Tíminn - 20.02.1946, Síða 4

Tíminn - 20.02.1946, Síða 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er i Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 4 | REYKJAVÍK FRA MSÓKNARME NN! Komið 20. FEBR. 1946 skrifstofu Framsóknarflokksins! 29. blað Ú R B Æ N U M f dag. Árdegisflæði kl. 8,00. Síðdegisflæði kl. 20,20. Sólaruppkoma kl. 8,11. Sól- arlag kl. 17,14. í nótt. Nœturakstur annast B. S. R. Sími 1720. Nœturvörður er í Ingólfs Apóteki. Nœturlœknir er í læknavarðstofunni, Austurbæjarskólanum, sími 5030. Ljósatími ökutœkja er frá kl. 17,20 til kl. 8,05. Útvarpið í kvöid. Kl. 20,30 hefst kvöldvakan. Efni hennar: Ari Arnalds fyrrv. bæjarstjóri flytur frásögn: Silfursalinn og urða- búinn, Kvæði kvöldvökunnar, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri flytur er- indi: ísland og Alaska, Einar Ól. Sveinsson les upp: Saga af spekingi og dára, Briem-kvartettinn leikur á mandólín. Eftir fréttir kl. 22,00 verða leikin létt lög af hljómplötum til dag- skrárloka kl. 22,30. Rithöfundafélag íslands hélt aðalfund sinn síðastl. laugardag. Halldór Stefánsson var endurkosinn formaður félagsins og Snorri Hjartar- son endurkosinn ritari, en Sigurður Grímsson kosinn gjaldkeri í stað Lár- usar Sigurbjömssonar, sem skoraðist unda*n endurkosningu. Meðstjórnend- ur voru kosnir Halldór Kiljan Laxness, sem var endurkosinn, og Sigurður Þór- arinsson, er var kosinn í stað Magn- úsar Ásgeirssonar. sem skoraðist und- an endurkosningu. — í fulltrúaráð Bandalags íslenzkra listamanna voru endurkosnir Halldór Stefánsson, Hall- dór Kiljan Laxness, Sigurður Nordal og Tómas Guðmundsson. — Félaginu bættist einn nýr félagsmaður á fund- inum, en það var Jón Helgason pró- fessor í Kaupmannahöfn. Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík var haldinn í húsi mjólkurstöðvarinn- ar síðastl. sunnudag. í stjórn voru kosin: Formaður Björn Bjarnason var endurkosinn. Varaformaður Pétur Lár- usson, Halldór Pétursson ritari og Guðlaug Vilhjálmsdóttir gjaldkeri. — Meðstjórnendur voru kosin þau Guð- rún Sveinsdóttir, Arngrímur Ingi- mundarson og Ingibjörg Jónsdóttir. Við formannskosninguna fékk Björn Bjarnason, sem er kommúnisti, 165 atkvæði, en Marías Guðmundsson, sem er Alþýðuflokksmaður, fékk 74 atkvæði. Farþegar með Buntline Hitch frá Reykjavík til New York í gær: Guðmundur I. Hannesson, Þorbjörn Hagan, Guðjóna K. Nikulásdóttir, Margrét Sighvats- dóttir, Ólafía K. Bjarnadóttir, John Ivar Butler, Unnur Jakobsdóttir, Helga C. J. Guðmundsson, Stefanía Erlings- dóttir. Skipafréttir. Brúarfoss er í Leith (kom 9/2). Fjall- foss er í Reykjavík. Lagarfoss kom til Osló 17/2. Selfoss er í Leith (kom 28/12). Reykjafoss er í Reykjavík (kom 8/2). Buntline Hitch fór frá Reykjavík i gærkvöldi til New York. Empire Gallop er væntanlega í New York. Anne er i Middlesbourgh (kom 12/2). Lech er í Grimsby íkom 15/2). Aðalfundur samvinnumötuneyt- isins í Reykjavík, var nýlega haldinn í húsakynnum mötuneytisins að Gimli. