Tíminn - 30.11.1945, Side 5
5
91. blað
TÍMEVN, föstudaglnn 30. nóv. 1945
30 og 40 ár. Þá mættum við sem
fulltrúar á sambandsfundi U.
M. F. í. í Austur-Skaptafells-
sýslu að Kálfafellsstað. Mikið er
hvað Oddur hefir lítið breytzt
síðan og hvað fjörið virðist lít-
ið dvína.
Við ríðum svo út með Skeið-
ará. Ég var á brúnum hesti
skagfirzkum og var gaman að
sitja á honum yfir. Skeiðará.
Þegar strauminn lagði þungt
á hann, var ánægjulegt að finna
hvernig hann „fann hitann í
sjálfum sér og sjálfs síns kraft
til að standa á móti“.
Þar sem Oddur leggur fyrst til
að komast yfir Skeiðará, flaut
yfir hestinn, svo að ekki stóð
upp úr nema höfuðið — og svo
Oddur fyrir ofan hnakk.
„Þetta fer ég ekki“, segir þá
Steinþór við mig. Ég held ég
hafi ekkert sagt, en ég segi það
nú, að þarna hefði ég haft gam-
an af að fara á eftir Oddi á þeim
brúna, sem ég sat á — svo
mikið traust bar ég til hans.
Ég hafði ungur vanizt dálítið
vötnum og þótti þá gaman að
ríða austurfljótin í innra. Þau
eru grýtt og straumhörð á borð
við Skeiðará, þegar komið er
nokkuð út á sanda hennar. En
Oddur vill ekki eiga það á
hættu, að menn, sem hann er
að fylgja yfir Skeiðará, hrekjist
kannske í henni, heldur kem-
ur hann aftur yfir sama brotið,
sem er nú sýnu verra en áður,
því að nú verður að taka ána á
móti straum. En Skjóni skilar
Oddi yfir. Þar var vel samlstillt
átak og vilji manns og hests.
Oddur vissi, hvað honum var ó-
hætt að bjóða klárnum, og klár-
inn vissi, að honum var óhætt
að fara það, sem Oddur stýrði
honum til.
Við fórum svo lengra út með
ánni og höfðum þar gott yfir.
Er við komum út á sandinn,
minnkaði rigningin, en þó var
áfram súld og kuldagustur frá
sjónum. Þegar við vorum komn-
ir út yfir Skeiðará, fóru Steinþór
og Oddur að verða skrafhreifir.
Steinþór spyr Odd, hvort hann
verði nokkurn tíma hræddur.
„Já, sem betur fer“, segir'Odd-
ur, „erum við líklega allir með
því marki brenndir að vilja
forðast hætturnar, svo að ekki
verði að slysi“. Steinþór spurði
þá Odd, hvernig honum líkaði
að fljúg»; Oddi líkaði það vel,
en sagði þó á dálítið sérkenni-
lega skemmtilegan hátt, að ekki
þætti sér reglulega viðfelldið að
sitja þarna bundinn í stólnum
og finna hvernig allt hans ör-
yggi var á hendi annars manns.
Þetta fanst mér mjög skiljan-
legt og mikil umskipti fyrir
Odd frá því þegar hann er með
stóra hópa af fólki að svalka i
Skeiðará og allt er á hans á-
byrgð, hvernig gengur að kom-
ast yfir slysalaust.
Okkur miðaði út sandinn,
þessa eyðimörk, í heldur leiðin-
legu veðri. Við komumst út á
miðjan sand svo ekkert sást til
Hannesar, sem þó átti að mæta
okkur þar, og fór á stað hálfri
klukkustund á undan okkur. Ég
bar fram þessa barnslegu spurn-
ingu: „Er ekki slmi í sæluhús-
inu?“ Svarið var nei.
