Tíminn - 10.01.1946, Qupperneq 2

Tíminn - 10.01.1946, Qupperneq 2
2 TBIIM, fiiamtndagiim 10. janúar 1946 4. blatf Fimmtudaqur 10. jatt. Hverra þjónn er ríkisstjórnin? Stjórnarblöðin hafa oft hald- ið því fram, að núvgrandi ríkis- stjórn byggðist á samstarfi verkamanna og atvinnurekenda og markmið hennar væri að vinna að sameiginlegum hag þessara tveggja aðila. Sannleiksgildi þessa áróðurs skýrist vel, þegar athugaðar eru kaupkröfur þær, sem Dagsbrún- armenn í Reykjavík hafa nú í undirbúningi. Verkamenn hafa um tvær leiðir að velja. Önnur leiðin er sú, að þeir taki upp baráttu fyr- ir því að gróði milliliðanna, þ. e. heildsala, húsaokrara og ann- arra braskara, sé skertur og lífs- nauðsynjarnar þannig gerðar ódýrari í verði. Með þessu móti eykst kaupmáttur verkalauna, án þess að kaupið hækki. Hin leiðin er sú, að verkamenn knýi fram kauphækkun, sem eykur kaupmátt þeirra rétt í bili, en verður fljótlega tekin af þeim aftur, vegna vaxandi dýrtíðar og verðbólgu, eins og trúnaðar- ráð Dagsbrúnar skýrir frá að orðið hafi um undangengnar kauphækkanir. Fyrri leiðin er verkamönnun- um og atvinnurekendum hag- kvæmari, því að kauphækkun getur í mörgum tilfellum stöðv- að atvinnureksturinn eða lamað hann stórkostlega. En samt verður þessi leið ekki valin. Verkamenn ætla heldur að fara seinni leíðina. Hvers vegna? Vegna þess, að forkólfar verba manna, foringjar kommúnista og Alþýðuflokksins, hafa svarizt f fóstbræðralag við forkólfa stórgróðavaldsins og eitt grund- vallaratriði þessa fóstbræðra- lags er, að milliliðagróðinn verði ekki að neinu leyti skertur. Ekkert sannar betur, að nú- verandi stjórn er ekki stjórn launþega og atvinnurekenda, heldur milliliðanna, þ. e. heild- salanna, húsabraskaranna og lóðasalanna. Það eru þessir að- ilar, sem stjórnin heldur hlífi- skildi yfir og maka krókinn á stefnu hennar og starfsháttum. Það eru þessir aðilar, sem hafa haldið áfram að græða á síðastliðnu ári á sama tíma og kjör verkamanna hafa þrengzt og mörg atvinnufyrirtæki hafa barizt í bökkum, vegna síauk- innar verðbólgu. , Launþegar og atvinnurekend- ur eiga ekki lengur að láta villa sér sýn. Launþegar eiga ekki lengur að una því, að foringjar þeirra séu á mála hjá stórgróða- valdinu og hjálpi því til að halda hlífiskildi yfir milliliða- gróðanum. Atvinnurekendur eiga ekki lengur að una því, að forustumenn þeirra hugsi meira um gróða milliliðanna en hag atvinnuveganna. • f kosningum þeim, sem nú standa fyrir dyrum, geta kjós- endur unnið bezt gegn milliliða- gróðanum með því að efla þann flokk, Framsóknarflokkinn, er einn berst á móti honum og vill gera róttækar ráðstafanir til þess, að hann verði skertur í þágu atvinnuveganna og launa- fólksins. Gleymið ekkl! Stuðníngsmenn B-listans ættu að muna eftir því að koma sem allra fyrst i skrifstofu listans í Edduhúsinu. — Skrifstofan er opin frá kl. 10—10 dag- lega.. EYSTEINN JONSSON Á hverju byggist stjðrnarsamstarfið Aðgerðir ríkisstjórn- arinnar í verzlunar- mnluni. Margur furðar sig á núverandi stjórnarsamstarfi. Til þess að skilja á hverju það byggist verð- ur kð minnast nokkurra höfuð- atriða. Skal fyrst vikið að verzl- unarmálunum. í þeim málum rikir fullkomið