Tíminn - 18.05.1945, Qupperneq 8

Tíminn - 18.05.1945, Qupperneq 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzka tímaritið um þjóðfélansmál. 8 REYKJAVÍK Þeir, sem viljja kipina sér þjfóðfélagsmál, inn- lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá. 18. MAÍ 1945 37. blað P AMÁLL TÍ]?IAi\S 12. maí, laugardagur: Montgomery f Khöfn. Danmörk: Montgomery mar- skálkur kom til Kaupmanna- hafnar og var hylltur af y2 milj. manna. Hefir aldrei sézt annar eins mannfjöldi á götum Kaupmannahafnar. Grikkland: Gríska stjórnin bar fram tilkall til Tylftareyja, sem hafa tilheyrt Ítalíu. ^ Bretland: Tilkynnt, að Eden sé á heimleið frá ráðstefnunni i 3an Francisco. 13. maí, sunnudagur: Ólafnr kemnr heim. Noregur: Ólafur, krónprins Norðmanna, kom til Óslóar. Honum var fagnað af öllu meiri mannfjölda en áður munu dæmi til þar í borg. Bretland: Churchill flutti yf- irlitsræðu um styrjöldina í til- efni af því að hann hefir verið forsætisráðherra í fimm ár. Kína: Kínverjar hafa byrjað sókn við eina helztu hafnar- borgina, Foochow, og brotizt inn í úthverfi hennar. Japan: Bandaríkjamenn gerðu stórkostlega loftárás á þriðju stærstu borg Japan, Nagoya. Frakkland: Franska stjórnin tilkynnir, að hún muni setja 30 þús. þýzka stormsveitarmenn i nauðungarvinnu. 14. maí, mánudagur: Rússar ,,iiuilíma“ Ruthenin. Tékkóslóvakia: Tékkneska stjórnin tilkynnti, að mynduð hefði verið stjórn í austasta hluta landsins, Rutheniu, og vildi ,hún að Ruthenia yrði sam- einuð Rússlandi. Samningar myndu verða hafnir um þetta við rússnesku stjórnina, og myndi tékkneska stjórnin fall- ast á „innlimun“ Rutheniu i Rússland. Japan: Flugher Bandaríkj- anna gerði stórkostlega innrás á Nogoya. 15. maí, þriðjudagur: Deilt um Trieste. Júgóslavfa: Tito barst orð- sending frá stjórnum Banda- ríkjanna og Bretlands, þar sem krafizt var, að hann léti her únn fara úr ítölsku borginni Trieste, sem hann hafði látið hernema og „innlima" í Júgó- slavíu. Töldu stjórnirnar, að þetta mál yrði að útkljást á friðarfundinum. Kyrrahafsstyrjöldin: Banda- ríkjamenn unnu mikið á á Okinawa, Mindano og Luzon. 16. maí, miðvikudagur: Engin þýzk stjórn. Þýzkaland: Bandamenn lýstu yfir því, að þeir viðurkenndu ekki stjórn Dönitz og væri hann nú fangi. Herstjórn mun fara með völd í Þýzkalandi næstu árin og ekki yrði skipuð nein þýzk stjórn á meðan. — Til- kynnt var handtaka Ley ráð- herra, Guderians hershöfðingja og tékkneska kvislingsins Hacha. Austurríki: Bretar mótmæltu framferði jugoslavneskra her- sveita, er hafa „innlimað" nokk- ur austurrísk héruð í Jugóslavíu. Ú R B Æ N U M Kappreiðar Fáks verða á annan 1 Hvítasunnu á skeið- Sigurður Thoroddsen verkfræðingur opnaði myndasýningu vellinum við Elliðaár. Verða það fyrstu 1 Hótel Heklu 1 Reykjavík síðastl. mið- kappreiðar félagsins á þessu ári. vikudag. Aðalfundur Byggingarfél. verkamanna var haldinn síðastliðinn sunnudag. Á fundinum las formaður félagsins upp úr skýrslu stjómarinnar. Var þar greinargerð mn byggingu íbúða i 2. og 3. flokki, en þær eru nú fullgerðar, Álitið er, að verð þriggja herbergja íbúðar í 2. flokki miml vera um 40 þús. kr. en rúmlega 60 þús. kr. í 3. flokki. Hið endanlega verð mun þó verða allmlklð hærra og stafar það af hækkun opinberra gjalda. í sumar hyggst félagið að byggja 40 íbúðir í Rauðarárholti. Fundurinn skoraði á