Nú hafa Núpsvötnin kannske
vaxið við rigninguna og þar
mátti engu muna frá því deg-
inum áður. Hánnes hefir kann-
ske orðið að snúa aftur, og við
vitum ekkert um það. Ekki meg-
um við sleppa Oddi aftur tii
baka með hestana fyrr en við
sjáum til Hannesar. Og við meg-
um ekki halda Oddi svo lengi, að
hann komist ekki yfir Skeiðará
aftur áður en dimmt er orðið af
nóttu. Um þetta ræddum við
fram og aftur. Þetta er alvarlegt
atriði fyrir ferðamenn og þá,
sem fylgdir annast yfir sand-
inn, að hafa ekki síma í sælu-
húsinu. Vilja ekki þingmenn
Skaptfellinga og aðrir fleiri góð-
ir menn vinna að því, að sími
verði lagður í sæluhúsið á Skeið-
arársandi? Það skapaði míkið
öryggi um ferðir yfir sandinn,
að geta talað frá sæluhúsinu til
beggja hliða, þar sem slík stór-
vötn lykjast um þessa eyðimörk.
sem Skeiðarársandur er. Það
gæti orðið til þess að bjarga
mannslífum að hafa síma í
húsinu — mannslífum, sem
annars væru í veði. Dýrt yrði
það að sjálfsögðu ekki að leggja
síma í 'húsið, þar sem að síma-
línan yfir sandinn liggur
skammt frá húsinu.
Þetta var okkur umræðuefni
um nokkurn tíma, og ekki sást
til Hannesar. „Þetta lagðist
alltaf í mig, að við myndum
ekki komast á fundinn“, segir
Steinþór í annað sinn, því að
ekki var annað fyrrisjáanlegt
en að við þyrftum að fara aftur
með Oddi til baka.
Við rýndum og grindum í rign-
ingarsúldina og goluna. Og
loksins sást til Hannesar. Við
litum á klukkuna. í rúman hálf-
tíma höfðum víð biðið, og okk-
ur fannst þetta vera hálf eilífð.
Nú fáum við Odd til að fleyta
okkur svolítið lengra í áttina
móti Hannesi.
Er við höfðum heilsað Hann-
esi, segir hann, að líklega sé nú
bezt, að við snúum aftur með
Oddi og Steinþór verður fljótur
til svars og segir: „Já, blessað-
ur, Hannes, far þú ekki að
leggja neitt á hættu með þig
°ða okkur‘. „Ég fer nú líklega
vestur aftur“, segir Hannes.
„Og þið ættuð að geta lafað
°ða hangið á hestunum eins og
ég“.
Þá kvöddum við Odd og stier-
um á bak hestum Hannesar. Er
við vórum komnir lítið eitt af
stað, ríður Steinþór upp að hlið-
mni á Hannesi og spyr, hvort
mikið sé í Núnsvötnum eða
hvort þau falli illa. Þá kem ég
fram sem eldri maður en Stein-
hór, með föðurlega áminningu
og segi: „Við skulum láta okk-
ur nægja það, sem Hannes
"agði áðan, og við skulum
hafa það hugfast að reyna að
hanga á hestunum í hvað sem
slæst, því að áreiðanlega treyst-
ir Hannes þeim“.
Um þetta var svo ekki meira
rætt, en áfram var haldið í
áttina að Núpsvötnum. Það var
ekki mikið vatn íþeim.Þauhöfðu
sett niðuf meðan Hannes var
austur á sandinum, en einn áll
inn féll illa, svo að ekki var að
tala um að ríða hann sund-
laust, nema á einu stuttu broti.
En okku£ gekk ágætlega yfir.
Hesti þeim, er ég reið á skrik-
aði þó fótur niðri í dýpinu
hefir skransað út af steini,
svo að hann hallaðist meira í
strauminn en eðlilegt var og
vatnið braut á hnakkboganum
straummegin og svall upp á
’æri mér. En vötnin austur í
Hörnafirði höfðu oft hér fyrr
meir skollið upp í nára á mér
og fengið mig til að súpa hvelju,
svo að mér varð ekkert bilt við
betta. 6
Nú vorum við komnir yfir allt
hið örðugasta. Hannes bóndi fer
með okkur heim til sín og veitir
okkur hinn bezta beína og að-
dáanlega aðhlynningu. Síðan
fer hann með okkur vestur yfir
Djúpá og að Kálfafelli, og þá
Tum við komnir þangað, sem
hægt er að komast austast frá
Heykjavík á bíl. Mun þessi
Ferðaþáttur því ekki verða
’engri að þessu sinni.