öngþveiti. Sam- keppni má teljast alveg útilok- uð. Af þessu leiðir það, að verð- lagseftirlitið verður ill- eða óframkvæmanlegt. Er í því sam- bandi skemmst að minnast stórra hneyksiismála. Það hefir löngum verið úrræði alþýðu manna á íslandi að berj- ast gegn óeðlilegum verzlunar- háttum með pví að gera sam- tök um verzlunina. Þessi sam- tök héldu áfram að vaxa, þang- að til stjórnarvöldin gripu í taumana og hnekktu vexti þeirra með nýrri framkvæmd verzlunarmálanna nú fyrir nokkru. Geta menn nú ekki lengur notfært sér þetta úrræði til neinnar hlitar. Sannleikur- inn er sá, að núverandi ríkis- stjórn hefir beinlínis stefnt markvisst að því að nota inn- flutningseftirlitið og útflutn- ingskvótana í öðrum löndum til þess að koma í veg fyrir eðlilega þróun verzlunarsamtaka al- mennings. Samvinnufélögin í landinu hafa verið neydd til þess að auka viðskipti sín við milliliðina og kaupa hjá þeim. Menn skyldu halda, að sú stjórn, sem stendur að slíkum framkvæmdum í verzlunarmál- unum, væri skipuð fulltrúum heildsalanna einum, en svo á þó víst ekki að heita, því að fulltrúar Alþýðuflokksins og kommúnista í ríkisstjórninni hafa, að minnsta kosti fram að þessu, ekki viljað telja sig það. Verzlunarmálunum er ekki stjórnað frá því sjónarmiði, sem bezt hentar alþýðu manna, held- ur ræður allt annað sjónarmii). Það virðist beinlínis unnið að þvi að viðhalda einokun og spill- ingu. Menn bjuggust við því, að innflutningur nauðsynja frá Bretlandi yrði gefinn frjáls, en úr því hefir samt ennþá ekki orðið. Þá hefði skapazt sam- keppni. Hvað tefur? Stefnan f skattamál- imum. Ekki tekur betra við, þegar litið er til skattamálanna. Það hefir oft verið sýnt fram á það, að þar er yfirleitt haldið vernd- arhendi yfir þeirri spillingu, sem hvert mannsbarn veit, að á sér stað, en í þess stað aflað tekna með framlengingu allra skatta og tolla, sem gripið var til á, mestu kreppuárunum, og ofan á þetta er svo bætt stór- felldum nýjum sköttum og skattaviðaukum, sem þyngst koma niður á miðlungs tekjur og miðlungs fyrirtæki. í stað þessa hefði þurft að gera hér hreint borð i þeim málum, eins og aðrar þjóðir vinna að, en lækka aftur á móti gjöldin á þeim, sem undanfarið hafa borgað of mikið saman- borið við aðra. Það er engin tilviljun, að þannig er haldið á verzlunar- og skattamálunum. Við Fram- sóknarmenn bentum á það þeg- ar í upphafi stjórnarsamstarfs- ins, að svona mundi fara, blátt áfram vegna þess, að samstarf- jið væri borið uppi af stórgróða- mönnunum í Sjálfstæðisflokkn- um annars vegar og kommún- istum hins. vegar. Afrek kommúmsta. | Hlutur þeirra fyrrnefndu hefir þá venö rakmn. En hver er pa niutur kommunista: Þeir hafa brugöizt verziunar- samtoKum alþýounnar og svikíö ' öll loforð sm og íyrirheit um afnám tolla, nýja róttæka í- sKattapólitxk, baráttu gegn auðvaidinu, að ég nú ekki tali um, hvernig það hljómar nú í eyrum manna, að sá fiokkur þóttist einu smni ætla að berj- ast gegn fjármálasþiliingunni í landmu. Þar var svo sem auðséð áður en kommúnistar fóru í ríkisstj., hversu mikil alvara var aö baki þessum fyrirheitum. Jafnvel á meðan þeir voru í tilhugalífinu við Sjálfstæðismenn á árunum 1943 og 1944 var þeim