Tíminn - 26.01.1946, Qupperneq 3

Tíminn - 26.01.1946, Qupperneq 3
18. blað TtMiany, langardagiim 26. janúar 1946 3 £t$a £ainltaH<t& umna ')ra\nMkmmama tflátgacfh £. % ). fötAtjérH: £tjórw £. % ). LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinn Þaö var komið undir kvöld, þegar Skolur kom aftur, og hafði hann hreindýrskálf meðferðis. Þegar hann var kominn út í ikútuna, beið hann ekki boðanna með það að skera girnilegan bita af kálfsskrokknum. Hann sauð kjötið yfir öðru eldholinu, en bræddi mörinn yfir hinu. Þegar tólgin var tekin að kólna, tók hann umbúðirnar af Kristófer og smurði hann allan. Síðan náði hann í hreinar rýjur, vætti þær einnig í tólginni og yafði þeim um sárin. Hann tautaði í sífellu meðan hann var að þessu: — Ja, þú Kristófer, sagði hann — að það skuli ekki hafa brotnað nokkurt bein í skrokknum á þér — nema þessi litli- fingur — það er kraftaverk, þegar þess er gætt, fyrir hvilíku hnjaski þú hefir annars orðið. En það grær hver skeina á þér á svipstundu — þú ert eins og hámerin. Og nú verðurðu að vera skynsamur og liggja hreyfingarlaus, þó að ég reyni kannske að hreyfa skútuna eitthvað. Ég tel kannske hálfpartinn að það sé eitthvert lát á ísnum hérna austur undan. Ég ætla upp á fjallið í kvöld og vita', hvers ég verð vísari. Morguninn eftir kom Skolur hlaupandi niður af fjallinu. Hann hraðaði sér um borð, og þegar hann hafði náð taki á borðstokkn- um, spyrnti hann fæti við jakanum og lét hann sigla sinn sjó, og sagði um leið: — Nú þarf ég ekki lengur á þér að halda, því að nú legg ég af stað heim. Fáum mínútum síðar voru komin upp segl á „Noregi.“ Skolur stóð við stjórnvöl, og hann stýrði ekki suður á bóginn í áttina til Þúsundeyjanna, heldur beint í austur. Skolur hafði sannfærzt um það, að nú voru komnar góðar vakir í ísinn. Þáð reið bara á, því að komast austur í auðan sjó, og síðan hugsaði hann sér að snúa suður og vestur á bóginn og bíða færis að komast að Þúsundeyjunum, þegar ísinn tæki að lóna þaðan. Enginn gat þó sagt um það með vissu, hvenær að því kæmi. En hitt leyndi sér ekki, að hann Skolur var ærið vongóður, því að undir eins og hann var kominn út á autt svæði, þar sem ekki var hætt við árekstri, sleppti hann stýrinu, hljóp að káetudyrunum og hróp- aði niður til Kristófers: — Nú siglum við til Þúsundeyjanna og láttu liggja vel á þér, karlinn. Og svo kjagaði hann aftur að stýrinu og byrjaði að syngja gamlan ástarsöng. FJÓRTÁNDI KAPÍTULI. Mennirnir fjórir, sem innlyksa voru á Þúsundeyjunum, virtust ekki vilja gefa upp alla von um frelsun. Að minnsta kosti bentu athafnir þeirra til þess, að þeir ætluðu að búa eins vel um sig og kostur var á, ef þeir sæju „Noreg“ ekki framar. Þeir höfðu þegar rotað ógrynni af æðarfugli, sem þeir hengdu svo á reka- viðarsprek allt í kringum híbýli sín. Þeir áttu orðið kjöt til margra mánaða. Þór og Jens áttu erfiðast með að sætta sig við orðinn hlut, en ef þeir létu á einhvern hátt í ljós, að þeim fyndust litlar Orrusta fuglanna (Skozkt œvintýri) Þá segir gulldúfan: „Ekki myndir þú éta þetta ein, ef þig ræki minni til þess, þegar ég hreinsaði með þér fjósið forðum.