Tíminn - 30.11.1945, Síða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
í
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Líndargötu 9 A
Simar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9A
Síml 2323
29. árg.
Reykjavík, föstudajgmn 30. nóv. 1945
91. blað
Tilbúin sænsk hús
eru vönduð og ódýr
Frásogn Hanks Björnssonar kaupmanns
Síðastl. mánudag kvaddi Haukur Björnsson kaupmaður blaða-
menn á sinn fund og skýrði þeim frá ýmsu varðandi innflutning
tilbúinna húsa frá Svíþjóð, en hann hefir haft talsverð afskipti
af þeim málum. Frásögn hans fer hér á eftir: -
— Áhugi manna fyrir hinum
sænsku húsum er mjög mikill,
bæði hér í Reykjavík og úti um
land. Ber þar þrennt til: í fyrsta
lagi hinn mikli húsnæðisskort-
ur, í öðru lagi, að húsum þess-
um er hægt að koma upp á
skömmum tíma og í þriðja lagi,
að þau eru ódýr í samanburði
við þann byggingarkostnað, sem
nú er hér.
í sænsk-islenzku viðskipta-
samningunum, sem gerðir voru
á sl. ári, var gert ráð fyrir inn-
flutningi til íslands á 300
sænskum timburhúsum á samn-
ingstímabilinu. Þó var í samn-
ingunum íslenzku ríkisstjórn-
inni og Viðskiptaráði heimilað
að hafa tölu húsanna lægri og
auka að sama skapi innflutn-
ingsmagnið á húsavið. Var val-
inn sá kostur að leyfa innflutn-
ing á 100 húsum til reynslu á
þessu samningstímabili, er
rennur út í næstkomandi marz-
lok.
Viðskiptaráð hefir nú úthlut-
að leyfum fyrir húsum þessum.
Bjarni glúpnaði
fyrir Brynjólfi
Þau tíðindi gerðust í fyrra-
dag, þegar rætt var um hlut- .
leysi útvarpsins í sameinuðu
þingi, að Bjarni Benediktsson
taldi réttast að leggja frétta-
stofuna undir útvarpið, þar sem
mjög hefði borið á hlutdrægni
hjá henni í seinni tið. Þegar
Bjarni hafði lokið máli sínu,
reis Brynjólfur Bjarnason upp
með miklum þjósti, og lýsti því
yfir, að hann myndi telja slíka
breytingu á yfirstjórn frétta-
stofunnar vantraust á sig, þar
sem fréttastofan heyrði nú und-
ir sig sem menntamálaráð-
herra og útvarpsstjóra. Sam-
þykkt slikrar tillögu myndi þvi
þýða slit stjórnarsamvinnunn-
ar, en vitanlega væri Bjarna
samt frjálst að bera hana fram,
ef hann þyrði.
Bjarna setti rauðan undir
ræðu Brynjólfs og var sem hann
sigi niður í sætið því meira,
sem Brynjólfur herti á hótun-
unum. Kunnugir menn telja, að
eftir þessa hótun Brynjólfs
muni Bjarni ekki hreifa þess-
ari tillögu meira. Á þessu sézt í
fyrsta lagi, hve mikið kapp
kommúnistar leggja á það að
halda völdunum yfir útvarp-
inu og í ööru lagi, hve fljótt
Sjálfstæðismcnn gugna fyrir
þeim, ef þeir ógna með slitum
stjórnarsamvinnunnar.
Slikum mönnum sem Bjarna
Ben. getur því vissulega enginn
treyst til að veita viðnám gegn
yfirgangi kommúnista.
Voru þau veitt félagasamtök-
um- starfsmannahópa, kaupfé-
lögum, innflutningsfirmum, ein-
staklingum og loks hafa þrjú
bæjarfélög ákveðið að flytja inn
nokkur hús í tilraunaskyni.
Ég hefi haft mikinn áhuga á
því, að gerð yrði rækileg tilraun
með slík hús. Hafði ég kynnt
mér frámleiðslu húsanna bæði
í Svíþjóð og Sovétríkjunum
nokkru fyrir stríð og þótt mig
skorti fagþekkingu um bygg-
ingarmál, þóttist ég þess viss,
að slík hús, ef rétt væru valin
hvað snertir einangrun og all-
an frágang, mundu sérstaklega
hentug fyrir okkur. Og þegan nú
á stríðsárunum steðjaði að hin
mikla húsnæðisekla samfara
skorti á faglærðu vinnuafli,
kynnti ég mér betur möguleika
á innflutningi þeirra hingað og
fór svo í haust til Svíþjóðar í
þessu skyni.
