Tíminn - 08.01.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.01.1946, Blaðsíða 1
RITST JÓR ASKHIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Síml 2323 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA 30. árg. Rcykjavík, þriðjutlagiun 8. jamiar 1946 2. lilafS Trúnaðarráð Dagsbrúnar lýsir áhrifum stjórn arstefnunnar á lífskjör verkamanna Sú breyting: verður á útgáfu Tímans um nokkurt skeið, að hann mun koma út á hverjum degi, nema á mánudögum, og verða fjórar síður daglega. Morgunblaðið lýsir áhrifum hennar á afkomu útgerðarinnar . Framsóknarmenn hafa á undanförnum árum sífellt hamrað á því í ræðu og riti, hvílíkur voði þjóðinni allri stafar af dýrtíðinni í landinu. Andstæðingar þeirra hafa hins vegar gersamlega lokað augunum fyrir þessum háska. Þeir brutu niður alla varnargarða sumarið 1942, er Sjálf- stæðismenn og kommúnistar fóru með stjórn landsins í sameiningu, og núverandi ríkisstjórn h.efir eflt hana og magnað stórum þau misseri, sem hún hefir setið að völdum. Skýringin á þessari þjóðhættulegu stjórnarstefnu er nærtæk. Kommúnistar stefna bókstaf- lega að því að sigla atvinnulífinu í strand og leiða hrunið 'yfir þjóðina í von um að geta náð undirtökunum í því öngþveiti, sem þá skapaðist, en Sjálfstæðisflokkurinn ber fyrst og fremst fyrir brjósti persónulegan hag fárra einstaklinga, sem í skjóli verðbólgunnar og ríkisstjórnar- innar hafa skapað sér aðstöðu til þess að raka fe í eigin vasa með hvers konai aðferðum, Iög- legum og ólöglegum, þótt meginhluti þess, sem alþýða manna ber úr býtum, sogist jafnóðum í óseðjandi hít dýrtíðarinnar. Alþýðuflokkurinn Iiefir svo dinglað með, tröllriðinn af trúnni á mátt blekkinganna og hræðslunni við atkvæðamissi, sem hann hefir líka fengið smjörþefinn af þessi síðustu ár. Á hinn bóginn er nú svo komið, að öll alþýða þessa lands finnur glögglega, hvernig að henni er búið, og sjálft trúnaðarráð Dagsbrúnar hefir nú orðið til þess að kveða upp úr um það fyrir verkamannanna hönd í mjög merkilegu plaggi, er það hefir látið frá sér fara um kjör þeirra undir verndarvæng „nýsköpunar“stjórnarinnar. Vitnisburtliir trúiiaðarráðsins. Eins og kunnugt er sam- þykkti trúnaðarráð Dagsbrúnar það nýlega á fundi að leggja •til við almennan félagsfund, að kaup- og kjarasamningum, sem gilt hafa að undanförnu, verði sagt upp og krafizt nýrrar kauphækkunar, og var stjórn- inni falið að undirbúa tillög- ur um samninganefnd af því tilefni. Er það Alþýðuflokkur- inn, sem mest hefir róið undir um þetta og barizt fyrir því, að þetta spor yrði stigið. Þessari ályktun trúnaðarráðs- ins fylgdi löng og allrækileg greinargerð, þar sem rök eru að því færð, hvers vegna verka- mönnum sé nauðsyn að bera þessar kröfur fram og halda þeim til streitu, þrátt fyrir það ískyggilega útlit, sem nú er um rekstur og afkomu atvinnuveg- anna. Er þessi greinargerð svo athyglisvert plagg og talandi tákn þess, hvernig dýrtiðar- kvörnin er að mala lands- mönnum bölvun og vandræði á vandræði ofan, að ekki er að ó- fyrirsynju að ræða það nánar, VERKFALL í Sandgerði Ekkcrt stjórnarblað- aima bcfir sagt frá því Síðan um áramót hefir staðið yfir verkfall hjá landverka- mönnum og sjómönnum í Sand- gerði og Garði. Sáttasemjari ríkisins hefir unnið að því und- anfarna daga að korna á sam- komulagi, en árangurslaust. Meðan verkfallið stendur yf- ir, getur vitanlega engin útgerð hafizt frá Sandgerði. Ekkert stjórnarblaðanna hefir enn sagt frá þessu verkfalli, þótt það sé búið að standa í rúma viku. Forsætisiráðherr- ann mun ekki kæra sig um, að því sé haldið á loft, að loforð stjórnarinnar um vinnufrið