Við fengum bíl frá Kirkju-
öæjarklaustri til þess að sækja
okkur að Kálfafelli, gistum á
Klaustri og tókum þaðan áætl-
marbíl á fimmtudagsmorgun
i. september eins og upphaf-
lega var hugsað. Þegar ég kom
ð Kálfafelli í Fljótshverfi eftir
Ferðálagið yfir Skeiðarársand
*óru um mig þreytuverkir, sem
’ió vöktu gleði hjá mér yfir að
æssi erfiða ferð var yfirstigin
En þó mun ég hafa stunið sem
Irasa-Gudda forðum: „Gott er
’kki bakið á mér núna.“ En
Steinþór lék sér sem lamb í
haga.
Ég vil svo nota tækifærið og
hakka öllum okkar ágætu fylgd-
\rmönnum og öllu skaftfellsku
fólki, sem greiddi götu okkar
Steinþórs og veitti okkur á allan
hátt ágæta aðhlynningu. Það er
ínægjulegt að líta eftir á yfir
’.vona ferðalög. Manni verður
hlýtt til fólksins, sem leggur sig
iyo mjög í líma til þess að allf
Tangi sem greiðast og að manni
líði sem bezt. Og hve mikið er
hað traust, sem maður fær á
fylgdarmönnunum, sem eru að
walka með mann yfir stórár
og aðrar torfærur. Ég held, að
hað eigi þar vel við að segja:
„Þótt við aldrei fyrri finnumst
finnst oss þó við séum eitt.“
Það er innileg ósk min til ykkar,
skaftfellskir bændur og hús
freyjur og annað sveitafólk, að
hið fáið ríkulega borgaða alla
ykkar fyrirhöfn vegna þessa
ferðalags okkar Steinþórs með
giftusömu starfi stéttarsamtaka
bænda á komandi árum.
LARS HANSEN:
Fast þeir sóttu sjóinn.
fyrir sér, þar sem byrlegast blés — ganga kannske úr einni búð-
inni í aðra, frá einum kaupmanninum til annars. Þeir voru og
hlutu að vera utanveltubesefar.
Kristófer tók birgðalistann og lagði af stað til Holst. Þar var
hann vel þekktur, og Holst hafði margsinnis hjálpað honum,
þegar hann rak á sker. Holst var þess háttar maður, að hann
átti til að gera meira fyrir þá, er hann sá, að voru áreiðanlegir
viðskiptum og vildu bjarga sér, heldur en nokkrum öðrum í
Tromsö hefði látið sér koma til hugar.
Þegar Kristófer kom inn í skrifstofu Holsts, lagði hann birgða-
listann á borðið fyrir framan hann og átta hundruð krónur ofan
á hann. Þegar Kristófer hafði gert nákvæma grein fyrir því, hvað
hann þyrfti til ferðarinnar, auk þess sem upp var skrifað, svo
sem segldúk, kaðla og blokkir á „Noreg,“ auk olíuklæða, stígvéla,
vettlinga og nærfata — því að fötin þeirra höfðu slitnað i Lófótför-
inni — og svo kannske tvö þúsund og fimmhundruð til þrjú
þúsund skota, kom það á daginn — og um það urðu þeir ásáttir
—, að þetta kostaði ekki minna en seytján hundruð krónur og
sennilega þó öllu nær átján hundruðum. Þar á ofan var svo út-
tekt fjölskyldnanna, er heima sátu, því að eitthvað varð kven-
fólkið og börnin að hafa fyrir sig að leggja meðan þeir voru
fjarverandi. Það leyndi sér ekki, að Holst varð að lána Kristófer
stórfé, ef hann átti á annað borð að sinna beiðni hans. Hann
varð ákaflega mæðulegur á svipinn, hann Holst gamli, því að
hann vissi, að Kristófer Kalvaag var duglegur og úrræðagóður
náungi, sem í rauninni átti hjálp skilið. En á hinn bóginn var
hann sjálfur hálfilla stæður í bili, því að hann hafði orðið fyrir
tilfinnanlegum skakkaföllum með Finnmerkurfiskinn. Svo átti
hann heilan skara af krökkum. Og í þokkabót var þetta svo
örðugt með smáskúturnar í ár, því að fyrirmælin um vátrygg-
inguna voru orðin svo ströng, að það var hreint loku fyrir það
skotið, að þær fengju tryggingu, sem hann gæti tekið að veði
íyrir láninu. í þessum þönkum var hann, þegar Kristófer, sém
lét sig gruna, hvað hann hugsaði, rauf þögnina:
— Skolur benti mér á, að við gætum þó að minnsta kosti líf-
tryggt okkur hjá líftryggingarfélaginu „Norskt líf“. Ef þér haldið,
að það sé hægt og viljið taka slíka tryggingu gilda sem veð, væri
bezt að kippa þvi í lag undir eins. Ég skal láta skipshöfnina koma
i land.
