Tíminn - 20.02.1946, Side 3

Tíminn - 20.02.1946, Side 3
29. blað 3 BLAÐAMANNAFÉLAG ÍSLANDS hélt aðalfund sinn um síðustu helgi. Frá honum hefir áður verið sagt hér og verður það ekki endurtekið hér. Á hitt skal minnzt. sem ef til vill er ekki á allra vitorði, að innan Blaða- mannafélagsins ríkir hið bezta sam- starf, og þar rísa aldrei pólitískir úfar manna á milli. Blaðamannafélagið er eitt af þeim fáu félögum í landinu, þar sem aldrei er kosið til trúnaðarstarfa eftir pólitískum línum eða flokksupp- skriftum. Allar erjur stjórnmálarit- stjóranna eru lokaðar utan dyra á íundum þess, og svo ætti víðar að vera, þar sem baráttumenn á sviði stjórn- málanna eiga eða ættu að eiga sam- starf. mun betri grundvöllur er fenginn fyrir greið og hagkvæm viðskipti. Og áhrifamestu aðilarnir, er kynnt geta ísland og íslenzku þjóðina erlendis, eru vitaskuld blöðin, sem víða um lönd eru einhverjar áhrifamestu stofnanirnar í þjóðfélögunum. Þess vegna er það hið mesta nytsemdar- starf, sem Blaðamannafélagið getur unnið með því að bjóða hingað er- lendum blaðamönnum og fræða þá um íslenzk málefni og sýna þeim það. sem hér er helzt sjónarvert og líklegt er til þess að stuðla að hagkvæmum skiptum aimarra þjóða við íslendinga. — Hið góða samstarf íslenzkra blaða- manna gerir þeim kleift að leggjast á eitt um þetta. Á UNDANFÖRNUM ÁRUM hafa þeir Skúli Skúlason, ritstjóri Fálkans, Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgun- blaðsins, og Jón Magnússon, frétta- stjóri útvarpsins, verið formenn félags- ins. Að þessu sinni var Hersteinn Páls- son, ritstjóri Vísis, kosinn formaður þess. Starfsemi félagsins er allmerk og á vonandi fyrir sér að færast. stór- lega í aukana. Síðustu árin hefir fé- lagið safnað nokkrum sjóðum, og hef- ir það notið þess velvilja og skilnings mikils meirihluta þingmanna, að því hefir um þriggja ár skeið verið veitt dálítið fé úr ríkissjóði. Sjóði þess á síðan að nota til þess að auka menntun blaðamanna og styrkja þá til kynnisferða, gagnlegs náms og rannsókna, er miða að því að gera þá víðsýnni og færari um að gegna því mikilvæga starfi, er á þeim hvílir. % ANNAR ÞÁTTURINN í starfi fé- lagsins er kynning lands og þjóðar meðal erlendra blaðamanna. Hefir þegar verið unnið gagnlegt starf á þeim vettvangi og hyggst félagið að halda því áfram, meðal annars með heimboðum erlendra blaðamanna. En slíkt er vit- anlega allfjárfrekt, en Blaðamanna- félagið enn sem komið er ekki þess megnugt að inna af hendi miklar fjár- fúlgur, þótt félagsmenn leggi á sig all- liátt árgjald. Hér þyrftu því einhverjir aðilar að hlaupa undir baggann, svo að Blaðamannafélagið geti látið meira til sín taka á þessum vettvangi. Það hefir hér hina beztu aðstöðu. íslend- ingar eru flestum þjóðum fremur háðir öðrum þjóðum og skiptunum við þær. Því betri kynni, sem þær hafa af ís- lendingum og málum þeirra, þeim þröngt í búi margra svo til vandræða horfði. Jafnvel þó fólkið væri þjálfað í sparsemi eftir eldskírn undangenginna harðæra, undi það þó eigi á- standinu eins og komið var, því að áður hafði Gránufélagið haft fasta verzlun á Raufarhöfn. Á þessum árum bárust fréttir um verzlunarsamtök bænda í suður- sýslunni og að þeir kæmust að mun betri verzlunarkjörum en BÆJARBÚI SKRIFAR: „Það vævi gaman að hafa spurnir af því, hvort von sé á einhverri lagfæringu á stræt- isvagnaöngþveitinu í bænum. Eða hvort við eigum enn, að búa við það sama eitt eða tvö ár til viðbótar. Flestir vita, hvernig ástandið er — þó