Tíminn - 18.05.1945, Qupperneq 5

Tíminn - 18.05.1945, Qupperneq 5
37. blað TfMIIVlN, íftstndagiim 18. mai 1945 5 Um þetta leyti fyrir 169 árttm: Vilhelm Moberg: ... ' " ...——— ... .1— ■ . H'" ■ —■■ ■■-■■! Þnfnatilskipnuin íslendingar hafa aldrei verið sérstök ræktunarþjóð allt fram á þessa öld. Landnámsmennirn- ir komu hér að kostamiklu og gróðursælu landi, og munu enda hafa mjög á það treyst fyrst í stað, þótt sumum kæmi það í koll í hörðum árum. Þegar byggð festist, hefir þó sjálfsagt verið hafin nokkur ræktun að þeim sið, er ríkti í föðurlandi land- nemanna. En þótt akrar væru sánir, mun rányrkjan hafa verið meginundirstaða búskaparins. En þegar aldir liðu rýrnuðu landkostnirnir sem eðlilegt var, þegar ótæpt var á þá gengið, og í sama mund, sem þjóðin varð að ganga erlendu valdi á hönd, munu landsnytjarnar mjög hafa verið skertar orðnar og sumir skógar eyddir af skefjalausu skógarhöggi og kolagerð, en aðrir í mikilli afturför. Það ber því að í senn, að búskapurinn gerist örðugri en áður og að þjóðinni kreppir af öðrum ástæðum, landfarsóttum og fleiru. í stað þess, að minnkandi landsgæði séu bætt upp með ræktun, færist deyfð yfir bún- aðinn, Idbrnyrkja leggst niður eftir fimm alda búfestu í land- inu. Að svo miklu leyti, sem menn reyna að bæta sér upp rýrnun landkosta, beinist það að aukinni sjósókn, enda mjög sótt eftir sjávarafurðum af hálfu útlendra kaupmanna. Meðal annars sá kirkjuvaldið hilla þar undir skjótfengnari gróða en náð varð á annað hátt. Við þetta sat langa hríð, unz enn syrti í álinn með verzlunar- einokun, nýjum stórsóttum, eld- gosum og hallærum á alla grein. Allt gekk úr sér. Mannvirki hrörnuðu, fólki fækkaði, kvik- fjárrækt var algerlega ofurseld veðráttunni, og varla var fram- ar neitt það til, er kallazt gæti jarðrækt. Sumir sáu og skildu, hvert stefndi. En lengi vel var eymd- arsónninn einráður. Um miðja 17. öld sendi þó Vísi-Gísli kon- ungi endurbótatillögur sínar, í lok 17. aldár skrifaði Páll Vída- lín rit um viðreisn íslands, Deo regi, patriæ (Guði, konunginum, föðurlandinu), og um aldamótin 1700 byrja stjórnarvöldin að leita ráða um endurreisn i land- inu. Það, er fyrsta sporið í áttina til bættra lífskjara þjóðarinnar. Það hefir kostað tvö hundruð og fimmtíu ára baráttu, líf og orku sjö eða átta kynsslóða, að ná þangað, sem við erum nú komnir. Nú líður ekki á mjög löngu, unz merk tíðindi gerast. Árni Magnússon og Páll hefja ferðir sínar um landið í byrjun hins nýja aldarháttar, Harboe Sjá- landsbiskup kemur til þess að blása nýjum lífsanda í andleg mál laust fyrir miðja öldina og loks rís Skúli Magnússon upp til hinnar tvíþættu baráttu sinn- ar, gegn Hörmöngurunum og fyrir nýjum atvinnuháttum, er þó stefndi öll að einu marki. Eggert Ólafsson er tekinn til starfa og hefir ort Búnaðarbálk, og skömmu síðar er Niels Horrebow hér og leggur fram tillögur um akuryrkju, plægingu túna og ræktun nýrra grasteg- unda. Upp úr því voru sendir hingað erlendir bændur með ýms áhöld til þess að standa fyrir jarðyrkjutilraunum, þótt lítið gagn yrði að þeim flestum. Um sama leyti komst á hreyfing um matjurtaræktun í landinu og bætta nýtingu áburðar og fleiri nýjungar eru ofarlega á baugi. Árið 1770 er svo skipuð landsnefnd til þess að gera til- lögur um ýmislegt, er orðið gæti landi