Tíminn - 20.02.1946, Side 2

Tíminn - 20.02.1946, Side 2
2 TlMINN, miðvikudaglim 30. febr. 1946 39. blað ItHðv.dayur 20. febr. Dollaraeyðslan Vonir þjó'öarinnar um stór- felldar framfarir á næstu árum hafa ekki sízt veriö tengdar hinni miklu gjaldeyriseign, er safnazt hefir erlendis á stríðsár- unum. Gjaldeyrisskortur hefir oft og tíðum staðið framförum þjóðarinnar fyrir þrifum, en menn vonuðust til, að hér væri fenginn dx-júgur varasjóður, sem hægt væri að nota til kaupa á framleiðslutækjum og létta fyr- ir öðrum umbótum, þótt árlegur viðskiptajöfnuður yrði ekki öllu hagstæðari en hann hefir oft áður verið. Sérstaklega gerðu menn sér bjartar vonir um dollarainn- eignina í þessu sambandi, því að þar var um þann gjaldeyri að ræða, sem auðveldast var að fá fyrir ýms framleiðslutæki, bæði vestan hafs og víðar. Þessar vonir manna eru nú að miklu leyti hrundar til grunna. Óstjórn stjórnarsam- bræðslunnar í viðskiptamálun- um hefir orðið þess valdandi, að nær helmingur dollarainneign- arinnar hefir eyðst á síðastl. ári eða 130 milj. kr. af 293 milj. kr. Ber þess að gæta, að hér eru enn ekki öll kurl til grafar komin, þar sem allmörg dollaraleyfi, er veitt voru á síðastl. ári, munu ekki hafa vei’ið komin fram um áramótin. Af þessari mikiu dollaraeyðslu hefir aðeins lítill hluti farið til kaupa á vélum eða öðrum fram- leiðslutækjum. Áreiðanlega miklu stærri upphæð hefirverið eytt til kaupa fyrir ýmsan mið- ur þarfan varning, eins og búð- argluggarnir i Reykjavík bera ljóst merki um. Ferðakostnaður striðsgróðamannanna, ér farið hafa vístur um haf, kostnaður- inn við „útibú“ heildsalanna þar og önnur slík fjársóun mun líka vera ríflegur hluti af dollara- eyðslunni á síðastl. ári. Þessi óstjórn á gjaldeyrismál- unum á síðastliðnu ári hefir gert það að verkum, að nú mun ekki önnur dollarainnstæða eft- ir en sú, sem hefir verið færð á nýbyggingarsjóð og eingöngu hefir verið ætluð til kaupa á framleiðslutækjum. Sú upphæð var þó upphaflega of lág, enda lögðu Framsóknarmenn til, þeg- ar þessi lagaákvæði voru sett, að 460—480 milj. kr. væru færðar á nýbyggingarsjóð í stað 300 millj. kr., eins og stjórnarflokkarnir ákváðu. Ef þessi tiIJaga Fram- sóknarflokksins hefði verið sam- þykkt, hefði vitanlega hlutfalls- lega meira af dollarainneigninni verið lagt i nýbyggingarsjóð en gert var. Framsóknarmenn lögðu jafn- framt áherzlu á, þegar þessi lagaákvæði voru sett, að gæta yrði sparnaðar í sambandi við aðra gjaldeyriseyðslu þjóðarinn- ar, því að annars yrðu fyrirmæl- in um nýbyggingarsjóð orðin ein. Þessi aðvörun hefir vissu- lega ekki verið gerð að tilefnis- lausu, eins og reynslan sýnir nú bezt. Eftir rúmlega eins árs gjaldeyrisstjórn heildsala- þjónsins Péturs Magnússonar er nú svo komið, að annað hvort verður að fara að ganga á doll- arainneign nýbyggingarsjóðs til neyzluvörukaupa ellegar spara verður innkaup á ýmsum nauð- synjavörum meira en nokkuru sinríi fyrr. Þessi afleiðing af gjaldeyris- stjórninni á síðastl. ári sannar tvennt. Hún sannar í fyrsta lagi, Gunnar Grímsson, kaupfélagsstjóri: Leifar nazismans Héraðslæknirinn á Blönduósi skrifar í Morgunblaðið 16. jan- úar grein, er hann nefnir Skaga- strandarbréf. Fæstir, er til þekkja, munu telja greixxarstúf þennan svaraverðan, en með til- liti til þeirra, er eigi vita deili á málum þessum, þykir mér rétt að gera nokkrar