Guðmund I. Guðmundsson að gegna áfram formannsstörfum fyrir félagið, en formaður er skipaður af félags- málaráðherra. í stjórn voru endur- kosnir: Bjami Stefánsson, Magnús Þorsteinsson og Grímur Bjarnason,.en í stað Sveins Jónssonar, sem baðst undan endiu'kosningu, var kosinn Al- fred Guðmundsson. Leikfélag Reykjavíkur hafði síðastl. miðvikudagskvöld frum- sýningu á gamanleiknum Gift eða ógift eftir J. B. Priestley. Leikurinn er í þrem þáttum og er fyrsta leikritið, sem leikið hefir verið eftir Priestley hér á landi. Lelkstjóri er Lárus Páls- son. Á undan leiknum leikur hljóm- sveit imdir stjórn Þórarins Guðmunds- sonar. Nánar verður skýrt frá leiknum og hlutverkum síðar. Innanfélagsglíma K. R. fór fram siðastl. laugardagskvöld í fimleikasal Menntaskólans. Keppendur voru átta og var keppt um glímuhorn félagsins. Úrslit glimunnar urðu þau, að sigurvegari varð Priðrik Guð- mundsson með 7 vinninga annar varð Ólafur Sveinsson með 5:1 og þrlðji Ágúst Steindórsson með 5 vinninga. Fegurðarverðlaunabikarinn hlaut einn ig Friðrik Guðmundsson, fékk hann 117 stig annar varð Ólafur Sveinsson með 109 stig og þriðji Guðmundur Guðmundsson með 95 stig. í fyrra hlaut Davíð Hálfdánarson hornið, en hann gat ekki keppt núna vegna for- falla. Fjársöfnun Slysavarnafélagsins gekk mjög vel. Fyrir merki og ferðir með Sæbjörgu og Þorsteini söfnuðust alls 45 þúsund kr. og er það meira fé en safnast heflr nokkru sinni fyrr ó fjársöfnunardegi Slysavarnafélagsins. Fjöldl meðlima gengu í félagið þennan dag og margir gerðust ævifélagar. Hvítasunnuför Farfugla er að þessu sinni á Eyja- fjallajökul. Lagt verður af stað i för- ina á laugardag kl. 6 e. h. úr Shellport- inu. Verður þá ekið austur undir Eyja- fjöll og gist þar. — Næsta dag verður svo gengið á jökulinn. Annar 1 hvita- sunnu verður svo notaður til heim- ferðar og til að skoða ýmsa merka staði á þeirri leið. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sina ungfrú Margrét Láj-usdóttir (Halldórs- sonar, skólastjóra, Brúarlandi) og Þrá- inn Þórisson, Baldursheimi, S.-Þing- eyjarsýslu. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofum sína ungfrú Gróa Sigurjónsdóttir frá Kolls- staðagerði S.-Múl. og Ásgeir Ásgeirs- son, verzlunarmaður (Guðmundssonar fyrrv. kaupfélagsstjóra á Norðurfirði). ( Fisksölumiðstöð fyrir neyzluflsk í Reykjavík hefir verið valinn staður í fyrirhuguðu hrað- frystihúsi við Grandaveg. Bæjarráð samþykkti að verja mætti 200 þús. krónum af hagnaði Þórs-útgerðarinn- ar árið 1941 til þessarar framkvæmdar. Bréf frá hafnarstjóra, þar sem þessa var farið á leit, var lagt fram á fund- inum. Stúlkubarn drukkna? Síðastl. áunnudag vildi það slys til á Siglufirði að tveggja ára telpa, Eygló Antonsdóttir frá Hrísey féll út af bryggju og irukknaði. Mæðgur drukkna Sá atburður átti sér stað í Grímsnesi s. 1. laugardagsmorg- un, að húsmóðirin á Þórodds- stöðum og ársgömul dóttir henn- ar hurfu að heiman og fundust örendar eftir þriggja klukku- stunda leit I læk milli Þórodds- staða og Svinavatns. Bóndinn á Þóroddsstöðum var við fjárhirðingu I útihúsum, er mæðgurnar hurfu, og varð eng- Inn var við ferðir þeirra. Borið hafði á því, að húsfreyj- an væri heilsuveil. Hún lætur eftir sig mann og 3 börn. Kaupgjaldið í Bretlandi (Framhald af 1. síðu) nú kr. 5.40 fyrir kg. Þannig myndi fást nokkuð á