Tíminn - 30.11.1945, Síða 8
Þeir, sem. vilja kyrrna sér þjóðfélagsmál,
innlend og útlend, þarfa að lesa Dagskrá
8
REYKJAVÍK
D A G S K R Á er bezta íslenzka
tímaritið um þjóðfélagsmcl
30. YÓV. 1945
91. blað
? AOÁLL tSZSTS
25. nóvember, sunnudagur:
Kosnlngar í Austur-
ríki.
Austurríki: Fóru fram kosn-
ingar til þingsins. Þrír flokkar,
jafnaSarmenn, þjóðflokkurinn,
og kommúnistar, tóku þátt í
þeim. Úrslitin urðu þau, að
þjóðflokkurinn fékk 84 þing-
sæti, jafnaðarmenn 76 og
kommúnistar 4.
Grikkland: Damaskinos lýsti
yfir þfí, að hann myndi gegna
ríkisstjóraembættinu fram yfir
kosningar.
Svíþjóð: Miklar deilur eru
risnar út af því, að sænska
stjórnin hefir ákveðið að fram-
selja Rússum 167 menn frá
baltisku löndunum, sem voru
sjálfboðaliðar í þýzka hernum.
Fangar þessir hafa byrjað á því
að svelta sig í mótmælaskyni.
26. nóvember, mánudagur:
Átökln í Iran.
Iran: Bæði Bandaríkjamenn
og Bretar hafa sent Rússum
orðsendingar, þar sem þeir eru
hvattir til að virða samningana
við Iran, en þeir skuldbinda
Rússa til að skipta sér ekki af
Tilbúnu húsin
(Framhald af 1. síðu)
aðar þeim, sem tíðkast hér. Úti-
hurðir rambyggðar úr furu eða
eik. Gólf eru úr einskonar eikar-
parketti mjög fallegu (svokölluð
„Lamell“ gerð) _og þarf ekki að
'dúkleggja þau. í baði og eldhúsi
er þó gert ráð fyrir að dúkleggja
gólfin. Fullkomin innrétting í
eldhús og allir innbyggðir fata-
skápar fylgja húsunum. Enn-
fremur stigi í kjallara, hurðir
og gluggar. Allar hurðir og
gluggar eru útbúnir með járn-
ujn og vönduðum skrám og hún-
um.
Ekki fylgja neinar leiðslur né
hreinlætistæki eða hitatæki.
Þakklæðning, pappi og listar
undir skííu fylgja, en ekki sjálf
skífan.
Til þess að gefa mönnum ein-
hverja hugmynd um verð á
þessum húsum,. má geta þess,
að hús, 4—5 hérbergja með eld-
húsi og baði og tveimur forstof-
um, að stærð ca. 80—125 fer-
metrar að grunnfleti kosta
10—-15 þús. kr. sænskar frítt
um borð í skip’ í Svíþjóð.
Um verð húsanna uppkomin
hér, hafa nokkrir húsameistai^ar
gert lauslega áætlun. Hafa þelr
miðað allan frágang við Hag-
stofuhúsið. Niðursíöður þeirra
eru eðlilega dálítið breytilegar
eða frá 140—160 pr. tenings-
meter að meðreiknuðum kjall-
ara. Húsin verða því miklum
mun ódýrari en tíðkast hér um
litlar steinsteyptar villur.
Uppsetning húsanna eftir að
grunnur er fenginn, tekur ekki
langan tíma. Ér reiknað með að
uppsetningin útheimti 400—600
vinnustundir camtals. Seljendur
bjóðast til þess að senda hing-
að\ 2—3 fagmenn til þess að
leiðbeina um uppsetninguna.
