Tíminn - 15.02.1946, Page 2

Tíminn - 15.02.1946, Page 2
2 TÍMllVN, föstndagmn 15. febr. 1946 26. blað Föstudayur 15. febr. Matvælaskorturinn erlendis og íslenzki fiskurinn Næstum hvaðanæva úr heim- inum berast fregnir um mikinn matvælaskort og strangari mat- vælaskömmtun. Hjá fjölmörg- um þjóðum er raunverulega ríkjandi hungursneyð, en aðrar þjóðir herða að sér sultarólina til að geta veitt hinum aukna aðstoð. Þegar litið er á þessa stað- reynd, hlýtur það að vekja meira en litla furðu, að mjög erfiðlega horfir um sölu á islenzka fisk- inum og jafnvel útlit fyrir, að ekki takist að selja nema nokk- urn hluta íramleiðslunnar. íslenzki fiskurinn er þó vissu- lega góð og eftirsótt vara og ætti því að geta átt nokkurn veginn öruggan markað, þótt allsnægtir væru í heiminum. Þeim mun undarlegra er það, að hann skuli ekki ganga út, þegar flestallar þjóðir heimsins svelta, Helzta skýringin á þessu kyn- lega fyrirbrigði er hið óskiljan- lega tómlæti, sem ríkisstjórnin hefir sýnt í því að útvega mark- aði fyrir fisMnn. Lengi vel héldu stjórn^rblöðin því fram, að hægt væri að selja mesta eða alla framleiðsluna í Póllandi, Tékkóslóvakíu og öðrum löndum Mið- og Austur-Evrópu. Einkum var þó Þjóðviljinn fylginn sér í þessum málflutningi. Þessu virðist stjórnarliðið — eða a. m. k. stór hluti þess — hafa trúað og því flotið áfram í fullkomnu andvaraleysi. Fyrst nú upp úr áramótunum var tengdasonur forsætisráðherrans sæmdur sendiherratitli í Póllandi og sendinefnd gerð út þangað og til Tékkóslóvakíu. Af sendinefnd þessari mun það helzt hafa frétzt, að engin von sé um fisk- sölu til Tékkóslóvakíu að sinni og lítil von um fisksölu tilPól- lands. Vegna allrar aðstöðu munu þessar þjóðir eiga erfitt með að hagnýta sér fiskinn, þótt þær gjarnan vildu fá hann, enda mátti það strax vera fyrir- sjáanlegt. Svo sterk virðist trú stjórnar- innar á óbrigðula fiskmarkaði í Mið- og Austur-Evrópu samt hafa verið, að öll önnur úrræði hafa verið vanrækt til skamms tíma. Þannig var ekkert reynt af hálfu stjórnarvaldanna til að selja fisk til Hollands, Belgíu eða Frakklands og mun þó stjórnin hafa fengið þá vitn- eskju strax á síðastl. hausti, að að Frakkar væru fúsir til að kaupa frystan fisk og vildu gjarnan semja við íslenzk stjórnarvöld um þau mál. Allar líkur bentu líka til þess, að auð- veldast yrði að selja fisk til þeirra Evrópulanda, sem hægt er að hafa við greiðar sjósam- göngur og lengst eru komin í hraðfrystiiðnaðinum. En fyrir þessu lokaði stjórnin augunum vegna ofsjóna á fiskmörkuðum í Austur-Evrópu, sem a. m. k. einn stjórnarflokkurinn var haldinn af, og vegna venjulegs aðgerðarleysis og amlóðaháttar, sem einkennt hefir utanríkis- þjónustuna undir forustu núv. utanríkismálaráðherra. Á sama hátt var það vitanlega vanrækt af hálfu stjórnarvald- anna að greiða nokkuð fyrir fisksölu til Bandaríkjanna, enda þótt miklar líkur bendi til, að Frystihús og geymslu- stöðvar til almenningsnota i. Hugur allra stefnir aö far- sælla og betra lífi. Hið mann- lega sarpfélag er skipulagskerfi, sem á að létta þessa baráttu. Og þött þjóðunum sækist mis- jafnlega að markinu, vísar þó yfirleitt stöðugt fram. Við íslendingar erum ekki undantekning meðal þjóðanna 1 þessu efni. En framfarabarátta okkar hófst seint, og þjóðin var fyrst í stað átakalin eftir langa og mikla niðurlægingu. Síðustu áratugi höfum við samt áorkað svo miklu um bætt lífsskilyrði, að ekki munu þær þjóðir marg- ar, sem jafn miklu hafa afkast- að á svo skömmum tíma. En eigi að