Tíminn - 26.01.1946, Síða 2

Tíminn - 26.01.1946, Síða 2
2 TÍMIM, langardagiim 26. janúar 1946 18. blað Guðlaugur Rósinkranz: Húsnæðismálin enn Svar til Helga Hermanns Eiríkssonar (jafnalt cg Hijtt Laugardagur 26. jan. Dómur hagfræð- ingsins Andstæðingar Framsóknar- flokksins hafa reynt að halda því fram, að flokkurinn hafi gerzt fjandsamlegur öllum fram- förum og nýsköpunum, þegar hann neitaði að taka þátt í stjórnarsamvinnunni í fyrra- haust. Framsóknarmenn halda því hins vegar fram, að vegna þess að flokkurinn sé fylgjandi framförum og nýsköpun, hafi hann hafnað stjórnarþátttök- unni, þar sem honum sé ljóst, að fjármálastefna stjórnarinnar geti ekki leitt til annars en hruns og öngþveitis og muni því verða allri raunhæfri nýsköpun hinn versti þrándur í götu. Um þetta deiluefni stjórnar- flokkanna og Framsóknar- manna hefir nú verið felldur dómur af aðila, sem verður að teljast vel vitnisbær um þetta mál og ekki verður heldur talinn vilhallur Fx-amsóknarflokknum. Það er einn af kunnustu hag- fræðingum landsins og annar maður á lista Alþýðuflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar hér í Reykjavík, Jón Blöndal skrifstofustjóri. í grein, sem Jón. Blöndal skrifar i nýkomið hefti af Út- sýn, segir hann orðrétt: „Það er ekki hægt að um- flýja afleiðingar dýrtíðar- stefnunnar, sem nú var lýst, og ekki hægt að koma í veg fyrir hrun af völdum hennar, nema með mjög róttækum fjármálaaðgerðum. En við þessar staðreyndir hafa stjórnarflokkarnir neitað að horfast í augu og þess Vegna er allt þeirra bjartsýnis- og nýsköpunartal lítið meira en skýjaborgir einar. Þetta var að vísu auðséð þegar þann dag, sem ríkisstjómin var mynduð og haldið fram af þeim, sem þetta ritar, þó að hann að öðru leyti væri fylgj- andi nýsköpunarstefnu stjórnarinnar". Jón Blöndal segir ennfremur í þessari grein- sinni: „Stefna núverandi ríkis- stjórnar, sem að vísu er enn í beinu áframhaldi af þeirri fjármálastefnu, sem fylgt hefir verið öll stríðsárin, fullnægir að engu leyti skil- yrðum hvorki róttækrar eða íhaldssamrar fjármálastefnu. Hennar grundvallarregla virð ist vera: Flýtur á meðan ekki sekkur, og því á hún skilið nafnið fjárglæfrastefna". Þessi ummæli Jóns Blöndals staðfesta að öllu leyti allt það, sem Framsóknarmenn hafa haldið fram um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Meðan henni er haldið áfram verða framfar- irnar og nýsköpunin lítið annað en skýjaborgir. Hrun og at- vinnuleysi verður ekki umflúið og ekkert lýsir þessari stefnu því betur en að kalla hana fjár- glæfrastefnu. Stjórnarflokkarnir hafa lofað kjósendunum miklum framför- um og framkvæmdum í kosri- ingabaráttunni, sem nú stendur yfir. En öll þessi loforð verða ekkert annað en skrum og skýjaborgir, ef stjórnarstefn- unni verður fylgt áfram. Þess sjást ekki nein merki, að stjórnarflokkarnir séu að hverfa frá þessari stefnu, þótt ýmsir af hyggnustu mönnum þeirra, eins og t. d. Jón Blöndal, geri sér afleiðingar hennar ljósar. Svo gersamlega hefir hinn of- stækisfulli hatursáróður Morg- unblaðsins gegn andstæðingum þess í stjórnmálum spillt dóm- greind Sjálfstæðismanna og málflutningi, að hvað lítið og hógværlega sem fundið er að gerðum þeirra eða bent á að betur mætti fara, hrópa þeir samstundis: þetta er illgirni, fláttskapur, fjandskapur við Reykjavík o. s. frv. Jafnvel