Tíminn - 17.02.1946, Qupperneq 3

Tíminn - 17.02.1946, Qupperneq 3
27. blað smmudaalmi 17. febr. 1946 NORÐLENZKUR BÓNDX hefir kom- ið að máli við mig og lýst fyrir mér, hversu nú horfir um loðdýraræktina í Iandinu. Þessi bóndi hefir á mörgum árum komið sér upp verðmætum loðdýrastofni með ærnum kostnaði — einskis látið ófreistað til þess að eignast sem kynbezt dýr og búa sem bezt að þeim á allan hátt. Nú i haust var þó svo komið, að þessi bóndi sá sér þann kost vænstan að lóga nær öllum loðdýrunum — éftir allt, sem hann hafði lagt í sölurnar fyrir þenn- an þátt búreksturs síns og tengt við svo bjartar vonir um skeið. ÞETTA VAR ÖMURLEG NIÐUR- STAÐA. En ástæðan til þess, að bónd- inn sá sér þennan kost vænstan, var sú, að verðið, sem fæst fyrir loðskinn á erlendum markaði, er svo lágt, að það ’hrekkur aðeins fyrir litlUm hluta eldiskostnaðarins. íslendingar sitja sem sagt uppi með öll sín loðskinn og koma þeim ekki út. Norðmenn og Kanadamenn hafa aftur á móti getað selt loðskinn sín fyrir verð, sem þeim finnst viðunandi. Hér er þó ekki því' til að dreifa, að íslendingar hafi verri vöru að bjóða. íslenzku loðskinnin hafa meira að segja unnið sér það álit, að þau séu mjög góð vara. Hitt ríður baggamuninn, að keppinautar okkar á þessu sviði geta látið sér lynda miklu lægra verð og þó rekið atvinnu sína með sæmilegum hagnaði, sökum þess að þeir eiga við allt annað verð- lag og allt annan framleiðslukostnað að búa. Hér er með öðrum orðum enn eítt dæmið um það, hvernig verð- bólgustefna ríkisstjórnarinnar er að grafa grunninn undan heilbrigðum at- vinnurekstri í landinu og getu þjóðar- innar til þess að keppa um markaðina við aðrar þjóðir, sem farið hafa aðrar og skynsamlegri leiðir í fjármálum sínum. SAGA NORÐLENZKA BÓNDANS er því ekki hrakfarasaga hans eins, lieldur heillar atvinnugreinar. Og hún er einnig forboði þess, sem senn dyn- ur yfír allt atvinnulíf landsmanna. Loðdýraræktin virtist orðin álitleg- asta atvinnugrein í höndum þeirra, sem vönduðu bæði val og alla meðferð dýra sinna. Framfarlrnar voru greini- legar. Hér var í uppsiglingunni nýr at- vinnuvegur. sem var mjög líklegur til þess að bæta að verulegu leyti úr gjaldeyrisþörf landsmanna, þegar fram í sækti og meiri festa komin á hann. En svo er honum greitt þetta rothögg. Blindir eru þeir menn, sem stuðla að slíkri öfugþróun í þjóðfélaginu. BLÖÐ HINNA SVOKÖLLUÐU VERKL-?Í5SFLOKKA í landinu hafa þessa dagana lærdómsríka sögu að segja. Að visu segja Þjóðviljinn og Al- þýðublaðið hana sitt með hverjum hætti, en það skiptir engu máli í þessu þessu sambandi. Svo er við vaxið, að í verkakvennafélaginu Framsókn, sem á að baki langan starfsferil hér í bæn- um, eru Alþýðuflokksmenn allsráðandi. Kommúnistum hefir þótt það súrt í broti, og hafa þeir gert tilraunir til þess að sameina þetta félag öðru félagi, sem þeir ráða sjálfir. Tilgangurinn er sýnilega sá einn að leggja í rústir fé- lag, sem þeir telja vígi Alþýðuflokks- ins. Þegar þetta mistekst, víkja þeir fé- laginu umsvifalaust úr Alþýðusam bandinu. Nú