athugasemdir við pistil þennan. Héraðslæknirinn byrjar á því að skýra frá för nýbyggingar- ráðs hingað til Skagastrandar á síðastliðnu vori og tómlæti og háði Framsóknarmanna snert- andi þá för, og í framhaldi af því lýsir hann þeim byggingar- framkvæmdum, sem unnið hefir verið að hér á Skagaströnd síð- astliðið sumar. Viðvíkjandi komu nýbygg- ingaráðs hingað til Skaga- strandar skal það sagt, að mér er ekki annað kunnugt en Skag- strendingar, hvar í flokki sem þeir standa, hafi tekið ráðinu með fullum velvilja og ósk um, að för þessi gæti orðið til þess að opna augu fleiri áhrifamanna fyrir möguleikum þessa staðar. Án þess að ég hafi nokkra til- hneigingu til að h'afa af nýbygg- ingarráði þá sæmd af ný- byggingarmálum, er því ber, skal það þó leiðrétt, að verk- smiðjubyggingu og framhaldi hafnargerðar hafi verið hrund- ið áleiðis fyrir atbeina nýbygg- ingarráðs og að framkvæmdir þessar hafi verið afleiðing af för þess hingað. Hitt mun sönnu nær, að för nýbyggingarráðs hafi verið afleiðing af þeirri ákvörðun, sem búið var að taka um þessar framkvæmdir. áður en nýbyggingarráð var skipað. Svo sem kunnugt er, samþykkti Alþingi lög 1942 snertandi aukn- ingu á síldarverksmiðjum ríkis- ins hér norðanlands og staðsetn- ingu þeirra, þar á meðal um síldarverksmiðju á Skagaströnd. Samkvæmt bréfi síldarverk- smiðjustjórnar til hafnarnefnd- ar ÍJkagastrandar hafði verk- smiðjustjórnin samþykkt bygg- ' ingu verksmiðju hér haustið 1944, og skrifar ráðuneytinu ósk um samþykki þess til verksins 2./11. 1944, rúmum mánuði áð- ur en nýbyggingarráð var skipað (8./12.). Sama máli gegnir um hafnargerðina. Á Alþingi 1944 var samþykkt breyting á hafn- arlögum Skagastrandar, snert- andi framlag ríkisins og ábyrgð- arheimild þess. í framhaldi af þessu ákvaö hafnarnefnd í sam- ráði við vitamálastjóra og með samþykki ráðuneytisins starfs- áætlun fyrir sumarið 1945. Allt að sú stjórn, sem þannig lætur bruðla með gjaldeyrinn, sem auðveldast er að kaupa fyrir framleiðslutæki, hefir meira en takmarkaðan áhuga fyrir ný- sköpun og framþróun atvinnu- veganna. Hún sannar í öðru lagi, að það eru heildsalarnir, sem mestu ráða um vinnubrögð þess- arar stjórnar, því að þeim einum til hags, en öllum öðrum til ó- hags, hefir þessi takmarkalausa dollaraeyðsla verið. Þessara sannana verður þjóð- in að minnast vel við kjörborð- in næsta vor. Vill hún stuðla að þvílíkri eyðslu áfram með því að efla stuðningsflokka ríkis- stjórnarinnar eða telur hún hyggilegra að efla Framsóknar- flokkinn, er vill fulla varfærni í þessum efnum, svo að hægt sé að tryggja framfarastarfsemi þj óðarinnar nægan gj aldeyri ? þetta var fulh’áðið og efni kom- ið i pöntun, áður en nýbygging- arráð var farið að hefja veruleg störf. Þótt frá þessu sé skýrt, skal það játað, aö í mínum augum skiptir þetta ekki miklu máli, því að framkvæmdirnar eru að- alatriðið. En þetta atriði sýnir þó annaðhvort fáfræði læknis- ins um þessi mál, er hann tek- ur sér fyrir hendur að fræða aðra um, eða það, sem líklegra er, óheiöarlega meðferð heim- ilda. Þá sendir læknirinn hafnar- nefnd Skagastrandar kveðju sína og ber sig illa yfir því, hversu óhræsis Framsóknar- mennirnir séu ótrúlega lagnir að troða sér inn í allar trún- aðarstöður, svo vitafylgislausir sem þeir þó séu, og hafi nú með- al annars hafnarnefndina á sínu valdi. Og þá er nú ekki á góðu