get ég gjarnan rifjað það upp fyrir fólki í stórum dráttum. Og lýsingin væri þá þessi: Vagnarnir allt of fáir, flestir allt of lágir undir loft, sæta- skipunin í þeim langflestum fyrir neð- an allar hellur — vagnarnir einnig lélegir að öðru leyti og bilanir þvi tíðar — ferðirnar allt of strjálar á öllum höfuðleiðum, að minnsta - kosti um það leyti dags, sem mest er að gera, þrengsli þar af leiðandi óþolandi, svo oft verður hvorki komizt út 'ié inn — hvergi nokkurt skýli eða af- drep á viðkomustöðum, nema þá sund milli húsa, þegar bezt lætur. Þetta er erfitt að sætta sig við öllu lengur — og nú spyr ég: Er von á einhverjum teljandi úrbótum? Þótt ég beri hér einn fram þessa spurningu, þá er þetta eigi að síður spurriing, sem þúsundum manna leikur forvitni á að fá svarað eins og efni standa til.“ UNDIR ÞESSA KRÖFU skal fús- lega tekið. Fólk hefir lengi tekiö öllu því herfilega ólagi, sem verið hefir á rekstri strætisvagnanna, með furðu- legri þolinmæði. Hefir það sjálf- sagt hjálpað mest, að flestir strætis- vagnastjóranna eru liprir menn, sem reyna að gera sem bezt úr öllu. En einhvern tíma fyllist samt mælirina. Og héðan af er erfitt að afsaka það, ef ekkert er gert til þess að koma' betri skipan á þessi mál. Grímur í Göröunum. rætt var um þessi mál lengur eða skemur, varð sú niðurstaða, að á fundi í Núpasveit fólu bændur Jóni að leita eftir því við Louis Zöllner stórkaupmann í Newcastle, þann sama og kaup- félag Þingeyinga skipti við, að hann sendi vörur til Kópaskers á næsta sumri, vegna verzlunar- samtaka bænda í norðursýsl- unni. Var Jón þar með orðinn formaður Kaupfélags Norður- fáanleg voru hjá kaupmönnun- um. Þótti þetta nýlunda mikil og var margt um rætt. Kom svo, að áhugamenn norður hér leit- uðu til formanns Kaupfélags Þingeyinga, Péturs á Gautlönd- um, um að hann sendi vöruforða til Kópaskers. Þeir Gautlanda- feðgar höfðu verið meðal skel- eggustu manna í verzlunarsam- tökum bænda í suðursýslunni. Eftir áeggjan Péturs varð það að ráði, að i skammdeginu 1893 lagði Jón bróðir hans í ferð norður um sveitir austan Jök- ulsár til þess að athuga um möguleika fyrir verzlunarsam- tökum. Ferðaðist Jón um meðal bænda vestan Öxarfjarðarheiðar og ræddi við þá um málin. Mun þar hafa þurft að „dirfa syfjaða sveit,“ því að menn voru litt æfðir í félagslegu samstarfi og allhikandi að leggja út á nýjar brautir. En yfirleitt gazt öllum vel að framkomu Jóns og mál- flutningi, og þá eigi síður því, að hann reyndist hinn vaskasti ferðamaður, en á það reyndi mjög, því að ófærð var og bylja- veður þann tíma, sem hann ferðaðist um héraðið. Hvort sem Þingeyinga og gegndi því starfi síðan til 1916. Seinni hluta vetrar var svo unnið að því að efla samtökin og safna vörupöntunum og vöru- loforðum meðal félagsmanna. Biðu menn svo vordaganna með mikilli eftirvæntingu, og þá ekki sízt hinn ungi kaupfélagsstióri. í júnímánuði 1894 rann upp sá stóri dagur i sögu Kaupfélags Norður-Þingeyinga, að skip kom með vörur beint frá útlöndum til Kópaskers. Aðstaða til að taka á móti vörunum var ekki önnur en smáárabátar og sand- ströndin, en nágrenni Kópa- skers átti mörgum vöskum mönnum á að sklpa og af- greiðslan gekk langt um að- stööu fram. Er vörurnar voru komnar á land, komu deildar- stjórarnir til sögunnar og skiptu öllu samkvæmt fyrirframgerð- um pöntunum félagsmanna. Þegar svo reikningar voru at- hugaðir, reyndist verðlagið mun hagstæðara en áöur hafði þekkzt hér um slóðir. Að visu var hér mikil þegn- skaparvinna unnin án endur- gjalds, en ísinn var brotinn, miðvikiidagiim 20. febr. 1946 HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR mátt ekki reiðast mér, Lúsía — ég skal áreiðanlega koma með lessar tólf flöskur .... en ég kem líklega nokkuð seint — ég á margt ógert, og ég get ekki bætt á mig fleiri búðarferðum .... “ Enn verður alllöng þögn, svo heldur hann áfram: „Hefir þú boð- ið van Meegen?