og þjóð til viðréttingar. Verður þessi saga ekki lengra rakin, en aðeins getið eins máls, þúfnatilskipunarinnar svo- nefndu, frá 13. maí 1776, hinar fyrstu lagasetningar um jarð- rækt á íslandi, er var einn árangurinn af starfi lands- nefndarinnar og eftirmanna hennar. f tilskipun þessari bauð kon- ungur, að öll tún í landinu skyldu girt með görðum úr grjóti eða torfi og var hverjum bónda gert að skyldu að hlaða sex faðma grjótgarð eða átta faðma torfgarð á ári fyrir sig og svo hvern verkfæran karlmann á hans heimili. Væri meira hlaðið, skyldu veitt einskonar verðlaun fyrir, en sekt krafin, ef mis- brestur varð, og afarkostir, ef þverskallazt var við. Jafn- framt var svo kveðið á að slétta skyldi sex ferhyrningsfaðma 1 túni fyrir hvern verkfæran karl- mann og grjót flutt burt úr grýttum túnum. Voru sett fyrir- mæli ýms um vinnubrögð við þessar nýjungar. Loks var verð- launum heitið fyrir kornyrkju og garðrækt. Fylgdu þessum reglum fyrir- mæli til yfirvaldanna um gott og örugt eftirlit. Með þessari tilskipan var að því stefnt að friða og slétta öll tún í landinu á tiitölulega stutt- um tíma. Var henni dreift út um allar byggðir landsins, lesin upp á mannamótum og síðar var hún tvívegis endurprentuð, í sambandi við Atla Björns í Sauðlauksdal og verzlunartil- skipunina 1787. Framfarahugur var talsverð- ur í landinu, en þó ekki almenn- ur. Alþýða tók tilskipuninni þvi heldur þunglega. Henni óx í augum að uppfylla verkskyld- una, enda almennt kunnáttu- leysi um þessi nýju vinnubrögð og verkfæri engin til þess að vinna með. Þar á ofan bættist svo skilningsleysi á gagnsemi oúnaðarumbóta. Hér fór því svo sem vænta mátti, að fæstir framfylgdu fyr- irmælunum, sizt um þúfnaslétt- unina. Fór fljótt að bera á klögu- málum, en þó linlega gengið fram í því, að konungsboði þessu væri hlýtt. Rothöggið var svo Móðuharðindin, ofan á þær fórnir, sem útrýming geigvæn- legs sauðfjárkláða úr fjölmenn- um héruðum kostaði. Var þá þegar tilslökun gerð um þúfna- sléttunina. Árið 1785 urðu stiftamtmanna skipti og settist Levetzow í emb- ættið. Hugðist hann að láta að sér kveða, meðal annars með því að ganga strangt eftir að fyrirmælum þúfnatilskipunar- innar væri hlýtt umyrðalaust. Bauð hann sýslumönnum að sekta bændur, er vanrækslu hefðu sýnt. Urðu kotbændur ýmsir æði smeykir, er nú átti að fara að gægjast niður í syndapoka þeirra eftir níu ára frið. En aðrir, sem meiri voru fyrir sér, risu upp gegn þessu og báru fyrir sig ýms stjórnar- bréf. Varð út af þessu talsvert stímabrak, sem endaði með þvi, að stjórnin fyrirskipaði, að aft- ur skyldi skilað öllu sektarfé. Eftir það mun lítið hafa úr því orðið, að tilskipuninni væri framfylgt, heldur má telja hana bar með úr gildi fallna. Þótt svona færi, verður þúfna- tilskipunin alltaf talið merki legt spor í búnaðarsögu íslend- inga'. Það voru fyrstu jarðrækt- arlögin, og þrátt fyrir andúð, sem þau sættu — og ekki var nema að vonum á þeirri tíð —, hafa þau haft mikil óbein áhrif, leitt athygli manna að kostum friðaðra og sléttra túna og búið hugi manna undir hið nýja, stóra átak, sem beið seinni kyn- slóða, er voru þó það betur sett- ar, að þær höfðu ristuspaðann til þess að beita á þúfurnar. Okkur finnst kannske lítið til um þau vinnubrögð nú, þegar dráttarvélar, plógar og herfi