Tíminn - 18.05.1945, Side 6

Tíminn - 18.05.1945, Side 6
6 TtMEMV, fðstndagtnn 18. mai 1945 37. Mað Að gefnu tilefni Sjötagnr: Ólafur Þórarinsson bóndl í Laxárdal. Þann 22. maí er Ólafur Þór- arinsson, bóndi í Laxárdal í Þistilfirði, sjötugur. Hann er fæddur og uppalinn að Efrihól- um I Núpasveit, og stundaði þar bústörf og smíði með föður sín- um til 25 ára aldurs. Aldamóta- vorið kaupa þeir feðgar, Þórar- inn Benjamínsson og fjórir syn- ir hans, fullvaxnir menn, Lax- árdal, og flytja þangað. En fyrsta sumarið í Laxárdal gekk Ólafur að eiga Guðmundu Þor- láksdóttur, er þá var ekkja eftir Stefán eldri, bróður hans. Átti Guðmunda fimm börn ung, og gekk Ólafur þeim öllum í föður stað. Mun hann'með réttu telja kvonfang sitt mestu hamingju iífs síns, enda Guðmunda stór- myndarleg, fyrirhyggjuSöm og dugleg húsmóðir, og hjónaband þeirra til sannrar fyrirmyndar. Þau Ólafur og Guðmunda eiga fimm börn, sem öll eru fullorð- in. Þrír af sonum þeirra eru nú smiðir í Reykjavík, en sá fjórði, Eggert, tók við búi í Laxárdal fyrir tveim árum. Dóttir þeirra er búsett á ísafirði. Aldamótavorlð, er Ólafur flytur að Laxárdal, er Þistil- fjörður fátæk sveit (og fámenn eins og nú) og bændafólkið hér er þá aðeins lítið farið að dreyma um þau lífsþægindi, sem nú eru talin sjálfsögð. En fram- farir hafa orðið hér sem annars staðar, og það svo stórstígar, að Þistilfjörður mun nú, fremur en þá, geta jafnazt við aðrar sveit- ir þessa lands. En fullvíst er það, að ekkert félagslegt, menning- ar-, framafara- eða velferðar- mál hefir verið til meðferðar hér í sveit öll þessi ár, svo að Ólafur í Dal hafi ekki staðið í fremstu röð hvatamanna til at- hafna. Hitt hefir frekar komið fyrir, að hann hafi þótt full bjartsýnn og áræðinn. Ætíð hefir heimíli Ólafs staðið i fremstu röð með framfarirnar, og er nú bezta sýnishorn þeirra i sveitinni síðustu 45 árin. í Laxárdal eru nú allar bygg- ingar úr steinsteypu, bæði yfír fólk, hey og fénað, og allar bygg- ingarnar vel vandaðar að frá- gangi, og fyrirkomulag þeirra til notkunar svo haganlegt sem bezt gerist. Heyskapur er nú að mestu á véltæku túni, og % úr Laxárdal, er Ólafur hefir búið á, framfleytir nú eins stóru búi og jörðin gerði öll, er þeir feðg- ar komu þangað. Ólafur í Dal er enn sá maður, sem alls staðar myndi veitt eftirtekt. Maðurinn er svo vask- legur í framkomu og hefir eitt- hvað það við sig, sem ekki fer fram hjá mönnum. Hann er maður vel gefinn og góður ræðumaður á fundum, viss með að taka til meðferðar aðalat- riði hvers máls, og fylgir svo Ólafur Þórarinsson í Laxárdal fast fram sinni sannfæring, að ekki hefir hann látið í minni poka, við hvern sem var að eiga, en andstæðingum stundum þótt hann harður í horn að taka. Allir erum við íslendingarnir fóstraðir upp „í ættlandi hörðu, sem dekrar við fátt“, en þó tekst ekki nema fáum að gera sálina svo stælta, að aldrei sé vikið frá skyldunni, þó að með bví sé hægt að sneiða hjá óþæg- indum eða jafnvel voða. Ólafi hefir tekizt þetta betur en fjöld- anum, og því hefir hann í líf- inu verið trúr sínum stefnu- og hugsjónamálum. Hann hefir alltaf verið traustur málsvari alhliða bændamenningar, sam- vinnustefnunnar, Framsóknar- flokksins. — Að