“ „Já — þú varst búinn að margítreka það.“ „Já — það var gott. Og kemur hann þá?“ „Já — hann kvaðst mundu koma.“ „Jæja — mér þykír vænt um það.... En nú verð ég að snúa mér aftur að vinnu minni .... Vertu sæl, Lúsía.“ Wijdeveld leggur heyrnartólið á sinn stað.... Nú verður hún auðvitað sínauðandi allt kvöldið.... Hann ypptir öxlum, og nú verður honum aftur litið á rekstrar- reikninginn.... aftur finnst honum eins og köld hönd kreppist um hálsinn.... lamandi kvíði nístir hann í greip sinni. Hann sprettur á fætur og sparkar stólnum frá sér, gengur hratt fram að dyrunum. „Ungfrú Franse — segið bókaranum að koma inn til mín með öll fylgiskjölin.“ _ Nú má hann ekki láta bugast — ekki láta undan áhyggjunum — lönguninni til þess að fela sig úti í horni og gráta eins og von- svikið barn — hreyfa hvorki hönd né fót — gefast upp, láta allt fara sem fara vill.... En kvíðinn rénar ekki, hann finnur til máttleysis í fótunum — hann fær vart risið undir þessu fargi kjarkleysisins. .. . Það marrar í hurðarhjörunum. ... „Þetta er bara ég, herra Wijdeveld.“ „Setjizt, Bosman — hvað eigum við til bragðs að taka?“ Bókarinn þegir, flettir fylgiskjölunum. „Jæja — hvað leggið þér til?“ „Ég skal ekki segja, herra Wijdeveld." „En þetta getur ekki gengið lengur — eitthvað hlýtur að vera bogið við reksturinn.... Viðskipti blómgast, allt virðist í upp- gangi — það er bara Wijdeveldsútgerðin, sem tapar — tapar svo miklu, að við erum bráðum komnir á heljarþröm.“ „En skipin sigla líka hér um bil tóm, herra Wijdeveld. Lítið bara á f armskýrslurnar. .. . Karel Wijdeveld, ferð til New- castle með stykkjavöru — skipið siglir með hálfan farm — og heim aftur hér um bil tómt, því að kolin, sem það átti að taka, voru látin í annað skip — gegn minna flutningsgjaldi. Lúsía — fer til Svíþjóðar og Eystrasaltshafna að sækja timburfarm — sigldi aðeins með kjölfestu á útleið.“ „Já, ég veit þetta. ... en hvers vegna fáum við ekki vörur til fiutnings, Bosman?“ „Æ, eigum við að fara að rekja það allt upp á nýtt?“ spyr gamli bókarinn kvíðafullur. „Auðvitað af því að keppinautar okkar bjóða lægri flutningsgjöld, betri meðferð varningsins og hag- kvæmari skilyrði á allan hátt — af því að okkar gömlu viðskipta- vinir eru smátt og smátt að hverfa frá okkur til van Meegen & Co. Þeir þar geta ekki lengur annað öllu, sem hleðst að þeim — þeir hafa meira að segja tekið á leigu stærsta skipið okkar, Maríönnu — og það er eina skipið, sem eitthvað gefur af sér — skipið, sem lfeigt hefir verið keppinautum okkar! Við getum ekki séð fjörutíu þúsund smálesta skipi fyrir nægum farmi — en þeir geta það. Og þeir græða á rekstrinum, enda þótt þeir borgi okkur háa leigu.“ „Sameina skipafélögin?“ spyr hann — hann á bágt með að segja þetta, það er eins og kökkur sitji fastur í hálsinum á hon- um. „Hvers vegna ættu þeir að vilja það? Hjá þeim leikur allt í lyndi. Hvað getum við boðið þeim?“ „En hvað á þá til bragðs að taka, Bosman?