síður er mikið ógert — óumræðilega mikiö og fjölþætt umbótastarí óunnið. Hér má ekkert hlé verða á — engin kyrr- staða koma til sögu. II. Einn þáttur þessa umþóta- starfs, sem bíður úrlausnar, er bætt aðstaða á heimilunum í landinu — aukin fegurð þeirra, aukin heimilisþægindi og ný og betri vinnutæki við heimilis- störfin. Að þessu hefir áður ver- ið vikið í Timanum og verður ef til vill gert betur síðar. Stærsta átakið í þessum efnum fyrir þjóðarheildina verður lausn raforkumálanna. Þegar nóg rafmagn verður tiltækt á öllum heimilum landsins, hefir verið stigið stærsta sporið í þessa átt. í þessari grein verður þó ekki frekar rætt um raforkumálin, heldur lítillega drepið á eitt nauðsynjamál, sem snertir Reykvíkinga sérstaklega — einkum þó húsmæður og heim- ilisfeður. Það er almennings geymslustöð fyrir matvæli — kjöt, grænmeti og fleira. Það er stofnun, sem brýn nauðsyn er á. Gai'ðrækt bæjarbúa er nú orðin býsna mikil, og myndi þó áreiðanlega aukast til muna, ef betur væri að mönnum búið í því efni. Þarf ekki að rökstyðja það, Eins og nú horfir er geymsla garðávaxta miklum vandkvæð- um bundin, þar eð hver og einn þar sé að finna einn álitlegasta markaðinn fyrir islenzka fisk- inn í framtíðinni. Þá var það vitanlega einnig vanrækt að reyna að kynna sér í tíma fyr- irætlanir Breta varðandi fisk- sölu íslendinga þar í landi, en sú vitneskja hefði átt að leiða til aukinnar markaðsöílunar í öðrum löndum. Vegna þessa seinlætis og vanrækslu stjórnarliðsins,' sem stafar jöfnum höndum af Aust- ur-Evróputrú og ódugnaði, er nú svo komið, að erfiðlega horf- ir um sölu ísienzka fisksins á sama tíma og flestar þjóðir heims svelta. Þannig hefir rík- isstjórnin, sem lofaði hátíðlegar en nokkur önnur ríkisstjórn fyrr og síðar, að útvega þjóðinni nýja markaði, efnt það loforð sitt. Til viðbótar sívaxandi dýr- tíð af völdum hennar, er stöðugt þrengir kost útgerðarinnar meira og meira, hefir hún beitt hinu fullkomnasta hirðuleysi og vanrækslu í markaðsmálunum. Ætli að útgerðarmenn og sjó- menn fari nú ekki að geta dæmt um það, hvort þessi stjórn er slíkur vinur þeirra og velunnari og hún hefir látizt vera? verður sjálfur að ráða fram úr því máli, oft með ærnum til- kostriaði og miklum afföllum, og ræktun margs háttar græn- metis tilgangslaus vegna geymsluerfiðleika. Hvað kjöt snertir er það aö segja, að allt nýtt kjöt verður almenningur að kaupa- eftir hendinni, smábita í senn með mestu álagningu, sem lögleyfð er. Fólk getur alls ekki geymt nýtt kjöt óskemmt, og þv’í er loku fyrir það skotið, að það geti birgt sig upp að haustinu með kjöt, sem það getur sjálft valið eftir gæðum, og þó vei’ður ó- dýraiú en misjafnt kjöt í smá- kaupum. Á þessu ófremdai’ástandi verður ekki ráðin bót á annan hátt en þann, að Reykjavíkur- bær láti reisa almennings- stöðvar á hentugum stöðum í bænum, og leigi við sanngjörnu verði geymsluhólf, sem fólk hafi sjálft lykla og aðgang að og geti bætt í og sótt í, þegar því líkar. Þessar stöðvar yrðu að vera tvenns konar: Annars vegar frystihús, þar sem fólk gæti geymt kjöt og grænmeti, er fryst væri samkvæmt nýjustu aðferðum, er þykja gefast mjög vel — hins vegar geymslustöð fyrir kartöflur og allan garð- mat, sem ekki þolir frystingu eða geymist betur á annan hátt, búin þeim loftræstingartækjum og hitastillum, sem nauðsyn ber til. * Úr þessum geymsluhólfum gætu rnenn svo flutt heim til sín, eftir því sem þeim værí hentugt. Þegar ísskápar verða komnir á flest heimili, sem einnig ber að stefna að með