sjálfsögðu hefir Ólafur ekki komizt hjá að slnna talsvert opinberum störfum. Hann heflr lengl verið og er enn í skattanefnd og sóknarnefnd- arformaður sveitar sinnar. í hreppsnefnd og skólanefnd hef- ir hann verið, og nokkur ár í stjórn kaupfélagsins í héraðinu. Við sveitungar Ólafs, já, miklu fleiri, allir, sem þekkja hann, óska honum til hamingju á þessum tímamótum ævinnar, og óska, að hann megi sem lengst halda lífsþrótti sínum og áhuga, og sem flest árin enn starfa með okkur að framfaramálum héraðsins. J. Sendiráð Dana hefir í Tíman- um 27. febrm. birt yfirlýsingu til mótmæla grein minni um Grænland. Tvennt er þar gert að atriðis- orðum, fyrst, að Danir telji eng- an vafa á, að Grænland liggi uiidir Danmörku og síðan, að þar í landi sé alls enginn hugur á að losna við landið. Um fyrra atriðið er það að segja, að ég býst ekki við að né einum landa minna gæti dott- ið í hug að vefengja þá full- yrðing, og er hún því algerlega óþörf. Síðari fullyrðingin er hins vegar meira en hæpin. Sjálfum er mér kunnugt frá námsárum mínum í Höfn, að sumum góðum og gildum menntamönnum fannst stjórn Grænlands það bágborin, að bezt væri að losna við landið. Tilefni þess umtals var, hve hörmulega gekk að fá sæmilega menn til að annast þar prests- þjónustu. Þótti þar skjóta tals- vert skökku við, er nágranna- bjóðirnar samtímis sendu trú- boða austur í Kína með æmum kostnaði. Er þar við bættist, að Gænlandsverzlunin bar sig misjafnlega, væntir mig að eng- an þurfi að furða, þótt slíkra radda hafi orðið vart. . Síðar, er ágætismaðurinn Deuntzer háskólakennari var forsætisráðherra, vildu Danir fyrir hvern mun selja vest- heimsku eyjarnar fyrir smáræði, að sumum fannst. Heyrðust þá raddir um, að nær væri að selja Grænland, en það fékk lítinn byr, enda ekkert tilboð um kaup á þvi, en sú sölutllraun eyjanna strandaði á atkvæði 96 ára gam- als konungskjörins Landsþing- ismanns. Fáum árum síðar seldu Danir svo eyjarnar fyrir mun hærra verð og mun enginn hafa sakn- að þeirra, að því séð verður. í togstreitunni um söluna kom það berlega fram, að and- staðan gegn henni var annars vegar gerð að flokksmáli hægri manna, er jafnan þóttust þjóð- hollari en frjálslyndu flokkarn- ir og hins vegar að metnaðar- máli þeirra manna, er fyrir engan mun máttu hugsa til þess að Danir sjálfir gerðust til þess að minnka ríkið, jafnstórt og kvistað hafði verið af því þrjár síðustu aldirnar. Og að sama brunni ber um sölu Grænlands, að mótspym- an mun mestmegnis byggð á metnaðardrambi hástéttanna, en þvi mætti vel svara, með spurningu Hörups, frægasta og forsnjallasta ritstjóra Dana, er afturhaldið víggirti Höfn gegn mótstöðu alls þorra lands- manna: að hverju gagni? Sjálfur er ég sannfærður um, að afskipti þeirra af málum Grænlands verður þeim eigi til fjár né frama. Fyrir það girtu þeir með þeirri dauðasynd að bægja íslendingum frá þátt- töku i endurbyggingu landsins, einu þjóðinni, sem var í færum um það. Verða hér eigi rakin dæmi en aðeins minnst á lýsing Árna Magnússonar Kínafara á stjórninni þar. Svo er þá líka fyrir þakkandi, að sumir beztu menn Dana hafa látið sér fátt finnast um rex þeirra á Grænlandi og þótt leið- indi að. — Skal eigi að svo