Tíminn - 26.01.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.01.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 < PRENTSMIÐJAN EDDA hj. RITSTJÓRASKRIPSTOPUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Síml 2323 AFGREIDSLA, INNHKIMTA 30. árg. Rcykjavík, laugardagiiui 26. jamiar 1946 18. blað Hvaða þýðingn getur það haft, að úrslitavaldið í bæjar- stjórninni sé í höndum stórhuga umbótamanns? Þetta er nýja Mjólkurstöðin aðstaða Hjalta Jónssonar tryggði framgang Sogsvirkjunarinnar íhaldsmenn leggja nú mikið' kapp á þann áróður, að fullkom- inn glundroði muni skapast í bæjarstjórninni, ef enginn flokkur hefir þar meirihluta. Með þessum hætti gera þeir sér vonir um, að einhverjir þeirra mörgu kjósenda, sem eru óánægðir með stjórn íhaldsins, kjósi það samt áfram sem skárra af tvennu illu. í ;»• Það hefir verið eitt þrálátasta árásarefni gömlu bæjarstjórnarflokkanna, að ekkert væri gert til umbóta á sviði mjólkurmálanna. Hin nýja glæsilega Mjólkurstöð, sem hefir verið byggð við Suðurlandsbrautina, ber merki um annað, þar sem hún er eitt af veglegustu stórhýsum bæjarins. Kauj) á vélum til stöðvarinnar hafa nú verið tryggð í Danmörku og munu þær koma hingað í sumar og haust. Stöðin mun taka til starfa næsta vetur og verða ein fullkomnasta mjólkurstöð, sem reist hefir verið á Norðurlöndum. Starfræksla hennar mun ekki aðeins gera það mögulegt að bæta vinnslu mjólkurinnar á margan hátt, heldur ýmsar aðrar þýðingarmiklar umbætur, eins og t. d. að mjólkin verði aftur seld á flöskum og send heim til þeirra, er þess óska. Jafnhliða eru í undirbúningi ýmsar aðrar ráðstafanir til að tryggja gæði og góða meðferð mjólkurinnar. Bændurnir hafa vissulega sýnt þann skilning, að það sé bæði þeirra hagur og neytenda, að framleiðsluvörur þeirra séu vandaðar og líki vel. Þess vegna hafa þeir ráðist í byggingu þessa mikla mannvirkis, sem er áreiðanlega stærsta fyrirtækið, er ráðist hefir verið í hér í bænum til þessa dags, til að tryggja heilbrigði bæjarbúa. Á sama tíma hefir íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórninni nær ekkert gert á þessu sviði, nema að rógbera bændurna og tefja fyrir þcssari framkvæmd, m. a. með synjun á lóð undir stöðina. Þeirrar ólíku afstöðu munu kjósend- urnir vel minnast á sunnudaginn kemur. Stuðningsmenn B-listans verða að varast blekk- ingar andstæðinganna um „dauðu atkvæðin” Ef þeir láta blekkjast af hoiiuin, getur farið eins o«' 1943, en annars er kosning' Pálma Haimessonar viss Andstæöingarnir kappkosta mjög þann áróöur, að kosning Pálma Hannessonar sé vonlaus og atkvæðin, sem falla á B-listann, verði því „dauð atkvæði.“ Stuðningsmenn B-listans þurfa að vera vel á verði gegn þessum áróðri, því að hann átti meginþátt í ósigri Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum 1942, og getur haft svipaðar afleiðingar aftur, ef menn láta blekkjast af honum Til þess að gera sér fulla grein fyrir þessum áróðri, er gott að taka dæmi frá bæjar- stjórnrkosningunum 1942. Til þess að fá þá fulltrúa kjörinn, þurfti Framsóknarflokkurinn að fá 1140 atkv, en hann fékk ekki nema 1074 atkv. Það vantaði ekki nema 66 atkvæði til þess, að efsti maður flokksins næði kosningu. Ástæðan til þess, að flokkur- inn missti þannig fulltrúann, var ekki sízt sú, að um 100— 200 stúðningsmenn hans létu glepjast af áróðrinum um von- leysi listans og kusu því Al- þýðuflokkinn. En þessi at- kvæðaviðbót kom Alþýðuflokkn- um ekki að neinu liði. Alþýðu- flokkurinn fékk 3 menn kjörna, en til þess þurfti hann