aðra kr. fram yfir vísitöluverðið fyrir hvert kjötkg. í stað þess að nú þarf að greiða verulegar upp- bætur á útflutta kjötið, svo að bændur geti fengið vísitöluverð- ið. Allar niðurgreiðslur á inn- lendum markaði gætu fallið nið- ur og dýrtíðarvísitalan myndi þó stórlækka, vegna afurða- verðsins eins. Jafnframt myndi líka verðlag annarra innlendra framleiðsluvara (t. d. iðnaðar- vara) stórlækka, ef kaupgjaldið væri svipað hér og í Bretlandi, og álagning á innfluttum vör- um gæti stórlækkað. Af þessum ástæðum myndi dýrtíðarvísi- talan líka stórlækka. Hversu lengi getur þetta staðizt og hver jlr græða á þessu? Þær tölur um kaupgjald í Bretlandi, sem nefndar eru hér á undan, sýna, að á árinu 1943 hefir kaupgjald hér verið helm- ingi hærra en í Bretlandi. Síð- an hafa orðið hér verulegar kauphækkanir, en í Bretlandi hefir kaupið nokkurnveginn staðið í stað. Þessi munur er því orðinn enn meiri nú. Ekki Ir ósennilegt, að kaup fari aðeins hækkandi í Bret- landi á næstunni, en vitanlegt er þó, að stjórnarvöldin muni gera sitt ýtrasta til að halda því í skefjum, hvaða flokkur, sem með völdin fer. Til þess eru því engar líkur, að kaupgjaldið í Bretlandi, þótt það kunni að hækka örlítið, nálgist neitt nú- verandi kaupgjald á íslandi á næstu árum. Trúir því nokkur, að við get- um þá staðizt samkeppni við Breta og aðrar þjóðir, sem hafa svipað kaupgjald, þegar þær hefja friðarframleiðsluna, ef kaupgjaldið verður óbreytt hér eða heldur enn áfram að hækka? Áreiðanlega trúa því ekki margir né því loforði forsætis- ráðherrans, að hér verði svo miklu meiri tækni en annars staðar, að þess vegna geti kaup- gjaldið verið margfalt hærra hér. Hver græðir líka á þessu háa kaupgjaldi? Er kaupmáttur Þakkarávarp írá sesdiherra Dana Frá sendiherra Dana í Reykja- vík hefir blaðinu borizt eftir- farandi: Eftir að Danmörk varð aftur frjáls hefir sendiráðið á marg- víslegan hátt sannfærzt um það með hvílíkri samúð og innilegri gleði íslenzka þjóðin hefir tekið fréttinni um það, að Danmörk hefði endurheimt frelsi sitt. Hinar fjölmörgu, hjartanlegu árnaðaróskir, sem streymt hafa til mín í bréfum, blómum og skeytum og með margvíslegum hætti öðrum, hafa glatt mig meir en orð fá lýst. Ég finn því hvöt hjá mér til þess að senda hjartanlegar þakkir mínar öllum þeim, sem með margvíslegum hætti hafa vottað dönsku þjóðinin samúð, en þó sér í lagi þeim hinum mörgu, sem tóku þátt í hátíða- höldum norræna félagsins við sendiherrabústaðinn fyrra þriðjudag, svo og blöðunum og útvarpinu fyrir hin fögru ummæli, er þau hafa látið falla í garð Danmerkur þessa dagana. AlVir þessi samúðarvottur er mér vitni um vaxandi vináttu hinna tveggja þjóða og sönnun þess, að vinátta, gagnkvæm samúð og bróðurlegt samstarf muni jafnan aukast með íslend- ingum og Dönum. Ég votta yður, herra rltstjóri, þakkir mínar með bréfi þessu, og bið yður að koma þeim á framfæri við lesendur blaðs yð- ar. — Virðingarfyllst. Fr. de. Fontenay. verkamannanna nokkuð meiri hér en i Bretlandi, þótt' launin séu meira en helmingi hærri að krónutölu? Áreiðanlega ekki. Krónurnar, sem umfram eru, fara til þess að borga þeim mun dýrari vörur, hærri skatta o. s. frv. Verkamenn og bændur græða ekki á krónufjöldanum. Þeir einu, sem gera það, eru nokkrir braskarar, sem geta haft nógu mikla veltu. Það er vissulega kominn tími til