“ Aftur féllu þrjú hveitikorn á gólfið og silfurdúfan át þau sem fyrr. „Ekki myndirðu éta þetta ein, ef þig ræki minni til þess, þegar ég þakti með þér hlöðuna forðum,“ sagði gulldúfan. Enn féllu þrjú korn, og silfurdúfan gleypti þau líka. „Ekki myndirðu éta þetta ein, ef þig ræki minni til þess, þegar ég rændi með þér skjóshreiðrið forðum,“ segir gulldúfan. „Ég missti litla fingurinn þá og sakna hans enn.“ Þá mundi kóngssonur allt. Hann sá nú, að þarna var hún Kolbrún komin. Hann hljóp til hennar og faðm- aði hana að sér. Þegar presturinn kom, voru þau gefin saman í annað sinn. Þar skildi ég við þau, og lýkur þá sögunni. Endir Hvers á unga fólkið í Reykjavik að vænta af Framsóknarflokknum ? „Óvinir Reykja- vík«r“. haldið í rikisíitjórninni, íhald- En árið 1929 voru fyrstu lögin1 ið 1932 fengu Framsóknarmenn ið í bæjarstjórn Reykjavíkur, um verkamannabústaði sam- lögiri um byggingu háskólans mennina, sem fólkið hafði kos- þykkt með fulltingi Framsókn- ið sér fyrir málsvara. En árið armanna, gegn öflugri mót- 1927 tóku Framsóknarmenn við spyrnu íhaldsins. Unga fólkinu í Reykjavík er sagt, að Framsóknarmenn séu óvinir Reykjavíkur, og þá ekki sízt unga fólksins, því að það er kjarni og framtíðarvon höfuðborgarinnar. Þetta er sprengja, sem andstöðuflokk- arnir hafa gert til þess að kasta að Framsóknarmönnum. En það er sama hve oft og hart henni hefir verið varpað, hún hefir aldrei sprungið, því að það vantar í hana sprengiefnið. Þeim hefir aldrei tekizt að finna þessum orðum sínum nokkurn stað. Þeir hafa aldrei fundið eitt einasta óvéfengjanlegt dæmi um það, að Framsóknar- flokkurinn hafi spyrnt gegn framfaramálum Reykjavíkur, og allra sízt menningar- og hags munamálum unga fólksins. En Framsóknarmenn hafa ekki lát- ið sér nægja að vera hlutlausir áhorfendúr í þessum efnum. Þeir hafa gripið hvert hinna fáu tækifæra, sem þeim hafa átaki og rífIegra «árframlagi, félög. Með þessum lögum var gefizt til áhrifa á mál Reykvík- inga til þess að hrinda í fram- kvæmd brýnum velferðarmál- um, sem fyrst og fremst voru miðuð við þarfir og framtíð unga fólksins. Hver, sem lítur yfir bæinn, kemst ekki hjá því að viðurkenna, að flest það, sem er honum til vegsauka, er verk Framsóknarmanna, beint eða ó- beint. Framsóknarmenn hafa gefið unga fólkinu í Reykjavík flestar þær stofnanir, sem það sækir nú í manndóm sinn og menntun, heilbrigði og hreysti. Það eru ekki allir, sem eiga slíka óvini. Það þýðir ekki að segja, að þetta séu stóryrði eða stað- lausir stafir. Þetta eru stað- reyndir, sem ekki verður á móti samþykkt, eftir harða baráttu á þremur þingum. Mótspyrna íhaldsins var svo harðsnúin, að Sunclhöllin í Reykjavík. Finhst unga fólkinu, sem daglega sækir þangað hreysti og fjör, að hún sé hefndar- gjöf frá óvini? stjórn landsins. Þeir hrintuj Árið 1932 báru Framsóknar-J eitt sinn munaði ekki nema einu sundhallarmálinu í framkvæmd menn fram og fengu samþykkt1 atkvæði, að málinu yrði vísað þegar á öðru ári með rösklegu lögin um byggingarsamvinnu- frá. En sigurinn vannst, og Framsóknarmenn gáfu unga Uppdráttur af