Hefi ég starfað í samráði við
Svensk Tráhusexport í Stokk-
hólm, en firma það er sölu-
hringur 17 stórra verksmiðja í
þessari grein í Svíþjóð. í starfi
mínu naut ég góðrar aðstoðar
frú Halldóru Briem Ek. arki-
tekts, en hún er starfsmaður
eins stærsta framleiðandans,
HSB, (Hyresgásternas Spare-
kasse- og Bygningsforeningars
Riksförbund), og hefir að und-
anförnu aðallega starfað að
uppdráttum einbýlis timbur-
húsa. '
Eins og fréttamenn hafa séð á
sýnishornunum, eru húsin af-
greidd í heilum flekum. í flek-
ana eru innsettir gluggar og
hurðir. Útveggirnir eru sex-
faldir. Yst plægður panell, þá
pappi kontshartzý, þá þykk
einangrunarplata (kramfors-
plata), þá aftur pappi, þá
plægður panell, og innst tré-
fiberplata undir málningu og
veggfóðrun. Þessi útveggur er
mjög slæmur hitaleiðari, þ. e.
a. s. hann sleppír ekki miklum
hita í gegnum sig. Hitaleiðslu-
talan er um 0.37, en samkvæmt
byggingarsamþykktum hér má
hámarkshitaleiðslutala vera
1.00, svo hér er um mjög góða
einangrun að ræða. Innveggir
eru þynnri, en einnig sexfaldir
og vel einangraðir hvað snertir
hljóð og hita. Gluggar eru allir
tvöfaldir og er það mikill kostur
fyrir okkar loftslag. Væri ekki
úr vegi að athuga hvort ekki
væri beinlínis rétt að lögbjóða
tvöfalda glugga í íslenzkri íbúð-
arhúsagerð.
Innihurðir eru sléttar, svip-
< (Framhald d 8. síðu)
• . ' \ ; • - ' 7 - ■ . v ‘ ..... ; '.'A :
Hversu lengi ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vera
undirlægja kommúnista í utanríkismálunum?
Á kommúnistum að heppnast að spilla
sambúð íslendinga og engilsax-
nesku þjóðanna?
Vilhjálmur Þór verður forstjóri
Sambands ísl. samvinnuféiaga
Jón Árnason vcrður bankastjóri við Lands-
bankaim
Villijálmur Þór
Jón Árnasan
í Morgunblaðinu birtist í gær einhver hræsnisfyllstu blaða-
skrif,.sem lengi hafa sézt á prenti. f alllangri grein er ráðizt mjög
réttilega á þann fjandskap, sem kommúnistar hafa sýnt Banda-
ríkjunum fyrr og síðar og þó sérstaklega undanfarnar vikur.
Væri slíkt vissulega góðra gjalda vert, ef hugur fylgdi hér máli.
Um slíkt virðist þó síður en svo að ræða, þar sem flokkur Mbl.
leikur nú það hlutverk með forsætisráðherrann í fararbroddi að
sýna Bandaríkjunum fyllstu ókurteisi og vantraust og það ber-
sýnilega til að þóknast kommúnistum og halda við stjórnarsam-
vinnunni við þá. Með þessari framkomu er góðri sambúð íslands
og Bandaríkjanna stefnt í fyllstu hættu, þótt fsland varði það
kannske meira en nokkuð annað, að hún geti verið vinsamleg.
Hneykslunarskrif Mbl. yfir óvináttu kommúnista í garð Banda-
ríkjanna eru aúgsýnilega tilkomiú til að breiða yfir þann þjóð-
háskalega undirlægjuskap, sem Sjálfstæðismenn sýna kommún-
istum í þessu mikilvæga máli.
Hverfi tilbúinna smáhúsa í Svíþjóð
A fundi bankaráðs Landsbanka Islands síðastl. þriðjudag, var
það samþykkt að veita Vilhjálmi Þór bankastjóra lausn frá emb-
ætti frá næstkomandi áramótum, en hann tekur þá við for-
stjórastöðu Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Á sama fundi
var samþykkt að veita Jóni Árnasyni, framkvæmdastjóra S. í. S.,
bankastjórastöðu við Landsbankann frá 1. jan. 1946 að telja.
