Tíminn - 15.02.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.02.1946, Blaðsíða 3
26. blað TÍMITW. föstadagimi 15. febr. 1946 3 Úr bókaheiminum: Saga heimsstyrjaldarinnar Heimsstyr j öldin 1939—1945 heitir bók, er út kom nú í vik- unni. Er það fyrri hluti styrj - aldarsögu þeirrar, sem Menn- ingarsjóður gefur út, skráð af Ólafi Hanssyni menntaskóla- kennari. Þessi styrjaldarsaga er fyrsta yfirlitsritið, sem út kemur á ís- lenzku um hinn mikla hildar- leik, er mestu þjóðir heimsins háðu í nær sex ár. Venjulega er talið — og oft með réttu, að ríkisstofnanir séu heldur sein- ar í svifum og standi einstak- lingsframtakinu ekki snúning, að því leyti. Hér hefir þó farið svo, að ríkisútgáfan hefir orðið fyrst til að gefa út sögu styrj- aldarinnar. Þetta fyrra bindi sögunnar hefst á að lýsa aðdraganda styrjaldarinnar, orsök hennar og upphafi, eftir að Rússar og Þjóðverjar höfðu gert með sér griðasáttmála ög heitið því, hvorir um sig, aö taka ekki þátt í neinum bandalögum eða sam- tökum, er stefnt yrði gegn hinu ríkinu, og Ribbentrop flogið til Moskvu og staðfest hann með undirskrift í viðurvist Stalíns, meðan franskir og enskir stjórn- málaerindrekar voru enn þar í borginni að leita eftir samkomu- iagi við Rússa um samtök tii þess að halda nazistum í skefj- um og forða ófriði ef unnt væri. Miðkafli bókarinnar er um fyrsta misseri styrjaldarinnar, er Bandamenn fara hvarvetna halloka fyrir hinum miklu og vígreifu herjum Þjóðverja, sem hernámuyhvert landið af öðru, unz Bretar standa einir uppi og virðast lítt mega sin sökum látlausra loftárása óvinanna á helztu borgir þeirra og iðjuver. En straumur tímans hverfist og fleiri þjóðir dragast inn í stríðið — Rússar, þrátt fyrir griðasáttmála sinn, Japanir og Bandaríkjamenn. Enn hrósa Ólafur Hansson, menntaskúlakennari öxulríkin sigri víða- um lönd, en samt sem áður fara nú að sjást þess merki, hvernig leik- urinn er að snúast. Gagnsókn er hafin í Afríku, innrás gerð í nýlendur Frakka á norður- strönd álfunnar og lofthernað- urinn hertur um allan helming. Sjóhernaðurinn er einnig rek- inn af kappi, og vel þjálfaðar úrvalssveitir gera strandhögg hér og þar á hernámssvæðum Þjóðverja. í lokakaflanum er svo lýst mótspyrnu hernumdu þjóðanna og frelsisbaráttu á þessum skuggalegu árum, einkum Norð- manna, Dana, Hollendinga, Belga, Frakka, Tékka, Pólverja, Júgóslava, Grikkja og Filipps- eyinga. Frásögn Ólafs Hanssonar er glögg og skilmerkileg, og verður <Framhald á 4. siðu). LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinn Þegar hann Kristófer kom svo loks skálmandi í áttina að sam- sölunni, hlupu þeir undir eins á móti honum. Þeir vildu, að hann kæmi með þeim suður á Lágnesið. Þar gætu þeir lagzt bak við heyhesjurnar og skrafað saman meðan þeir sötruðu úr þessum fjórum ákavítisflöskum, sem þeir höfðu meðferðis. Kristófer sá undir eins, að þeim bjó eitthvað sérstakt I brjósti, og það hlaut að vera eitthvað meira en smálítið, fyrst að þeir ætluðu með hann alla leið suður á Lágnes og bak við einhverja hesju þar. Hann gat ómögulega getið sér til um það, hvað undir sló. Hann féllst þess vegna á uppástunguna. Þeir voru búnir að koma sér vel fyrir bak við hesjuna og langt komnir úr þremur flöskum, áður en Lúlli kvað upp úr með það, sem lá þeim á hjarta. — Ja, þú skilur það Kristófer — það veltur allt á þér. Þú veizt, að við höfum hálfvegis verið að hugsa um það, að annar hvor okkar gengi að eiga hana Mörtu, svo að Við gætum eignazt nota- legt heimili. Við hljótum að geta séð henni og telpunum sóma- samlega farborða, þegar við leggjumst báðir á eitt, ég og hann Nikki. Það varð grafarþögn, og Kristófer góndi upp í himininn. Þegar sýnileg var að Kristófer ætlaði ekki neitt að segja, tók Nikki til máls: Mér finnst, að þú getir hjálpað okkur i þessum vanda, Kristófer, því að það var þú og enginn annar, sem leiddir okkur út í þetta — þú sýndir okkur fram á, að við værum huggarar ekkjunnar og forsjá munaðarleysingjanna. Maður hefði getað trúað, að það væri ekki um annað fjallað í biblíunni þinni, sem þú varst með þarna á Lófótvertíðinni. Og það er líklega víðar en við Lófót, sem manni ber að uppfylla guðs heilögu boðorð — þú vilt líklega ekki, að