kemur fulltrúaráð verk- lýðsfélaganna í bænum saman til fundar, og verður þar hið mesta hark út af þessum aðförum. Meiri hlutinn reynir að beita minnihlutann ofbeldi við fundarstjórn, og um skeið liggur við sjálft, að þingheimur berjist út af bessum hatursmálum. Lýsingar aðila á framferði hvors um sig eru hinar sóðalegustu. ÞESSI ATBURÐUR er þó ekki eftirtektarverðastur fyrir það, hvern- ig hinir svokölluðu verklýðsforingjar úr flokki kommúnista beita valdi sínu án tillits til laga og réttar. Hitt hefir meira og varanlegra gildi, hve skýru ljósi hann varpar yfir það, að hags munir verkafólksins eru þessum mönnum ekki fyrir mestu. Ef svo væri, myndu þeir láta persónulegan metnað, löngun til yfirráða og hé- gómlega togstreitu víkja fyrir nauð syn féfksins. Þá myndu þeir efla sam hug og lægja illúð innan vébanda verkíýðssamtakanna, því að það væri þeim fyrir beztu. En verkin sýna hér merkúr — og því munu þessir menn vegnir og léttvægir fundnir, þegar fólkinu hefir veitzt ráðrúm til þess að hugsa um framferði þirra og virða „baráttu" þeirra fyrir sér í ljósi veru- leikans. Grímur í Görðunum. fyrst. Hollendingar urðu mjög fyrir barðinu á sfyrjöldinni, en þeir standa vel saman og leggj- ast allir á eitt um að ná sem fyrst sinni fyrri aðstöðu, hvað heimsviðskiptin snertir. En fyrir skemmtiferðalög munu Niður- lönd ekki verða eftirsótt sum- arið 1946. England mun ekki verða í mjög slæmu ásigkomulagi í sumar. Samt sem áður mun það verða ólíkt þvi Englandi, sem þekktist fyrir styrjöldina. Þar ber enn á marga skugga. Ástandið í Frakklandi er mjög slæmt vegna óteljandi stjórn- málalegra og annarra inn- lendra vandamála. Þjóðin stend- ur andspænis harðvítugri kosn- ingabaráttu, ef ekki algerri byltingu, að gömlum og góðum sið. Veturinn mun vissulega verða mjög erfiður. Ég get ekki gert mér í hugarlund, að París- arborg verði að neinu leyti fær um að taka á móti erlendum ferðamönnum á komandi sumri. Hvað snertir Frakkland utan Parísar sjálfrar, er viðhorfið í þessum efnum dálítið breytilegt, eftir því um hvaða staði er að ræða, en fullvíst er, að allt járnbrautarkerfi landsins er í mjög slæmu lagi og verður það um ófyrirsjáanlegan tíma. Sam- göngur með bifreiðum eru eng- ar enn sem komið er, og breyting i þeim efnum er ekki fyrirsjá- anleg um langt skeið. Ítalía er engin páradís. Ítalía hefir verið mjög illa leikin árum saman. Ef til vill nær landið sér svo á næsta ári, að það verður ekki langt frá að vera eins og það var fyrir styrj- öldina, en þrátt fyrir það verð ur Ítalía engin paradís. Fram- tíð ítölsku þjóðarinnar er mjög óviss í alla staði. Landið verð- ur áreiðanlega ekki aðlaðandi fyrir ferðamenn í náinni fram tíð. Að sjálfsögðu er Þýzkaland úr leik í þessum efnum. Þar er engin borg lengur við líði. Sú staðreynd, að það muni taka um 20 ár að endurbyggja íbúðar- hverfin í Berlín, svo framarlega þó, að byggingarefni og verka- menn fáist og öllum opinberum byggingum og iðnaðarhverfum sé sleppt, gefur aðeins óljósa hugmynd um hörmungará- standið þar í landi. Það, sem