æru- verðugur skólastjóri eins og Helgi Hermann Eiríksson, getur ekki svarað smágrein, er ég skrifaði um húsnæðismálin í Tímann, af fullri hógværð og rökum, öðruvísi en með brígzl- yrðum, og byrjar með því að segja á þessa leið: „Er bæði sú grein og önnur skrif andstæð- inga Sjálfstæðismanna um þessi mál af svo illum vilja gerð í garð Reykjavíkurbæjar,“ o. s. frv., í sama stíl og vant er, ef einhver vogar sér að hafa ein- hverja aðra skoðun á hlutunum en þeir. Fullyrðingarnar á lélegum rökum reistar. Skólastjórinn heldur því fram, að ég giski aðeins á hve margir búi í bröggum og kjöllurum og spyr, hverriig ég geti vitað það. Ég skal þá fræða bæjarfulltrú- ann um það úr því að hann veit það ekki ,og er ekki seinna vænna en að hann fái vitneskju um það nú. í skýrslu, sem Húsaleigunefnd Reykjavíkurbæjar samdi og sendi Nýbyggingarráði og Al- þingi, og ef til vill bænum,í nóv. síðastl., er frá því skýrt að þá búi 257 fjölskyldur með 1402 fjölskyldumeðlimi í hermanna- bröggum. Nokkrar fjölskyldur hafa síðan bætzt við í braggana, svo að ekki mun fjarri að nefna töluna 1500, eins og ég gerði í grein minni. Og af þvi að skóla- stjórinn er góður í reikningi getur hann sjálfsagt séð að í hverri fjölskyldu muni vera 5—6 manns að jafnaði, og þá sjá allir, að einhver börn hljóti að vera í 5 og 6 manna fjölskyld- um og að ekki er oftalið að segja, að þar búi 700 börn. En auk þess búa, samkv. sömu skýrslu, 1454 einstaklingar í bröggum, sem ég taldi ekki með eða samtals á þeim tíma, sem skýrslan er samin, 2856. Svo að ekki er ástandið betra en ég hélt fram. Þá eru það kjallaraíbúðirnar, sem höfundur heldur einnig fram, að ég viti ekkert um. Ég get frætt hann um það, að í sömu skýrslu stendur að árið 1939, (nýrri skýrslur eru nú ekki til um kjallaraíbúðir), séu kjall- araíbúðir í Reykjavík, sem hér Með því að styðja einhvern stjórnarflokkanna eru kjósend- ur því að stuðla að því, að þessari stefnu — fjárglæfra- stefnunni — verði fylgt áfram. Kjósendur! Eina leiðin til að tryggja framfarir og nýsköpun, er að snúa baki við fjárglæfra- stefnunni. Fylkið ykkur því um Framsóknarflokkinn, sem er eini flokkurinn, er berst gegn henni, og gerið sigur hans glæsilegan á sunnudaginn kem- ur! Það eitt getur stuðlað að því, að tekin verði upp fjár- málastefna, sem tryggir ný- sköpunina og afstýrir hruninu og atvinnuleysinu! segir: Góðar 155, sæmilegar 557, lélegar 213, mjög lélegar 141 og óhæfar 51. Ég hélt því fram, að um 1000 manns byggju í mjög lélegum kjallai'íbúðum. Þá skul- um við taka tvær síðustu töl- úrnar, hinar mjög lélegu og ó- hæfu, þó að ég taki ekki einu sinni með þær 213 kjallaraíbúð- ir, sem í skýrslunni eru taldar lélegar, þá sjáum við, að 192 fjölskyldur búa í þessum allra lélegustu kjallaraíbúðum. Og tökum þá meðaltölu fjölskyldu- meðlima í braggafjölskyldunum, sem var sem næst 5,5, sjáum við að tala þess fólks, sem býr í þessum óhæfu kjallaraibúðum er 1056. Svo að ekki hefi ég gert ástandið verra en það er með því að nefna 1000. í öllum þess- um kjallai’aíbúðum, sem flestar eða allar eru líklega ólöglegar samkv. þeim í’eglum, er gilda um íbúðir í Reykjavík, búa árið 1939 2515 fullorðnir og 1112 börn, og allir vita, að kjallaraíbúðunum hefir mikið fjölgað síðan 1939. Þannig er nú ástandið. Vonandi segir Helgi Hermann opinberar skýrslur