þess fyrir almenning að láta sér skiljast þetta. Annars er stefnt í hreinar ógöngur. Sé hins vegar horfið fljótt að því ið færa niður verðlag og kaup- gjald í réttum hlutföllum, mun rikjandi velmegun geta haldizt áfram. Kaupmáttur launanna raskast þá sama og ekkert, þó crónunum fækki, því að verðlag innlendra vara og álagning að- fluttra vara lækkar að sama :kapi. En jafnframt er tryggður yaranleiki nægrar atvinnu og atvinnuvegunum verður þá auð- veldlega komið í varanlegt horf. Getum við haldið uppi til langframa meira en helmingi hærra kaupgjaldi en í Bretlandi og græða menn nokkuð á því, þegar dýrtíðin yerður óhjá- kvæmilega meiri að sama skapi? Þessa spurningu væri gott fyrir hv^rn og einn að hugleiða. Ný tegund gróðurhúsa (Framhald af 1. síðu) að byggja gróðurhús þessi í stórum stíl. Annars hefir und- anfarið verið unnið að því að fullkomna gerð húsanna, og það er nú fyrst í vor, sem hægt hefir verið að afgreiða húsin og setja þau upp. Nú þegar er lokið v}ð smíði tveggja húsa, og er upp- setning þeirra hafin. Verkstæð- ið hefir fengið áhöld til að búta járnið niður á hagkvæman hátt og síðan eru járnin rafsoðin saman á verkstæðinu í með- færilegar grindur, sem aftur eru svo rafsoðnar sama n á staðnum, þar sem húsið er reist. — Er fengin reynzla fyrir hin- um nýju holsteinamótum? — Já, þau eru komin út um allt land og eru menn ánægðir með þau. Ég tel, að þau geti haft mikla þýðingu við að byggja upp allskonar hús, sér- staklega I sveitum. Þar geta menn steypt steinana á veturna og byggt úr þeim á vorin. Úr þessum steini má byggja alls konar hús, íbúðarhús, gripa- hús og hlöður. Margir menn geta átt saman hvert tæki, en þau kosta 2300 kr. Með elnu tæki er hægt að steypa 15 steina á klukkustund. Hentug blönd- unarhlutföll steypunnar eru talin 1 á móti 8 eða 9. Sigurður stofnaði verkstæði sitt haustið 1939 og hafði hann þá stundað vélsmíðanám hér heima og í Danmörku. Fyrst í stað unnu aðeins tveir menn á verkstæðinu, en nú starfa þar 20 menn. Bendir allt til þess, að Sigurður sé bæði hugvitssamur og framtakssamur, og má vænta góðs af mörgum íramkvæmdum þar. Ráðningarstofa (Framhald af 1. síðu) allir komið. Þegar eru nokkrir komnir til landsins og farnir að vinna að landbúnaðarstörfum. Um framboð á íslendingum til sveitavinnu er það að segja, að það er lítið enn sem komið er, þó hafa þegar um 50 manns til- kynnt ráðningastofunni, að það hafi hug á sveitavinnu i sumar og beðið hana um að útvega vinnuna. En þess ber að gæta í þessu sambandi, að yfirleitt hugsar fólk ekki um að ráða sig fyrr en í sláttarbyrjun eða nokkru áður. Ráðningastofa landbúnaðarins er að þessu sinni rekin í sam- bandi við vinnumiðlunarskrif- stofuna og í húsnæði hennar í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Skrifstofkn er opin frá því kl. 9V2 á morgnana og til kl. 5 eftir hádegi. Á laugardögum þó aðeins til hádegis. ’GAMLA B t Ó ' « « • N Ý J A B í Ó ■ VERDI Naeturárás á Söngmynd, er sýnir þætti úr Fr a kklandsströnd lifi tónskáldsins fræga. (Tonight We Raid Calais) Aðalhlutverk: Spennandi og æfintýrarík mynd. BENJAMINO GILGI, Aðalhlutv. leika: Fosco Giachetti Annabella, Sýnd kl. 9. John Sutton. Síðasta sinn. Bönnuð fyrir böm. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Viðnreign við MANNI ÉG UNNAÐ HEF njósnara. EINUM. (Pacific Rendezvous) Hin skemmtilega söngvamynd Lee Bowman, mynd, með Denna Durbin, Jean Rogers. sýnd kl. 3 til ágóða fyrir barna- Sýnd kl. 5 og 7. spítala Hringsins. Bönnuð yngri en 12 ára. Sala hefst kl. 11 f. h. Þeir gerðn garðinn frægan OG Dáðlr voru drýgðar eru ágætar skemmtibækur og hafa auk þess þann kost aS vera ódýrar. fTJARNARBÍÓf EEMRÆÐIS- HERRAM (The Great Dictator) Chaplin. Aðalhlutverk: Charles Chaplin Paulette Goddard Sýning kl. 4, 630 og 9. Sýnd kl. 6,30 og 9. Á BIÐILSBUXUM (Abroad With Two Yanks) Sprenghlægileg gamanmynd um ástarævintýri 2ja ameriskra náunga. William Bendix, Helen Walker, Dennis O’Keefe. Sýning kl. 5. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Kaupmaðurinn í Feneyjum Gamanleikur í 5 þáttum, eftir William Shakespeare. Sýiitng í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seídir eftir kl. 2. Aðgangur bannaður fyrir börn. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Baldurs Gnðmundssonar. Guðmundur Bjarnason, kona og dætur. Húseigendur í Haínarfirði Næstu daga ber yður að láta fara fram hreinsun á lóðum umhverfis hús yðar og óbyggðum lóðum og lendum, sem þér hafið umráð yfir. Þá skulu þeir húseigendur, sem vanrækja að hafa lokuð sorpílát, alvarlega áminntir um að bæta úr því tafarlaust. Tilkynnið í Hverfisgötu 56 eða í síma 9137 kl. 1—4 e. h., ef rottugangur er í húsum yðar. Heilbrigðisfulltrúfnn í Hafnarfirði. YMSAR FRETTiR Fjársöfnunin til Dana. Nefndin, sem hefir stjórnað fjársöfnuninni til bágstaddra Dana, hefir nýlega skýrt frá því, að söfnunin nemi orðið 650 þús. kr. Þar af er framlag úr ríkis- sjóði 350 þús. kr., en 300 þús. kr. hafa aðallega safnazt með smá- gjöfum frá almenningi. Söfnuninni mun haldið áfram til 15. júlí næstkomandi. Fjársöfnun skólabarna. í vetur hafa skólabörn víða um land safnað gjöfum til bág- staddra barna á Norðurlöndum og nema þær nú orðið um 400 þús. kr. Upphæð þessari hefir enn ekki verið ráðstafað. Kennaraskólinn. Kennaraskólanum er nýlega lokið. Alls stunduðu nám í skól- anum milli 50 og 60 nemendur á seinasta vetri. Burtfararprófi lauk enginn reglulegur nemandi, vegna þess, að næsta vetur verð- ur fjórða bekknum bætt við námstímann til kennaraprófs. Aðsókn að skólanum hefir und- anfarna vetur verið heldur lítil, en er nú aftur að aukast. Aukin réttindi. Gagnfræðaskóla Reykvíkinga hafa nú verið veitt aukin rétt- indi þannig, að gagnfræðapróf frá honum veita sama rétt til að gangast undir stúdentspróf og gagnfræðapróf frá menntaskól- unum. Sykurskömmtun minnkar. Skömmtunarskrifstofan hefir nýlega skorað á fólk að spara sykur sem mest það getur, vegna þess, að óvænlega horfir með út- vegun hans til landsins. Jafn- framt hefir nefndin tilkynnt, að óhjákvæmilegt muni verða að minnka sykurskammtinn næsta úthlutunartímabil og sennilega verður ekki hægt að láta neina aukaúthlutun til sultugerðar í sumar. Ameríska smjörið. Viðskiptamálaráðuneytið hefir gefið út reglugerð um viðauka og breytingu á reglugerðinni um skömmtun á smjöri, og aukið smjörskammtinn. Skömmtunar- tímabilið var stytt um einn mánuð og bætt við •skammtinn 353 gr. (tæplega hálfu kg.). Frá Ilálfarafélagi íslands. Frétt hefir borizt um, að bálför Odd- rúnar Bergsteinsdóttur, Njálsgötu 84, Reykjavík, hafi farið fram á bálstof- unni í Edinborg þ. 21. apríl.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.