erlenda ferðamenn mun helzt fýsa að sjá í Þýzkalandi, eru rústirnar, en af þeim er nóg alla leið frá Kiel suður til Mún -chen. Þar er ekkert eftir af því sem erlendir ferðamenn sótt ust eftir að kynnast fyrir styrj öldina. Engin gistihús eru í landinu, engin samgöngutæki, og |)egar þetta er ritað, er þar ekki einu sinni um að ræða neina tegund af póstþjónustu. Sviss er eins og áður. Sviss er að öllu leyti hið sama og fyrir styrjöldina, en spurn ingin er bara, hvort nokkur leið er t. d. fyrir Ameríkumenn að komast þangað. Vegna þess að landið slapp algerlega við eyði leggingu af völdum styrjaldar innar og hefir samgöngukerfi sem fær afl sitt frá rafmagni e.n ekki kolum, er auðvelt að I ferðast um landið. Auk þess (Framhaldvl 4. síðu). ARS HANSEN Fast jbeir sóttu sjóinn I lsien.din.garl hjarta, og mitt í þessu rauða hjarta, sem þakti alveg handar- bakið, stóð stórum, svörtum bókstöfum: MÍN ELSKAÐA KLARA Þetta merki á handarbakið hafði hann fengið í Hamborg. Þeir I Lúlli gengu á land eitt kvöld með fjögur hundruð þýzk mörk í vösunum. Þeir vöknuðu á skipsfjöl morguninn eftir, en þá brá svo kynlega við, að hvorugur þeirra gat hrært hægri handlegginn. Þeir voru stokkbólgnir upp í handhol. Þeir mundu lítið af því, sem gerzt hafði, og gátu ómögulega komið því fyrir sig, hvernig ietta atvikaðist. En Lúlli hafði verið svo heppinn að fá bara skip | með fullum seglum á handarbakið á sér. Daginn eftir brúðkaupið sátu þeir Nikki og Lúlli tveir einir I inni í stofu. Marta var frammi í eldhúsinu að matselda. Þá sagði | Nikki við félaga sinn: — Ég vil biðja þig að minnast eins, Lúllí — og því máttu ekki | heldur gleyma. Telpurnar sátu sín á hvoru hné hans. — Hvað er það, sem ég má ekki gleyma? — Þú verður að muna það, að framvegis ert það þú, sem ert I huggari ekkjunnar. Það er þitt hlutverk, skilst mér. En ég verð forsjá munaðarleysingjanna. Þetta skulu verða mín börn, og ef I 3ú vilt eiga einhver börn, verður þú að sjá fyrir því sjálfur — og j iað hjálparlaust af minni hendi. Jens Hartvik Lorentsen bjó i nágrenninu með konu sinni og | barni, sem látið hafði verið heita í höfuðið á honum Kristófer Kalvaag. Þau réðu sér ekki fyrir gleði yfir allri sinni heppni. Þór var aftur á móti farinn heim til sín með diíruna sina. Hann gat óskelfdur mætt öllum þeim yfirvöldum, sem þeir feðgarnir í Kverkinni gátu átt von á að sjá framan í. Enn var eitt heimili, þar sem hamingjan réði ríkjum óskorað j lof sé farsællegri heimkomu „Noregs.“ Það var heimili Skols. Kristófer var búinn að afhenda hlut Skols, kr. 1.407.87. Auk þess hafði svo Klaus Andersen greitt konu hans átta hundruð krónur | fyrir yrðlingana fjóra, sem þeg?,r voru komnir á leið til Hamborg- ar. Þegar kona Skols stakk upp á því að skipta þessum átta hundruð j krónum jafnt á milli allra, sem á skútunni voru, sagði hann Kristófer: — Það veltur nú á völu, hvenær hann Skolur kemur heim, og | iess vegna er bezt, að þú eigir þessa peninga óskerta. Kristófer hallaði sér makindalega aftur á bak í legubekknum j og reykti. Ofan á honum lá jólagjöfin frá konunni og krökkunum I — hafði bara kostað átta krónur og fimmtíu aura. Þá var barið | að dyrum og inn kom Hans D. Holst. — Ég kem hingað til yðar, Kristófer, til þess að segja yður frá því, að mig vantar mann á íshafsskútuna mína — „Rostung- inn.