Jón lætur þá. um leið af formennskunni í bankaráði bankans,
en því starfi hefir hann gegnt samfleytt síðan 1928.
Vegna frásagnar eins bæjarblaðsins skal það tekið fram, að
bankaráðið samþykkti einróma að veita Jóni stöðuna, og að
hann var ekki sjálfur mættur á fundinum, þegar staðan var
veitt, heldur mætti varaformaður bankaráðsins, Hermann Jón-
asson, í stað hans. ♦
Frá því var skýrt á aðalfundi S. f. S. í sumar, að Sigurður
Kristinsson hafi óskað eftir að láta af störfum sínum hjá S. í.
I
S. Hefir það nú verið ráðið, eins og að framan segir, að Vilhjálm-
ur Þór taki við stöðu Sigurðar.
Aðstaða bátaflotans ti
viðlögu um vertíðir
Þíiigsályktusiartillaga frá Eysteini Jóussyni
Eysteinn Jónsson hefir nýlega Iagt fram í sameinuðu þingi
■illögu til þingsályktunar um athugun á því, hvernig bátaflota
andsmanna verði tryggð aðstaða til viðlegu um vertíðir og ver-
mönnum viðunandi aðbúnaður.
Tillaga Eysteins er svohljóð-
andi:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni í samráði við Fiskifé-
lag fslands að rannsaka, hverra
ráðstafana muni þörf til þess
að tryggja bátaflota lands-
manna viðunandi aðstöðu ' til
viðlegu um vertíðir og vermönn-
um viðunandi aðbúnað.“
í greinargerð tillögunnar seg-
ir:
„Á því hefir borið undanfarið,
að skortur hefir verið viðhlít-
andi aðstöðu til viðlegu um ver-
tíðir fyrir bátaflota lands-
manna. Nú stendur fyrir dyrum
nokkur aukning bátaflotans, og
eru þeir bátar, sem menn nú
kaupa, tvímælalaust flestir
ætlaðir til útróðra á vetrum frá
aðalverstöðvum landsins. Er fyr-
irsjáanlegt, að vandkvæði í
þessum efnum aukast verulega,
nema leitað sé skipulegra úr-
ræða til úrbóta. Ef takast á að
bæta úr í tæka tíð, þarf vafa-
laust að byggja framkvæmdir
á staðgóðri þekkingu á því,
hvernig ástatt er, og þeim
möguleikum, sem fyrir hendi
eru til framkvæmda. Hér kemur
fleira en eitt til greina, hafnar-
bætur, verbúðabyggingar o. fl.
Virðist flutningsmanni þörf á
því, að áætlun sé gerð um þessi
efni og að»menn geri sér grein
fyrir þvi þá um leið, hvaða
framkvæmda í þessa átt sé að
vænta af hendi einstakra hér-
aða, einstakra manna eða fé-
laga, enda kæmi þá í ljós, hvað
hið opinbera yrði að aðhafast
til þess að ná því marki, sem
sett er í þingsályktunartillög-
unni.
Flutningsmanni virðist eðli-
legast, að Fiskifélagi íslands
væri falið að framkvæma nú
begar athugun á þessu máli og
gera um það álit og tillögur,
(Framhald á 8. siðu)
Fjandskapiir komiuóii-
tsía við Bandaríkin.
Það er óþarft að rekja hér í
löngu máli þann fjandskap, sem
kommúnistar hafa sýnt Banda-
rikjunum fyrr og síðar. Það má
minna á baráttu þeirra gegn
herverndarsáttmálanum, þótt
þeir teldu þjóðinni það til
fremdar síðar, að hann var
gerður. Þá mim og sá einstæði
atburður vera mönnum í fersku
minni, er kommúríistar neituðu
að taka þátt í því á lýðveldis-
þinginu, að vinsamlegri orð-
sendingu Bandaríkj aþings yrði
svarað með virðulegum og vin-
samlegum hætti.
Þessi fjandskapur kommún-
ista við Bandaríkin þarf ekki
heldur að vekja neina furðu.
