Tíminn - 30.11.1945, Side 4

Tíminn - 30.11.1945, Side 4
4 TÍMEVIV, föstndaglmi 30. nóv. 1945 91. blað M i n n i n g a r o r ð Sigurður Eggerz i " ^ fyrrverandi forsætisráðherra Afnotagjald útvarpsnotenda Eftir Björn Guðmundsson Tímabilið frá því um síðustu aldamót og fram til ársins 1918 mun lengst af verða talið eitt hið söguríkasta í sjálfstæðisbar- áttu landsmanna. Baráttan frá dögum Fjölnis- manna fær nýtt líf. Hugsjónir þeirra verða að veruleika. Kröf- urnar um fullan skilnað við Dani fá fast form, og eru bornar fram af mikilli djörfung og alvöru fyrir hinu erlenda valdi! Danskri yfirdrottnun er í ráuninni að fuílu byggt út á íslandi. Æðsta stjórn landsins, næst konungi, er flutt heim. íslenzk- ur ráðherra sezt að i Reykjavík, útnefndur af Alþingi. Þjóðin vís- ar á bug uppkastinu fræga frá 1908, með stórkostlegum at- kvæðamun, eftir að um það hafði. staðið ein harðasta kosn- ingabarátta, sem háð hefir verið á þessu landi. Þjóðfáninn fær lögfestingu. Og loks kemur við- urkenning fulls frelsis með sam- bandslögúnum 1918. Frá þessu sögulega tímabili er mafgra mikilla skörunga og glæsilegra baráttumanna að minnast, Björns Jónssonar Skúla Thóroddsen, Bjarna frá Vogi, og eru þá aðeins nefndir fáir, og einungis þeir, sem látnir eru. Sigurður Eggerz var einn af þeim yngri í þessum hópi, en þó sá þeirra, sem ef til vill veitti þyngsta höggið að lokum til að höggva sundur viðjar hinnar aldagömlu erlendu kúgunar. Það er í rauninni ekki ósvip- að því, að forsjónin hafi verið að leggja sig til við að gera Sigurð Eggerz að miklum gæfu- manni og glæsilegum foringja þjóðar sinnar. Ætterni hans var eins og bezt verður ákosið. Sonur hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur og Péturs Eggerz á Borðeyri, eins hins gáfaðasta og glæsilegasta athafnamanns sinnar samtíðar. Efni voru næg. Uppeldi í bezta lagi. Gáfur, líkamlegt atgervi og áhugi til að leita sér frægðar og frama í ríkum mæli. — Og land- ið beið^ og þjóðin beið. Sigurður Eggerz fór í lærða- skólann í Reykjayík, og lauk þaðan stúdentsprófi. Hann sigldi til Kaupmannahafnar, og lauk þar embættisprófi í lögfræði. Hann kom heim aftur, varð sýslumaður. í Barðastrandar- sýslu, í Rangárvallasýslu og Sigurður Eggerz /yrrverandi forsœtisráðherra Skaftafellssýslu. Vinsældir hans og vegur jókst svo að segja dag frá degi, og lífið brosti við hon- um. Hann stofnaði heimili sitt, þar sem jafnan ríkti síðan mikil hamingja og ástríki. Kona hans er frú Sólveig Kristjánsdóttir, Jónssonar dómsstjóra frá Gaut- löndum, en börn þeirra eru tvö, Erna ritari í Útvegsbanka ís- lands í Reykjavík og Pétur, cand. júris, fyrrverandi ritari forseta íslands, nú sendiráðsfulltrúi í London. Þjóðin kallaði Sigurð Eggerz brátt fram í fremstu viglínu. Hanii var fyrst kjörinn á þing sumarið 1911 fyrir Vestur-Skaft- fellinga. Leiðin lá þegar opin til æðstu valda. Hann varð ráð- herra íslands 1914. Á þeim árum var mikill hiti í sjálfstæðisbaráttu íslendinga, og skiptust menn þá í flokka ein- göngu um það mál. Hinn ungi sýslumaður fór þegar í farar- broddi þeirra, er lengst vildu ganga í kröfum sínum á hendur Dönum í frelsismáli landsins. — í þá daga skyldu mál íslend- inga borin upp fyrir konungi í rikisráði Dana. Hafði það lengi verið þyrnir í augum lands- manna, en 30. nóvember 1915 bar Sig.Eggerz fram þá kröfu við konung, eftir