við förum að reka ekkjuna og börnin á vergang? Slikt afstyrmi ertu líklega ekki orðinn? Hann Kristófer heyrði ekki, hvað hann sagði fleira, því að hann spratt á fætur og skálmaði þegjandi burt. íshafsfararnir litu forviða hvor á annan. Um leið og augu þeirra mættust sögðu þeir: — Eitthvað býr undir þessu — ojá. Upp við Kálfhæðma stendur lítið, nýlegt hús. Fólkið, sem átti það, fór vestur um haf, og vegna þess, að verðið á húsinu var óvenjulega lágt, hafði hann Kristófer glæpzt til að kaupa það. Húsið stendur að vísu bak við öll hin húsin, og sólar nýtur þar heldur illa, enda eru gluggarnir ekki hlemmistórir. En í þessu húsi búa tvær bamingjusamar fjölskyldur — eða nánast hálf önnur. Á efri hæðinni býr hún Marta — ekkjan frá Ljósuvík í Lófót. Og hún er ekki lengur ekkja, því að hún er gift Karli Lúlla sjómanni og íshafsfara. Það réðist þannig. Hann Nikki varð að leggja alla bónorðsþanka á hilluna — eink- um þó sökum þess, að á hægra handarbakið var flúrað stórt, rautt Mlnnlngarorð: i Björnsson foóiicli frá Brekkialæk í desembermánuði í vetur andaðist í sjúkrahúsinu á Hvammstanga Sigvaldi Björns- son bóndi frá Brekkulæk í Mið- firði, eftir langa legu. Hann var fæddur að Útibleiksstöðum við Miðfjörð 16. nóv. 1873, og voru foreldrar hans Ingibjörg Ara- dóttir og Björn Sigvaldason, merk hjón og vel metin. Ingi- björg andaðist þegar Sigvaldi var í æsku, en Björn lifði til hárrar elli. Hann var afburða- maður að áhuga og dugnaði, og hélt heilsu og fjöri fram til síð- ustu æviára. ' Á unga aldri lærði Sigvaldi húsasmíði og stundaði þá at- vinnu um nokkur ár í átthögum sínum. En hugur hans hneigðist meir að búskap, og á því sviði varð hans aöalstarf. Um alda- mótin kvæntist hann Hólmfríði Þorvaldsdóttur prests á Melstað og hófu þau búskap þar í sam- býli við séra Þorvald. En árið 1907 fluttust þau Sigvaldi og Hólmfríður að Brekkulæk, keyptu þá jörð og bjuggu þar síðan þar til nú fyrir 2—3 ár- um, er tveir synir þeirra tóku við búrekstri á jörðinni. Sigvaldi á Brekkulæk var ör- geðja en hreinlyndur dreng- skaparmaður, vinsæll og vel metinn af öllum, sem kynntust honum. Hann gekk með lifandi áhuga að öllum störfum, en gaf sér þó jafnframt tíma til að njóta hollra skemmtana, bæði á samkomum í sveitinni og í j heimahúsum, þegar gestir komu, sem oft bar við. Heimili þeirra Brekkulækjarhjóna hefir lengi i verið orðlagt og mörgum að góðu kunnugt fyrir frábæra greiða- ísemi og gestrisni, sem allir, er ! þangað komu, áttu ávallt að ; mæta. Vegur liggur með garði á Brekkulæk, og oft veitti Sig- valdi bóndi þeim fyrirsát, er um veginn fóru, og fékk þá heim með sér til að ræða við þá og veita þeim góðgerðir. Var aldrei svo annríkt á Brekkulæk, að þau Sigvaldi Björnsson Sigvaldi og Hólmfríður kona hans hefðu eigi nægán tíma til að sinna gestum, er þar bar að garði. Búskapinn ráku þau hjón með fyrirhyggju, dugnaði og myndarskap. Húsfreyjan gegndi stöðu sinni með prýði, eigi síður en húsbóndinn, enda var efna- leg afkoma þeirra góð, þrátt fyrir allmikla ómegð. Jörð sína bættu þau verulega, með slétt- un túnsins, aukinni ræktun og húsabyggingum. Er þar nú snot- urt og vandað ibúðarhús og pen- ingshús í góðu lagi. Þau Sigvaldi og Hólmfriður urðu fyrir því mótlæti að missa son sinn, Þorvald, rúmlega tví- tugan að aldri, mjög vel gefinn og góðan dreng. Var hans sárt saknað af öllum, er hann þekktu. En sex börn þeirra hjóna eru á lífi, þrír synir og þrjár dætur. Synir þeirra eru Björn, bóndi í Bjarghúsum í Vesturhópi, Jóhann og Böðvar, (Framhald á 4. síðu). H.f. Eimskipafélag íslands Tilkynning Frá næstu mánaöamótum hættir flutningamálaráðuneytið (Ministry of War Transport) að annast siglingar milli Bretlands og íslands Vér munum því hefja reglubundnar siglingar frá HULL OG LEITH til Éslands með eigin skipum og leiguskipum, og mun E.s. „LECH” byrja að ferma í Hull síðari hluta þessa mánaðar Þaðan fer skipið til Leith og tekur þar farm til íslands Umboðsmenn vorir eru eins og áður: MeGREGOR, GOW & IIOLUWD, Ltd Ocean Hou.se, Alfred Gelder Street, BULL Sínmefni: Eimskip, fitill. •9 R. CAIRNS & Co., 8, Commercial Street, L E I T H Símnefni: Eimskip, Leith.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.