von. Að sjálfsögðu stóð ekki á skemmdarverkum hjá þessari hættulegu nefnd. Hún grípur fram fyrir hendurnar á sjálfum skaparanum og fyllir mikinn hluta hafnarinnar með grjóti í stað þess að dýpka hana, og ver til þessa verks miklum tíma og fjármunum. Þetta er svo gömul lumma, Páll Kolka, að ég er ekki grun- laus um, að þér geti orðið ó- glatt af henni. Viðvíkjandi þessu vil ég segja Páli Kolku þetta: í fyrsta lagi, að allar hafnar- framkvæmdir hér hafa að sjálf- sögðu verið gerðar í nánu sam- ráði við vitamálaskrifstofuna og samkvæmt áætlun hennar. í öðru lagi, að síldarverksmiðj - an hefði ekki getað fengið nægi- legt rými fyrir sína starfrækslu, án þessarar uppfyllingar. í þriðja lagi, að nú mun ákveðið, fullgera umræddan garð á næsta sumri og skapa við hann aðal- löndunarstöðina fyrir síldar- söltun hér. Það mun ástæðulaus ótti hjá lækninum, að þeim fjár- munum, sem varið vár og verð- ur í innri hafnargarðinn, sé kastað á glæ. Það er aðeins fleipur ókunnugra manna, að ekki sé þörf á skjólgarði, sem, jafnframt notast sem bryggja, til verndar bátum, þótt innan hafnarinnar sé. Hvenær dýpkun getur hafizt, er ekki á valdi hafnarnefndar að ákveða — þar stendur á nýsköpuninni að út- vega nothæft skip eða. tæki. En vonandi verður þess þó ekki langt að bíða. Þá skýrir læknirinn frá þeirri ætlun nýbyggingarráðs, að skipuleggja og undirbyggja hér bæjarstæði fyrir um 5000 íbúa. Ekki er nema gott eitt um þessa hugmynd að segja. En ■með því, að mál þetta mun erín aðeins á hugmyndastiginu og ekki vitað, hvort það festir ræt- ur í veruleikanum, tel ég ekki tímabært að ræða það opinber- lega. í framhaldi af þessum ný- byggingarhugmyndum spinnur læknirinn lopann um fjandskap Framsóknarmanna hér í garð þessara framkvæmda, bæði þeirra, sem unnið er að, og hinna, sem hugmyndir standa til. Ekki reynir læknirinn þó með einu einasta dæmi að sanna mál sitt, enda getur hann það ekki. Hér er aðeins um að ræða órökstuddar getsakir í garð þeirra manna, sem ekki játast undir ákveðnar pólitískar trú- arskoðanir. Ég vil fullyrða, að Skagstrendingar, undantekn- ingarlaust, hafi óskiptan áhuga fýrir byggingu síldarverksmiðju hér og auknum hafnarbótum og öðrum þeim framkvæmdum, sem skapa undirstöðu að heil- brigðu athafnalífi hér. Læknirinn talar um, að menn hér reyni að tefja og hindra þessar framkvæmdir, og virðist beina þeim ummælum til Fram- sóknarmanna. Meðan læknirinn finnur ekki þeim orðum sínum stað, munu ummæli hans, jafnt meðal jábræðra sem andstæð- inga, aðeins álitin sem máttlaus rógur þess manns, sem ávallt sér hlytina og mannlífið í kringum sig gegnum gleraugu pólitískr- ar þröngsýni. Það þarf naumast að taka það fram, að þessi herferð Kolku á hendur vissum mönn- um ^á Skagaströnd stóð að sjálfsögðu í beinu sambandi við hrepps- og sýslunefndarkosn- ingar, er þá stóðu fyrir dyrum. En herörin er ekki skorin upp fyrr en hann hafði tryggt sinn lilut á Blönduósi með samning- um, meðal annars við Framsókn- armenn þar, um að hann fái óáreittur að halda sæti sínu sem sýslunefndarmaður Blöndu- óshrepps. Þegar þeim samning- um er lokið, heldur hann til Skagastrandar til fundarhalda þar, lýsir Framsóknarmönnum á fyrrgreindan hátt og finnst þetta svo framúrskarandi karl- mannlega að verki verið og með þeim ágætum, að hann endur- segir ræðuna í grein þessari. Eftir að læknirinn er búinn að