fyrirmælum^ Al- þingis, að lög þess skyldu fram- vegis ekki borin upp í ríkisráði Dana, heldur skyldi konungur einn og ráðherra íslands hafa þá framkvæmd með höndum. Kröfu þessari var synjað af kon- ungsvaldinu, en ráðherra ís- lands baðst tafarlaust lausnar frá embætti sínu. Frammistaða Sigurðar Eggerz í þessu máli vakti þegar mikla samúðaröldu með honum meðal þjóðarinnar. Þótti mönnum honum seint nógsamlega þökkuð djörf og drengileg framkoma á úrslita- stundu. Það mun heldur engum efa undirorpið, að einmitt þessi röggsamlega málsmeðferð átti sinn mikla þátt í endanlegri 'ausn sjálfstæðismálsins síðar. Hugmyndin um algerðan skiln- að við Dani fékk nú fyrir al- vöru byr undir báða vængi, enda sáu Ðanir þann kost vænstan, aðeins þremur árum síðar, að ganga að fullveldiskröfum ís- lendinga með samningnum milli ’andanna frá 1918. Ljóminn um nafn Sigurðar Eggerz sem stjórnmáiamanns, mun sennilega jafnan verða mestur í sambandi við þessa stjórnarathöfn hans. Afskiptum hans af stjórnmálum var þó síður en svo lokið, er hér var komið. Alla tíð var hann hinn' árvakri útvörður þjóðar sinnar í sjálfstæðismálinu. Árið 1928 bar hann fram á þingi fyrir- spurn til allra flokka, er fulltrúa áttu á Alþingi um það, hvort ’flokkar þeirra væru ekki full- ráðnir í því að vinna að því, að fullum skilnaði milli landanna yrði á komið er sáttmálinn frá 1918 væri útrunninn, og hugðist hann með því binda og girða fyrir allan tvískinnung, er fram kynni að koma í því máli. Þáver- andi forsætisráðherra, og for- menn annarra flokka á þingi, lýstu allir því eindregið yfir, að beir mundu afdráttarlaust beita sér fyrir fullum skilnaði, er til- ?kilinn tími væri kominn. Sig- urður Eggerz átti sæti á Alþingi alls um 20 ár. Fyrst, eins og áð- ur er fram tekið, fyrir Vestur- Skaftfellinga, síðan sem land- kjörinn þingmaður, og loks þing maður Dalamanna. Hann varð ráðherra aftur 1917 til 1920, þá sem fjármálaráðherra í sam- steypuráðuneyti Jóns Magnús- sonar. Loks varð hann forsætis- og dómsmálaráðherra 1922 til 1924. Lét það ráðuneyti Sigurð- ar mörg merk mál til sín taka og naut trausts og hylli hjá þjóðinni. Á milli ráðherratímabila sinna og eftir að hann lét end- anlega af ráðherradómi, gegndi hann fjölda virðulegustu og á- byrgðarmestu embættum lands- ins. Hann var sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, bæjarfó- geti í Reykjavík, bankastjóri ís- ’andsbanka, bæjarfógeti á ísa- firði og síðast sýslumaður í Eyja- fjarðarsýslu og bæjarfógeti á ''kureyri. Öllum þessum mikil- vægu störfum gegndi hann af miklum drengskap, réttsýni og ‘rúmennsku. Auk þess gegndi hann ýmsum öðrum opinberum törfum. og átti sæti í ótal þýð- ingarmiklum nefndum, sem hér vrði of langt upp að telja. Forsjónin hafði gefið Sigurði Eggerz mikið. Góðar gáfur, mik- inn glæsileik og drengskap. Hann var mælskumaður með á- gætum og hánn var gott skáld, og er sumt af því, sem eftir hann liggur á þeim vettvangi með því fegursta, sem til er á 'Slenzkri tungu. Þekktast af því °r hið yndislega kvæði hans A’faðir ræður,“ er hann orti við sjóslys í Vík í Mýrdal, er hann var sýslumaður Skaftfell- inga. Sigurður Eggerz var mikill hugsjónamaður, bjartsýnn og bar í brjósti óbilandi trú á fram- gang góðra málefná. Hann var fullur mannúðar og góðmennsku og aufúsugestur hvar sem hann kom fyrir glaðværð sína og fyndni. Hann var