eru komin til sögunnar. En gömlu mennirnir, sem í æsku sinni stóðu kengbognir í flaginu við að rista ofan af, pæla og þekja, vita og skilja. hversu mörg hand tök og svitadropa það kostaði allt og hversu mikill sigur hver fimmtíu faðma sléttá var. Og við skulum þá ekki heldur litils- virða þá forfeður okkar, sem fyrir 160—170 árum réðust fyrstir á þúfurnar og bogruðu í sex faðma flaginu sinu með hnalla og beinasleggjur, þegar eldmóðan var í þann veginn að leggjast yfir landið. Þeirra þraut hefir kannske verið sýnu mest, því að þeir gengu til verks með svo til berar hendurnar. Vinir Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Timanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Eiginkona FRAMHALD taka hana hreint og beint frá þér — ég lofa því, gættu þín bara. Það er ekki rétt, að hún skuli hafa haldið áfram að sofa þarna inni hjá þér. Það er hróplegasta ranglætið í allri veröldinni .... Páll talar einn, hann bókstaflega ólgar af löngun til þess að segja Hákoni trúnaðarmál sín. Augun synda í brennivíni, og hann gasprar og gortar og veit ekki lengur, hvað hann segir. — Margrét getur hitað manni í hamsi, skaltu vita. Margrfet getur hitað karlmanni í hamsi. Hákon sprettur upp af bekknum. Það er slikt kast á honum, að hann er rétt búinn að velta um slagborðinu, sem þeir sitja við. — Hvers vegna rýkurðu upp? Setztu aftur. Hákon er náfölur, en stillir sig og afsakar sig með þvi, að hann þurfi að bregða sér snöggvast út. Svo eltir Páll hann út á hlaðið, því að hann vill láta hann koma inn með sér aftur. Þeir verða að drekka síðustu skálina, því að nú er komið mið- nætti, og þeir hafa stritað og þjórað saman allan daginn. — Og við skulum líka gefa Margréti bragð. Komdu inn. En Hákon fer ekki aftur inn upp á þau býti. Hann nötrar allur frá hvirfli til ilja. Hann þolir ekki meira brennivín i kvöld, segir hann — honum er þegar orðið flökurt. Páll togar í handlegginn á honum. — Við skulum gefa konunni minni bragð í rúmið. Komdu. Þeir standa báðir úti á hlaðinu í fölu næturhúminu.. Páll heldur svo fast við uppástungu sína, að Hákon starir undrandi á hann: Býr eitthvað sérstakt á bak við þetta? Hvers vegna vill Páll endilega draga hann inn til Margrétar, sem ætti að vera sofnuð fyrir löngu? Ætlar hann að fara með hann inn til hennar til þéss að reyna þau — til þess að sjá, hvernig þeim verður við? Og heitur straumur fer um Hákon: Páll er að látast, hann þykist vera drukknari en hann er í rauninni. Hann veit eitt- hvað um þau Margréti. Það hefir sézt til þeirra og Páli gert viðvart. Þá er það sjálfsagt ekki nein tilviljun, að þeir settust hér að sumbli eftir erfisdrykkjuna í kvöld — þá hefir hann stofnað til hennar af ráðnum hug, þessarar brennivínsdrykkju. Páll ætlar sér að fylla hann, svo að hann komi upp um sig.. Hefir Hákoni ekki líka verið eitthvað undarlegt innan brjósts allan tímann? Og Páll jstarir á hann stjálgum augum, sem eru líkust hörðum, hvítum hnöppum í höfðinu á honum. Er ekki eitthvað ógnandi í þessum augum? Felst ekki grimmileg heit- ing í hverju orði hans? — Neitar þú að koma inn, Hákon Ingjaldsson? Ert þú ekki góður granni? Nú er hann til fulls kominn að því, sem hann ætlar sér, nú spyr Páll hreint og beint, hvort hann sé góður granni. Það er bezt að vera við öllu búinn. Hann vill