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf. Formaðiú félagsins gaf skýrslu um starfsemina og skýrði frá þeim erfið- Ýmsar f réttir — Ákveðið er, að úrvalslið is- lenzkra knattspyrnumanna fari til Bretlands í septembermánuði næstkomandi og keppi þar fjóra kappleiki við alþekkt brezk knattspyrnulið. — Stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands íslands hefir skorað á Alþingi að láta rann- saka starfshætti Veðurstofunn- ar, þar sem veðurspár hennar hafi reynst fjarri sanni. Enn- fremur hefir hún skorað á Al- þingi að veita aðstandendum sjómanna, er fórust 9. þ. m., fullar striðsskaðabætur. — Samvinna hefir tekist milli fulltrúa Alþýðuflokksins, Sjálf- stæðisflokksins og Kommúnista- flokksins í bæjarstjórn Siglu- fjarðar. leikum, sem nú steðja að mötuneytinu. vegna laga þeirra, sem stjórnarliðið rak í gegn á þinginu í fyrra, um að svipta félagið húsnæði því, sem það undanfarin 15 ár hefir leigt. Verður ekki annað séð en leysa verði mötu- neytið upp i vor, nema úr rætist með húsnæði. í stjórn mötuneytisins voru kosnir: Guðjón Teitsson skrifstofustjóri for- maður, Kristján Friöriksson fram- kvæmdastjóri og dr. Jón Jóhannesson dósent meðstjórnendur. Lúðvík Guðmundsson skólastjóri mun fara utan einhvern næstu daga. Fer hann utan á veg- um Rauða Krossins til að fylgjast með því, hvernig lýsisgjöfunum verður ráðstafað. Skíðamót Reykjavíkur verður haldið um allar helgar í marz og hefst 3. marz. Mótið verður háð í Hveradölum, við Skálafell, að Kolviðarhól og í Henglafjöllum. K. R. sér um mótið og tilkynnist þátttaka til skíðadeildar félagsins. í. R. sér þó um stökkin og skátar um drengjakeppn- ina. / stuttu máli (Framhald af 1. síðu) Hann hvatti Indverja til sam- eiginlegra átaka gegn hungurs- neyðinni, sem hann kvað vofa yfir þeim 400 miljónum manna, sem í Indlandi búa. Hann er nýkominn frá Bengal héraði og kvaðst hafa séð hungursneyð- ina skína úr augum fólksins þar. — Indverskir sjóliðar, nokkur hundruð að tölu, efndu til óeirða í Bombay í gær, brutu rúður úr gluggum, stálu bifreiðum cg gerðu annan óskunda. — Ný stjórn hefir verið mynd- uð í Egiptalandi. Hún mun láta það verða fyrsta verk sitt að hefja samninga við Breta. — Forsætisráðherrann í Iran er farinn til Moskvu til við- ræðna við rússnesku stjórnina. — Taugaveiki breiðist nú ört út í Belgíu. — Scheider, formaður kat- ólska flokksins í Belgíu, vinnur nú að stjórnarmyndun. Auk sigurs flokksins í kosningunum til neðri málstofunnar, er sagt var frá í gær, fékk flokkurinn einnig hreinan meirihluta í efri deildinni. IVjósnarmálið í Kanada % (Framhald af 1. síðu) muni láta gera allt sem unnt er til að komast fyrir njósnir þess- ar. Hinir handteknu embættis- menn eru hafðir í ströngu haldi og hefir enn ekkert verið birt um, hverjir þeir eru. Eden spurði um njósnamál þetta í brezka þinginu í gær, og spurði um afstöðu brezku stjórn- arinnar. Attlee varðifyrir svör- um og kvað málið vera í hönd- um fcanadisku stjórnarinnar, en brezka stjórnin hefði náið sam- band við hana um þetta mál. ■ Óttast er,að kanadiski njósna- hringurinn sé víðtækari en enn- þá er uppvíst orðið. Hafa sér- stakar ráðstafanir verið gerðar í Bandaríkjunum til að komast að því, hvort starfsemi hans hefir náð þangað. Stjwrnarliðið opiuberar . . . (Framhald af 1. síðu) hljóð í Fiskiveiðasjóðinn, þegar búið verður að lána til kaupa á öllum togurunum og innlendu vélbátunum, sem stjórnin er að láta smíða. Útvegsmenn og sjómenn geta vel á þessari málsafgreiðslu