samþykkja með sjálfum sér, að Framsófknarmenn berjist gegn framfaramálum hér, fyll- ist hann eldmóði og hefur upp áskoranir til Skagstrendinga um að trúa þessum mönnum ekki fyrir neinu opinberu starfi. — „Fólkið verður að banna (Framhald á 3. síðu). Cíiaðanyi Morgunblaðið segir satt. í forustugi-ein Morgunblaðs- ins á sunnudaginn var (17. þ. m.) er rætt um stjórnarmynd- unina haustið 1944 og segir m. a. á þessa leið: „Ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar töldu málefnasamninginn, sem samkomulag náðist um svo þýðingar- mikinn, að ekki væri forsvaranlegt að láta stjórnarmyridunina stranda á dýr- tiðarmálunum. En þetta varð til þess, að Framsókn skarst úr leik. Hún neit- aði allri samvinnu í rikisstjórn, ef ekki yrði byrjað á því, að leysa dýrtíð- armálin.** Þessi frásögn Mbl. um 'afstöðu Framsóknarfl. stingur nokkuð í stúf við fyrri frásagnir blaös- ins og Ólafs Thors, sem hljóð- uðu á þá leið, að Framsókn- ai'menn hafi verið alveg sam- þykkir ákvæðum stjórnarsátt- málans um kaupgjalds- og dýr- tíðarmálin, en síðan skorizt úr leik fullkomlega að ástæðulausu. Fer vel á því að Mbl. skuli nú loksins segja satt um afstöðu Framsóknarflokksins, þ. e. að flokkurinn taldi lausn dýrtíðar- málsins verða að ganga fyrir öllu og að frestur væri aðjeins til ills eins. Vei'Öur að vænta þess, að framhald geti orðið á þessari auknu sannleiksást Mbl. En hitt er svo eftir að sjá, hvort sarna framför geti orðið hjá Ólafi, sem ekki hefir verið síður eljusamur við að segja rangt frá þessari afstöðu Fram- sóknarmanna. Hvers vegna eru þeir þá reiðir? Jón Pálmason segir í ísafold- arpistlum sínum 6. þ. m.: „Hermann Jónasson er alltaf að tapa trausti og er í þann veg- inn að eyðileggja Framsóknar- flokkinn.“ En skyldu Jón og aðrir skrif- finnar Sjálfstæðisflokksins vera jafn reiðir Hermanni Jónas- syni og skrif þeirra bera vott um, ef þeir tryðu þessu sjálfir? Eða ætla þeir kannske að telja mönnum trú um, að þeir séu svona reiðir Hermanni vegna brennandi áhuga fyrir velferð Framsóknarflokksins? Ásgeir, Stefán og Emil. Morgunblaðið hefir orðið eitt- hvað miður sín vegna hinnar stuttu 'greinargerðar Hermanns Jónassonar um breytinguna á útgáfu Tímans. Hefir það m. a. birt forustugrein í þessu tilefni og ákallar þar sérstaklega Stef- án Jóhann, Ásgeir Ásgeirsson og Emil Jónsson og biður þá að duga nú vel stjórnarsamvinn- unni, enda hafi Tíminn talað illa urn þá! Ekki skal efast um góðan vilja þessara þremenn- inga, en hitt er ekki víst, að þeir telji það heppilegar upplýs- ingar um sig sem leiðtoga al- þýðuflokks, að auðvald og aftur- hald skuli telja sig geta alveg sérstaklega vænzt hjálpar af þeim. Hver er Landsbankaklíkan? Þjóðviljinn er alltaf öðru hvoru að skamma hina svo- nefndu Landsbankaklíku, er hann telur versta afturhald landsins. Til frekari skýringar á því hver Landsbankaklíkan er skal þetta tekið fram: Æðsti maður bankans er Pétur Magn- ússon fjármálaráðherra,- for- maður bankaráðsins er Magnús Jónsson prófessor og ásamt hon- um mynda þeir Ólafur Thors og Gunnar Viðar, xriágur Ólafs, meirihluta bankaráðsins. Lands- bankaklíkan er þannig með öðrum orðum engir aðrir en ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins og nánustu fylgismenn þeirra í Sj álfstæðisf lokknum. KommúnLstar eru þannig, samkvæmt eigin upplýsingum, í stjórnarsamstarfi og nánu bræðralagi