Háskólanum — húsið, sem nú cr risið af grunni og verða mun traustasta vígi íslenzkrar menn- ingar. — En árið 1932 munaði aðeins einu atkvæði að íhaldið kæmi í veg fyrir byggingu þess. úr ríkissjóði, en önnur héruð lagt inn á nýjar og merkilegar fólkinu í landinu glæsilegasta hlutu í sama skyni. En málið brautir í byggingarmálum. Þau menningarmusterið, sem það gekk fram gegn atkvæðum gerðu ungu og efnalitlu fólki heíir eignazt. nokkurra íhaldsmanna — vina kleift að reisa bú og eignast! Öll þessi mál voru velferðar- Reykjavíkur. viðunandi húsnæði. Með félags- mál unga fólksíns í Reykjavík. legum samtökum á grundvelli En þau voru flutt og borin fram samvinnunnar, og ofurlitlum til sigurs af mcnnum, sem ekki ;stuðningi hins opinbera, varð nú voru þingmenn Reykjavikur fært það, sem einstaklingum heldur annara héraða, meðan var ógengt. Og reynslan hefir fulltrúar höfuðborgarinnar — sýnt, að þessi tkipan byggingar- vinirnir — satu aðgerðarlausir mála, sem Framsóknarmenn hjá eins og steinrunnir þursar, komu á, er úrlausn, sem flest- í eða brugðu iæti fyrir þau. Hús Byggingarsamvinnufélags Reykjavíkur. Með lögunum um byggingar- samvinnufélög og starfsemi þeirra var stefnt inn á nýja braut í bygginga- málum, og öllum stéttum virðist þar eina úrræðið að finna. I'au hafa gefið mörgum ungum reykvískum hjónum heimili. mælt, því að margar þeirra eru greiptar í stein. Sundltölliii. Verkámannabú-- staðir og byggmg. airsamvmnufélös'. ar stéttir þjóðfélagsins hallast nú að. Það var fyrst og fremst bjargráð til þess, að unga fólk- ið gæti stofnað heimili á eðli- legan og lífvænlegan hátt. ffsiskólinn. Síðan Háskólinn var stofnað- ur 1911 hafði hann ekkert þak átt yfir höfuðið og orðið aö starf a í kj allarahúsakynnum annarrar stofnunar. íhaldið hafði ekkert gert til þess að leysa Háskólann úr þessari á- nauð öll sín stjórnarár. En ár- Þannig hefir hugur Framsókn- armanna til unga fólksins í Reykjavík komið fram í verk- unum, og er þó aðeins fátt talið. En hverjar eru svo gjafir þeirra, sem raunverulega hafa stjórnað bænum, til unga fólks- ins? Þær eru undarlega íáar og smáar. Hvar er æskulýðshöllin, sem átti að byggja? Enginn minnist á hana nú. Það skyldi þó aldrei vera, að ungu menn- irnir verði að berjast fyrir henní við vini Reykjavíkur í nokkur ár? Frh. á4. siðu. Fyrir 1930 voru mikil hús- Framsóknarmenn báru fram næðisvandræði í Reykjavík eins og knúðu í gegn lögin um sund- og nú, og alþýða manna illa höllina 1928. Hugmyndin um komin eftir erfið kreppuár. Það sundhöll í Reykjavík var þó mátti heita ógerlegt fyrir fá- ekki ný af nálinni þá. Fimmtán ^ tækt, ungt fólk að stofna heim- árum áður hafði forseti íþrótta- i ili af þessum sökum. Því var ó- sambands íslands komið fram kleift að ráðast I byggingu af með þessa tillögu, og öll þessi ár höfðu íþróttamenn bæjar- ins barizt fyrir henni. — En við hverja var að berjast? í- eigin rammleik. En ríkisstjórn- in og bæjarstjórn Reykjavíkur höfðu horft á þessi^ vandkvæði aðgerðalaus mörg ár og löng. — : Verkamannabústaðirnir við Hringbraut.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.