sé þannig efnt í hans eigin kjör- dæmi. auk þess sem það sýnir, að verkamönnum í Reykjavík er ljóst, að það eru ekki þeir, sem fleyta rjómann ofan af, þótt fjáraustur sé mikill á báðar hendur. Gróðirm rennur í ann- arra vasa en þeirra, þótt þeir og aðrar vinnustéttir landsins muni sennilega fá að taka á sín- ar herðar sinn skerf af byrð- unum, ef samstjórn Sjálfstæðis- manna og kommúnista, með hinu ábyrgðarlausa undirspili Alþýðuflokksins, tekst að grafa grunninn til fulls undan öllum heilbrigðum atvinnurekstri Greinargerð trúnaðarráðsins hefst á því, að bent er á það, hvað kaup verkamanna hefir hækkað í krónutali á verðbólgu- árunum. Síðan segir orðrétt: „Samt sem áður hefir það komið í ljós, að þrátt fyrir þessa grunnkaupshækkun veitist þeim verkamönnum; sem eiga við lægsta grunnkaupið að búa, æ erfiðara að framfæra fjölskyld- ur sínar. Það, sem þó hefir gert þeim það auðveldara en ella, er hin mikla eftirvinna, sem verka- menn hafa orðið að vinna, en slík eftirvinna er í engu sam- ræmi við viðurkenndan og samningsbundinn rétt verka- manna til þess að geta lifað af átta stunda vinnudegi. Samtímis þessu er verkamönn- um sú staðreynd Ijós, að núver- andi verzlunar- og innflutn- ingshættir koma hart niðúr á þeim (sem og öllum almenu- ingi), þar sem fáeinir einstakl- ingar, er sitja að innflutning- um, græða árlega ótaldar milj- ónir, löglega og ólöglega, sem teknar eru úr vasa verka manna og annarrar alþýðu og veldur stórkostlegri og áfram- haldandi rýrnun á tekjum laun- þeganna. Verkamönnum er og sú stað- reynd ljós, að fjölmargir laun- þegar og annað alþýðufólk sæta áfram afarkostum húsaleiguok- urs og húsnæðisvandræða, er eiga einna drýgstan þátt í þvi að gera framfærslu reykvískra verkamannafjölskyldna mikhi kostnaðarsamari en annars staðar á landinu. Þá er verkamönnum sú staö- reynd einnig ljós, að margir reykvískir verkamenn (og aðrir launþegar) eiga við óþolandi kiör að búa á sviði fæðissölu- mála, sem rýra tekjur þeirra ’angt fram yfir það, er áður hefir þekkzt og er tilfinnanleg- ast fyrir þá verkamenn, cr búa við lægst grunnkaup.“ Þannig hljóðar rökstuðning- urinn fyrir kröfum þeim, sem trúnaðarmannaráðið ber nú fram um kauphækkun handa verkamönnum.Gegnir það vissu- lega furðu, að ekki skuli hafa verið kveðið upp úr með það fyrr af hálfu - verkamanna, hverifig á þessum málum þeirra hefir verið haldið. En af þess- um staðreyndum mætti þeim líka verða ljóst, að það er ram- skökk stefna og gerir illt verra að hækka kaupið, heldur á fyrst (Framhald á 4. síðu). Framsóknarmenn! Kosningar til bæjar- og sveitarstjórnar utan kjörstaða eru byrjaðar. Þér, sem verðið fjarverandi fram yfir kjördag, kjósið strax hjá næsta hreppstjóra, sýslumanni eða borgarfógetanum í Reykjavík. Vegna póstferða í ýms héruð, er áríðandi, að at- kvæðin verði send nú þegar. í Reykjavík er kosið í Hótel Heklu. Framsóknarmenn, sem farið að heiman fyrir kjördag, 27. janú- ar, munið að kjósa áður en þið farið, hjá næsta hreppstjóra eða sýslumanni. Leitið upplýsinga hjá kosningaskrifstofu Framsóknarflokks- ins í Reykjavík (opin 10—10), Edduhúsinu, Lindargötu 9 A. — Símar: 6066 og 2323. NazistaforingjarnLr fyrir réttinum í Nilrnberg Mynd þessi er frá réttarhöldunum í Niirnberg. Fremstir á myndinni, (taiið frá vinstri) eru þeir Göring, Hess, Ribbentrop og Keitel, en í næstu röð Dönitz, Raeder og Baldur von Schirack. Stjórnarblöðin hækka fiskverðið á pappírnum Vanræksla stjórnarinnar í markaðsmálum Ríkisstjórnin lét birta tilkynningu á laugardaginn um lág- marksverð á fiski og túlka stjórnarhlöðin hana á þá leið, að stjórnin hafi