hreinskilinn en góðgjarn, og vffði mál sitt af fullri djörfung og alvöru án þess að fyllast fjandskap til andstæðinga sinna. Hann var unnandi alls, sem var fagurt og og þá ekki sízt náttúru landsins. Hann var sannur föðurlandsvin- ur, og hann gladdist eins og barn yfir því að lifa og taka þátt í stofnun lýðveldisins 17. júní 1944. Sigurður Eggerz var fæddur á Borðeyri í Hrútafirði árið 1875. Hann andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík 16. þ. m. rúmlega 70 Ara að aldri. Starfsdagur hans í þágu lands og þjóðar varð langur og viðburðaríkur. Gæfa sú, er hann hafði hlotið í vöggu- gjöf, entist honum til þess að fá að lifa það, að hjartfólgnustu draumar hans rættust. Hilmar Stefánsson. Fyrir nokkru síðan hafa bor- izt fregnir um það, að hækka ætti afnotagjald til Ríkisút- varpsins um 100% frá því sem það var til ársloka 1944. Þessi mikla hækkun mun hafa orðið þess valdandi, að nýlega er kom- in fram á Alþingi tillaga um að hetta gjald fyrir útvarpsafnot verði mishátt, eftir því, hvaða orkugjafa útvarpshlustendur verða að nota. Þeir, sem nota rafhlöður, greiði lægra gjald en hinir, sem möguleika hafa til að nota straumtæki. Áður hafa komið fram tillögur um þetta, en í peningaveltu síðustu ára, hefir verið hljótt um þær. Útvarpsstjóri, sem mjög er kunnugur þessum málum, hefir sent Alþingi bréf um þetta og látið lesa það upp í útvarpið, aö undangengnum þremur aug- ’ýsingum um að það yrði gert. Útvarpsstjóri,viðurkenndi í bréfi sínu, að reksturskostnaður raf- hlöðutækja myndi á 3. hundrað krónur árlega, og'er þar áreið- anlega engu bætt við. Hann ræddi að vísu ekki um reksturs- kostnað straumtækja, en kunn- ugir vita, að hann er sára lítill, t. d. í Reykjavík ekki nema ör- fáar krónur á ári. Rökrétt ályktun af þessum forsendum útvarpsstjóra er því °ú, að mismunur á afnotagjaldi útvarpsnotenda, sé fullkomið réttlætis- og mannréttindamál. Jafnvel þótt þeir borguðu ekk- ert, sem rafhlöðutæki verða að nota, er þeirra aðstaða a. m. k. ekki betri, en hinna, sem búa við straumtækin. Sama máli gildir um vindrafstöðva-tækin. Afl- gjafinn er þar mjög dýr og óviss og mörgum tækjunum þarf að breyta með ærnum kostnaði. En útvarpsstjóri tók ekki vin- "amlega undir þessar tillögur. Hann lagðist með þunga á móti þessu skipulagi, og undraði vafalaust marga á því. Hann er kunnur að áhuga um útvarps- málefni öðrum fremur, og frá fyrri árum ötull og ósérhlífinn baráttumaður gegn margs kon- ar úreltu fyrirkomulagi, sem gerði aðstöðumun þegnanna ó- jafnan. Rétt er að skilja ekki við þetta mál svo búið. Þjóðfélagið rekur útvarpsstöðina og kostar því jafnt til fyrir alla, sem á hana hlusta. Á þessi rök er sjálfsagt að fallast. En þjóðfélagið hefir einnig átt sinn þátt í að skapa misjafna aðstöðu þegnanna til þess að notfæra sér þetta menningar- tæki. Það hefir með aðstoð sinni hjálpað til að koma upp flestum eða öllum meiri háttar vatns- orku-rafstöðvum, sem aftur ger- breyta aðstöðunni fyrir útvarps- notendur. Þegar ríkið er búið að skapa öllum þegnum sínum aðstöðu um aðgang að rafmagni orðar enginn mishátt afnota- gjald til útvarpsins. En meðan fyrirkomulagið er slíkt, að ýms- ir hlustendur verða að greiða nokkur hundruð krónur umfram meginþorra samborgara sinna, til að verða sömu gæða aðnjót- andi og þeir, þarf engan að undra þótt raddir komi fram um að ráða bót á slíku