ekki falsaðar, þó að hann telji sér sæmandi að halda því fram, að ég „ljúgi til af ill- girni", af því að ég hefi dálítið aðrar skoðanir en hann á þjóð- félagsmálum. Spýtnasaga íhaldsins. Auðvitað kemur skólastjórinn með gamla ævintýrið um spýt- urnar hans Eysteins, að enginn hafi mátt kaupa spýtu hér í Revkjavík nema með leyfi Ey- steins Jónssonar, meðan hann var ráðherra og að Reykvíking- ar hafi orðið að sækja bygging- arefni sitt austur í sveitir. Þess- ari vitleysu er nú svo oft búið að svara og leiðrétta hér í Tím- anum, að ekki er ómaksins vert, að fara að orðlengja um hana. Lóðaúthlutunin. Helgi Hermann skólastjóri er að reyna að afsaka lóðaúthlut- unina, og fer þar rangt með það, er Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur snertir. Hann segir, að félagið hafi sótt um lóðir undir 40 íbúðir og fengið 32, en ef hann vill hafa það sem rétt er. þá getur hann athugað um- sokn frá félaginu þann 22. marz síðastl. og þar er farið fram á að fá lóðir undir 60 ibúðir og þá eru 32 ekki svo ýkja langt frá því að vera helmingur, að á- stæða væri til að skrifa blaða- grein þess vegna. En meðal annars vegna þess, að félagið fékk ekki nægilega marg- ar lóðir var byggingarflokk- urinn lækkaður úr 60 í 40 Hvað lóðirnar á Melunum snert- ir, þá hefir Byggingarsamvinnu- félag Reykjavíkur ekki fengið þar lóðir síðan 1938. Lóðir undir þau tvö hús, sem félagið byggði þar 1941, höfðu tveir menn, sem gengu í félagið áður en þeir byggðu, fengið á sín nöfn, og létu félaginu lóðirnar í té til þess að byggja á hús, þar sem þeir fengu sína íbúðina í hvoru húsi. Það er því alrangt, að félaginu hafi verið úthlutað þessum lóðum. Það er alrangt líka, sem höf. segir, að ég hafi heimtað tvo þriðju af þeim lóð- um, sem úthlutað var á Melun- um síöast, þótt ég eðlilega óskaði eftir því að félagið fengi ein- hverjar lóðir þar. Félagsmenn- irnir, sem byggja, vilja ýmist vera í Vesturbænum eða Austur- bænum, og mér finnst að þeir eigi að njóta sama réttar og aðrir menn í bænum, um að fá að velja þar á milli þegar það er hægt. Og það er ekki annars, sem ég hefi krafizt, fyrir hönd minna félagsmanna, en að þeir njóti jafnréttis við annað fólk í bænum, hvað snertir úthlutun lóða eins og annað. Tilbúnu húsin. , H. H. skólastjóri er mér sam- mála um að sænsku tilbúnu húsin séu vönduð og hentug einbýlishús, en virðist vera í vafa um að þau eigi hér við. Hvers vegna ættu þau ekki að gera það? Hingað hafa áður verið flutt inn tilhöggvin hús, sem ég efast stórkostlega um, að séu sambærileg við sænsku húsin að gæðum, og hafa þó reynzt einstaklega vel. Ég er sammála H. H. um að ekki beri að byggja þessi tilbúnu hús inni í miðbænum. Það á vitanlega að að ætla þeim stað á hentugum stað í vel skipulögðu hverfi ut- anvert við sjálfan bæinn, en sjá fyrir góðum samgöngum við bæ- inn. Ég vænti nú, að herra skóla- stjórinn sjái, þegar hann hefir lesið þessa grein, aö hann hefir látið hatrið á Framsóknarflokkn um og kosningahitann fara með sig í gönur, þegar hann var að svara grein minni um húsnæðis- málin, og fullyrða, að flest væri það ósatt, sem ég sagði. Nú hefi ég látið tölurnar og staðreynd- irnar tala, svo að hver maður getur af því séð, að ég hefi farið með rétt■ mál, þó að það sé ó- þœgilegt fyrir forráðamenn bœjarins, að svo skuli vera. Verndarar heildsalanna. Það