ekki að fá nema 3420 atkvæði. Öll atkvæðin, sem flokkurinn fékk þar fram yfir eða um 800 komu honum ekki að neinu gagni og þar á meðal þau 100—200 at- kvæði, sem hann fékk frá Fram- sóknar f lokknum. Hefðu þessir 100—200 menn ekki Iátið blekkjast af vonleys- isáróðrinum og kosið með Fram- sóknarflokknum, hefði efsti maöur listans náð öruggri kosn- ingu. En vegna þess, að þeir létu blekkjast, missti flokkurinn fulltrúann og atkvæði þessara manna komu Alþýðuflokknum heldur ekki að neinu gagni. Slíkt má ekki koma fyrir aft- ur. Nú ætti líka síður að-þurfa að óttast þetta, því að úrslit haustkosninganna 1942 og önn- ur þróun í stjórnmálum síðan gefur glöggt til kynna til kynna, að Alþýðuflokkurinn fær 2 fulltrúa, kommúnistar 5 og baráttan verði um 8. mann íhaldsins og Pálma Hannesson. Alþýðuflokkurinn og kommún- istar eru vonlausir um að fá fleiri fulltrúa og þau atkvæði, sem einhverjir stuðningsmenn B-listans kynnu að kasta á þá, yrðu því „dauð atkvæði“ og eingöngu til hjálpar íhaldinu. Stuðningsmenn B-listans verða að varast að láta enn blekkjast af þessum áróðri and- stæðinganna. Ef þeir kjósa allir B-listann, er kosning Pálma Hannessonar viss. En láti þeir blekkjast eins og síðast, getur það hvort tveggja gerzt,að Pálmi Hannesson nái ekki kosningu og atkvæðin komi ekki öðrum flokkum heldur að gagni. Stuðningsmenn B-listans! Látið ekki blekkingar andstæð- inganna villa ykkur sýn! Fylkið ykkur fast um B-listann! Þá er kosning Pálma Hannessonar viss! í tilefni af þessum áróðri mætti benda á það, að í ýms- um bæjarstjórnum á laridinu hefir ekki verið neinn flokks- legur meirihluti undanfarin kjörtímabil t. d. á Akureyri. Ekki hefir þó borið á neinum glundroða þar, heldur mun það vera dómur allra hlutlausra manna, að Akureyri hafi verið miklu betur stjórnað en Reykja- víkurbæ. Einna lærdómsríkast er þó að skírskota til þess eina tilfellis, þegar íhaldið missti, þó ekki væri nema um stundarsakir, meirihlutann í bæjarstjórninni hér í Reykjavík. Það gerðist haustið 1932, þeg- ar Hjalti Jónsson neitaði að vinna með íhaldinu, nema það hætti fjandskap sínum gegn Sogsvirkjuninni og áhugaleys- inu fyrir útgerðinni í bænum. íhaldið, sem gat þá ekki lengur stjórnað bænum einsamalt, varð annað hvort að ganga að umbótaskilyrðum Hjalta, ell egar að verða að missa stjórn bæjarins í hendur andstæðing- anna. Vegna þess, að Hjalti Jónsson starfaði þennan stutta tima sem óháður umbótamaður, er hafði úrslitavaldið í sínum höndum, tókst að hrinda fram Sogsvirkj- uninni og gera það helzta, sem gert hefir verið af hálfu bæj- arstjórnarinnar til eflingar út- gerðinni í bænum. Kjósendur geta markað það jlöggt af þessu, hvílíka þýðingu það gæti haft, ef umbótamaður úns og Pálmi Hannesson kæm- ist í bæjarstjórnina og hefði úr- 'Iitavaldið þar í sínum höndum. Meðan samstarf íhaldsins og tommúnista helst er að visu ekki ’.íklegt, að Pálmi gæti notið þess- arar aðstöðu, en hann þá getað ;kapað þeirri sambræðslu mik- ð aðhald með heilbrigðri gagn- :ýni og flutningi umbótamála. Svo getur líka farið, þótt sam- ’.tarf íhaldsins og kommúnista sé elskulegt um stund, að það eigi fyrir sér að rofna og þá gæti Pálmi haft sömu aðstöðu Dg Hjalti Jónsson hafði 1932. Reykvískir kjósendur! Það getur því oltið á óumræðanlega miklu fyrir Reykjavikurbæ, fyr- ir atvinnumál hans og uppeld- ismál hans, að Pálmi Hannesson nái kosningu. Það getur þýtt nýja og stórfellda umbótasókn í sögu bæjarins, alveg eins og aðstaða Hjalta Jónssonar mark- aði þýðingarmikil spor í