Holst hugsaði sig um. Þetta var nýtt úrræði, og ef til vill var
hægt að fara þessa leið, báðum aðilum til gagns. Hann sagði því
Kristófer að kynna sér þetta betur, og ef þetta mætti takast,
skyldi hann hafa einhver úrræði með birgðirnar, — og umfram
allt verður þetta að takast, sagði hann, og það tekst, ef við leggj-
umst báðir á eitt, Kristófer Kalvaag.
Hann Kristófer hraðaði sér nú í skrifstofu líftryggingarfélags-
ins, og eftir stuttar viðræður komst hann að raun um, að það
var ekkert þessu til fyrirstöðu. Þrjú þúsund króna líftrygging til
handa skipverjum reyndist meira að segja miklu útgjaldaminni
og umfangsminni, heldur en þótt honum hefði tekizt að tryggja
skútuna jafn hátt. Honum dugði að borga líftryggingargjald fyrir
hálft ár í einu — það var svo þægilegt, að þeir kröfðust ekki
meira —, en áður en þessu yrði kippt í lag, urðu hann og há-
setar hans að fá læknisvottorð. En á þvi átti svo sem ekki að
burfa að standa.
Því miður var þó ekki öllum þúfum velt úr vegi. Þeim hafði
?kki ennþá heppnast að fá vélstjóra, og meðan það vandamál
var óleyst, varð ekkert aðhafzt, því að hann varð sem sé að vera
með í skipskráningunni. Þeir voru svo sem búnir að leita fyrir
sér, þótt litlu hefði verið áorkað. Lúlli og Nikki og Kristófer og
Þór og meira að segja Skolur höfðu haft öll spjót úti og jafn-
vel rokið á ókunnuga menn á götunum og spurt þá, hvort þeir
væru ekki vélstjórar og vildu komast á íshafið. Fjórir vélstjór-
ar voru búnir að koma um borð í „Noreg“. Þá langaði alla á ís-
hafið, en þeir höfðu samt sem áður rétt komið um borð og gægst
niður í vélarúmið og sagt:
— Nei, nú þakka ég fyrir.
Og svo reru þeir lífróður til lands, rétt eins og þeir hefðu
iéð afturgöngu.
Vélstjóra urðu þeir að fá, eins og allt var í pottinn búið, og
.íminn leið óðfluga. Nikki og Lúlli sóru og sárt við lögðu, að feng-
ist ekki einhver vélstjóramynd og það strax, skyldu þeir fara
allir saman upp í bæinn og leggja hendur á einhvern af þess-
um fjórum, sem ekki vildu fara með, og hafa hann á brott með
3ér. Þegar hann kæmi aftur heim af íshafinu — já, og löngu
fyrr — myndi hann hrósa sínum sæla yfir því að sleppa þó lif-
andi heim á norska grund.
En svo bar svo til, að vélstjórinn fékkst. Hann kom allt 1 einu,
eins og sending af himnum ofan, og öllum á óvart — kom
hlaupandi á eftir honum Kristófer, þegar hann var að fara yfir
torgið á leið til Hans D. Holst til þess að segja honum, hversu
álitlega horfði um líftrygginguna. Þetta var meðalmaður á hæð,
samanrekinn og sakleysislega broshýr. Hann greip þéttingsfast í
handlegginn á Kristófer og sneri honum við á göngunni og
spurði með öndina í hálsinum:
— Er það satt, að þig vanti mótorista á íshafið? Ég er mótoristi
og þaulvanur íshafsmaður og get farið eins og ég stend.
Léki bros um andlit mannsins, varð það þó helmingi breiðara
brosið, sém færðist yfir andlit Kristófers. En það var eitthvað í
svip og augnaráði mannsins, sem ekki hefði þó annar séð en
reyndur og skilningsríkur sjómaður, er sannfærði Kristófer um,
að þeir þyrftu að tala saman í einrúmi.