Eitt mesta vandamálið, er að
fá hentugar lóðir undir íbúðar-
hverfi fyrir þessi hús hér í
. Reykjavík. Hafa bæjaryfirvöld-
in ekki litið þessar fyrirætlanir
of hýru auga og er þeim nokkur
vorkunn, því að eðlilega hefir
útþensla byggðarinnar með
miklum smáhúsahverfum meiri
kostnað í för með sér fyrii; bæj-
arfélagið. Þó virðist reynslan í
öllum stórborgúm vera sú, að
smáhúsahverfi og stórar sam-
byggingar verði að fylgjast að
og ekki má gleyma því, að stór-
ar sambyggingar útheimta einn-
ig stór óbyggð svæði, ef vel á að^
vera.
En að öllu athuguðu álít ég að
rétt spor hafi verið stigið að
gera nú rækilega tilraun með
innflutning hinna sænsku timb-
urhúsa. Tel ég að með því megi
að einhverju leyti bæta fljótlega
úr húsnæðisvandræðunum og
það er sannfæring mín, að
sænsku húsin muni reynast vel.
innanlandsmálum og fara með
her sinn úr landinu fljótlega
upp úr stríðslokum. — Rúss-
nesk blöð afsaka.það hins veg-
ar, að Rúss? : vörnuðu iranska
stjórnarher .ium að komast til
Norðúr-Iran til að bæla niður
uppreistina þar, og segja að or-
sök hennar hafi verið sú, að
iranska lögreglan hefði byrjað
árásir á þjóðernissinna.
Palestina: Enn er þar róstu-
samt og hafa Gyðingar unnið
ýms spellvirkl.
27. nóvember, þriðjudagur:
Skiptist Iran?
Iran: Fregnir frá Iran benda
til, að uppreistarmenn í Norð-
ur Iran hafi ákveðið að gera
Norður-Iran að sjálfstæðu ríki.
Ítalía: Orlando gafst upp við
stj órnarmyndun.
Bandaríkin: Marshall fyrrv.
yfirmaður ameríska hersins hef-
ir verið skipaður einkafulltrúi
Trumans forseta, í Kína.
28. nóvember, miðvikudagur:
Bciðni Svía Iiafnað.
Svíþjóð: Tilkynnt, að Rússar
hafi hafnað þeirri beiðni Svía-
konungs, sem var stíluð til Stal-
ins, að afhending baltisku fang-
anna yrði dregin í eitt ár. Fang^-
arnir hafa svelt sig áfram og
eru orðnir mjög veikburða. Mál
þetta veldur miklum æsingum í
Svíþjóð.
Þýzkaland: Tilkynnt var í
Núrnberg-réttarhöldunum, að
ekki myndi verða látið að þeim
óskum nazistafanganna að leiða
enska stjórnmálamenn til vitn-
is.
Bretland: Churchill flutti
ræðu á ársþingi brezkra í-
haldsmanna og deildi fast á
stjórn Verkamannaflokksins.
Taldi hann, að sigur v§rka-
mannaflokksins væri ein versta
skelfing, sem yfir Breta hefði
dunið. — John Amery, sonur
Amery fyrrum Indlandsmála-
ráðherra, var dæmdur til dauða
fyrir samvinnu við Þjóðverja á
stríðsárunum.
Undirlægjuháttur Sjálfstæðismanna
við kommúnista í utanríkismálum
Aðstaða bátaflotans
(Framhald af 1. síðu)
sem síðan kæmu til kasta ríkis-
stjói'har og Albingis. Það er hins
vegar tæpast viðeigandi, að Al-
þingi feli ■ ríkisstjórninni að
fara með málið í samráði við
Fiskifélag íslands.
. Hefir þá verið gerð grein fyrir
þeirri hlið tillögunnar, sem veit
að aðstöðu til viðlegu fyrir
bátaflotann, og skal vikið nokk-
uð að hinni hlið tillögunnar,
sem snýr að aðbúnaði ver-
manna.
Þeir, sem kunnugir eru í ver-
stöðvum landsins, vita það, að
aðbúnaður vermanna er víða
alveg óviðunandi. Húsakynni
þröng og ill. Samkomustaðir lé-
legir eða engir. Mun yfirleitt
brýn nauðsyn á því, að úr verði
bætt í þessum efnum. Þykir flm.