fram- farabaráttu Reykvíkinga. Stuðningsmenn B-listans! Gerið ykkur fyllstu grein fyrir þessu þýðingarmikla hlutverki, sem Pálmi Hannesson getur haft í bæjarstjórninni. Glæsilegur fundur Stuðningsmenn B-listans héldu fund í Listamannaskál- anum í gærkvöldi, og var fullt hús áheyrenda. Átta menn fluttu ræður, karl- ar og konur, og var þeim tekið með mesta fögnuði. Var auð- heyrt á fundarmönnum, sem allmargir hafa ekki verið í Framsóknarflokknum ennþá, að þeir voru ákveðnir að láta B- listann sigra á sunnudaginn. Athngið vel kjör- seðllinn, sem er á f jórðti síðn í lilaÖ- inu í dag. x-B Það, sem Lenin sagði 1920 Hendrik Ottoson, einn fyrsti kommúnistinn hér á landi, segir í Þjóðviljanum síðastl. miðvikudag: „Nokkru eftir 1918 fóru að heyrast raddir um það, að ísland myndi tæplega fá haldið hlutleysi sínu á sama hátt og áður. Lenin mun hafa orðið fyfrstur manna til að benda á þessa staðreynd (1920), en fáir íslendingar tóku hann alvarlega.“ Þessar upplýsingar skýra vafalaust fyrir mörgum það hlutverk, sem Brynj- ólfur, Einar og aðrir læri- sveinar Lenins rækja hér. Allt frá 1920 hefir Rússum verið ljós hin mikilvæga lega íslands og því viljað tryggja sér áhrif hér. Hin taumlausa Rússadýrkun þeirra skýrir það svo enn betur, hverra erinda þeir ganga. í kosningunum á sunnu- daginn eiga kjósendur að sýna andúð sína á þeim flokki, sem er berlega í er- lendri þjónustu, og einnig þeim flokkum, er hafa með samstarfi við hann lyft forkólfum hans til æðstu trúnaðarstarfa í landinu. Þeir eiga að skipa sér um frambjóðendur B-listans, því Framsóknarflokkurinn einn hefir hreinan skjöld í þessu máli. Rangfærslur borgarstjðrans Svar frá Guðlaugi Rósiukranz yfirkennara í útvarpsumræðunum í gær- kvöldi og Morgunblaðinu í dag heldur Bj. Benediktsson borg- arstjóri því fram að ég hafi sagt að hér í Reykjavík hafi verið byggðar 400 íbúðir á vegum verkamannabústaðanna. Þetta er ekki rétt, en ég sagði að byggðar hefðu verið rúmlega 400 íbúðir samkvæmt lögum um verkamannabústaði á öllu landinu, en taldi þar ekki með þær íbúðir sem nú eru í smíðum. en þá væri það miklu meira. Þá vildi borgarstjórinn gere lítið úr framkvæmdum Bygg- ingarsamvinnufél. Reykjavíkur og sagði að það hefði byggt „sem næst 5 íbúðir á ári“ oe ekki vær* byrjað að byggja nema á nokkr um þeim lóðum sem félagif fékk í vor. Þetta er blekking Bygging er hatin á öllum lóðun um nema þeirri lóð, sem efnit til bygginganna var geymt á. Enn get ég frætt borgarstjór- ir félagsmenn, því félagið hefir jafnan byggt fyrir alla þá fé- lagsmenn, sem þess hafa óskað, þegar sá fjöidi, sem samkvæmur er lögum um byggingarsamvinnu félög, hefir óskað að mynda lánaflokk. í vor voru þeir nokk- uð fleiri sem óskuðu að byggja, 3n þá varð að minnka bygging- irflokkinn, frá því sem upphaf- lega hafði verið gert ráð fyrir, meðal annars af því að félagið fékk ekki loforð fyrir nægilega mörgum lóðum. Ástæðan til )ess að fáir hafa sum árin ósk- ið eftir íbúð er sú, að í félagi jkkar eru yfirleitt launþegar, em ekki hafa miklar fjárhæðir \anda á milli, en hins vegar lýrt að byggja, svo það eru fáir em haft hafa 40—55 þúsund :rónur til þess að borga út í búð, eins og þarf að gera ráð ,'yrir. Félagið fær ekki ríkis- ábyrgð fyrir meira en 60% af byggingarkostnaði og getur því ann um það, að það hefir ekki | ekki lánað meira. En féiags- staðið á stjórn félagsins um að j menn þurfa sjálfir að leggja hitt láta framkvæma byggingar fyr- I (Framhaid á 4. slðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.