greiðum innflutningi, gætu þeir svo tekið við heima fyrir til stuttrar geymslu frá degi til dags. Það er áreiðanlegt, að þetta fyrirkomulag myndi ekki aðeins verða til aukinna þæginda. Það myndi einnig stuðla að auk- inni ræktun, þar sem geymslu- erfiðleikunum væri rutt úr vegi, einkum margs konar græn- metis, sem nú er mjög lítið um, og þannig bæta til muna matar- æði fólks og stuðla að batnandi heilsufari í bænum. Með þeim aðferðum og tækjum, sem nú er farið að nota víða erlendis við geymslu garðávaxta og græn- metis, ætti að vera hægt að koma algerlega í veg fyrir skemmdir, sem nú skei'ða upp- skeruna oft stórlega fyrir mönn- um. Þetta er því fyrir margra hluta sakir mál, sem vert er og skylt að taka til skjótrar athugunar og hrinda fram svo fljótt sem unnt er. III. Almennings-frystihús og geymslustöðvar af þessu tagi eru víða í borgum erlendis. Þar hef- ir þetta skipulag hvarvetna þótt hagkvæmt og fleiri og fleiri taka það upp. Það er ekki heldur með öllu óreynt hér á landi. Það mun hafa verið í fyrra, sem Kaup- félag Eyfirðinga kom upp frysti- húsi á Akureyri með um 700 frystihólfum, sem síðan eru leigð almenningi með hag- kvæmum kjörum. Hefir hver og einn aðgang að sinu frystihólfi og getur notað það eins og hon- um sýnist. Hér í Reykjavík er þó slíkrar framkvæmdar enn brýnni þörf, eins og gefur að skilja í svo stórum bæ sem höfuðstaðurinn er. Ef Reykjavíkurbær ætlar að ganga til verks af ekki minni myndarskap en Kaupfélag Ey- fii’ðinga geröi hjá sér, er hér ærið verkefni fyrir hendi. Áf engismálaf undur í Borgarnesi Sunnudaginn 3. þ. m. var haldinn almennur fundur i Borgarnesi til þess að ræða á- fengismálin. Hafði ýmsum fé- lögum í nærliggjandi sveitum verið boðin þátttaka í fundin- um. Undirbúning og fram- kvæmdir annaöist stúkan Borg, en æðstitemplar hennar er nú Halldór Hallgrímsson klæðskeri. Frá umdæmisstúku Suður- lands mættu á fundinum Viggó Natanaelsson kennari, sem sýndi kvikmyndina: „íslending- ar á sléttunum í Kanada“, og Pétur Sigurðsson, .sem flutti framsöguerindið. Umræður urðu miklar á fundinum, tóku marg- ir til máls og voru ræður allar jákvæðar. Fundurinn var fjöl- sóttur og stóð 3—4 klukkustund- ir. Eftirfarandi tiliögur voru samþykktar einróma: „Almennur fundur haldinn í Borgai'nesi sunnudaginn 3. fe- brúar 1945, til þess að ræða á- fengismálin, lítur svo á, að á- fengisneyzla landsmanna sé orð- in slíkt þjóðarböl, aö ekki verði við unað. Fundurinn skorar því á ríkisstjórnina að láta lögin um héraðabönn koma til fram- kvæmda nú þegar.“ v „Þá skorar fundurinn á öll þau félög í landinu, sem sér- staklega vinna að eflingu menn- ingar og góðra siða, og aðra fræðslukrafta og uppalara þjóð- arinnar, að fylkja sér sem fast- ast um bindindismálið og stefna markvíst að lokasigri.“ Á fundinum mættu hátt á annað hundrað manns. Fund- arstjóri var Gísli Magnússon, Borgarnesi, og fundarritari Sól- mundur Sigurðsson, Borgar- nesi. Raddir nágrarman.n.a í forustugrein Alþýðublaðsins 12. þ. m. er rætt um kosningarnar í Rúss- landi, er fóru fram síðastl. sunnudag. Þar segir m. a.: „Um þessar mundir á heimurinn nú kost á því að sjá nokkru nánar, hvers konar lýðræði þetta er, sem syo mjög er rómað af kommúnist- um. Það hafa nefnilega farið fram kosningar austur á Rússlandi til hins svokallaða æðsta ráðs, og svara þær að forminu til til al- mennra þingkosninga í löndum Vestur- og Norður-Evrópu. Ekki vantar, að hafður hafi ver- ið uppi kosningaáróður í sambandi við þessa athöfn austur í hinu víð- lenda