ástæða til, að þetta sé athugað
um leið og gerð er áætlun um
þær framkvæmdir, sem gera
þyrfti til að tryggja bátaflotan
um viðlegupláss. Við þá athug
un kæmi væntanlega í ljós,
hvort þörf væri sérstalcra af
skipta af hálfu hins opinberá
um þessa hlið málsins og þá
hverra.“
Nánar í framsögu.
Aðalfundur Dýra-
verndunarfél. íslands
Aðalfundur Dýraverndunar-
félags íslands var haldinn í
Reykjavík þann 21. þ. m. For-
maður gaf ýtarlega skýrslu um
það mál, sem stjórnin hafði haft
til meðferðar á liðnu ári, og
verður sú skýrsla birt í blaði
’élagsins, Dýraverndaranum.
Allmargir nýir félagar höfðu
verið skráðir í félagið á árinu
og einnig hafði kaupendatala
(Framhald a) 1. síðu)
inni svokölluðu bækistöðvar hér
á landi. í slíku tilboði getur
vitanlega ekki annað falizt en
að íslendingar vilji ekki áfram
njóta hinnar hefðbundnu og
aldagömlu verndar Engilsaxa,
heldur flýi undan henni í eins-
konar dauðans ofboði og leiti á
náðir stofnunar, sem enn er
ekki nema nafnið eitt og verður
kannske aldrei meira. Betur er
ekki hægt að lýsa andúð á
Engilsöxum en að þjóð, sem er
á verndarsvæði þeirra, leiti í
eins konar dauðans ofboði
verndar Öryggisstofnunarinn-
ar!
Hversu æskilegt það muni
vera að afhenda slíkri stofnun
bækistöðvar, eins og málum er
nú komið, geta menn bezt séð
með því að virða fyrir «sér á-
standið í Iran. Framsal á stöðv-
um til Öryggisstofnunarinnar
myndi vitanlega þýða, að öll
stórveldin hefðu hér eftirlits-
menn og her, eins og nú er í
Iran. Hvað það hefir svo þýtt
fyrir írönsku þjóðina, geta menn
nú bezt heyrt í útvarpsfréttum
daglega.
Það liggur í augum uppi, að
slíkt svar, sem er bæði ókurteist
og óvinsamlegt'i garð engilsax-
nesku þjóðanna, er fyrst og
fremst runnið undan rifjum
kommúnista. Þeir vinna vitan-
lega að því öllum árum, að ís-
land vérði alþjóðleg bækistöð,
því að þá/ gætu Rússar komið
sér fyr-ir hér á svipaðan hátt og
þeir hafa nú gert í Irari. Af und-
irlægjuhætti og ótta við slit
stjórnarsamvinnunnar hafa
forsætisráðherrann og forkólfar
Sjálfstæðisflokksins svo dansað
með og niðurstaðan svo oraúð
sú, sem hér er íýst.
Dýr undirlægju-
skapur.
Það er vissulega kominn tími
til þess fyrir þjóðina að átta
sig á því, að þessi undirlægju-
háttur forkólfa Sjálfstæðis-
flokksins við kommúnista getur
orðið henni dýr. Ef við með ó-
hreinlyndi og loddaraskap
glötum vináttu og vernd engil-
saxnesku þjóðanna, getur þess
orðið skammt að bíða, að við
verðum komnir inri á sama á-
hrifasvæðið og Finnar, sem hafa
verið neyddir til að dómsækja
marga beztu menn sína, eða
Svíar, sem nú verða að niður-
lægja sig með því að vísa burtu
flóttamönnum, er leitað hafa
á náðir þeirra. Og þá getur okk-
ur á margan hátt orðið ógreið-
ara um viðskipti en nú, þótt
það sé ekki eins þýðingarmikiö
atriði.