ófremdar- ástandi. Það er miklu meira til að furða sig á, hve menn geta lengi sætt sig við misréttið. [Fleiri atriði koma hér til greina, sem drepa má á, þótt öllum séu þau ljós, er til þekkja úti um land. Meginþorri beirra , manna, sem straumtæki nota, hafa greiðan aðgang til þess að láta gera við sín tæki, ef um bil- un er að ræða. En þetta er þver- öfugt um rafhlöðutækin. Þau verður að senda, oft langar Jeiðir með ærnum kostnaði, til viðgerðar. Tekur það stundum íleiri vikur, og eigandinn verður af útvarpsnotunum, en fær auð- vitað að greiða afnotagjaldið eftir sem áður. Enn er það, að allir, sem nota rafhlöðutæki, verða að kaupa mikið af rafhlöðum og rafgeym- um. Ríkið verzlar með þessa hluti. Og það er talinn állveru- legur ágóði af viðtækjaverzlun- inni. Sennilega er þá engum gert, órétt, þótt ályktað sé, að rafhlöðunotendur fái einnig að borga óafvitandi nokkura fúlgu til ríkisins. En þarna er nú aðeins seilst ofan*í bakvas- ann og hægri hendin veit eigi hvað sú vinstri greiðir. Þeim sem finnst fjarstæða, að ríkið líti á aðstöðumun þegna sinna og taki eitthvert tillit til hans, (Framhald á 7. síðu) ingum. Hann var vel kunnugur þarna vestur um og var hinn öruggasti. Liggur honum hátt rómur og er ræðinr\ og djarf- mæltur, á bezta aldri, rúmlega 50 ára, og enn duglegur og starfsmaður mikill. Ég aftur á móti er að flestu leyti heldur lágkúrulegur, óframfærinn og feiminn. Þekkti og fáa þarna vestur um. Þegar ég er'Á ferða- lögum og oftar, veit ég aldrei um hvað ég á að tala og þegi því gjarnast. Ég ey að verða hálf-sjötugur — með bilað bak og lungu og var þvi farinn að venjast því að hlífa ’ mér við flestu. Það var þess vegna sjálf- sagður hlutur, að Steinþór tæki á sig sem mest erfiði og um- stang ferðalagsins, enda líka vissu allir hvar sem við komum, að Steinþórs var von — og svo var einhver maður með honum. Jú, það var látið heldur vel af flugveðri í skrifstofu Flug- félagsins þennan morgun, og rétt fyrir klukkan 12 á hádegi er Steinþóri sagt ákveðið, að flugvél komi eftir okkur. Þá drífur Þorsteinn hreppstjóri sig af stað með okkur á jeppabíl sínum austur Suðursveit. Stein- þór fer í síma á Kálfafelisstað og ekki er annað að frétta en allt sé í lagi með flugvélina, og Þorsteinn heldur með okkur á- fram austur. En er við komum á móts við Uppsali, stendur þar hraðboði á veginum, sem segir okkur, að komin sé rigning og stormur í Reykjavík, og engin flugvél komi í dag. Nú er ekki um annað að gera en snúa við og halda til vesturs, og það með hraði. Nú var orðið áliðið þriðjudag og á miðviku- dagskvöld þurftum við að vera komnir að Klaustri til að taka þar áætlunarbíl á fimmtudags- morgni. Fundurinn að Laugar- vatni átti að byrja á föstudag. Þorsteinn ekur sem af tekur að Kálfafellsstað, og aftur fer Steinþór þar í síma. Hringir hann til konu sinnar og biður hana ná i síma til Björns á Tvískerjum að koma sem hrað- ast með hesta móti okkur að Jökulsá, og jafnframt gera ráð- stafanir til þess, að Öræfabíll sæki okkur að Tvískerjum og koma orðum til Jóhanns bónda Pálssonar á Hofi að flytja okkur á hestum að Svínafelli um kvöldið. Frá Hala lagði svo Þor- steinn með okkur á 4. tímanum á bílnum út að Stemmu. Fórum við á bát yfir hana og lögðum síðan af stað labbandi * með hlífðarföt og töskur okkar á bakinu. Eftir stutta gönguferð varð ég að biðjast vægðar. Þeir