“ Ég hefi hugsað mér að bjóða yður hana með svo sæmilegum kjörum, að þér sjáið yður fært að ganga að þeim. Viljið þér kauþá | „Rostunginn?" Kristófer spratt á fætur og baðaði út báðum höndum. Og sem igandi og skipstjóri „Rostungsins" var hann síðan tekinn með fullri sæmd í hóp hinna full-viðurkenndu íshafsskipstjóra. ' ENDIR. Jafnrétti stéttanna (Framhald af 2. síðuj fim'm manna ráð til eins árs i ienn til að verðleggja landbún- aðarafurðir. Af þessum tuttugu og fimm mönnum skulu þó að- 3ins fimm taka sæti í verðlags- ráðinu, hinir skulu ákveða! skiptingu verðlagssvæða, verð- jöfnunargjald og fleira. Mönn- um hefir dottið í hug, að stjórn- in með þessari skiptingu ráðsins myndi ætla sér að hafa hönd í bagga með þessu ráði, en þvi hefir hún þó mótmælt. Hvers vegna geta þá ekki þessir menn, sem stjórnin'skipar, gert bænda- stéttina að ríki i ríkinu, eins og talsmenn stjórnarflokkanna telja, að verðlagsnefnd stéttar- félags bænda myndi gera þá? Hefir stjórnin þetta liðléttari mönnum á að skipa? Ég skal ekki dæma um það.. Við skulum því gera ráð fyrir að stjórnin og stéttarfélagið hafi svipuðum mönnum á að skipa, og hver er þá munurinn? Hann ær sá, að pólitískur ráðherra skal á ári hverju velja 25 menn, sem honum sýnist, til\að verðleggja landbúnaðarvörur, og verður þvi skipun ráðsins á hverjum tíma þannig: Sé ráðherrann Sjálf- stæðismaður verða fulltrúarnir að mestu leyti Sjálfstæðismenn, sé hann Framsóknarmaður verða þeir að mestu leyti úr þeim flokki. Og sama máli gegndi með jafnaðarmenn og | kommúnista. En verði nú stjórn- arskipti oft á ári, hvernig fer þá? munu sumir spyrja. Verður þá ekki lögunum breytt, svo að hver landbúnaðarráðherra fái | að hafa þá ánægju að skipa þetta landbúnaðarverðlagsráð ] eftir sínum geðþótta? Er þetta ekki afbragðs form? Fæst ekki með þessu góð undirstaða að býggja á? En hvernig er svo upp- bygging stéttarfélagsins? Hún er þannig, að hver einasti | bóndi fær rétt til að velja fulltrúa fyrir sitt búnaðar- félag, fulltrúarnir innan hverrar sýslu tvo úr sinum hópi | til að sitja á fundum stéttar- félagsins og þeir fulltrúar, er þar mæta, veldu svo í verðlagsráðið. Þarna þarf ekki að kjósa eftir pólitískum línum, heldur eftir hæfni mannanna og dugnaði á j öðrum sviðum. Þetta er hin eina rétta leið. Ég heiti á ykkur, bændur, hvar í flokki sem þið standið stjórnmálalega, að styðja nú hið unga stéttarfélag okkar. Látum það ekki verða til að veikja félagið, þótt nokkur skoðanamunur hafi verið um, hvort það skyldi starfa sem sjálfstæð deild innan Búnaðar félags íslands eða utan þess. Um þetta grelða bændur at- kvæði í vor, og þeim úrskurði skulum við hlíta, og ég vona, aö Samvinnuhagkerfið býður yður margs konar möguleika til að veita nýju blóðí í æðar atvinnulífs- ins