var grátbroslegt að hlusta á ræðumenn kommúnista og Al- þýðuflokksmanna í útvarpsum- ræðunum í fyrrakvöld. Þeir kepptust allir við að skamma heildsalana og lýsa vanþóknun sinni á heildsalagróðanum. En það er einmitt í skjóli þessara flokka og meirihluta þeirra í við- skiptaráði, sem heildsalarnir græða. Á annað ár hafa jafnað- armennirnir Gylfi Þ. Gíslason og Kjartan Ólafsson (í stað hans Friðfinnur Ólafsson síðan um áramót) og kommúnistinn Haukur Helgason haft meiri- hluta í viðskiptaráði. Þessir menn eru það, sem formlega bera ábyrgð á heildsalagróðan- um, en vitanlega bera flokkar þeirra raunverulega ábyrgðina, því að eftir fyrirmælum þeirra hafa þessir menn farið. Barátta kommúnista og Al- þýðuflokksins gegn heildsala- gróðanum er því ekkert annað en hræsni og málamyndarlæti. Með samvinnu sinni við stór- gróðavaldið hafa þeir gerzt verndarar heildsalagróðans. í þessum kosningum getur etíginn sá, sem raunverulega vill skerða heildsalagróðann, kosið með Alþýðuflokknum og kommúnistaflokknum, sem hafa svikið öll sín loforð í þessum málum og gerzt verndarar heildsalanna. Þeir, sem vilja Hvaða háborg fellur nú? Árið 1934 fengu kommúnist- ar einn mann kjörinn i bæjar- stjórn á ísafirði. Alþýðuflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn urðu jafnir, þá, en áður hafði Alþýðuflokkurinn haft meiri hluta um langa hríð. Þeg- ar úrslitin bárust -frá ísafirði um kvöldið var kosningu enn eigi lokið í Reykjavík. Mbl. flýtti sér að gefa út fregnmiða svo- hljóðandi: Háborg sósíalista á ísafirði er fallin — Áfram með C-listann.“ (sem þá var listi Sjálfstæðismanna i Reykjavík). Þá var kommúnisminn í reyfum hér á landi, en margan spón og bita hefir hann hlotið frá íhald- inu síðan. Nú er háborg Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík að falli komin, og reyfastranginn frá ísafirði á sinn þátt í því. Hitaveituspjall. Bjarni Ben. biður Reykvíkinga að þakka sér og Sjálfstæðis- flokknum fyrir hitaveituna í bæjarstjórnarkosningunum 27. jan. Víst þykir Reykvíkingum vænt um hitaveituna og kunna vel að meta þægindi þau, er hún veitir. Því miður hefir þó nokkur hluti bæjarbúa enga hitaveitu fengið, og margir, sem nú eru að byggja hafa enga von um að fá hana af því að heita vatnið á Reykjum er of lítiö. Við götur, sem hátt liggja í bænum, urðu merin líka að kynda miðstöðvar sínar alllengi tvo undanfarna vetur, en það sem af er þessum vetri hefir alltaf verið nóg af heitu vatni, enda ekki komið fróst svo að heitið geti, og auk þess var nokkuð unnið að endurbótum á síðastliðnu ári. Hins vegar ætti Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga mjög fast eftir þakklæt- inu að svo stöddu og sýnist að minnsta kosti hæfilegt, að stj órnarflokkarnir skipti því á milli sín eins og heiðrinum af skerða heildsalagróðann og bæta þanníg lífskjör almenn- ings í landinu, fylkja sér um Framsóknarflokkinn, er einn flokkanna hefir hreinan skjöld í þessu máli. Bjarni afhjúpar blekkingar kosningasmalanna. Bjarna Ben. brást bogalistin í útvarpsumræðunum. í fyrra- kvöld. Hann byrjaði ræðu sína með þeirri yfirlýsingu, að Fram- sóknarflokkurinn myndi ekki fá neinn mann kosinn. Undir ræðulokin fór hann svo að bollaleggja um það, hvernig á- statt yrði í bæjarstjórninni, ef Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann. Komst hann þá