Stein- þór og Þorsteinn fóru svo hart, og ég mæddist. Var þá hægt á, og Þorsteinn tók 'mestan hluta byrðar minnar á sitt breiða bak. Á þann hátt komumst við að Jökulsá. Sem kunnugt er rennur hún fram á öldunum í tveimur álum með ekki löngu millibili, og er ferja á hvorum ál, en jökullón liggur bak við öldurnar, og er stundum hægt að fara bak við þær eftir lóninu og fyrir báða álana. Svo var nú. Við ýttum ferjunni á flot, og Þor- steinn hreppstjórinn settist undir árar. Við Steinþór létum vel fara um okkur, og lét ég hugann dvelja við, hvað marg- breytt er lífsleiðin. Við Steinþór sitjum þarna uppdubbaðir með hálslín, og báðir í gljáandi skinnjökkum, ég með mjög merkilegan gráan hatt á höfð- inú hálfharðan, en ég held nú, að Steinþór hafi ekki haft nema derhúfu — já, við sátum þarna eins og sendiherrar og höfðumst ekkert að. En hreppstjórinn hamaðist á árunum til þess að reyna að koma okkur yfir þetta voðalón. Hann fer með okkur ýmsar krókaleiðir meðfram borgarísjökum, er voru á víð og dreif um lónið. Sums staðar var hyldýpi, en á öðrum stöðum stóð ferjan grunn, ýmist á grjótöldu- hryggjum eða þá á jökultung- um, sem lágu í botninum og of grunnt var á til þess að ferjan flyti yfir. Eitt sinn ætlaði ég að standa upp í ferjunni til þess að sjá betur, hvað framundan væri. „O, sittu á r.........“ sagði hreppstjórinn. Ég hlýddi strax, og litlu síðar skilaði Þorsteinn okkur yfir lónið fyrir báða ála Jökulsár heilum og þurrum — mun betur en kölski skilaði Sæmundi fróða forðum. Og þar á landi er Björn á Tvískerjum og bíður með hestana. Við kvöddum Þorstein í flýti, og Björn tekur okkur á hesta sína og við fólum okkur hans fylgd og forsjá. Ferðin gekk fljótt og vel frá Jökulsá yfir Breiðárvötn að Tvískerjum. Steinþór og Björn héldu stöð- ugt uppi samræðum að segja mátti um allt milli himins og jarðar. En það var sem oftar fyrir mér, að ég gat lítið til málanna lagt. Það var aðeins þegar rætt var um lýðræðið í Ráðstjórnarríkjunum, að ég lagði lítils háttar til málanna. Það eru upp undir 20 ár síðan ég kom síðast að Tviskerjum, en þar var sömu elskulegheitunum að mæta og áður. En við vorum á hraðferð og máttum lítið stanza. Helgi á Fagurhólsmýri var kominn eftir okkur á Oræfa- bílnum. Við borðuðum og drukk- um kaffi, skruppum svo snöggv- ast með hjónunum út í blóma- og trjágarðinn. Garðurinn er ungur, en niðurröðun öll og hirða er svo einstök, að hver og einn verður hrifinn af. Garð- urinn auglýsir mikla umönnun og smekkvísi. Það er verið að byggja myndarlegt hús við gamla bæinn, og ekki býst ég við, að smiðirnir séu sóttir langt til að koma upp þeirri byggingu. Þessi nýja, myndarlega hús- bygging og blóma- og trjágarð- urinn á Tvískerjum sanna, að skki hefir blaða- og bókaáróður kommúnista og annarra angur- gapa enn svipt fólkið á Tví- skerjum trúnni á það, að hægt sé að lifa sönnu menningarlífi í, sveitum landsins, þótt af- skekktar séu. Við settumst því næst í bíl- inn hjá Helga á Fagurhólsmýri, og hann ekur með okkur stanz- laust að Hofi. Þá er Jóhann bóndi tilbúinn þar með hestana undir okkur, þótt farið sé að dimma að nóttu. Við gátum ekki neitað því að koma inn á Hofi og fá okkur að borða, þótt það væri fjórða máltíðin þann dag- inn, því að tvisvar borðuðum við á Hala, fyrst áður en við fórum' austur áleiðis til flugvallarins og svo aftur áður en við fórum