markað hinn raunverulega hug stjórnp,rliðsins til þeirra höfuð- framfara sjávarútvegsins að efla fiskiðnaðinn og afla n,ýrra markaða. RðBktunarsamþykktir (Framhald af 1. siðu) útundan, þegar svæðin eru á- kveðin. Verkfæranefnd ákveður það síðan í samráði við Búnað- arfélag íslands, hvað af vélum sé nauðsynlegt á hverju jarð- ræktarsvæði, til að hrinda jarð- ræktaráformunum í fram- kvæmd. Þessar vélar' njóta styrks úr framkvæmdasjóði ríkisins, sem nemur allt að helming af kostnaðarverði þeirra. En til þess aö Búnaðar- samböndin geti oröið aðnjótandi styrks þessa, þurfa þau fyrst að vera búin að ganga frá jarð- ræktarsamþykktum hjá sér. Gert er ráð fyrir í lögunum að verja allt að 3 milljónum króna úr framkvæmdasjóði rík- isins til greiðslu á helmings kostnaðarverðs þeirra véla, sem búnaðarsamböndin þurfa til framkvæmdanna. Styrkurinn greiðist jafnóðum og vélarnar eru keyptar og hann fæst að- eins út á nýjar vélar og tæki. í seinasta blaði Tímans var sagt nokkuð frá hinum miklu vélapöntunum bænda, og má í því sambandi minna á það, að mikið af þeim vélapöntunum, þ. e. hinar stórvirkari vélar, stórar dráttarvélar, skurðgröf- ur o. fl. eru pantaðar fyrir eða á vegum búnaðarsambandanna og koma samböndin til að njóta hlunninda þessara laga við þau vélakaup. í 11.—12. tölubl. Freys var ít- arleg skýrsla um allar pantanir á landbúnaðarvélum hjá S. í. S. 1. des. s. 1. Þar er skýrt frá því, að pantaðar hafi verið 75 diesel- dráttarvélar á skriðbeltum, með jarðýtum, plógum og herfum. Áætlað verð þessara véla er kr. 2.800.000,00. Alls hafa bændur pantað hjá S. í. S. fyrir áramót dráttarvélar og verkfæri í sam- bandi við þær, fyrir krónur 7.850.000,00. Um húsagerðarsamþykktirn- ar er það að segja, að undir- búningur þeirra er ekki eins langt á veg kominn og jarð- ræktarsamþykktirnar. Húsa- gerðarsamþykktirnar miða að því,- að koma grundvelli undir félagslegar framkvæmdir við húsabyggingar í sveitum lands- ins. Framkvæmdir eru hugsað- ar þannig, að vinnuflokkar, sem vinna að byggingunum, fari á milli staðanna, þar sem byggt er og skipti með sér verk- um. Hafa þeir með sér öll nauð- synleg tæki til að ljúka verk- inu á sem skemmstum tíma. Búnaðarsamband Skagafjarð- ar hefir samþykkt að Igefjast handa um framkvæmdir húsa- gerðarsamþykktanna og verður byrjað að vinna á þessum grund- velli þar í vor. Búnaðarsamband Austur-Húnvetninga hefir einn- ig ákveðið að taka upp þessa starfsemi. Víðar er verið með málið í undirbúningi og má bú- ast við að innan skamms verði búið að koma húsagerðarsam- þykktunum á hjá mörgum bún- aðarsamböndum landsins. Óvenju gúð færð (Framhald af 1. síðu) Vegurinn austur yfir fjall um Hellisheiði og Þingvelli, hefir verið fær bifreiðum að heita má í allan vetur allt austur til Vík- ur í Mýrdal. Frá Akureyri hefir að mestu verið bílfært í allan vetur til Húsavíkur, þó fyrir all miklar aðgecðir vegamálastjórnarinn- ar. Þess má einnig geta, að Fjarðarheiði var óvenjulega lengi fær bifreiðum í vetur. En hún lokast venjulega í fyrstu snjóum á haustin. Leiðin frá Reykjavik til Borg- arfjarðar um Hvalfjörð hefir einnig að mestu leyti verið bíl- fær í allan vetur. Sú leið er nú öruggari en nokkru sinni fyrr, vegna hins nýja vegar um Hafn- arskóg, sém að mestu leyti var lokið við síðastl. haust. Frímerkjasafnarar Sendið undirrituðum, sænsk- um póstmanni, sem er frí- merkjasafnari, íslenzk frímerki og ég mun senda yður sænsk frímerki samkvæmt ósk yðar. Gustav Grann Vidkársstigen 4. Göteborg Sverige (jarnla Bíó IM>BC\K\H\Ii» (Lost Angel) Skemmtileg og hrífandi mynd. Aðalhlutverk: Margaret O’Brien, James Craig, Marsha Hunt. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11. Síé Heimllls- harðstjórlnn Vel leikin dönsk mynd. Aðalhlutverk: Eyvind Johan-Svendsen Karen Nellemose. Sýnd kl. 9. Þegar regnið kom (The Rain Came) Stórmyndin fræga með: Tyrone Power. George Breut. Myma Loy. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð fyrir börn. Tíminn fœst í lausasölu á þessum stöðum í Reykjavík: Þorsteinsbúð, Hringbraut 61. Verzluninni Laugaveg 45. Flöskubúðinni, Bergst.str. 10. Leifskaffi, Skólavörðustíg. Bókabúð Kron, Hverfisgötu. Söluturninum. Filippusi Vigfúss., Kolasundi. Bókaverzlun Finns Einars- sonar, Austurstræti. Bókastöð Eimreiðarinnar, Að- , alstræti. Fjólu, Vesturgötu. 7jarna?bíó BORGHÍ (City For Conquest) Áhrifamikil mynd frá New York.eftir skáldsögu A. Kandeis James Cagney, Ann Sheridan. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. t HÁALOFTI (Sensations Of 1945) Bráðfjörug dans-, söngva- og fimleikamynd. Eleanor Powell, Dennis O’Keefe. Sýnd kl. 5. Sala hefst kl. 11. Happdrætti S.I.B.S. Dregið var í happdrætti S. í. B. S. 15. febrúar s.l. Eftir- farandi númer hlutu vinninga: 1000 krónur 121477 Flugvél 32172 107453 Skemmtisnekkja 36541 — — 12074 Jeppi, eða Ford jr. 71454 — — 35225 Málverk eftir Kjarval 22307 — — 96524 Pianó 101023 — — 102143 Radiógrammófónn 5657 — — 70568 Flugferð til New York 43827 — — 85537 Skrifborð 89561 — — 9124 Ferð til Norðurlanda 89415 — — 12104 Golfáhöld 91512 — — Þeirra vinninga, sem enn hefir ekki verið vitjað, óskast vitjað sem fyrst í skrifstofu S. í. B. S., Hamarshúsinu við Tryggvagötu, einnig má framvísa vinningsmiðum við um- boðsmenn þess úti um land. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN Æfingatafla, er gildir frá 16. febr. 1946. í Austurbæjarskólanum: Kl. 7.30—8.30 — 8.30—9.30 Mánud. Þriðjud. Fimleikar 2. fl. Fimleíkar 1. fl. Miðvikud. Fiml. drengir Fimleikar 1. fl. Fimmtud. Föstud. Fimleikar 2. fl. Fimleikar 1. fl. Laugard. í Menntaskólanum: Kl. 7.15—8.45 — 8.45—9.30 — 9.30—10.15 — 7.15—9 — 9—10.15 — 8.15—10 Hnefaleikar Knattspyrna 3. fl. tsl. glíma Knattspyrna 1. og 2. ,fl. og Meistarafl. Hnefaleikar ísl. glíma Knattspyrna 1. og 2. fl. og Meistarafl. Hnefaleikar ísl. glíma ísl. glima í Miðbæjarskólanum: Kl. 8—9 — 9—10 — 7.45—8.30 — 8.30—9.30 1. fl. kvenna Frjálsar íþróttir Handb. kvenna Handb. karla Frjálsar íþróttir Frjálsar íþróttir Handb. kvenna Handb. karla 1. fl. kvenna Frjálsar íþróttir 0 í íþróttahöll Í.B.R.: Kl. 7.30—8.30 Handb. karla * Handb. kvenna — 8.30—9.30 Knattsp. Meist- arar, 1. og 2. fl. Ennfremur handb. karla í Í.B.R.-höllinni á sunnudögum kl. 11—12 árd. — Sundæfingar í Sundhöllinni eru á þriðjudög- um kl. 8,50 og fimmtudögum kl. 8,50. — Úrvalskennarar í hverri íþróttagrein. Jðkið íþróttir! — Gangið í K. R. Stjórn K.R.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.