svo mik- ið í mun að sýna þjónustu sína, að þeir drápu stríðsgróðaskatts- tillögur sínar sjálfir, þegar þess þurfti við til þess að stöðva þær. Hlutur kommúnista í stjórn- arsamstarfinu er fyrst og fremst fólginn í þessu: Gengdarlausum fjáraustri á opinberu fé til gæð- ihga fiokksins, ráðum yfir út- varpi og menntamálum og tryggingunni, sem þeir hafa fyr- ir því, að verðbólgunni verði haldið við, framleiðslunni hald- ið á heljarþröm og nýsköpunin byggð á skuldum. Það er engin tilviljun, að kommúnistar hafa ekki áhuga fyrir neinu öðru en því að veita í allar áttir hærri og hærri lán. Mestur er þó áhugi þeirra fyrir því, að skuldskeyta þá, sem framleiðslu stunda og sverfa að þeim um leið með tilstyrk verð- bólgunnar. Þeir skilja mæta vel, að framleiðslan er undirstaðan, og það verður að vera hægt að ná tökum á henni í fyliingu tímans. Grundvöllur síjóruur- samstarfslus. Hugsunarhátturinn er þessi: Gefum bröskurum og stórgróða- mönnum frjálsar hendur, gegn því að þeir styðji verðbólgu og skuldastefnuna, þangað til hryggurinn er brotinn úr fram- leiðslustéttunum. Með því að gefa þessum öflum frjálsar hendur var vakinn áhugi sumra þeirra, sem mestu réðu í Sjálf- stæðisflokknum. Hinir voru bók- staflega hræddir á því, að það væri ekki um neitt að velja ann- að en taka kommúnista, annars mundu þeir gera þjóðfélagið ó- starfhæft með verkföllum. Hver er sá, sem ekki kannast við bennan áróður? Forsætisráð- herrann hefir jafnvel gengið 3VO langt að halda því fram, að 3f samstarfið við kommúnista mistækist, þá væri meira en vafi á því, að lýðræðisstjórn yrði mynduð í landinu á ný. En jafnhliða eru svo landsmenn fræddir. á því í blaði forsætis- ráðherra, að foringjar kom- múnista séu dulbúnir ofbeldis- menn, undir erlendri stjórn. Það má þá líka nærri geta, hvernig kommúnistarnir not- færa sér þann mann, sem þann- ig ofurselur sig þeim og sér engin önnur úrræði en að dansa sftir þeirra pípu. Hver, sem hugsar um þessi efni af alvöru, veit, að það, sem ég nú hefi sagt, er ekki út í blá- inn mælt, enda eru víðs vegar til vitnisburðir, sem gefa glögg- ar bendingar um, hvað á bak við býr, þótt nýsköpunarstaglið sé venjulega haft á oddinum. ' Nú standa fyrir dyrum tvenn- ar kosningar. Spurningin er, hvort almenningur í landinu vill samþykkja með fylgi sínu þessi vinnubrögð, eða láta í ljós andúð sína með því að styðja þá/, sem í móti þessu standa. Úthlutun til tónlistar- manna Úthlutunarnefnd Félags ís- lenzkra tónlistarmanna hefir nýlega úthlutað eftirstöðvum fé þess, er Menntamálaráð veitti til íslenzkrar tónlistar 1945. — Þessir hlutu viðurkenningu: Kr. 250,00: Bjarni Bjarnason, söngstjóri, Brekku í Hornafirði A.-Skaft., Brynjúlfur Sigfússon, söngstjóri, Vestmannaeyjum, Eyþór Stef- ánsson, söngstjóri, Sauðárkróki, Halldór Jónss. tónskáld, Reyni- völlum í Kjós, Jónas Tómasson, kirkjuorganisti, ísafirði, Sigur- geir Jónsson,- fyrrv. kirkjuorg- anisti, Akureyri. Kr. 150,00: Kjartan Þorkelsson, fyrrver- Reykjavík og sveitirnar Oft heyrlst hér í Reykjavík, að Framsóknaxmenn séu sveita- menn og hájfgerðir útlendingar í bænum. Ekki er því að leyna, að þó að allmargir Framsóknar- menn séu uppaldir í Reykjavík og öðrum