ekki koma upp um sig, og hann vill ekki láta ginna sig inn til Margrétar og hræða hana um miðja nótt. En nú virðist Páll hafa gleymt brennivíninu, sem konan hans átti að fá. Hann fer að tala um krafta sína og hæla sér af þeim. Hann er kannske ekki manna hæstur í loftinu, en hann á krafta í kögglum. Vill Hákon koma í eina bröndótta? Hann er minni vexti, en það er enginn kominn til þess að segja, hvor þeirra það verður, sem liggur flatur með nefið upp í loftið. Hann hefir lagt stærri karla en Hákon á bakið, því að það er lika undir brögð- um komið. Já, Páll er vel að manni, þó að hann segi sjálfur frá — hann bar áreiðanlega vel sinn hluta af kistunni í dag — það hlaut Hákon að hafa fundið. Nei, það er ekki tilviljun — ekk^rt af þessu er tilviljun. Páll ætlar áreiðanlega að láta til skarar skríða, og hann er svo slunginn og aðsjáll, að hann byrjar á því að skora á hann 1 glimu. Og fái hann sínu framgengt, sér hann sjálfsagt um það, að gamanið gráni. Já, þetta hlýtur að vera bragð frá hans hálfu — það er líka allt undir brögðunum komið. Já, ef hann fengi bara að berjast víð Pál um konuna þarna inni — eins og maður við mann! Það var ekkert sem Hákon vildi fremur. Glíman freistar hans, eldur brennivinsins logar í hverri taug, hann finnur vöðvana þrútna .... En hann vill ekki rasa að neinu, hann vill fyrst vita með vissu, hvað það er, sem Páll vill .... — Ertu líka of góður til þess að koma í eina bröndótta? Páll er með hníf við beltið, en Hákon hefir skilið sinn eftir heima. Ef hér er alvara á ferðum. Páli er vopnið allt of tiltækt. — Erum við vinir? Eða eigum við að berjast? spyr hann. — Við erum vinir, segir þá Páll. Það drafar í honum, hann slengdist aftur á bak upp að húshorninu og skorðar sig þar. Svo snýr hann alveg við blaðinu: Svo sannarlega voru þeir vinir. Og Hákon hjálpar honum, svo að hann komist yfir þrösk- uldinn, og hann afsakar sig með því, að hann sé svo illa á sig kominn, að hann geti ekki glímt í kvöld. Þannig sleppur hann að lokum frá Páli. Og hann fer frá honum hryggur yfir því, sem fyrir hann hefir borið. Það var þá ekki alvara eftir allt saman. Páll var fullur. Það var aðeins hin vonda samvizka Hákonar, sem olll því, að honum fanst hótun fólgin í hverju orði, sem hann sagðl. Samvizkan olli þvi, að hann sá syo margar' gildrur við hvert fótmál, að hann þorði áð lokum varlá að hreyfa sig. Hann ætlaði Páli undirferli og fyrirhyggju, sem hann átti alls ekki til. Hann langaði til að masa og ætlaði aðeins að glíma við hann í mesta bróðerni. Og hann hafði í fullri vinsemd ætlað að fara með hann inn til kon- unnar sinnar, um leið og hann færði henni brennivín í rúmið. Þetta var ekkert annað en uppátæki drukkins manns, sem vildi vera sem kumpánlegastur. Hákon er nýbúinn að bera mann til grafar — mann, sem dó af vondri samvizku. Og þjáist hann sjálfur af þessum sama sálar- sjúkdómi? Hann grunar menn um tilræði við sig, hann sér hnífa, sem Páll hefir brýnt til þess að reka þá í brjóstið á honum. Hver grunur margfaldast í huga hans og verður á svipstundu svo máttugur, að hann sér ekki veruleikann. Það, sem hann í- myndar sér, verður sannleikurinn I augum hans. Hann getur ekki skilið, að neitt tilgangslaust gerist, og þess vegna leggur hann i það þá merkingu, sem honum er skapi næst. Hann fór ekki með Páli inn til Margrétar, af þvi að hann hræddist tilganginn, sem bak við það gat falizt. Nú fer Páll einn inn til hennar .... Nú er hann hjá henni .... nú .... nú .... eríkuförln Norsk gamansaga eftir Frederik Kittelsen. Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. voru að hjálpa þeim til þess að koma farangrinum út. Þeir höfðu með sér malpoka sína, tvo digra birkilurka, brauðhnífinn og „skammbyssurnar.“ „Skárra er það nú myrkrið,“ hvíslaði Dísa. „Þið hefðuð heldur átt að fara að degi til.“ „Ja, við hefðum þá komizt langt eða hitt þó heldur,“ sagði Birgir fyrirlitlega. „Svona! Af stað nú, Ámi! Það er ekki eftir neinu að bíða.“ „Vertu sæl, Dísa,“ sagði Ámi með grátstafinn 1 kverk- unum. „Vertu sæll,“ snökti Dísa. „Er ykkur alvara, strákar?“ bætti hún við. „Þið verðið kannske drepnir!“ vældi Signý. „Svona nú! Ætlið þið að vekja alla á bænum með þessu bannsettu góli! Komdu nú, Árni!“ „Vertu sæl, Signý, og gleymdu mér nú ekki!“ Árni gat varla slitið sig frá glugganum. „Aldrei að eilífu,“ andvarpaði Signý. Tárin runnu í stríðum straumum niður kinnarnar. „Verið þið sælir,“ snökti Dísa. Svo gengu drengirnir þvert yfir blómagarðinn Þeir flýttu sér ekkert- Við og við litu þeir um öxl. Dísa og Signý stóðu við gluggann og veifuðu þeim með stórri rekkjuvoð, þangað til þær hnigu báðar niður á gólfið og grétu sáran. „Hvað er þetta! Er kjarkurinn ekki meiri hjá ykkur, telpur mínar! Þetta er þá nokkuð til þess að skæla af!“ Þær mku á fætur og þar var þá Diðrik frændi kom- inn. „Svona, farið þið nú í rúmið! Þið hafið þá ekki ætlað til Ameríku?“ „Hef-hefir Rögnvaldur sagt þér það?“ spurði Dísa. „Hann Rögnvaldur!“ sagði Diðrik skellihlæjandi. „Nei, hann hefir fullvissað mig að minnsta kosti tíu sinnum um það, að hann ætlaði ekki að segja mér frá því, að Árni og Birgir hafa í hyggju að strjúka til Ameríku!“ Flóttamennimir tveir voru nú komnir að skógarjaðr- inum. Því meir, sem þeir fjarlægðust bæinn, þeim mun minni varð kjarkurinn. Þeir héldu dauðahaldi um birki- lurkana „Ég vildi, að það væri tunglskin,“ sagði Birgir. „Þetta njyrkur er svo leiðinlegt.“ „Já, það segi ég með þér,“ sagði Árni í hálfum hljóð- um. „En hvað það er dimmt í skóginum!“ „Ertu hræddur?“ „Hræddur? Nei! Við hvað ætti ég svo sem að vera hræddur? En mér þykir þetta bara dálítið leiðinlegt vegna hennar mömmu!“ „Já, hvað skyldu þau segja heima?“ „Frændi hringir auðvitað strax til þeirra.“ „Pabbi verður öskuvondur “ „Það er nú víst, en mamma tekur þetta ábyggilega nærri sér, heldurðu það ekki?“ „Jú. Bara að við værum bráðum komnir gegnum. skóginn.“ „Við verður að hraða okkur,“ sagði Birgir. Þeir hertu á sér, en þegar lengra dró fóru þeir að hægja ferðina og hika í hverju spori. „Uss! Heyrðirðu ekkert?“ — Báðir staðnæmdust og hlustuðu. „Þetta var fugl,“ sagði Birgir. „Komdu, við verðum að halda áfram!“ Þeir gengu .nokkurn spöl. „Það er einhver á undan okkur. Sérðu það ekki?“ hvíslaði Árni. „Það er maður! Sjáðu, hvað hann slagar.“ „Hann er fullur og er með staf í hendinni. Eigum við að hætta okkur fram hjá honum?“ „Ég — ég veit ekki “ „Þekkirðu hann?“ Áburdarmjöl Syrir tún og garða Höfnm ágætls fiskimjjöl til áburðar fyrir tún og garða. FISKIMJ0L H. F. Hafnarstræti 10. Sími 3304.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.