrunamannahreppi í Árnessýslu og eru birtar niðurstöður af skýrslum þess um fjörutíu ára skeið, fimm og fimm ár í senn. Meðalnytin og meðal-fituprósentan eru þar nokk- urn veginn stöðugt hækkandi. Fyrsta tímabilið er meðalnyt 2281 kg., en síð- asta tímabilið (1939—43) 3123 kg. Fitu- prósentan er 3,63 fyrsta timabilið, en 3,90 síðasta tímabilið. Sýnist þarna vera um mikla afurðaaukningu að ræða. EINN MERKILEGASTI kaflinn í grein Páls er um áhrif beztu kynbóta- nautanna á nythæð og mjólkurfitu kúnna, sem út af þeim eru komnar. í Dýrafirði hefir t. d. naut að nafni Hvanni (frá Hvanneyri) verið notað rúman áratug, svo að út af því eru nú margar kýr í sveitinni. Árið 1942 var meðalnyt Hvannadætra 3511 kg. og fituprósentan 3,92, en meðalnyt annarra kúa hjá félaginu 3117 kg. og fituprósentan 3,71. Þarna sýnist vera auðsær munur og um góða framför að ræða. Eitt bezta kynbótanaut 1 Hrunamannahreppi heitir Máni. í skýrslu Páls eru fjörutíu og sjö af dætrum Mána bornar saman við mœð- ur sínar, og er sá samanburður mjög fróðlegur. Af samanburðinum sést, að allar þessar fjörutiu og sjö systur, að tveim undanteknum, hafa hærri fitu- prósentu en mæðurnar og yfirleitt virðast þær vera nythærri eða ætla að verða það með aldrinum. „Meðal- Máhadóttir er — með núverandi verð- lagi um sjö hundruð kr. arðsamari en meðalkýr Suðurlandsundirlendisins," segir ráðanauturinn. GREINAR PÁLS, sem nú hefir ver- ið minnzt á, eru hollur lestur fyrir bændastétt landsins. í kúafáum og strjálbýlum sveitum er að vísu dýrt að eignast góð kynbótanaut og ala þau, en úr þeim erfiðleikum kann að verða fært að bæta, og enginn bóndi ætti að skella skolleyrum við því, sem reynslan segir þessu efni. Ljúkum við svo þessu tali í dag. Heimamaður. Hvað finnst mönnum nú um svona fréttaburð? Finnst mönn- um hann vera til að auka bróð- urhugann meðal sveitafólksins og Reykvíkinga? Þegar vetrarklakinn er að fara og vorið að koma, verða vegir oft illfærir og geta orðið ófærir, sé ekki sérstaklega hugs- að um að gera við þá. Þessar sjálfsögðu viðgerðir voru í vor dregnar svo á langinn á Suð- urlandsundirlendinu, að vegirn- ir urðu því nær ófærir. Bílar voru marga tíma að komast stuttan spöl. Öllum mjólkur- flutningum seinkaði, vegna þess hve bílar töfðust, og var þó aukabílum bætt í flutningana. Vegna þess vantaði mjólk_á sum- ardaginn fyrsta. Og hvað sögðu blöðin? Þau helltu sér yfir bændur fyrir aff láta vanta mjólk. Það var svo sem ekki ver- ið að tala um vegina eða reka á eftir því, að við þá væri gert. Nei, ónei. Það var látið vera. Það var ekki verið að tala um það, að á sama tíma sem bönnuð var umferð um Fljótshlíðarveg, svo að bændur gátu ekki komið mjólkinni frá sér, leyfði vega- málastjóri fólki úr Reykjavík, sem ætlaði að ganga á fjöll, að fara á bíl eftir veginum. Finnst mönnum þetta nú vera til þess að auka bræðraþelið milli sveita- fólksins og Reykvíkinga? Ég spyr. Það mætti telja upp dæmi lík þessum, sem gætu^ fyllt mörg blöð af Tímanum. Ég ætla mér það þó ekki, en sé þess óskað, Og svo kemur S. B. og fer að tala um, að Framsóknarflokkurinn má þó síðar nefna nokkur fleiri. ali á rógi milli sveitafólksins og Reykjavíkur. Hvílik fjarstæða! Ef S. B. meinar nokkuð af því, sem hann segir um þetta efni, þá held ég, að honum væri sæmra að byrja á því að reyna á bak við tjöldin að hafa áhrif á skrif blaðanna, sem hann getur haft áhrif á. Með því mætti vera, að hann gerði nokk- urt gagn. En með hinu gerir hann ekkert gagn, að látast vera að bera friðarorð milli sveita- fólks og Reykvíkinga, en gera það, að þvi er virðist, einungis i því skyni að fá tækifæri til að skrökva því upp, að Framsókn- arflokkurinn ali á rógi milli manna og hnýta í hann ónotum fyrir. Um skrif S. B. um þá Haf- stein á Gunnsteinsstöðum og Gunnar Bjarnason ætla ég ekk- ert að segja, en rangfærslur hans um orsakir til þess við- horfs margra manna gagnvart búskapnum, sem nú er ríkjandi, væri ástæða til að ræða nokkuð, því að þar er öllu öfugt snúið, eins og vænta mátti. Það mun þó ekki gert í þetta sinn, en ef til vill síðar. Bóndi. Hvftar P í ( n r H. TOFT Skólavörffustíg 5. Sími 1035. Askrlftargjald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurlrm.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.