bæjum og kauptúnum, eru þeir fleiri úr sveit. Barátta Framsóknarmanna fýrir velferð sveitanna kann að einhverju leyti að vera sprottin af tryggð við æskustöðvar og vegna áhrifa þaðan. En ætli þetta geti ekki verið eitthvað svipað og með marga Vestur-íslendinga, sem hafa verið tryggastir við ísland og allt, sem íslenzkt er, en verið jafnframt einhverjir tíeztu borg- arar í Kanada eða Bandaríkj- unum Og hvers vegna eru ýmsir merkir menn, sem eru uppaldir í bæjunum, Framsóknarmenn og vinir sveitanna? Það er af því, að þeir eru það víðsýnir og sjálf- stæðir, að þeir þora að skipa sér í umbótaflokk, er m. a. lætur sveitirnar sig miklu skipta. Þeir láta ekki á sig fá níð og róg andstæðinganna úr öllum átt- um. Þeir sjá. m. a., að bæj- unum, og þó einkum Reykjavík, er lífsnauðsyn að í sveitum búi talsverður hluti þjóðarinnar, og það við sem bezt lífskjör. Þeir kunna að meta það, að fólkið 1 sveitunum byggir og ræktar andi kirkjuorganisti, Haganesi í Staðarsveit, Þorsteinn Konráðs- son, fyrrv. kirkjuorganisti, Rvik. Alls var úthlutað kr. 1800,00. í úthlutunarnefndinni áttu sæti Björgvin Guðmundsson, Hall- grímur Helgason og Sigurður Birkis. landið, framleiðir mikla og holla fæðu og eV*r upp margt af táp- mesta fólkinu. Þó að þessum mönnum fari f jölgandi í Reykja- vík, þá virðast hinir ennþá fleiri, sem ,ljá eyrun að landeyðinga- stefnu Laxness og annarra slíkra. Þeir segja: Sveitabúskap á að leggja niður, bændur eru ómagar á þjóðinni, það á að flytja þá alla á spítala og mata þá þar, eins og höfuðpaurar þessarar stefnu orða það. Það á að búa á fáeinum stór- búum rétt við Reykjavík, eins og Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn býr með Bjarna Ben. á Korpúlfsstöðum!. Það er heimska, segja þeir, að búa í strjálbýli og láta börnin sín á einstaka svettabæi til sum- ardvalar, eins og margir Reyk- víkingar ^era. En þessir góðu menn skilja það aðeins ekki, að þeir eru að vinnsí sjálfir Reykjavík hið versta verk með rógburði sínum um sveitirnar. Það er hið mesta óhapp fyrir Reykjavík, ef mest öll þjóðin þyrpist þangað. Blóm- legar sveitir og blómlegur höf- uðstaður ætti að vera hin heit- asta ósk hvers góðs íslendings. Landeyðingastefnan er hel- stefna, sem enginn sannur ís- lendingur ætti að fylgja, hvort sem hann býr út til stranda .éða inn til dala. Kári. Nýir kaupendur. Nýir kaupendur að Tímanum í Reykjavík og nágrenni fá blaðið ó- keypis til 1. febrúar. Gerist áskrifend- ur í dag og fylgist með timanum! A Austrænar kosningar. Sennilega eru áhöld um það, hvor þeirra Bjarna Ben. eða Titos hafi komizt lengra í aust- rænum kosningaaðferðum. Til að tryggja mönnum sínum sig- ur, bannaði Tito öðrum að vera í kjöri, en hins vegar leyfði hann andstæðingunum • að fylgjast með atkvæðatalningunni. Bjarni leyfði hins vegar öllum Sjálf- stæðismönnum að vera í kjöri, þegar prófkosningin um efstu menn bæjarstjórnarlistans fór fram. Hins vegar lét hann að- eins sína menn annast atkvæða- talninguna og varnaði meira að segja Vísismönnum að fá að fylgjast með henni. Þá er Bjarni birti svo úrslitin, hafði orðið hin sama niðurstaða hjá honum og Tito: Eingöngu hans menn höfðu verið kosnir. Eins og komið hefir