Kristófer sagði því:
Viltu þá ekki verða mér samferða hérna upp eftir?
Þeir sögðu ekki fleira að sinni, heldur skálmuðu þegjandi norður
yfir hæðina og beina leið heim til „Norska ljónsins“, er undir
eins skildi, hvernig I öllu lá.
Maðurinn var frá Lávangi. Hann sagðist hafa verið vélstjóri
Prinsessan og flónib
(Skozkt œvintýri).
Sigríður Ingimarsdóttir þýddi.
Einu sinni voru kóngur og drottning á Rauðsey. Þau
attu þrjár fallegar dætur. Þau bjuggu í kastalanum
cg voru iiamingjusöm, þar til kóngurmn dó emn góðan
veöurdag. Þá íiutti ekkjudrottningm með dætrum sín-
um i lmð hús. Þær uröu að láta af hendi 511 auðæfi
sm, og annar kóngm' tók við völdum í kastalanum.
panmg er lifið, þvi miður! Þar skiptast á skin og
skúrir.
En drottningin og dætur hennar voru nú ekki á þvi
að setjast niður og syrgja forna frægð. Þær voru hjart-
aniega ánægðar með husið, þótt litið væri, kálgaröana,
tumö og kúna sína.
Allt gekk ems og í sögu, þangað til þær tóku eftir
þvi, að íarið var að stela kálhausum úr garðinum. Elzta
aottirin kvaðst ætla að vera á verði næstu nott og reyna
að komast að því, hver þjófurinn væri.
Um kvöldið sveipaði hun um sig skikkju sinni og fór
á vörðinn. Tunglið kom upp og undir miðnætti sá hún,
nvar geysistór rxsi klofaði yíir kálgarðsvegginn rétt eins
og hann væri smáþúfa. Var það eðlilegt, því að vegg-
urinn náði honum aðeins í ökla. Fór risinn nú að taka
upp kálhausana. Lét hann þá 1 körfu, sem hann hafði
meðferðis.
Kóngsdóttirin kunni ekki að hræðast. Hún gekk því
til risans og var hvergi hrædd. Spurði hún hann, hvers
vegna hann væri að stela káhnu þeirra.
Risinn sagði aðeins: „Þegiðu, stelpa, annars tek ég
þig líka.“ Þetta var nú ekki beinlínis kurteislega sagt,
enda reygði prinsessan sig og jós nú skömmunum yfir
rísann. Það hefði hún ekki átt að gera, því að risinn
þreif í hana, þegar hann var búinn að fylla körfuna,
og fleygði henni ofan á kálið. Síðan hélt hann heim til
sín.
Þegar heim var komið, fékk hann henni verk að
vinna, því að hann kærði sig ekki um að fylla húsið
af iðjulausu kvenfólki.
Fyrst varð hún að mjólka kúna og reka hana á beit.
Því næst átti hún að þvo dyngju af ullarreifum, sem
lágu á gólfinu í kastala risans, þvo hana og tæja, kemba
og spinna og vefa síðan úr henni dúka í fatnað.
Þegar risinn var farinn út, mjólkaði prinsessan kúna
og rak hana á beit, en þegar hún ætlaði að byrja á
ullarþvottinum, vissi hún ekki, hvernig vinna skyldi
verkið.
Þá eldaði hún sér hafragraut og þegar hún var að
borða hann, fylltist eldhúsið af smávöxnu fólki, ljós-
Iiærðu og langleitu. Bað það hana að gefa sér svolítinn
graut, en hún svaraði aðeins:
Kona manns
er á þrotum öðru sirmi. Látið ekki
undir höfuð leggjast að eignast
þessa óviðjafnanlegu ástarsögu. Sé
hún uppseld hjá næsta bóksala, þá
reynið að skrifa útgefanda.
DRAUPNISÚTGÁFAN
Pósthólf 561 — Reykjavík.
Steypublöndunarvélar
bæði hand- og vélknúnar, mjög he'ntugar fyrir bændur, útvega
ég frá Bandaríkjunum. — Nokkrar væntanlegar um áramót.
VerðiíS liijít.
Arinbjörn Jónsson
Umboðs< og lieildverzlim,
Sími 6003. Laugaveg 39, Reykjavíb.