m. a. að þeirri niðurstöðu að Framsóknarmenn og kommún- istar myndu ekki geta unnið saman þar! Slík hugleiðing Bjarna hefði þó verið óþörf, ef sú fyrri ályktun hans hefði verið rétt, að Framsóknarlistinn væri vonlaus. Sést af þessu, að Bjarni trúir ekki sjálfur á þann áróður, sem hann lætur kosningasmala sína halda uppi urri vonleysi B-listans, heldur óttast hann, að Pálmi Hannes- son nái kosningu. Þessi ótti Bjarna er líka full- komlega á rökum reistur. Ef stuðningsmenn B-listans vinna vel og láta ekki vonleysisáróður andstæðinganna blekkja sig, er dýru togurunum i Englandi! Sannast að segja rekur mann varla minni til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi þurft að heyja neina baráttu fyrir því, að gerð yrði hitaveita í Reykja- vík, því að fyrir þessu var al- mennur áhugi í bænum og gat bæjarstjórnin varla komizt hjá að hefjast handa, þó að hún hefði viljað. Hitt muna menn vel, að Mbl. og ýmsir þekktir Sjálfstæði’smenn gerðu gys að því, þegar Framsóknarmenn vildu byggja skóla og fleiri stór- % byggingar á þeim stöðum, þar sem hægt væri að ná í hvera- vatn eða gufu til upphitunar. Erlendur bóndi á Sturlureykjum leiddi fyrstur jarðhita í bæ sinn, og fleiri brautryðj endur voru þarna að verki áður en stjórnar- völd Sjálfstæðisflokksins fundu „púðrið.“ Saga eðlisfræðinnar mun heldur ekki telja Bjarna Ben. eöa Guðmund Ásbjarnar- son höfunda þeirra aðferða, sem notaðar eru til að leggja vatns- veitur til stórborga og um þær eða miðstöðvarkerfi í hús. Hins vegar mætti þakka Sjálfstæðis- flokknum, ef hann hefði sýnt sérstaka hagsýni í framkvæmd verksins og sparað þannig bæj- arbúum fé, en um það liggur í rauninni lítið fyrir ennþá nema það sem blasað hefir við allra augum. Reykvíkingum er því bezt að geyma þakkir sínar og sömuleiðis ásakanir, þangað til að skjölin verða lögð á borð- ið svo að menn viti hvað þeir eru að tal£ um. Er leyfilegt að tala um sparnað? Það er einkennilegt í kosn- ingaumræðum bæjarstjórnar- flokkanna, að þar er svo að segja aldrei minnzt á sparnað eða meðferð á almannafé. Mikið er þar rætt um framkvæmdir og um það deilt, hvort þær hafi (Framhald á 4. síðu). kosning Pálma Hannessonar visá. Stuðningsmenn B-listans: Látið þvi ekkert ógert, sem tryggir kosningu Pálma Hann- essonar í bæjarstjórnina. Það bezta frá báðum. Af ræðumönnum í útvarps- umi’æðunum í fyrrakvöld, var Guðmundur Ásbjörnsson einna spaugilegastur. Hann nefndi rauðu flokkana eitthvað 20—30 sinnum og taldi Framsóknar- flokkinn vera í hópi þeirra. Aðrir ræðumenn Sjálfstæðis- flokksins reyndu hins vegar að halda því fram, að Framsókn- arflokkurinn væri mesti íhalds- og aftui’haldsflokkur landsins! Þessi tvísöngur íhaldsmanna um Framsóknarflokkinn sýnir bezt, hve örðugt þeim er að finna höggstað á honum. Að þvi leyti getur hann þó átt rétt á sér, að Framsóknarflokkurinn sam- einar margt það bezta, sem er í stefnu flokkanna sitt til hvorr- ar handar. Hann berst fyrir varfærinni fjármálastefnu, sem getur skapað einkaframtakinu góð þroskaskilyrði, án þess þó að ganga erinda auðkónga eða sérréttindastétta í þjóðfélag- inu. Hann berst einnig fyrir meira jafnræði þegnanna í menningaraðstöðu og lífskjör- um, án þess þó að vilja gera ríkið almáttugt og láta það (Framhald á 4. síðu). OíiaOaHcfi /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.