við svartasta -aftur- haldið í landinu. Hvernig finnst mönnum það samrýmast kosn- ingaioforðum þeirra urn óhvik- ula baráttu gegn afturhaldinu og kyrrstöðuöflunum í landinu? (Framhald á 3. síðu). Pétur Si}*'}*'rirss«ii: Jón Jónsson frá Gautlöndum 5 Pétur Siggeirsson á Oddsstöðum, formaður Kaupfélags Norð- ur-Þingeyinga, ritar hér um Jón frá Gautlöndum, sem andaðist á síðastliðnu ári. Hafði hann allmörg ár verið elzti þálifandi kaup- félagsstjóri landsins. Jón vann að stofnun K. N. Þ. 1893—94 og var formaður þess og kaupfélagsstjóri um rúmlega 20 ára skeið. Hann var einn þeirra áhugasömu, ungu manna, er á síðustu áratugum 19. aldar gerðu samvinnuna að lífsstefnu sinni og hugsjón og voru henni trúir alla ævi. Hann kom mikið við sögu Sambands íslenzkra samvinnufélaga á fyrstu starfsárum þéss. Síðastliðið sumar lézt að Klifshaga í Axarfirði Jón Jóns- son Gauti, fyrrverandi kaupfé- lagsstjóri, á heimili dóttur sinn- ar, Sólveigar. Jón var fæddur að Gautlönd- um 28. febrúar 1861, sonur Jóns alþingismanns Sigurðssonar og konu hans, Sólveigar Jónsdóttur. Hann ólst upp á heimili foreldra sinna við algenga sveitavinnu og góðan bókakost, fór ungur í Möðruvallaskóla, sem þá var ný- stofnaður, og lauk þar fullnað- arprófi. En alla ævi las hann mikið, bæ'ð’i erlendar og innlend- ar bækur, og var með fróðustu og víðlesnustu mönnum sinnar samtíðar. Jón var listelskur og hrifnæmur hugsjónamaður og fylgdist með öllum nýjungum og stefnum, sem upp komu, en athugaði kosti þeirra og galla fordómalaust, því harðir dóm- ar og lítt rökstuddir voru honum fjarri skapi. Hugstæðast var honum þó allt, sem fjallaði um félagsmál og samvinnu manna til bjartara og betra lífs. En harðsnúinn bar- dagamaður var hann eigi, því að öll þjösnatök voru andstæð kröfu hans til fágunar í fram- komu manna. Hann trúði á mátt samtaka og bróðurlegs samstarf. Jón kvæntist Sigurveigu Sig- uröardóttur frá Ærlækjarseli í Axarfirði, ágætri konu og gáf- aðri, er var honum lík um margt, enda var sambúð þeirra hjóna hin bezta. Þau hjón bjuggu rausnarbúi á ýmsum stórbýlum í Þingeyjarsýslu meir en manns- aldur og var á orði góðsemi hennar við alla fátæka og nauö- leitarmenn. Síðustu árin dvaldi Jón í Reykjavík á veturna á heimili Sigurðar sonar síns, en svo lengi hafði hann starfað með fólkinu í dreifbýlinu, að þar undi hann sér bezt, og þangað leitaði hann að sumrinu og vann þá jafnan nokkuð að heyskap á heimili dóttur sinnar í Klifs- haga. Hann var alla daga starf- samur og undi ekki værð og Jón Gauti í rœðustóli iðjuleysi. Því var það, að hann þóttist ekki hafa næg verkefni síðustu árin, og lét það í ljósi við vini sína, en þeir bentu hon- um á, að starfsdagur hans væri nú orðinn langur og nú ætti hann að hafa rólega daga og láta sér líða vel. Þá svaraði Jón: „Mér líöur aldrei vel, nema ég geti starfað." Þó Jóni væru falin mörg trún- aðarstörf, verður hans lengst minnst sem eins hins traustasta af forvígismönnum samvinnu- stefnunnar í landinu, enda helg- aði hann því málefni mestan hluta -etarfsorku sinnar alla ævi. Um 1890 var ástandið í verzlun- armálum í vesturhluta Norður- Þingeyjarsýslu þannig, að engin föst verzlun var nær en á Húsa- vík. Þó lausakaupmenn kæmu til Kópaskers á sumrin, hrökk ullarinnlegg manna ekki fyrir miklum vetrarforða. Var því oft

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.