Skilyrðið til þess að íslend-
ingar geti örugglega notið frels-
is, eins og nú er ástatt í heimin-
um, er það, að þeir geti not-
ið áfram verndar hinna vest-
rænu stórþjóða eins og hingað
til. Og sé haldið á þeim málum
með drenglund og hreinskilni,
en ekki óheilindum og loddara-
skap, höfum við enga ástæðu
til að ætla, að ekki sé hægt að
ná þeim kostum, að sjálfstæði
þjóðarinnar og þjóðernið verði
tryggt. Annað mál er svo það,
að' þeir tímar geta komið og
koma'' vonandi, að alþjóðlegt
öryggi geti leyst slíka stórvelda-
vernd af hólmi, en það eru fals-
vonir að treysta því, eins og nú
er ástatt.
Þetta verður þjóðin að gera
sér ljóst. Hún verður því að
gera kröfu til stjórnarforust-
unnar að undirlægjuskapnum
við kommúnista sé hætt. Hún
verður að krefjast þess, að kom-
ið sé fram af drengskap og
hreinskilni og gögnin séu jafn-
framt lögð á borðið, svo að hún
viti raunverulega hvað er að
gerast, og að kommúnistar geti
ekki í skjóli þagnarinnar fitað
sig á hvers konar Gróusögum.
Með hverjum deginum, sem líð-
ur, verður þessi undirlægjuhátt-
ur stjórnarforustunnar og Sjálf-
stæðisflokksins við kommún-
ista skaðlegri og haldist hann
lengi enn, getur hann orðið svo
dýr, að hann verði ekki endur-
greiddur.
Allra dýrastur gæti þessi und-
irlægjuháttur samt orðið, ef
einstakir valdamenn færu að
pukrast við að reyna að gera
persónulegan baktjaldasamning
við Bandaríkin, svo að ekki
kæmi nú til ágreinings við
kommúnista. Allt það, sem verð-
ur gert í þessum málum, verður
að gerast fyrir opnum tjöldum,
og því er enn ríkari ástæða til
þess nú en áður að krefjast
þess, að ríkisstjórnin leggi öll
gögn í þessu máli tafarlaust á
I borðið og þjóðin geti þannig
I greinilega markað afstöðu sína
til þeirra.
Ymsar fréttir í stuttu máli
Málshöfðun í verðlagsbrotamáli.
Lokið er bráðabirgðarann-
.sókn sakadómara í verðlags-
bratamáli heildverzlunarinnar
Columbus h.f. Samkvæmt henni
nemur hin ólöglega álagning
hlutafélagsins krónum 20.590,14.
Dómsmálaráðuneytið hefir
hinn 20. þ. m. lagt fyrir saka-
dómara að ljúka rannsókn máls
þessa og höfða síðan mál gegn
stjórnendum hlutafélagsins,
þeim Reinhard Lárussyni, Ólafi
J. Hvanndal og Guðmundi S.
Dýraverndarans hækkað.
Reikningar félagsins sýndu
sæmilega fjárhagsafkomu, þótt
allverulegur halli sé á útgáfu
blaðsins.
Stjórnin var endurkosin, en
hana skipa: Sigurður E. Hlíðar,
yfirdýralæknir, formaður, Haf-
liði Helgason, prentsmiðjustjóri,
ritari, Ólafur Ólafsson, kaup-
maður, gjaldkeri, Sigurður
Gíslason, lögregluþjónn og
Björn Gunnlaugsson, inn-
heimtumaður. Varaformaður er
Tómas Tómasson, framkvæmda-
stjóri.
Á fundinum urðu miklar um-
ræður um starfsemi félagsins
og dýraverndun, sérstaklega
illræmt fugladráp um varp-
tímanri, en það mun eima eftir
af því. Samþykkt var að' félagið
beitti sér .fyrir því, að afmáð
yrðu hin svokölluðu „rúlluhlið,“
sem eru á stöku stað, og valdið
hafa slysum á skepnum.
Guðmundssyni, fyrir brot gegn
verðlagslöggjöfinrri, gjaldeyris-
löggjöfinni og XV. kafla hegn-
ingarlaganna, svo og til upptöku
á hirini ólöglegu álagningu.
Maður drukknar.