“ „Herra Wijdeveld — yður má ekki mislíka það, sem ég segi — ég ’á þó alla mína afkomu undir viðgangi þessa fyrirtækis.... Það er ekki um annað að velja en spyrna fótum við, bita sig fastan. Við erum ekki nógu vakandi, við látum of lítið á okkur bera, við höldum allt of fast í gamlar venjur. Það er skárra að lækka farmgjöldin en fá ekki neinn farm. Og við verðum að flytja — vera nær hinum eiginlega starfsvettvangi. Hingað kemur eng- inn maður — í þessa gömlu byggingu. Við verðum að fylgjast máttur samtakanna hafi sann- að lífsgildi sitt. Meðan Jón var kaupfélags- stjóri fór hann oft utan til þess að kaupa og selja vörur fyrir félagið, og einnig annaðist hann þá um skeið sölu á saltkjöti til Norðurlanda íyrir Samband kaupfélaganna og varð fyrstur til þess. Þótt Jón Gauti starfaði meira en fimmtung aldar sem forstjóri fyrirtækis, er annaðist mestan hluta allra verzlunarviðskipta í vesturhluta sýslunnar, var þó alla tíð litið svo á, að eigi væri fært að greiða fyrir starfið nema sem aukastarf. Varð hann því ávallt að reka búskap samhliða, sem vitanlega var honum fjötur um fót. f Frá sjónarmiði nútímamanna, er þetta blettur á hinum annars skyggða skildi Kaupfélags Norð- ur-Þingeyinga, en sjónarmið breytast með breyttum tímum. Þó eru það sígild sannindi, að fórnfúsir foringjar göfga liðs- menn sína. Jón var einn þeirra manna, sem eigi gerði kröfu til að alheimta daglaun að kvöldum þegar hann vann þau störf, er hann taldi horfa til almennings- heilla. Nokkura viðurkenningu og honum geðfellda hlaut hann á 50 ára afmæli félagsins. Þá var hann kjörinn heiðursfélagi þess og mætti hvarvetna hlýhug og þakklæti samkomunnar. Einnig leit hann þá hin gróðursælu og glæsilegu býli Öxarfjarðar á sól- fögrum júnidögum og þá breyt- ingu til hagsældar og menning- ar, er þar hafði orðið síðustu 50 árin, og hann vissi, að litla kaupfélagið, sem hann stofnaði við erfið skilyrði, hafði öllu öðru fremur átt þátt í breytingunni. Jón var lítill vexti, en hvatleg- ur, fríður sýnum og svo svip- hreinn að af bar. Með honum var gott að starfa. Hann var sannur heiðursmaður með sterka þrá til að vinna fyrir mannbætandi mál. Sú þjóð, sem á marga sonu slíka, getur verið bjartsýn á framtíð sína, því að þeir byggja á altari lífs og ljóss, hvar sem leið þeirra liggur. SAMVINNAN er eitt af elztu og reyndustu tímaritum landsins. Hún hefir nú starfað um áratugaskeið á vegum Islenzku samvinnuhreyfingarinnar. Samvinnumenn, hjálpið til að efla þennan trausta málsvara ykkar. Samband ís I. samvinnufélaga Leifar nazismans (Framhald af 2. síðu) peim aðgang að allri forustu í opinberum málum......... Menn með slíkan öfugugga-hátt skulu útilokaðir frá öllum trúnaðar- störfum í þágu nýsköpunarinn- ar. Það er heldur ekki nema maklegt, að þeir, sem sýna gikkshátt og ólund gagnvart því þjóðþrifastarfi, sem nú er verið að vinna á Skagaströnd, verði eftirleiðis látnir sitja á hakan- um fyrir þeim, sem með fúsu geði leggja hönd á plóginn, bæði að því er snertir vinnu, báta- kaup og íbúðir í þeim húsum, sem reist verða með atbeina ný- byggingarráðs......Fjandmenn þessarar nýsköpunar eiga eng- an tilverurétt á Skagaströnd“. Þeir, sem kynnu að hafa verið búnir að gleyma því, að hér tal- ar hreinræktaður og berstrip- aður nazisti, munu átta sig á því, er þeir hafa lesið þessar setningar. Fyrst eru andstæðingar born- ir ósönnum sakargiftum, að hætti nazista, og út frá þeim er svo dómurinn kveðinn upp: Þeim skal ekki trúað fyrir neinu starfi. Þeir skulu ekki fá vinnu, ekki komast yfir báta, ekki fá húsnæði. Þeir eiga eng- an tilverurétt. Þeim skal út- rýmt. Manni