í landlnu. Það er mun heilbrigðara en gamla samkeppnislagið og miðar að bættri aðbúð almenn ings. Samband ísi samvinnuféÍaga Byggingarráðstefnan 1946 Ákveðið er að halda byggingaráðstefnu í Reykjavik fyrri hluta júnímánaðar n. k. Fluttir verða fyrirlestrar um ýms mál varðandi bygg- ingaiðnað og sýndar kvikmyndir. Efnt verður til sýningar á uppdráttum og líkönum af húsum, ýmiskonar byggingarefni, verksmiðjuiðnaði til bygginga, áhöldum og byggingaiðnaðarvélum. Húsbún- aði, eldhúsinnréttingum, eldhúsáhöldum, hreinlætis- tækjum o. s. frv. Húsameisturum, iðnaðar- og iðjurekendum og efnis- sölum, er hér með boðin þátttaka í sýningunni sam- kvæmt framangreindri upptalningu. Þeir, sem taka vilja þátt i sýningu þessari, eru vin- samlega beðnir að snúa sér til Gunnars Vagnssonar, Kirkjuh>oli, sími 5363, kl. 10—12 daglega, og ræða við hann um nánara fyrirkomulag, hvað óskað er að sýna, hversu mikið o. s. frv. FR4MKVÆMDARÁÐIÐ. Tikynning Frá og með 15. þessa mánaðar verða bifreiða- stöðvarnar í Reykjavík opnar|sem hér segir: Allar stöðvar opnar alla daga, nema laugardaga, frá kl. 8—24, laugardaga frájkl. 8—1. Ein stöð annast svo næturakstur eftir almenn- an lokunartíma til kl. 4. Reykjavík, 13. febrúar 1946. Itifrciðastöðvarnar í Reykjavlk. Sveinspróf verða haldin hér í Reykjavík fyrri hluta marzmán- aðar n. k. Umsóknir um próftöku skulu sendar for- manni prófnefndar í viðkomandi iðngrein, fyrir 1. marz n. k. v Lögreglustjóriim £ Reykjavík, 15. febrúar 1946. þeir menn, sem nú skipa bún- iðarráð (það er ríkisstjórnin skipaði), eigi líka eftir að beita kröftum sínum til að efla stétt- irfélag bænda. Hvað haldið þið, bændur góð- ir og aðrir, er þessar línur les- ið, að verkamennirnir í verka- iýðsfélögunum hefðu gert, ef þeim hefði verið boðið upp á >ama og bændum, — ef atvinnu- málaráðherra einhverrar ríkis- stjórnar tilkynnti þeim, að hann hefði ákveðið að skipa 25 manna ráð, sem ákvæði kaup verka- manna um land allt? Þetta væn gert til þess, að verkamenn- irnir með sín sterku félagssam- íök gætu ekki gert verkamanna- itéttina að ríki i ríkinu. Haldið bið, að verkamenn leggðu niður félög sín og gerðu sér boðskap ráðherrans að góðu, þó að þess- ir 25 menn í ráðinu væru verka- menn? Nei, og aftur nei slíkt. myndu verkamenn aldrei sætta sig við. Við bændur höfum ekki gert annað en að mótmæla því rang- læti, sem við höfum verið beitt- ir. Við höfum heitið á þhigmenn okkar að fella bráðabirgðalög stjórnarinnar um verðlagningu landbúnaðarafurða. En ekkert hefir dugað. Hvað verður gert iil hagsbóta fyrir islenzkan landbúnað eftir næstu kosning- ar, ef þeir menn, sem nú neit- uðu að viðurkenna stéttarfélag bænda réttan aðila um verð- lagningu vöru sinnar, verða þar í meirihluta? En við munum ábyggilega muna, hverjir greiddu atkvæði á móti okkur. Atkvæði okkar við næstu kosningar skulu aðeins falla á þá frambjóðendur, sem viðurkenna rétt okkar sem stéttar, til jafns við aðrar stéttir, hvar í flokki sem við erum nú.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.