Fyrra þriðjudag varð það slys
á höfninni á Súgandafirði, að
maður drukknaði. Veður var
allmikið af landnorðri og var
Albert F. Jóhannsson, ásamt
öðrum manni, á pramma og
hvolfdi honum og drukknaði
Albert, en hinn maðurinn bjarg-
aðist. — Lífgunartilraunir voru
gerðar, en þær reyndust árang-
urslausar. Albert var 60 ára
gamall kvæntur og átti tvær
uppkomnar dætur.
Orðuveitingar.
Þann 15. f. m. sæmdi forsei
íslands eftirtalda menn ridd-
arakrossi hinnar íslenzku
Fálkaorðu: Priðrik J. Rafnar
vígslubiskup, Guðrúnu Gísla-
dóttur ljósmóður á Akranesi
Soffíu Skúladóttur húsfreyju á
Kiðabergi, Bjarna Jónsson
bónda í Meiri-Tungu, Hjörleif
Jónsson bónda í Skarðshlíð,,
Halldór Sigurðsson skipstjóra á
Ísaíirði og Jón Sumarliðason
bónda að Breiðabólsstað í Dala-
sýslu.
Þá sæmdi forseti íslands sama
dag eftirtalda riddarakrossi
hinnar íslenzku fálkaorðu:
Rannveigu Schmidt og S. A.
Friid blaðafulltrúa Norðmanna
hér á styrjaldarárunum.
(jatnla Sío
Brúður
í misgripum
(Bride by Mistake)
Amerísk gamanmynd.
Laraine Day,
Alari Marshall,
*
Marsha Hunt.
Sýnd kl. 5 og 9.
%■a Síó
Jólaleyfi
(Christmas Holladay)
Aðalhlutverk:
/
Deanna Durbin og
Gene KeUy
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
4 ------------
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Uppáh
i\ÝTT
íslenzkt leikrit.
eftir H. H.
Sýning í kvöld (föstndag) kl. 8.
Ósóttir aðgöngumiðar seldir eftir kl. 2 í dag. — Sími 3191.
Kosningaskrifstofa
Framsóknarmanna
til undirbúnings bæjarstjórnarkosninga 1 Reykjavík
er í Edduhúsinu við Lindargötu. Opin daglega kl.
5—7 e. h. Ý
Kjörskráin liggur þar frammi og ættu sem flestir
að athuga hvort þeir eru á kjörskrá.
U R B Æ N U
Framsóknarmenn! Guðmunda Elíasdóttir
Framsóknarmenn í Reykjavík eru SÖngkona
minntir á að koma á kosningaskrif-
stofuna í Edduhúsinu og m. a. gæta að
hvort þeir eru á kjörskrá.
Skemmtun.
Skemtisamkoma Framsóknarmanna í
Reykjavík verður í Sýningaskála
listamanna næstkomandi miðviku-
dagskvöld 5. desember. — Byrjar
hún kl. 8!4 með hinni vinsælu Fram-
óknarvist. Gert er ráð fyrir að þetta
verði seinasta Framsóknárvist þessa
árs. — Af því hve mikil eftirspurn er
eftir aðgöngumiðum eru Framsóknar-
menn minntir á að tryggja sér þá
í tæka tíð í síma 2323.
Dronning Alexandrine
kom til Kaupmannahafnar úr fyrstu
'slandsferð sinni síðastl. miðvikudag.
Skipið leggur aftur af stað til íslands
3. des. og hafa um 200 farþegar pantað
far með skipinu í þessa ferð. Skipið
mun fara þriðju ferð sína til íslands
; janúar.
Prestskosningin.
Talning atkvæða í prestskosningun-
im, sem fram fóru í Reykjavík siðastl.
sunnudag, fór fram á skrifstofu bisk-
ips í gærmorgun. Úrslit urðu þau, að
;éra Jón Auðuns fríkirkjuprestur fékk
flest atkvæði, eða 2432 atkvæði, séra
porgrímur Sigurðsson þjóðkirkju-
orestur fékk 2012 atkvæði, séra Óskar
Þorláksson þjóðkirkjuprestur 823 at-
kvæði og séra Sigurður Kristjánsson
’ojóðkirkjuprestur fékk 262 atkvæði.