stórveldi; en verið hefir hann með nokkuð einkennilegum hætti; því að ekki hefir verið leyft að hafa nema einn lista í kjöri á hverjum stað, lista kommúnistaflokksins, þ. e. stjórnarflokksins, enda allir aðrir flokkar bannaðir í landinu, að viðlögðu ævilöngu fangelsi, Síberíu- vist eða bráðum dauða. Eiga kjós- endurnir í þessu „austræna lýðræði" því ekki um annað að velja en að sitja á heima á kjördegi eða íara á kjörstað til að segja annað hvort já eða nei við hinum eina lista, sem upp á er boðið; og með því, að fæstum þykir tryggilegt íyrir sig eða sína, að sitja heima og aug- lýsa þar meö andúð sína á slíku stjórnarfari og á þeim flokki, sem með völdin fer, telja flestir þann kost vænstan að fara á kjörstað; og með því, að þeir treysta því einnig varlega, að kosningarnar séu raunverulega leynilegar, þar sem einn flokkur er öllu ráðandi og leynilögregla stjórnarinnar með nefið niðri í öllu, fer flestum svo, að þeir telja ráðlegast að segja já við hinum eina leyfða lista, hversu mikla löngun, sem þeir hafa til að nei við honum eða sitja heima til að sýna andúð sína á slíkum sknpaleik!‘,‘ Kosningaúrslitin í Rússlandi urðu líka í samræmi við þessa lýsingu. 99.5% greiddu atkvæði og allir sögðu já! * í grein Ólafs B. Björnssonar um sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sem birtist í Mbl. 12. þ. m., segir svo: „Hraöfrystihúsaeigendur telja það mikið heillaspor, er þeir stigu við stofnun sölumiðstöðvarinnar. í þessari stofnun eru allir jafnir. Þannig hefir stærsta frystihúsið sem hið minnsta jafnmikinn at- kvæöisrétt. Aðeins eitt atkvæöi hvert, án tillits til framleiðslugetu. Þetta hefir gefizt vel, og hingað til algerlega án áreksturs." Það er ósennillegt, að sölumiðstöð- inni hefði vegnað jafn vel, ef henni hefði verið valið hlutafélagsformið í stað hins jafna atkvæðisréttar. Þá láta „hinir stóru“ jafnan kenna á valdi sínu. Er vissulega kominn timi til að athuga, hvort ekki sé rétt að afnema hið þroskalausa og ólýðræðislega hlutafélagsform með öllu og byggja eingöngu á þeim grundvelli samvinn- unnar, að atkvæðisrétturinn sé jafn og bundinn við menn, en ekki peninga. Þjóðviljinn ræöir 14. þ. m. um vænt- anlegar þingkosningar og segir svo: „Bæjarstjórnarkosningarnar voru þýðingarmiklar, en í vor fara fram þýðingarmeiri kosningar, það eru Alþingiskosningarnar. Með þeim kosningum verður ákveðið, hvort löggjafarvaldinu verður beitt til þess að hindra hvers konar brask og okur á næstu 4 árum, eðaTivort haldið verður áfram sem nú horf- ið, að bröskurunum verði gefinn laus taumur. Eins og Alþingi er nú skipað, verður haldið áfram á þeirri braut, sem gengin er, og íhaldið mun berjast hart fyrir hagsmun- um braskaranna, og það mun skýra þá baráttu fögrum nöfnum og bar- áttuna gegn þeim mun það skýra ljótum nöfnum. En allt veltur á að allur almenningur skilji hvað um er barizt og gera sér ijóst að aðeins stóraukin áhrif sósíalista á þingi geta létt skatti okraranna af þjóð- inni.“ En eru þaö ekki einmitt sósíalist- arnir svokölluðu (þ. e. flokksbræður Þjóðviljans), sem halda nú verndar- hendi yfir heildsölunum og reyna að fela þá starfsemi sína undir nafninu nýsköpun, jafnhliða og þeir kalla bar- áttuna gegn heildsölunum og fjár- málaspillingunni afturhald og hrUn- stefnu? „Allt veltur því á, að almenn- ingum skilji“ þetta og láti því hvorki glepjast af íhaldinu eða sósíalistunum, hversu lævíslegum áróðri og aðferðum. sem þeir beita. / Fréttir frá í. S. í. Eiiis og getið hefii' verið um í fréttum Í.S.