vestur frá Hala og lögðum á sandinn. Ég var því farinn að verða hræddur um maga minn. Er við vorum búnir að borða, lagði Jóhann af stað með okkur. Þá var orðið aldimmt. Jó- liann setti mig á brúnan hest, ljómandi fallegan, og ég held góðan, en Jóhann varaði mig við því, að hann væri nokkuð hnotgjarn, og eft(ir að hann hafði sagt mér þetta varð ég hræddur. Það er ekki gaman að vera á ferð í myrkri á mis- jöfnum vegi á hesti, sem maður er hræddur um að detti í næsta spori. Jóhann ráðlagði mér að halda vel í tauminn, og það gerði ég svikalaust. Ég hefi ver- ið að gera mér í hugarlund síð- an, hvernig ég mundi hafa litið út á hestinum, hefði bjart verið. Ég hélt með báðum höndum í tauminn fyrir ótta sakir, og svo barði ég fótastokkinn til að fá hestinn til að fylgja honum eft- ir, en það gat hann ekki vegna hins óeðlilega ■ taumhalds. Löng fannst mér lqiðin að Svínafelli. Af og til sá ^ég til samferða- mannanna á undan og alltaf heyrði ég til þeirra, því að aldrei féllu umræður niður milli þeirra, nema þegar þeir voru að kalla til mín til að vita, hve langt ég væri á eftir. En að Svínafelli komumst við um lág- nættið. Fórum við brátt í hátt- inn og sofnuðum fljótt og vel á hinu forna höfðingjasetri Flosa Þórðarsonar. Nú er við vöknuðum að Svínafelli að morgni miðviku- dagsins 5. september, er miki: rigning og leit út fyrir að rign- ingin væri búin að vera nokkra tíma, því að allt sýndist fljóta í vatni, og nú var Skeiðará og Núpsvötn yfir að fara þennan dag. Ef það skyldi nú vera orð- ið ófært, var ekki um annað að gera en að snúa aftur, því að ef við ekki komumst yfir sand- inn þennan dag, þá náðum við ekki á fundinn. Fór nú Steinþór í símann og talaði lengi, ýmist við Odd í Skaftafelli eða Hann- es á Núpstað. Oddur er öruggur að reyna að leggja í Skeiðará. Ef hún ekki er fær úti á sandi, þá er að fara hana á jökli. En Hannes er verr settur til að koma austur á sandinn á móti okkur, því að hann segir, að ekkert megi vaxa úr því, sem var í gær, til þess að hægt sé að komast sundlaust. „Þetta lagðist alltaf I mig, að við myndum ekki komast á fundinn", segir Steinþór, þegar hann kemur úr símanum. Biður hann Odd og Hannes að hafa samband sín á milli, meðan Þór- hallur bóndi í Svínafelli flytur okkur yfir á móts við Skaftafell eða að Skaftafelli. Þórhallur leggur svo á stað með okkur í syngjandi hríðinni alla upp- dubbáða í olíuíöt, og er Stein- þór nú með sjóhatt. Er við kom- um móts við Skaptafell, sést ekki til ferða Odds, og þótti okk- ur það ekki álitlegt. Þórhallur fer svo með okkur heim að Skaptafeli, og er Oddur bóndi heima. Nú biður Steinþór Odd að tala við Hannes og er þá sagt frá Núpstað, að Hannes sé lagður af stað fyrir hálfri klukkustund. Oddur hleypur út hasti að taka hestana, en ætur okkur Steinþór setjast ið kaffidrykkju á meðan, og ægar ég hefi tæmt einn bolla )g búið er að hella í annán, þá kemur Oddur og segir, að hest- ar séu tilbúnir. Ég lýk úr boll- anum og kveð húsfreyju og dóttur hennar í meiri flýti en ég h$fði viljað. En er ég kem út frá kaffinu og kvenfólkinu, eru þeir að leggja á stað, Oddur og Stein- þór, og mér er þá ekkert að vanbúnáði. Þegar við erum að komast niður á aurinn, er ég að brjóta heilann um það, hve langt er síðan ég sá Odd í Skaptafelli fyrst. Jú, það munu vera milli

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.