Snginn þessara presta hefir því hlotið
’.öglega kosningu, til embættisins, þar
iem 559S kjósendur neyttu atkvæðis-
réttar síns, en til þess að hijóta lög-
lega kosningu hefðu einhver umsækj-
mdanna þurft að fá meira en helming
illra greiddra atkvæða.
Happdrætti S. í. B. S.
Athygli lesenda skal vakin á aug-
lýsingu frá Happdrætti S. í B. S. á 6.
síðu blaðsins. Hér er á .ferðinni gott
málefni, sem vel er þess vert, að lands-
menn styrki það sem mest. í sambandi
við heilsuhælið að Reykjum þarf sem
"yrst að koma upp góðum vinnustöðv-
um og einnig þarf að auka húsnæði,
3VO hægt verði að fjölga vistmönnum.
Með því að skapa þannig vinnufærum
berklasjúklingum skilyrði til starfs,
vinnst tvennt: Það hagnýtist vinnu-
ifl, sem annars kæmi þjóðinni ekki
að notum, og skapar sjúklingunum
starf, þeim til aul;innar ánægju.
hélt söngskemmtun í Gamla Bíó í
ggerkvöldi fyrir fullu húsi og við ágæt-
ar undirtektir áheyrenda.
Jólaeplin
eru á leiðinni til landsins. Koma
þau frá Ameríku. Samtals er hér um
16.000 kassa að ræða, sem koma til
Innflytjendasambandsins. Sambandið
á einnig voh á einhverju af eplum
fyrir jólin, en þó miklu minna en und-
anfarin ár, vegna þess hve erfitt hefir
reynzt að fá epli fyrir vestan, vegna
uppskerubrests í Kanada og Banda-
ríkjunúm.
Þremur bílum stolið.
Nótt eina í seinustu viku var þremur
bifreiðum stolið í Reykjavík og fund-
ust þær allar daginn eftir viðsvegar
um bæinn og í nágrenni hans. Tvær
bifreiðarnar voru óskemmdar, en einni
hafði verið ekið út af veginum fyrir
ofan Grafarholt og var hún allmikið
skemmd. Þá var gerð tilraun til að
stela fjórðu bifreiðinni þessa sömu
nótt, en þjófurinn kom henni ekki af
stað. ’
Hjónaband.
Fyrra laugardag voru gefin saman í
hjónaband af sr. Helga Sveinssyni,
ungfrú Ingilaug Jónsdóttir frá Lltla
Saurbæ í Ölfusi og Guðmundur Ketils-
'•on, frá Álstöðum á Skeiðum. — Heim-
ili ungu hjónanna er á Selfossi.
Hjónaband.
Nýl. voru gefin saman í hjónaband
af sr. Jakobi Jónsson, Gyða Þórarins-
dóttir, kennari og Guðmundur Þor-
steinsson C/o Tollstjórastkrifst. Heim-
ili þeirra er á Egilsgötu 26.
Trúlofun.
Fyrsta vetrardag opinberuðu trúlof-
un sina að Gríshóli í Helgafellssveit,
ungfrú Stelnúnn Hafliðadóttir og Illugi
Hallsson bóndi þar.
Úrval,
5. hefti 1945, er nýlega komið út.
Efni er meðal annars: Vísitala her-
kostnaðarins, Einbeittu huganum,
Hver hefir á réttu að standa í Kína?,
Shostakovich túlkar sigurinn í tón-
um, Visindin svara spurningum, Win-
/eton Churchill, Vonbrigði, Rómantísk-
ir glæpir í Grikklandi, í heimsstyrjöld
á heimskauti. Lif á öðrum stjörnum,
Drengur ,sem ég þekkti, Mannrækt,
Fundinn faðir, Dauðiabitið, Eimtýra-
heiðarin.
/