enn hækkað fiskverðið um 10—12%. í fyrra aug- lýstu stjórnarblöðin, að stjórnin hefði hækkað fiskverðið um 15%. Eftir þessu að dæma, ætti fiskverðið nú að vera um 30% hærra en það var, þegar stjórnin kom til valda, en útgerðar- menn og sjómenn munu ekki verða varir við slíka verðhækkun, nema í-Málkum stjórnarblaðanna! Sannleikurinn er sá, að fisk- verðið var 45 aura kg., þegar stjórnin kom til valda, en er 50 aurar samkv. þessari siðustu auglýsingu stjórnarinnar. Síð- astliðinn vetur mun verðið víða hafa orðið um 50 aurar, þegar verðuppbótin var meðtalin, en nú er hún engin. Hér er því raunverulega ekki um neina verðhækkun að ræða, nema í dálkum stjórnarblaðanna. Við þetta bætist svo það, að stjórnin hefir ekki tryggt neina kaupendur að aflanum fyrir þetta verð, nema þá að litlu leyti. Stjórnin hefir ekki aðeins vanrækt að afla nýrra mark- aða, t. d. í Bandarikjunum og Mið-Evrópu, — því að för Einars Olgeirssonar var ekki farin í þeim tilgangi, •— heldur hefir hún einnig vanrækt að halda i gömlu markaðina, t. d. í Bret- landi. Þvert á móti hefir hún með óhyggilegum aðförum i sambandi við togarakaupin soillt fyrir fisksölunni þar, eins og einn af samningamönnum hennar hefir upplýst. Til við- bótar komu svo rógskrif Þjóð- viljans um Breta. Fyrst nú, sem er vitanlega eftir dúk og disk, mun fyrsta sendinefndin, sem stjórnin sendir utan í markaðsleit, vera að leggja upp í ferðalag til Mið-Evrópu. Það var þó eitt af loforðunum í stjórnarsáttmál- anum, að stjórnin skyldi kapp- kosta að afla nýrra markaða. Hefði rétt verið á þessum málum haldið, átti það að liggja fyrir í byrjun vertíðarinnar, hve mikið fiskmagn væri hægt að selja og fyrir hve hátt verð. Þá hefði verið hægt að byggja á þeim upplýsingum nauðsynleg- ar ráðstafanir til að tryggja heilbrigðan rekstur útgerðar- innar. En stjórnin hefir alveg vanrækt þetta. Af þessu má vel marka hina raunverulegu um- hyggju hennar fyrir útgerðinni. Útvarpið auglýsir tollalækkun Fyrsta fréttin i innlendum fréttum á laugardagskvöldið hljóðaði á þá leið, að ríkis- stjórnin hefði lækkað toll á kornvörum og aðflutningsgjald á sykri. Munu margir hafa haldið, að ríkisstjórnin hefði nú loks gert alvöru úr því loforði sinu að gera raunhæfar ráðstaf- anir til að lækka dýrtíðina. Það rétta var hins vegar hitt, að stjórnin hafði hér ekki gert Samf ylking kommúnista og íhaldsmanna í Dagsbrún Stjórnarkosning fer fram í verkamannafélaginu Dagsbrún um 20. þ. m. Kommúnistar og íhaldsmenn hafa þegár komið sér saman um að leggja fram sameiginlegan lista og fá í- haldsmenn að eiga einn full- trúa I stjórninni. Er það Svein- björn Hannesson, sem er 12. maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjórnarkosningun- um. Alþýðuflokksmenn taka ekki þátt í þessari samfylkingu og munu sennilega leggja fram sér- stakan lista. Þessi samfylking íhalds- manna og kommúnista, er full- komin sönnun þess, að sam- vinna þessara flokka muni hald- ast áfram í bæjarstjórninná eftir bæjarstjórnarkosningarn- ar, enda eru góðar heimildir fyrir því, aS þegar hafi verið um hana samið. Framboð f næstu blöðum Tímans verð- ur sagt frá framboði Framsókn- armanna í kauptúnum og kaup- stöðum utan Reykjavíkur. annað en að framlengja lög um tollalækkun, sem fyrst voru sett fyrir einum 4 árum og hafa ver- ið framlengd stöðugt síðan. Tollalækkunin, sem útvarpið auglýsti þannig eins og hún væri ný af nálinni, var búin að gilda í fjögur ár! Skyldi útvarpið verða látið birta meira af slíkum fréttum til að auglýsa dýrð stjórnarinn- ar nú fyrir kosningarnar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.