vöxnu jnáli farið lengra út í þá sálma, fyrir hlífðarsakir, en minnt á heil- ræðið í Borðsálmi Jónasar: Hættu nú, herra, hér mun koma verra, sem þér er betra að þegja um en segja um. Að lokum skal því, einnig að gefnu efni, lýst yfir, að mér er alls ekki í mun að lækka Dani. Ég tel stjórn þeirra og réttarfar síðan um aldamót hafa verið til stakrar fyrirmyndar og þar af munu þeir upp skera, nú er þeir hafa hleypt heimdraganum. Vinsamlegast. Magnús Torfason. Áikornn uiii kolasparnad Með Því að enn má búast við mtkl- um örðugleiknm á því að fá kol til landsins, og átlit er fyrir að eigi verði hægt að afla nægilegra kolabirgða til næsta vetrar, er hér með brýnt fyrir / Samband ísl. samvlnnufélaga. SAMVINNUMENN: Vandið framleiðsluvörurnar. Munið að góð verkun vörunnar er eitt aðalskilyrði fyrir því, að hægt sé að selja þær með góðu verði. Vegna vöntunar á áburðí minnum við á að reynsla hefir sýnt að fiskimjöl er góður áburður í garða og tún. Fiskimjöl hefir aðeins tvöfaldazt i verði síðan 1939 og mun því vera ódýrasta innlendra vara. Við flytjum mjölið ókeypis heim i hlað allt að 50 kílómetra leið, ef um heilan bílfarm er að ræða. — Talið við Magnús Þórarinsson, simi 4088 og 5402. MJÖL & BEEV H. F. Segðu mér hvað þú lest, þá skal ég segja þér hver þú ert. # Fólk út um land finnur sinn eigin hag í að skipta við Bókabúðina í Kirkjustr. 10 Ef þú maður mikið lest við Mímisbrunninn hefir sezt. Hjá mér eru fræðin flest, færðu bókavalið mest. Stefán Rafu. « > • —i - n —r —i— ~i--t-----------—------- Tilkynning um afnám bannsvæðis Fyrirmæli um bann við fiskveiðum og sigl- ingum í og utan við Faxaflóa frá 33. nóvem- ber 1944 og birt eru í 66. tölublaði Lögbirt- ingablaðsins 1944, eru úr gildl felld. ÆTVINNU- OG SAMGÖNGUMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 15. maí 1045. Dómkirkjan í Köln Turnar dómkirhjunnar í Köln standa óskemmdir, þótt meiri og minni skemmdir hafi orðið á flestum húsum í nágrenni. kirkjunnar. öllum að gæta hins ýtrasta sparaað- ar um kolanotkun, og Jafnframt skorað á menn að afla og nota inn- lent eldsneyti að svo miklu leyti sem unnt er. Er sérstaklega skorað á héraðs- og sveitastjórnir að hafa forgöngu i því að aflað verði innlends eldsneytis. Vidskiptamálaráðuneytíð 15. maí 1945. Bakarasveinn getur fengið atvinnu í brauðgerð vorri í sumar. Kaupíélag Eyiirðinga Akureyri. itarfiitnlkur vantar á Kleppsspitalann. Frá Raímagnsveitu R.víkur Tilkynnið flutninga í skrifstofu Rafmagnsveitunn- ar, Tjarnargötu 12, sími 1222, vegna álestrar á raf- magns- og hitaveitumælum. Rafmagnsveita Reykjavíkur. Auglýiing tim skömmtun á erlendu smjöri Samkvæmt reglugerð útgefinni í dag löggildist hér með stofnauki nr. 3, sem fylgdi skömmtunarseðlum fyrir tímabilið 1. april—30. júní, sem innkaupaheim- ild fyrir einu ensku pundi (453 gr.) af erlendu smjöri, og gildir hann sem innkaupaheimild fyrir þessu magni til 1. sept. n. k. Verð þess smjörs, sem selt er gegn þessari inn- kaupaheimild, er kr. 6.50 hvfert einstakt pund (453 «r.). Viðskiptamálaráðuneytið, 12. mut 1945. Raftækjavinnustofan Selfossi Upplýsiugar í síma 2319. framkvæmir allskonar raf virk jastörf.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.