Kommúnistar telja það höfuð-
hlutverk sitt að gæta hér rúss-
neskra hagsmuna, því að trú
þeirra er sú, að kommúnisminn
komist ekki á, hér eða annars-
staðar, án stuð^ings Rússa. Ekk-
ert er þeim því jafnmikill þyrn-
ir í augum og að íslendingar
geti tryggt sér áfram með skap-
legum hætti að njóta þeirrar
verndar Engilsaxa, sem þeir
hafa notið óbeint og beint um
aldaraðir. Þeir vilja láta landið
standa opið og óvarið. Til þess
að ná þessu marki sjá þeir ekk-
ert betra ?áð en að spilla sam-
búðinni milli fslands og vestur-
veldanna og þó sérstaklega
Bandaríkjanna, sem eru færari
um að veita örugga vernd. Þetta
er orsökin til hins stöðuga
fjandskapar þeirra og rógs gegn
Bandaríkjunum.
Orðsendjíngiii frá
Bandaríkjastjórn.
Þegar íslenzku ríkisstjórninni
barst orðsendingin frá Banda-
ríkjastjórn á síðastl. hausti um
leigu á herstöðvum hér, töldu
kommúnistar sig hafa fengið
kærkomið tilefni til að herða
róginn gegn Bandaríkjunum.
Þeir létu þó ekki þar við sitja,
heldur unnu vitanlega að því
innan ríkisstjórnarinnar, að
bessum tilmælum yrði svarað
sftir þeirra kokkabókum. '
Hefði verið haldið drengilega
og réttilega á þessum málum,
átti vitanlega að sVara ákveð-
ið, segja hreinlega, hvað íslend-
ingar teldu sér ekki fært að
ganga að, og hvaða málefni þeir
óskuðu eftir viðræðum um í
bessu sambandi. Vitanlega kom
bar margt til greina, eins og
t. d. meðferð flugvallanna í
Missögn leiðrétt
í Þjóðviljanum 27. þ. m. er
skýrt svo frá, að Jón Árnason,
framkvæmdastjóri, hafi sem
formaður bankaráðs Lands-
banka íslands kosið sjálfan sig
sem bankastjóra, og fleiri mis-
sagnir eru í sambandi við þessa
frásögn, sem ekki er þó ástæða
til að rekja.
Hið rétta í málinu er því
þetta: Jón Árnason veik sæti
sem formaður bankaráðs, og ég
undirritaður, sem er 'varafor-
maður, tók sæti sem formaður
í hans stað. Á fundi bankaráðs
voru mættir, auk undirritaðs,
Jónas Jónsson, Jónas Guð-
mundsson og Magnús Jónsson.
Ólafur Thors, sem einnig er í
bánkaráði, var ekki mættur og
heldur eklii varamaður hans,
sem er Jakob Möller. Það var
samþykkt með samhljóða at-
kvæðum allra bankaráðsmanna,
sem mættir voru á fundinum,
að véita Jóni Árnasyni banka-
stjórastöðuna.
Reykjavík, 30. nóv. 1945.
Hermann Jónasson
framtiðinni og hvernig íslend-
ingar gætu notið áfram verndar
vesturveldanna meðan alþjóða-
öryggi væri ekki tryggt, án þess
að sjálfstæði þeirra eða þjóð-
erni væri þó nætta búin. Fyrir
smáþjóð er það áreiðanlega bezt
að ræða þannig af fullri hrein-
skilni og drengskap við vin-
veitta stórþjóð, en beita engum
undanbrögðum né loddaraskap.
Því aðeins er, hægt að vænta
hreinskilni og drengskapar af
öðrum, að menn komi sjálfir
fram með þeim hætti.
Beðið nm vernd Ör-
y^isstofniiiiariimar.
Eftir því, sem bezt verður vit-
að, hefir svarið til Bandaríkja-
stjórnar síður en svo verið með
þessum hætti. Þvert á móti var
það svo loðið og óskýrt, að það
var skilið á aðra leið en ætlazt
var til,- að það væri skilið. Með
því er sagan þó ekki öll sögð.
Samkvæmt frásögnum margra
áreiðanlegra erlendra blaða,
hefir svarið verið skilið á þá
leið, að íslendingar væru fúsir
til að framselja Öryggisstofnun-
(Framhald d 8. síðu)
/