fram í Vísi, hafa ýmsir Sjálfstæðis- ménn meira en dregið þessi úr- slit í efa. En Bjarni forðast eins vandlega að gera nokkra nán- ari grein fyrir atkvæðatalning- unni og úrslitunum. Prófkosn- ingin hjá honum er því sannar- lega ekki minna austræn en þingkosningin hjá Tito, þótt önnur leið sé farin til að ná til- ætlaðri niðurstöðu. Blaffamennska Valtýs. Gott dæmi um það, hvernig Valtýr Stefánsson hagar blaða- mennsku sinni, er að finna í Reykjavíkurbréfi Mbl. á sunuu- daginn. Valtýr segir, að Her- mann Jónasson hafi neyðst til að viðurkenna í áramótagrein sinni, að „verulegur hluti ný- sköpunarinnar hafi reynzt heil- brigður“, og þar með hafi hann verið að ljúka lofsorði á stjórn- ina. Hermann sagði orðrétt: „Veru- legur hluti nýsköpunarinnar er heilbrigður, sá, sem einstakling- arnir hafa sjálfir gert. Innkaup bænda á stórum og hraðvirkum vélum er mikið og gott verk. Hins vegar verður þjóðin að taka á sig stór töp og skakka- föll af forsjárlausum bátabygg- ingum og togarakaupum ríkis- stjórnarinnar.“ Enginn nema Valtýr mun treysta sér til að snúa svo út úr þessum ummælum, að þau geti talizt lof á stjórnina. Oflátungsháttur er ekki stórhugur. Valtýr heldur því einnig fram í Reykjavíkurbréfinu, að Her- mann Jónasson hafi talið tog- arakaupin óþörf og haldið þýí fram, að íslendingar væru alltof stórhuga. Hvort tveggja eru þetta ’ fullkomnustu blekkingar. Um togarakaupin sagði H. J. það eitt, að afskipti stjórnarinnar af því máli hefði orðið til óþurft- ár og gert togarana miklu dýr- ari en ella. Viðkomandi stór- framkvæmdum hvatti H. J. þjóð ina einnig til mikilla dáða, en jafnframt yrði að gæta þess, að tryggja framkvæmdunum ör- uggan fjárhagsgrundvöll og forðast allan oflátungshátt, er gæti lítillækkað okkur og spillt fyrir okkúr meðal annarra þjóða. En það er slíkur „stór- hugur,“ sem einkennnir mest háttalag stjórnarflokk- anna og hefir þegar gert okkur mikið ógagn erlendis. Frófflegur samanburður. Annars er það mannlegt af Valtý að reyna að snúa út úr og ófrægja áramótagrein Her- manns. Svo mikla yfirburði hafði hún yfir hina innihalds- lausu og gjálfurfullu áramóta- grein Ólafs Thors. Fyrir þá, sem vilja gera sér grein fyrir þeim mun, sem er á ábyrgri þjóð- málavinnu Framsóknarmanna og ábyrgðarlausri braskstefnu íhaldsforkólfanna, er það mjög fræðandi afí bera þessar tvær greinar saman. Enginn veit ævina fyrr en öll er. Alþýðublaðið segir á sunnu- daginn: „Um langt skeið var núver- anc(i. forsætisráðherra í fylk- ingarbrjósti fyrir afturhaldinu. Mönnum er enn í minni barátta hans á móti togaravökulögun- um, Sigurjónskunni og velflest- um málum, sem horfðu til heilla fyrir fólkið í landinu, alþýð- una.“ Enn er Ólafur okkar í fylk- ingarbrjósti fyrir afturhaldinu, en sá er munurinn, að nú þarf hann ekki lengur að berjast við Alþýðuflokkinn, þvi að valda- mestu menn flokksins styðja hann með ráðum og dáð. Ein- hvern tíma myndu foringjar Al- býðuflokksins hafa mótmsplt bví kröftuglega, að flokkur beirra ætti eftir að enda á þenn- an hátt. Sannast hér það forn- kveðma, að enginn veit ævina fyrr en öll er. B-listinn er listi Framsóknarmanna!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.