verður ósjálfrátt á að minnast þess, að undanfarin sex ár hefir staðið yfir trylltari og örvæntingarfyllri barátta en áður hefir þekkzt, fyrir frelsi einstaklinga og þjóða gegn fyrirlitningunni á manninum og fjandskap ;við grundvallar- reglur lýðræðisins. Enda þótt þeirri baráttu sé nú lokið á víg- völlunum, virðist enn mikið starf fyrir höndum að lækna fjölda 'einstaklinga, er gegn- sýrðir eru af þessum ógeðslega hugsunarhætti. Þeir sjúklingar virðast vera um allar jarðir. Til Skagstrendinga vil ég beina þeirri áskorun, að þeir velji menn til sérhverra trún- aðarstarfa fyrst og fremst eftir trú þeirra á manndóm og hæfni viðkomandi manna, hvort sem það eru Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn eða hvar 1 flokki sem þeir standa. En alveg sérstaklega vil ég vænta þgss, að þeir hafi í heiðri og beri virðingu fyrir frelsi ein- staklingsins til að hugsa, tala og lifa, en vinni einhuga gegn mannhatri nazismans, hvar sem það skýtur upp kolli. Ætti það og að vera metnaðarmál Húnvetninga allra að reka af höndum sér slíkan hugsunar- hátt, því fyrst og síðast er það hann, sem á hér engan tilveru- rétt. Þakkarávarp | Skipstjórinn á s/s „Charles H. Salter", brezka kolaskipinu, sem strandaði .aðfaranótt miðviku- hags 13. þ. m. á Eyjafjallasandi, hefir beðið dagblöðin í Reykja- vík fyrir eftirfarandi, til þeirra sem björguðu áhöfn skipsins: Með tilliti til þess hve allir á strandstaðnum, og aðrir í sam- bandi við björgunina, sýndu sérstaklega mikla hjálpfýsi og dugnað, finnst mér ég ekki geta tiltekið nein sérstök nöfn, því allir, allt frá mönnunum í björgunarsveitunum, sem leit- uðu okkar kílómetrum saman á ströndinni, og til loftskeyta- stöðvarinnar og Slysavarnafé- lagsins í Reykjavík, brugðust dásamlega vel við neyðarkalli okkar. Samt sem áður get ég ekki annað en þakkað alveg sérstaklega húsmæðrunum á þeim bæjum þar sem við vorum hýstir. Við munum ávalt minn- ast þess með þakklæti hvernig þær tóku á móti okkur, og sönn- uðu okkur átakanlega, að við karlmennirnir getum oft lítið án hjálpsemi hins svokallaða veika kyns. Guð blessi ykkur. Án efa mun ég oft á komandi árum minnast þessa sorglega atburðar í lífi mínu, fyrsta skipsstrandsins, en í gegn um mistur þeirra minninga mun ég ávalt minnast með þakklæti hinnar miklu gestrisni og hjálp- fýsi sem mér og skipshöfn minni var sýnd á íslandi. Reykjavík 15. febr. 1946. Skipstjórinn s/s „Charles H. Salter". Á víð av ang i (FramhalA af 2. siðu) Ekki unnu þeir vegna málefnanna! Jón Pálmason skrifar í ísa- fold 6. þ. m. um bæjarstjórnar- kosningarnar á ísafirði. Hann ræðir þar nokkuð um, að Hanni- bal Valdemarsson hafi gefið Sigurði Bjarnasyni utan undir á kosningafundi. Síðan segir Jón: „Höggið á Sigurð Bjarnason kostaði meirihlutavaldið f fsa- fjarðarbæ.“ Það er ekki ólíklegt, að Jón segi þetta satt. Það er a. m. k. víst, að ekki hafa Sjálfstæðis- menn unnið vegna málefnanna,* því að það geta þeir aldrei. Björgun í ofviðrinu fyrra laug- ardag missti vélbáturinn „Gull- faxi“ frá Þingeyri tvo menn fyr- ir borð, en þeim varð báðum bjargað, en annar mannanna slasaðist nokkuð. „Gullfaxi var að veiðum er mennina tók út. Var verið að draga lin- una er alda relð yfir bát- inn og tók þá tvo af mönn- unum út. Annar þeirra náðist strax aftur og varð honum ekk- ert meint af, en hinn, Sigurður Bergsson, slasaðist allmikið og var farið með hann til Þingeyr- ar og hann lagður þar í sjúkra- hús.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.