Í. hefir íslending- um verið boðið að senda fim- leikaflokk kvenna til Gauta- borgar í byrjun aprílmánaðar næstk., þar sem hinar Noi’ður- landaþjóðirnar mætast. Hafði Í.S.Í. ákveðið að sam- keppni skyldi háð, ef fleiri en einn flokkur óskaði eftir að fara. Tveir flokkar gáfu sig fram til fararinnar. Í.S.Í. ákvað því að fara skyldi fram samkeppni í byrjun febrúar, en þar sem ann- ar flokkurinn dró sig til baka, hefir Í.S.Í.' ákveðið að kvenn- flokkur Glímufél. Ármanns verði valihn til fararinnar. Hingað , til lands er væntan- legur, að sumri komandi, fim- leikafl. karla og kvenna frá- Danmörku, sem verða undir stjórn Erik Flensted Jensen. Jensen hyggst að fara með þessa flokka í heimsferðalag, og verð- ur einn viðkomustaðurinn hér, og er verið að undirbúa mót- töku flokksins hér. Nýir ævifélagar hafa gerzt: Friðrik Hjartar skólastjóri á Akranesi, Jón Tómasson skip- stjóri, Reykjavík, og Arent Claessen aðalræðismaður, Rvk. Ævifélagar Í.S.Í. eru nú 305. Haltdór Kristjánsson: Sól tér sortna (NIÐURLAG) Enga hnergö hefi ég til þess, að fara að verja málstað þeirra er nefndu sig lögskilnaðarmenn, og munu þeir flestir sjá það nú, að svo fór bezt sem fór. En ekki munu þeim hafa gengið verri hvatir til sinnar afstöðu en okk- ur hinum. Og ef fleskið, sem skáldið talar um, á eitthvað að benda til danskra áhrifa og við- horfa og dansks þjónustuvilja, þá mætti segja, að þessi bók Jó- hannesar væri ort í rússnesku vodkaölæði og er sú gýgur illa sett, sem sagt hefir: Annað hvort dey ég ellegar heimta íslenzJca menn. Hún lifir ekki lengi við slíkan aðbúnað. Öreigaminning er athyglisvert kvæði. Þar er minnst þeirra liðnu daga, er duftsins smáðu synir ristu djúpsins myrkur sem rauðir vígabrandar á réttlínunni sinni og augu þeirra brunnu af ofstækinu mikla að endurleysa heiminn, — og aldrei spurt um borgun. En þessi barnaskapur þekkist ekki lengur. Nú er makkað viö Ölaf Thors og fleiri. Skal burgeisinn þá ryðjá oss braut að fullum völdum á bræðralagsins grunni? — Nei, mætti ég þá biöja um minna af veizluhöldum, en meira af byltingunni. Þannig fór þá hinum .einlæga og hjartahreina trúmanni. Jóhannes úr Kötlum skrifaði einu sinni sinni stóra skáldsögu. Hún er lítið lesin og mun svo jafnan verða. En hún á þó fram- tíð, því að hún er skýring á and- legri sögu höfundarins. Hann var þar að hefnast á skoðunum æskuára sinna. Því lét hann söguhetjuna undrast það, að all- ir þeir, sem lifa,ð höfðu og mót- azt í blessaðri sveitinni skyldu ekki vera fullkomnir og galla- lausir englar. Þannig reyndi skáldið að skopast að sjálfu sér. Uppeldisskilyrðin og menn- ingaráhrifin geta verið mikil og góð, þó að þau skili mönnum ekki gallalausum frá sér. Ein- hverntíma mun verða skopast að kommúnismanum rússneska á sama hátt og skáldið skopaðist þarna á sveitarómantíkinni. Hitt kemur síðar í ljós, hvort Jó- hannes úr Kötlum flytur það skop sjálfur eða hvort það verða börn hans. Þessi bók Jóhannesar, Sól tér sortna, ber einkenni mótaðs góðskálds, þó að þar séu nokkr- ar rímleysur, og skyldi -Jóhann- es ekki halda, að hann verði and- ríkari, þótt hann yrki með leir- burðarformi. Þó er bókin ef til vill merkilegust vegna þess, að hún mun jafnan gefa innsýn í sálarlíf þeirra manna á Íslandi, sem á þessum tímum kasta frá sér sjálfstæði sínu og lúta í auð- mjúkri þjónustu og tilbeiðslu rússnesku stefnunni. Bók- menntafræðingar og sögumenn munu jafnan hafa glögg dæmi að sækja til þessarar bókar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.